Eystrahorn 2. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 16. janúar 2014

2. tbl. 32. árgangur

Rekstrarniðurstaða jákvæð um 179 m.kr.

Þann 12. desember sl. samþykkti bæjarstjórn Hornafjarðar fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Einnig var samþykk þriggja ára fjárhagsáætlun 2015 til 2017. Fjárhagsáætlunin var unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins með það að markmiði að tryggja og bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagins og halda álögum í jafnvægi eins og kostur er. Helstu lykilstærðir áætlunarinnar fyrir A og B hluta rekstrarársins 2014 er að rekstrarniðurstaða jákvæð sem nemur 179 m.kr. Framkvæmdir og fjárfesting fyrir árið 2014 er áætluð 358 m.kr. Veltufé frá rekstri verður jákvætt um

Rekstrarniðurstaða (m.kr.)

346 m.kr. Helstu lykilstærðir áætlunarinnar fyrir A og B hluta rekstrarárin 2014 – 2017 er að rekstrarniðurstaða verður jákvæð öll árin eða sem samsvarar 779 m.kr. á tímabilinu. Framkvæmdir og fjárfesting tímabilsins er áætluð 1.083 m.kr. Lántaka tímabilsins er áætluð 100 m.kr. á meðan afborganir langtímalána er áætlað 444 m.kr. Álagningarreglur sveitarfélagsins eru óbreyttar frá fyrra ári að öllu leyti nema að breyting verður á útsvarshlutfalli, hækkun um 0.04% úr 14,48% í 14,52% ef að frumvarp um breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði samþykkt á alþingi. Gert

er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verður um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða. Þannig að hinn almenni skattborgari mun ekki finna fyrir þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þær gjaldskrárbreytingar sem urðu nú um áramót hjá sveitarfélaginu eru á stöku gjaldi í sund og leigu á sundfatnaði og handklæði. Einnig er gerð breyting á sorpgjöldum sem tengjast innleiðingu 2ja tunnu kerfi. Aðrar gjaldskrár eru óbreyttar um áramót. Helstu niðurstöður áætlunarinnar fyrir A og B hluta árin 2014 – 2017 eru eftirfarandi:

2014

2015

2016

2017

179.284

196.794

201.586

201.708

Skuldir í hlutfalli af tekjum

65,00%

61,74%

58,08%

54,01%

Framkvæmdir (m.kr.)

358.000

200.000

200.000

325.000

Framlegð (EBIDTAR) %

17,87%

18,81%

18,99%

18,99%

Veltufé frá rekstri (m.kr.)

346.002

371.212

378.665

382.713

Handbært fé í árslok (m.kr.) Afborganir langtímalána (m.kr.)

24.736

86.674

151.569

90.825

(102.820)

(109.274)

(113.770)

(118.458)

582.435

491.139

415.902

Ný lántaka A-B hluta (m.kr.)

100.000

Langtímalán við lánastofnanir

665.963

Langtímalán á hvern íbúa

305.487

267.172

225.293

190.780

Skatttekjur hvern íbúa

729.183

729.183

729.183

729.183

Framkvæmdaáætlunin snýr að fjárfestingu í Vöruhúsi KASK við Hafnarbraut sem að sveitarfélagið hefur haft á leigu sl. 9 ár að hluta eða öllu leyti. Farið verður í miklar fráveituframkvæmdir á hafnarsvæði

og lokið við fráveituframkvæmdir í Nesjum. Framkvæmdir verða m.a. í Ekru, þjónustumiðstöð við áhaldahús, Sindrabæ, götur, gangstéttir og opin svæði. Haldið er áfram samkvæmt viðhaldsáætlun

sveitarfélagsins að öðru leyti. Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun eru aðgengilegar á www.hornafjordur.is

60 ára afmæli Slysavarnadeildarinnar Framtíðar Í tilefni af 60 ára afmæli Slysavarnadeildar Framtíðar þann 7. febrúar n.k er félagskonum boðið til hátíðarkvöldverðar og léttrar skemmtidagskrár. Þátttöku er hægt að tilkynna til Lindu (478-2055, 891-8155, fakaleira@simnet.is), Siggu (861-6202), Kristínar (895-4569) eða Fjólu (846-8586) Vonumst til að sjá sem flestar.

Stjórnin


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.