Eystrahorn Fimmtudagur 24. janúar 2013
3. tbl. 31. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Mörg mál í undirbúningi og vinnslu
Eystrahorn heimsótti bæjarstjóra, Hjalta Þór, og innti eftir helstu málum sem verið er að fjalla um og verkefnum sem verið er að vinna að hjá sveitarfélaginu í dag og eru ekki þessi föstu mál sem eru til meðferðar dags daglega; „Við erum með afar mörg mál undir þessa dagana. Við erum að ljúka samningum um rekstur HSSA sem hefur staðið yfir í mörg ár. Mér finnst mikilvægt að nefna það að þrátt fyrir niðurskurð og þrengingar hér sem annars staðar hefur okkur tekist að halda jafnvægi í rekstrinum. Einnig erum við í samningaviðræðum og vinnu við að byggja upp fjarskipti í sveitarfélaginu og línur skýrast í því á allra næstu dögum. Markmiðið er að íbúar í dreifbýli búi ekki við lakari nettengingar en íbúar í þéttbýli. Síðan má nefna að við erum í samstarfi við Matís og fleiri hvernig efla megi Matarsmiðjuna enn frekar og horfum þá til að fjölga þeim afurðaflokkum sem þar má vinna, setja upp
Áætlunarflug
Leiguflug
þróunar- og rannsóknarlínu fyrir stór verkefni og nýta aðstöðuna fyrir nám á sem flestum skólastigum. Við horfum til mjólkurstöðvarinnar gömlu nú þegar NorðurBragð hefur lagt niður starfsemi sem þar var. Ég gæti líka nefnt málefni Menningarmiðstöðvar, aukinn stuðning við rannsóknir og þróun í ferðaþjónustu sem gengið verður frá á næstunni og vinnu með menntamálaráðuneytinu um að tryggja áframhaldandi festu í fjarnámi á háskólastigi og framhaldsfræðslu. Einnig erum við að taka upp skipurit sveitarfélagsins, fara yfir samþykktir um stjórn og fundarsköp fyrir utan að halda rekstri sveitarfélagsins áfram í góðu horfi. Við horfum líka fram á mikið framkvæmda ár. Margt er farið af stað og unnið er að undirbúningi fleiri framkvæmda, eins og gatnagerð á Leirusvæðinu.“
Skipulagðar ævintýraferðir
Hugsaðu hratt! Fleiri ódýr sæti til allra áfangastaða
Í janúar og febrúar fjölgum við nettilboðs- og afsláttarsætum til allra áfangastaða. Bókaðu tímalega og tryggðu þér sæti á ernir.is
bókaðu flugið á ernir.is