Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 23. janúar 2014
3. tbl. 32. árgangur
Til hamingju Öræfingar Grunnskólinn Hofgarði hlaut fyrstu verðlaun í verkefni á vegum Landsbyggðavina og sagði Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri þetta eftir verðlaunaafhendinguna. „Á haustmisseri hefur eldri hópur skólans unnið að verkefni á vegum Landsbyggðavina, en þetta félag býður upp á að í nokkrum skólum landsins sé ár hvert unnin hugmyndavinna og verkefni sem mættu verða til styrktar heimabyggð þeirra skóla sem valdir eru hvert sinn. Í haust bauðst okkur að taka þátt í þessu verkefni í annað sinn, en síðast vorum við þátttakendur skólaárið 2007-2008 og einnig þá unnu nemendur okkar til verðlauna. Í ár var þemað Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, nýsköpun heilbrigði og forvarnir. Markmið verkefnisins er að efla sjálfstæði nemenda, samvinnu og árangursrík vinnubrögð með áherslu á vellíðan nemenda og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum. Vinnan fólst í því að ræða um kosti byggðarlagsins og koma jafnframt með hugmyndir að því sem betur mætti fara eða stofna til nýjunga sem væru sveitinni til framdráttar. Hver nemandi átti síðan að vinna einstaklingsverkefni þar sem hann gerði grein fyrir sínum framfarahugmyndum. Það voru 4 nemendur í okkar skóla sem sendu inn ritgerðir sínar og þeir geta verið stoltir af því að dómnefnd Landsbyggðarvina mat ritgerðarvinnu okkar hóps til 1. verðlauna. Verðlaunaafhending fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 18. janúar. Voru þar margir viðstaddir, aðstandendur verðlaunahafa, skólastjórar og umsjónarmenn verkefnisins í hverjum skóla ásamt málsmetandi fólki úr byggðarlögunum. María og Aníta hvíla sig eftir hlaupið
F.v. Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri, Gissur Gunnarsson, Stefán Freyr Jónsson, Styrmir Einarsson og Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri. Á myndina vantar Ísak Einarsson sem var erlendis.
T.d. sýndi bæjarstjórinn okkar skólanum þann heiður að mæta. Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson var viðstaddur og afhenti verðlaunin sem voru bókarverðlaun ásamt viðurkenningarspjöldum. Aðrir verðlaunahafar voru frá Grunnskólanum
í Hrísey, Grunnskólanum á Hólmavík og Víðstaðaskóla í Hafnarfirði. Seinni hluti verkefnisins gengur út á það að hver skóli útfærir betur eina hugmynd sem nemendur sameinast um. Sá hluti verkefnisins verður metinn á vordögum.“
María Íslandsmeistari
María Birkisdóttir gerði góða ferð á Íslandsmót ungmenna 15 – 22 ára um daginn. Hún atti kappi m.a. við Evrópu- og heimsmeistarann Anitu Hinriksdóttur í 800 m. hlaupinu og varð í öðru sæti. María sigraði svo örugglega í 1500 m. hlaupinu. Á sama móti var Áróra Dröfn Ívarsdóttir í 3. sæti í 60 m. hlaupi.
www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar