Eystrahorn 4. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 31. janúar 2013

4. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Kveður sáttur og þakklátur Um sl. áramót lét Björn Jónsson gröfumaður af störfum hjá sveitarfélaginu. Þá hafði hann unnið þar í rúma hálfa öld, byrjaði um 1960, sem þykir gott úthald hjá sama vinnuveitanda. Í samtali við blaðamann sagðist hann vera sáttur og þakklátur en þó eftirsjá að kveðja góðan vinnustað og bar öllum verkstjórunum góða sögu. Á þessum tíma sagðist hann hafa unnið hjá níu sveitar- og bæjarstjórum og undir stjórn sex verkstjóra í áhaldahúsinu. Björn byrjaði snemma að vinna á „gröfunni“ sem var mikið þarfaþing á sínum tíma. En það voru mörg önnur og fjölbreytt verkefnin sem hann vann við. Fyrstu árin var það aðallega gatnagerð og öllu sem því fylgdi s.s. lagnir og gangstéttir. „Það var oft unnið lengi og um helgar þegar uppbyggingin var sem hröðust hér. Ég hafði mikla ánægju af bryggjusmíðinni í Óslandi og vestast í höfninni en erfiðast var að mála vatnstankinn gamla, ég var svo lofthræddur“, sagði Björn og hló mikið. Í kveðjuhófi sem Birni var haldið var honum afhent gullúr og samstarfsmenn færðu honum rennibekk að gjöf. Aðspurður hvað tæki við segist hann vera að koma sér fyrir í bílskúrnum upp á Hól þar sem hann gerir ráð fyrir að þreifa sig áfram í rennismíðinni. “Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni“, sagði hann að lokum.

Vegleg gjöf til Sveitarfélagsins

Unnsteinn Guðmundsson, Sverrir Scheving Thorsteinsson, Lovísa Gunnarsdóttir og Hjalti Þór Vignisson.

Lovísa Gunnarsdóttir og Sverrir Scheving Thorsteinsson færðu sveitarfélaginu veglega gjöf þann 24. janúar. Þá afhentu þau söfn sín með undirritun gjafabréfs. Söfnin innihalda 35 málverk eftir Höskuld Björnsson, litskyggnur sem margar hverjar eru teknar á ferðum um Vatnajökul, sérprentað safn um margskonar efni, eins og jökla og jarðfræði, munasafn, landakort gömul og ný, vopnasafn, bækur og uppsett dýr og fugla. Öll þessi söfn eru afhent Sveitarfélaginu Hornafjarðar til fullrar ráðstöfunar við undirskrift gjafabréfsins. Sveitarfélagið Hornafjörður þakkar af heilum hug veglega gjöf þeirra Lovísu og Sverris

Verkstjórarnir Ingólfur Eyjólfsson, Björn, Birgir Árnason, Kjartan Jónsson, Arnar Rafnkelsson og Sigurður Halldórsson.

Endurnýjun þjónustusamnings

Guðbjartur Hannesson og Hjalti Þór Vignisson.

Sveitarfélagið hefur á grunni þjónustusamnings við ríkið sinnt heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Sveitarfélagið hefur samþætt heilbrigðis- og öldurnarþjónustu við önnur svið velferðar- og félagsmála sem það veitir. Reynslan af þessu fyrirkomulagi er mjög góð og hefur styrkt þjónustu við íbúa í byggðarlaginu. Þjónustusamningurinn hefur ekki verið endurnýjaður frá árinu 2006. Þann 25. janúar undirrituðu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri á Höfn þjónustusamning sem þar með hefur verið endurnýjaður.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 31. janúar 2013

Andlát

Andlát

Tryggvi Sigurðsson

Bjarni Gunnar Sigurðsson

Tryggvi Sigurðsson fæddist á Fagurhólsmýri í Öræfum 6.október 1931. Foreldrar hans voru Sigurður Arason f. 4.8.1887 og Halldóra Jónsdóttir f. 23.12.1892. Systkini Tryggva voru a) Guðrún f. 29.12.1925 d. 20.11. 2002, b) Halldór Jón f. 11.1.1928 d.22.8.1985, c) Ari Benedikt f. 2.sept. 1929 d. 2.7. 2004, d) Nanna f. 12.1.1934. Einnig ólust upp á heimilinu Rósa Hjörleifsdóttir f. 9.10.1920 d. 15.07.2007 og Páll Björnsson f. 25.3.1914, d. 14.3.1993. Tryggvi var ókvæntur og barnlaus og bjó alla tíð á Efribænum á Fagurhólsmýri ásamt systkinum sínum. Þar var stundaður hefðbundinn búskapur, en einnig var þar lengst af veðurathugunarstöð, afgreiðsla Pósts og síma og flugafgreiðsla svo eitthvað sé nefnt. Bræðurnir sáu um búið með aðstoð Páls og Tryggvi tók þátt í því, en honum féllu önnur störf betur en bústörfin og meðan næga vinnu var að hafa í sveitinni við brúargerð og húsbyggingar var Tryggvi langdvölum í burtu yfir sumartímann við byggingar- og brúarvinnu. Síðar á ævinni aðstoðaði hann Guðrúnu systur sína í póstafgreiðslunni og var liðtækur að stimpla bréf og flokka póst. Tryggvi vann við landgræðslu í Öræfunum mörg sumur, bæði með Landgræðslufélagi Öræfinga sem sá um gróðursetningu víðsvegar um sveitina og einnig með Guðjóni frænda sínum í Neðribænum, en þeir unnu mikið starf við gróðursetningu skógarplantna á Fagurhólsmýri. Hvar sem Tryggvi dvaldi virtist hann alltaf una hag sínum vel. Árið 2001 fór hann á dvalarheimilið Helgafell á Djúpavogi en í desember 2003 fluttist hann á Hornafjörð, fyrst á Skjólgarð en síðan á dvalarheimið Mjallhvít þar til hann í kjölfar veikinda í byrjun árs 2011 fór yfir á hjúkrunardeild HSSA, þar sem hann síðan lést aðfaranótt 24. desember 2012. Útfór Tryggva fór fram frá Hofskirkju í Öræfum 5. janúar 2012. Fjölskylda Tryggva færir öllum sem önnuðust hann einlægar þakkir. Ættingjar, vinir og samferðafólk fá þakkir fyrir tryggð, vináttu og góðar minningar.

Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar bróður míns og frænda okkar

Ingibergs Sigurðssonar frá Hvammi í Lóni

Steinunn M. Sigurðardóttir og frændsystkin. Bíll til sölu

Skoda Octavia árg. 2005. Rkinn 48 þúa. km. Upplýsingar í síma 867-9286.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Eystrahorn

Bjarni Gunnar Sigurðsson í Holtaseli, lést í faðmi fjölskyldunnar að heimili sínu aðfaranótt 23. janúar s.l. Hann var fæddur í Holtaseli þann 29. mars 1921 þriðji sonur af fimm þeirra Sigurðar Sigurðssonar f. 4. ágúst 1883 d. 22. maí 1966 og Önnu Þorleifsdóttur f. 14. apríl 1885 d. 31. maí 1981. Bræður Bjarna Gunnars voru Jón f. 15. september 1917 d. 1. apríl 1978, Þórhallur f. 17. júlí 1919 d. 14. ágúst 2006, Stefán f. 11. ágúst 1923 d. 18. júní 2010 og Gunnar Guðni f. 1. janúar 1928 d. 17. desember 2007. Bjarni Gunnar var giftur Helgu Ingibjörgu Bjarnadóttur f. 21.mars 1930 dóttur Bjarna Eyjólfssonar f. 3. desember 1879 d. 22. febrúar 1951 og Margrétar Benediksdóttur f. 28. janúar 1886 d. 18. mars 1949, í Hólabrekku. Bjarni og Helga áttu 7 börn, þau eru: 1)Bjarni f. 6. febrúar 1952, sambýliskona hans er Kristín Laufey Jónsdóttir og eiga þau 2 börn. Fyrri eiginkona Bjarna er Olga Friðjónsdóttir og eiga þau 4 dætur og 3 barnabörn. 2)Álfheiður f. 11. apríl 1953, eiginmaður hennar er Jóhann Sigurjónsson og eiga þau 3 börn og 2 barnabörn. 3) Sigurður f. 23. maí 1956, sambýliskona hans er Birna Helga Rafnkelsdóttir og eiga þau 4 börn og 1 barnabarn, auk þess á Birna 1 dóttur fyrir. 4)Hallbera f. 22. apríl 1960, eiginmaður hennar er Ævar Birgir Jakobsson og eiga þau 4 syni. 5)Haukur f. 16. maí 1961. 6)Margrét f. 24. febrúar 1963. 7)Anna f. 5. júlí 1975, eiginmaður hennar er Gunnar Kristján Steinarsson og eiga þau 3 börn. Bjarni Gunnar bjó alla sína ævi í Holtaseli, þar sem hann tók við búi foreldra sinna og stundaði búskap. Hann var ætíð mikið náttúrubarn og undi sér vel í sveitinni. Útför Bjarna Gunnars fer fram frá Brunnhólskirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 14:00. Athöfninni verður útvarpað á staðnum.

Fyrri aðalfundur Samkórs Hornafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00 í safnaðarheimilinu. • Reikningar kórsins lagðir fram • Önnur mál. Stjórnin

Þorrablót Suðursveitar og Mýra verður haldið þann 9 .febrúar í Hrollaugsstöðum og hefst stundvíslega kl.20:00

Hljómsveitin Nefndin leikur fyrir dansi Miðapantanir hjá Sigríði í síma 892-7056/478-1056 eða í tölvupósti: brunnavellir1@simnet.is og hjá Gerði í síma 844-6518 eða í tölvupósti: gerdurosk88@simnet.is

Miðaverð kr. 6.000,Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Nefndin


Eystrahorn

Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga boðar til félagsfundar í

„Papóshúsinu Álaugarvegi 3“ fimmtudaginn 31. janúar klukkan 17:00

1. Kosning fulltrúa á flokksþing Framsóknarflokksins dagana 8. – 10. febrúar

Fimmtudagur 31. janúar 2013

Mikilvægt skref Mikilvægt skref var stigið í eflingu ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls þegar samningur var undirritaður í síðustu viku um fjárframlag sveitarfélagsins til ráðningar á Verkefnisstjóra vöruþróunar og rannsókna í Ríki Vatnajökuls. Um nýtt starf er að ræða og verður verkefnisstjórinn sameiginlegur starfsmaður Ríkis Vatnajökuls og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Starfssvið hans felst annars vegar í vöruþróun og verkefnum á vegum Ríkis Vatnajökuls, og hins vegar í rannsóknum á ferðaþjónustu á vegum Rannsóknar-setursins.

Þorvarður Árnason RHÍ, Sigríður Dögg Guðmundsdóttir frá Ríkis Vatnajökuls og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri undirrituðu samninginn.

Ferðaþjónusta hefur verið í örum vexti undanfarin ár og er nú önnur stærsta atvinnugreinin í sveitarfélaginu. Einn starfsmaður hefur verið hjá Ríki Vatnajökuls

3

og með hálfu starfsgildi í viðbót er betur hægt að nýta þau tækifæri sem sterkari ferðaþjónusta skapar. Rannsóknir eru forsenda markvissrar uppbyggingar í ferðaþjónustu og þegar hálft starfsgildi bætist við Rannsóknarsetrið eykst geta stofnunarinnar til að gera rannsóknir á ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls. Ennfremur næst þarna fram mikilvæg samþætting á vöruþróun og rannsóknum sem eykur samkeppnishæfni Ríkis Vatnajökuls gagnvart öðrum landsvæðum. Starfið verður auglýst á næstu vikum. Ráðið verður í starfið til árs til að byrja með.

2. Bæjarmálefni 3. Önnur mál Hvetjum félagsmenn til að mæta og taka með sér nýja félagsmenn Stjórnin

Minnum á aðalfund í dag

í Sjálfstæðishúsinu kl 17:30 Dagskrá: • Venjuleg aðalfundastörf • Kosning fulltrúa á kjördæmaþing • Kosning fulltrúa á landsfund.

Fundaröð SA um atvinnumál

FLEIRI STÖRF BETRI STÖRF!

HÖFN - FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR, KL. 12.00 Samtök atvinnulífsins efna til umræðufundar á Hótel Höfn um atvinnumálin. Fjallað verður um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum. Hvað þarf til? Vilmundur Jósefsson, formaður SA Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Guðmundur H. Gunnarsson, framleiðslustjóri, Skinney Þinganes

Hvað finnst þér?

Umræður og fyrirspurnir. Boðið verður upp á létta hádegishressingu.

Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu

SKRÁNING Á WWW.SA.IS


4

Fimmtudagur 31. janúar 2013

Eystrahorn

Mörg góð verkefni mjög vel á því starfi og þeirri hugmyndafræði sem unnið er eftir í Nýheimum. Samningurinn kemur til með að renna styrkari stoðum undir starfsemi og rekstur Nýheima – og það er eitthvað sem við hljótum öll að gleðjast yfir.

Sveitarfélagið Hornafjörður er kröftugt samfélag. Það sést best á þeim fjölmörgu ólíku atvinnuskapandi verkefnum sem í gangi eru hjá einstaklingum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Umsóknir í atvinnuog rannsóknarsjóð sveitarfélagsins eru til vitnis um þetta. Uppbygging Nýheima og sú þróttmikla starfsemi sem þar fer fram er líka birtingarmynd þeirrar deiglu sem er í samfélaginu.

Náttúrustofa Suðausturlands

Ríkisstjórnin styður við starfsemi Nýheima Föstudaginn 25. janúar var haldinn ríkisstjórnarfundur á Selfossi. Á þeim fundi var m.a. samþykkt að skrifa undir samning við Sveitarfélagið Hornafjörð og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga um verkefni á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Samningurinn er fjármagnaður með 15 milljón króna framlagi ríkisstjórnarinnar. Meginmarkmiðin með

samkomulaginu eru þríþætt; Í fyrsta lagi að komið verði á fót sjálfseignarstofnun um samstarf og hugmyndafræði Nýheima undir heitinu Þekkingarsetur Nýheima. Í öðru lagi að unnið verði að samþættingu menntunar á Suðurlandi. Að lokum er markmið verkefnisins að efla hlut skapandi greina í samfélaginu m.a. með uppbyggingu vöruhússins á Höfn. Þessi markmið samningsins falla

Rekstur Náttúrustofu Suðausturlands hefur lengi verið á verkefnalista bæjarstjórnar Hornafjarðar. Búið er að færa það í tal við marga þingmenn og ráðherra í gegnum tíðina. Í ljósi þessarar löngu baráttu er gaman að sjá að rekstur Náttúrustofu Suðausturlands er að verða að veruleika. Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur og umhverfis – og auðlindaráðuneytið skrifuðu undir samning þess efnis fyrir skemmstu. Er ég þess fullviss að starfsemi Náttúrstofu Suðausturlands mun dafna vel og lengi innan veggja Nýheima.

Ástæða til bjartsýni Margt annað færir okkur sönnur á því að við höfum ríka ástæðu til að vera bjartsýn á framtíð samfélagsins. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti t.a.m. á síðasta stjórnarfundi að auglýsa eftir starfsmanni með aðsetur á Höfn. Einnig hafa Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ákveðið að setja upp starfsstöð á Höfn. Um er að ræða atvinnuráðgjafa og verkefnastjóra og er horft til aukinnar samvinnu við aðra aðila sem vinna að eflingu samfélagsins. Þessir ánægjulegu áfangar sem hér hafa verið nefndir munu án efa verða innspýting í það kraftmikla samfélag sem hér er. Þau eru öll til þess fallin að styðja enn frekar við bakið á atvinnulífinu á Hornafirði, sem einkennist af nýsköpun og hugmyndaauðgi. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar


Eystrahorn

Fimmtudagur 31. janúar 2013

Bætt netþjónusta Gengið var frá kaupum Sveitarfélagsins Hornafjarðar á fjarskiptakerfi Martölvunnar þann 24. janúar. Um er að ræða kerfi sem Martölvan setti upp til að þjónusta íbúa í dreifbýli. Í kjölfar kaupanna mun sveitarfélagið leggja í frekari uppbyggingu á fjarskiptakerfi með það að markmiði að tryggja íbúum í dreifbýli sambærilegt eða betra netsamband og í þéttbýli. Sveitarfélagið mun yfirtaka rekstur kerfisins eigi síðar en 1. apríl en þangað til mun Martölvan tryggja þjónustu um kerfið. Við yfirtöku kerfisins mun verða leitast við að notendur verði fyrir sem minnstu raski á netsambandinu. Á næstunni verður boðað til opins fundar um næstu skref í verkefninu.

Menningarverðlaun Hornafjarðar

Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri og Stefán Brandur Jónsson frá Martölvunni.

Auglýst er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar fyrir árið 2012 Í reglum um verðlaunin segir: Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.

Útsölulok

Frestur til að tilnefna er föstudagur 15. febrúar 2013. Tilnefningar ásamt stuttum rökstuðningi skal skila á Bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 Höfn Hornafirði merkt, Menningarverðlaun. Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri

Síðasti dagur útsölunnar er laugardaginn 2. febrúar Verið velkomin

Þorrablót Nesja- og Lónmanna verður haldið í Mánagarði laugardaginn 02.02.2013 Húsið opnar kl. 19:30 og hefst borðhald stundvíslega kl.20:30 Hljómsveit Grétars Örvarssonar og Siggu Beinteins leikur fyrir dansi

Miðaverð 5.900 kr Miðapantanir hjá Völu í síma 860-2440 eða Gyðu í síma 865-6215 Miðasala verður í Mánagarði fimmtudag og föstudag frá kl: 16:00-19:00. Menningarviðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aldurstakmark 18 ár. Athugið að ekki verður selt sérstaklega inn á dansleikinn. Verið velkomin

Þorrablótsnefd Nesja- og Lónmanna 2013

5


Í SUMARHÚSI Orlofshús AFLs páskavikuna, 27. mars - 3. apríl 2012

Héraðsprent

Klifabotn í Lóni, Einarsstaðir og Illugastaðir Leiguverð er kr. 22. 000 fyrir páskavikuna. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar - úthlutað verður 5. mars.

Hægt er að sækja um á skrifstofum félagsins eða á heimasíðu AFLs. (Nánari uppl. á heimasíðu okkar: www.asa.is) AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is


VAT N AJÖ KU L S ÞJ Ó Ð G A R Ð U R

Sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings með aðsetur á Höfn laust til umsóknar. Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun og nær landsvæði hans alls yfir u.þ.b. 14.000 km2. Vatnajökulsþjóðgarður skiptist í fjögur rekstrarsvæði: norðursvæði, austursvæði, suðursvæði og vestursvæði. Starf sérfræðings tilheyrir suðursvæði, sem nær frá Lómagnúp í vestri að Lónsöræfum í austri. Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf í einstöku umhverfi. Starfið felur m.a. í sér:

• • • •

Umsjón með rekstri upplýsingamiðstöðvar á Höfn. Fræðslu og upplýsingagjöf.

• Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Starfsmannahald.

• Hæfni til ákvarðanatöku og framkvæmd

Þátttöku í uppbyggingu og viðhaldi sýningar í Gömlubúð.

• Jákvæðni og áhugi á að takast á við nýtt

• Umsjón með landvörslu. • Samstarf við ferðaþjónustu, atvinnulíf eða aðra hagsmunaaðila.

• Faglega umsýslu útivistar. • Skýrslugerð. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum:

• Háskólamenntun eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi.

• Þekking og reynsla á náttúruvernd og umhverfismálum svo og landvörslu og/eða leiðsögn.

• Góð íslensku- og enskukunnátta.

Önnur tungumálakunnátta er kostur.

PORT hönnun

Eftirfarandi kröfur um hæfni eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum:

ákvarðana.

og krefjandi verkefni.

• Skipulagshæfileikar og þjónustulund. • Þekking og reynsla af rekstri og bókhaldi. • Þekking á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs er mjög æskileg, sem og staðgóð almenn landfræðileg þekking á Íslandi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir um ofangreint starf skulu hafa borist Vatnajökulsþjóðgarði, Skaftafelli, 785 Öræfum eigi síðar en 20. febrúar n.k. Upplýsingar um starfið veitir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði, Skaftafelli sími 842 4370 eða regina@vjp.is.


LAMBALÆRI FROSIÐ

Kræsingar & kostakjör

1.094 ÁÐUR 1.498 KR/KG GRÍSAMÍNÚTUSTEIK

NAUTAHAKK FERSKT

1.198 % AFSLÁTTUR

30

314

FERSK

1.399

KR KG

ÁÐUR 1.998 KR/KG

BYGGBRAUÐ BAKAÐ Á STAÐNUM 500 G

TTUR 50% AFSLÁ

CROISSANT M/SKINKU OG OSTI BAKAÐ Á STAÐNUM

115

KR STK

ÁÐUR 229 KR/STK

SÚKKULAÐIKAKA

EGILS PILSNER

MYLLAN - ÞRIGGJA HÆÐA

500 ML

98

KR STK

994

ÁÐUR 1.227 KR/STK

Tilboðin gilda 31. jan. - 3. feb. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.