Eystrahorn 4. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 31. janúar 2013

4. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Kveður sáttur og þakklátur Um sl. áramót lét Björn Jónsson gröfumaður af störfum hjá sveitarfélaginu. Þá hafði hann unnið þar í rúma hálfa öld, byrjaði um 1960, sem þykir gott úthald hjá sama vinnuveitanda. Í samtali við blaðamann sagðist hann vera sáttur og þakklátur en þó eftirsjá að kveðja góðan vinnustað og bar öllum verkstjórunum góða sögu. Á þessum tíma sagðist hann hafa unnið hjá níu sveitar- og bæjarstjórum og undir stjórn sex verkstjóra í áhaldahúsinu. Björn byrjaði snemma að vinna á „gröfunni“ sem var mikið þarfaþing á sínum tíma. En það voru mörg önnur og fjölbreytt verkefnin sem hann vann við. Fyrstu árin var það aðallega gatnagerð og öllu sem því fylgdi s.s. lagnir og gangstéttir. „Það var oft unnið lengi og um helgar þegar uppbyggingin var sem hröðust hér. Ég hafði mikla ánægju af bryggjusmíðinni í Óslandi og vestast í höfninni en erfiðast var að mála vatnstankinn gamla, ég var svo lofthræddur“, sagði Björn og hló mikið. Í kveðjuhófi sem Birni var haldið var honum afhent gullúr og samstarfsmenn færðu honum rennibekk að gjöf. Aðspurður hvað tæki við segist hann vera að koma sér fyrir í bílskúrnum upp á Hól þar sem hann gerir ráð fyrir að þreifa sig áfram í rennismíðinni. “Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni“, sagði hann að lokum.

Vegleg gjöf til Sveitarfélagsins

Unnsteinn Guðmundsson, Sverrir Scheving Thorsteinsson, Lovísa Gunnarsdóttir og Hjalti Þór Vignisson.

Lovísa Gunnarsdóttir og Sverrir Scheving Thorsteinsson færðu sveitarfélaginu veglega gjöf þann 24. janúar. Þá afhentu þau söfn sín með undirritun gjafabréfs. Söfnin innihalda 35 málverk eftir Höskuld Björnsson, litskyggnur sem margar hverjar eru teknar á ferðum um Vatnajökul, sérprentað safn um margskonar efni, eins og jökla og jarðfræði, munasafn, landakort gömul og ný, vopnasafn, bækur og uppsett dýr og fugla. Öll þessi söfn eru afhent Sveitarfélaginu Hornafjarðar til fullrar ráðstöfunar við undirskrift gjafabréfsins. Sveitarfélagið Hornafjörður þakkar af heilum hug veglega gjöf þeirra Lovísu og Sverris

Verkstjórarnir Ingólfur Eyjólfsson, Björn, Birgir Árnason, Kjartan Jónsson, Arnar Rafnkelsson og Sigurður Halldórsson.

Endurnýjun þjónustusamnings

Guðbjartur Hannesson og Hjalti Þór Vignisson.

Sveitarfélagið hefur á grunni þjónustusamnings við ríkið sinnt heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Sveitarfélagið hefur samþætt heilbrigðis- og öldurnarþjónustu við önnur svið velferðar- og félagsmála sem það veitir. Reynslan af þessu fyrirkomulagi er mjög góð og hefur styrkt þjónustu við íbúa í byggðarlaginu. Þjónustusamningurinn hefur ekki verið endurnýjaður frá árinu 2006. Þann 25. janúar undirrituðu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri á Höfn þjónustusamning sem þar með hefur verið endurnýjaður.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.