Eystrahorn 4. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 30. janúar 2014

4. tbl. 32. árgangur

Ný aðveitustöð tekin í notkun á Höfn Afhendingargeta raforku tvöfaldast á Hornafjarðarsvæðinu og afhendingaröryggi eykst stórlega með tilkomu nýrrar aðveitustöðvar RARIK á Höfn í Hornafirði og nýjum útgangi Landsnets í aðveitustöð á Hólum ásamt 132 kV tengingu frá Hólum til Hafnar. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Ásgerður Gylfadóttir, tók í dag formlega í notkun nýja aðveitustöð RARIK á Höfn þegar spennu var hleypt inn á rafskautsketil í fiskimjölsverksmiðju SkinneyjarÞinganess. Þar með skapast möguleiki á notkun raforku í stað olíu í verksmiðjunni. Aðeins er rúmt ár frá því að Landsnet og RARIK gengu frá samkomulagi við Skinney-Þinganes um aukna afhendingu á raforku fyrir fiskimjölsverksmiðjuna á Höfn. Eins og kunnugt er hafa uppsjávarfyrirtækin, ekki síst á

Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets, Ásgerður Gylfadóttir bæjarstjóri, Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK og Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess.

Austurlandi, fært sig í vaxandi mæli frá því að nota olíu yfir í notkun á innlendri raforku. Hafa nú allar fiskimjölsverksmiðjur frá Vopnafirði suður til Hornafjarðar skipt yfir á rafmagn í stað olíu, sem getur samt þurft að grípa til

Haukur kveður

þegar byggðalínan er fulllestuð og annar ekki eftirspurn. Framkvæmdirnar á Höfn gengu hratt og vel. RARIK byggði nýja aðveitustöð, setti upp 30 MVA aflspenni og aflrofa, auk þess að leggja háspennustrengi að

verksmiðjunni, m.a. í rörum undir höfnina. Landsnet bætti við 132 kV útgangi í aðveitustöðinni á Hólum í Hornafirði og lagði um 1,5 km langan 132 kV jarðstreng milli Hóla og tengivirkis RARIK á Höfn. Kemur strengurinn til viðbótar við 132 kV línu sem þarna er, sem var rekin á 11 kV spennu, en var nú spennuhækkuð upp í 132 kV. Með þessu hefur flutningsgetan inn á Hornafjarðarsvæðið tvöfaldast og afhendingaröryggi aukist verulega, því nú eru tvær aðskildar leiðir inn til Hornafjarðar frá 132 kV byggðalínukerfinu. Skapar það möguleika á enn frekari atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Heildarkostnaður RARIK við þessar framkvæmdir nemur um 300 milljónum króna og kostnaður Landsnets er um 200 milljónir króna.

Viðhorfskönnun

Mynd: Þorri

Haukur Sveinbjörnsson hætti nú í janúar sem útibústjóri Olís á Hornafirði. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu 1. janúar 1988 og því búinn að vera í þessu starfi í 26 ár sem er lengri tími en margir fyrirrennarar hans til samans. Hann segist sáttur við að kveðja nú enda góður maður sem tekur við, Páll Róbert Matthíasson, Robbi múrari. Haukur segist fara í sérverkefni og sölumennsku í nýrri rekstrardeild Olís, Rekstrarlandi í Skeifunni og eru Hornfirðingar velkomnir í kaffi til hans þar ef þeir eiga leið hjá eða erindi. „Ég vil fá að koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra sem hafa átt við mig viðskipti og samskipti sem hafa verið ánægjuleg í alla staði,“ sagði Haukur að lokum og Róbert sagði að nýja starfið legðist mjög vel í sig og hann hlakkaði til að þjónusta viðskiptavini Olís á komandi árum.

Þessa dagana standa SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt Markaðsstofu Suðurlands, fyrir viðhorfskönnun á meðal Sunnlendinga um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þessi umræða er m.a. í gangi á Alþingi og í ráðuneyti ferðamála og á mikið erindi við Sunnlendinga enda er Suðurland eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins. Það skiptir verulega máli fyrir landshlutann að afrakstur gjaldtökunnar muni skila sér í auknum fjármunum til uppbyggingar og verndunar á ferðamannastöðum á Suðurlandi. Það er tímabært að rödd okkar Sunnlendinga heyrist. Þess vegna hefur verið ákveðið að kanna viðhorf Sunnlendinga /sunnlenskra ferðaþjónustuaðila til gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og taka þátt í könnuninni á vefsíðunni www.sass.is.


2

Fimmtudagur 30. janúar 2014

Hafnarkirkja Sunnudaginn 2. febrúar

Vaktsími presta: 894-8881

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 Prestarnir

bjarnanesprestakall.is

Icelandic for foreigners

A course in Icelandic for foreigners will be presented in Nýheimar, februar 4 th. at 8 o´clock pm. In the meeting we will determine whether we have a minimum number of participants to start a course in Icelandic for foreigners this fall semester. For further information please contact Magnhildur tel. 470-8009 or email: magnhildur@hornafjordur.is.

Islandzki dla obcokrajowców

Będzie spotkanie w Nýheimar 4. luty o godzinie 20:00. To spotkanie jest dla obcokrajowców, którzy chcą się uczyć islandzkiego. Na tym spotkaniu będzie ustalenie kto by chciał się uczyć. Jeśli są jakieś pytania, można zadzwonić na numer 470-8009, wyslać email na magnhildur@hornafjordur.is albo pogadać z Magnhildur.

Íslenska fyrir útlendinga

Kynningarfundur á íslenskunámskeiði fyrir útlendinga verður í Nýheimum mánudaginn 4. febrúar kl. 20:00. Á fundinum verður kannaður áhugi á slíku námskeiði á vorönn. Nánari upplýsingar eru hjá Magnhildi í í síma 470 - 8009 eða með tölvupósti á magnhildur@hornafjordur.is

Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir

verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 10. - 13. febrúar næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

ATH að ekki er tekið við kortum.

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Forsíðumynd:..... Runólfur Hauksson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Beint frá býli Ferskt svínakjöt í úrvali og margt fleira. Opið á laugardögum kl. 13:00 – 16:00.

Miðskersbúið Pálína og Sævar Kristinn

www.midsker.is

Eystrahorn

Reglur um sérstakar húsaleigubætur Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. janúar nýjar reglur um sérstakar húsaleigubætur. Sérstakar húsaleigubætur eru fjárstuðningur sem ætlaður er til viðbótar við almennar húsaleigubætur í þeim tilgangi að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga sem vegna lágra tekna eða félagslegra erfiðleika eiga erfitt með að verða sér úti um húsnæði. Sérstakar húsaleigubætur eru greiddar skv. reglum þessum að uppfylltum skilyrðum 2. gr. reglnanna og eru greiddar út óháð því hvort um er að ræða leiguhúsnæði sveitarfélagsins eða almennt leiguhúsnæði. Reglurnar eru á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/reglurogsamthykktir/ velferdarmal/

Frá Ferðafélaginu

Firðirnir fögru 4. áfangi

Laugardaginn 1. febrúar 2014 Gengið frá Melrakkanesi að Bragðavöllum í Hamarsfirði Lagt af stað frá tjaldstæðinu á Höfn kl. 9:00 Farið frá Melrakkanesi kl. 10:00 Verð 500- kr. og til bílstjóra 1000 - 1500 kr. Allir velkomnir, munið að taka með nesti og klæðast eftir veðri. Allar frekari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074

BÚMENN AUGLÝSA ÍBÚÐIR Víkurbraut 32 Höfn í Hornafirði Til endurúthlutunar er búseturéttur í tveggja herbergja íbúð í raðhúsi á einni hæð sem er um 73 fm. Íbúðin getur verið til afhendingar fljótlega. Um er að ræða endaíbúð í fjögurra íbúða raðhúsi. Verð búseturéttar er um kr. 4.1 millj. og mánaðargjöld um 90.000,Í mánaðargjaldinu er allt innifalið nema rafmagn og hiti samkvæmt mæli. Hægt er að fá nánari upplýsingum á skrifstofu félagsins í síma 552-5644 milli kl. 9-15. Einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar um íbúðirna og aðrar íbúðir í sölumeðferð á heimasíðu Búmanna.


Eystrahorn

Fimmtudagur 30. janúar 2014

Þorrablót

Suðursveitar og Mýra verður haldið þann 8 .febrúar í Hrollaugsstöðum. Húsið opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30. Hljómsveitin Nefndin leikur fyrir dansi Miðapantanir hjá Þóru í síma 849-5454, Sæmundi í síma 861-1029 eða Bjössa í síma 892-9074

Aldurstakmark 18 ára Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

3

Nýtt starf

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) auglýsa sameiginlega eftir námsog starfsráðgjafa í fullt starf. Starfsstöðin er í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Starfssvið er starfs- og námsráðgjöf og verkefnisstjórn fyrir Fræðslunetið á Suðausturlandi og náms- og starfsráðgjöf í FAS. Ráðningartími frá 1. mars 2014. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af eða þekkingu á framhaldsfræðslu og framhaldsskólum. Lögð er áhersla á frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð og framúrskarandi samskiptahæfni. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Umsóknir um starfið með upplýsingum um menntun og fyrri störf, auk meðmæla berist: Eyjólfi Guðmundssyni skólameistara FAS (eyjolfur@fas.is) eða Ásmundi Sverrir Pálssyni framkvæmdastjóra Fræðslunetsins (asmundur@fraedslunet.is)

Nefndin

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, frístundabyggð Stafafellsfjöllum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 12. desember 2013 tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir frístundasvæði Stafafellsfjöllum skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga. Markmið með gerð deiliskipulags frístundasvæðis er m.a. að þróa byggð sumarhúsa fremur á undirlendi þar sem hús falla vel að landi og skapa sem bestar aðstæður til útivistar. Deiliskipulagstillagan ásamt fylgigögnum verður til sýnis í Ráðhúsi Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 30. janúar til 13. mars hún er einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.hornafjordur.is/stjornsysla. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 13. mars 2014 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, umhverfis- og skipulagsfulltrúi

Menningarverðlaun Hornafjarðar Auglýst er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar fyrir árið 2013. Í reglum um verðlaunin segir: Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu. Frestur til að tilnefna er miðvikudagurinn 15. febrúar 2014. Tilnefningar ásamt stuttum rökstuðningi skal skila á Bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 Höfn í Hornafirði merkt, Menningarverðlaun eða í tölvupósti til vala@hornafjordur.is Fyrir hönd Atvinnu- og menningarmálanefndar Vala Garðarsdóttir

Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-listans

Munið súpufundinn á laugardögum kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu. Á næsta fundi 1. febrúar verður ákveðið með hvaða hætti verður valið á framboðslistann í sveitarsjórnarkosningunum 31. maí nk. Stjórnir sjálfstæðisfélaganna


www.n1.is

sími 440 1000

Verslun N1 á Höfn flytur Við flytjum föstudaginn 31. janúar frá Álaugarvegi 2 að Vesturbraut 1 þar sem þjónustustöð N1 er til húsa. Björn Þórarinn Birgisson verður starfsmaður verslunar. Opnunartími frá kl. 08.00-18.00 virka daga. Vöruúrval: olía, efnavörur, gas, verkfæri, vinnufatnaður, öryggisvörur, pappír, sápur og aðrar rekstrarvörur.

Verið velkomin á nýjan stað


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.