Eystrahorn 4. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 30. janúar 2014

4. tbl. 32. árgangur

Ný aðveitustöð tekin í notkun á Höfn Afhendingargeta raforku tvöfaldast á Hornafjarðarsvæðinu og afhendingaröryggi eykst stórlega með tilkomu nýrrar aðveitustöðvar RARIK á Höfn í Hornafirði og nýjum útgangi Landsnets í aðveitustöð á Hólum ásamt 132 kV tengingu frá Hólum til Hafnar. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Ásgerður Gylfadóttir, tók í dag formlega í notkun nýja aðveitustöð RARIK á Höfn þegar spennu var hleypt inn á rafskautsketil í fiskimjölsverksmiðju SkinneyjarÞinganess. Þar með skapast möguleiki á notkun raforku í stað olíu í verksmiðjunni. Aðeins er rúmt ár frá því að Landsnet og RARIK gengu frá samkomulagi við Skinney-Þinganes um aukna afhendingu á raforku fyrir fiskimjölsverksmiðjuna á Höfn. Eins og kunnugt er hafa uppsjávarfyrirtækin, ekki síst á

Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets, Ásgerður Gylfadóttir bæjarstjóri, Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK og Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess.

Austurlandi, fært sig í vaxandi mæli frá því að nota olíu yfir í notkun á innlendri raforku. Hafa nú allar fiskimjölsverksmiðjur frá Vopnafirði suður til Hornafjarðar skipt yfir á rafmagn í stað olíu, sem getur samt þurft að grípa til

Haukur kveður

þegar byggðalínan er fulllestuð og annar ekki eftirspurn. Framkvæmdirnar á Höfn gengu hratt og vel. RARIK byggði nýja aðveitustöð, setti upp 30 MVA aflspenni og aflrofa, auk þess að leggja háspennustrengi að

verksmiðjunni, m.a. í rörum undir höfnina. Landsnet bætti við 132 kV útgangi í aðveitustöðinni á Hólum í Hornafirði og lagði um 1,5 km langan 132 kV jarðstreng milli Hóla og tengivirkis RARIK á Höfn. Kemur strengurinn til viðbótar við 132 kV línu sem þarna er, sem var rekin á 11 kV spennu, en var nú spennuhækkuð upp í 132 kV. Með þessu hefur flutningsgetan inn á Hornafjarðarsvæðið tvöfaldast og afhendingaröryggi aukist verulega, því nú eru tvær aðskildar leiðir inn til Hornafjarðar frá 132 kV byggðalínukerfinu. Skapar það möguleika á enn frekari atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Heildarkostnaður RARIK við þessar framkvæmdir nemur um 300 milljónum króna og kostnaður Landsnets er um 200 milljónir króna.

Viðhorfskönnun

Mynd: Þorri

Haukur Sveinbjörnsson hætti nú í janúar sem útibústjóri Olís á Hornafirði. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu 1. janúar 1988 og því búinn að vera í þessu starfi í 26 ár sem er lengri tími en margir fyrirrennarar hans til samans. Hann segist sáttur við að kveðja nú enda góður maður sem tekur við, Páll Róbert Matthíasson, Robbi múrari. Haukur segist fara í sérverkefni og sölumennsku í nýrri rekstrardeild Olís, Rekstrarlandi í Skeifunni og eru Hornfirðingar velkomnir í kaffi til hans þar ef þeir eiga leið hjá eða erindi. „Ég vil fá að koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra sem hafa átt við mig viðskipti og samskipti sem hafa verið ánægjuleg í alla staði,“ sagði Haukur að lokum og Róbert sagði að nýja starfið legðist mjög vel í sig og hann hlakkaði til að þjónusta viðskiptavini Olís á komandi árum.

Þessa dagana standa SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt Markaðsstofu Suðurlands, fyrir viðhorfskönnun á meðal Sunnlendinga um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þessi umræða er m.a. í gangi á Alþingi og í ráðuneyti ferðamála og á mikið erindi við Sunnlendinga enda er Suðurland eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins. Það skiptir verulega máli fyrir landshlutann að afrakstur gjaldtökunnar muni skila sér í auknum fjármunum til uppbyggingar og verndunar á ferðamannastöðum á Suðurlandi. Það er tímabært að rödd okkar Sunnlendinga heyrist. Þess vegna hefur verið ákveðið að kanna viðhorf Sunnlendinga /sunnlenskra ferðaþjónustuaðila til gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og taka þátt í könnuninni á vefsíðunni www.sass.is.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.