Eystrahorn Fimmtudagur 3. febrúar 2011
5. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Lifrin verðmæt og gómsæt Í Eystrahorni 25. nóvember sl. var sagt frá nýju fyrirtæki AJTEL Icelandic sem væntanlega tæki til starfa eftir áramót. Þetta hefur gengið eftir og fyrirtækið hefur hafið framleiðslu á niðursoðinni lifur. Blaðamaður heimsótti fyrirtækið og ræddi við framkvæmdastjórann, Bartosz Knop og Helgu Vilborgu Sigjónsdóttur, framleiðslustjóra. „Við framleiðum niðursoðna lifur í eigin olíu. Hráefni fáum við frá Skinney – Þinganesi og búið er að gera samning við tvo aðra birgja annarsstaðar frá . Framleiðslan er öll seld til útlanda Spánar, Þýskalands, Taiwan, Ísarels, Tékklands, Slóvakíu, Litháen, Ungverjalands og að sjálfsögðu til Póllands. Verið er að vinna í að koma afurðinni á Rússlandsmarkað og gengur það vonandi í gegn á næstu vikum. Lítill markaður er hér á landi fyrir lifur svo ekki er gert ráð fyrir að farið verði að selja lirfina hér innanlands í bráð. Kannski þó á heimamarkaðnum ef vilji er fyrir því. Fyrst um sinn vinna hér átta starfsmenn,
kom þrýstisjóðarinn og menn frá framleiðandanum til að setja hann upp og strax eftir ármótin kom restin af tækjunum og allt fór á fullt við standsetja verksmiðjuna. Með góðri og mikilli hjálp heimamanna gekk hratt og vel að
áðurnefndur framkvæmdastjóri og framleiðslustjóri, eigandinn Jaraslow Ajtel og fimm aðrir starfsmenn sem verða til að byrja með og komu frá verksmiðjunni í Póllandi. Á næstu dögum verður farið að auglýsa eftir fólki til starfa. Til að byrja með verða ráðningar tímabundnar á meðan verið er að átta sig á hvað mikinn mannskap þarf. Yfir há vertíðina þarf að setja á vaktir, en á öðrum tímum er minna að gera svo þá þarf ekki eins mikinn mannskap. Vinnan felst í snyrtingu á lifur og vinnu við þrýstisjóðara og pökkunarlínu. Aðdragandi að stofnun þessa fyrirtækis var stuttur. Þetta hefur allt gengið hratt fyrir sig. Pólverjarnir komu í haust
Myndin er tekin þegar Hjalti Þór bæjarstjóri afhenti framkvæmdastjóranum Bartosz Knop mynd frá bæjarfélaginu. Aðrir á myndinni eru Helga Vilborg, Gunnar Ásgeirsson og Aðalsteinn Ingólfsson frá Skinney - Þinganesi
og skoðuðu aðstæður og settu sig í samband við eigendur Skinneyjar- Þinganess og samið var um samstarf þessara aðila. Fest voru kaup á Ófeigstanga 9 í Óslandi, og rétt fyrir jólin
setja allt upp og viljum við koma á framfæri þakklæti til þeirra og við erum sæl og ánægð í dag, fengum vinnsluleyfið 18. janúar og vinnslan fer vel af stað.“
Fyrsti Hornfirðingur ársins lukkuleg með þetta allt saman. Þetta er auðvitað mikil breyting í lífi manns og líklega eitt það mikilvægasta sem við tökum okkur fyrir hendur. Við erum þakklát fyrir að búa í samfélagi sem gerir báðum foreldrum kleift að verja tíma með barninu á fyrstu mánuðunum, þess tíma njótum við núna.”
Framtíðin
Fyrsti Hornfirðingur ársins var drengur sem kom í heiminn á Landspítalanum við Hringbraut 19. janúar. Hann er fyrsta barn foreldranna, Sigrúnar Ingu Sigurgeirsdóttur og Sigursteins Hauks Reynissonar. Drengurinn
var rúmar 13 merkur og 51 cm að lengd. Fæðingin gekk vel og allir eru hressir og kátir. “Við erum mjög ánægð með góða þjónustu hjá HSSA við börn og foreldra. Við erum ekki búin að nefna strákinn. Við erum
“Eftir að við lukum námi við Háskóla Íslands vorum við svo lánsöm að fá bæði spennandi starf hér á Höfn svo við gátum flutt heim. Steini hefur unnið við kennslu í FAS undanfarin ár en Sigrún Inga hefur starfað á Háskólasetrinu. Við stefnum á að fara í framhaldsnám í haust en það er draumur okkar, eins og svo margra annarra, að geta flutt aftur heim að því loknu.”
Keyptu hús afa og ömmu “Við festum nýlega kaup á Kirkjubraut 12 sem einnig gengur undir nafninu Víðihlíð. Við vinnum nú að endurbótum á því, bæði að innan og utan. Víðihlíð byggðu Eiríkur Júlíusson og Inga Hálfdánardóttir árið 1955 en þau voru amma og afi Sigrúnar Ingu. Segja má að húsið snúi öfugt því það var byggt áður en Kirkjubrautin kom til sögunnar. Margir muna eftir útihúsunum sem stóðu við Kirkjubrautina og tilheyrðu þessu húsi og Júllatúnið var þá nýtt sem tún.” Ungu fjölskyldunni eru sendar hamingjukveðjur og óskir um bjarta framtíð.