Eystrahorn 5. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 7. febrúar 2013

5. tbl. 31. árgangur

Nýheimar styrkjast Á fundi ríkistjórnarinnar með fulltrúum allra sveitarfélaga á Suðurlandi var skrifað undir samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Sveitarfélagið Hornafjörð og Samband sunnlenskra sveitarfélaga um verkefni á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Verkefnið er fjármagnað með 15 m.kr. framlagi af sameiginlegu ráðstöfunarfé ríkisstjórnar Íslands. Það byggir á tillögum starfshóps á vegum mennta- og menningarmálaráðherra og eru meginmarkmið þess þríþætt. Að koma á fót sjálfseignarstofnun um samstarf og hugmyndafræði Nýheima undir heitinu Þekkingarsetur Nýheima, efla skapandi greinar í Sveitarfélaginu Hornafirði m.a. með uppbyggingu Vöruhússins á Höfn Hornafirði. Þá á að vinna að samþættingu fræðslu og menntunar á Suðurlandi, einkum símenntunar, framhaldsfræðslu og aðgengi að námi á háskólastigi. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Hjalti Þór Vignisson bæjarstóri Hornarfjarðar og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri Sambands sunnlenskra sveitarfélaga undirrituðu samninginn.

María tvöfaldur Íslandsmeistari S.l. helgi fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15 - 22 ára. FH hafði veg og vanda af þessu móti og þótti það takast vel í alla staði. Tveir keppendur á vegum Umf. Sindra tóku þátt á þessu móti en það voru þær Anna Soffía Ingólfsdóttir og María Birkisdóttir. Skemmst er frá að segja að báðar þessar stúlkur stóðu sig mjög vel. Anna Soffía keppti í flokki 16-17 ára og hún bætti sig í öllum sínum greinum og þó svo að hún kæmist ekki á pall þá hljóp hún 60m grindarhlaup á tímanum 10,03sek sem er nýtt USÚ met. Gamla metið var 10,15sek en það átti Sveinbjörg Zophoníasdóttir. Fyrri daginn keppti María í 800m hlaupi í flokki 1819 ára kvk. Það fór svo að María stóð uppi sem Íslandsmeistari en hún hljóp á tímanum 2:25,10 sem er nýtt USÚ met. Fyrra metið var 2:29,05 en það átti jafnaldra hennar, Siggerður Aðalsteinsdóttir. Seinni daginn þá hljóp María í 1500m hlaupi en það hafði hún aldrei prófað áður en ákvað að slá til fyrst hún var á staðnum. Þar gerði hún sér lítið fyrir

María Birkisdóttir

Íslandsmótið

og sigraði á tímanum 5:01,59 sem er einnig nýtt USÚ met. Gamla metið var 5:13,97 en það átti Siggerður Aðalsteinsdóttir einnig. Þetta hlaup Maríu vakti mikla athygli og kom hlaupaþjálfari frá ÍR til hennar eftir mótið og óskaði henni til hamingju með flott hlaup. Til gamans má geta þess að tíminn sem María hljóp á í 1500m er sá 17.besti frá upphafi sem er glæsilegur árangur. Þjálfari stelpnanna Jóhanna Íris Ingólfsdóttir fór með stelpunum á þetta mót og er að vonum afskaplega ánægð með árangurinn og vill frjálsíþróttadeildin óska þeim öllum innilega til hamingju með gott mót. Nú er undirbúningur kominn á fullt fyrir Unglingalandsmótið okkar sem verður hér á Höfn um verslunarmannahelgina og því æfa krakkarnir okkar stíft og ætla að standa sig vel og vera okkur Hornfirðingum til sóma á mótinu. Æfingar eru á miðvikudögum kl 19:30 og svo annan hvern laugardag kl 11:45 og eru allir krakkar og unglingar 11 ára og eldri velkomnir.

verður haldið í Skaftfellingabúð, Laugarvegi 178, föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00. Útbreiðslustjóri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 5. tbl. 2013 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu