Eystrahorn 5. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 6. febrúar 2014

5. tbl. 32. árgangur

Fyrsta barn ársins og frjósemi síðasta árs

Fyrsti Hornfirðingur ársins 2014 er Anna Margrét Óskarsdóttir, sem fæddist þann 2.janúar. Foreldrar eru Lilja Rós Aðalsteinsdóttir og Óskar Stefánsson. Stóri bróðir Önnu Margrétar heitir Aðalsteinn Omar og er hann mjög stoltur af litlu systur.

Ekki er hægt að segja annað en að árið 2013 hafið verið frjósamt í sveitarfélaginu þar sem 31 barn fæddist á árinu. Kynjaskipti eru nokkuð jöfn en drengirnir höfðu þó yfirhöndina og eru 17 á móti 14 stúlkum. Heima í héraði fæddust þrjú börn þar af voru tvær heimafæðingar. Flest börnin fæddust á fæðingardeild Landspítalans en einnig fæddust börn á fæðingardeildinni á Selfossi, Akureyri og í Keflavík. Á myndinni má sjá hluta af þessum föngulega árgangi en ekki sáu öll börnin sér fært að mæta í myndatökuna.

Opið hús á degi leikskólans

Síðasta vor fengum við í Heilsuleikskólanum Krakkakoti afhenta nýja deild sem byggð var við leikskólann. Með nýju deildinni breyttist öll aðstaða barna og kennara til mikilla muna. Í vikunni verður haldið upp á Dag leikskólans um allt land og því langar okkur að nota þessi tvö tækifæri og bjóða bæjarbúum að koma í opið hús til að skoða húsnæðið okkar. Við bjóðum ykkur í heimsókn föstudaginn 7. febrúar og húsið verður opið frá kl. 9:00 - 11:00 og börnin munu taka á móti öllum með léttum veitingum. Við vonumst til að sjá sem flesta. Börn og kennarar á Krakkakoti.

Óbreytt þjónusta Austurbrú (áður Þekkingarnet Austurlands) hefur um árabil veitt Hornfirðingum aðgang að námsráðgjöf, námskeiðum og þjónustu við háskólanema í fjarnámi. Nú hefur Sveitarfélagið Hornafjörður ákveðið að snúa sér til Fræðslunetsins og Háskólafélags Suðurlands um samstarf. Þjónustan helst óbreytt og geta íbúar Sveitarfélagsins haldið áfram að sækja námskeið og nýtt sér alla þá þjónustu sem í boði er fyrir háskólanema. Nína Síbyl Birgisdóttir (nina@ hfsu.is, s. 560-2050) mun nú verða starfsmaður þessara stofnana og sinnir sínum verkefnum eins og áður. Nína mun einnig sjá um matarsmiðju Matís á Hornafirði. Auglýst hefur verið í stöðu náms- og starfsráðgjafa og verkefnastjóra fyrir Fræðslunetið og náms- og starfsráðgjafa fyrir FAS. Framboð á námskeiðum verður auglýst fljótlega. Fræðslunetið og Háskólafélagið vænta góðs samstarfs við Hornfirðinga með von um að þeir nýti sér þjónustuna.

Íslandsmótið

verður haldið í Skaftfellingabúð, Laugarvegi 178, föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00. Útbreiðslustjóri


2

Fimmtudagur 6. febrúar 2014

Nýheimar skrifa undir rekstrarsamning

Kvenfélagið Tíbrá 90 ára Kvenfélagið Tíbrá var stofnað 8. febrúar 1924 af nokkrum konum hér á Höfn. Ingibjörg Friðgeirsdóttir hafði frumkvæði að stofnun félagsins og hún var jafnframt fyrsti formaður þess. Með henni í stjórn voru Anna Þórhallsdóttir ritari, Guðríður Jónsdóttir gjaldkeri, Þóra Tryggvadóttir varamaður og Olga Þórhallsdóttir endurskoðandi. Í verkefnanefnd voru: Ólöf Þórðardóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Sólveig Jónsdóttir. Á stofnfundinum voru samþykkt lög en þar sagði meðal annars að tilgangur félagsins væri að: „efla samvinnu og félagsskap meðal kvenna, og styðja að aukinni menntun þeirra og líknarstarfsemi.” Ákveðið var að fundir skyldu haldnir til skiptis á heimilum félagskvenna. Tíbrárkonur hafa verið iðnar við að leggja góðum málefnum lið hér á Höfn í gegnum tíðina, en þær hafa meðal annars stutt við byggingu barnaskóla, Hafnarkirkju, leikskóla, félagsheimilis og hjúkrunarheimilis. Árið 2004 var meðalaldur félagskvenna um 70 ár og ekki hafði tekist að vekja áhuga meðal yngri kvenna til þátttöku. Var þá ákveðið að hætta starfsemi félagsins að sinni. Árið 2012 var ákveðið að endurvekja kvenfélagið að frumkvæði Katrínar Haraldsdóttur formanni S.A.S.K. Boðað var til aðalfundar þann 8. mars og mættu 17 konur á þann fund. Á þeim fundi var framtíð félagsins rædd og hugmyndir um starfsemi þess. Tilgangur félagsins er að efla félagskap kvenna í sýslunni og leggja góðum málefnum lið. Við höfum meðal annars heimsótt hin kvenfélögin í sýslunni og boðið þeim til okkar. Fastir fundir eru þrír á vetri, auk þess erum við með óformlega fundi eða hitting þar sem við höfum gert eitthvað skemmtilegt saman. Í tilefni af afmælinu ætlum við að hittast í safnaðarheimili Hafnarkirkju á afmælisdaginn, laugardaginn 8. febrúar n.k., kl. 14:00 til 16:00 og fá okkur kaffi og meðlæti. Gaman væri að sjá þar núverandi og fyrrverandi félagskonur og rifja upp liðna tíð. Einnig væri gaman að sjá ný andlit en við viljum gjarnan fá fleiri konur í lið með okkur til að gera gott félag enn betra. Fyrir hönd Kvenfélagsins Tíbrár Björk, Hera og Huld

Eystrahorn

Þann 24. janúar var undirritaður samningur sem gildir út árið 2016, milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Þekkingarsetursins Nýheima. Samningurinn kveður m.a. á um ráðstöfun fjárframlags að upphæð 15,6 milljónir af fjárlögum ríkisins til reksturs Nýheima. Undirritun samningsins var niðurstaða hugmyndavinnu og samningaviðræðna allt frá 10 ára afmæli Nýheima 2012. Samningurinn felur í sér að árið 2014 verða 5 milljónir settar í að efla þjónustu við háskólanema og aðra fullorðna námsmenn og styrkja framhaldsfræðsluna að öðru leyti í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands og Háskólafélag Suðurlands. Samningurinn gerir líka kleift að ráða forstöðumann til þess að sjá um allan almennan rekstur Nýheima, sinna kynningar- og markaðsstarfi, hafa yfirsýn yfir verkefni, samþætta verkefni og sækja um styrki til að efla rannsóknir og aðra starfsemi sem Nýheimar standa fyrir. Meginmarkmið samningsins eru m.a. • að stuðla að auknu samstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila með sérstaka áherslu á menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun. • að þróa ný verkefni til eflingar atvinnu- og byggðaþróunar sem byggja á samþættingu ofantalinna fjögurra áherslusviða. • að nýta þekkingu og mannauð sem liggur innan þeirra stofnana sem mynda Þekkingarsetrið Nýheima í þágu samfélagsþróunar á Suðausturlandi. Þessi áfangi er ómetanlegt framlag til þeirrar framtíðarsýnar sem aðstandendur stofnunar Nýheima höfðu að leiðarljósi við hönnun og bygginu þeirra um aldamótin 2000. Þessi framtíðarsýn er jafnframt í fullu gildi í dag en þar er skilgreint það hlutverk Nýheima að vera vettvangur skapandi samvinnu um að efla menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun í byggðarlaginu. f.h. stjórnar Þekkingarsetursins Nýheima, Ragnhildur Jónsdóttir

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 9. febrúar Börnin hittast kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00. Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar.

Bridds Bridgefélag Hornafjarðar hélt sitt fyrsta spilakvöld fimmtudaginn 30. jan. Mætingin var með ágætum og var spilað á fjórum borðum. Eftir spilamennskuna var staðan þessi:

Verið hjartanlega velkomin.

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Atvinna

Óskum eftir að ráða meiraprófsbílstjóra og menn með vinnuvélaréttindi Verða að geta hafið störf sem fyrst

Rósaberg ehf. (Jón 895-2454

Lovísa 478-2454)

Birgir Björnsson & Sverrir Guðmundsson 61,90% Steinarr Guðmundsson & Ragnar Björnsson 60,12% Jóhann Kiesel & Gestur Halldórsson 57,14% Hans Christensen & Sigfinnur Gunnarsson 50,60% Þorsteinn Sigjónsson & Gísli Gunnarsson 50,00% Páll Dagbjartsson & Björn Ólafsson 47,02% Magnús Jónasson & Ingvar 45,24% Gústi & Jóhanna Guðmundsdóttir 27,98%

Næsta spilakvöld verður fimmtudaginn 6. febrúar í húsnæði Afls. Spilaður verður einmenningur og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19:30.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

hagatún

Nýtt á skrá

Rúmgóð 133,5 m² efri sérhæð með sér inngangi ásamt 23,2 m² bílskúr. 4 svefnherbergi, mikið endurnýjuð, laus miðjan apríl.

hagatún

Nýtt á skrá

Vel skipulagt 133,5 m² einbýlishús ásamt 40 m² bílskúr, 4 svefnherbergi, mikið ræktuð lóð og góð verönd. Gott hús í hjarta bæjarins sem er laust strax.

Nýtt á skrá

norðurbraut

Fallegt og vel skipulagt 133,8 m² einbýlishús ásamt 33,2 m² bílskúr, staðsett í botngötu. 4 svefnherbergi, 2 verandir með skjólgirðingum, gott viðhald.


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. febrúar 2014

Óháð framboð til sveitarstjórnar Í vor verður gengið til sveitarstjórnarkosninga. Þar munu kjósendur velja sína fulltrúa til næstu fjögurra ára. Allar ákvarðanir sveitarstjórnar hafa áhrif á líf og framtíð okkar, íbúa í sveitafélaginu Hornafirði. Sveitarstjórn er valin af íbúum sveitarfélagsins og geta allir þeir sem hafa lögheimili hér og eru orðnir 18 ára haft áhrif á verkefni sveitarstjórna. Hvert samfélag þarf ábyrga íbúa sem láta sig framtíð þess varða og uppbyggingu óháð flokkum. Allir vilja sitt besta fyrir sitt samfélag hvar sem þeir standa í pólitík. Við erum nokkur sem höfum áhuga á stofnun framboðs sem ekki er háð neinum flokkspólitískum línum. Hugmyndin er að ná saman fólki með svipuð gildi og áherslur. Við viljum að allt starf sveitarstjórnarinnar sé gagnsætt og það liggi á borðinu í hverju máli hvaða leiðir eru farnar að ákvörðunum. Okkur finnst mjög mikilvægt að sjónarmið sem flestra komi fram í öllum málum áður en upplýst ákvörðun er tekin. Hvernig við tökum á málum í dag skiptir máli í framtíðinni. Hvert viljum við að okkar sveitarfélag stefni hvað varðar atvinnu, íbúaþróun, samgöngur, skólamál svo fátt eitt sé nefnt? Við skorum á þá sem eru sama sinnis um þessi mál að mæta á stofnfund með okkur í húsi AFLs, Víkurbraut 4, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20:00, til að skipuleggja slíkt óháð framboð. Við viljum sérstaklega hvetja ungt fólk sem vill hafa áhrif, til að mæta.

3

Nýliðinn janúar

Veðuryfirlit á Höfn Fólk er alltaf að spá í veðráttuna sem hefur verið duttlungafull undanfarið eins og oft áður. Það var því nærtækt að hafa samband við Kristínu Hermannsdóttur veðurfræðing og forstöðumann Náttúrustofunnar hér og fá stutta samantekt: Nýliðinn janúar var óvenju hlýr og úrkomusamur. Sökum þess hafa ræktuð tún í Hornafirði grænkað líkt og komið sé vor, ólíkt fréttum af kalskemmdum víða annars staðar á landinu. Sú spurning vaknar hvort hita- og úrkomumet voru slegin í janúarmánuði 2014 á Höfn? Veðurathuganir hafa verið gerðar á Höfn frá 2007, en áður voru mælingar gerðar þar á árunum 1965-´85. Veðurskeytastöðin er í dag staðsett við Höfðaveg og eru veðurathugunarmenn Herdís Tryggvadóttir og Stephen Róbert Johnson. Í janúar 2014 mældu þau 369,7 mm af úrkomu, sem er mesta úrkoma sem mæld hefur verið á Höfn. Í samanburði mældust þar árið 2013 einungis 207,6 mm. Ef skoðaðar eru úrkomumælingar í janúar á Höfn, Hjarðarnesi (1985-1992) og Akurnesi (1992-2006) undanfarna áratugi sést að aðeins einu sinni hefur mælst meiri úrkoma á þessum þremur stöðvum, það var í Akurnesi árið 2002 þegar komu 379,8 mm í úrkomumælinn. Því miður er engin mæling til fyrir Höfn frá 2002. Þegar skoðaðir eru þeir janúarmánuðir þar sem mánaðarúrkoma hefur verið meiri en 200 mm á þessum þremur athugunarstöðvum má sjá að nýliðinn janúar er í öðru sæti hvað varðar úrkomumet, en í 11 sæti er janúar 2013.

Áhugafólk um framtíð Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Skrímslið litla systir mín í Sindrabæ Leiksýningin „Skrímslið litla systir mín“ verður sýnd í Sindrabæ, sunnudaginn 9. febrúar kl 13:00. Skrímslið litla systir mín er saga um strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, dimmar drekaslóðir og alla leið á heimsenda, en lærir í leiðinni að elska litlu systur sína. Sýningin var valin barnasýning ársins 2012. Litla skrímslið er listræn leiksýning fyrir börn þar sem leikkonan notar pappír, tónlist og ljós til að segja þeim sögu. Sögu um það hvernig maður getur lært að elska - jafnvel skrímsli. Leikkonan býður börnunum inní hvítan pappírsheim. Pappírinn lifnar smám saman við og verður að persónum sögunnar. Aðal söguhetjan er drengur sem hefur nýlega eignast litla systur. Hann kemst reyndar fljótlega að því að hún er ekkert venjulegt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu hans upp til agna og kannski bara allan heiminn. Miðaverð er kr. 500,- fyrir 5 ára og yngri og kr. 1.000,- fyrir 6 ára og eldri. Miðasala er við innganginn. Höfundur og hönnuður sýningarinnar er Helga Arnalds og leikstjóri og meðhönnuður er Charlotte Böving. Hallveig Thorlacius samdi bundið mál og Helga Arnalds flytur. Allir velkomnir, Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Tvö af hverjum þremur ungmennum taka fyrsta sopann í eftirlitslausu teiti í heimahúsi. Foreldrar, bjóðið þið upp á slíka aðstöðu á ykkar heimili? Aðgerðahópurinn

Línurit sem sýnir uppsafnaða úrkomu á Höfn í janúar 2014, heildarmagnið var 369,7 mm. Á sama tíma mældust einungis 64,2 mm í Reykjavík.

Mynd sem sýnir sólarhringsúrkomu á Höfn í janúar 2013 og 2014. Árið 2013 voru tveir þurrir sólarhringar á Höfn í janúar en í heild mældist 207,6 mm úrkoma þann mánuð, mest 25 mm frá kl. 09 þann 1. janúar til kl. 09 þann 2. janúar. Árið 2014 voru þurrir sólarhringar fimm í janúar en úrkoman í heild mældist 369,7 mm. Úrkomumesta sólarhringinn, frá kl. 09 þann 15. janúar til kl. 09 þann 16. janúar, mældist 40,2 mm úrkoma.

Meðalhitinn á Höfn í janúar var 4,1 stig og hefur meðalhiti aldrei orðið svo hár á Höfn – en mælingar þar hafa ekki verið samfelldar. Þetta er samt trúlega hlýjasti janúar í Hornafirði frá 1947 að telja. Á Hvalnesi fór hiti lægst niður í +0,1 stig. Þar fraus því aldrei í janúar 2014, hvorki nótt né dag. Hvort þetta segir eitthvað um hvernig sumarið eða næstu mánuðir verða, skal ósagt látið.

Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-listans Munið súpufundinn á laugardögum kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu Stjórnir sjálfstæðisfélaganna


Opinn stjórnmálafundur á Kaffihorninu föstudaginn 7. febrúar kl. 12:00

Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður heldur opinn stjórnmálafund á Kaffihorninu, föstudaginn 7. febrúar nk. kl. 12:00.

Bifreiðaskoðun á Höfn 17., 18. og 19. febrúar

Allir velkomnir, Unnur Brá Konráðsdóttir

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. febrúar.

Höfum við fordóma? Dr. Sigrún Ólafsdóttir dósent í félagsfræði við Boston University flytur fyrirlestur um rannsókn sína um viðhorf Íslendinga til einstaklinga með geðraskanir.

Ekki skoðun í mars. Næsta skoðun er 7., 8. og 9. apríl.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 12. febrúar kl. 16:30. Aðgangur er ókeypis og áhugafólk hvatt er til að mæta

Þegar vel er skoðað

Viðhorfskönnun meðal Sunnlendinga um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Svarfrestur rennur út þann 10. febrúar

Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar verður haldinn 11. febrúar 2014 í safnaðarheimili Hafnarkirkju kl 20:00. Reikningar kórsins lagðir fram.

Þessa dagana standa SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt Markaðsstofu Suðurlands, fyrir viðhorfskönnun á meðal Sunnlendinga um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og taka þátt í könnuninni á www.sass.is.

Stjórn Samkórsins

Afleysingar – aukavinna á Höfn Við óskum eftir starfsfólki í afleysingar/aukavinnu á þjónustustöð Olís á Höfn. Um starfið og hæfni • Starfið felur í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi. • Unnið er á tvískiptum vöktum

PIPAR\TBWA · SÍA · 140329

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá verslunarstjóra Olís á Höfn. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið hofn@olis.is, fyrir 20. febrúar nk. Einnig er hægt að sækja um á www.olis.is.

Olíuverzlun Íslands hf.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.