Eystrahorn 5. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 6. febrúar 2014

5. tbl. 32. árgangur

Fyrsta barn ársins og frjósemi síðasta árs

Fyrsti Hornfirðingur ársins 2014 er Anna Margrét Óskarsdóttir, sem fæddist þann 2.janúar. Foreldrar eru Lilja Rós Aðalsteinsdóttir og Óskar Stefánsson. Stóri bróðir Önnu Margrétar heitir Aðalsteinn Omar og er hann mjög stoltur af litlu systur.

Ekki er hægt að segja annað en að árið 2013 hafið verið frjósamt í sveitarfélaginu þar sem 31 barn fæddist á árinu. Kynjaskipti eru nokkuð jöfn en drengirnir höfðu þó yfirhöndina og eru 17 á móti 14 stúlkum. Heima í héraði fæddust þrjú börn þar af voru tvær heimafæðingar. Flest börnin fæddust á fæðingardeild Landspítalans en einnig fæddust börn á fæðingardeildinni á Selfossi, Akureyri og í Keflavík. Á myndinni má sjá hluta af þessum föngulega árgangi en ekki sáu öll börnin sér fært að mæta í myndatökuna.

Opið hús á degi leikskólans

Síðasta vor fengum við í Heilsuleikskólanum Krakkakoti afhenta nýja deild sem byggð var við leikskólann. Með nýju deildinni breyttist öll aðstaða barna og kennara til mikilla muna. Í vikunni verður haldið upp á Dag leikskólans um allt land og því langar okkur að nota þessi tvö tækifæri og bjóða bæjarbúum að koma í opið hús til að skoða húsnæðið okkar. Við bjóðum ykkur í heimsókn föstudaginn 7. febrúar og húsið verður opið frá kl. 9:00 - 11:00 og börnin munu taka á móti öllum með léttum veitingum. Við vonumst til að sjá sem flesta. Börn og kennarar á Krakkakoti.

Óbreytt þjónusta Austurbrú (áður Þekkingarnet Austurlands) hefur um árabil veitt Hornfirðingum aðgang að námsráðgjöf, námskeiðum og þjónustu við háskólanema í fjarnámi. Nú hefur Sveitarfélagið Hornafjörður ákveðið að snúa sér til Fræðslunetsins og Háskólafélags Suðurlands um samstarf. Þjónustan helst óbreytt og geta íbúar Sveitarfélagsins haldið áfram að sækja námskeið og nýtt sér alla þá þjónustu sem í boði er fyrir háskólanema. Nína Síbyl Birgisdóttir (nina@ hfsu.is, s. 560-2050) mun nú verða starfsmaður þessara stofnana og sinnir sínum verkefnum eins og áður. Nína mun einnig sjá um matarsmiðju Matís á Hornafirði. Auglýst hefur verið í stöðu náms- og starfsráðgjafa og verkefnastjóra fyrir Fræðslunetið og náms- og starfsráðgjafa fyrir FAS. Framboð á námskeiðum verður auglýst fljótlega. Fræðslunetið og Háskólafélagið vænta góðs samstarfs við Hornfirðinga með von um að þeir nýti sér þjónustuna.

Íslandsmótið

verður haldið í Skaftfellingabúð, Laugarvegi 178, föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00. Útbreiðslustjóri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.