Eystrahorn 6. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 10. febrúar 2011

6. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is

Rós í hnappagatið Þórbergssetur hefur verið tilnefnt til Eyrarrósarinnar sem er árleg viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda. Auk Þórbergsseturs eru það: 700IS Hreindýraland á Egilsstöðum og Sumartónleikar í Skálholti. Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands. Markmið Eyrarrósarinnar er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, skapa sóknarfæri á sviði menningar-tengdrar ferðaþjónustu og auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta. Við athöfnina á Bessastöðum 13. febrúar næstkomandi verður tilkynnt hvert framangreindra verkefna hlýtur Eyrarrósina í ár; fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón kr, verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta 250 þúsund króna framlag auk flugferða. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Umsögn um Þórbergssetur var svohljóðandi; „Meginhlutverk Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit er að kynna líf og verk Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar, íslenskan bókmenntaarf og um leið sögu þjóðarinnar. Jafnframt hefur Þórbergssetur frá stofnun, árið 2006, verið öflugt í uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í Skaftafellssýslum, varðveitt og viðhaldið staðbundinni þekkingu og þjóðlegum menningarverðmætum. Starfið í Þórbergssetri er byggt á

faglegum grunni og frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á samstarf við mennta- og menningarstofnanir í héraði og víðar. Sérstaða Þórbergsseturs felst ekki síst í þekkingu heimamanna á náttúru og umhverfi, auk sagnahefðar Þorbjörg og Lilla Hegga við vígslu sem byggir á einstakri færni Þórbergsseturs. og framsetningu á íslenskri tungu í verkum eins merkasta rithöfundar þjóðarinnar.“ Aðstandendur Þórbergsseturs, einkum Ingibjörg Zophoníasdóttir, Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason eru vel að þessum heiðri komin. Þetta er í annað sinn sem tilnefnt er verkefni hér úr AusturSkaftafellssýslu. Jöklasýningin var tilnefnd árið 2004 en varð ekki hlutskörpust.

Íbúaþing - við þurfum að tala saman Íbúar, fyrirtæki, félagasamtök og bæjarstjórn hafa í sameiningu byggt upp gott og kraftmikið samfélag við rætur Vatnajökuls. Við getum samt gert betur. Og við þurfum að gera betur. Undanfarin ár höfum við glímt við fólksfækkun og atvinnulífið þarf sífellt að takast á við nýjar áskoranir. Samt er ég viss um að samfélagið hefur þróast á jákvæðan hátt og lífsgæði séu hér ágæt. Fyrir átta árum voru Nýheimar opnaðir og þar starfa nú tugir manna. Hundruð miljóna renna í gegnum þær stofnanir sem þar starfa með það að markmiði að efla menntun, menningu og nýsköpun sem þannig styrkja samfélagið í bráð

og lengd. Uppbygging hefur orðið á íþróttamannvirkjum og endurbætur á skólahúsnæði eru í gangi. Vatnajökulsþjóðgarður er að slíta barnskónum. Sjávarútvegur er öflugur og við sjáum heimavinnslu bænda vaxa. Ferðafólk er farið að hafa viðkomu hér yfir háveturinn og heimsækir svæðið í sífellt meira mæli til að njóta náttúru, menningar og matvæla í héraðinu allt árið. Samt eru mörg verk óunnin. Fjölbreyttara atvinnulíf, betri afkoma heimila og fyrirtækja, betri og skilvirkari opinber þjónusta, ennþá öflugra menntakerfi, fleiri áningarstaðir og afþreying fyrir ferðamenn Betri innsigling um Hornafjarðarós, betri samgöngur

á landi, lægri orkureikningar til fyrirtækja og heimila sem ef til vill þarf að ná fram með orkuöflun í heimabyggð, og almennt bætt lífsskilyrði og fjölbreyttari fasteignamarkaður kallar á krafta okkar. Til þess að samfélagið okkar verði í fremstu í röð þurfum við að tala saman. Við þurfum að taka ákvarðanir sem við trúum á sem heild. Það er ekki síst þess vegna sem boðað er til íbúaþings laugardaginn 26. febrúar 2011 í Mánagarði. Markmiðið er að setja þar fram metnaðarfulla framtíðarsýn til næstu ára. Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri


2

Fimmtudagur 10. febrúar 2011

Sendum hjartans þakkir öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa

Eystrahorn

Varði Íslandmeistaratitil

Sigurðar Lárussonar

f.v. útgerðarmanns Víkurbraut 30, Höfn í Hornafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSSA.

Ásgeir Sigurðsson Guðmundur Sigurðsson Vilborg Jóhannsdóttir Hilmar Sigurðsson Guðrún Kristjánsdóttir Dagbjört Sigurðardóttir Finnur Jónsson Aldís Sigurðardóttir Guðmundur Eiríksson Karl Sigurðsson Svava Eyjólfsdóttir Grétar Sigurðsson Sigríður Sigurðardóttir Sæmundur Gíslason barnabörn og barnabarnabörn

Heimamarkaðurinn verður opinn í Pakkhúsinu laugardaginn 12. febrúar frá kl. 13:00 til 16:00 Á boðstólum verður: kjöt, kartöflur, fiskur, sauðaostur og fleira. Hestamannafélagið verður með kaffisölu.

Dúndur pizzatilboð á VÍKINNI föstudags- og laugardagskvöld 16" pizza með 2 áleggstegundum og 2 lítrar kók, kók light eða Sprite

Verð kr. 1.750,- ef pöntunin er sótt

Veitingahúsið Víkin Sími 478-2300

Til sölu er Grove krani. Upplýsingar í síma 893-5430. Olgeir.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Þann 29. janúar var hið árlega Íslandsmeistaramót í bekkpressu haldið af Kraftlyftingafélagi Akraness. Vel var að mótinu staðið og þátttaka góð, 8 konur mættu til keppni og 24 karlmenn á öllum aldri. Kraftlyftingafélag Sindra á Hornafirði var með sinn fulltrúa á mótinu Inga Stefán Guðmundsson sem keppti í

-105 kg flokki. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn með þó nokkrum yfirburðum og setti í leiðinni nýtt Íslandsmet þegar hann lyfti 215 kg. Þetta er í áttunda skipti sem Ingi Stefán tekur þátt í mótinu og þriðji Íslandsmeistaratitillinn hans. Frekari upplýsingar er að finna á kraft.is

Útsölulok Útsölu á gjafavöru lýkur um helgina. Komið og gerið góð kaup. Afmælisdagatölin frá Kvennakórnum með skemmtilegum myndum úr sýslunni fást hjá okkur.

Húsgagnaval

Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga

Til leigu einstaklingsíbúð á Dalbraut 4 á Höfn. Upplýsingar í síma 858-5136 Vigfús

Ólöf K Ólafsdóttir

Jakkinn minn er týndur. Teinóttur jakkafatajakki var tekinn í misgripum á þorrablóti Hafnar. Það er annar jakki í íþróttahúsinu. Uppl. í 893-5430. Olgeir.

Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

augnlæknir verður með stofu 21. - 24. febrúar n.k. Tímapantanir í síma 478-1400 virka daga.


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. febrúar 2011

112 dagurinn

Ungmennafélagsandinn

Um þessar mundir er ungmennafélagið Sindri að taka í notkun nýjan bíl, 9 manna fjórhjóladrifna Toyotu Hiace árgerð 2007. Eins og Hornfirðingar vita hefur Sindri gert út tvo bíla fyrir iðkendur og er annar þeirra farinn að líta upp á landið. Var það mat stjórnar félagsins að kominn væri tími til að endurnýja hann og hefur hún haft í huga auknar vetrarferðir félagsmanna við val á nýjum bíl. Flestar deildir innan Sindra ferðast mikið á veturna þegar allra veðra er von og oftast er um langan veg að fara. Fyrir ungmennafélag eins og Sindra verður það seint þakkað þegar einstaklingar og fyrirtæki eru tilbúin að leggja starfsemi þess lið ekki síst þegar um er að ræða málefni sem varðar unga fólkið og aðstandendur þeirra. Það var fyrir tilstuðlan slíkra aðila sem hægt var að ráðast í kaup á þessum bíl sem mun létta verulega undir með foreldrum og iðkendum í flestum deildum um leið og öryggi í ferðum eykst. Hjónin Þorbjörg Gígja og

Ottó, útgerð Sigurðar Ólafssonar auk útgerðarmanna hér á Höfn fjármögnuðu kaupin á bílnum og vill stjórn Ungmennafélagsins Sindra koma á framfæri sérstökum þökkum til allra þessara aðila. Þeir sýndu svo sannarlega ungmennafélagsanda í verki með því að styðja svona rausnarlega við bakið á starfsemi Sindra. Ekkert af þessum dyggu stuðningsaðilum hafði uppi óskir um að fá eitthvað í staðinn heldur vildu þeir með þessu móti styðja grunneiningu í samfélaginu en hvöttu þó til þess að félagið stæði að því að við gengjum öll vel um landið okkar og sýndum hvert öðru virðingu í verki. Það er von okkar í stjórn Sindra að félagsmenn Sindra og Hornfirðingar allir noti árið 2011 til þess að líta í eigin barm. Fari að hreyfa sig meira en beri um leið virðingu fyrir okkar fallega umhverfi, varist að skemma það með illri umgengni eða óþarfa utanvegaakstri.

3

Framundan er 112 dagurinn, eða þann, 11.02.2011 á föstudaginn n.k. Af því tilefni munu viðbragðsaðilar, lögregla, sjúkralið, björgunarsveit og slökkvilið, sameinast um lítilsháttar dagskrá, hefðbundna má segja, þar sem ekið verður um bæinn með forgangsljósum og síðan tæki og tól til skoðunar fyrir utan lögreglustöðina á Höfn, auk sjálfrar stöðvarinnar. Hefst aksturshringur kl. 12:00 og síðan opið hús á lögreglustöð í framhaldi eða uppúr kl. 12:30.

Bifreiðaskoðun á Höfn 21., 22. og 23. febrúar. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 18. febrúar. Næsta skoðun 11., 12. og 13. apríl.

Þegar vel er skoðað

Fyrir hönd stjórnar Sindra, Ásgrímur Ingólfsson

ÚTSALA www.inni.is ÚTSALA @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&&

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

50% afsláttur af kertum, skólatöskum, englum og margt, margt Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fleira fasteignasali s. 580 7902

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Verið velkomin tjarnarbrú

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

Nýtt á skrá

Falleg neðri sérhæð í vönduðu og vel byggðu tvíbýlishúsi í hjarta Hafnar. Íbúðin er 3ja herbergja, 83,1 m².

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sumarhús /

heilsárshús

stafafellsfjöll í lóni

Glæsilegt og vandað heilsárshús í Stafafellsfjöllum í Lóni. Húsið er innflutt kanadískt, m/svefnlofti, skráð 60,3 m². Frábært tækifæri til að eignast sumarhús í þessar náttúruparadís.

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

bugðuleira

Atvinnuhúsnæ

ði

Fullbúinn 137,6 m² eignarhluti á annari hæð í atvinnuhúsnæði. Skiptist nú í 3 rými auk kaffistofu og snyrtingar Björt eign með miklu útsýni.


4

Fimmtudagur 10. febrúar 2011

Sveinbjörg Íslandsmeistari

Eystrahorn

Íbúaþing í Ríki Vatnajökuls - Tilgangur, markmið og leiðir

Dr. Haukur Ingi Jónasson, lektor við verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, flytur hádegiserindi fimmtudaginn 10. febrúar n.k. um markmið og framkvæmd Íbúaþingsins sem haldið verður í Sveitarfélaginu Hornafirði síðar í þessum mánuði. Sveinbjörg og Bjarni Malmquist frá Jaðri ánægð með Íslandsmótið.

Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ varð Íslandsmeistari í langstökki um helgina,hún bætti gamla metið sitt um 10 cm stökk 5.98m. Sveinbjörg bætti sig einnig í 60m hlaupi, hljóp á 8.13 sek en nokkura daga gamla USÚ metið var 8.19 sek. Mikil keppni var í langstökkinu þar sem þær allra sterkustu í þeirri grein tóku þátt. Einar Ásgeir Ásgeirsson tók einnig þátt í mótinu og varð í 4. sæti í sínum greinum 800m og 1500 m, hann bætti sig í 1500m hlaupi hljóp á 4.22.23 mín og var

aðeins hársbreidd frá 3. sætinu. Þau Sveinbjörg og Einar eru búin að eiga flott innanhústímabil en nú er því lokið og tekur þá við meiri uppbygging fyrir sumarið. Þess má geta að Bjarni Malmquist frá Jaðri landaði 3. silfrum, í langstökki, 400m og boðhlaupi og Vigfús Dan varð 4. í kúluvarpi kastaði 14,11 metra. Svo það má nú segja að Hornfirðingar hafi staðið í eldlínunni á Meistaramóti Íslands um helgina þar sem 171 keppendur kepptu.

Ráðgjafi

Erindið verður flutt í Kaffiteríunni í Nýheimum milli kl. 12.15-12:45 og mun Haukur Ingi síðan svara fyrirspurnum um Íbúaþingið. Allir áhugasamir eru eindregið hvattir til þess að mæta.

Til sölu er:

Krosseyjarvegur 3 „Pakkhús“ á Höfn í Hornafirði.

Stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands hefur ákveðið að fara í stefnumótunarvinnu á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Því óskar stjórnin eftir að ráða ráðgjafa til að stýra stefnumótunarvinnunni. Starfið felst í því að stýra heildarverkefninu, afla gagna, halda utan um samstarf við hagsmunaaðila, skrifa niðurstöðuskýrslu og undirbúa kynningu hennar. Áætlað er að lokaskýrslu verði skilað í nóvember 2011. Hæfniskröfur Háskólamenntun og reynsla af ráðgjafastörfum æskileg. Leitað er eftir einstaklingi með frumkvæði, metnað og skipulagshæfileika. Þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum og fær í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veita: Hjalti Þór Vignisson (822 7950 • hjaltivi@hornafjordur.is) Guðrún Júlía Jónsdóttir (470 8600 • gjj@hssa.is)

Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2011

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir til sölu Pakkhúsið á Höfn í Hornafirði. Óskað er eftir tilboðum. Tilboðum skal skilað til Fasteignasölunnar InnI að Hafnarbraut 15, Höfn í síðsta lagi miðvikudaginn 23. febrúar n.k. kl. 15:00, en þá verða tilboðin opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Sveitarfélagið mun ekki eingöngu horfa til verðs í kauptilboði heldur jafnframt til hugmynda og áætlana um nýtingu. Þess vegna óskar sveitarfélagið eftir verðtilboði ásamt greinargerð um nýtingu. Vilji sveitarfélagsins er að húsið verði notað þannig að íbúar eigi kost á að koma í það, t.d. til að kaupa mat, varning eða vegna viðburða. Nánari upplýsingar um fasteignina eru á inni.is og á skrifstofu Fasteignasölunnar InnI.


Opinn fundur með nýjum stjórnendum Landsbankans Höfn í Hornafirði Nýheimar Fimmtudagur 17. febrúar kl. 20.00

Skráning á landsbankinn.is og í 410 4000 – allir velkomnir!

Nýir stjórnendur kynna nýja stefnu bankans og framtíðarsýn, breytingar sem orðið hafa og aðgerðalista næstu mánaða. Við viljum hlusta e ir skoðunum og viðbrögðum ykkar, eigenda bankans, til að efla bankann enn frekar. Við ætlum að vera Landsbankinn þinn.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, á opnum fundi á Akureyri 3. febrúar.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


markhonnun.is

41 % afsláttur 1.599

kr/kg Verð áður 2.698 kr/kg

NAUTAGÚLLAS FERSKT

NAUTASTRIMLAR FERSKIR

Kjöt á frábæru verði! GRÍSASNITSEL FERSKT

38%

GRÍSAKÓTELETTUR FERSKAR

40%

afsláttur

afsláttur

999

899

kr/kg áður 1.599 kr/kg

kr/kg áður 1.498 kr/kg

Berjadagar í Nettó! 30-50% afsláttur 100G

-30% VÍNBER GRÆN

BRÓMBER 125G

-30% HINDBER

BLÁBER 125G -30%

125 G

RIFSBER -30% 125G

-30%

-30%

159kr/pk.

529kr/kg

349kr/pk.

379kr/pk.

235kr/pk.

269kr/pk.

áður 229 kg/pk.

áður 759 kr/kg

áður 499 kr/pk.

áður 549 kr/pk.

áður 335 kr/pk.

áður 389 kr/pk.

JARÐARBER 250G

-50%

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

229kr/pk. áður 459 kr/pk.

Tilboðin gilda 10. - 13. feb. eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

BLÆJUBER


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.