Eystrahorn Fimmtudagur 10. febrúar 2011
6. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Rós í hnappagatið Þórbergssetur hefur verið tilnefnt til Eyrarrósarinnar sem er árleg viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda. Auk Þórbergsseturs eru það: 700IS Hreindýraland á Egilsstöðum og Sumartónleikar í Skálholti. Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands. Markmið Eyrarrósarinnar er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, skapa sóknarfæri á sviði menningar-tengdrar ferðaþjónustu og auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta. Við athöfnina á Bessastöðum 13. febrúar næstkomandi verður tilkynnt hvert framangreindra verkefna hlýtur Eyrarrósina í ár; fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón kr, verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta 250 þúsund króna framlag auk flugferða. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Umsögn um Þórbergssetur var svohljóðandi; „Meginhlutverk Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit er að kynna líf og verk Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar, íslenskan bókmenntaarf og um leið sögu þjóðarinnar. Jafnframt hefur Þórbergssetur frá stofnun, árið 2006, verið öflugt í uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í Skaftafellssýslum, varðveitt og viðhaldið staðbundinni þekkingu og þjóðlegum menningarverðmætum. Starfið í Þórbergssetri er byggt á
faglegum grunni og frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á samstarf við mennta- og menningarstofnanir í héraði og víðar. Sérstaða Þórbergsseturs felst ekki síst í þekkingu heimamanna á náttúru og umhverfi, auk sagnahefðar Þorbjörg og Lilla Hegga við vígslu sem byggir á einstakri færni Þórbergsseturs. og framsetningu á íslenskri tungu í verkum eins merkasta rithöfundar þjóðarinnar.“ Aðstandendur Þórbergsseturs, einkum Ingibjörg Zophoníasdóttir, Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason eru vel að þessum heiðri komin. Þetta er í annað sinn sem tilnefnt er verkefni hér úr AusturSkaftafellssýslu. Jöklasýningin var tilnefnd árið 2004 en varð ekki hlutskörpust.
Íbúaþing - við þurfum að tala saman Íbúar, fyrirtæki, félagasamtök og bæjarstjórn hafa í sameiningu byggt upp gott og kraftmikið samfélag við rætur Vatnajökuls. Við getum samt gert betur. Og við þurfum að gera betur. Undanfarin ár höfum við glímt við fólksfækkun og atvinnulífið þarf sífellt að takast á við nýjar áskoranir. Samt er ég viss um að samfélagið hefur þróast á jákvæðan hátt og lífsgæði séu hér ágæt. Fyrir átta árum voru Nýheimar opnaðir og þar starfa nú tugir manna. Hundruð miljóna renna í gegnum þær stofnanir sem þar starfa með það að markmiði að efla menntun, menningu og nýsköpun sem þannig styrkja samfélagið í bráð
og lengd. Uppbygging hefur orðið á íþróttamannvirkjum og endurbætur á skólahúsnæði eru í gangi. Vatnajökulsþjóðgarður er að slíta barnskónum. Sjávarútvegur er öflugur og við sjáum heimavinnslu bænda vaxa. Ferðafólk er farið að hafa viðkomu hér yfir háveturinn og heimsækir svæðið í sífellt meira mæli til að njóta náttúru, menningar og matvæla í héraðinu allt árið. Samt eru mörg verk óunnin. Fjölbreyttara atvinnulíf, betri afkoma heimila og fyrirtækja, betri og skilvirkari opinber þjónusta, ennþá öflugra menntakerfi, fleiri áningarstaðir og afþreying fyrir ferðamenn Betri innsigling um Hornafjarðarós, betri samgöngur
á landi, lægri orkureikningar til fyrirtækja og heimila sem ef til vill þarf að ná fram með orkuöflun í heimabyggð, og almennt bætt lífsskilyrði og fjölbreyttari fasteignamarkaður kallar á krafta okkar. Til þess að samfélagið okkar verði í fremstu í röð þurfum við að tala saman. Við þurfum að taka ákvarðanir sem við trúum á sem heild. Það er ekki síst þess vegna sem boðað er til íbúaþings laugardaginn 26. febrúar 2011 í Mánagarði. Markmiðið er að setja þar fram metnaðarfulla framtíðarsýn til næstu ára. Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri