Eystrahorn 6. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 14. febrúar 2013

6. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Myndir af fiskiskipum sem gerð hafa verið út frá Hornafirði Hafin er söfnun mynda af öllum fiskiskipum, stórum sem smáum, sem gerð hafa verið út frá Hornafirði. Einnig er leitað eftir myndum sem varpa ljósi á líf og starf sjómanna á hafi úti. Vitað er að skipa- og bátamyndir liggja víða: í albúmum, hanga uppi á vegg, geymdar í kössum, í tölvum o.s.frv. Það er því ósk undirritaðs að allir, sem telja sig eiga slíkar myndir í sínum fórum, hafi samband við hann, símar 861-3185 og 478-1479, netfang: stefan@hornafjordur.is. Myndirnar verða færðar yfir á tölvutækt form til varðveislu og þeim skilað að því verki loknu. Við varðveislu myndanna verður ljósmyndara/eigenda getið ef þeir eru þekktir. Myndirnar verða varðveittar hjá Héraðsskjalasafni. Ráðgert er að afraksturinn verði aðgengilegur almenningi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um með hvaða hætti það verður.

Ingólfur SF 51. Eigandi var Rafnkell Þorleifsson

Jóna Eðvalds SF 200

Á humarveiðum á Ólafi Tryggvasyni

Samhliða þessu verkefni er einnig ætlunin að safna sögum og vísum sem fjalla um sjómenn og þeirra líf. Þar er reyndar rennt blint í sjóinn en þó er ljóst að margir sjómenn kunna frá ýmsu að segja bæði í bundnu og óbundnu máli. Stefán Ólafsson

VÍS gefur sjúkratösku í Báruna

Á dögunum færði Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir þjónustustjóri VÍS veglegan og sérvalinn sjúkrakassa til að hafa í Bárunni. Gunnar Ingi Valgeirsson umsjónarmaður íþróttamannvirkja tók við gjöfinni og þakkaði fyrir. Drengirnir í 6. flokk í fótboltanum voru á æfingu þegar afhendingin fór fram og fengu að vera með á myndinni. Það er mikil ánægja með aðstöðuna í Bárunni og áberandi hvað betur er mætt á æfingar og sömuleiðis hefur þátttakendum á öllum aldri fjölgað.

Þórbergsmaraþon Í tilefni af því að 12. mars næstkomandi er 125 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar ætla Nýheimar að standa fyrir maraþonupplestri úr verkum hans á afmælisdaginn frá því klukkan 10 um morguninn og fram á kvöld. Upplesturinn fer fram í kaffistofunni í Nýheimum og er öllum frjálst að koma og lesa. Jafnframt verður bæjarbúum boðið upp á afmælistertu í tilefni dagsins. Þórbergsmaraþonið er skipulagt af Háskólasetrinu í samvinnu við Menningarmiðstöð Hornafjarðar, FAS og Grunnskóla Hornafjarðar og vonast er eftir öflugri þátttöku bæjarbúa í upplestrinum.Á bókasafninu í Nýheimum er hægt að skrá sig til leiks, þ.e. skrá nafn sitt við ákveðinn tíma ef það hentar, en einnig er hægt að mæta bara á svæðið og lesa uppáhaldskaflann sinn úr verkum Þórbergs þegar færi gefst. Fólk er hvatt til að koma og skrá sig sem fyrst!


2

Fimmtudagur 14. febrúar 2013

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881

Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga kl. 18:30.

bjarnanesprestakall.is

Prestarnir

Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,

Bjarna Gunnars Sigurðssonar Holtaseli á Mýrum

Helga Ingibjörg Bjarnadóttir og fjölskylda

Samverustund Samverustund verður í Ekru föstudaginn 15. febrúar kl.17:00. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur ræðir um uppáhaldsbækur Þórbergs Þórðarsonar, Alþýðubók Þórarins Böðvarssonar og Lækningabók Jónassens.

Félag eldri Hornfirðinga

Kjötmarkaðurinn á Miðskeri verður opinn á laugardaginn eins og venjulega kl. 15:00 - 17:00. Fullt af fersku grísakjöti, lundir og margskonar steikur í helgarmatinn og mart fleira beint frá býlinu.

Velkomin í sveitina, Pálína og Sævar Kristinn

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Er tjara á bílnum þínum?

Eystrahorn

Söngheilun Í marsmánuði ætlar Sólrún Bragadóttir söngkona að heimsækja Höfn og bjóða upp á tveggja daga námskeið í söngheilun, auk þess sem hún heldur tónleika í Nýheimum þann 6. mars. Námskeiðið, sem verður haldið dagana 8. og 9. mars, kallar Sólrún Söngheilun og þroski með gleði og þar kynnir hún nýja leið til sjálfshjálpar þar sem tvinnað er saman svokallaðri Bel Canto söngtækni og aðferð sem heitir á ensku Joyful Evolution, eða þroski með gleði.

Hvað er söngheilun? Að sögn Sólrúnar byggist vinnan á námskeiðinu annars vegar á hugleiðslu og vinnu með sál, vitund og undirvitund og hins vegar á öndun, tónun, spuna og ýmisskonar orkuvinnu. Námskeiðið er útfært í tvennu lagi. Á föstudagskvöldinu 8. mars fer fram söngheilun, þar sem fyrst er farið í gegnum ákveðið undirbúningsferli og síðan taka þátttakendur á móti söngheilum. Laugardaginn 9. mars er síðan farið vel ofan í Joyful Evolution aðferðina auk þess sem kennd er hugleiðsla, tónun og öndun. Sólrún segir vinnuna með Joyful Evolution byggast á því að mjaka sér upp úr hjólförum gamalla munstra og skapa pláss fyrir nýja orku og nýjar leiðir. Þessi vinna getur haft sterk og jákvæð áhrif á sjálfið og jafnvel valdið stórbreytingum í lífi þátttakenda. Þar að auki getur þessi leið leyst upp ýmiss konar hindranir sem hafa verið manni lengi fjötur um fót. Svo sem lofthræðsla, barátta við kílóin, sjálfsgagnrýni og fleira. Sólrún segir þessa leið hafa breytt lífi sínu og almennri líðan til mikils batnaðar á stuttum tíma. Tæknina lærði Sólrún í Kaliforníu og lauk hún námi sem Joyful Evolution leiðbeinandi fyrir tæpu ári. Sólrún hefur verið búsett á dönsku eyjunni Mön undanfarin ár þar sem hún rekur tónlistarmiðstöðina Soloperasalen þar sem haldin eru námskeið og tónleikar, auk þess sem tekið er á móti hópum – t.d. kórum – sem vilja koma í æfingabúðir og dekur af ýmsu tagi. Salurinn er staðsettur í uppgerðri hlöðu á heimili Sólrúnar á Mön og býður upp á mikla ró og náttúrufegurð. Sólrún hefur heimsótt Höfn nokkrum sinnum áður, til að mynda hélt hún tónleika með Sigurði Flosasyni saxafónleikara undir heitinu „Dívan og djassmaðurinn“ fyrir fimm árum. Allir eru velkomnir á námskeið Sólrúnar. Skráning fer fram hjá Nínu Sybil Birgisdóttur hjá Austurbrú (nina@austurbru.is, sími: 4703840). Námskeiðið kostar 20 þúsund krónur og minnt er á að mörg stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði félaga sinna.

Árshátíð Karlakórsins Jökuls verður haldin 23. febrúar á Hótel Höfn.

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Bjóðum þér upphitaða aðstöðu til þrifa og efni ef þarf gegn vægu gjaldi

Kórinn heldur uppá 40 ára afmæli á þessu ári.

Gamlir félagar hvattir til að mæta. Bugðuleiru 2 • Sími 894-1616

Látið vita í síma 866-6253 (Brói) eða 893-5463 (Finnur)


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. febrúar 2013

3

Ást í ýmsum myndum Í tilefni Valentínusardags verður Samkórinn með söngkvöld í safnaðarheimilinu á fimmtudagskvöld kl 20:00

Söngur, kaffi og með því

Lokað vegna veikinda Opna aftur 13.mars kl. 8:00 - 12:00 og 17:00 - 20:00

Katrín Birna • Sími: 615 1231 Frá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga

Lokaáfangi strandgöngu í Öæfin Dagsferð laugardaginn 16. febrúar Mæting á tjaldstæðið á Höfn kl. 9:00 eða í Skaftafelli kl. 10:30. Gengið verður hringur upp að upptökum Skeiðarár og vestur með jöklinum svo niður sand og þar í bíla. Gangan tekur u.þ.b. 6 klst.+ akstur. Einnig er í boði að fara styttri leið og fara hægar. Í lok ferðar verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Dregið verður í strandgöngupottinum, glæsilegir vinningar. Verð kr. 500,Munið nesti og hlýjan fatnað.

Aðgangseyrir kr. 1.500 en kr. 1.000 fyrir eldriborgara. Hlökkum til að sjá ykkur

Samkór Hornafjaðar

-Viðhaldsfríir

gluggar

Hentar mjög vel íslenskri veðráttu

Hlökkum til að sjá sem flesta og ljúka þessu 5 ára verkefni. Allir velkomnir. Frekari upplýsingar veitir Ragna í síma 662-5074

Menningarverðlaun Hornafjarðar Auglýst er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar fyrir árið 2012 Í reglum um verðlaunin segir: Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu. Frestur til að tilnefna er föstudagur 15. febrúar 2013. Tilnefningar ásamt stuttum rökstuðningi skal skila á Bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 Höfn Hornafirði merkt, Menningarverðlaun.

Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði!

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri

3MI¦SBÞ¦ s 'AR¦AB R s 3ÓMI s &AX


4

Fimmtudagur 14. febrúar 2013

Eystrahorn

Fyrsta Hornfirðingur ársins 2013 Hún Natalía Sól Malarz er fyrsti Hornfirðingur ársins 2013. Hún fæddist þann 4. janúar á Sjúkrahúsi Suðurnesja og vó 4100 gr. og var 52 cm. að lengd. Foreldrar hennar eru þau Malwina og Arkadiusz Malarz en fyrir áttu þau dótturina Gabrielu Björg sem verður fjögurra ára á þessu ári. Malwina og Arkadiusz eru uppalin í borginni Wrocław í Póllandi sem er við landamæri Þýskalands og því stutt að skreppa til Berlínar. Þau hjónin fluttu hingað til lands árið 2006 og bjuggu til að byrja með á Breiðdalsvík en fluttu síðan til Hafnar árið 2008 og líkar hér vel. Þau heimsækja heimalandið reglulega og mun Natalía Sól njóta blíðunnar í Póllandi í sumar með fjölskyldu sinni. Við óskum fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna.

Tónleikar

Lúðrasveit Hornafjarðar verður með tónleika í Sindrabæ þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20.00. Spilað verður úr smiðju Herb Alberts og félaga, Bert Campferts o.fl.

Aðgangur ókeypis!

Ráðstefna um orkumál

á Hótel Höfn 28. febrúar 2013 kl. 15:00 - 18:30 Dagskrá: Setning ráðstefnu • Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri í atvinnu og nýsköpunarráðuneyti Sjávarhverfill • Valdimar Össurarson, framkvæmdastóri Valorku ehf. Jarðhitaleit við Hoffell, önnur verkefni RARIK • Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK Vindtúrbínur fyrir íslenskar aðstæður IceWind • Sæþór Ásgeirsson, verkfræðingur IceWind. Umræður – kaffihlé • Ásgerður Gylfadóttir, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar Repjutilraunir • Sveinn Rúnar Ragnarsson, verkefnisstjóri Gagnaver á Hornafirði og flöskuhálsar • Eymundur Sigurðsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar Aðgerðir í loftlagsmálum • Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfis og auðlindarráðuneyti Tilraun með varmadælur • Kristinn Jónsson, bæjarstjóri Snæfellsbæ Orkubóndinn • Jón Snæbjörnsson verkfræðingur Verkís Umræður og samantekt • Ásgerður Gylfadóttir, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar Ráðstefnustjóri: Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og gæðastjóri Hornafjarðar.


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. febrúar 2013

FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma heldur fræðslufund fimmtudaginn 21. febrúar n.k. Fundurinn sem hefst kl. 19.30 verður haldinn í sal Ekrunnar Dagskrá: • Fréttir af starfsemi FAAS • Framkvæmdastjóri FAAS, Svava Aradóttir flytur erindi sem hún nefnir: „Af hverju lætur hún mamma svona?“ Í erindinu verður fjallað um heilabilunarsjúkdóma, einkenni þeirra og hvernig hægt er að halda góðum og gefandi samskiptum við fólk með sjúkdómana • Ásgerður Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri kynnir starfsemi og umbótarvinnu hjúkrunardeildar HSSA • Umræður og fyrirspurnir Eitt af markmiðum FAAS er að efla fræðslu- og upplýsingastarf á landsbyggðinni. Stofnað hefur verið tenglanet á Höfn og verður það starf kynnt á fundinum Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um málefni fólks með heilabilun Allir áhugasamir eru velkomnir Bestu kveðjur, Stjórn FAAS

5

Bifreiðaskoðun á Höfn 25., 26. og 27. febrúar Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 22. febrúar. Næsta skoðun 8., 9. og 10. apríl.

Þegar vel er skoðað

Sveitarfélagið Hornafjörður Endurskoðun aðalskipulags, lýsing verkefnisins og matslýsing Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir að nýju Lýsingu verkefnis og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar með vísan í 30 grein skipulagslag nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Endurmenntun LbhÍ Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár

Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við LbhÍ Haldið 25. feb. á Smyrlabjörgum

Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur

Í samstarfi við Vinnueftirlitið og Búnaðarsamböndin

Kennarar eru ýmsir sérfræðingar frá Vinnueftirlitinu Hefst 26. feb. á Höfn Hefst 28. feb. á Vopnafirði Hefst 5. mars á Egilsstöðum Hefst 19. mars á Þórshöfn

SKRÁÐU ÞIG NÚNA!

www.lbhi.is/namskeid - síma 433 5000 endurmenntun@lbhi.is

Auglýsingin er endurtekin vegna reglugerðarskila við gildistöku nýrrar skipulagsreglugerðar nr.90/2013. Ábendingar sem borist hafa við lýsingu verkefnis og matslýsingu við fyrri auglýsingu eru teknar gildar. Þeir sem skiluðu inn ábendingum við fyrri auglýsingu þurfa því ekki að skila inn nýjum ábendingum Lýsing verkefnis og matslýsing verða til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá og með 11. febrúar 2013 til og með 11. mars 2013 og á heimasíðu sveitarfélagsins. http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/ Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við Lýsingu verkefnis og matslýsingu. Frestur til að skila inn ábendingum/athugasemdum er til mánudagsins 11. mars 2013 og skal senda þær á netfangið runars@hornafjordur.is eða skila þeim í Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 10. febrúar 2013 Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson yfirmaður umhverfis- og skipulagsmála


6

Fimmtudagur 14. febrúar 2013

Eystrahorn

Sýningu áhugaljósmyndara lokið

Umboðsaðili

Karlar sem elska konur Konudagurinn er sunnudaginn 24. febrúar. Konudagsblómin fáið þið hjá Lionsklúbbi Hornafjarðar. Fallegur blómvöndur og kort með texta að eigin vali. Sýningu áhugaljósmyndara sem stóð yfir í desember og janúar er nú lokið. Sýningin var haldin utan dyra og var myndunum varpað upp utan á Listasafnið. Þetta er í fyrsta sinn sem sýningin fer fram úti og var ákveðið að halda hana á þessum árstíma til þess að brjóta upp skammdegið og einnig nutu myndirnar sín betur í myrkrinu. Sýningar af þessu tagi hafa tvisvar farið fram áður hjá Menningarmiðstöð með góðum árangri en þær voru haldnar árið 2009 og 2010 og fóru fram í Pakkhúsinu. Þemað í ár var Landið og Fólkið og hundrað og ein mynd var til sýnis í þetta sinn, en þátttakendurnir voru átta talsins. Veitt voru verðlaun fyrir bestu myndina en hana átti Axel Bragi Andrésson og fékk hann að gjöf bókina Stafræn ljósmyndun - skref fyrir skref, bókin er hagnýt og ítarleg handbók um ljósmyndun og myndvinnslu fyrir bæði byrjendur og lengra komna og kom út núna fyrir jólin. Axel er 27 ára og hefur verið að taka myndir í frítíma sínum síðustu árin. Hann hefur einu sinni haldið ljósmyndasýningu en hún fór fram hér á Höfn og hét „Úr Umhverfinu“. Hann notast við Canon EOS 5D myndavél og myndin sem Axel fékk verðlaun fyrir sem bestu mynd er svarthvít og er tekin í Munkaþverárstræti á Akureyri, iso var stillt á 400, linsan var 5 mm linsa og ljósopið 1.8. Við óskum Axeli innilega til hamingju með myndina. Að lokum þökkum við Skinney-Þinganesi, Sparisjóði Hornafjarðar, Landsbankanum og Nettó Höfn kærlega fyrir stuðninginn við sýninguna.

Vorum að fá skósendingu frá TAMARIS

Nýir dömuilmir

tilvalið fyrir konudaginn Vorlínan farin að kíkja í hús 70% afsláttur af völdum skóm í útsöluhorninu. Verið velkomin

Verð kr. 3.900,Blómvendirnir verða bornir út á konudaginn Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar

til Sigurðar í síma 894-3497.

Dansnámskeið í febrúar með Lilju Björk Spennandi dansnámskeið fyrir alla aldurshópa þar sem kennt verður m.a. nútímadans, jazzballett og skapandi dans. Námskeiðið fer fram í Sindrabæ og Mánagarði dagana 18. febrúar - 1. mars Skipt verður í aldhurshópa og hver hópur með 2-3 tíma á viku. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.dansstudiolilju. wordpress.com Skráning á liljabh@gmail.com

Komið og dansið!


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. febrúar 2013

Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup Með kveðju frá vinnuhópi um heilbrigði og velferð

Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát? Þá erum við reiðubúnir til þjónustu.

Bátar og búnaður

www.batarb.is • skip@batarb.is Sími 562-2551

VAT N AJ Ö KU L S ÞJ Ó Ð G A R Ð U R

SUMARSTÖRF 2013 Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf. Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf og afgreiðslu, afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf.

• Skaftafell: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf

• Snæfellsstofa á Skriðuklaustri: Landverðir,

• Lónsöræfi: Landvörður.

• Snæfell: Landverðir.

• Höfn í Hornafirði: Landverðir og starfsfólk í

• Kverkfjöll: Landverðir og skálaverðir í samvinnu

og afgreiðslu, í ræstingar og í veitingasölu.

upplýsingagjöf og afgreiðslu.

• Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í

upplýsingagjöf og afgreiðslu, í ræstingar og í almenn störf.

• Askja og Ódáðahraun: Landverðir.

Ofangreind störf eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

starfsfólk í upplýsingagjöf, afgreiðslu og ræstingar.

við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðafélag Húsavíkur.

• Hvannalindir: Landvörður. • Hólaskjól, Nýidalur og Lakagígar: Landverðir.

Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum.

PORT hönnun

Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsokn@vjp.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.

7


8

Fimmtudagur 14. febrúar 2013

Góuhóf í Öræfum Okkar árlega Góuhóf verður haldið í Hofgarði laugardaginn 2.mars Veislustjóri:

Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir

Kokkur:

Benedikt Jónsson

Hljómsveit:

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar

Miðaverð:

kr. 6.000

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00 Miðapantanir eru hjá Sigrúnu í síma 864-5456 eða á sigrunsig@hornafjordur.is

Eystrahorn

Sjálfstæðisfólk Föstudaginn 15. febrúar kl. 20:00 ætla sjálfstæðismenn að koma saman, skemmta sér og borða í Pakkhúsinu.

“Smáréttahlaðborð“ í efri sal á 3500- kr. Nú tökum við upp gamla takta og höldum húllumhæ. Von er á góðum gestum, m.a. Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður Skráning hjá: Hrafnhildi Magnúsdóttur sími 860-4055 Sigurður Guðmundsson sími 866-2318 Þorbjörgu Helgadóttur sími 846-7219. netfang vignir.j@simnet.is

Góunefnd 2013

Skemmti- og gleðinefnd Sjálfstæðisfélaga A-Skaft.

Verkefnisstjóri vöruþróunar og rannsókna á ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og Ríki Vatnajökuls ehf leita eftir verkefnisstjóra til að annast vöruþróun og rannsóknir á ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Verkefnin eru fjölþætt og fela m.a. í sér stjórnun vöruþróunar- og nýsköpunarverkefna, ráðgjöf fyrir hluthafa Ríkis Vatnajökuls, söfnun og úrvinnslu grunngagna um ferðaþjónustu og hönnun og framkvæmd markaðs- og gæðakannana. Verkefnisstjórinn verður í hálfu starfi hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði og í hálfu starfi hjá Ríki Vatnajökuls ehf, ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasa Suðausturlands. Leitað er að einstaklingi með háskólagráðu, helst framhaldsmenntun, í ferðamálafræði eða aðra háskólamenntun sem nýst getur í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði eru nauðsynleg. Reynsla af rannsóknarstörfum og/eða verkefnastjórnun er æskileg. Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli er mikilvægt. Um fullt starf er að ræða með aðsetur á Hornafirði og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 3. mars 2013. Með umsókninni skal fylgja greinargott yfirlit um námsferil og fyrri störf, ásamt ritaskrá ef við á. Umsóknum skal skila til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík, eða á netfangið: starfsumsoknir@hi.is. Öllum starfsumsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Nánari upplýsingar um starfið veita: Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknasetursins (470-8040, 895-9003, thorvarn@hi.is), eða Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls (896-7084, siggadogg@visitvatnajokull.is).


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. febrúar 2013

Sveitarfélagið Hornafjörður Tillaga að deiliskipulagi fyrir fyrsta áfanga verslunar- og þjónustusvæðis fyrir ferðaþjónustu á Lambleiksstöðum, Mýrum Tillagan eru auglýst að nýju vegna niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfi- og auðlinda í úrskurði nr. 30/2012 í máli 80/2011 þar sem vísað er til 3. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar segir „Birta skal auglýsingu um gildistöku deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda innan þriggja mánaða frá endanlegri afgreiðslu sveitarstjórnar á tillögunni. Hafi slík auglýsing ekki verið birt innan þess frests telst tillagan ógild og fer um hana í samræmi við 41. gr.“ Þar sem tímafrestur á auglýsingu deiliskipulags Frístundasvæði Lambleiksstaða í B-deild Stjórnartíðinda var of langur er tillaga auglýst að nýju. Deiliskipulagstillögurnar verða til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá og með 11. febrúar 2013 til og með 25. mars 2013. Athugsemdarfrestur er til sama tíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 25. mars 2013 og skal senda þær á netfangið runars@hornafjordur.is eða skila þeim í Ráðhús Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests, telst henni samþykkur. F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 10. febrúar 2013. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson yfirmaður umhverfis- og skipulagsmála

9

Sveitarfélagið Hornafjörður Tillaga að deiliskipulagi fyrir þjónustusvæði í Skaftafelli í Öræfum Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir þjónustusvæði í Skaftafelli í Vatnajökulþjóðgarði í Sveitafélaginu Hornafirði, skv. 1. mgr. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og 7 gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Deiliskipulagssvæðið nær til þjónustuhlaðs í Skaftafelli – þjónustumiðstöðvar, gistiflata og Sandasels á aurnum framan við Bæjarsker og Bölta – og syðsta hluta Skaftafellsheiðar – bæjarhlaða Hæða, Sels og Bölta og brekkufótarins og giljanna austan og sunnan við þau. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu tillögunnar, verður til sýnis í Ráðhúsi Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 frá og með mánudeginum 11. febrúar 2012 til og með þriðjudagsins 25. mars 2013 og á heimasíðu bæjarins http://www2.hornafjordur.is/ stjornsysla/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 25. mars 2013 og skal senda þær á netfangið runars@hornafjordur.is eða skila þeim í Ráðhús Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Athugsemdir sem bárust við fyrri auglýsingu eru teknar gildar. Hver sá er ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests telst henni samþykkur.

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 10. febrúar 2013. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson yfirmaður umhverfis- og skipulagsmála


LANGSKORINN LAMBAHRYGGUR

Kræsingar & kostakjör

1.398

R U T T Á L S F A 26%

- 35% - 21%

FOLALDALUND áður 3.789 NÚ 2.993 KR/KG

- 21%

FOLALDARAGÚ áður 1.898 NÚ 949 KR/KG

- 35%

FOLALDAGÚLLAS áður 2.198 NÚ 1.429 KR/KG

ÁÐUR 1.889 KR/KG

FOLALDASNITSEL áður 2.398 NÚ 1.559 KR/KG

MIKIÐ ÚRVAL AF FOLALDAKJÖTI

FOLALDAFILE

2.878 ÁÐUR 3.198 KR/KG

BERJADAGAR Í NETTÓ JARÐARBER 250G BLÁBER 125G HINDBER 125G KIRSUBER 200G BRÓMBER 125G RIFSBER 125G

EMERGE ORKUDRYKKUR

UR

TT 50% AFSLÁ

50% AFSLÁ

TTUR

60

ÁÐUR 119 KR/STK

Tilboðin gilda 14. - 17. feb. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.