Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 13. febrúar 2014
6. tbl. 32. árgangur
Náttúrustofa Suðausturlands upp mælitæki nærri Kirkjubæjarklaustri og vakta framvindu á "þungu" svifryki í samstarfi við erlenda vísindamenn. Náttúrustofan hefur einnig frumkvæði að gerð Náttúrustígs við göngustíginn sem liggur vestan við byggðina á Höfn. Fyrsta skrefið við stíginn er líkan af sólkerfinu í réttum stærðar- og fjarlægðar hlutföllum ásamt upplýsingaskiltum um sólina og reikistjörnur og er ætlunin að koma líkaninu upp með vorinu.
Stjörnustöð á Höfn
Kristín og Snævarr við stjörnukíkinn fína.
Náttúrustofa Suðausturlands var stofnuð 11. janúar 2013 og hóf starfsemi 1. júlí sama ár. Aðsetur hennar er í Nýheimum á Höfn í Hornafirði og eru starfsmenn tveir. Þau eru Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður og Snævarr Guðmundsson sviðsstjóri. Náttúrustofan er ein af átta slíkum stofum sem eru starfræktar á Íslandi. Þær hafa aðsetur í mismunandi landshlutum en gegna allar sama hlutverki, samkvæmt lögum. Þeim er m.a. ætlað að sinna vísindalegum rannsóknum á sviði náttúrufræða, safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar í landshlutanum sem starfsvettvangurinn tekur yfir. Starfssvæði Náttúrustofu Suðausturlands nær frá
Mýrdalssandi í vestri og austur í Hvalnesskriður.
Verkefni Náttúrustofan er komin af stað með fjölda rannsóknaverkefna sem flest tengjast svæðinu. Sum verkefnin eru í nánu samstarfi við vísindamenn á náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og snúa að Breiðamerkurjökli, Breiðamerkursandi og Öræfajökli. Á vormánuðum verður hafist handa við jöklamælingar í samstarfi við Jöklahóp Jarðvísindastofnunar. Það verkefni verður jafnframt tengt kennslu í jöklafræði fyrir indverska háskólanema. Áform eru um að setja
Meðal rannsóknarverkefna sem Náttúrustofan mun sinna yfir vetrarmánuðina er vöktun á breytistjörnum en það eru stjörnur sem breyta birtu af eðlisbundnum orsökum, og svonefndum fjarreikistjörnum. Til þess hefur verið komið upp stjörnuathugunarturni nærri Fjárhúsavík og settur upp stjörnusjónauki til ljósmælinga. Hornfirðingar munu einnig njóta góðs af aðstöðunni enda verður blásið til stjörnuskoðunar á milli rannsóknaverkefna endrum og eins. Geta áhugasamir þá heimsótt aðstöðuna og skoðað tunglið, reikistjörnur og ýmis framandi fyrirbæri sem leynast á næturhimninum. Þar sem nokkur eftirvænting hefur verið fyrir að sjá aðstöðuna hefur Náttúrustofan ákveðið að bjóða áhugasömum að kíkja við miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi, á milli kl. 18:00 og 20:00. Til stóð að opinbera turninn þegar stjörnubjart væri en eins og veðrið hefur verið er óvíst hvenær það getur orðið. Stefnt er á að mynda pósthóp og geta gestir skráð sig þar. Þessir aðilar fá síðan skeyti þegar boðið verður til stjörnuskoðunar, við fyrsta tækifæri.
Sveinbjörg er alltaf að bæta sig Frjálsíþróttakonan Sveinbjörg Zophoníasdóttir hef verið mikið í sviðljósinu að undanförnu vegna góðs árangurs í mótum. Eystrahorn hafði samband við hana til að heyra hljóðið í henni: „Núna er keppnistímabilið mitt innanhús um það bil hálfnað og gengið vel hingað til. Á Reykjavíkurleikunum varð ég í fyrsta sæti í kúluvarpi og í þríþraut kvenna (þríþrautin er langstökk, kúluvarp og 60 metra grindahlaup). Þar bætti ég íslandsmetið í langstökki ungkvenna 20-22 ára sem var orðið 30 ára gamalt en ég stökk 6,12 metra (það var 6,02 m). Á meistaramóti Íslands varð ég Íslandsmeistari í kúluvarpi, kastaði 13,37 m. og 60 metra grindahlaupi á 8,92 sek. og tók silfur í langstökki. Ég er vön að taka þátt í mörgum greinum á þessum mótum þar sem
keppt er í stökum greinum til þess að undirbúa mig undir þær þrautir sem ég tek þátt í reglulega. Ég æfi sjö greinar því mín aðalgrein er sjöþraut og því telst það vera góður árangur þegar þrautarmanneskja vinnur stöku greinarnar á Meistaramóti Íslands því eins og ber að skilja einbeiti ég mér ekki bara að einni grein heldur sjö. Á bakvið þennan árangur er talsverð vinna og margar æfingar. Ég æfi 6-8 sinnum í viku, 2-4 klukkutíma í senn. Hvíld aðeins á sunnudögum. Það eru fáir dagar þar sem ég nenni ekki á æfingu enda er ég að æfa í frábærum félagsskap hjá FH og með góða þjálfara. Markmið mitt í sumar er að taka þátt í Evrópubikarkeppni í fjölþrautum sem fram fer í Úkraínu, tvö Norðurlandameistaramót og fleiri landsliðsverkefni. Um helgina
fór ég til Svíþjóðar að keppa á sænska meistaramótinu innanhúss í fjölþrautum þar sem ég átti að keppa í fimmtarþraut (þ.e. 60 metra grindahlaup, hástökk, kúluvarp, langstökk og 800 metra hlaup). Allar þessar greinar eru teknar á einum degi, u.þ.b. sex klukkutíma prógram. Því miður varð ég að hætta keppni fyrir 800 metrana vegna meiðsla, fékk krampa í lærið en þá var hún í öðru sæti. Árangur minn undanfarið hafði gefið mér vonir og fyrirheit um góðan árangur en það kemur bara seinna. Þess má geta að ég er inni í Ólympíuhópi sem er einskonar viðmiðunarhópur fyrir Rio De Janiero 2016.“ Óskum við Sveinbjörgu til hamingju með góðan árangur og hún á örugglega eftir að bæta sig fljótlega.