Eystrahorn 7. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 17. febrúar 2011

7. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is

Láttu rödd þína heyrast! Mótum framtíðina sjálf

hannsson

Haukur Ingi Jó

Á fimmtudag í sl. viku hélt Haukur Ingi Jóhannsson lektor við verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands kynningu á væntanlegu íbúaþingi sem verður laugardaginn 26. febrúar nk. Haukur Ingi kom að undirbúningi, skipulagningu og framkvæmd þjóðfundarins í Laugardalshöll 2009. Í kynningu sinni gerði Haukur Ingi grein fyrir tilurð og aðkomu sinnar að íbúaþinginu og skýrði vel vinnuferlið og markmið íbúaþingsins. Eftir kynninguna ræddi blaðamaður við hann. Í máli hans kom m.a. fram að íbúaþingið er samstarfsverkefni sveitarfélagsins, Háskólasetursins á Hornafirði og Háskóla Íslands.

Keppikefli að fá breiðan hóp Síðan sagði Haukur Ingi; „Ég hugsa að leitað hafi verið til mín vegna aðkomu minnar að þjóðfundinum 2009 en fram hefur komið að það hafi verið gefandi upplifun að koma á þann fund og taka þátt í lýðræðislegri tilraun og ákvörðunartöku. Það sem ég ætla að gera er að blanda saman aðferðum sem við notuðum á þjóðfundinum og einskonar stefnumótunarvinnu. Ég heyri að fólki er umhugað að það komi eitthvað áþreifanlegt út úr þessu. Fólk vill ekki aðeins falleg orð eða áhugaverðar hugmyndir heldur líka raunveruleg markmið til að keppa að fyrir samfélagið. Íbúaþingið mun ná fram metnaði þátttakenda og ég vona því að þau sem koma á fundinn verði ekki einsleitur hópur. Það er mjög brýnt að það komi fólk af öllum sviðum samfélagsins og þá er ég að tala um bændur og búalið, fólkið úr sjávarútveginum, ferðaþjónustunni, iðnaðarmenn, og sem víðast úr mennta- og heilbrigðiskerfinu svo og fólk sem hefur áhuga á atvinnumálum, samgöngumálum, og pólitíkinni. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að ef hópurinn verður einsleitur að þá verði slagsíða á niðurstöðu fundarins. Ég held að það sé því keppikefli okkar allra að láta það ekki gerast heldur að fá breiðan hóp úr samfélaginu.“

Aðferðin þrautreynd „Aðferðin sem beitt verður á fundinum er þrautreynd. Hún er markviss og miðar að meitla fram metnað þátttakenda og raunhæfar leiðir til að ná þeim metnaði. Aðferðin er líka mjög skemmtileg og gefandi. Burtséð frá niðurstöðum og ákvarðanatöku geta þátttakendur lært að beita þessari aðferð hvar sem er, á vinnustöðum, í stofnunum og félagsstörfum. Það er verulega gaman og gefandi að taka þátt í því að læra sjálfa aðferðina. Þetta er tækni sem miðar að því að sjónarmið allra komi fram og síðan að draga þær

saman með markvissum hætti þannig að allir fái það á tilfinningunna eða geta verið vissir um að þeirra innlegg skipti máli. Það sem kemur svo út úr þessu er einkonar drög að stefnu fyrir byggðalagið. Ég heyri að mikill áhugi er á að nýta þessa vinnu vel og treysti því. Ég hefði ekki tekið að mér verkefnið nema af því að ég treysti að því verði fylgt eftir af þar til bærum aðilum. Það væri dapurleg niðurstaða ef það sem kemur út úr þessu myndi enda ofan í skúffu einhvernsstaðar. Minn metnaður er sá að sjá eitthvað gerast í framhaldinu.“

Allir fá tækifæri „Þátttakendum er skipt niður í hópa og við hvert borð verður fulltrúi fundarstjórans til að tryggja að umræður fari fram samkvæmt settum reglum. Ég vil segja við þá sem eru hikandi og reynslulitlir í svona verkefnum að aðferðin styður við óvant fólk til þess að taka þátt. Á hverju borði er fólk sem hefur það eina verkefni að hjálpa þátttakendum við borðið að gera sig gildandi og láta rödd sína heyrast. Það verður því tryggt að einhver einn segi ekki neitt og einhver annar við borðið tali allan tímann. Við munum leggja okkur fram um að fá alla til að skila sínu inn í umræðuna.“

Breiður aldurshópur mikilvægur „Allir sem hafa raunverulegan áhuga að taka þátt í íbúaþinginu eru velkomnir, þá skiptir aldur ekki máli. Þingið er opið fyrir áhugasamt fólk á aldrinum 14 ára og uppúr. Þeir sem treysta sér að koma og taka fullan þátt í störfum þingsins eru velkomnir og það er mikilvægt að breidd sé í aldri. Við sáum á þjóðfundinum 2009 að það var aðallega fólk á miðjum aldri sem kom, en við hefðum viljað fá mun meiri breidd.“

Framtíðin kemur hvort sem okkur líkar betur eða verr „Aðferðin tryggir að í gang fer áhugavert samtal milli ólíks fólks samfélagsins; fólks á ólíkum aldri, með ólíkan bakgrunn, mismunandi forsendur. Það veit sá sem reynir að það er mjög gefandi að fá tækifæri til að tala saman með svo uppbyggilegum hætti og þvert á alla flokkadrætti. Við lifum í sögulegu samhengi og framtíðin kemur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hér er tækifærið til að hafa raunverulega mótandi áhrif á framtíð samfélagsins ykkar, í staðinn fyrir að einhver annar ákveði fyrir ykkur hvað gerist. Þess vegna hvet ég alla til að koma og reyna að hafa mótandi áhrif á framtíð sína.“


2

Fimmtudagur 17. febrúar 2011

Eystrahorn

Norðurljósablúsinn lifir áfram Senn líður að Norðurljósablúshátíðinni hér á Höfn og verður það í sjötta skiptið sem sú hátíð er haldin. Eins og ávallt sér Hornfirska Skemmtifélagið um skipulagninguna og verður hátíðin haldin fyrstu helgina í mars (4. – 6. mars 2011) en sú helgi hefur fest sig í sessi sem Blúshátíðarhelgin á Hornafirði.

nýtast Norðurljósablús 2011. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að erfiðlega hefur gengið að fjármagna hátíðina þetta árið. Fyrir jólin var því sú ákvörðun tekin í stjórn Skemmtifélagsins að aflýsa Norðurljósablús þetta árið. Til að gera langa sögu stutta þá var ekkert okkar í Skemmtifélaginu tilbúið til að

ákvörðun í lok janúar að styrkja Hornfirska Skemmtifélagið og mun sá styrkur koma til með að nýtast vel við markaðssetningu og utanumhald hátíðarinnar. Þetta gerði það að verkum að stjórn Skemmtifélagsins bretti upp ermarnar með bros á vör og hóf að skipuleggja sjöttu Norðurljósablúshátíðina á Hornafirði. Þrátt fyrir vel þeginn styrk frá sveitarfélaginu er ljóst að ekki verður hægt að fjármagna ferðakostnað hljómsveita frá öðrum svæðum landsins eins og tíðkast hefur á fyrri hátíðum. Því beinum við augum okkar að hljómsveitum frá Hornafirði, en eins og við vitum öll eru Hornfirðingar hæfileikaríkir með eindæmum og því verður dagskrá hátíðarinnar alveg jafn skemmtileg og áður. Þess má til gamans geta að tónlistarmenn allstaðar af landinu hafa lagst yfir ættfræðibækur sínar til að finna tengsl við fjörðinn okkar fagra og geta þannig fengið að spila á Norðurljósablús 2011. Tökum við þeim að sjálfsögðu fagnandi. Hornfirska Skemmtifélagið mun eiga í nánu samstarfi við veitingahús bæjarins vegna

Sæmi og Raggi í góðum fíling á blúsdjammi

Að þessu sinni verður lögð megináhersla á að fá hornfirskar hljómsveitir til að spila á hátíðinni, enda er þar af nógu að taka. Frá upphafi hefur Hornfirska Skemmtifélagið verið styrkt af Menningarsamningum Austurlands þegar kemur að Norðurljósablús og hefur það ásamt stuðningi frá sveitarfélaginu okkar góða verið helsti bakhjarl hátíðarinnar. Þetta árið eru menningarsamningar á landinu hinsvegar í uppnámi þar sem verulega dróst að staðfesta hina nýju samninga. Auk þess munum við Hornfirðingar flytjast frá Menningarsamningi Austurlands til suðurs. Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum til styrkja frá Menningarsamningum en þar sem þeim verður ekki úthlutað fyrr en í apríl á þessu ári er ljóst að þeir munu ekki

Eystrahorn

standa við þá ákvörðun þegar á hólminn var komið. Þess vegna var strax í byrjun janúar boðað til fundar um hátíðarmál í sveitarfélaginu þar sem rætt var um hvort taka mætti á þessum málum Jens Einarsson og félagar í hljómsveitinni Síðasti sjens. heildrænt og tryggja hátíðarinnar og eins og oft áður mun dagskráin fjármögnun á einhvern hátt þannig að sú fara fram á Hótel Höfn, Kaffihorninu og hlið yrði ekki höfuðverkur á hverju ári. Þá Víkinni. Dagskrá hátíðarinnar er í vinnslu og væri hægt að þróa hátíðirnar áfram og hafa mun líta dagsins ljós von bráðar. skýra framtíðarsýn. Að þessari vinnu koma Við vonum að þið takið öll frá fyrstu helgina í hagsmunaaðilar úr ýmsum áttum ásamt mars og skemmtið ykkur með okkur. sveitarfélaginu. Vinnan er nú í fullum gangi en ljóst er að henni verður ekki lokið fyrir Fyrir hönd stjórnar blúshátíðarhelgina miklu í mars 2011. Hornfirska Skemmtifélagsins Til þess að Norðurljósablús leggi ekki upp Sandra Björg laupana í ár tók okkar kæra sveitarfélag þá

Eflum forvarnir

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Hafnarkirkja

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

sunnudaginn 20. febrúar

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Unglingalandsmót UMFÍ eru dæmi um gott forvarnaverkefni.

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Nú hefur áhugafólk um forvarnir stofnað grasrótarhóp. Markmið hópsins er að efla hverskyns forvarnir og almenna lýðheilsu í bæjarfélaginu. Þeir sem áhuga hafa að leggja málefninu lið á einhvern hátt er bent á að setja sig í samband við einhvern af undirrituðum.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Matthildur Ásmundardóttir Valdemar Einarsson Kristján Guðnason Hugrún Harpa Reynisdóttir Anna María Kristjánsdóttir Jón Garðar Bjarnason Arna Ósk Harðardóttir Eyrún Guðmundsdóttir

Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00. Gideonfélagið kynnt.

Sóknarprestur Mömmumorgnar alla fimmtudaga kl. 10:00.


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. febrúar 2011

Heimamarkaðurinn

3

Skráning menningarminja

verður í Pakkhúsinu á laugardag frá 13-16. Á boðstólnum verður kjöt, fiskur, kartöflur, sauðaostur, reyktur makríll og fleira. Nemendur í 6. bekk verða ásamt foreldrum með kaffisölu í fjáröflun fyrir skíðaferð. Hvetjum alla til líta við á laugardaginn.

Aðalfundur Kvenfélagsins Vöku verður haldinn í Mánagarði þriðjudaginn 22.febrúar kl 20.30.

Dagskrá: 1. Fundargerð 2. Skýrsla formanns 3. Reikningar félagsins 4. Kosningar 5. Önnur mál Nýir félagar velkomnir

Stjórn Kvenfélagsins Vöku

Arnar Hauksson

dr. med. kvensjúkdómalæknir verður með stofu 28. feb. - 1. mars n.k. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Opinn fundur með nýjum stjórnendum Landsbankans Höfn í Hornafirði Nýheimar Í kvöld 17. febrúar kl. 20.00

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Um þessar mundir stendur yfir verkefni í Öræfum sem nefnist Skráning menningarminja í Öræfasveit. Að verkefninu standa Guðlaug M. Jakobsdóttir frá Skaftafelli og Halldóra Oddsdóttir á Hofi í Öræfum. Margar ritaðar heimildir eru til um búskaparhætti og lífið í Öræfum og eru munir úr Öræfum í vörslu Byggðasafnsins á Höfn í Hornafirði. Mikið er þó til af munum sem enn eru í eigu Öræfinga sjálfra sem mikilvægt er að skrásetja, taka af myndir og fá upplýsingar um frá fólki sem enn hefur einhverja þekkingu á uppruna þeirra og notagildi. Lögð verður áhersla á að skrásetja hluti sem búnir voru til í sveitinni, ýmis áhöld og verkfæri sem notuð voru í búskap, matargerð, í sel- og lundaveiðar, fatnaður, hannyrðir og húsgögn. Aðstandendur verkefnisins hafa áhuga á að safna saman sem mestu af munnlegum og skriflegum heimildum um þá hluti sem til eru og sérstaklega endurminningar tengdar notkun þeirra og auglýsa hér með eftir slíkum heimildum frá brottfluttum

Öræfingum eða sveitabörnum. Endurminningar þurfa þó ekki að vera tengdar einstaka hlutum heldur eru allar frásagnir um líf og störf í Öræfunum á árum áður vel þegnar í skriflegu eða munnlegu formi. Verkefnið hóf göngu sína sumarið 2010 og hefur þó nokkuð hefur verið skrásett af hlutum frá Hæðum í Skaftafelli, Efri-bæ á Fagurhólsmýri, Hnappavöllum og vinna er hafin við skrásetningu á Kvískerjum. Það hefur fengið styrk frá hollvinasamtökunum Vinir Vatnajökuls en það er einnig unnið með stuðningi og ráðgjöf frá Byggðasafninu á Höfn, Skaftfellingafélaginu, Vatnajökulsþjóðgarði og ReykjavíkurAkademíunni. Að verkefni loknu er fyrirhugað að setja upp sýningu í Öræfunum afrakstri verkefnisins. Öll aðstoð við verkefnið er vel þegin hvort sem um er að ræða ábendingar um muni eða sögu þeirra. Guðlaug M. Jakobsdóttur, sími 6946919, netfang gullyjak@ gmail.com og Halldóra Oddsdóttir, sími 8643067, netfang gunnilh@internet.is.

Listræn málmsuða Spennandi grunnnámskeið fyrir alla sem vilja bjarga sér í einfaldri málmsuðu í gerð skrautmuna eða listrænni hönnun. Kennd undirstöðuatriði og smíðaðir 2 hlutir. Staður og tími:

Hornafirði, Verkmenntastofa FAS, 22., 24., og 28. febrúar og 2. mars kl. 19:00 - 21:00

Leiðbeinandi:

Ágúst Már Ágústsson


4

Fimmtudagur 17. febrúar 2011

Aflabrögð 31. janúar - 13. febrúar Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðarfæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51..................... net.............6.......50,4.......þorskur 39,7 Sigurður Ólafsson SF 44 . .. net ............1 ........4,7 ......þorskur 4,5 Skinney SF 20 ..................... net ............6 ......64,3 ......þorskur 56,4 Þórir SF 77 .......................... net ............5 ......50,9 ......þorskur 37,2 Steinunn SF 10 ................... botnv ........2 ....115,2 ......blandaður afli Benni SF 66 . ....................... lína . ..........5 ......29,7 ......ýsa 23,4 Dögg SU 118 . ..................... lína . ..........6 ......36,9 ......ýsa 20,6 Guðmundur Sig SU 650 . ... lína . ..........1 ........4,9 ......ýsa 4,6 Ragnar SF 550 .................... lína . ..........1 ........3,3 ......ýsa 3,0 Siggi Bessa SF 97................ lína . ..........3 ......13,9 ......þorskur/ýsa Ásgrímur Halld. SF 250 ..... flotv ..........4 ....3.450 ......loðna Jóna Eðvalds SF 200 .......... flotv ..........4 ....4.100 ......loðna Heimild: www.fiskistofa.is Lokað fimmtudaginn 17. febrúar og föstudaginn 18. febrúar. Hársnyrtistofan Flikk - Sími 478-2110 Til sölu Skoda Octavia Ambiente 2000cc sjálfsk árgerð 2001 ekinn 11300 km verð 650.000. Upplýsingar í síma 861-8602 eða 478-1559. Vantar húsnæði í langtímaleigu 5 manna fjölskylda óskar eftir húsnæði til langtímaleigu. Allt kemur til greina. Skilvísar greiðslur. Reyklaus og engin dýr. Eigi síðar en 1. apríl. Nánari upplýsingar í síma 896-0304. Svört ullarkápa var tekin í misgripum á þorrablóti í Mánagarði 29. janúar sl. Sá aðili sem hefur kápuna nú í fórum sínum vinsamlegast hafi samband í síma 867-2417.

Eystrahorn

Tipphornið Því miður var ekki pláss fyrir hornið í síðasta blaði, en frá því er helst að greina að Rafteymi skoraði á Lyftarverkstæði S-Þ og höfðu betur 8 – 7 og skora næst á Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Við skulum kíkja á hverning það gengur fyrir sig!

1. Man.Utd -Crawley Town 2. Birmingham -Sheff.Wed. 3. Stoke -Brighton 4. Crystal Palace -Sheff.Utd. 5. Ipswich -Hull 6. Leeds -Norwich 7. Millwall -Middlesbro 8. Nott.Forest -Cardiff 9. Portsmoth -Barnsley 10. Preston -Q.P.R. 11. Reading -Watford 12. Scunthorp-Derby 13. Swansea -Doncaster

Rafteymi 1 1 1 1x2 1 1x 1x2 x2 1 2 1x 1x2 1

MMH 1 x 1x2 1x 1 1 1x2 1 1x 2 1x2 2 x2

Í fjórðu viku voru nokkuð fyrirsjáanlega úrslit en þau voru mun erfiðari núna í síðustu viku og hæsta skor heilir 9! En staðan eftir 5 vikur er þessi: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Lyftarverkstæði S-Þ. ....50 SMFR S-Þ. .....................47 Hvanney SF...................47 Hopp.is...........................46 Bókahald. JGG..............45 Skinney SF. ...................44 Víkin...............................43 H. Christensen..............40

9. Jóna Eðvalds SF............39 10. Eystrahorn. ...................37 11. Steinsmíði......................37 12. Jaspis..............................28 13. Pósturinn.......................24 14. Rafteymi.........................19 15. Gistih. Hvammur..........16

TILBOÐ KJÚKLINGABRINGA Í CIABATTABRAUÐI með káli, tómötum, rauðlauk, sinnepssósu, frönskum kartöflum og 1/2 lítra af gosi í plasti*

1.395 kr.

SAMLOKA með skinku, osti, káli, hamborgarasósu, frönskum kartöflum og 1/2 lítra af gosi í plasti*

895 kr. PYLSA, GOS OG PRINS POLO

pylsa með öllu, ½ lítri af gosi í plasti* og Prins Polo

539 kr. * Gos í plasti á 229 kr.

N1 HÖFN

WWW.N1.IS / SÍMI 478 1940

Meira í leiðinni



markhonnun.is

GRÍSAMÍNÚTUSTEIK FERSK

40 % afsláttur 1.139

kr/kg áður 1.898 kr/kg

Casa fiesta & ferskt grísakjöt! 36% afsláttur

FERSK

CASA FIESTA VÖRUR

ALLT Í SUÐRÆNU VEISLUNA

20% afsláttur

1.599

NAUTAGÚLLAS FERSKT

2.149

1.499

áður 3.198 kr/kg

áður 2.192 kr/kg

kr/kg

COLA 2L

afsláttur

kr/kg áður 2.049 kr/kg

33% afsláttur

FERSKAR

40%

FERSKT

1.229

kr/kg áður 2.498 kr/kg

KALKÚNABRINGUR

GRÍSASNITSEL GRÍSAGÚLLAS

ANANAS

32% afsláttur

FERSKUR

50%

kr/kg

40%

afsláttur

KOSSAR 200 G

afsláttur

95

kr/stk. áður 159 kr/stk.

199

kr/pk. Tilboðsverð!

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

148

kr/kg

áður 295 kr/kg

Tilboðin gilda 17. - 20. feb. eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

GRÍSALUND MEISTARANS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.