Eystrahorn 7. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 7. tbl. 31. árgangur

Fimmtudagur 21. febrúar 2013

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Sindrabær 50 ára Nú eru liðin 50 ár frá því að Sindrabær var vígður. Eins og fram kemur í texta hér neðanmáls, sem er endurritaður úr Sögu Hafnar (Síðara bindi bls. 399 – 400), var vígsludagurinn 9. febrúar 1964. Væri ekki tilefni að gera þessum tímamótum skil á árinu? Af ýmsu er að taka s.s. tónlist, leikstarfsemi, bíómenningunni o.fl. Hér með er skorað á menningarmálanefnd sveitarfélagsins og hlutaðeigandi félagasamtök að ræða og skoða þessa hugmynd. „Árið 1946 ræddu kvenfélagið Tíbrá og Verkalýðsfélagið Jökull um að hafa samvinnu um byggingu fundar- og samkomuhúss en nokkur ár liðu án þess að málið væri reifað af alvöru. Atvinnuástand var bágborið á árunum 1946 – 1952 og þar af

leiðandi lítið fé aflögu til að ráðast í byggingu samkomuhúss. Síðan urðu mikil umskipti í atvinnulífinu og sennilega er það ekki tilviljun að einmitt þá fór umræðan af stað á ný. Snemma árs 1953 lagði aðalfundur kvenfélagsins Tíbrár til að Sindri, Jökull og hreppsnefnd

Hafnarhrepps auk Tíbrár kysi nefnd sem ynni að því að koma upp nýju húsi. Þetta varð til þess að sama ár tóku þessir aðilar, ásamt barnastúkunni Rósinni, höndum saman um verkefnið. Síðar fékk slysavarnardeildin Framtíðin, sem stofnuð var árið 1954, aðild að byggingunni. Húsinu var valinn staður við aðalgötuna í hjarta kauptúnsins. Vinna við húsgrunninn hófst vorið 1955 en seint gekk að ljúka þessari stóru og dýru byggingu. Fé var safnað með hlutaveltu, happdrætti og útgáfu skuldabréfa, auk þess sem almenn

fjáröflun fór fram. Einnig veitti félagsheimilasjóður ríkisins og, sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu og Kaupfélag Austur-Skaftfellinga fé til framkvæmdanna. Húsið var vígt laugardaginn 9. Febrúar 1963 að viðstöddu fjölmenni. Efnt hafði verið til samkeppni um nafn á húsið og fyrir valinu varð nafnið Sindrabær. Veislugestir gæddu sér á kaffi og meðlæti, hlýddu á ræðuhöld, söng og gamanmál og samkomunni lauk með dansleik. Daginn eftir var barnasamkoma í Sindrabæ og almennur dansleikur um kvöldið.“

Ragnar Björnsson var húsvörður í Sindrabæ um árabil. Hann var litríkur og minnisstæður persónuleiki og ekki ofmælt að hann hafi rekið félagsheimilið af dugnaði og festu. Ragnar hafði til dæmis sérstakt lag á að ná til sín vinsælum kvikmyndum og voru þær oft komnar á tjaldið í Sindrabæ skömmu eftir að sýningum lauk í Reykjavík.“ (Saga Hafnar, síðara bindi bls. 404). Því má svo bæta við að hann var dyggilega studdur af Ásu konu sinni sem starfaði með honum í Sindrabæ og dró ekki af sér við þrif og annað sem þurfti að gera.

Opið hús í Tónskólanum Tónskóli A-Skaft. býður upp á opið hús og tónleika laugardaginn 23. febrúar milli kl. 11:00 og 15:00. Dagur Tónlistarskólanna er síðasti laugardagur í febrúar og hafa tónlistarskólar um allt land haldið þennan dag hátíðlegan, en á Íslandi starfa um 90 tónlistarskólar og um 15.000 nemendur stunda nám í þeim. Tónskóli A-Skaft. hefur nokkur undanfarin ár verið með opið hús þennan dag þar sem gestir hafa fengið að labba um húsnæðið og skoðað námsefni með meiru. Nemendur tónskólans hafa svo spilað látlaust á sviðinu allan þann tíma enda 90 nemendur við skólann í einkakennslu auk öflugrar forskólakennslu hjá 2. og 3. bekk. Einnig er Kvennakór Hornafjarðar með æfingu í húsinu til kl. 12.00 og er öllum heimilt að koma og hlusta. Gestir mega koma hvenær sem er milli kl. 11:00 og 15:00 og staldra við eins og hentar hverjum og einum Hægt verður að sjá uppröðun á heimasíðu okkar rikivatnajokuls.is/tonskolinn hvenær hver nemandi leikur. Lúðrasveit Tónskólans mun selja veitingar.

Gunnlaugur Þröstur leiðbeinir nemendum á tónleikum.


2

Fimmtudagur 21. febrúar 2013

Sumarstörf 2013 HSSA

Hafnarkirkja Sunnudaginn 24. febrúar Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00.

Starfsfólk óskast í sumarstörf hjá HSSA

Vaktsími presta: Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga kl. 18:15. 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Legudeildir: Umönnun og ræsting, vaktavinna. Upplýsingar gefur Ásgerður K. Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði HSSA í síma 470 8630 eða netfang asgerdur@hssa.is

Prestarnir

Heilsugæsla: Umönnun í heimahjúkrun, ritari og ræsting á heilsugæslu. Einnig starfsmann í dagdvöl aldraðra í Ekru. Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri á heilsugæslusviði HSSA í síma 470 8600 eða netfang ester@hssa.is

Bjarnaneskirkja Sunnudaginn 24. febrúar Messa kl. 13:00 Prestarnir

Eldhús: starfsmaður í eldhús, vaktavinna. Upplýsingar gefur Kristján S. Guðnason í síma 470 8640 og netfang kristjang@hssa.is

Brunnhólskirkja Sunnudaginn 24. febrúar Messa kl. 15:00

Aðstoðarmaður húsvarðar: Fjölbreytt starf við umhirðu lóðar, almennt viðhald og ýmislegt fleira. Bílpróf nauðsynlegt. Upplýsingar gefur Andrés Júlíusson húsvörður í síma: 861 8452 eða netfang: andres@hssa.is

Prestarnir

Kaþólski söfnuðurinn

Umsóknareyðublað má finna á www.hssa.is og í afgreiðslu heilsugæslunnar.

Langafastan hófst á öskudaginn. Langafastan er sérstakur tími fyrir bænir og yfirbót. Við ætlum að biðja krossferilsbæn í kapellu okkar laugardagskvöldið 23. febrúar kl. 18:00.

Laun samkvæmt kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til 4. mars n.k.

Næsta messa verður sunnudaginn 24. febrúar kl. 12:00. Krakkar hittast kl. 11:00 eins og venjulega. Allir velkomnir. Vinsamlega hafið samband við mig varðandi húsblessanir. br. David

Eystrahorn

Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Snorri Snorrason, Hilmar Gunnlaugsson, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn, Sími 580 7915

Hilmar Gunnlaugsson, Sigríður hrl. og lögg. fasteignasali, Kristinsdóttir, lögmaður Egilsstöðum, Sími 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasali lögg. og lögg. leigumiðlari, leigumiðlari s.Egilsstöðum, 580 7908 Sími 580 7908

SnorriMagnússon, Snorrason, Sigurður lögg. lögg. fasteignasali, fasteignasali Egilsstöðum, s. 580 Sími 580 79077916

óskum eftir íbúðum á skrá

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

PéturSigurður Eggertsson, Magnússon, lögg. fasteignasali, lögg. Húsavík, fasteignasali s. 580 7907 Sími 580 7925

Hvannabraut

nýtt á skrá

Mikið endurnýjað 147,6 timbur einbýlishús. Fimm svefnherbergi og flott alrými og góð verönd.

Kirkjubraut

nýtt á skrá

Glæsilegt 2ja hæða 191,1 m² einbýlishús ásamt bílskúr 4- 5 svefnherb., tvennar svalir, vönduð eign.

Vegna mikillar eftirspurnar vantar húsnæði á skrá á Höfn bæði til leigu og sölu.


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. febrúar 2013

Ráðstefna um orkumál Sveitarfélagið Hornafjörður efnir til ráðstefnu um orkumál 28. febrúar á Hótel Höfn í Hornafirði. Á ráðstefnunni verða mörg verkefni er lúta að nýsköpun í orkumálum í brennidepli. Fyrirlesarar eru ýmist frumkvöðlar á sviði nýrrar tækni við orkuöflun, sérfræðingar á sviði orkumála eða í fararbroddi opinberra stofnana á sviði orku- og loftslagsmála. Orkumál eru stór hluti af daglegu lífi fólks. Á ráðstefnunni verður skyggnst inn í framtíðina og fjallað um hugsanlega nýja orkugjafa á Íslandi, bætta orkunýtingu með sátt við umhverfið að leiðarljósi. Efni ráðstefnunnar á sérstaklega erindi við íbúa á köldum svæðum þar sem ný tækni og breytingar í orkumálum geta dregið úr orkukostnaði heimila og fyrirtækja. Kynntar verða meðal annars nýjungar á sviði orkuöflunar, niðurstöður tilrauna með ræktun olíufræja, áætlun um uppbyggingu gagnavers og yfirstandandi jarðhitaleit RARIK og tilraunir með varmadælur. Jafnframt verður fjallað um aðgerðir í loftslagsmálum og starfsemi landbúnaðarins í Borað eftir heitu vatni við Hoffell. orkumálum.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru f.v.: Valdimar Össurarson, Tryggvi Þór Haraldsson, Sæþór Ásgeirsson, Sveinn Rúnar Ragnarsson, Eymundur Sigurðsson, Hugi Ólafsson, Kristinn Jónasson, Jón Snæbjörnsson og Eiður Guðmundsson.

Ráðstefna um orkumál

Sveitarfélagið Hornafjörður efnir til ráðstefnu um orkumál á Hótel Höfn 28. febrúar 2013 kl. 15:00 - 18:30 Setning ráðstefnu • Sjávarhverfill • Jarðhitaleit við Hoffell og verkefni RARIK • Vindtúrbínur fyrir íslenskar aðstæður • Repjutilraunir í Austur,- Skaftafellssýslu • Gagnaver á Hornafirði, áætlun GGD • Aðgerðir í loftlagsmálum • Tilraun með varmadælur • Orkubóndinn • Orkusetur • Umræður og samantekt •

Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri í atvinnu og nýsköpunarráðuneyti Valdimar Össurarson, framkvæmdastóri Valorku ehf. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK. Sæþór Ásgeirsson, verkfræðingur IceWind. Sveinn Rúnar Ragnarsson, verkefnisstjóri . Eymundur Sigurðsson, verkfræðingur, Verkfræðistofu Jóhanns Indriðas. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfis og auðlindarráðuneyti. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæ. Jón Snæbjörnsson, verkfræðingur Verkís. Eiður Guðmundsson, Landbúnaðarháskóli Íslands Ásgerður Gylfadóttir, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar.

Ráðstefnustjóri: Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og gæðastjóri Hornafjarðar.

Fólk er hvatt til að mæta, ókeypis aðgangur

3


4

Fimmtudagur 21. febrúar 2013

Eystrahorn

Aðalfundur bútasaumsfélagsins Ræmanna

Aðalfundur bútasaumsfélagsins Ræmanna verður haldinn í húsi Verkalýðsfélagsins að Víkurbraut 4 sunnudaginn 3.mars. kl 13:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins 3. Kosning stjórnar 4. Önnur mál.

Nýir félagar velkomnir. Stjórnin

Minnum á áður auglýstan fund í Ekrunni í kvöld kl. 19:30. Stjórn FAAS

KÖKUBASAR Karlakórinn Jökull heldur sinn sívinsæla kökubasar laugardaginn 23. febrúar kl. 14:00 í Nýheimum Mikið úrval af alls konar tertum og heitum réttum

Karlar, tilvalið að færa konunni tertu á konudaginn!

Úrval af rúmum til fermingargjafa Vantar þig konudagsgjöf? Þú færð hana hjá okkur!

Húsgagnaval

Samkórinn verður með Bingó sunnudaginn 24. febrúar kl. 13:00 í Nýheimum. Margt góðra vinninga,svo sem flugfar HöfnReykjavík-Höfn, Gjafabréf frá Pakkhúsinu að verðmæti 15.000 kr og fleira og fleira. Verið velkomin

Samkórinn

Konudags - helgartilboð 8 kjúklingabitar, stórar franskar og 2 lítrar kók á kr. 3.500,-

Sími 478 - 1505 / 691 – 8502 / nova 776 - 1501 Opið mánudaga til föstudaga kl. 11:00 - 14:00 og 17:00 - 20:00,

Sími 478-2535 / 898-3664

laugardaga og sunnudaga kl. 17:00 - 20:00

Aðalfundur Ræktunarfélags Austur-Skaftfellinga

AFL Starfsgreinafélag boðar til fundar trúnaðarráðs félagsins 27. febrúar kl. 18:30 á Hótel Héraði, Egilsstöðum.

Ræktunarfélag Austur-Skaftfellinga (RASK) heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 26. febrúar nk. kl. 20:30 í Mánagarði í Nesjum. Gestur fundarins verður Runólfur Sigursveinsson fagstjóri búrekstrar, nýbúgreina og hlunninda hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hann mun flytja erindi sem ber heitið „Er aukin sjálfbærni í búskap leið til hagkvæmari framleiðslu?“ Einnig verða niðurstöður ræktunartilrauna RASK á olíufræjum kynntar. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Niðurstöður ræktunartilrauna RASK. 3. Erindi Runólfs Sigursveinssonar. 4. Umræður. Allir áhugamenn um landbúnað í Austur-Skaftafellssýslu eru hvattir til að mæta.

Stjórn Ræktunarfélags Austur-Skaftfellinga

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mætir á fundinn og ræðir viðhorf í kjaramálum. Öllum félagsmönnum AFLs er heimil seta á fundinum. Ferðir á fundinn eru skipulagðar af skrifstofum félagsins á hverjum stað – vinsamlega hafið samband við skrifstofu félagsins á þínum stað. Fulltrúar í trúnaðarráði sem ekki sjá sér fært að mæta, vinsamlega afboði sig með pósti á gunnar@asa.is Boðið verður upp á veitingar. Stjórn AFLs Starfsgreinafélags


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. febrúar 2013

5

Opin vika í FAS Í síðustu viku var mikil stemning í FAS en þá var haldin hin árlega Opna Vika. Þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur fá að einbeita sér að verkefnum sem snúa að þeirra áhugamálum. Að þessu sinni störfuðu sex mismunandi hópar í Opnu Vikunni, íþróttahópur skipulagði marga mismunandi íþróttaviðburði og nýtti til þess hina fjölbreyttu aðstöðu sem nú er í boði í sveitarfélaginu. Kvikmyndahópurinn tók upp nokkrar örmyndir sem sýndar voru á árshátíð nemendafélagsins, ljósmyndahópur setti upp sýningu í miðrými Nýheima sem gestir og gangandi eru hvattir til að skoða. Útivistarhópur hélt í nokkrar fjallgöngur auk þess sem klettarnir við Álaugarey voru nýttir til að síga í og kíkt var á klifurvegginn í íþróttahúsinu. Fjölmiðlahópurinn var tvískiptur en hann gaf bæði út skólablað auk þess að hann stóð fyrir útvarpsútsendingum. Síðast en ekki síst má nefna árshátíðarhópinn sem skipulagði stórglæsilega árshátíð í Sindrabæ en hún fór fram á föstudagskvöldið. Veislustjóri var Daníel Geir Moritz og hljómsveitin Stuðlabandið lék fyrir dansi fram á nótt. Fulltrúaráð nemendafélagsins hafði einnig skipulagt tvo sameiginlega viðburði í vikunni. Eftir hádegi á mánudag komu nemendur saman og spiluðu Hornafjarðarmanna undir leiðsögn útbreiðslustjórans Alberts Eymundssonar. Framhaldsskólameistarinn að þessu sinni er Alexander Alvin en svo skemmtilega vildi til að hann fagnaði einnig 18 ára afmæli sínu þann daginn. Á miðvikudeginum tóku nemendur þátt í hópeflis-stöðva-leik. Öllum nemendum var skipt í mismunandi hópa sem fóru á milli stofa og tóku þátt í mismunandi leikjum. Þar má nefna zumba, Þóreyjar-þrek, gettu betur, actionary, ljósmyndahorn og í einni stofunni átti hópurinn að "þræða" sig í gegnum köngulóarvef en enginn mátti fara í gegnum sama reit. Það reyndist þrautinni þyngri að koma öllum í gegn og ef hópurinn var stór þá reyndi á útsjónarsemi. Að hópeflinu loknu var nemendum og starfsfólki skólans boðið upp á grillaðar pylsur. Eins og sjá má var mikið líf og fjör í FAS í síðustu viku sem flestir höfðu bæði gagn og gaman af.

Ferðaþjónustan eflist

Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát? Þá erum við reiðubúnir til þjónustu.

Bátar og búnaður

www.batarb.is • skip@batarb.is Sími 562-2551

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands Hótel Hvolsvelli, þriðjudaginn 19. mars á milli 13.00 – 14.00

Í síðustu viku kom saman hópur sem hefur það sameiginlega markmið að byggja Suðurland upp sem eftirsóknaverðan áfangastað fyrir ferðamenn. Þetta voru matar-, ferða- og menningarfulltrúar á Suðurlandi. Frumkvæði að fundinum áttu Markaðsstofa Suðurlands og Kötlusetur í Vík í Mýrdal. Þátttaka var mjög góð og mættu um 20 manns. Nokkur erindi voru flutt á fundinum en Þórður Sigurðsson hjá SASS sagði frá sóknaráætlun 2020, Vigfús Ásbjörnsson frá Matís flutti erindi um uppbyggingu matarferðamennsku á Suðurlandi, Björg Erlingsdóttir frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar um „ímynd eða ímyndun“ og Davíð Samúelsson frá Markaðsstofu Suðurlands kynnti verkefnið Winterwonderland.is. Virkilega skemmtilegt var að hittast í Vík. Þessi hópur mun hittast 3-4 sinnum á ári hér eftir, næst á Kirkjubæjarklaustri í lok apríl.

Aðalfundur frá kl. 13.00 til 14.00 – venjuleg aðalfundarstörf Eftir aðalfundinn verður málstofa með yfirskriftinni ,,Uppbygging og gjaldtaka á áfangastöðum“ frá kl. 14.00 – 16.00 Meðal fyrirlesara eru: Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþingi eystra, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir forstöðukona Landsnámsetursins í Borganesi, dr. Rögnvaldur Ólafsson prófessor

Háskóla Íslands, Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri Snæland Grímsson Fundarstjóri Steingerður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Katla Jarðvangs


6

Fimmtudagur 21. febrúar 2013

Finndu og ræktaðu hæfileika þína Með kveðju frá vinnuhópi um heilbrigði og velferð

Eystrahorn

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir útboð á jarðvinnu og lögnum í Fákaleiru og Álaleiru.

Aðalfundur

Óskað er eftir tilboðum í verkið „Fákaleira og Álaleirajarðvinna og lagnir“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

verður haldinn 2. mars kl 12:00 í húsnæði félagsins. Allir velkomnir.

Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.

Hornafjarðardeildar Rauðakrossins Vinsamlegast athugið að Rauðakrossbúðin verður lokuð þennan dag.

Helstu stærðir eru: • Rif klæðningar:

1500 m²

• Gröftur fyrir lögnum og brunnum:

1100 m³

• Fylling í lagnaskurði og götu (efni á staðnum): 1000 m³ • Fylling í lagnaskurði og götu (aðkomið efni): 600 m³ • Söndun lagna:

350 m³

• Regnvatnslögn PEH ø225:

52 m

• Regnvatnslögn PEH ø315:

230 m

• Regnvatnslögn PEH ø200, þrýstilögn.

Verkefnastjóri

Ungmennafélag Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að vinna að undirbúningi og framkvæmd 16. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður á Höfn í Hornafirði 2.–4. ágúst 2013. Starfið er krefjandi, en jafnframt fjölbreytt og líflegt. Verkefnastjóri þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð og hafa góða framkomu. Þekking á starfi ungmennafélagshreyfingarinnar er góður kostur en ekki nauðsynleg.

Umsóknarfrestur er til 15. mars Skriflegri umsókn með upplýsingum um fyrri störf, menntun og reynslu skal skila til Þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, fyrir 15. mars 2013. Umsóknir má einnig senda í tölvupósti á umfi@umfi.is fyrir sama tíma. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á Þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929.

Ungmennafélag Íslands www.umfi.is

Ungmennasambandið Úlfljótur www.usu.is

85 m

• Skólplögn PEH ø180:

226 m

• Heimæðar fráveitu PEH ø160:

172 m

• Neysluvatnslögn PEH ø40:

45 m

• Neysluvatnslögn PEH ø110:

20 m

• Neysluvatnslögn PEH ø140:

130 m

• Heimæðar neysluvatns PEH ø32:

60 m

• Brunnar og lok:

8 stk.

• Niðurföll/Sandföng:

22 stk.

Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 14. febrúar 2013 gegn 4000 kr. greiðslu. Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin á heimasíðu sveitarfélagsins, hornafjordur.is/stjornsysla Tilboðum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en fimmtudaginn 28. febrúar 2013 kl. 14:00 er þau verða opnuð.

Nánari upplýsingar veitir

Björgvin Ó. Sigurjónsson Netfang: teknik@hornafjordur.is Sími: 663 9023.


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. febrúar 2013

7

Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag. Höfn, stærsti þéttbýlisstaðurinn er öflugur útgerðarbær. Í sveitarfélaginu eru tveir leik- og grunnskólar ásamt tónskóla. Framhaldsskóli og rannsóknasetur Háskóla Íslands eru í Nýheimum Menningamiðstöð Hornafjarðar, ásamt almenningsbókasafni, starfstöðvum SASS, Matís, Nýsköpunarmiðstöð, Austurbrú framhaldsfræðslu og Búnaðarsambandi Suðurlands. Fjölbreytt félagsstarf er í sveitarfélaginu, ný almenningssundlaug, íþróttahús, líkamsræktarstöð og knatthús. Samgöngur eru greiðar, beint flug er til Hafnar og Strætó gengur til Hafnar frá Reykjavík.

Forstöðumaður Hornafjarðarsafna Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Hornafjarðarsafna. Starfið heyrir undir bæjarstjóra Hornafjarðar. Leitað er að áhugasömum einstaklingi um þróun og uppbyggingu almenningsbókasafns og almenns safnastarfs, varðveislu, rannsóknir og miðlun þess sem til vitnis er um manninn, sögu hans og menningu, náttúru og umhverfi. Starfs- og ábyrgðarsvið • Stýrir daglegum rekstri stofnunarinnar • Hefur yfirumsjón með starfsmannamálum á stofnuninni • Yfirumsjón með héraðsskjalasafni • Yfirumsjón með byggða- og náttúrugripasafni • Yfirumsjón með starfsemi bókasafns, sem þjónar bæði almenningi og Framhaldsskólanum í AusturSkaftafellssýslu • Ber ábyrgð á þróun safnamála í samræmi við gildandi lög • Starfar með atvinnu- og menningarmálanaefnd að stefnumótun í safnamálum • Situr fundi bæjarráðs Hornafjarðar sé þess óskað • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur viðkomandi

Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Góð þekking á safnamálum • Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum • Góð almenn tölvukunnátta • Góð íslenskukunnátta og færni í að koma frá sér efni í rituðu og töluðu máli • Reynsla af stjórnun nauðsynleg

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar veita: Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og gæðastjóri sími 470-8000 bryndis@hornafjordur.is Inga Steinunn Arnardóttir inga@hagvangur.is Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 4. mars nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt kynningarbréfi.

SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700

www.hagvangur.is


LAMBABÓGUR

Kræsingar & kostakjör

VERÐSPRENGJA!

798 ÁÐUR 985 KR/KG

FERSKT LAMBAFILE

STÓRLÚÐA

MEÐ FITU

FROSIN

2.492

3.997

KR KG

ÁÐUR 4.298 KR/KG

KJÚKLINGABRINGUR DANSKAR 900 GR

1528

TTUR 50% AFSLÁ

MELÓNA CANTALOUPE

239 ÁÐUR 478 KR/KG

KR STK

AMERÍSKIR KLEINUHRINGIR

CAPRI SÚKKULAÐIBITAR MEÐ EÐA ÁN KÓKOS

UR

TT 50% AFSLÁ

95

KR STK

169

ÁÐUR 229 KR/STK

Tilboðin gilda 21. feb. - 24. feb. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.