Eystrahorn Fimmtudagur 24. febrúar 2011
8. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Stöndum saman og mótum ennþá betri framtíð „Viðbrögðin hafa verið ágæt og það er að heyra á fólki að það veltir þessu fyrir sér og skráningin fer ágætlega af stað.“ sögðu forsvarsmenn Íbúaþingsins sem verður á laugardaginn. Öllum í sveitarfélaginu (frá 14 ára aldri) er boðið að taka þátt í Íbúaþinginu sem fram fer í Mánagarði frá kl. 10-17. Haukur Ingi Jónasson frá Háskólanum stjórnar verkefninu. Markmið Íbúaþingsins er að skapa opinn, lýðræðislegan vettvang fyrir samræðu um þau málefni sem við - íbúarnir sjálfir teljum mikilvægust til að viðhalda góðu og metnaðarfullu samfélagi.Allir íbúar - ungir sem aldnir, konur og karlar - hvarvetna í sveitarfélaginu eru hvattir til þess að taka þátt í Íbúaþinginu.
Horft til framtíðar
Síðasta útkall Fólk er vinsamlegast beðið um að skrá sig til þátttöku á Íbúaþinginu með því að hringja í síma 470-8000 eða senda tölvupóst á netfangið annalilja@hornafjordur.is fyrir kl. 16:00 í dag. Boðið verður upp á léttan hádegisverð í Mánagarði, auk morgunog síðdegishressingar.
Landsbankinn ætlar að endurvinna traust og gera betur Stjórnendur Landsbankans héldu kynningarfund sl. fimmtudag í Nýheimum um málefni bankans. Að undanförnu hefur starfsfólk og stjórnendur verið að móta starfsreglur og framtíðarsýn bankans. Vel var mætt á fundinn og ekki var annað að heyra á fundarmönnum eftir hann en að þeim hafi þótt boðskapur bankamanna þarfur og var vel tekið. Það er eðlilegt að íbúar hér hafi áhuga á málefnum Landsbankans sem er afar mikilvægur, bæði hvað varðar atvinnulífið og einstkalinga hér á Suðausturlandinu. Þess vegna lék blaðamanni forvitni að heyra viðbrögð stjórnenda bankans eftir fundinn og hvernig útibúið á Höfn spjarar sig eftir allt það sem á undan er gengið í bankakerfinu. Helstu áherslur bankans Þær eru í stuttu máli að hlusta, læra og þjóna. Það eru okkar einkunnarorð. Landsbankinn er þjónustufyrirtæki og hann á að koma þannig fram. Okkar framtíðarsýn er sú að Landsbankinn eigi að vera til fyrirmyndar og að hann eigi að vera sambærilegur við bestu banka á Norðurlöndunum árið 2015. Það er einfalt en mjög metnaðarfullt markmið. Til
Steinþór Pálsson bankastjóri f.m. ásamt framkvæmdastjórum bankans sitja fyrir svörum í Nýheimum.
þess að bankinn geti náð þessu markmiði þarf hann að ávinna sér traust og virðingu. Að þessu stefnum við starfsfólk bankans. Staða útibúsins á Höfn Staða útibúsins á Höfn er einstaklega sterk í dag, og hefur alltaf verið það. Útibúið hefur á að skipa mjög góðu starfsfólki og þar hafa verið byggð upp mjög mikilvæg og sterk tengsl við viðskiptavini sem eru skilvísir við bankann. Við lítum á útibúið sem mjög mikilvægan þátt í atvinnulífskeðjunni á svæðinu ,,í ríki Vatnajökuls“ og finnst áhugavert að taka þátt í að þróa þá keðju. Það eru í sjálfu sér engar breytingar á útibúinu fyrirhugaðar á þessu stigi, ekki nema þá þær að efla og bæta þjónustuna enn frekar. Útibúið
fagnar 40 ára afmæli á þessu ári og er ekki sagt að allt sé fertugum fært. Markaðshlutdeild bankans Við áætlum að markaðshlutdeild Landsbankans sé um 30% á einstaklingsmarkaði, en um 40% á fyrirtækjamarkaði á landsvísu. Á Höfn og í næsta nágrenni eru þessar tölur hærri Kynningarfundurinn á Höfn Já, við vorum mjög sátt við hann. Við höfum leitast eftir því að eiga opinská samskipti við viðskiptavini bankans og eigendur. Við vitum vel að fólk er tortryggið í garð fjármálafyrirtækja og við viljum leitast við að eyða þeirri tortryggni. Það mun taka tíma
og þessi fundur var fyrsta skrefið á þeirri leið á Höfn og nágrenni. Fundurinn var mjög vel sóttur, spurningarnar áhugaverðar og ábendingar góðar. Við vonum að öðrum hafi þótt fundurinn góður líka. Framhaldið Við munum á næstu vikum og mánuðum leggja í aðra hringferð um landið þar sem við viljum hitta forsvarsmenn sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélaga og fyrirtækja og svo öfluga einstaklinga, með það fyrir augum að finna spennandi verkefni sem bankinn getur lagt lið. Við munum mæta á Höfn í þessum tilgangi og vonumst eftir því að sú heimsókn skili miklu, rétt eins og þessi gerði.