Eystrahorn Fimmtudagur 28. febrúar 2013
8. tbl. 31. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Humarhátíðin verður 28. - 30. júní 2013 Svona var á Humarhátíð fyrir nokkrum árum síðan
Humarhátíð 2013 verður 28. - 30. júní, undirbúningur fyrir hátíðina er nú þegar byrjaður. Vonir standa til að brottfluttir og íbúar Hornafjarðar eigi eftir að skemmta sér og sínum saman þessa helgi. Án þess að uppljóstra frá nýju þema og uppákomum sem verða að þessu sinni þá má greina frá að áhersla verður lögð á humarinn í ár. Upphaf Humarhátíðar á Hornafirði má rekja til
frumkvæðis einstaklinga og fyrirtækja sem vildu að haldin yrði árleg útihátíð á Hornafirði fyrir Hornfirðinga, brottflutta Hornfirðinga og gesti. Þetta varð að veruleika árið 1993 og það var Sveitarfélagið Hornafjörður sem fór með framkvæmd hátíðarinnar fyrstu árin en síðan tóku félagasamtök við og hafa þau með virkri þátttöku verslana, veitingastaða og fyrirtækja á Hornafirði staðið að Humarhátíð. Undir
merkjum humars hefur hátíðin verið haldin enda Höfn verið þekkt fyrir veiðar og vinnslu á humri. Á aldarafmæli byggðar á Höfn árið 1997 var stærsta Humarhátíð sem haldin hefur verið en þá heimsóttu Hornafjörð um 4 þúsund gestir. Hátíðin hefur fest sig í sessi og er orðin miðpunktur sumars á Hornafirði og eru þeir margir sem ekki sleppa úr einni einustu hátíð.
Minnum á áður auglýsta ráðstefnu um orkumál á Hótel Höfn kl. 15:00 í dag
Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru f.v.: Valdimar Össurarson, Tryggvi Þór Haraldsson, Sæþór Ásgeirsson, Sveinn Rúnar Ragnarsson, Eymundur Sigurðsson, Hugi Ólafsson, Kristinn Jónasson, Jón Snæbjörnsson og Eiður Guðmundsson.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 28. febrúar 2013
Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881
Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga kl. 18:15.
Eystrahorn
Kristín og Snævarr ráðin til Náttúrustofu Suðausturlands
Prestarnir
bjarnanesprestakall.is
Aðalfundur Kvenfélagsins Tíbrár Aðalfundur Kvenfélagsins Tíbrár verður haldinn 11. mars 2013 kl. 20:00 í sal Ekrunnar. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýjar félagskonur velkomnar. Stjórn Kvenfélagsins Tíbrár
Aðalfundur Handraðans
verður haldinn að Víkurbraut 4 fimmtudaginn 7. mars 2013 kl 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin
Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og Snævarr Guðmundsson landfræðingur hefja störf hjá Náttúrustofu Suðausturlands nú í sumar. Kristín mun gegna starfi forstöðumanns og Snævarr starfi sérfræðings. Kristín er fædd 1971 og hefur lengi unnið á Veðurstofu Íslands. Hún lauk prófi í veðurfræði frá Háskólanum í Bergen árið 2001 en áður hafði hún lokið búfræðiprófi frá Hvanneyri árið 1992. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið síðan hún lauk námi er varða meðal annars fræðasviðið, verkefnastjórnun og framkomu í fjölmiðlum. Síðustu ár hefur hún gegnt stjórnunarstöðu á Veðurstofunni. Snævarr er fæddur 1963 og lýkur í vor meistaranámi í landafræði en lokaverkefni hans ber heitið Hæðarlíkön af Breiðamerkurjökli og Kotárjökli í lok 19. aldar, rýrnun á 20. öld og umhverfisbreytingar á Breiðamerkursandi. Snævarr hefur fjölbreytta starfsreynslu á sviði náttúrufræði og hefur skrifað fjölda greina um fjallamensku og stjörnuhimininn. Náttúrustofa Suðausturlands verður til húsa í Nýheimum.
Setttu þér markmið og láttu drauma þína rætast Með kveðju frá vinnuhópi um heilbrigði og velferð
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Íbúð óskast
Óska eftir snyrtilegri 2-3 herbergi íbúð í langtímaleigu. Er reglusamur maður á besta aldri. Uppl í 848-1186.
Íbúðarhúsnæði óskast Snyrtilegt íbúðarhúsnæði óskast til leigu á Höfn eða nágrenni frá og með 1. apríl. Upplýsingar gefur Bryndís í síma 891-8206.
Vertu á verði! Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar Aðildarfélög ASÍ hófu á dögunum átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar. Á heimasíðu átaksins www.vertuaverdi.is geta allir sent inn ábendingar um verðhækkanir á fljótlegan og einfaldan hátt. Þannig getum við sameiginlega skapað mikilvægt aðhald, meðvitund og umræðu um verðlagsmál. Það er hagsmunamál okkar allra að vera á verði og láta vita. Launafólk er langþreytt á að hóflegar launahækkanir sem samið er um í kjarasamningum séu sífellt notaðar til að réttlæta miklar verðhækkanir og aukna verðbólgu. Við endurskoðun kjarasamninga nú í janúar lögðu fulltrúar launafólks mikla áherslu á að samstaða yrði meðal fyrirtækja og opinberra aðila um að sýna aðhald í verðhækkunum svo nýtilkomnar launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti launafólks. Allir þurfa nú að taka höndum saman – sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir – það gagnast okkur öllum.
Eystrahorn
Fimmtudagur 28. febrúar 2013
Nýr framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls
www.eystrahorn.is
Strákarnir í 3ja sæti á bikarmóti
Davíð Kjartansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls. Hann hefur undanfarið starfað sem aðstoðarhótelstjóri á Icelandair hótelinu á Kirkjubæjarklaustri. Þar á undan starfaði hann sem verkefnisstjóri fræðslu hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og við markaðsráðgjöf á Hótel Geirlandi. Davíð hefur verið stundakennari í Skákskóla Íslands síðastliðin fimm ár, auk þess að sinna afrekskennslu barna og unglinga í skák. Davíð er með skírteini í veitingahúsarekstri frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi, B.Sc í alþjóðaviðskiptum og hótelstjórnun frá César Ritz University í Sviss og er að ljúka MS ritgerð í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði í Háskóla Íslands. Davíð tekur formlega við framkvæmdastjórastöðu Ríki Vatnajökuls 1. mars n.k.
ATVINNA
Starfsmann vantar í fullt starf á Olís. Vaktavinna. Upplýsingar gefur Haukur í síma 840-1718.
F.v. Felix Gíslason, Tómas Ásgeirsson, Ingólfur Jónsson, Þorgeir Dan Þórarinsson, Trausti Sævarsson og Brynjólfur Brynjúlfsson þjálfari.
2. fl. karla og kvenna keppti um helgina á bikarmóti Blaksambandsins í Reykjavík. Árangur beggja var ágætur og drengirnir gerðu sér lítið fyrir og komust á verðlaunapall, höfnuðu í þriðja sæti þrátt fyrir að vera aðeins fimm en í hverju liði mega vera sex leikmenn.
Staða veiðieftirlitsmanns á starfsstöð Fiskistofu á Höfn Fiskistofa óskar að ráða veiðieftirlitsmann á starfsstöð sína á Höfn. Starfið felst í eftirliti til sjós og lands. Eftirlit á sjó felst m.a. í lengdarmælingum á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirliti með aflasamsetningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð. Eftirlitsstörf í landi fela m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu og skilum afladagbóka. Starfið felur einnig í sér skrifstofustörf s.s. skýrsluvinnu þegar vettvangsstörfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brotamála sem upp koma. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur haldgóða reynslu af störfum í sjávarútvegi. Góð íslensku- og tölvukunnátta er áskilin. Starfið krefst þess að umsækjendur séu sjálfstæðir, faglegir og nákvæmir í vinnubrögðum, séu ákveðnir en sanngjarnir og háttvísir og búi yfir færni í mannlegum samskiptum. Skipstjórnarréttindi eru æskileg. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veita Sævar Guðmundsson, deildarstjóri veiðieftirlits í síma 4782010 og Þórhallur Ottesen deildarstjóri veiðieftirlits í síma 5697932. Umsóknir er hafa að geyma haldgóðar upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem máli kann að skipta sendist á netfangið ingath@fiskistofa.is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar „Veiðieftirlitsmaður Höfn“. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2013. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðeigandi stéttarfélag. Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur hvattar til að sækja um jafnt sem karlar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglu nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis, hvalveiða o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka. Nánari upplýsingar má finna á www.fiskistofa.is.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 28. febrúar 2013
MÍ 11-14 ára innanhúss
Eystrahorn
Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2013 Föstudagur 15. mars 15:00 Mæting 15:15 Setning ársfundar – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir 15:30 Dagskrá fundarins kynnt – Sverrir Albertsson 15:40 Atvinnuuppbygging á Austurlandi, byggðaþróun - nýsköpun
Lið USÚ, þær Ólöf María, Áróra Dröfn, Hildur Árdís, Sara Kristín, Nanna Guðný og Þórdís María.
S.l. helgi fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára.Breiðablik hafði veg og vanda af þessu móti og þótti það takast vel í alla staði. Sex stúlkur á vegum Umf. Sindra tóku þátt í mótinu en það voru þær Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Ólöf María Arnarsdóttir, Þórdís María Einarsdóttir, Hildur Árdís Eyjólfsdóttir, Nanna Guðný Karlsdóttir og Sara Kristín Kristjánsdóttir. Allar þessar stúlku stóðu sig mjög vel og voru okkur Hornfirðingum til mikils sóma. Þetta mót er fyrsta stóra mótið sem margar þessara stúlkna taka þátt í og því má segja að töluvert stress en þó aðallega spenningur hafi verið í hópnum þegar hann mætti í Laugardalshöllina á laugardagsmorguninn. Áróra Dröfn setti nýtt USÚ met þegar hún hljóp 60m hlaupið á 8,45 sek en gamla metið átti hún sjálf en það var 9,06 sek sem var sami tími og Ólöf María náði í þessu hlaupi þannig að sjá má að keppnin er gríðarleg. Með þessum spretti tryggði Áróra sér 2.sætið í hlaupinu. Ólöf María lenti í 11.sæti af 43 og bætti tímann sinn töluvert. Daginn eftir setti Áróra svo annað USÚ met en það var í langstökki. Þar lenti hún í 3ja sæti með stökk upp á 4,55m. Gamla metið átti Sigrún Salka Hemannsdóttir en það var 4,52m. Þjálfari stelpnanna Jóhanna Íris Ingólfsdóttir fór með stelpunum á þetta mót ásamt nokkrum foreldrum og allir eru að vonum afskaplega ánægðir með árangurinn og frjálsíþróttadeild Sindra óskar þeim innilega til hamingju með góðan árangur. Nú er undirbúningur kominn á fullt fyrir Unglingalandsmótið sem verður hér á Höfn um verslunarmannahelgina og því æfa krakkarnir okkar stíft og ætla að standa sig vel og vera Hornfirðingum til sóma á mótinu. Æfingar eru á miðvikudögum kl 19:30 og svo annan hvern laugardag kl 11:45 og eru allir krakkar og unglingar 11 ára og eldri velkomnir.
Konukvöld
Föstudagskvöldið 1. mars ætla Framsóknarkonur að bjóða til konukvölds í Slysavarnahúsinu á Höfn.
Húsið opnar kl.20:00 Léttar veitingar! Kolla og Sandra leggja okkur línurnar með léttu lífsstílssprelli! Silja Dögg Gunnarsdóttir og Sandra Rán Ásgrímsdóttir frambjóðendur Framsóknar í Suðurkjördæmi verða á staðnum.
Allar konur velkomnar!
1. Byggðaþróun – stutt yfirlit – stefnur og straumar. Hvaðan fer fólk og hvert fer það. Verkefni AFLs og Austurbrúar um rannsókn á fólksflutningum kynnt. 2. Nýsköpun í atvinnulífi – af hverju eru Austfirðingar ekki að nýta tækifærin? Sigurður Björnsson, sviðsstjóri hjá Rannís 3. Austurbrú sem samstarfsaðili. Hvernig tengist háskólasamfélag á Austurlandi nýsköpun og aukinni fjölbreytni í atvinnulífi. Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi háskólanáms hjá Austurbrú. 17:30 Umræðuhópar – fjallað verður um atvinnurþóun. 18:15 Pallborð - atvinnuþróun og verkalýðshreyfingin 18:45 Trúnaðarmenn tilnefna fulltrúa í uppstillinganefnd 19:00 Fundarhlé 19:30 Kvöldverður
Laugardagur 16. mars 09:00 Viðhorfskönnun AFLs og Einingar Iðju, niðurstöður kynntar 10:30
Endurhæfingarmálefni Vinnumarkaðsteymi stéttarfélaganna á Austurlandi kynnir verkefni Virk Endurhæfingarsjóðs starfssemi Starf – málefni atvinnuleitenda.
12:00 Hádegisverður 13:00 Kjaramál – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir 13:30 Umræðuhópar 14:30 Ritarar umræðuhópa kynna niðurstöður og umræður verða um málefni fundarins. 15:30 Fundarslit.
Eystrahorn
Fimmtudagur 28. febrúar 2013
Mikill afsláttur 20% afsláttur af gull- og silfurhringjum 25% afsláttur af jólastelli 30% afsláttur af kristalsvörum 60% afsláttur af barnafatnaði Verið velkomin
www.eystrahorn.is
Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát? Þá erum við reiðubúnir til þjónustu. Bátar og búnaður
www.batarb.is • skip@batarb.is Sími 562-2551
Sveitarfélagið Hornafjörður Sumarstörf
-Viðhaldsfríir
gluggar
Flokksstjórn í vinnuskóla á Höfn og í Nesjum Starfið felst í að starfa með ungmennum vinnuskólans í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins. Leitað er eftir samviskusömum, sjálfstæðum og reglusömum einstaklingum með bílpróf. Flokkstjórarnir koma m.a. til með að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu. Halda utan um mætingaskýrslu nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum. Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri með lipurð í mannlegum samskiptum.
Hentar mjög vel íslenskri veðráttu
Umsjón með sláttuhóp á Höfn og í Nesjum Starfið felst í skipulagningu og stjórnun sláttuhóps í samstarfi við umsjónaraðila með vinnuskóla. Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri með reynslu í hópstjórnun, þekkingu á vélum og útistörfum sem og lipurð í mannlegum samskiptum.
Vinna við slátt Umsækjendur þurfa að vera 16 ára eða eldri. Starfið felst í slætti á opnum svæðum, einkagörðum og almennri garðyrkju. Unnið er með m.a. með sláttuvélar og vélorf. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu bæjarfélagsins eða á heimasíðu bæjarins undir umsóknir. Umsóknir berist til Áhaldahús merkt, Birgir Árnason eða á netfangið birgir@hornafjordur.is. Skila ber umsóknum fyrir 13. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Birgir í síma 895 1473. Umsóknir sem þegar hafa borist eru teknar gildar. Birgir Árnason, bæjarverkstjóri
Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði!
3MI¦SBÞ¦ s 'AR¦AB R s 3ÓMI s &AX
Kræsingar & kostakjör
28. FEB - 10. MARS
X-TRA DAGAR X-TRA GÓÐAR VÖRUR Í NETTÓ! Á X-TRA GÓÐU VERÐI MATAROLÍA REPJA 1 LTR
398
kr stk
SÚKKULAÐIÁLEGG 400 G
NÝR X-TRABÆKLINGUR KOMINN Í HÚS! STÚTFULLUR AF FRÁBÆRUM VÖRUM I! Á ÓTRÚLEGU VERÐ
279
kr stk
HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ X-TRA VÖRURNAR? Með x-tra getur þú verslað ódýrt án þess að það komi niður á gæðunum. Allar okkar x-tra vörur eru gæðaprófaðar og uppfylla kröfur um siðfræðilega og umhverfisvæna framleiðslu. Þess vegna finnur þú meðal annars skráargats merktar vörur í bland við mikið vöruúrval af ódýrum vörum.
esbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
i · Höfn · Grindavík · Reykjan www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyr
SÚKKULAÐI LJÓST/DÖKKT
PASTASÓSA M/BASIL
100 G
159
690 G
HOT MIX
kr stk
300 G
289
kr pk
129
kr pk
PASTASKRÚFUR 500 G
299
kr pk