Eystrahorn 8. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 28. febrúar 2013

8. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Humarhátíðin verður 28. - 30. júní 2013 Svona var á Humarhátíð fyrir nokkrum árum síðan

Humarhátíð 2013 verður 28. - 30. júní, undirbúningur fyrir hátíðina er nú þegar byrjaður. Vonir standa til að brottfluttir og íbúar Hornafjarðar eigi eftir að skemmta sér og sínum saman þessa helgi. Án þess að uppljóstra frá nýju þema og uppákomum sem verða að þessu sinni þá má greina frá að áhersla verður lögð á humarinn í ár. Upphaf Humarhátíðar á Hornafirði má rekja til

frumkvæðis einstaklinga og fyrirtækja sem vildu að haldin yrði árleg útihátíð á Hornafirði fyrir Hornfirðinga, brottflutta Hornfirðinga og gesti. Þetta varð að veruleika árið 1993 og það var Sveitarfélagið Hornafjörður sem fór með framkvæmd hátíðarinnar fyrstu árin en síðan tóku félagasamtök við og hafa þau með virkri þátttöku verslana, veitingastaða og fyrirtækja á Hornafirði staðið að Humarhátíð. Undir

merkjum humars hefur hátíðin verið haldin enda Höfn verið þekkt fyrir veiðar og vinnslu á humri. Á aldarafmæli byggðar á Höfn árið 1997 var stærsta Humarhátíð sem haldin hefur verið en þá heimsóttu Hornafjörð um 4 þúsund gestir. Hátíðin hefur fest sig í sessi og er orðin miðpunktur sumars á Hornafirði og eru þeir margir sem ekki sleppa úr einni einustu hátíð.

Minnum á áður auglýsta ráðstefnu um orkumál á Hótel Höfn kl. 15:00 í dag

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru f.v.: Valdimar Össurarson, Tryggvi Þór Haraldsson, Sæþór Ásgeirsson, Sveinn Rúnar Ragnarsson, Eymundur Sigurðsson, Hugi Ólafsson, Kristinn Jónasson, Jón Snæbjörnsson og Eiður Guðmundsson.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.