Eystrahorn 9. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 3. mars 2011

9. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is

Íbúaþing í Ríki Vatnajökuls

Á laugardaginn komu yfir 140 manns saman í Mánagarði og sátu þar íbúaþing sem boðað hafði verið til. Þátttakendur voru á öllum aldri og fór vel á með fólki. Mikið var starfað og afraksturinn gott veganesti fyrir aðgerðir sveitarfélagsins á næstu árum. Fyrsta verkefni dagsins var að skilgreina þrjú gildi sem gætu verið leiðarljós íbúa, í lífi og starfi. Niðurstaðan voru gildin: Samvinna - heiðarleiki metnaður. Þingið skilgreindi jafnframt átta meginmálefni, og í framhaldinu var settur saman texti sem átti að draga fram gildin þrjú og þær yfirskriftir sem þingið hafði samþykkt á meginmálefnunum átta. Textinn sem átti að fanga í stuttu máli lýsingu á þeim framförum sem skulu eiga sér stað á næstu árum er svohljóðandi:

Með heiðarleika, samvinnu og metnað að leiðarljósi hafa íbúar í Ríki Vatnajökuls byggt upp BLÓMSTRANDI SAMFÉLAG. Mannlíf einkennist af vexti, góðum lífskjörum og öflugu félags- og íþróttalífi fyrir alla aldurshópa. Fjölbreytni er hornsteinn hins GJÖFULA ATVINNULÍFS héraðsins sem tryggir störf allt árið. Frumkvöðlaandi er ráðandi þáttur í menningu staðarins og ein helsta forsenda vaxtar. FREISTANDI ÆVINTÝRI og MAGNAÐ MENNINGARLÍF bíða íbúa, ferðamanna og gesta í héraðinu. GREIÐAR LEIÐIR eru að og frá samfélaginu og stórir áfangar hafa náðst í samgöngum í lofti, á sjó og landi. Menntastofnanir frá leikskóla og upp í háskóla mynda sterkt SKAPANDI MENNTASAMFÉLAG. Á svæðinu er FYRIRMYNDAR VELFERÐARKERFI frá vöggu til grafar sem tryggir lífsgæði og öryggi. Ásýnd sveitarfélagsins einkennist af HREINU UMHVERFI með fallegum grænum svæðum, góðum gönguleiðum og sjálfbærni í orkumálum.

Þingið skilgreindi síðan sex starfsmarkmið undir hverjum meginflokki og gerði tillögu um að minnsta kosti eina aðgerð fyrir hvert skilgreint starfsmarkmið. Nánari upplýsingar um aðgerðatillögurnar sem og aðrar niðurstöður íbúaþingsins gefur að líta í fundargerð þingsins, sem hægt er að finna á netinu á slóðinni http://www.rikivatnajokuls.is/media/ stjornsysla/Ibuathing_2011.pdf. Bæjarráð tók fundargerð íbúaþingsins til umfjöllunar þann 28. febrúar s.l. og vísaði henni til umræðu í nefndum sveitarfélagsins. Fundargerðin var jafnframt send út til þátttakenda á þinginu til yfirlestrar. Í mars munu starfsmenn Háskólasetursins sem höfðu veg og vanda af undirbúningi þingsins ásamt bæjarstjóra taka saman greinargerð sem kynnt verður á opnum fundum í apríl. Gert er ráð fyrir einum fundi á Höfn, einum í Suðursveit eða Mýrum og einum fundi í Öræfum. Í kjölfar þessara funda verður endanlega lokið við greinargerðina og hún gefin út. Auk þeirra aðgerða sem þingið lagði til að ráðist verði í mun stefnumörkun þess leggja línur fyrir áherslur í vinnu sveitarfélagsins á næstu árum. Niðurstöður þingsins verða nýttar í aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins sem og stefnumótun um atvinnuog samfélagsþróun.

Hornfirska Skemmtifélagið óskar öllum gleðilegrar Blúshátíðar um helgina. Hægt er að nálgast dagskrá Norðurljósablús á opinberum stöðum, á heimasíðu sveitafélagsins og á Facebook. Blúsbolirnir eru til sölu í Nettó á 1500 krónur. Njótið helgarinnar!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.