Eystrahorn 9. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 3. mars 2011

9. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is

Íbúaþing í Ríki Vatnajökuls

Á laugardaginn komu yfir 140 manns saman í Mánagarði og sátu þar íbúaþing sem boðað hafði verið til. Þátttakendur voru á öllum aldri og fór vel á með fólki. Mikið var starfað og afraksturinn gott veganesti fyrir aðgerðir sveitarfélagsins á næstu árum. Fyrsta verkefni dagsins var að skilgreina þrjú gildi sem gætu verið leiðarljós íbúa, í lífi og starfi. Niðurstaðan voru gildin: Samvinna - heiðarleiki metnaður. Þingið skilgreindi jafnframt átta meginmálefni, og í framhaldinu var settur saman texti sem átti að draga fram gildin þrjú og þær yfirskriftir sem þingið hafði samþykkt á meginmálefnunum átta. Textinn sem átti að fanga í stuttu máli lýsingu á þeim framförum sem skulu eiga sér stað á næstu árum er svohljóðandi:

Með heiðarleika, samvinnu og metnað að leiðarljósi hafa íbúar í Ríki Vatnajökuls byggt upp BLÓMSTRANDI SAMFÉLAG. Mannlíf einkennist af vexti, góðum lífskjörum og öflugu félags- og íþróttalífi fyrir alla aldurshópa. Fjölbreytni er hornsteinn hins GJÖFULA ATVINNULÍFS héraðsins sem tryggir störf allt árið. Frumkvöðlaandi er ráðandi þáttur í menningu staðarins og ein helsta forsenda vaxtar. FREISTANDI ÆVINTÝRI og MAGNAÐ MENNINGARLÍF bíða íbúa, ferðamanna og gesta í héraðinu. GREIÐAR LEIÐIR eru að og frá samfélaginu og stórir áfangar hafa náðst í samgöngum í lofti, á sjó og landi. Menntastofnanir frá leikskóla og upp í háskóla mynda sterkt SKAPANDI MENNTASAMFÉLAG. Á svæðinu er FYRIRMYNDAR VELFERÐARKERFI frá vöggu til grafar sem tryggir lífsgæði og öryggi. Ásýnd sveitarfélagsins einkennist af HREINU UMHVERFI með fallegum grænum svæðum, góðum gönguleiðum og sjálfbærni í orkumálum.

Þingið skilgreindi síðan sex starfsmarkmið undir hverjum meginflokki og gerði tillögu um að minnsta kosti eina aðgerð fyrir hvert skilgreint starfsmarkmið. Nánari upplýsingar um aðgerðatillögurnar sem og aðrar niðurstöður íbúaþingsins gefur að líta í fundargerð þingsins, sem hægt er að finna á netinu á slóðinni http://www.rikivatnajokuls.is/media/ stjornsysla/Ibuathing_2011.pdf. Bæjarráð tók fundargerð íbúaþingsins til umfjöllunar þann 28. febrúar s.l. og vísaði henni til umræðu í nefndum sveitarfélagsins. Fundargerðin var jafnframt send út til þátttakenda á þinginu til yfirlestrar. Í mars munu starfsmenn Háskólasetursins sem höfðu veg og vanda af undirbúningi þingsins ásamt bæjarstjóra taka saman greinargerð sem kynnt verður á opnum fundum í apríl. Gert er ráð fyrir einum fundi á Höfn, einum í Suðursveit eða Mýrum og einum fundi í Öræfum. Í kjölfar þessara funda verður endanlega lokið við greinargerðina og hún gefin út. Auk þeirra aðgerða sem þingið lagði til að ráðist verði í mun stefnumörkun þess leggja línur fyrir áherslur í vinnu sveitarfélagsins á næstu árum. Niðurstöður þingsins verða nýttar í aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins sem og stefnumótun um atvinnuog samfélagsþróun.

Hornfirska Skemmtifélagið óskar öllum gleðilegrar Blúshátíðar um helgina. Hægt er að nálgast dagskrá Norðurljósablús á opinberum stöðum, á heimasíðu sveitafélagsins og á Facebook. Blúsbolirnir eru til sölu í Nettó á 1500 krónur. Njótið helgarinnar!


2

Fimmtudagur 3. mars 2011

Eystrahorn

Lokun sorpbrennslustöðvar í Öræfum Sorpbrennslustöðin Brennu-Flosi hf að Svínafelli í Öræfum hefur þjónað íbúum og fyrirtækjum í Öræfum frá árinu 1993 þegar Hofshreppur ásamt ábúendum í Svínafelli I ákváðu að hefja rekstur hennar. Hofshreppur sameinaðist öðrum sveitarfélögum í Austur-Skaftafellssýslu undir merkjum Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 1998. Samhliða uppbyggingu brennsluofnsins byggði fjölskyldan í Svínafelli I sundlaugina Flosalaug sem hituð var með orku frá brennsluofninum. Sundlaugin hefur þjónað gestum og íbúum Öræfa öll þessi ár og verið mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustu. Í ljósi umræðu um sorpbrennslustöðvar á landinu og umræðu um mengun sem af þeim stafar hafa

Útsala útsala

Enn meiri verðlækkun 60% afsláttur Verið velkomin

Flosalaug

rekstraraðilar stöðvarinnar og bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar ákveðið að loka sorpbrennslunni. Þar með verður Flosalaug einnig lokað. Ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs þann 21. febrúar sl. Tekið verður upp samskonar fyrirkomulag í sorpmálum og annars staðar í sveitarfélaginu. Stefnt er því að hið nýja kerfi taki gildi á allra næstu vikum. Það liggur fyrir að mælingar á mjólk í Svínafelli sýna að hún stenst fyllilega samanburð við aðra heilnæma mjólk sem framleidd er á Íslandi. Mengunarmælingar á sorpbrennslunni fóru fram í janúar sl. Umhverfisstofnun mun á næstu vikum taka sýni úr jarðvegi í námunda við sorpbrennslustöðina. Niðurstöður þessara mælinga verða birtar þegar þær liggja fyrir.

Styrkir til eflingar nýsköpunar og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurlandi Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrk til uppbyggingar klasa og framgang rannsóknar og þróunar á sviði matvæla, ferðaþjónustu og iðnaðar á Suðurlandi. Starfssvæði Vaxtarsamnings Suðurlands markast af Hellisheiði í vestri og eystri mörkum Sveitarfélagsins Hornafjörður. Óskað er eftir umsóknum frá klösum (í það minnsta þrjú fyrirtæki) sem tengjast nýsköpun með skýrri verðmætasköpun. Gerð er krafa til þess að verkefnin styðji atvinnulíf og samfélag á Suðurlandi. Í boði eru 20 milljónir. Mótframlag verkefnisins þarf að vera 50% hið minnsta. Verkefni þar sem fyrirtækin, rannsóknar – þróunar og háskólastofnanir vinna saman njóta alla jafna forgangs. Að auki verður horft til þess að verkefnin skili ábata og störfum út í samfélagið á verkefnatímanum. Í umsókninni á að koma fram lýsing á verkefninu, skýr útlistun á nýnæmi hugmyndarinnar og ætluðum ávinningi ásamt kostnaðar- fjármögnunar- og tímaáætlun. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga.

Til sölu er einkahlutafélagið Tindhóll

Eina eign þess félags er Heppuvegur 1 sem er 1060 fm atvinnuhúsnæði. Tilboð óskast en húsið er skemmt eftir bruna og fylgja tónabætur með. Upplýsingar á skrifstofu Fasteignasölunnar INNI ehf eða www.inni.is

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Rafræn umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur má finna á vef Atvinnuþróunarfélags Suðurlands www.sudur.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2011 Upplýsingar eru veittar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands www.sudur.is í síma 481-2961, 487-4822 og 480-8210

Bókhald framtöl Tími Þorrablóta er liðinn. Tími framtala er að renna upp ! Jón Gunnar S: 478 1106 # 867 4441 jon.gunnar@simnet.is -sindraskrá 2010-bls.8-

Hafnarkirkja sunnudaginn 6. mars

Sunnudagaskóli og Blúsmessa kl. 11:00.

Sóknarprestur Mömmumorgnar alla fimmtudaga kl. 10:00.


Eystrahorn

Fimmtudagur 3. mars 2011

3

Tísku- og matarupplifun á Fosshóteli Fashion with Flavor, tísku- og matar upplifun á Fosshóteli er einstakur viðburður sem fer fram á Fosshótel Vatnajökli laugardagskvöldið 5. mars frá kl.18 - 21 þar sem íslensk hráefni eru tvinnuð saman í hönnun, handverki, matarlist, tónlist og tísku frá Arfleifð, Sign og Amazing Creature. Hugmyndin af Fashion with Flavor er komin frá Ágústu Margréti hönnuði og handverkskonu Arfleifðar á Djúpavogi um fullnýtingu á hráefnunum sem hún notar í fatnað og fylgihluti. Hún fékk bróðir sinn, Stefán Þór, kokk og hótelstjóra Fosshótels Vatnajökuls til liðs við sig og sér hann um að nýta hráefnin í glæsilegan matseðil. Inn í tískusýninguna tvinnast svo skartgripir frá Sign í Hafnarfirði. Vörur Sign eru innblásnar frá íslenskri náttúru og tengingin við menningu og sögu er greinileg líkt og í vörum Arfleifðar. Tónlistarmaðurinn Siggi Palli sem kemur

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftafellssýslu verður haldinn fimmtudaginn 10. mars kl 20:00 í Sjálfstæðishúsinu. • Venjuleg aðalfundastörf • Kosning fulltrúa í fulltrúaráð • Kosning fulltrúa á kjördæmaþing sem haldið verður 19. mars Að loknum aðalfundi verður aðalfundur fulltrúaráðs • Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórnin

fram undir nafninu Amazing Creature hefur sett saman tónlistardagskrá sem fellur fullkomlega að hverjum réttihverri sýningu. Því má segja að þetta sé margföld sýning og upplifun fyrir augu, eyru og bragðlaukana. Panta þarf miða á viðburðinn, innifalið er fordrykkur, 6 rétta matseðill, tískusýning, tónlistarveisla, kynning á íslenskum hráefnum sem fullnýtt eru í mat og tísku. Miðapantanir á viðburðinn hér á Hornafirði eru fyrir kl 14:oo fimmtud 3.mars í síma 8581755. Einnig verða sýningarnar á Fosshótel Reykholti 12. mars, Fosshótel Húsavík 19. mars og Grand Hótel Reykjavík 26. mars n.k. Nánari upplýsingar um viðburðina í síma 8631475 og á agusta@arfleifd.is. Sjá nánar á hornafjordur.is m.a. matseðilinn.

Konukvöld - Krúttmagakvöld Lionskonur munu halda Krúttmagakvöld til fjáröflunar laugardaginn 12. mars í Pakkhúsinu, klukkan 19:30. Matur og skemmtun fram eftir kvöldi.... Forsala miða er í síma 891-7174 Miðaverð í forsölu aðeins 2.800,- krónur

Bú Aðföng

Bu.is ehf Stórólfsvöllum 861 Hvolsvöllur Sími 487 8888 Fax 487 8889 bu@bu.is


4

Fimmtudagur 3. mars 2011

Eystrahorn

Kynningarfundur um Rótarý

Munið námskeiðið í Ekrunni í kvöld kl. 20:00.

Landsbankinn á Höfn

Þriðjudaginn 15. mars 2011 verður haldinn kynningarfundur um Rótarý í Nýheimum, Höfn í Hornafirði kl. 20:00. Fundurinn er haldinn á vegum Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og er tilgangur hans að kynna fyrir íbúum Hornafjarðar starfsemi, markmið og tilgang hreyfingarinnar bæði hér á landi og erlendis með það fyrir augum að kanna möguleika þess að stofna nýjan klúbb á Höfn í Hornafirði. Rótarý var stofnað 1905 og er fyrsti alþjóðlegi þjónustuklúbburinn. Rótarý er hreyfing fólks, karla og kvenna, úr viðskipta- og atvinnulífinu svo og opinberri þjónustu. Eitt af aðalsmerkjum Rótarý er að setja þjónustu ofar eigin hag (Service above self) sem og að standa fyrir mannúðarog menningarstarfsemi. Einnig stuðlar Rótarý að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum. Fyrsti rótarýklúbburinn hér á landi var stofnaður í Reykjavík

BÍLSTJÓRAR ÓSKAST Kynnisferðir óska eftir að ráða 2 vana bílstjóra. Um er að ræða sumarstarf, frá 15. júní - 4. september 2011, og unnið er á dagvinnuvöktum (2-2-3). Starfsstöð er á Höfn. HÆFNISKRÖFUR: - meirapróf (ökuréttindaflokkur D) - stundvísi - sjálfstæð vinnubrögð - rík þjónustulund - enskukunnátta - hreint sakavottorð

1934 og í dag eru 30 klúbbar starfandi víðs vegar um landið með um 1200 félögum. Tilgangur hreyfingarinnar er að rækta þjónustuhugsjónina sem grundvöll hverrar verðugrar framkvæmdar, og þó sérstaklega: 1. Gagnkvæman kunningsskap sem tækifæri til þjónustustarfa. 2. Siðgæði í viðskiptum og atvinnustarfsemi, viðurkenningu á mikilvægi allra gagnlegra starfsgreina, og viðleitni félaga til að göfga starf sitt svo hann megi betur þjóna samfélaginu. 3. Virka beitingu þjónustuhugsjónarinnar hjá hverjum rótarýfélaga í einkalífi, starfi og félagsstarfi. 4. Skilning með þjóðum heims svo og frið, með samgangi fólks úr viðskiptum og atvinnulífi sem sameinast hafa undir merkjum þjónustuhugsjónarinnar.

REYKJAVIK EXCURSIONS KYNNISFERÐIR er rótgróið en framsækið fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtækið var stofnað árið 1968 og hefur allar götur síðan verið í fararbroddi þeirra sem skipuleggja ferðir fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Hjá Reykjavik Excursions starfar samhentur hópur fólks sem leggur metnað sinn í að nýta þekkingu og reynslu sína í þágu viðskiptavina.

Umsókn með mynd skal senda til Kynnisferða, Vesturvör 34, 200 Kópavogi eða á netfangið: sveinn@re.is Umsóknarfrestur er til 18. mars 2011.

Vesturvör 34 580 5400 main@re.is www.re.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 3. mars 2011

Fimleikameyjar á Íslandsmóti

5

Heimamarkaðurinn verður opinn á laugardaginn frá 13-16 og verður margs konar góðgæti á boðstólnum sem fyrr. Kvennakór Hornafjarðar verður með kaffi og kræsingar til sölu. Auk þess verða kórkonur með flóamarkað.

Aflabrögð 14. - 27. febrúar (2 vikur) Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðarfæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Helgina 18. - 20. febrúar fór fríður flokkur ungra fimleikameyja frá Sindra á Íslandsmót unglinga. Mótið var haldið í Garðabæ og var í umsjá Stjörnunnar. Stelpurnar sem eru í 4. og 5. flokki voru um 20 talsins stóðu sig með stakri prýði og voru Sindra til sóma. Gaman var að fylgjast með þeim og sjá þær framfarir sem hafa orðið hafa hjá stelpunum í vetur. Það er mikil gróska hjá fimleikadeildinni og sérstaklega gaman að segja frá því að nú hafa allmargir strákar bæst í fimleikahópinn. Strákarnir eru ekki síður áhugasamir og duglegir en stelpurnar. Spennandi verður að fylgjast

með þessum flottu krökkum á komandi árum í fimleikunum og vonandi eflist starf deildarinnar enn frekar í framtíðinni. Þjálfarar hafa staðið sig mjög vel og ber að hrósa þeim fyrir hve mikið þeir leggja á sig fyrir krakkana. Það er ekki víst að allir átti sig á því að á hverri æfingu þarf að raða öllum áhöldum upp sem er gríðarlega mikil og tímafrek vinna. Það væri nú ekki leiðinlegt að fá almennilegt fimleikahús hér á Hornafirði og halda áfram með þá frábæru uppbyggingu sem hefur verið á íþróttamannvirkjum á staðnum. Fimleikar eru jú mjög góður grunnur fyrir allar aðrar íþróttir.

Tipphornið Ekki var pláss fyrir hornið í síðasta blaði, en Rafteymi skoraði á Bókhald jgg sem endaði með jafnefli 8-8 og tipp því aftur og við skulum kíkja á það.

1. Arsenal -Sunderland 2. Bolton -Aston Villa 3. Fulham -Blackburn 4. Newcastle-Everton 5. West Ham -Stoke 6. Nottingham Fo rest-Hull 7. Q.P.R.-Leicester 8. Watford -Millwall 9. Coventry –Bristol City 10. Derby -Barnsley 11. Portsmoth -Sheff.Utd 12. Reading -Middlesbro 13. Scunthorpe-Swansea

Rafteymi 1 1x 1x 1x2 1x2 1 1 1x2 1x x 1 1 2

Bókhald JGG 1 x 1 1x 1x2 1x 1 1x2 x2 1 1 x 1x2

Frekar lágt en jafnt skor í síðustu viku, en baráttan harðnar á toppnum og ekki gleyma því að við klípum tvö verstu skorin út hjá öllum. Staðan þegar þrjár vikur eru eftir er þessi: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

Lyftarverkstæði S-Þ. ....69 Hvanney SF...................68 Hopp.is...........................66 SMFR S-Þ. .....................64 Bókahald. JGG..............63 Skinney SF. ...................63 Víkin...............................60

8. Eystrahorn. ...................53 9. Steinsmíði......................51 10. Jóna Eðvalds SF............47 11. Rafteymi.........................44 12. Jaspis..............................43 13. Gistiheimilið Hvammur.43 14. H. Christensen..............40

Hvanney SF 51 ................... net ........... 8.....110,6.......þorskur 81,4 Sigurður Ólafsson SF 44..... net ........... 7.......72,6.......þorskur 68,6 Skinney SF 20...................... net ........... 7.......61,6.......þorskur 50,3 Þórir SF 77........................... net ........... 7.......65,1.......þorskur 61,7 Steinunn SF 10 ................... botnv. .......2 ....123,7.......blandaður afli Benni SF 66.......................... lína.............2...... 12,9.......ýsa 8,4 Dögg SF 18.......................... lína.............5.......30,0.......ýsa 17,0 Guðmundur Sig SU 650 . ... lína ...........1.........2,7.......ýsa/þorskur Ragnar SF 550 .................... lína ...........1........ 5,9.......ýsa/þorskur Siggi Bessa SF 97................ lína.............1.........3,1.......ýsa/þorskur Ásgrímur Halld SF 250....... nót ............3...2.980 t.......loðna Jóna Eðvalds SF 200 .......... nót ............3...3.038 t ......loðna Ásgrímur landaði einu sinni á Seyðisfirði vegna slæmra skilyrða við Ósinn hér. Heimild: www.fiskistofa.is

Blússtemning eftir miðnætti föstudaginn 4. mars með hljómsveitinni VAX frá 01:00-03:00 Þeir eru í blúsandi stuði og verða með blús-ball-tónleika fram á nótt. Aðgangseyrir 1000. Kr. 18 ára aldurstakmark. Munið skilríkin.

Blúsandi pizzatilboð á Víkinni Föstudags og laugardagskvöld. 16“ pizza með 2 áleggstegundum og 2. litra gos á 1750 kr. ef þú sækir.

Veitingahúsið Víkin Sími 478-2300


Eystrahorn 9. tbl. 29. árgangur

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Fimmtudagur 3. mars 2011

www.eystrahorn.is

Menningarverðlaun Hornafjarðar 2010 Hin árlegu Menningarverðlaun Hornafjarðar voru veitt við hátíðlega athöfn í Nýheimum fimmtudaginn 24. febrúar. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995. Það er atvinnu og menningarmálanefnd sem velur verðlaunahafa úr hópi tilnefndra. Fjórar tilnefningar bárust að þessu sinni en sú nýbreytni var nú að tveir einstaklingar hlutu verðlaunin. Voru það þeir Ragnar Arason handverksmaður og Þorsteinn Sigurbergsson ljósalistamaður. Ragnar Arason hefur lengi stundað rennismíði og selt muni sína meðal annars í Handraðanum og á handverkssýningunni í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit en þangað hefur hann farið með handverk sitt síðustu 10 ár. Í fyrra hlaut hann svo þann heiður að vera valinn

Þorsteinn Sigurbergsson og Magnhildur Gísladóttir taka við verðlaununum. Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson og Eiríkur Hansson voru einnig tilnefndir. Til hliðar er Ragnar Arason við iðju sína.

handverksmaður ársins 2010 á handverkssýningunni. Ragnar vinnur mest úr íslenskum viði á borð við birki, reynivið, gullregni og ösp. Ragnar rennir skálar,

eggjabikara, taflmenn, penna og margt fleira. Þorsteinn Sigurbergsson er mörgum leikhópum að góðu kunnur þar sem hann hefur verið afkastamikill við lýsingahönnun leiksýninga um allt Austurland og víðar í áratugi. Áhugi Þorsteins á ljósamennskunni byrjaði fyrir alvöru seint á níunda áratugnum. Hann hefur unnið að lýsingum á leikritum, árshátíðum og Þorrablótum og einnig að ljósahönnun í gegnum tíðina, en Þorsteinn fékk einmitt menningarverðlaunin í ár fyrir ljósalistaverkið utan á vatnstankinum og áralangt starf fyrir áhugaleikfélög um allt land. Magnhildur Gísladóttir veitti Menningarverðlaununum viðtöku fyrir hönd Ragnars Arasonar, sem var ekki á staðnum.

Lokaðar skrifstofur og símatruflanir Skrifstofur AFLs Starfsgreinafélags verða lokaðar föstudaginn 4. mars nk. Þá má búast við að símakerfi félagsins verði í uppnámi sama dag. Lokun skrifstofa er vegna þess að tölvukerfi félagsins, þ.m.t. þjónustugátt starfsfólks, verður uppfærð og skipt um símakerfi. Eftir mikla yfirlegu var ákveðið að framkvæma þessa kerfisbreytingu á skrifstofutíma m.a. vegna kostnaðar. Þeir félagsmenn sem eiga ósótta leigusamninga eða eftir að greiða leigu vegna orlofsíbúða eru hvattir til að gera það fyrir föstudag. Í neyðartilfellum er hægt að senda tölvupóst á asa@asa.is eða hringja í farsíma starfsmanna sem gefnir eru upp á heimasíðu okkar www.asa.is.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.