Eystrahorn 9. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 7. mars 2013

9. tbl. 31. árgangur

Öflugt starf hjá slysavarnarkonum Aðalfundur slysavarnardeildarinnar Framtíðarinnar var haldinn á dögunum. Deildin var stofnuð 7. febrúar 1954 og í dag eru félagskonur um 120 að meðtöldum heiðursfélögum. Aðalmarkmið deildarinnar eru: forvarnir, stuðningur við Björgunarfélag Hornafjarðar, fjáröflun og félagsstarf. Stjórn deildarinnar skipa: Sigríður Lárusdóttir formaður, Linda Hermannsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Steinsdóttir ritari og meðstjórnendur eru Kristín Ármannsdóttir og Kristín Óladóttir. Í viðtali við formann deildarinnar, Sigríði Lárusdóttur kom m.a. fram;

Félagsstarf og fræðsla „Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum á sl. ári var ljúffeng súpa, brauð, kaffi og konfekt á boðstólnum. Við fórum í kynnisferð á Fáskrúðsfjörð 12. maí þar sem slysavarnarkonur, Hafdísarkonur, tóku á móti okkur og buðu til hádegisverðar. Við skoðuðum m.a. framkvæmdir við Franska spítalann og fengum sögu staðarins beint í æð. Það voru hressar konur sem komu heim úr velheppnaðri ferð. Sömuleiðis fórum við á kvennaþing slysavarnardeilda helgina 21. - 23. september í Reykjanesbæ. Þemað var hernámsárin og létum við Framtíðarkonur ekki okkar eftir liggja og mættum uppdressaðar í hátíðarkvöldverðinn. Í september tók deildin þátt í kynningu á félagasamtökum í Nýheimum. Á haustfundi flutti Matthildur Ásmundardóttir okkur áhugaverðan fyrirlestur um hreyfingu og mataræði og að sjálfsögðu kom maturinn frá Prinsessunni á bauninni. Jólasamvera var 29. nóvember og var að venju notaleg stund með góðum mat, jólapökkum og ekki síst félagsskapnum. Hið hefðbundna jólabingó var að sjálfsögðu spilað með gömlu góðu hernámsgræjunum“.

Í kynnisferð á Fáskrúðsfirði.

Forvarnir „Varðandi forvarnarstarfið þá gerðum við bílbeltakönnun við leikskólana, reiðhjólakönnun var gerð í samstarfi við lögregluna og könnun við Grunnskóla Hornafjarðar í október um hvernig búið væri um börn í bílum á leiðinni í skólann. Svo tókum við þátt í forvarnardegi Landsbjargar sem haldinn var í maí og kynntum nýjan hálendisvef ásamt björgunarsveitinni við Olís í júní“.

Fjáröflun „Fjáröflun er mikilvægur þáttur í starfseminni og á Sumardaginn fyrsta var hin hefðbundna kaffisala sem er ein aðal fjáröflunarleið deildarinnar og eins og áður sóttu okkur margir

heim enda glæsilegar veitingar að venju. Við tókum að okkur að grilla Seljavallahamborgara fyrir tvo hópa frá 66° NORÐUR sem höfðu reynt við Hvannadalshnjúk. Við seldum merki Sjómannadagsins í Nettó í júní og á Humarhátíðinni var Candy floss að hætti slysavarnakvenna selt. Laufabrauðsbakstur var í nóvember sem er einnig liður í félagsstarfi deildarinnar og seldum við afraksturinn í stofnanir, fyrirtæki og á jólamarkaðnum í desember. Línan var seld í lok nóvember og voru margir góðir vinningar, því eins og ævinlega hafa fyrirtæki og stofnanir verið rausnarleg við Línuna og okkur alltaf vel tekið með allar fjáraflanir. Erum við sérstaklega þakklátar öllum sem hafa styrkt okkur og stutt sagði Sigríður að lokum.

HORNAFJARÐAR

Frí

Tónleikar á Hótel Höfn á laugardagskvöld frá kl. 21:00.

tt i n

BigBand Hornafjarðar er 18 manna hljómsveit skipuð hornfirsku tónlistarfólki. Hljómsveitarstjóri er Gunnlaugur Þröstur.

n


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 7. mars 2013

Messa á föstu í Kálfafellsstaðarkirkju

Hafnarkirkja Sunnudaginn 10. mars Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00. Ungir hljóðfæraleikarar aðstoða við tónlistarflutning.

Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Föstumessa verður í Kálfafellsstaðarkirkju sunnudaginn 10. mars. Í messunni munu félagar úr Samkór Hornafjarðar syngja lög við passíusálma. Lögin eru skráð eftir hljóðritunum af söng þeirra Steinunnar Guðmundsdóttur á Hala og systkinanna Valgerðar og Skarphéðins Gíslabarna frá Vagnsstöðum. Hljóðritanirnar voru gerðar á árunum milli 1960-70 og eru varðveittar í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Söngur þeirra systkina Valgerðar og Skarphéðins er mjög merkileg heimild um hvernig passíusálmarnir voru sungnir áður fyrr en til eru upptökur af öllum sálmunum nema einum með söng þeirra. Smári Ólason tónlistarfræðingur skráði lögin á nótur og útsetti. Messan hefst kl. 14.00.

Prestarnir

Kálfafellstaðarkirkja Sunnudaginn 10. mars Messa kl. 14:00. Sungin verða sálmalög sem skráð eru eftir þeim Steinunni Guðmundsdóttur frá Hala og systkinunum frá Vagnsstöðum Valgerði og Skarphéðni. Kaffiveitingar eftir messu.

Kaþólska kirkjan Benedikt XVI, páfi lét af störfum sem páfi í lok febrúar. Við ætlum að biðja krossferilsbæn í kapellu okkar laugardagskvöldið 9. mars kl. 18:00 til að þakka Guði fyrir átta ára farsæld hans í páfaembætti. Sömuleiðis að biðja fyrir kardínálum kirkjunnar, sem munu kjósa nýjan páfa, að heilagur Andi veiti þeim leiðsögn og styrk.

Sóknarnefndin og prestarnir

Næsta messa er sunnudaginn 10. mars kl. 12:00. Krakkar hittast kl. 11:00 á Hafnarbraut 40 eins og venjulega. Allir velkomnir.

Hofskirkja Sunnudaginn 10. mars Messa kl. 14:00.

Vinsamlega hafið samband við mig varðandi húsblessanir.

br. David

Prestarnir

Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát?

Bókhald smærri rekstraraðila, framtöl og fleira. Opnað fyrir framtöl á næstu dögum skv. RSK.

Þá erum við reiðubúnir til þjónustu.

Jón Gunnar Gunnarsson Hafnarbraut 18 Sími 478 1106 Vasasími 867 4441 jon.gunnar@simnet.is

Bátar og búnaður

www.batarb.is • skip@batarb.is Sími 562-2551

Takið eftir!

Er einhver sem getur lánað mér 2 hjól í nokkrar vikur í sumar, fyrir 6 og 8 ára stráka? (eða leigt) Einnig vantar mig koju ef einhver býr svo vel að eiga en þarf ekki að nota. Guðlaug Hestnes, sími 478-1302.

Eystrahorn

Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Snorri Snorrason, Hilmar Gunnlaugsson, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn, Sími 580 7915

Hilmar Gunnlaugsson, Sigríður hrl. og lögg. fasteignasali, Kristinsdóttir, lögmaður Egilsstöðum, Sími 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasali lögg. og lögg. leigumiðlari, leigumiðlari s.Egilsstöðum, 580 7908 Sími 580 7908

SnorriMagnússon, Snorrason, Sigurður lögg. lögg. fasteignasali, fasteignasali Egilsstöðum, s. 580 Sími 580 79077916

PéturSigurður Eggertsson, Magnússon, lögg. fasteignasali, lögg. Húsavík, fasteignasali s. 580 7907 Sími 580 7925

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Skólabrú

nýtt á skrá

Steinsteypt, vel skipulagt 112,7 m² einbýlishús, 2 svefnherbergi mikið endurnýjað hús.

til leigu

Gistiheimilið Nýibær

Um er að ræða velskipulagt gistiheimili með 8 herbergjum, (32 rúm) setustofa/matstofa, eldhús, snyrti- og þvottaaðstaða. Gistiheimilið og rekstur þess leigist með langtímaleigusamningi og er laust til afhendingar strax.

silfurbraut

nýtt á skrá

Gott 147,6 einbýlishús á rólegum stað í botngötu, 4 svefnherbergi, stórar stofur, hús sem gott er að breyta.


Eystrahorn

Fimmtudagur 7. mars 2013

Þórbergsmaraþon Háskólasetrið og Menningarmiðstöð Hornafjarðar minna á að þriðjudaginn 12. mars verður í gangi marþonlestur úr verkum Þórbergs Þórðarsonar í Nýheimum. Maraþonið er haldið í tilefni 125 ára afmæli Þórbergs og er gestum boðið upp á kaffi og bakkelsi allan daginn. Upplesturinn fer fram í kaffistofunni í Nýheimum og er öllum frjálst að koma og lesa. Lesturinn hefst kl. 9:00 um morguninn og er það bæjarstjórinn sem hefur leikinn. Von er á nemendum leikskólans og grunnskólans fyrir hádegið, um hádegið taka nemendur FAS við og síðan verða bæjarbúar vonandi duglegir að mæta til að hlusta og/ eða lesa. Tekið verður hlé á milli 18:00 og 20:00 en kl. 20:00 hefst KVÖLDVAKA í Nýheimum þar sem boðið verður upp á dagskrána ARFUR ÞÓRBERGS með upplestri úr verkum núlifandi rithöfunda sem tengjast Þórbergi á einn eða annan hátt, má þar nefna höfundana Pétur Gunnarsson, Jón Kalman Stefánsson, Oddný Eir Ævarsdóttur, Gyrði Elíasson og Jón Gnarr. Einnig verður boðið upp á söng og hljóðfæraleik, kertaljós og kósíheit. Allir velkomnir.

Byltingakennd vara sem er frumkvöðull í hár-olíu bransanum og af sjálfsdáðum hefur vakið heimsathygli á argan olíu. Prófaðu upphaflegu Moroccanoil hárvörulínuna sem fæst hjá okkur, sem einkennist af hinu vel þekkta blágræna merki og sérstöku orginal innsigli á hverri einustu flösku.

Jaspis

Hársnyrtistofa • Sími 478-2000 Heiða Dís Einarsdóttir, hársnyrtimeistari

Frá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga

Jeppa- og gönguferð um Suðurfjörur Sunnudaginn 10. mars kl. 10:00 • Létt ganga fyrir alla! Mæting við Þjónustumiðstöð SKG (tjaldstæði). Munið eftir nestinu Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda. Ól skal vera meðferðis. Nánair upplýsingar gefur Hulda í síma 864-4952

Ferðanefndin

www.eystrahorn.is

Blús, rokk og ról á Höfn 15. og 16. mars

Við söknum blúshátíðarinnar sem yljaði okkur um hjartarætur í nokkur ár. Undirritaðir hafa því undanfarna mánuði velt fyrir sér ýmsum möguleikum til að bæta úr brýnni þörf og hefja blúskyndilinn aftur á loft. Það var strax ljóst að við hefðum ekki nægilegt fjármagn til að koma á fót jafn veglegri hátíð og við þekkjum frá upphafsárum blúshátíðarinnar. Því var ekki um annað að ræða en að sníða sér stakk eftir vexti. Stefnt er að því að haldnir verði nokkrir tónleikar 15. og 16. mars næstkomandi. Lögð verður áhersla á hornfirsk bönd, skipuð brottfluttum tónlistarmönnum og heimamönnum. Dagskrá liggur ekki endanlega fyrir þar sem enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda. Einkunnarorð helgarinnar eru sótt í smiðju Stones: „You can‘t always get what you want.“ Með blús- og rokkkveðjum, Sigurður Mar Halldórsson og Stefán Ólafsson

Seljavallakjötvörur Opið á fjósloftinu laugardaginn 9. mars kl. 11:00 - 15:00

“Kjöt í kassa”, Osso bucco, hamborgarar, steikur o.fl. Sjá nánar á www.seljavellir.is Verið velkomin, Ella og Eiríkur, sími 860-7582

Fermingartilboð á rúminu Valhöll (120 cm)

Úrval af fallegum gjöfum Páskaegg frá Georg Jensen Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Húsgagnaval Sími 478-2535 / 898-3664


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 7. mars 2013

Opinn fundur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs eins og tilgreint er að skuli gert í bráðabirgðaákvæði laganna um garðinn.

Eystrahorn

Samningar vegna Unglingalandsmóts

Starfshópinn skipa: Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri frá umhverfis og auðlindaráðuneyti sem jafnframt er formaður, Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps skv. tilnefningu Sambands íslenskar sveitarfélaga og Daði Már Kristófersson dósent í umhverfis- og auðlindahagfræði við Háskóla Íslands. Starfshópurinn hyggst vinna greinargerð með tillögum til umhverfis og auðlindaráðherra, sem mun síðan fjalla um þær tillögur og taka afstöðu til, í samráði við þær sveitarstjórnir sem aðild eiga að stjórn þjóðgarðsins. Spurningar starfshópsins eru: 1. Hvernig finnst þér hafa tekist með stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs? 2. Myndir þú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsþjóðgarðs? Ef svo er, hverjar ættu þær að vera og af hverju? 3. Aðrar ábendingar til starfshópsins varðandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs Starfshópurinn hefur hafið störf og boðar til opins fundar á Hótel Smyrlabjörgum föstudaginn 8. mars kl 17:00.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Vetrarleikar II Verða haldnir föstudagskvöldið 8. mars í reiðhöllinni og hefjast kl. 20:30.

Keppnisgreinar eru:

Frá undirritun samningsins á Hornafirði. Frá vinstri: Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri, Matthildur Ásmundardóttir formaður USÚ, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ.

Sextánda unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði dagana 2. - 4. ágúst í sumar. Sl. fimmtudag voru undirritaðir samningar á Hornafirði vegna mótsins annars vegar á milli unglingalandsmótsnefndar og sveitarfélagsins Hornafjörður og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambandsins Úlfljóts hins vegar. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið á Höfn en síðast var það haldið þar árið 2007. Veruleg uppbygging íþróttamannvirkja var fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram síðan. Stórglæsileg sundlaug og stórt knattspyrnuhús hafa verið tekin í notkun. Tjaldsvæðið sem verður vel útbúið verður í göngufæri við aðalkeppnissvæðið. Keppnisgjald er 6000 krónur á keppenda. Unnið er að dagskrá mótsins og mun hún birtast á heimasíðu mótsins þegar nær dregur. Eftirtaldar keppnisgreinar verða á Höfn: Fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfuknattleikur, motocross, skák, starfsíþróttir, sund og karate.

Aðalfundur Akstursíþróttafélags Austur-Skaftafellssýslu verður í húsi AFLs Víkurbraut 4 13. mars klukkan 18:00.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar lagðir fram 3. Kosning a) 5 manna stjórnar b) Skoðunarmanna 4. Unglingalandsmót 2013 5. cross.is eða ? 6. Aðstaða í kringum braut 7. Önnur mál

- Tvígangur (hægt tölt, brokk og yfirferð) - Þrígangur (tölt, brokk og skeið) - Bjórreið 18 ára og eldri (tímataka) - Djúsreið 18 ára og yngri (tímataka) Skráning hefst kl. 20:00 í reiðhöllinni. Skráningargjöld eru þau sömu og á síðustu leikum, kr. 1.500 á fyrsta hest, kr. 1.000 eftir það. Mótið er annað af þremur í vetrarmótaröðinni og hestar, knapar og eigendur fá stig fyrir fyrstu fimm sætin. Allir velkomnir í reiðhöllina og frítt inn fyrir áhorfendur. Kaffiveitingar. Mótanefnd Hornfirðings

Stjórnin

Helgartilboð

8 kjúklingabitar, stórar franskar og 2 lítrar kók á kr. 3.500,Sími 478 - 1505 / 691 – 8502 / nova 776 - 1501 Opið mánudaga til föstudaga kl. 11:00 - 14:00 og 17:00 - 20:00, laugardaga og sunnudaga kl. 17:00 - 20:00


Eystrahorn

Fimmtudagur 7. mars 2013

Orkumál

Vel heppnuð ráðstefna um orkumál var haldin á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar 28. febrúar, yfir 80 manns sóttu ráðstefnuna á Hótel Höfn. Þema ráðstefnunnar voru í víðum skilningi, orkumál þar sem áherslan var að skoða nýjar lausnir í orkumálum. Skoðaðir voru kostir til upphitunar, orkuöflunar, loftlagsmál og kynntar nýjar tölur RARIK í borholu við Hoffell. Helstu niðurstöður ráðstefnunnar voru að á Íslandi eru næg tækifæri til að skapa græna orku sem er ein helsta krafa í heiminum í dag bæði með vindorku, sjávarorku og vatnsorku. Íbúar á köldum svæðum hafa möguleika á orkuöflun með varmadælum, vindtúrbínum, lífmassa eða vatnsorku í heimavirkjanir. Ingvi Már Pálsson skrifstofustjóri í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu setti ráðstefnuna og flutti erindi ásamt níu öðrum fyrirlesurum. Hann greindi frá að hlutur endurnýjanlegrar orkugjafa á að vera komin yfir 10% árið 2020 en er nú innan við 1%. Búið er að vinna heildstæðra orkustefnu fyrir Ísland. Sú stefna er unnin á grunni stýrihóps um orkumál á Ísland og verður kynnt á næstu dögum. Valdimar Össurarson frá Valorku kynnti þróun rannsóknar á sjávarhverflum, hann hefur hlotið alþjóðleg verlaun fyrir verkefnið. Þróunin er komin það langt að nú í vor á að prufa sjávarhverfil í álum Hornafjarðar þar sem aðstæður eru mjög góðar og bæjaryfirvöld á Hornafirði hafa sýnt verkefninu áhuga. Valdimar sýndi fram á að hafstraumar við landið eru miklir og góðar aðstæður við S- og SA strönd landsins. Hann greindi frá að rannsóknir við Ísland væru nánast engar á meðan nágrannaríkin hafa sýnt málinu meiri áhuga. Tr yggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK greindi frá jarðhitaleit í Hoffelli og fleiri verkefni RARIK á Hornafirði. RARIK rekur 7 MW rafmagnshitaða fjarvarmaveitu fyrir 2/3 hluta íbúa Hafnar sem er mjög óhagkvæm eining og ein af ástæðum þess að farið var í samstarf við sveitarfélagið í jarðhitaleit. Tryggvi greindi frá þeim árangri af tilraunavinnsluholu sem gæfi góðar vonir um framhaldið og virkjun jarðhitans. Þörfin fyrir Höfn er á bilinu 75-80 sek lítra. Leggja þarf lögn frá Hoffelli 21 km leið sem er dýr framkvæmd og gaf hann upp að ekki verði mikil lækkun á orkuverði til Hafnar í upphafi en verðið mun lækka þegar til lengri tíma er litið. Sæþór Ásgeirsson verkfræðingur hjá IceWind greindi frá verkefninu Vindtúrbínur fyrir íslenskar aðstæður. Hann fór yfir einkenni veðurs og vinds á Íslandi, vindorka flöktir mikið á milli ára og breytingar á vindi geta breytt orkunýtingu um 30%. Því væri mikilvægt að mæla vind áður en farið er af stað með fjárfestingar. Einnig greindi hann frá þróunarvinnu á minni vindtúrbínum sem hefur gefið góða reynslu en nú sé næsta skref að finna efni sem tryggir góða endingu. Fyrirtækið stefnir á sölu með vorinu og markhópurinn væri sumarhús, bændur og heimili á köldum svæðum. Verðbil á vindtúrbínum væri á bilinu 450-600 þ.kr. Sveinn Rúnar Ragnarson verkefnastjóri hjá Ræktunarfélagi Austur-Skaftfellinga sagði frá tilraunaræktun á repjufræi í AusturSkaftafellssýslu. Hann greindi frá mun á vetrar- og sumaryrkjum og skýrði út hvað repjufræ eru, afurðir nokkurra plöntutegunda sem mynda olíufræ. Afurðir sem vinna má úr repju eru matarolía, fóðurbætir, hálmur, lífeldsneyti og glýseról. Í næsta tölublaði Eystrahorns verður gerð grein fyrir öðrum fyrirlestrum á ráðstefnunni.

www.eystrahorn.is

Fiskirí og vinnsla Jóhann hjá Fiskmarkaðnum sagði að febrúarmánuður hafi verið erfiður fyrir minni bátana vegna brælu en ræst úr síðustu daga og mánuðurinn í heild þokkalegur. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um aflabrögð og vinnslu; “Aflabrögð í febrúar mánuði var með besta móti, sama hvaða fisktegund og veiðarfæri var um að ræða. Loðnukvótinn var aukinn umtalsvert í byrjun febrúarmánaðar og fóru þá veiðar og vinnsla á fullt hjá okkur. Alls var landað um 17.000 tonnum af loðnu í mánuðinum og fór nánast allur afli í gegnum frystihúsið hjá okkur og stærsta og besta loðnan fryst á Austur-Evrópu og Japans markað. Í dag eigum við eftir að veiða um 6.000 tonn af loðnu. Algjör mokveiði hefur verið í netin og muna elstu menn ekki annað eins. Netin eru einungis látin liggja í 2- 4 klukkustundir og oft fáar trossur lagðar í hverri veiðiferð. Afli hefur verið að jafnaði í kringum 20 tonn í túr. Alls var afli hjá netabátum í febrúar 680 tonn en taka skal fram að þeim var skammtaður afli á dag þar sem vinnslan hefði að öðrum kosti ekki haft undan. Gæði netafisksins á þessari vertíð er af þessum sökum „eins og best verður á kosið“. Steinunn einbeitti sér að ufsaveiði á Selvogsbankanum í febrúar og aflinn var um 280 tonn. En þess má geta að Steinunn fór í vélarupptekt í febrúar mánuði sem tók 12 daga. Þinganesið er byrjað á rækjuveiðum og hefur afli verið með ágætum. Óhætt er að segja að unnið hafi verið „tventy for seven“ allan febrúarmánuð og sú törn stendur trúlega fram að páskum, hið minnsta.“

Aflabrögð í febrúar Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51....................... þorskanet... 15.... 190,1...þorskur 182,2 Sigurður Ólafsson SF 44....... þorskanet... 15.... 203,4...þorskur 194,3 Skinney SF 20........................ þorskanet... 15.... 174,4...þorskur 165,7 Þórir SF 77............................. þorskanet... 14.... 174,3...þorskur 169,0 Steinunn SF 10....................... botnv............ 4.... 280,0...ufsi/þorskur Þinganes SF 25...................... botnv............ 4...... 63,0...rækja 31,1 Benni SU 65........................... lína................ 4...... 40,0...þorskur 30,0 Beta VE 36............................. lína................ 4...... 28,1...þorskur 18,3 Dögg SU 118.......................... lína................ 7...... 75,6...þorskur 59,2 Guðmundur Sig SU 650........ lína................ 6...... 44,8...þorskur/ýsa Ragnar SF 550........................ lína................ 6...... 50.2...þorskur 35,0 Siggi Bessa SF 97.................. lína.............. 14...... 49,6...þorskur 39,0 Húni SF 17............................. handf............ 2........ 0,2...þorskur Sæunn SF 155........................ handf............ 1........ 0,3...þorskur Sævar SF 272......................... handf............ 3........ 1,0...þorskur Uggi SF 47............................. handf............ 1........ 0,4...þorskur Örn II SF 70........................... handf............ 4........ 2,0...þorskur Ásgrímur Halld. SF 270........ nót................ 8.... 8.400...loðna Jóna Eðvalds SF 200............. nót.............. 10.... 8.480...loðna

Nytjamarkaðurinn Nú ætla hirðingjarnir í Nytjamarkaðnum í Versun Steingríms, Skólabrú 2, að hafa opið frá kl. 12:00 - 17:00 dagana 7. - 14. mars og taka á móti dóti sem þið viljið losna við. Gamalt – nýtt – skrítið – fallegt – nytsamlegt – algjör óþarfi. Allt selst í nytjamarkaðnum. Við tökum ekki á móti bókum. Við ætlum síðan aftur að hafa svona móttökudaga dagana 5. - 12. desember. Það verður líka hægt að koma með fatnað sem verður komið til Rauðakrossins í lok vikunnar. Nytjamarkaðurinn hefur gengið með eindæmun vel og fengið mjög góðar móttökur hjá íbúum sýslunar frá því hann opnaði um miðjan október, og þökkum við fyrir það. Í desember var fyrsta úthlutun úr sjóðnum , en þá var Hjúkrunarheimili HSSA færðar kr. 170.000 að gjöf. Það skal tekið fram að allur ágóði af markaðnum mun ávallt renna til góðgerðamála í heimabyggð. Að lokum viljum við þakka sýslubúum góðan stuðning Hirðingjarnir


NAUTAHAKK 100% HREINT NAUTAHAKK

Kræsingar & kostakjör

VERÐSPRENGJA!

899 ÁÐUR 1.498 KR/KG

399

KR PK

KJÚKLINGAVÆNGIR

GOÐA PYLSUR

TEX MEX

10 STYKKI

395 TÓMATAR Í LAUSU, VERÐ 256 KR/KG 365 KR BUFF 2 STK , VERÐ 160 KR 229 KR CHERRY 250GR, VERÐ 181 KR/PK 259 KR CHERRY GULIR 250GR, VERÐ 279 KR/PK 398 KR TOMMIES SHAKER 250GR VERÐ, 195 KR/PK 279 KR

TTUR Á L S F A % 0 3

TTUR 50% AFSLÁ

KR KG

RÚNSTYKKI - GRÓF/DÖKK - MEÐ SESAM - FJÖLKORNA - SÓLKJARNA - GRASKERS - BLÖNDUÐ

40

ÁÐUR 79 KR/STK

Tilboðin gilda 07. mars - 10. mars Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.