Eystrahorn 9. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 7. mars 2013

9. tbl. 31. árgangur

Öflugt starf hjá slysavarnarkonum Aðalfundur slysavarnardeildarinnar Framtíðarinnar var haldinn á dögunum. Deildin var stofnuð 7. febrúar 1954 og í dag eru félagskonur um 120 að meðtöldum heiðursfélögum. Aðalmarkmið deildarinnar eru: forvarnir, stuðningur við Björgunarfélag Hornafjarðar, fjáröflun og félagsstarf. Stjórn deildarinnar skipa: Sigríður Lárusdóttir formaður, Linda Hermannsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Steinsdóttir ritari og meðstjórnendur eru Kristín Ármannsdóttir og Kristín Óladóttir. Í viðtali við formann deildarinnar, Sigríði Lárusdóttur kom m.a. fram;

Félagsstarf og fræðsla „Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum á sl. ári var ljúffeng súpa, brauð, kaffi og konfekt á boðstólnum. Við fórum í kynnisferð á Fáskrúðsfjörð 12. maí þar sem slysavarnarkonur, Hafdísarkonur, tóku á móti okkur og buðu til hádegisverðar. Við skoðuðum m.a. framkvæmdir við Franska spítalann og fengum sögu staðarins beint í æð. Það voru hressar konur sem komu heim úr velheppnaðri ferð. Sömuleiðis fórum við á kvennaþing slysavarnardeilda helgina 21. - 23. september í Reykjanesbæ. Þemað var hernámsárin og létum við Framtíðarkonur ekki okkar eftir liggja og mættum uppdressaðar í hátíðarkvöldverðinn. Í september tók deildin þátt í kynningu á félagasamtökum í Nýheimum. Á haustfundi flutti Matthildur Ásmundardóttir okkur áhugaverðan fyrirlestur um hreyfingu og mataræði og að sjálfsögðu kom maturinn frá Prinsessunni á bauninni. Jólasamvera var 29. nóvember og var að venju notaleg stund með góðum mat, jólapökkum og ekki síst félagsskapnum. Hið hefðbundna jólabingó var að sjálfsögðu spilað með gömlu góðu hernámsgræjunum“.

Í kynnisferð á Fáskrúðsfirði.

Forvarnir „Varðandi forvarnarstarfið þá gerðum við bílbeltakönnun við leikskólana, reiðhjólakönnun var gerð í samstarfi við lögregluna og könnun við Grunnskóla Hornafjarðar í október um hvernig búið væri um börn í bílum á leiðinni í skólann. Svo tókum við þátt í forvarnardegi Landsbjargar sem haldinn var í maí og kynntum nýjan hálendisvef ásamt björgunarsveitinni við Olís í júní“.

Fjáröflun „Fjáröflun er mikilvægur þáttur í starfseminni og á Sumardaginn fyrsta var hin hefðbundna kaffisala sem er ein aðal fjáröflunarleið deildarinnar og eins og áður sóttu okkur margir

heim enda glæsilegar veitingar að venju. Við tókum að okkur að grilla Seljavallahamborgara fyrir tvo hópa frá 66° NORÐUR sem höfðu reynt við Hvannadalshnjúk. Við seldum merki Sjómannadagsins í Nettó í júní og á Humarhátíðinni var Candy floss að hætti slysavarnakvenna selt. Laufabrauðsbakstur var í nóvember sem er einnig liður í félagsstarfi deildarinnar og seldum við afraksturinn í stofnanir, fyrirtæki og á jólamarkaðnum í desember. Línan var seld í lok nóvember og voru margir góðir vinningar, því eins og ævinlega hafa fyrirtæki og stofnanir verið rausnarleg við Línuna og okkur alltaf vel tekið með allar fjáraflanir. Erum við sérstaklega þakklátar öllum sem hafa styrkt okkur og stutt sagði Sigríður að lokum.

HORNAFJARÐAR

Frí

Tónleikar á Hótel Höfn á laugardagskvöld frá kl. 21:00.

tt i n

BigBand Hornafjarðar er 18 manna hljómsveit skipuð hornfirsku tónlistarfólki. Hljómsveitarstjóri er Gunnlaugur Þröstur.

n


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.