Eystrahorn 9. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 6. mars 2014

9. tbl. 32. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Ógleymanleg helgi hjá krökkunum Knattspyrnuskóli Sindra fyrir börn og unglinga sem haldinn var um síðustu helgi tókst einstaklega vel. Óli Stefán þjálfari hjá Sindra og skólastjóri knattspyrnuskólans fór fyrir vösku liði heimamanna sem lögðu sig fram um að gera þessa helgi ógleymanlega fyrir þátttakendur. Vandað var val á kennurum og sjálfur landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson lagði á sig að vera hér með krökkunum þó hann þyrfti að fara til baka og með landsliðinu til Welsh. Með honum í för var Hermann Hreiðarsson sá frægi atvinnumaður og harðjaxl og setti hann skemmtilegan svip á æfingarnar með sinni hressilegu framkomu. Lýstu þeir félagar yfir sérstakri ánægju og hrifningu yfir aðstöðunni og hversu vel var staðið að öllum málum kringum skólann. Allir þjálfarar Sindra tóku virkan þátt í kennslunni ásamt Auðuni Helgasyni, Emblu Grétarsdóttur, Þrándi Sigurðssyni og Alex Frey Hilmarssyni. Farið var yfir lykilþætti knattspyrnunnar bæði á æfingum í Bárunni og svo með fyrirlestrum í Nýheimum. Það voru nákvæmlega 100 iðkendur skráðir í skólann og rúmlega 30 af þeim komu frá öðrum félögum. Í viðtali við Eystrahorn sagði Óli Stefán; „ Þetta verkefni tókst í alla staði mjög vel og því er ekki síst að þakka mikilli hjálp sem við fengum frá öllum sem leitað var til, þjálfurum, foreldrum og góðum stuðningsmönnum Sindra. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir. Til þess að svona viðburður geti gengið upp þurfum við öll að leggjast á eitt eins og gert var í þessu tilfelli og ekki væri þetta möguleiki nema að hafa þessa framúrskarandi aðstöðu sem Báran er. Útkoman var einstök helgi með krökkum á aldrinum 10-16 ára sem fóru öll skælbrosandi heim. Það er ljóst að eftir ár verður knattspyrnuskóli Sindra 2015.“

Tungumál eru lyklar að heiminum - Viðurkenning til Grunnskólans Þann 28. febrúar var haldið málþing í Norræna húsinu í tilefni af Alþjóðlega móðurmálsdagsins. Málþingið var á vegum stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og UNESCO nefndarinnar. Í vikunni voru ýmsir viðburðir til að minna á mikilvægi þess að viðhalda móðurmálinu og hve mikill auður liggur í þeim einstaklingum sem tala mörg tungumál. Eins og segir á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur eru tungumálin einn af hornsteinunum í menningu mannkyns og sá menningarlegi margbreytileiki sem þeim tengist. Jafnframt hafa alþjóðasamskipti og samvinna þjóða og menningarsvæða aldrei skipt meira máli en á okkar tímum. Grunnskólar landsins voru einnig í brennidepli og leitað var að þeim tungumálaforða sem þeir búa að. Gaman er

að geta þess að Grunnskóli Hornafjarðar var fyrsti skólinn sem komst á kortið en innan hans rúma alls 13 tungumál hvorki meira né minna. Grunnskóli Hornafjarðar var einnig einn af þremur skólum á landinu sem fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að vera hluti af tungumálaforðanum og viðurkenningin var bókin Eitt þúsund tungumál. Sveitarfélagið Hornafjörður átti einnig beinan þátt í kynningu í móðurmálsvikunni því veggspjald sem unnið var af Vilhjálmi Magnússyni og Magnhildi Gísladóttur var notað í bókasöfnum höfuðborgarinnar til að vekja athygli á mikilvægi þess að lesa á móðurmálinu. Magnhildur Gísladóttir verkefnisstjóri um málefni innflytjenda og grunnskólakennari veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Sveitarfélagsins.

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


2

Fimmtudagur 6. mars 2014

Eystrahorn

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881

Andlát

Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga kl. 18:15 fram að páskum.

bjarnanesprestakall.is

Aðalheiður Geirsdóttir Aðalheiður Geirsdóttir fæddist 11. mars 1923 á Reyðará í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Hún lést 24. febrúar sl. á líknardeild Landspítalans. Hún var dóttir hjónanna Geirs Sigurðssonar bónda á Reyðará, f. 21.7.1898, d. 10.2.1974, og Margrétar Þorsteinsdóttur húsfreyju á Reyðará f. 18.9.1896, d. 13.4.1987. Aðalheiður var elst fjögurra systkina en þau eru Sigurður f. 1924, d. 2004, Þorsteinn f. 1926, Baldur f. 1930. Aðalheiður giftist 8. júní 1950 Sigurði Hjaltasyni frá Hólum í Hornafirði, f. 12. 5.1923 d. 22.10.2008. Foreldrar Sigurðar voru Anna Þórunn Vilborg Þorleifsdóttir húsfreyja og Hjalti Jónsson bóndi og hreppstjóri í Hólum í Hornafirði. Dætur Aðalheiðar og Sigurðar eru: 1) Margrét, iðjuþjálfi, f. 18.8.1951, maki Sigurjón Arason f. 2.5.1950, búsett í Kópavogi. Börn þeirra eru a) Aðalheiður Una f. 2.8.1970, gift Benjamin Bradford Lincoln f. 7. 3. 1966, synir þeirra: Alexander Ari f. 2002 og Theodór Alden f. 2006, b) Sigurður Ari f. 13.4.1981, maki Guðrún Rósa Björnsdóttir f. 3.6.76, búsett í Kópavogi. Dætur þeirra eru Stefanía Rós f. 31.7. 2011 og Heiða Margrét f. 8.5.2013. 2) Anna, framkvæmdastjóri, f. 30.8.1961, maki Gunnar Þór Árnason f. 23.11.1951, búsett í Kópavogi. Sonur þeirra er Nökkvi f. 10.2.2004. Dóttir Gunnars og Drífu Eysteinsdóttur er Sandra f. 29.5.1970, maki Ólafur Gestsson f. 6.4.1969. Börn þeirra eru Eggert Óskar f. 1990, Gunnar Karl f. 1993, Drífa Björt f. 1999 og Benjamín Óli f. 2008. 3) Halldóra Sigríður, framhaldsskólakennari, f. 11.8.1963, maki Jóhannes Kristjánsson f. 18.7.1955, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru a) Ívar Húni f. 14.10.1989 og b) Vaka f. 20.9.1992. 4) Sigurborg f. 22.11.1964, d. 6.5.1965. 5) Þórný f. 26.10.1968, d. 6.10.1969. Aðalheiður ólst upp á Reyðará hjá foreldrum sínum og naut þess að á heimilinu bjuggu líka Jórunn Anna Lúðvíksdóttir Schou amma hennar og Halldóra Einarsdóttir afasystir hennar sem Aðalheiður kallaði ætíð frænku og voru þær alla tíð mjög nánar. Anna, amma Aðalheiðar, rak barnaskóla og heimavist í Fundarhúsinu í Lóni sem börnin á Reyðará gengu í sem og önnur börn sveitarinnar. Árið 1942 fór Aðalheiður til náms við Húsmæðraskólann á Hallormsstað og lauk þar vefnaðarkennaranámi 1948. Hún kenndi við skólann í tvö ár. Aðalheiður og Sigurður hófu búskap í Ártúni árið 1952 þar sem þau reistu nýbýli úr landi Hóla. Aðalheiður tók virkan þátt í félagsstörfum í sveitinni, söng í kirkjukór Bjarnaneskirkju og starfaði með Kvenfélaginu Vöku í Nesjum. Ýmis félagasamtök nutu þess hve hún var hagmælt en hún samdi ófáa bragi og gamanvísur sem fluttar voru á samkomum í sýslunni. Árið 1960 hættu þau hjón búskap og fluttu til Hafnar. Aðalheiður var húsmóðir á Höfn og síðar starfaði hún á skrifstofu Hafnarhrepps og einnig á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hún nýtti frístundir til að sinna áhugamálum á borð við hannyrðir, útivist og skógrækt og á efri árum gafst aukinn tími til þess.

Prestarnir

Kaþólska kirkjan Langafastan hefst á öskudegi Á öskudegi borðum við ekki kjöt og föstum.

Sunnudagur 9. mars Börnin hittast kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00 Eftir hl. messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar.

Allir hjartanlega velkomnir.

Bænasamkoma

Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður haldinn í Hvítasunnukirkjunni á Höfn 7. mars kl.17:00 Allir Hornfirðingar eru hjartanlega velkomnir.

Kristnar konur á Höfn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Aðalheiður Geirsdóttir

Víkurbraut 28, Höfn Hornafirði, sem andaðist á líknardeild Landspítalans mánudaginn 24. febrúar, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Höfn, laugardaginn 8. mars kl. 11:00. Margrét Sigurðardóttir Anna Sigurðardóttir Halldóra Sigríður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Sigurjón Arason Gunnar Þór Árnason Jóhannes Kristjánsson

Margir bannaðir tölvuleikir bjóða barninu þínu í heim ofbeldis og glæpa. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft! Aðgerðahópurinn

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

miðtún

lækkað ver

Vel skipulagt 121 m² steinsteypt einbýlishús ásamt verönd. 4 svefnherbergi, klætt að utan, mikið endurnýjað hús

ð

Nýtt á skrá

hafnarbraut Efri sérhæð

Fjögurra herbergja 94,1 íbúð ásamt 34,6 m² bílskúr, íbúðin skiptist í 2 herbergi og 2 stofur, nýir gluggar, sameiginlegt þvottahús á neðri hæð.

Nýtt á skrá

hafnarbraut neðri sérhæð

Fjögurra herbergja 81,4 m² neðri sérhæð í miðbæ Hafnar ásamt 27,7 m² bílskúr, íbúðin skiptist í 3 herbergi og stofu, sameiginlegt þvottahús á neðri hæð.


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. mars 2014

Alþjóðlegur bænadagur kvenna Markmið bænadagsins er að stuðla að réttlátari og friðsamlegri heimi með því að miðla upplýsingum um kjör kvenna í fjarlægum löndum og mynda alþjóðlega bænakeðju fyrsta föstudag í mars ár hvert. Einkunnarorð þessarar alþjóðlegu kvennahreyfingar eru: „Upplýst bæn – bæn í verki“. Á hverju ári taka konur og karlar höndum saman og mynda bænahring umhverfis jörðina í 180 löndum. Þetta árið er beðið fyrir konum í Egyptalandi. Sömu ritningarversin eru lesin í öllum löndum. Lofsöngur og bænir munu hljóma á yfir 1000 tungumálum. Bænasamkoman hefst klukkan 17:00 föstudaginn 7. mars. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að koma og vera með okkur. Sameinumst þennan dag með konum út um allan heim.

Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga boðar til fundar, miðvikudaginn 12. mars 2014. Fundurinn er haldinn í „Papóshúsinu“ við Álaugarveg 3 og hefst klukkan 20:00 Dagskrá: Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga og stuðningsmenn þeirra kynna og leggja fram til samþykktar, framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014.

Aðalfundur Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga

Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Gestur fundarins verður Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður.

Stjórnin

3

Náttúrupassi ekki efstur á blaði á Suðurlandi Suðurland er eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins allt árið um kring og ferðaþjónusta orðin ein meginstoðin í atvinnulífi svæðisins. SASS - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga stóðu nýverið fyrir viðhorfskönnun meðal Sunnlendinga um gjaldtöku í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir gríðarlega umferð ferðamanna um Suðurland er áhyggjuefni hversu lítið fjármagn verður eftir í landshlutanum til uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða. Markmiðið með könnuninni var að leiða fram skoðanir Sunnlendinga til að tryggja að tekið verði tillit til sjónarmiða þeirra við ákvörðun um fyrirkomulag gjaldtökunnar í framtíðinni. Góð þátttaka var í könnuninni en alls tóku 837 manns þátt. Það var mjög góð þátttaka meðal ferðaþjónustuaðila og svöruðu 333 manns úr greininni könnuninni. Gjaldtaka virðist ekki eingöngu brenna á þeim sem starfa í ferðaþjónustu heldur einnig hinum almenna íbúa. 82,4% þeirra sem tóku þátt eru hlynntir gjaldtöku í ferðaþjónustu. Náttúrupassi var ekki efstur á lista heldur kusu flestir brottfarar- eða komugjald eða 28,3%. 21,5% vildu aðgangseyri á einstaka staði, en þar á eftir kom blanda af náttúrupassa og gjaldtöku á einstaka staði 19,5%. Það kom einnig fram að náttúrupassahugtakið er óljóst og það er þörf fyrir frekari útlistun á því hvað menn hafa í huga varðandi náttúrupassa. Í svörum var nefnt sérstaklega að Íslendingar ættu ekki að þurfa að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru. Einnig að skattleggja ætti afþreyingarfyrirtæki, svo sem fyrirtæki með gönguferðir, bátsferðir, skoðunarferðir o.fl., sem í dag greiða engan virðisaukaskatt. Meirihluti svarenda trúði því að fjármagnið myndi skila sér til uppbyggingar ferðamannastaða, en engu að síður höfðu margir áhyggjur af framkvæmd og úthlutun eins og kom fram í svörum þeirra. Það skiptir verulega miklu máli að afrakstur gjaldtökunnar muni skila sér í auknum fjármunum til uppbyggingar, viðhalds og verndunar á ferðamannastöðum. Það er áhyggjuefni að ekki virðist vera til langtímaáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi. Mikilvægt er að vinna stefnumótun um þetta á landsvísu, gera framkvæmdaráætlun og koma útdeilingu fjármuna í öruggan farveg. Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar SASS Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnisstjóri SASS

Aðalfundur Rauða krossins á Hornafirði Aðalfundur Rauðakrossins á Hornafirði verður haldinn laugardaginn 8.mars nk. kl. 13:00 í húsnæði félagsins. - Venjuleg aðalfundarstörf og kosning í nýja stjórn. - Allir velkomnir.

FRAMTÖL - BÓKHALD 2014 Jón Gunnar - Hafnarbraut 18 Símar: 478-1106 og 867-4441 Jon.gunnar@simnet.is (RSK hyggst opna fyrir einstaklinga um næstu helgi ..aðrir e.t.v. svolítið síðar)

Athugið að Rauðakrossbúðin verður lokuð þann sama dag Stjórnin

Handverksfólk Hornafirði Aðalfundur Handraðans 2014 verður haldinn í húsi Afls, Víkurbraut 4, þriðjudaginn 11. mars kl. 20:00. Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

Bókhaldsstofan tekur við umboði Sjóvár fyrir Höfn og nágrenni frá og með 1. mars 2014. Af því tilefni er opið hús og léttar veitingar á skrifstofum félagsins að Krosseyjarvegi 17, föstudaginn 7. mars nk. frá kl 14:00 - 16:30


4

Fimmtudagur 6. mars 2014

3. framboðið býður fram Kæru Hornfirðingar! 3. framboðið horfir til framtíðar og býður öllum Hornfirðingum sem vilja hafa áhrif til íbúafundar að Hrollaugsstöðum sunnudaginn 9. mars kl. 12:00. Boðið verður upp á fiskisúpu og spjall um framtíð sveitarfélagsins. Fyrsti formlegi fundur 3. framboðsins var í húsi Afls að Víkurbraut 12. febrúar. Hópur fólks hefur hist vikulega síðan. Auðsýnt er að góður vilji er til að bjóða fram lista af fólki sem vill vinna fyrir sveitarfélagið með hag samfélagsins að leiðarljósi án tengingar við pólitíska flokka. Í annað sinn er nú blásið til opins fundar sem jafnframt verður formlegur stofnfundur hins nýja framboðs. Það er óskandi að fá sem flesta með og fá fjölbreyttar skoðanir fram í dagsljósið. Málefnavinna verður unnin á fundinum og lagt verður á ráðin um áherslur framboðsins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þá verður farið í saumana á þeim þáttum sem skipta máli fyrir hvert samfélag svo það laði til sín fólk og fjölbreytt atvinnutækifæri og tryggja þannig að framþróun verði á öllum sviðum sveitarfélagsins. Framboðslisti hefur ekki enn verið settur saman því allir eiga að fá tækifæri til að hafa áhrif á það fyrirkomulag. Sérstaklega er ungt fólk sem vill hafa áhrif hvatt til þess að koma og forvitnast um heima sveitarstjórnarvinnunnar. Það er skemmtileg vinna þegar margir koma saman að henni með opnum hug.

Horfum til framtíðar, sjáumst á stofnfundi 3. framboðsins á Hrollaugsstöðum sunnudaginn 9. mars kl. 12:00.

Aðalfundur Skógræktarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn miðvikudaginn 19. mars nk. í Ráðhúsinu, Höfn kl 16:00 (gengið inn bakdyra megin)

Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn Skógræktarfélags Austur – Skaftfellinga

Starfsmaður óskast í sumar í nýja og glæsilega verslun Lyfju útibú Höfn Hornafirði Starfið felur í sér ráðgjöf til viðskiptavina við val á vörum í verslun, afgreiðslu á kassa,afhendingu lyfja gegn lyfseðli, ráðgjöf um val og notkun lausasölulyfja auk annarra tilfallandi verkefna. Um er að ræða sumarafleysingar frá 1.júní til ágústloka, frá kl. 10:00-18:00 eða eftir samkomulagi.

Eystrahorn

Vilt þú hjálpa til við söfnun þjóðhátta?

Ljósmyndin er í eigu Þjóðminjasafns Íslands, ljósmyndari Guðni Þórðarson. Myndin er tekin um 1950-1955 en ekki vitað hvar. Kannast einhver við þessa krakka?

Þjóðminjasafn Íslands hefur safnað þjóðháttum með spurningaskrám í meira en hálfa öld. Fyrstu heimildarmennirnir voru fólk sem sent hafði inn svör við fyrirspurnum í þættinum íslenskt mál í Ríkisútvarpinu. Síðar var haldið uppi fyrirspurnum um fróðleiksfúst fólk og einstaklinga sem taldir voru hafa áhuga á að svara spurningaskrám. Þannig myndaðist fljótt ákveðinn kjarni eða meira og minna fastur hópur sem tók að sér í sjálfboðaliðastarfi að svara spurningaskrám Þjóðminjasafnsins. Hópurinn hefur að sjálfsögðu endurnýjast oftar en einu sinni á rúmlega 50 árum, maður kemur í manns stað. Nú sem fyrr hefur þjóðháttasöfnunin þörf á að bæta við yngra fólki í þennan hóp og leyfir sér hér með að óska eftir stuðningi frá almenningi. Það er að vísu nokkur fyrirhöfn að svara spurningaskrám en þeir sem það gera leggja hins vegar sitt af mörkum í varðveislu á óáþreifanlegum menningararfi. Þeir sem áhuga hafa á að prófa að svara spurningakrám eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ágúst Ólaf Georgsson, fagstjóra þjóðhátta, í síma 5302246 eða með því að senda tölvupóst á netfangið agust@thjodminjasafn.is, sem veitir allar nánri upplýsingar.

Stofnfundur félags áhugamanna um fornbíla í Sveitarfélaginu Hornafirði Stofnfundur fornbílaklúbbs þar sem viðhald og uppgerð á eldri bílum og ökutækjum er í öndvegi sem og eldri landbúnaðarvélar og önnur tæki.

Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörfum er æskileg og reynsla úr apóteki er kostur.

Klúbburinn mun einnig standa vörð um menningarsögulegt gildi heimasmíðaðra tækja úr héraðinu.

Nánari upplýsingar gefa Hanný Ösp Pétursdóttir, umsjónarmaður útibúsins, í síma 478-1224 (hanny@lyfja.is) eða Adda Birna Hjálmarsdóttir, Lyfsali, í síma 471-1273 (adda@lyfja.is).

Stofnfundurinn verðu í haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima 7. mars 2014 kl. 20.00.

Sækja má um starfið á vefslóðinni www.lyfja.is eða senda umsókn í tölvupósti til ofangreindra. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Allt áhugafólk er hvatt til þess að mæta Með kveðju, Starfsfólk Menningarmiðstöð Hornafjarðar og Hornafjarðarsafna


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. mars 2014

Dagskrá Blús- og rokkhátíðar Hornafjarðar 2014 Fimmtudagur 13. marsA

ðgangse

Kl. 20:30 Rosewood Rayne Vibrato Blues Band

Föstudagur 14. mars

yrir

kr. 1.500,-

seyrir

Aðgang

,Kl. 20:30 Silkikvartettinn kr. 3.000 Síðasti sjens Hljómsveitin Dútl og Kristjana Stefánsdóttir

Laugardagur 15. mars

Kl. 14:00 Blúsdjamm. Allir velkomnir að spila - FRÍTT INN Aðga

Kl. 20:00 Djasskombó Hornafjarðar ngse yri k r . Kjallarabandið 3.000 r , Blúsband Björgvins Gíslasonar Allir tónleikarnir eru í Pakkhúsinu. Húsið er opið til kl. 1:00 öll kvöldin. Nánari upplýsingar á facebook.com/hornablues. Miðasala er aðeins við innganginn. Engar borðapantanir svo fólki er bent á að mæta tímanlega til að ná í góð sæti. 18 ára aldurstakmark nema að fullorðnir fylgi þeim sem yngri eru. Stjórn Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar

5

Fiskirí og vinnsla

Einar Jóhann hjá Fiskmarkaðnum var ánægður með vertíðina þrátt fyrir ógæftir og sagði að janúarmánuður væri sennilega sá besti frá upphafi. Munar þar mestu að bátar frá Skinney-Þinganesi hafa landað töluvert á markaðinn. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja: „Mjög svo erfiðri loðnuvertíð er að ljúka verði ekki bætt við loðnukvótann. Jóna er á heimleið með 350 tonn sem hún fékk út af Ísafjarðardjúpi í dag (þriðjudag) en sá afli fékkst úr vestangöngu. Vertíðin hefur verið með eindæmum erfið sökum endalausrar ótíðar. Þetta hefur verið barningur alla vertíðina sem endaði svo út af Ísafjarðardjúpi í dag. Við sendum Ásgrím á síld vestur í Kolluál eftir síðustu loðnulöndun hans og landaði hann 930 tonnum á sunndaginn. Hann er nú í öðrum síldartúr. Netaveiðar hafa gengið vel í vetur og hefur afli þeirra verið jafn eða um 15-30 tonn. Samtals hafa netabátar veitt um 1.600 tonn á vertíðinni sem við áætlum að ljúki fyrstu vikuna í apríl.“

Aflabrögð í janúar og febrúar Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51....................... net............36....... 585,0...þorskur Sigurður Ólafsson................. net............19....... 279,2...þorskur Skinney SF 20........................ net............35....... 553,8...þorskur Þórir SF 77............................. net............34....... 500,0...þorskur Steinunn SF 10....................... botnv.......11....... 735,0...blandaður afli Þinganes SF 25...................... rækjuv.......6......... 76,4...rækja 23,2 Benni SU 65........................... lína...........15....... 109,9...þorskur 88,6 Beta VE 36............................. lína.............9......... 60,5...þorskur 43,1 Guðmundur Sig SU 650........ lína.............9......... 46,7...ýsa/þorskur Dögg SU 118.......................... lína...........25....... 190,8...þorskur 144,3 Siggi Bessa SF 97.................. lína.............7......... 31,2...þorskur 20,5 Húni SF 17............................. handf.........3........... 2,2...þorskur 2,1 Sæunn SF 155........................ handf.........3........... 3,7...þorskur Sævar SF 272......................... handf.........2........... 4,4...þorskur Ásgrímur Halld. SF 270........ flotv/nót....7..... 4.730 t...loðna Jóna Eðvalds SF 200............. flotv./nót...6..... 4.973 t...loðna Heimild: www.fiskistofa.is

Foreldrar barna í Sindra athugið Jói í Jakó verður í sundlaug Hafnar fimmtudaginn 6. mars frá kl. 16:00 – 18:30 með Sindrafatnað á tilboði. Hvetjum alla foreldra til að skoða stöðuna á keppnis- og æfingafatnaði barna sinna fyrir sumarið og sjá hvort eitthvað þarf að endurnýja. Fótboltakveðjur, Yngriflokkaráð Sindra

ATVINNA – SUMAR

Leitum að hressu fólki eldri en 18 ára til starfa við tjaldsvæðið á Höfn í sumar. Þörf er á að kunna erlent tungumál og hafa ríka þjónustulund. Umsóknir sendist til camping@simnet.is og frekari upplýsinga má leita á sama stað. Hugi og Sigrún


6

Fimmtudagur 6. mars 2014

Eystrahorn

Laus störf sumarið 2014

Óskum eftir að ráða kraftmikið og duglegt fólk til almennra hótelstarfa á Hótel Eddu Höfn. Starfsreynsla er æskileg og lágmarksaldur er 18 ár. Hótelið verður opið frá 15. maí til 25. september. Leitað er að fólki í almenn hótelstörf sem felast meðal annars í þrifum á húsnæði, herbergjum og vinnu í þvottahúsi. Einnig framreiðslu á morgunverði og aðstoð í eldhúsi. Nánari upplýsingar veitir Karl Rafnsson í tölvupósti: krafnsson@hotmail.com. Hægt er að senda inn umsókn á rafrænu formi á heimasíðu Edduhótelanna www.hoteledda.is Umsóknarfrestur er til 31. mars n.k. og verður öllum umsóknum svarað. Edduhótelin eru opin yfir sumartímann. Edduhótelin eru 12 talsins og þau er að finna hringinn í kringum landið. Áhersla er lögð á lipra þjónustu og hagstætt verð. Fjöldi herbergja er frá 28 upp í 204. Edduhótelin eru rekin af Flugleiðahótelum ehf., sem reka einnig Icelandair hótelin og Hilton Reykjavík Nordica. Yfir sumartímann starfa 550 manns hjá fyrirtækinu. Yfir sumartímann starfa 550 manns hjá fyrirtækinu.

Útboð - Skólamáltíðir haust 2014-2018

Útboð á verkinu Hellisviti Endurbætur utanhúss

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið ”SKÓLAMÁLTÍÐIR ÁGÚST 2014 - 2018”.

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið ”Hellisviti – Endurbætur utanhúss” eins og því er lýst í meðfylgjandi útboðsgögnum.

Verkið felst í að elda hádegismat fyrir nemendur og starfsfólk í Grunnskóla Hornafjarðar. Nemendur í 1. – 10. bekk munu snæða matinn í matsal í Hafnarskóla og er þá gert ráð fyrir að verksali komi matnum í skólann. Ekki er gert ráð fyrir að verksali leggi til leirtau og hnífapör. Útboðsgögn má nálgast á vef sveitarfélagsins á slóðinni www. hornafjordur.is/stjornsysla/utbod frá og með fimmtudeginum 6. mars. Kjósi bjóðendur að sækja útprentuð útboðsgögn þá verða þau seld hjá Sveitarfélaginu Hornafirði Hafnarbraut 27 á Höfn frá og með 6. mars. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 3. apríl 2014 og verða þau opnuð þar kl. 14:05 þann sama dag. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri, netfang ragnhildurj@hornafjordur.is s. 470-8000.

Verkið felst í því að klæða Hellisvita að utan en vitinn stendur út í eyjunni Lambhelli í Hornafirði. Um er að ræða klæðningu útveggja með Viroc plötum á álleiðurum. Einnig þarf að rífa núverandi glugga og hurðir úr útveggjum vitans og setja nýja plastglugga og hurðir í vitann. Verkið felst einnig í því að bræða pappa á þak og svalir vitans, brjóta lausa múrhúð af undirstöðum hans og múra þær að nýju. Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 Höfn frá og með föstudeginum 7. mars. 2014 gegn 5.000 kr. greiðslu. Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/stjornsysla -útboðsgögn. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en miðvikudaginn 2. apríl 2014 kl. 14:00 er þau verða opnuð. Björn Imsland, umsjónamaður fasteigna bjorni@hornarfjordur.is sími 470-8000 eða 894-8413.


Áhugaverð störf laus til umsóknar

Auglýsing um deiliskipulag HSSA Athugasemdafrestur lengdur Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkt þann 12. des. 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði rétt við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands skv.1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Hjá Sveitarfélaginu Hornafirði eru eftirfarandi störf laus til umsóknar • Staða sálfræðings Sveitarfélagsins Hornafjarðar • Staða skólastjóra til afleysingar Grunnskóla Hornafjarðar í 2 ár • Staða sérkennara/þroskaþjálfa við Grunnskóla Hornafjarðar • Stöður starfsmanna við heimaþjónustudeild sveitarfélagsins • Staða ljósmóður við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands • Staða hjúkrunarfræðings á hjúkrunardeild HSSA til afleysinga • Staða almenns grunnskólakennara við Grunnskóla Hornafjarðar • Stöður leikskólakennara við leikskóla sveitarfélagsins • Staða myndmenntakennara til afleysingar Grunnskóla Hornafjarðar • Staða tónlistarkennara og aðstoðarskólastjóra Tónskóla A-Skaft. • Staða hjúkrunarfræðings eða fjögura árs nema til afleysingar við HSSA.

Umhverfis-og skipulagsnefnd hefur lengt athugasemdartíma á fundi sínum þann 26. febrúar 2014 til 14. mars 2014. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða endurskoðun á aðalskipulagi 2012-2030 skv. 2. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að: • Að tryggja eðlilegan vöxt HSSA. • Að tryggja aukið framboð þjónustuíbúða. • Að bæta þjónustu við núverandi notendur og vinnuaðstöðu. • Að auka framboð á íbúðum í sveitarfélaginu. Deiliskipulagstillaga ásamt fylgigögnum verður til sýnis í Ráðhúsi Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 19. des. 2013 til og með 14. mars 2014 eða á heimasíðu sveitarfélagsins www. hornafjordur/stjornsysla - skipulag í kynningu Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. mars 2014 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Upplýsingar um störfin má finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/atvinna og í síma 4708000.

+

+

=

Ostborgari franskar, lítið Prins Póló og 0,33 l Coke í dós 1.249 kr.

Veitingatilboð

N1 Höfn Sími: 478 1940

+

=

Mozzarellastangir með sósu og 0,33 l Coke í dós 879 kr.

+

=

Kjúklingabringa í ciabattabrauði, franskar og 0,33 l Coke í dós 1.595 kr.

+

=

Djúpsteikt pylsa með osti, frönskum á milli og 0,33 l Coke í dós 795 kr.

+

=

Pylsa með öllu og 0,33 l Coke í dós 469 kr.

Opnunartími: Mánudaga til föstudaga 08:00 til 22:00 Laugardaga 09:00 til 22:00 Sunnudaga 10:00 til 22:00


Hornafjörður

Óskað er eftir áreiðanlegum einstaklingi með ríka þjónustulund í starf gjaldkera í útibú Landsbankans á Hornafirði í sumar.

Helstu verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

» Upplýsingagjöf um vörur og þjónustu Landsbankans

» Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri

» Almenn þjónusta við viðskiptavini

» Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð

» Vinnutími er 9:00 - 17:00 alla virka daga.

» Frumkvæði og þjónustulund » Hæfni í mannlegum samskiptum » Reynsla af þjónustustörfum er kostur

Nánari upplýsingar veita Sigríður Birgisdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Hornafirði í síma 410 8625 og Ingibjörg Jónsdóttir í Mannauði í síma 410 7902. Umsókn merkt “Sumarstarf – Hornafjörður” fyllist út á vef bankans www.landsbankinn.is Umsóknarfrestur er til og með 20. mars nk.

Áætlaður starfstími er frá 20. maí – 31. ágúst 2014.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

L a n d s b a n k i n n, k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0

Sumarstarf


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.