Eystrahorn Fimmtudagur 10. mars 2011
10. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Fólki bjargað af Öræfajökli Á sunnudaginn kom beiðni til Landsbjargar um aðstoð frá þremur skíðagöngumönnum sem voru við slæmar aðstæður á Vatnajökli og treystu sér ekki að komast niður af jöklinum hjálparlaust. Eystrahorn snéri sér til Friðriks Jónasar Friðrikssonar formanns Björgunarfélagsins Hornafjarðar sem stjórnaði aðgerðum og hafði hann þetta að segja um atburðarrásina; „Við fengum aðstoðarbeiðni um kl 16:00 á sunnudag. Svo óheppilega vildi til að margir af mínum félögum voru á ferðalagi í og voru á eina alvöru jöklajeppanum sem sveitin á. Það var því ljóst að við sem vorum heima höfðum eingöngu 4 snjósleða til fararinnar. Þar sem veðurspá var vond og veðrið hreint út sagt „brjálað“ voru sveitirnar á Kirkjubæjarklausti, Skaftártungum og í Vík í Mýrdal kallaðar út líka okkur til aðstoðar. Þessi hópur fór upp Breiðarmerkurjökul og gekk vel en leiðin er 35 km. á
Friðrik Jónas og félagar stolt með nýju sleðana sem notaðir voru á sunnudaginn.
jökli. Fljótlega sigu vélsleðarnir framúr bílunum og sóttist ferð sleðanna vel þangað til komið var í 1450 metra hæð. Þá var veðrið orðið þannig að okkur þótti skymsamlegt að snúa frá á sleðunum. Bílarnir voru þá rétt á eftir okkur og um 6 km eftir að tjaldinu sem var staðsett í Tjaldaskarði á Snæbreiðu efst á Öræfajökli. Það var svo snjóbíll frá Vík sem kom að tjaldinu um kl 3:00 um nóttina.
Hann var þá búinn að vera um þrjá og hálfa klukkustund að komast þessa síðustu 6 km. Skíðagöngumönnunum var komið í snjóbílinn og strax lagt af stað niður af jöklinum. Búnaður skíðamannanna var skilinn eftir þar sem ekki var talið skynsamlegt að dvelja mjög lengi á þessum stað sem er í um 1940 m. hæð. Heimferðin gekk vel og voru mennirnir komnir niður um kl. 7:00. Við fengum líka tvo
öfluga snjóbíla frá Reykjavík til okkar. Voru þeir hafðir til taks á Breiðarmerkurjökli ef okkar leiðangur hefði ekki komist á leiðarenda um nóttina. Það voru um 40 manns sem tóku þátt í þessari aðgerð á 6 vélsleðum, 3 snjóbílum og 7 jeppum. Geta má þess að rétt fyrir jólin fékk Björgunarfélag Hornafjarðar tvo nýja vélsleða sem fóru í sína fyrstu ferð á sunnudaginn og reyndust þeir einstaklega vel. Um er að ræða Yamaha vélsleða sem eru fjórgengis og eru því mjög gangöruggir í vondu veðri. Einnig eru sleðarnir einstaklega vel tækjum búnir sem kom sér vel við þessar erfiðu aðstæður. Það má árétta einu sinni enn að fólki er ráðlagt að taka mark á veðurspám. Í þessu tilfelli mátti sjá fyrir að erfitt væri að ferðast á jökli þessa helgi“ Í fjölmiðlum hafa skíðamennirnir hrósað björgunarmönnum mikið og seint verður fullþakkað það óeigingjarna og erfiða starf sem þeir leggja af mörkum.
Afmælistónleikar Mér finnst alltaf jafn gaman að eiga afmæli, og legg ekki í vana minn að þegja yfir því. hÞví síður að hylma yfir aldurinn. Gaman að því. Þá kemur sá höfuðverkur hvað skuli gera með afmælið, hlaupa í burtu eða fara einn hring á skutlunni. Neibb, minn bestimann kvað upp úr með að halda tónleika í tilefni dagsins. Ekki ætlaði hann svosem að sjá um þá, en vera á hliðarlínunni og reyna að gera gagn. Þetta fannst mér spennandi hugmynd, og til að gera
langt mál stutt verða afmælistónleikar þann 2. apríl í Hafnarkirkju. Og ekki nóg með það, ég vil að ALLIR komi og fagni með mér, en böggull fylgir skammrifi. Ég ætla að selja inn, kr. 1000. Ef einhver vill borga meira þá er það guðvelkomið! Ekki ætla ég að nota peningana til að borga Icesafe eða kaupa mér standlampa ef þið kæru vinir hafið haldið það.Peningarnir sem safnast eiga að fara í góð kaup á góðu tæki fyrir heimilismenn á
HSSA. Það verður upplýst á tónleikunum. Þetta verður mín afmælisgjöf með ykkar hjálp. Við þekkjum öll einhvern sem nýtur ummönnunar á HSSA, og eigum örugglega mörg eftir að enda þar. Semsé, mikil þörf á að halda góða afmælisveislu og fá eins og fyrr sagði ALLA með í fjörið. Í þessum skrifuðu orðum felst “plögg”, bara svona til minna á að taka laugardaginn 2. apríl klukkan 4 frá, og hengja minnismiða á ísskápinn. Þakka áheyrnina og sendi ljúfar yfir. Guðlaug Hestnes
A fmælistilbo ð Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir .......1.290,- kr.
(ef þú sækir)
20 ára
Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri.....................1.490,- kr. 6-11 ára................................... 745,- kr. 5 ára og yngri...........................0,- kr.
1991-2011