Eystrahorn 10. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 10. mars 2011

10. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is

Fólki bjargað af Öræfajökli Á sunnudaginn kom beiðni til Landsbjargar um aðstoð frá þremur skíðagöngumönnum sem voru við slæmar aðstæður á Vatnajökli og treystu sér ekki að komast niður af jöklinum hjálparlaust. Eystrahorn snéri sér til Friðriks Jónasar Friðrikssonar formanns Björgunarfélagsins Hornafjarðar sem stjórnaði aðgerðum og hafði hann þetta að segja um atburðarrásina; „Við fengum aðstoðarbeiðni um kl 16:00 á sunnudag. Svo óheppilega vildi til að margir af mínum félögum voru á ferðalagi í og voru á eina alvöru jöklajeppanum sem sveitin á. Það var því ljóst að við sem vorum heima höfðum eingöngu 4 snjósleða til fararinnar. Þar sem veðurspá var vond og veðrið hreint út sagt „brjálað“ voru sveitirnar á Kirkjubæjarklausti, Skaftártungum og í Vík í Mýrdal kallaðar út líka okkur til aðstoðar. Þessi hópur fór upp Breiðarmerkurjökul og gekk vel en leiðin er 35 km. á

Friðrik Jónas og félagar stolt með nýju sleðana sem notaðir voru á sunnudaginn.

jökli. Fljótlega sigu vélsleðarnir framúr bílunum og sóttist ferð sleðanna vel þangað til komið var í 1450 metra hæð. Þá var veðrið orðið þannig að okkur þótti skymsamlegt að snúa frá á sleðunum. Bílarnir voru þá rétt á eftir okkur og um 6 km eftir að tjaldinu sem var staðsett í Tjaldaskarði á Snæbreiðu efst á Öræfajökli. Það var svo snjóbíll frá Vík sem kom að tjaldinu um kl 3:00 um nóttina.

Hann var þá búinn að vera um þrjá og hálfa klukkustund að komast þessa síðustu 6 km. Skíðagöngumönnunum var komið í snjóbílinn og strax lagt af stað niður af jöklinum. Búnaður skíðamannanna var skilinn eftir þar sem ekki var talið skynsamlegt að dvelja mjög lengi á þessum stað sem er í um 1940 m. hæð. Heimferðin gekk vel og voru mennirnir komnir niður um kl. 7:00. Við fengum líka tvo

öfluga snjóbíla frá Reykjavík til okkar. Voru þeir hafðir til taks á Breiðarmerkurjökli ef okkar leiðangur hefði ekki komist á leiðarenda um nóttina. Það voru um 40 manns sem tóku þátt í þessari aðgerð á 6 vélsleðum, 3 snjóbílum og 7 jeppum. Geta má þess að rétt fyrir jólin fékk Björgunarfélag Hornafjarðar tvo nýja vélsleða sem fóru í sína fyrstu ferð á sunnudaginn og reyndust þeir einstaklega vel. Um er að ræða Yamaha vélsleða sem eru fjórgengis og eru því mjög gangöruggir í vondu veðri. Einnig eru sleðarnir einstaklega vel tækjum búnir sem kom sér vel við þessar erfiðu aðstæður. Það má árétta einu sinni enn að fólki er ráðlagt að taka mark á veðurspám. Í þessu tilfelli mátti sjá fyrir að erfitt væri að ferðast á jökli þessa helgi“ Í fjölmiðlum hafa skíðamennirnir hrósað björgunarmönnum mikið og seint verður fullþakkað það óeigingjarna og erfiða starf sem þeir leggja af mörkum.

Afmælistónleikar Mér finnst alltaf jafn gaman að eiga afmæli, og legg ekki í vana minn að þegja yfir því. hÞví síður að hylma yfir aldurinn. Gaman að því. Þá kemur sá höfuðverkur hvað skuli gera með afmælið, hlaupa í burtu eða fara einn hring á skutlunni. Neibb, minn bestimann kvað upp úr með að halda tónleika í tilefni dagsins. Ekki ætlaði hann svosem að sjá um þá, en vera á hliðarlínunni og reyna að gera gagn. Þetta fannst mér spennandi hugmynd, og til að gera

langt mál stutt verða afmælistónleikar þann 2. apríl í Hafnarkirkju. Og ekki nóg með það, ég vil að ALLIR komi og fagni með mér, en böggull fylgir skammrifi. Ég ætla að selja inn, kr. 1000. Ef einhver vill borga meira þá er það guðvelkomið! Ekki ætla ég að nota peningana til að borga Icesafe eða kaupa mér standlampa ef þið kæru vinir hafið haldið það.Peningarnir sem safnast eiga að fara í góð kaup á góðu tæki fyrir heimilismenn á

HSSA. Það verður upplýst á tónleikunum. Þetta verður mín afmælisgjöf með ykkar hjálp. Við þekkjum öll einhvern sem nýtur ummönnunar á HSSA, og eigum örugglega mörg eftir að enda þar. Semsé, mikil þörf á að halda góða afmælisveislu og fá eins og fyrr sagði ALLA með í fjörið. Í þessum skrifuðu orðum felst “plögg”, bara svona til minna á að taka laugardaginn 2. apríl klukkan 4 frá, og hengja minnismiða á ísskápinn. Þakka áheyrnina og sendi ljúfar yfir. Guðlaug Hestnes

A fmælistilbo ð Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir .......1.290,- kr.

(ef þú sækir)

20 ára

Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri.....................1.490,- kr. 6-11 ára................................... 745,- kr. 5 ára og yngri...........................0,- kr.

1991-2011


2

Fimmtudagur 10. mars 2011

Skáldakvöld í Þórbergssetri Föstudaginn 11 mars kl 20:30

Dagskrá • Ljósa, Kristín Steinsdóttir rithöfundur les • Frásögn og ljóð, Vilborg Dagbjartsdóttir ljóðskáld • Kórsöngur, Kvennakór Hornafjarðar • Bréf til næturinnar, Kristín Jónsdóttir flytur ljóð • Vængjaþytur vorsins, Ásdís Jóhannsdóttir, skaftfellskt ljóðskáld kynnt

Kaffiveitingar, aððgangur ókeypis ALLIR VELKOMNIR

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Til sölu gullfallegt, mjög vel með farið hyundai píanó, stillanlegur bekkur fylgir, verð 380.000 þús. Þurrkari ársgamall tekur 6kg verð 25.000 þús. Rimlarúm ársgamalt verð 5000 þús. og svo er ég með 60 ára gamlan westinghouse ísskáp, tilboð óskast. upplýsingar gefur Matthildur í síma 4822308 eða 8441180.

Eystrahorn

Skáldahelgi í Þórbergssetri Helgina 11. - 12 mars verður skáldahelgi í Þórbergssetri, en hefð er fyrir því að halda hátíð í Þórbergssetri, sem næst fæðingardegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars. Föstudagskvöldið 11. mars næstkomandi verður dagskrá í Þórbergssetri og hefst hún klukkan 20:30. Opið verður í Þórbergssetri alla helgina, kaffi á könnunni og upplestur úr ýmsum verkum skaftfellskra höfunda ef gestir koma í heimsókn Að þessu sinni koma í heimsókn merkar skáldkonur, en það eru þær Kristín Steinsdóttir rithöfundur og Vilborg Dagbjartsdóttir ljóðskáld. Kristín fjallar um skáldsögu sína, Ljósu, sem kom út núna fyrir jólin. Bók hennar hefur vakið mikla athygli en vitað er að þó að um skáldsögu sé að ræða er efniviðurinn rakinn til lífsferils ömmu Kristínar sem hét Kristín Eyjólfsdóttir og bjó á Kálfafelli í Suðursveit. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld ætlar að fjalla um kynni sín af Þórbergi og flytja ljóð úr nýjustu ljóðabók sinni, Síðdegi. Báðar þessar bækur voru tilnefndar til menningarverðlauna DV og Kristín Steinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki bókmennta og veitti hún þeim viðtöku 2. mars síðastliðinn Kristín Jónsdóttir í Hlíð ætlar að mæta fyrir hönd Skaftfellinga og kynna ljóðabók sína Bréf til næturinnar sem kom út árið 2009, en bókin hefur hlotið afar góða dóma og notið mikilla vinsælda og er nú verið að endurprenta í fjórðu útgáfu. Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs ætlar að kynna ljóðabókina, Vængjaþytur vorsins

Kristín og Vilborg

eftir Ásdísi Jóhannsdóttur , sem kom út hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi árið 2002. Ásdís er lítið þekkt en hún lést sviplega aðeins 26 ára gömul er hún stundaði efnafræðinám í Þýskalandi. Ásdís var ættuð af Mýrunum, dóttir Jónínu Benediktsdóttur frá Einholti og á því fjölda nákominna ættingja í Austur Skaftafellssýslu. Til að létta lundina koma konur úr Kvennakór Hornafjarðar í heimsókn og ætla að syngja nokkur lög, en áður hafa Samkór Hornafjarðar og Karlakórinn Jökull sungið í Þórbergssetri við sérstök tækifæri. Skaftfellingar ættu ekki að láta þessa merku menningardagskrá fram hjá sér fara, og skreppa í heimsókn á Hala eina kvöldstund til að heiðra allar þessar konur sem hafa lagt menningarlífi á Íslandi og í Skaftafellssýslum lið með eftirtektarverðum hætti. Kaffiveitingar kosta 1000 krónur og opið verður inn á sýningar. Aðgangur er ókeypis

Lokað á föstudag og laugardag vegna árshátíðarferðar starfsfólks. Opnum aftur kl. 18:00 á sunnudaginn.


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. mars 2011

3

Styrktartónleikar í Sindrabæ Í dag fimmtudaginn 10. mars verða haldnir styrktartónleikar tileinkaðir henni Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur til þess að hjálpa henni í gegnum erfiða tíma. Húsið opnar kl. 19:30 og hefjast tónleikarnir kl. 20.00 í Sindrabæ. Aðgangseyrir er 1000 kr og rennur óskiptur í sjóð sem verður afhentur Hjördísi. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. Allur ágóði rennur óskiptur til hennar. Þar munum við sjá

hvað hornfirskt tónlistarlíf hefur uppá að bjóða og mun þetta höfða til sem flestra aldurshópa. Sýnum nú hvers við erum megnug í okkar litla sveitarfélagi og fjölmennum á þennan viðburð. Vonumst til að sjá sem flesta og að allir komi og styrki gott málefni. Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta á tónleikana en vilja leggja góðu málefni lið viljum við benda á eftirfarandi styrktarreikning: Banki 0111-26-31012. Kt. 311276-3289

Sindri og Sigfinnur flottir í útvarpinu.

Það var gaman hjá Þórði, Kristínu og Sævari.

Þórhildur og Heba sniðu ennþá meira.

Gerður, Sveinbjörg, Amna og Kristjana sniðu og saumuðu.

Feiknafjör í FAS Í síðustu viku var opin vika í FAS, en þá er námið lagt til hliðar og starfað í hinum ýmsu hópum. Nemendur voru búnir að velja sig í nokkra hópa, en þeir voru: blaðahópur, kvikmyndahópur, útvarpshópur, ljósmyndahópur, fatasaumshópur, tónlistarhópur og árshátíðarhópur. Á mánudag og miðvikudag voru sameiginlegir viðburðir fyrir hádegi. Á mánudag var ratleikur og á miðvikudag var framhaldsskólamót í Hornafjarðarmanna, sem Steinþór Benediktsson vann. Í hádeginu á föstudag var svo afrakstur hópvinnunnar kynntur í kaffiteríu Nýheima. Opnu vikunni lauk svo á föstudagskvöldið með vel heppnaðri árshátíð, sem haldin var á Hótel Höfn. Þóra Björg vandar sig við að spreyja.

Jóhann Árni tilbúinn við settið.

Kristey, Steinþór og Sverrir Brimar voru efst í Hornafjarðarmannanum.

Björn Ragnar og Hannes fagmannlegir að leggja á árshátíðarborðið.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&&

Hafnarkirkja Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga kl. 18:45 Hilmar Gunnlaugsson,

hrl. og lögg. Sóknarprestur fasteignasali s. 580 7902

Mömmumorgnar alla fimmtudaga kl. 10:00.

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Hlíðartún

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

Nýtt á skrá

Vandað og velbyggt 151,3 m² einbýlishús ásamt 44,4 m² millibyggingu og tvöföldum 50,2 m² bílskúr, samtals 245,9 m². 4 svefnherb. 2ja herb íbúð í millibyggingu.

hæðagarður

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Nýtt á skrá

Mikið endurnýjað einbýlishús á samt bílskúr samtals 183,7 m² 4 svefnherb. Laust strax

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

svalbarð

Nýtt á skrá

117,8 m² einbýlishús sem er í endurbyggingu. Laust strax


4

Fimmtudagur 10. mars 2011

Eystrahorn

Duglegir krakkar

Sjálfstæðisfólk Munið aðalfundinn í kvöld, fimmtudaginn 10. mars kl. 20:00, í Sjálfstæðishúsinu.

Aðalfundur Þessir flottu krakkar Júlíus Aron Larsson, Björgvin Freyr Larsson, Harpa Lind Helgadóttir og Thelma Ýr Þórhallsdóttir færðu Hornafjarðardeild RKÍ 1.251,- á opnu húsi á laugardaginn. Peningnum söfnuðu þau með því að selja plástur. Framlagið mun renna til hjálparstarfs og þökkum við krökkunum kærlega fyrir.

Aðalfundur Hornafjarðardeildar RKÍ verður haldinn 14. mars 2011 kl. 19:30 í húsnæði deildarinnar Víkurbraut 2. Venjulega aðalfundarstöf Allir velkomnir

Einsöngstónleikar Sunnudaginn 13. mars kl. 17:00 verða einsöngstónleikar í Hafnarkirkju. József Gabrieli Kiss tenor, Guðlaug Hestnes píanó og Andrea Kissné Révfalvi fiðla. Mjög fjölbreytt efnisval og aðgangseyrir er kr. 1.500. Frítt fyrir nemendur.

Aðalfundur Fuglaathugunnarstöðvar Suðausturlands Verður haldinn mánudaginn 14. mars kl: 17:00 í fundarsal Frumununnar í Nýheimum. • Venjuleg aðalfundarstörf • Skýrla stjórnar • Önnur mál Stjórnin

Bú Aðföng

Bu.is ehf Stórólfsvöllum 861 Hvolsvöllur Sími 487 8888 Fax 487 8889 bu@bu.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. mars 2011

Aðalfundur

Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu heldur aðalfund á Smyrlabjörgum, miðvikudaginn 16. mars 2011 klukkan 20:00. Dagsskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Kynning á Markaðsstofu Suðurlands; Davíð Samúelsson • Vatnajökulsþjóðgarður; kynning á starfsemi og framkvæmdum á Suðursvæði; Regína Hreinsdóttir • Önnur mál Ferðaþjónustuaðilar og allir áhugasamir um þróun ferðaþjónustu í Austur Skaftafellssýslu eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn.

Kynningarfundur um Rótarý Þriðjudaginn 15. mars 2011 verður haldinn kynningarfundur um Rótarý í Nýheimum, Höfn í Hornafirði kl. 20:00. Fundurinn er haldinn á vegum Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og er tilgangur hans að kynna fyrir íbúum Hornafjarðar starfsemi, markmið og tilgang hreyfingarinnar bæði hér á landi og erlendis með það fyrir augum að kanna möguleika þess að stofna nýjan klúbb á Hornafirði.

www.rotary.is

Heimamarkaðurinn verður opinn á laugardaginn kl 13-16

5

Erfitt tíðarfar

Brim í febrúar 2011. Ljósmynd: Þorri.

„Vertíðin hefur verið með erfiðasta móti, ríkjandi suðvestanáttir í allan vetur“ sagði Ásgeir Gunnarson hjá SkinneyÞinganesi. „Afli frá áramótum er samtals 1.150 tonn sem skiptist nokkuð jafnt á þrjá netabáta. Á laugardaginn s.l var algjört mok eða 50 tonn á hvern bát. Fiskur virðist hafa flætt yfir öll svæðin því það var alveg sama hvar dregið var, öll net voru full af fiski. Loðnuskipin eiga eftir 1.100 tonn af sínum kvóta og klára það vonandi þegar veður lægir um miðja viku. Við tekur tveggja og hálfsmánaðar bið eftir næstu vertíð, tíminn verður notaður í slipptöku og þetta vanabundna viðhald sem er á milli vertíða. Við reiknum með að fara af stað á norsk-íslensku síldina öðru

hvoru megin við sjómannadag. Innsiglingin hefur verið afar slæm í vetur, sérstaklega fyrir loðnuskipin. Þau hafa þurft að leita annað til löndunar þegar verstu veðrin hafa gengið yfir. Þá hefur Ósinn verið lokaður í 4-5 daga samfleytt. Það verður erfitt að búa við svona ástand mikið lengur. Það er löngu ljóst að reyna þarf að dýpka grynnslin með einhverju móti. Hafnarstjórn Hornafjarðar og Siglingastofnun verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta úr þessu og veit ég að einhverjar hugmyndir eru á borðum þeirra nú þegar.“ Einar Jóhann hjá Fiskmarkaðnum sagði lítið að frétta og innan við 100 tonn voru seld á markaðnum í febrúar.

Aflabrögð 28. febrúar - 6. mars Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðarfæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Aðalfundur UMF Mána verður haldinn miðvikudaginn 16. mars kl 20:00 í Mánagarði. Venjuleg aðalfundarstörf.

Hvanney SF 51 ................... net.............3.......83,2.......ufsi/þorskur Sigurður Ólafsson SF 44..... net.............1.......29,5.......þorskur 29,3 Skinney SF 20...................... net.............3.......65,4.......þorskur 43,8 Þórir SF 77........................... net.............4.......65,4.......þorskur 60,4 Steinunn SF 10 ................... botnv.........2.... 123,7.......blandaður afli Benni SF 66.......................... lína.............2...... 12,1.......ýsa/þorskur Dögg SF 18.......................... lína.............2.......16,7.......þorskur 9,9 Guðmundur Sig SU 650 . ... lína ...........1.........3,8.......ýsa/þorskur Ragnar SF 550 .................... lína ...........1........ 3,0.......ýsa/þorskur Siggi Bessa SF 97................ lína.............1.........2,5.......ýsa/þorskur Ásgrímur Halld. SF 250...... nót.............1......980 t.......loðna Jóna Eðvalds SF 200 .......... nót.............1...1.067 t.......loðna

Um b o ð s a ð i l i

Dögg landar á Stöðvarfirði, Benni á Breiðdalsvík og Steinunn í Reykjavík Heimild: www.fiskistofa.is


markhonnun.is

KALKÚNASNEIÐAR

40 % afsláttur

1.079

kr/kg

áður 1.798 kr/kg

KOMDU VIÐ Í NETTÓ 25%

LAMBALÆRISSNEIÐAR FERSKAR

30%

EMBORG LAXABITAR 4 X 100 G

afsláttur

afsláttur

1.649kr/kg

1.749kr/kg

599kr/pk.

áður 2.198 kr/kg

áður 2.498 kr/kg

áður 798 kr/pk.

CAPRI SÚKKULAÐIBITAR 200 G

MANGÓ

50%

afsláttur

25%

afsláttur

JUBBLY FROSTHYRNUR 10 STK.

34%

afsláttur

28%

afsláttur

179kr/pk.

175kr/kg

199kr/pk.

áður 249 kr/pk.

áður 349 kr/kg

áður 299 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

Tilboðin gilda 10. - 13. mars eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

LAMBAKÓTELETTUR FERSKAR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.