Eystrahorn 10. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. mars 2013

10. tbl. 31. árgangur

Afmælisdagskrá í Þórbergssetri markmiði að þjálfa unga menn í mælskulist og ritlist. Þessi félagsskapur tilheyrði Ungmennafélagi Reykjavíkur og mun ég segja nánar frá honum í erindinu.” Bjarni Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri og kennari kemur í heimsókn og segir frá nýútkominni bók sinni um Njálu, og kallar hann erindi sitt Njála, persónur og leikendur. Guðrún Sigurðardóttir systir Jóns Sigurðssonar fyrrverandi ráðherra ætlar að afhenda merka gjöf frá bróður sínum, handrit af Eddu Þórbergs og einnig handskrifað eintak af kvæðinu Nótt og segja frá tilurð þessara gjafa. Síðast en ekki síst verður lesið upp úr handriti Séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar þar sem hann segir frá prestskaparárum sínum í Suðursveit, ómetanleg heimild sem barst Þórbergssetri á þessum vetri um lífið í sveitunum vestan Fljóta á árunum 1950 – 1960. Stakir Jakar mæta á staðinn og skemmta með söng og kaffiveitingar verða á borðum. Enn er uppi frábær ljósmyndasýning sem sett var upp síðast liðið sumar í Þórbergssetri, myndir Þorvarðar Árnasonar og Tony Prower við texta Þórbergs Þórðarsonar. Allir eru velkomnir að koma í Þórbergssetur þennan dag, fara inn á sýningarnar og skoða sig um í sveit sólar, Suðursveitinni. Sunnudaginn 17. mars næstkomandi verður dagskrá í Þórbergssetri helguð 125. afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar. Dagskráin hefst klukkan 14:00. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur kemur beint af hugvísindaþingi Háskóla Íslands og flytur erindi sem ber heitið Ritlistarskólun Þórbergs Þórðarsonar. Í texta með erindinu segir eftirfarandi: ,,Þórbergur Þórðarson hefur ótvíræða stöðu sem helsti stílsnillingur íslenskra bókmennta, enda eru sérstök stílverðlaun við hann kennd. Við útkomu Bréfs til Láru árið 1924 undruðust margir hvernig þessi „ómenntaði“ Suðursveitungur hefði náð slíku undravaldi á stíl og voru flestir á því að hann hefði hlotið náðargáfu stílsins í vöggugjöf. En stílsnilld Þórbergs er kannski fyrst og fremst afrakstur mikillar þjálfunar í lestri og skrifum. Þórbergur stundaði þrotlausar æfingar í textameðferð bæði í mæltu máli og rituðu um árabil. Á öðrum áratug 20. aldarinnar var hann meðlimur í félagsskap sem hafði það að

Dagskrá í Þórbergssetri 17. mars kl. 14:00 • Söngur,- Stakir Jakar syngja nokkur lög • Ritlistarskólun Þórbergs Þórðarsonar; Soffía Auður Birgisdóttir • Njála, persónur og leikendur; Bjarni Sigurðsson • Söngur, - Stakir Jakar syngja aftur nokkur lög • Afhending gjafa til Þórbergsseturs; Guðrún Sigurðardóttir • Upplestur úr endurminningum Sérs Sváfnis Sveinbjarnarsonar fyrrverandi prests á Kálfafellsstað • Kaffiveitingar ALLIR VELKOMNIR

Foreldrar vilja gera góða starfsemi betri Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar Sindra mun á næstunni kynna efni sem á að vekja fólk til umhugsunar um hvernig bæta má gott starf sem unnið er með börnum og ungmennum hér á Hornafirði og hér birtist fyrsta greinin um félagslega þáttinn. Knattspyrna er hópíþrótt þar sem einstaklingar hópsins þurfa að samlagast hvor öðrum til að árangur náist í þjálfuninni. Félagslegi þátturinn er sá þáttur sem er oft vanræktur af þjálfurum þar sem ýmsum finnst að nóg sé fyrir iðkendur að hittast á æfingum. Félagsstarfið gerir iðkendum kleift að kynnast betur og eykur enn á gagnkvæma virðingu iðkenda. Þar sem iðkendur okkar skiptast niður í flokka munum við skipuleggja allt félagsstarf umhverfis flokkana sjálfa eða hvern aldurshóp allt eftir hvað er í boði. Reynsla sýnir að öflugt félagsstarf skapar nýja vídd í starfsemina. Fjölmargir hafa

jafnvel náð að blómstra betur í félagsstarfinu en í hinu hefðbundna íþróttastarfi. Almenn félagsstarfsemi er ekki bundin við einhvern ákveðin árstíma heldur er félagsstarfið virkt allan ársins hring. Þetta er hægt að gera á ýmsan hátt. Hér að neðan eru nokkrar tillögur að skemmtunum: Fara í sund. Hafa videokvöld, horfa á fótbolta saman í vallarhúsinu. Hafa skyndibitadag – t.d. borða pizzu saman. Hafa spilakvöld – t.d. bingó. Fara í ferðalög. Kvöldvökur með skemmtiatriðum. Keppni í öðrum íþróttagreinum eða óhefðbundnum greinum. Hér eru aðeins nokkrir möguleikar nefndir en að sjálfsögðu eru til margir fleiri. Hópefli þarf að vera hluti af þjálfunarferlinu þar sem iðkendum þarf að líða vel í íþróttum og finnast vera hluti af hópnum. Þjálfarar verða því að vera vakandi fyrir því að rækta félagslega þáttinn í þjálfuninni og reyna þannig að auka

ánægju iðkenda. Tenglar deildarinnar verða ávallt til staður þegar félagsstarfið fer fram. Almenn yfirumsjón er í höndum þjálfara nema annað sé ákveðið t.d. tenglar eða yngri flokka ráð. Styðjum ástundun barnanna. Við leggjum áherslu á að draga úr brottfalli í knattspyrnunni og leggjum því áherslu á góða samvinnu við foreldra. Ástæður þess að börn og unglingar hætta að iðka knattspyrnu geta verið af ýmsum toga og í sumum tilvikum ekkert áhyggjuefni (t.d. þegar áhugamálin breytast). Þegar iðkandi hættir hins vegar í íþróttum og engin krefjandi áhugamál koma í staðinn er ástæða til að bregðast við. Samráð foreldra og þjálfara getur oft ráðið úrslitum í þessu efni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 10. tbl. 2013 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu