Eystrahorn 10. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. mars 2013

10. tbl. 31. árgangur

Afmælisdagskrá í Þórbergssetri markmiði að þjálfa unga menn í mælskulist og ritlist. Þessi félagsskapur tilheyrði Ungmennafélagi Reykjavíkur og mun ég segja nánar frá honum í erindinu.” Bjarni Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri og kennari kemur í heimsókn og segir frá nýútkominni bók sinni um Njálu, og kallar hann erindi sitt Njála, persónur og leikendur. Guðrún Sigurðardóttir systir Jóns Sigurðssonar fyrrverandi ráðherra ætlar að afhenda merka gjöf frá bróður sínum, handrit af Eddu Þórbergs og einnig handskrifað eintak af kvæðinu Nótt og segja frá tilurð þessara gjafa. Síðast en ekki síst verður lesið upp úr handriti Séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar þar sem hann segir frá prestskaparárum sínum í Suðursveit, ómetanleg heimild sem barst Þórbergssetri á þessum vetri um lífið í sveitunum vestan Fljóta á árunum 1950 – 1960. Stakir Jakar mæta á staðinn og skemmta með söng og kaffiveitingar verða á borðum. Enn er uppi frábær ljósmyndasýning sem sett var upp síðast liðið sumar í Þórbergssetri, myndir Þorvarðar Árnasonar og Tony Prower við texta Þórbergs Þórðarsonar. Allir eru velkomnir að koma í Þórbergssetur þennan dag, fara inn á sýningarnar og skoða sig um í sveit sólar, Suðursveitinni. Sunnudaginn 17. mars næstkomandi verður dagskrá í Þórbergssetri helguð 125. afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar. Dagskráin hefst klukkan 14:00. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur kemur beint af hugvísindaþingi Háskóla Íslands og flytur erindi sem ber heitið Ritlistarskólun Þórbergs Þórðarsonar. Í texta með erindinu segir eftirfarandi: ,,Þórbergur Þórðarson hefur ótvíræða stöðu sem helsti stílsnillingur íslenskra bókmennta, enda eru sérstök stílverðlaun við hann kennd. Við útkomu Bréfs til Láru árið 1924 undruðust margir hvernig þessi „ómenntaði“ Suðursveitungur hefði náð slíku undravaldi á stíl og voru flestir á því að hann hefði hlotið náðargáfu stílsins í vöggugjöf. En stílsnilld Þórbergs er kannski fyrst og fremst afrakstur mikillar þjálfunar í lestri og skrifum. Þórbergur stundaði þrotlausar æfingar í textameðferð bæði í mæltu máli og rituðu um árabil. Á öðrum áratug 20. aldarinnar var hann meðlimur í félagsskap sem hafði það að

Dagskrá í Þórbergssetri 17. mars kl. 14:00 • Söngur,- Stakir Jakar syngja nokkur lög • Ritlistarskólun Þórbergs Þórðarsonar; Soffía Auður Birgisdóttir • Njála, persónur og leikendur; Bjarni Sigurðsson • Söngur, - Stakir Jakar syngja aftur nokkur lög • Afhending gjafa til Þórbergsseturs; Guðrún Sigurðardóttir • Upplestur úr endurminningum Sérs Sváfnis Sveinbjarnarsonar fyrrverandi prests á Kálfafellsstað • Kaffiveitingar ALLIR VELKOMNIR

Foreldrar vilja gera góða starfsemi betri Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar Sindra mun á næstunni kynna efni sem á að vekja fólk til umhugsunar um hvernig bæta má gott starf sem unnið er með börnum og ungmennum hér á Hornafirði og hér birtist fyrsta greinin um félagslega þáttinn. Knattspyrna er hópíþrótt þar sem einstaklingar hópsins þurfa að samlagast hvor öðrum til að árangur náist í þjálfuninni. Félagslegi þátturinn er sá þáttur sem er oft vanræktur af þjálfurum þar sem ýmsum finnst að nóg sé fyrir iðkendur að hittast á æfingum. Félagsstarfið gerir iðkendum kleift að kynnast betur og eykur enn á gagnkvæma virðingu iðkenda. Þar sem iðkendur okkar skiptast niður í flokka munum við skipuleggja allt félagsstarf umhverfis flokkana sjálfa eða hvern aldurshóp allt eftir hvað er í boði. Reynsla sýnir að öflugt félagsstarf skapar nýja vídd í starfsemina. Fjölmargir hafa

jafnvel náð að blómstra betur í félagsstarfinu en í hinu hefðbundna íþróttastarfi. Almenn félagsstarfsemi er ekki bundin við einhvern ákveðin árstíma heldur er félagsstarfið virkt allan ársins hring. Þetta er hægt að gera á ýmsan hátt. Hér að neðan eru nokkrar tillögur að skemmtunum: Fara í sund. Hafa videokvöld, horfa á fótbolta saman í vallarhúsinu. Hafa skyndibitadag – t.d. borða pizzu saman. Hafa spilakvöld – t.d. bingó. Fara í ferðalög. Kvöldvökur með skemmtiatriðum. Keppni í öðrum íþróttagreinum eða óhefðbundnum greinum. Hér eru aðeins nokkrir möguleikar nefndir en að sjálfsögðu eru til margir fleiri. Hópefli þarf að vera hluti af þjálfunarferlinu þar sem iðkendum þarf að líða vel í íþróttum og finnast vera hluti af hópnum. Þjálfarar verða því að vera vakandi fyrir því að rækta félagslega þáttinn í þjálfuninni og reyna þannig að auka

ánægju iðkenda. Tenglar deildarinnar verða ávallt til staður þegar félagsstarfið fer fram. Almenn yfirumsjón er í höndum þjálfara nema annað sé ákveðið t.d. tenglar eða yngri flokka ráð. Styðjum ástundun barnanna. Við leggjum áherslu á að draga úr brottfalli í knattspyrnunni og leggjum því áherslu á góða samvinnu við foreldra. Ástæður þess að börn og unglingar hætta að iðka knattspyrnu geta verið af ýmsum toga og í sumum tilvikum ekkert áhyggjuefni (t.d. þegar áhugamálin breytast). Þegar iðkandi hættir hins vegar í íþróttum og engin krefjandi áhugamál koma í staðinn er ástæða til að bregðast við. Samráð foreldra og þjálfara getur oft ráðið úrslitum í þessu efni.


2

Fimmtudagur 14. mars 2013

Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar og aðalfundur kirkjugarða í Hafnarsókn

Eystrahorn

Heppin stúlka

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimilinu eftir kyrrðarstund miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 19:00 Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarbörn hvött til að mæta Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881

Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga kl. 18:15. Prestarnir

bjarnanesprestakall.is

Minningakort Brunnhólskirkju fást hjá: Guðrúnu í Hólmi s. 849-3433, Ingunni í Viðborðsseli s. 849-4920 og Kristínu í Flatey s. 847-9205. Sóknarnefnd

Samverustund Samverustund verður í Ekru föstudaginn 15. mars kl.17:00. Björn Arnarson sýnir myndir. Félag eldri Hornfirðinga FELLIHÝSI - A -liner

Til sölu er mjög vel með farið og lítið notað A-liner fellihýsi árg. 2010. Ef einhvern vantar hús með í ferðalagið þá er þetta tækifærið. Upplýsingar gefur Haukur Helgi gsm. 897-8885 eftir kl. 15:00

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Lokað vegna veikinda um óákveðinn tíma.

Landsbankinn veitir ár hvert Tómstundastyrki til Klassafélaga, viðskiptavina Landsbankans á aldrinum 9-15 ára. Í ár voru veittir 10 styrkir, hver að upphæð 20.000 kr. Dregið var úr rúmlega 1.000 umsóknum og var Arney Bragadóttir, 13 ára Hornfirðingur ein af þeim sem hlaut styrk. Arney er að æfa íþróttir og ætlar að nýta styrkinn til að kaupa sér æfingaföt. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Arneyju var afhentur styrkurinn.

Styðjum krakkana Nú fer senn að líða að skólaferðalagi 9.bekkinga en um miðjan apríl ætla þau að fara alla leið í Laugar í Sælingsdal í það sem kallað er ungmennabúðir. Meginstoðir ungmennabúðanna eru fjórar: menning, útivist, hreyfing og félagsfærni. Markmiðið er að unglingarnir öðlist færni í umræðum um þau mál sem brenna á þeim hverju sinni, læri tillitssemi, umburðarlyndi Þessar stelpur voru í ungmennabúðum á og ábyrgð. Auk þess er áhersla Reykjum í Hrútafirði s.l. vor. á að þau dvelji með nemendum úr öðrum skólum, kynnist þeim og vinni með þeim á jafnréttisgrunni í heila viku því vegna landfræðilegra aðstæðna býðst nemendum okkar það ekki að jafnaði. Þetta ferðalag er langt og kostnaður ærinn. Krakkarnir hafa í vetur verið að afla fjár fyrir ferðina og að þessu sinni eru þau að bjóða mjög góð hreinlætisefni til sölu. Hægt er að velja um 5 tilboð sem samsett eru af sápum/hreinsiefnum, burstum, pokum og fleiru. Verð eru frá 3,000-4,500 eftir stærð tilboða. Þeir sem hafa áhuga á að skoða þetta frekar er bent á að hafa samband við Signýju í s.691 9365 eða Snæfríði í s.820 9619. Með fyrirfram þökk fyrir veittan stuðning. 9. bekkur.

Páskafrí á Jaspis

Hársnyrtistofa • TM • Fasteignasala

Lokað verður hjá okkur 25., 26. og 27. mars. Opnum aftur 2. apríl. Athugið að síminn er opinn.

Hársnyrtistofa • sími 478 - 2000 INNI og TM • sími 580 - 7915 Snorri og Heiða Dís


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. mars 2013

Aðalfundur Ferðafélags Austur-Skaftafellssýslu Verður haldinn á Víkinni (efri hæð) þriðjudaginn 19. mars kl. 20:00.

• • • • • •

Dagskrá fundar:

Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins lagðir fram Kosning í stjórn og nefndir Kaffihlé Utanlandsferð 2014 Enisa Cardaklija kynnir fyrirhugaða utanlandsferð til Króatíu, Bosníu og Svartfjallalands. • Önnur mál og umræður

Nýir félagar hjartanlega velkomnir

Vantar þig fermingargjöf? Erum með ýmsar hugmyndir fyrir þig. Flottar íþróttatöskur sem er hægt að merkja. Merkt handklæði og margt fleira. Verið velkomin.

3

Sumarvinna Skinney – Þinganes hf. óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk 16 ára og eldri til almennra fiskvinnslustarfa fyrir sumarið 2013. Tekið er við umsóknum til 22. mars. Vinsamlega hafið samband í síma 470-8111 eða á netfangið kristin@sth.is.

Frá Norðlenska Höfn Páskaslátrun fimmtudaginn 21. mars 2013 Vinsamlegast sendið inn sláturfjártölur fyrir 19. mars. Upplýsingar og skráning í síma 840-8870 eða einar@nordlenska.is


4

Fimmtudagur 14. mars 2013

Aðalfundur Búnaðarsambands Austur- Skaftfellinga verður haldinn að Smyrlabjörgum miðvikudaginnn 20. mars kl.13:00. Dagskrá fundarins: • Venjuleg aðalfundarstörf • Samstarf sveitarfélagsins og búnaðarsambandsins • Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri • Önnur mál Stjórn Búnaðarsambands Austur- Skaftfellinga

Sérfræðingur í málefnum barna og ungmenna Laust er til umsóknar 80% starf við barnavernd og málefni fatlaðra barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Hornafirði. Starfið, sem er nýtt, felst m.a. í uppeldisráðgjöf við foreldra og börn og samstarfi við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í tengslum við málefni barna og ungmenna með fötlun. Hluti starfsins felst einnig í því að sinna barnaverndarmálum ásamt félagsmálastjóra auk þess að leysa félagsmálastjóra af eftir þörfum. Viðkomandi kemur til með að vinna töluvert í teymisvinnu með starfsfólki skóla, félags- og heilbrigðisþjónustu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í þroskaþjálfun eða félagsráðgjöf ásamt starfsréttindum. • Þekking og reynsla af málefnum barna og ungmenna er mjög æskileg. • Þekking og reynsla af málefnum fatlaðs fólks er mjög æskileg. • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri og laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 2. apríl 2013. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Kristján Rögnvaldsson í síma 470-8000 eða jonkr@hornafjordur.is

Eystrahorn

Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát? Þá erum við reiðubúnir til þjónustu.

Bátar og búnaður

www.batarb.is • skip@batarb.is Sími 562-2551

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands Hótel Hvolsvelli, þriðjudaginn 19. mars á milli 13.00 – 14.00

Aðalfundur frá kl. 13.00 til 14.00 – venjuleg aðalfundarstörf Eftir aðalfundinn verður málstofa með yfirskriftinni ,,Uppbygging og gjaldtaka á áfangastöðum“ frá kl. 14.00 – 16.00

Háskóla Íslands, Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri Snæland Grímsson Fundarstjóri Steingerður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Katla Jarðvangs

Meðal fyrirlesara eru: Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþingi eystra, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir forstöðukona Landsnámsetursins í Borganesi, dr. Rögnvaldur Ólafsson prófessor

BLÚS- OG ROKKHÁTÍÐ á Höfn í Hornafirði DAGSKRÁ Fimmtudagur 14. mars 21:00 Pub Quiz með tónlistarspurningum Föstudagur 15. mars 21:00 Tónleikar í Pakkhúsinu The Horny Stones Óvæntir gestir Aðgangseyrir 1000 kall Laugardagur 16. mars 16-18 Blúsdjamm í Pakkhúsinu 20:30 Tónleikar í Pakkhúsinu FERJA Blúsmenn Hrafnistu Síðasti sjens Aðgangseyrir 1500 kall

Allir tónleikarnir verða í Pakkhúsinu. Miðasala við innganginn Mætið tímanlega því húsrúm er takmarkað


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. mars 2013

5

Meira um orkumál Velheppnaðri ráðstefnu um orkumál var að hluta gerð skil í síðasta tölublaði. Hér eru birtir úrdrættir úr fyrirlestrum sem voru á seinni hluta ráðstefnunnar. Eymundur Sigurðsson verkfræðingur kynnti hugmyndir Glacier Guard Datacenter um gagnaver á Höfn. Hann sýndi fram á að aðstaða á Höfn er mjög góð landfræðilega þar sem ekki eru miklar hættur á náttúruhamförum og orkuöflum örugg. GGD hefur einkum horft til markaða í Evrópu. Mörg störf verða til við stofnun gagnavers sem og afleidd störf. Þá sagði Eymundur að mörg erlend fyrirtæki horfa til gagnavera sem nota græna orku líkt og BMW sem hefur gert samning við Verne um að koma með allt sitt reikniverk hingað til lands vegna minni gróðurhúsaáhrifa. Hugi Ólafsson skrifstofustjóri frá Umhverfisog auðlindaráðuneyti, ræddi um stöðu Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsbreytingar af manna völdum er krefjandi verkefni mannkyns. Hlýnun jarðar á þessari öld væri um 2-4°c sem eru meiri breytingar á loftslagi, vistkerfum og lífsskilyrðum en nokkru

sinni á sögulegum tímum. Þá gerði Hugi grein fyrir aðgerðum í loftslagsmálum. Þar sem gjöld og skattar geti breytt hugsun og hegðan mannsins. Þá greindi hann frá að Ísland gæti orðið fyrirmyndarríki í loftslagsmálum og endurnýtanlegri orku. Jón Snæbjörnsson verkfræðingur hjá Verkís kynnti verkefni um sjávarfalla líkan Siglingastofnunar. Á grunni verkefnisins hefur verið unnið sjávarfallakort við Ísland og á Hornafirði væri verið að nota 20 x 20 metra reiknipunkta. Jón sagði að í flóði í Ölfusá væri rennsli um 1200 rúmm. þann 26. febrúar en rennsli um Hornafjarðarós er um 2000 rúmmetrar á sekúndu. Jón greindi einnig frá ýmsum leiðum bænda til að virkja ár í nágrenni við bæi. Eins og Jaðar í Suðursveit er með 4 kw, mikil fallhæð en lítið rennsli. Virkjunin framleiðir raforku fyrir varmadælur. Greindi hann frá nýrri tækni við smávirkjanir eins og inntaksrist sem auðveldar nýtingu betur og skilur aur frá vatni og arkimedesar snigla sem henta við litla fallhæð en mikið rennsli. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ útskýrði verkefni bæjarins með Varmadælur. Fjórar tegundir af varmadælum: berg/ vatn, vatn/vatn, loft/loft og loft/vatn. Sagði hann frá sjó/vatn dælu sem hitar upp björgunarsveitarhús í Rifi. Eftir varmadælu er

meira en 50% sparnaður. Dælan tekur 13 kw en skilar 35 kw. Þá sagði hann frá Leikskólanum Kríubóli í Snæfellsbæ, tvær dælur loft í loft þar nemur sparnaður um 20.000 kwh. Sett var loft í vatn dæla í félagsheimilið og sparnaður þar um 40 kwh. Síðan var sett upp berg í vatn varmadæla í Grenhól í Staðarsveit og munur þar og við rafhitun meira en 2/3 sem er einn besti árangurinn í varmadælum. Eiður Guðmundsson frá Orkusetri Landbúnaðarins sagði frá nýlegri stofnun setursins. Stefna setursins er að byggja upp þekkingu, reynslu og aðstöðu til að stunda kennslu, rannsóknir, þróun og innleiðingu nýrra orkugjafa. Eitt af fyrstu áhersluatriðum verður að móta stefnu um nýtingu lífrænnar orku, mikill lífmassi fellur til í landbúnaði, iðnaði og hjá neytendum. Fyrst þarf að skoða magn mykju, aðgang að lífrænum úrgangi og tæknileg þekking ábúanda. Eiður skoðaði Sveitarfélagið Hornafjörð sérstaklega. Innan 30 km fjarlægðar frá Höfn væri kúabú, sláturhús og úrgangur frá fiskvinnslu. Ef sá úrgangur yrði nýttur í lífræna orku myndi slík virkjun duga í mesta lagi fyrir 100 heimili.

Laus störf sumarið 2013

Erum að opna nýtt Edduhótel á Höfn sem verður opið frá 25. maí og til 25. september. Óskum eftir að ráða kraftmikið og duglegt fólk til almennra hótelstarfa. Starfsreynsla er æskileg og lágmarksaldur er 18 ár. Leitað er að fólki í almenn hótelstörf sem felast meðal annars í þrifum á húsnæði, herbergjum og vinnu í þvottahúsi. Einnig framreiðslu á morgunverði og aðstoð í eldhúsi. Nánari upplýsingar veitir Karl Rafnsson í tölvupósti: krafnsson@hotmail.com Hægt er að senda inn umsókn á rafrænu formi á heimasíðu Edduhótelanna www.hoteledda.is Umsóknarfrestur er til 31. mars n.k. og verður öllum umsóknum svarað. Edduhótelin eru opin yfir sumartímann. Edduhótelin eru 12 talsins og þau er að finna hringinn í kringum landið. Áhersla er lögð á lipra þjónustu og hagstætt verð. Fjöldi herbergja er frá 28 upp í 204. Edduhótelin eru rekin af Flugleiðahótelum ehf, sem reka einnig Icelandair hótelin og Hilton Reykjavík Nordica. Yfir sumartímann starfa 550 manns hjá fyrirtækinu.


6

Fimmtudagur 14. mars 2013

Eystrahorn

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar

Götugengi Gatan hans Stefáns

í íþróttahúsinu á Höfn fimmtudaginn 14. mars kl. 17:00 (húsið opnar kl. 16:45) Aðgangseyrir kr. 500 (þó aldrei meira en kr. 1000 á fjölskyldu)

Verið velkomin!

Atvinna Heimaþjónustudeild Hornafjarðar auglýsir eftir starfsmanni í afleysingar sem fyrst. Um er að ræða vaktavinnu.

Sumarvinna Starfsfólk vantar í sumarafleysingu í frekari liðveislu inn á heimilum fólks með fötlun en um er að ræða vaktavinnu. Einnig vantar sumarafleysingu í heimilishjálp sem er dagvinna. Laun eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags. Allar nánari upplýsingar gefur Maren Ó. Sveinbjörnsdóttir í síma 470-8000 / 864-4918 eða á netfangið maren@hornafjordur.is

Súpufundur Kynningarfundur um starfsemi SASS á Höfn og næstu styrkúthlutun Fimmtudaginn 21. mars verður haldinn súpufundur á Hótel Höfn á milli kl.12: 00 og 13:00 þar sem kynnt verður starfsemi nýrrar starfsstöðvar SASS – Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Höfn og sú þjónusta sem þar er í boði fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök. Einnig verður kynnt næsta styrkúthlutun SASS sem verður í maí.

Allir velkomnir

SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. mars 2013

Aðalfundur

Björgunarfélags Hornafjarðar

verður þriðjudaginn 26. mars kl. 20:00 í húsi félagsins Stjórnin

-Viðhaldsfríir

gluggar

Hentar mjög vel íslenskri veðráttu

Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði!

3MI¦SBÞ¦ s 'AR¦AB R s 3ÓMI s &AX

7

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Sindra verður haldinn í Nýheimum fimmtudaginn 21. mars kl. 17:30. Venjulega aðalfundarstörf

Stjórnin

Aðalfundur aðalstjórnar Sindra

verður haldinn í Nýheimum fimmtudaginn 21. mars kl. 18:30. Venjulega aðalfundarstörf

Stjórnin

Börn og unglingar takið eftir!

Opið hús verður fyrir börn og unglinga á öllum aldri í Reiðhöllinni við Stekkhól laugardaginn 23. mars frá kl 14:00 til 16:00. Gott tækifæri til að komast í návígi við hesta, teymt verður undir og fleira skemmtilegt. Ómar Ingi Ómarsson reiðkennari kynnir reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Allir velkomnir Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga hefst 24. mars og stendur í þrjá daga. Hægt verður að leigja hest og reiðtygi á hóflegu verði. Verð kr. 10.000,- án hests en kr. 13.000,- með hest og reiðtygjum. Upplýsingar og skráning á reiðnámskeið í síma 865 3302 (Bryndís) og í netfangið omin@mail.holar.is Hestamannafélagið Hornfirðingur


VERÐSPRENGJA! SÚPUKJÖT

Kræsingar & kostakjör

599 ÁÐUR 894 KR/KG

LAMBAHRYGGUR

HANGIFRAMPARTUR

LÉTTREYKTUR

SAGAÐUR Í POKA

1.197

KR KG

1.998

% AFSLÁTTUR

HAMBORGARAHRYGGUR

32

ÁÐUR 2.498 KR/KG

TTUR

50% AFSLÁ

1.495

VÍNBER RAUÐ

ÁÐUR 2.198 KR/KG

CROISSANT

TTUR

50% AFSLÁ

445

SÚKKULAÐ

115

ÁÐUR 229 KR/STK

ÁÐUR 899 KR/KG

Tilboðin gilda 14. feb. - 17. mars Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.