Eystrahorn 10. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 13. mars 2014

10. tbl. 32. árgangur

Kvikmyndasýningar í Nýheimum Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival fer á flakk og verður með sýningar í Nýheimum, Höfn í Hornafirði föstudaginn 14. mars og laugardaginn 15. mars nk. Tvær myndir á dagskránni tengjast Hornafirði óbeint, en Haukur M. Hrafnsson leikstýrir heimildamyndinni BoatTown og Védís Erna Eyjólfsdóttir leikur eitt hlutverkanna í stuttmyndinni Samstíga. Sýndar verða íslenskar og erlendar stutt- og heimildamyndir báða dagana en sýningarflokkarnir eru; Ungt fólk: Íslenskar stuttmyndir, Konur um konur: Stutt- & heimildamyndir, Jaðaríþróttir: Heimildamyndir og Úr alfaraleið: Heimildamyndir og stuttmynd. Að loknum kvikmyndasýningum á laugardaginn verða umræður um kvikmyndagerð á Kaffi Horninu kl. 15:00. Þar munu leikstjórinn Eyþór Jóvinsson (Sker), leikarinn Ársæll Níelsson (Sker), Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona og stjórnandi Northern Wave Film Festival og Brynja Dögg Friðriksdóttir, kvikmyndagerðarkona og ein skipuleggjenda Reykjavík Shorts & Docs Festival ræða um kvikmyndagerð á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum og svara spurningum gesta. Viðburðurinn er frír og öllum opinn og allir sem hafa áhuga á kvikmyndagerð eða langar að gera kvikmyndir eru hvattir til að mæta. Það er sérlega ánægjulegt að geta farið með hluta Reykjavík Shorts&Docs Festival á landsbyggðina. Hægt er að sjá dagskrá hátíðarinnar og lesa um allar myndirnar á heimasíðunni www.shortsdocsfest.com.

Hjálparsíminn sem úrræði í íslensku samfélagi Þegar mikið mæðir á og fólk hefur engan til að tala við um sín hjartans mál í trúnaði er Hjálparsími Rauða krossins ætíð til staðar. Hjálparsíminn hefur staðið vaktina fyrir þá sem líða illa frá árinu 2004 og eru þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar hans alltaf á vaktinni og tilbúnir að veita sálræna aðstoð og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. Hjálparsíminn vill minna landsmenn á þann stuðning sem hann veitir í gegnum númerið 1717. Hjálparsíminn er fyrir alla þá sem þurfa að ræða málin en einkunnarorð hans eru hlutleysi, skilningur, nafnleysi og trúnaður. Síminn er opinn allan sólarhringinn, allt árið um kring og er gjaldfrjáls. Það birtist ekki á símareikningnum að hringt hafi verið í 1717. Á síðasta ári tók Hjálparsíminn á móti tæplega 15 þúsund símtölum. Meginstarf Hjálparsímans er að hlusta og vera til staðar fyrir fólk í þrengingum. Einnig eru veittar upplýsingar um hvert fólk geti leitað til þess að fá aðstoð hjá sérfræðingum við sínum vandamálum – hvort sem um sé að ræða félagsleg eða sálræn vandamál. Þeir sem

tilfellunum eru það einstaklingar sem hafa misst vonina og eru í sjálfsvígshugleiðingum. Þeir sjálfboðaliðar og starfsmenn sem svara í símann fá viðamikla þjálfun í viðtalstækni og sálrænum stuðning með færum sérfræðingum. Einnig er þeim boðið reglulega upp á fræðslukvöld er tengjast sérstökum átaksvikum Hjálparsímans t.d. um greiðsluerfiðleika, átraskanir, kynhneigð, þunglyndi og heimilisofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem svara í númer Hjálparsímans, 1717, hafa aðgang að rafrænni handbók þar sem bjargir um hin ýmsu mál er að finna. Til dæmis má nefna að nýjustu upplýsingar um hinar sérstöku aðstæður sem skapast hafa á fjármálamarkaðnum og hvert einstaklingar geta snúið sér í bjargráðum hafa verið settar þar inn. Að lokum er rétt að ítreka að Hjálparsíminn er alltaf til staðar fyrir fólkið okkar í landinu, ekki er spurt um nafn né stöðu. Hlutverk sjálfboðaliða og starfsmanna Hjálparsímans er að vera til staðar, dæma ekki, hlusta af athygli og síðast en ekki síst að byggja upp von hjá brotnum einstaklingum. Menningarráð

hringja í Hjálparsímann eru einstaklingar sem þurfa að ræða málin (oft eru það einstaklingar sem eiga hvorki fjölskyldu né vini sem þeir geta leitað til), stríða við geðsjúkdóma eða aðra króníska sjúkdóma, eru einmana og þurfa andlega upplyftingu eða stuðning, hafa lent í áfalli eða áföllum, stríða við þunglyndi og í alvarlegustu

Konukvöld

Suðurlands

á Hótel Höfn laugardagskvöldið 5. apríl


2

Fimmtudagur 13. mars 2014

Stofan verður lokuð föstudaginn 21. mars til og með föstudeginum 28. mars.

Hafnarkirkja Sunnudaginn 16. mars

Rakarastofa

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00.

Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Baldvins

Ungir hljóðfæraleikarar taka þátt í messunni.

Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga kl. 18:15 fram að páskum. Prestarnir

Kálfafellsstaðarkirkja Sunnudaginn 16. mars Messa kl. 14:00

Opinn fundur um málefni kvennaknattspyrnu á Hornafirði miðvikudaginn 19. mars kl 20:00

Fundarmál: • 5 ára plan knattspyrnudeildar kynnt. • Rætt verður um brottfall kvenna á aldrinum 18-22 ára • Fulltrúi frá KSÍ mætir og ræðir málin • Spurningar og opin umræða Við hvetjum alla sem láta sig málið varða til að mæta og leggja sitt á vogaskálarnar í að bæta kvennaknattspyrnu á Hornafirði.

Prestarnir

Hofskirkja

Óli Stefán Flóventsson, yfirþjálfari Sindra

Sunnudaginn 16. mars Messa kl. 14:00

Aðalfundur Fimleikadeildar UMF. Sindra

Prestarnir

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 18. mars kl. 18:00 í Sindrahúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar og aðalfundur kirkjugarða í Hafnarsókn Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimilinu miðvikudaginn 19. mars nk. kl. 17:15 Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarbörn hvött til að mæta

Arnar Þór Guðjónsson

Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Karlmenn og karlaheilsa í tilefni Mottumars Teitur Guðmundsson læknir flytur fræðandi og hressilegt erindi um karlmenn og karlaheilsu í Pakkhúsinu þann 19. mars n.k. kl. 20:00. Allir karlmenn, karlaklúbbar og karlasamtök hjartanlega velkomin. Léttar veitingar verða á borðum.

háls-, nef- og eyrnalæknir

verður á Heilsugæslustöðinni Höfn dagana 25. - 126. mars næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

ATH að tekið er við kortum.

Krabbameinsfélag Suðausturlands og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

nýtt á skrá

trölli, söluskáli Söluskáli með skyndibita, pizzur, hamborgara, kjúkling ofl. Gott atvinnutækifæri á Höfn eða til flutnings.

Nýtt á skrá

júllatún

Gott endaraðhús á 2 hæðum með bílskúr, samtals 147,6 m². 3 svefnherbergi. Mikið útsýni til jökla. Laust strax.

hagatún

Nýtt á skrá

Vel skipulagt 133,5 m² einbýlishús ásamt 40 m² bílskúr. 4 svefnherbergi. Mikið ræktuð lóð og góð verönd. Gott hús í hjarta bæjarins sem er laust strax.


Eystrahorn

Fimmtudagur 13. mars 2014

Störf á Hótel Höfn í sumar Óskum eftir að ráða fólk til starfa í sumar. Um er að ræða störf á herbergjum og aðstoð í eldhúsi. Æskilegt er að viðkomandi sé 18 ára eða eldri. Óskum einnig eftir að ráða starfsmann við útkeyrslu á pizzum. Áhugasamir hafið samband í síma478-1240 eða hotelhofn@hotelhofn.is

ATVINNA

3

Aðalfundur Kvenfélagsins Tíbrár Aðalfundur Kvenfélagsins Tíbrár verður haldinn 20. mars klukkan 20:00 í sal Afls starfsgreinafélags að Víkurbraut 4 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Nýjar félagskonur velkomnar. Stjórn Kvenfélagsins Tíbrá

Krúttmagakvöld Lionskvenna

Fosshótel Vatnajökull Lindabakka vantar starfsmann sem getur eldað og sinnt þrifum. Um er að ræða starf til 1. maí nk. meðan hótelið er í byggingu.

Laugardaginn 15. mars mun hið árlega krúttmagakvöld Lionskvenna verða haldið.

Upplýsingar í síma 894-8207 Margrét.

Boðið er upp á sjávarréttahlaðborð, skemmtidagskrá og happdrætti. Veislustjórn verður í höndum Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur.

Sýningar í Nýheimum föstudaginn 14. mars kl. 12-17 og laugardaginn 15. mars kl. 10-14:30. Að loknum sýningum verða umræður um kvikmyndagerð á Kaffi Horninu kl. 15. Allir viðburðir eru fríir og opnir öllum. www.shortsdocsfest.com

Skoðanakönnun Sjálfstæðismanna Vegna undirbúnings framboðs Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftafellssýslu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor er í gangi könnun meðal félagsmanna um uppstillingu á framboðslistann. Könnunin hefur verið send skráðum félagsmönnum í tölvupósti. Ef einhver hefur ekki fengið send gögn en vill taka þátt í könnuninni er viðkomanda bent á að hafa samband við kjörnefndarfólk. Sömuleiðis fyrir þá sem ekki vilja nýta sér að taka þátt á netinu er hægt að nálgast könnunina í húsi félagsins að Kirkjubraut 5. Opið verður laugardaginn 15. mars kl. 11:00 - 15:00. Frekari upplýsingar veita Magnús Jónasson í síma 845-1200 (magnusjonas@simnet.is) og Halldóra B. Jónsdóttir í síma 894-8522 (hbj@eldhorn.is).

Minnum á súpufundina í Sjálfstæðishúsinu á laugardögum kl. 11:30. Kjörnefnd Sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu

Miðaverð kr. 3.000,og miðasala fer fram hjá Lionskonum og á Kaffihorninu. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.

Kútmagakvöld Hið árlega og vinsæla kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ laugardaginn 15.mars n.k. Veislustjóri Gestur Einar Jónasson útvarpsmaður með meiru. Húsið opnað kl. 19:30 Miðaverð kr. 5.000,Forsala aðgöngumiða hjá Jóhannesi Danner, Hafnarbraut 20, sími 896-2081.


4

Fimmtudagur 13. mars 2014

Námskeið Fræðslunetsins í mars á Hornafirði

Athugið að öll námskeiðin eru ókeypis fyrir félagsmenn AFLs. Boðið verður uppá veitingar á öllum námskeiðunum. Skráning og nánari upplýsingar hjá Nínu Síbyl í síma 560-2050 eða á nina@hfsu.is.

Skyndihjálp - Endurlífgunarnámskeið

4 klst. Verð kr. 8.000,Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings. Eftir námskeiðið fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár. Staður: Nýheimar, 18. mars kl. 17:00 - 22:00. Leiðbeinandi: Elín Freyja Hauksdóttir læknir.

Skyndihjálp - Grunnnámskeið

12 klst. Verð kr. 15.000,Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Þátttakendur þurfa að kaupa bókina „Skyndihjálp og endurlífgun” ef þeir eiga hana ekki, hún kostar kr. 3.700,- sem bætist við námskeiðsgjaldið. Eftir námskeiðið fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum. Staður: Nýheimar, 27. mars kl. 17:00 - 22:00 og 29. kl. 9:00 - 18:00. Leiðbeinandi: Elín Freyja Hauksdóttir læknir.

Eystrahorn

Sumarstörf Flokksstjórn í vinnuskóla á Höfn og í Nesjum Starfið felst í að vinna með unglingum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri.

Vinna við slátt Umsækjendur þurfa að vera 16 ára eða eldri. Starfið felst í slætti á opnum svæðum, einkagörðum og almennri garðyrkju. Unnið er með m.a. með sláttuvélar og vélorf. Umsóknum skal skila inn rafrænt á netfangið birgir@hornafjordur.is. Skila ber umsóknum fyrir 24. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Birgir í síma 895 1473. Þeir sem búnir eru að sækja um nú þegar þurfa ekki að skila inn annarri umsókn. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

Enska II

14 klst. Verð kr. 28.000,Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta enskan framburð og auka orðaforðann. Einnig verður farið í uppröðun orða í setningum o.fl. Haldið þegar þátttaka fæst. Leiðbeinandi: Anna María Kristjánsdóttir.

Excel I

12 klst. Verð kr. 25.000,Einstaklingsmiðuð kennsla í excel. M.a. verður farið í reiknimöguleika forritsins og hvernig hægt er að sýna gögn á myndrænan hátt t.d. með því að nota köku-, línu- og súlurit. Byrjar 31. mars kl. 17:00 - 19:00 í Nýheimum. Leiðbeinandi: Tinna Björk Arnardóttir.

Android snjallsímanámskeið

3 klst. Verð kr. 6.000,Áttu Android-snjallsíma? Langar þig að læra meira á hann? Farið verður yfir helstu stillingar í símum, póstforrit og með hvaða “öppum” mælt er með. Nýheimum 18. mars kl. 17:00 - 19:00. Leiðbeinandi: Þór Imsland.

Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014 Menningarverðlaun Hornafjarðar verða veitt við hátíðlega athöfn föstudaginn 14. mars næstkomandi kl. 15:00 í Nýheimum. Einnig verða afhentir styrkir úr Atvinnuog Rannsóknarsjóði Hornafjarðar og Menningarstyrkir Hornafjarðar veittir fyrir árið 2014. Fyrir hönd Atvinnu- og menningarmálanefndar, Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Hornafjarðarsafna Markmiðið með veitingu Menningarverðlauna Hornafjarðar er að örva menningarlíf í sveitarfélaginu. Það er von þeirra sem standa að verðlaununum að þau efli áhuga einstaklinga, félaga og stofnana og auki þeim þor í menningarmálum, auk þess að vera umbun til þess aðila sem þau hlýtur hverju sinni.


Eystrahorn

Fimmtudagur 13. mars 2014

Aðalfundur Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir nýtt deiliskipulag Drápsklettum lýsing

verður haldinn mánudaginn 24. mars kl. 16:00 í Nýheimum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Malbikun í sveitarfélaginu 2014 Sveitarfélagið Hornfjörður ráðgerir að fara í malbikunarframkvæmdir í vor/sumar og auglýsir eftir áhugasömum fyrirtækjum/einstaklingum sem eru einnig að huga að malbikunarframkvæmdum. Áhugasamir hafi sambandi við Björgvin Sigurjónsson tæknifræðing í síma 6639023 eða netfangið teknik@hornafjordur.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 6 4 4

5

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi 3. mars 2014 að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi Drápsklettum. Markmið með gerð lýsingar deiliskipulagsins eru: Skilgreina og þróa opin svæði, útivistarsvæði, landbúnaðarsvæði og íþróttasvæði. Skilgreina byggingareit og byggingamagn á óbyggðu athafnarsvæði. Lýsing verður til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 13. mars - 10. apríl 2014 og á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur. isstjornsysla skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. apríl 2014 og skal senda þær á netfangið skipulag@hornafjordur.is eða skila þeim í Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, umhverfis-og skipulagsstjóri

Viltu þjóna flugi með okkur? Isavia, Hornafjarðarflugvelli, óskar eftir að ráða starfsmann til afleysinga / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

Helstu störf: • Samskipti við flugvélar um radíó (AFIS) • Slökkvi- og öryggismál • Ýmis störf er tengjast Hornafjarðarflugvelli

Hæfniskröfur: • Meirapróf er skilyrði • Tækjapróf er æskilegt • Reynsla af slökkvi- og björgunarstörfum er æskileg • Reynsla af viðhalds og viðgerðum á vélum og tækjum er æskileg • Gott vald á íslensku og ensku • Grunn tölvukunnátta

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jörundur H. Ragnarsson, jorundur.ragnarsson@isavia.is. Umsóknum skal skila á: www.isavia.is/atvinna til og með 19. mars 2014. Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.


www.lyfja.is - Lifi› heil

Af því tilefni bjóðum við viðskiptavinum að koma og gleðjast með okkur fimmtudaginn 13. mars milli kl. 10 og 18, skoða glæsilega verslun og þiggja léttar veitingar. Við fögnum þessum tímamótum með því að bjóða 20% afslátt af öllum vörum og lausasölulyfjum* fimmtudaginn 13. mars og föstudaginn 14. mars. Komdu við hjá okkur, sjáðu úrvalið og nýttu þér opnunartilboðið. Við hlökkum til að sjá þig. *Gildir ekki af lyfseðilsskyldum lyfjum.

Lyfja Höfn, sími 478 1224. Opið alla virka daga frá kl. 10–18.

ÍSLENSKA SIA.IS LYF 68116 03/14

Lyfja á Höfn flytur í Miðbæ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.