Eystrahorn 11. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 15. mars 2012

11. tbl. 30. árgangur

Skaftfellsk náttúra séð í gegnum ljósmyndalinsu Runólfs Haukssonar

Föstudaginn 16. mars kl. 16:00 verður opnuð sýning á ljósmyndum Runólfs Haukssonar áhugaljósmyndara í fremra rými Listasafnsins. Sýningin ber heitið Skaftfellsk náttúra og eru myndirnar eins og nafnið gefur til kynna af náttúrunni í Austur – Skaftafellssýslu. Runólfur Hauksson hefur verið duglegur við að taka myndir síðustu ár. Áhugi fyrir myndatöku kviknaði fyrir alvöru árið 2008 þegar Runólfur hóf störf við siglingar á Jökulsárlóni, hann fylgdist með öllu þessu fólki sem sigldi um lónið með honum og veitti

því eftirtekt hversu góðar myndarvélar fólk hafði meðferðist til að mynda lónið. Þá um haustið uppfærði Runólfur myndavélakostinn og keypti fyrstu alvöru myndavélina sína með skiptanlegum linsum og eftir það var ekki aftur snúið. Í byrjun var áhuginn fyrir að mynda ís mestur og er enn í miklu uppáhaldi hjá Runólfi, en í dag eru það norðurljósin sem fanga hugann. Runólfur hefur notið góðrar aðstoðar frá Olgeiri Andréssyni ljósmyndara en hann hefur einbeitt sér að myndun norðurljósa í gegnum tíðina. Bakgrunnur

Runólfs í ljósmyndun er í raun enginn. Hann er áhugaljósmyndari af lífi og sál en hann sótti eitt námskeið í Photoshop myndvinnslu hjá Sigurði Mar Halldórssyni ljósmyndara og hefur fikrað sig áfram sjálfur eftir það. Draumurinn er svo að komast lengra í ljósmyndun og eignast öflugri myndavél. Á sýningunni eru 22 ljósmyndir af náttúrunni í sýslunni og sjón er sögu ríkari, einnig heldur Runólfur úti ljósmyndasíðu á Facebook undir nafninu The Aurora photo guide.

Sýningin verður opnuð föstudaginn 16. mars kl. 16:00

Konur

Takið frá föstudagskvöldið 13. apríl 2012


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 15. mars 2012

Eystrahorn

Geisladiskurinn Uss uss

Hafnarkirkja

sunnudaginn 18. mars Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00

Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga til páska kl. 18:15 Sóknarprestur Minningarkort Hafnarkirkju er hægt að nálgast hjá: Hafdísi í Sport-X í Miðbæ í síma 478-1966 Ástríði Sveinbjörnsdóttur í síma 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í síma 864-4246

Brunnhólskirkja sunnudaginn 18. mars Messa kl. 15:00

Gideonfélagið verður með kynningu á starfsemi félagsins

Undanfarin 4 ár hefur Jóhann Morávek í samvinnu við Rafn Sigurbjörnsson unnið að geisladiski með frumsömdu efni fyrir leikskólaaldurinn. Diskurinn sem heitir „Uss, uss“ inniheldur 12 lög ásamt Þjóðsöng Íslands sem spilaður er í tóntegund sem hentar þessum aldri. Öll lögin eru eftir Jóhann og Rafn sem samdi jafnframt alla texta. Börn á aldrinum 5 – 11 ára syngja lögin og koma nánast öll börnin héðan frá Höfn. Diskurinn er hugsaður líka sem hljóðfærakynning og koma býsna mörg hljóðfæri fyrir á honum og þar leika hornfirskir hljóðfæraleikarar stórt hlutverk. Jóhann útsetti öll lögin og tók upp diskinn, en Rafn hannaði albúmið og 64 síðna bók sem fylgir, með textum og hljómum auk myndum af þeim hljóðfærum sem koma fyrir í lögunum ásamt flytjendum þeirra. Krakkar úr Lúðrasveit Tónskólans munu ganga í hús á næstu dögum og selja diskinn sem kostar kr. 2000- og mun sölulaun þeirra renna í ferðasjóð lúðrasveitarinnar. Rafn Sigurbjörnsson og Jóhann Morávek

Sóknarprestur

Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför

Eiríks Þorvaldssonar (Edda í Nýjabæ).

Sveinbjörg Eiríksdóttir og fjölskyldur

Eystrahorn

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& í Landsbankanum lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

NÝTT Á SKRÁ

sandbakkavegur

Um er að ræða 3ra herbergja vel skipulagða 91,6 m² íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi byggðu árið árið 1991. Íbúðin er laus 1.ágúst 2012

NÝTT Á SKRÁ

sandbakkavegur

Um er að ræða 4ra herbergja vel skipulagða 99,2 m² íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi byggðu árið árið 1991. Íbúðin er laus 1.ágúst 2012

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

NÝTT Á SKRÁ

TIL SÖLU OG LE

hæðagarður

Fallegt 144,2 m² einbýlishús, m/garðstofu, 4 svefnherbergi rúmgóðar stofur.

IGU


Eystrahorn

Fimmtudagur 15. mars 2012

Sumar-Humartónleikar

www.eystrahorn.is

Seljavallakjötvörur Opið föstudaginn 16. mars frá kl. 15:00 - 18:00

Mikið úrval af nautakjöti Sjá nánar á www.seljavellir.is Verið velkomin, Ella og Eiríkur, sími 860-7582

Aðalfundur

Ræktunarfélags Austur-Skaftfellinga Lúðrasveitirnar á staðnum verða með sína árlegu SumarHumartónleika sunnudaginn 18. mars í Sindrabæ. Lúðrasveitirnar tóku upp á þessu tónleikafyrirkomulagi vorið 2000 og eru þetta því 13. tónleikarnir. Ýmislegt hefur verið boðið upp á á þessum tónleikum í gegnum tíðina. Nú ætlum við að bjóða upp á dagskrá sem við getum kallað söngkonur og suðrænir taktar. Lúðrasveit Tónskólans byggir sína dagskrá á lögum frá mið- og suður- Ameríku með meiru en Lúðrasveit Hornafjarðar hefur fengið 4 söngkonur til liðs við sig og spilar lög úr ýmsum áttum með þeim. Þær sem syngja eru Íris Björk Rabanes, Ásdís Pálsdóttir og Ragnheiður Sigjónsdóttir auk þess sem kvennahljómsveitin Guggurnar taka lagið með sveitinni. Við ætlum að gera lítilsháttar breytingu á fyrirkomulagi tónleikanna í ár í þeirri von að hægt sé að ná fleirum inn í húsið. Tónleikarnir hefjast kl. 12:30 og kostar 1.500 krónur inn.

Körfuknattleiksdeild Sindra

Ræktunarfélag Austur-Skaftfellinga heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 20. mars nk. kl. 20:30 í Mánagarði í Nesjum. Gestir fundarins verða Jónatan Hermannsson starfsmaður Landbúnaðarháskóla Íslands og Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri. Þeir munu m.a. flytja erindi um ræktun og úrvinnslu á olíujurtum. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi verkefnisstjóra. 3. Erindi Jónatans Hermannssonar. 4. Erindi Ólafs Eggertssonar. 5. Umræður. Allir áhugamenn um jarðrækt í Austur-Skaftafellssýslu eru hvattir til að mæta.

Stjórn Ræktunarfélags Austur-Skaftfellinga

Opin vinnustofa Opin vinnustofa í Miklagarði alla laugardaga fram að páskum frá kl. 14:00 - 16:00 Flottir körfuboltastrákar í nýju búningunum.

Helgina 2. - 4.mars fóru tvö lið, 3. og 5. flokkur karla í ferð til Reykjanesbæjar til að taka þátt í Nettómótinu. Þetta mót er haldið árlega og voru þátttökulið að þessu sinni 179 talsins. Drengirnir í Sindra sem eru á aldrinum 9 – 11 ára stóðu sig með prýði í leikjum sínum og áttu einnig skemmtilegar stundir utan leikja. Hvort lið um sig spilaði sex leiki. Á laugardagskvöldinu var kvöldvaka þar sem fram komu m.a.sjónhverfingamaður og tveir hópar tónlistarmanna. Að sjálfsögðu var líka troðslukeppni milli fjögurra úrvalsdeildarleikanna. Á mótinu skörtuðu strákarnir nýjum búningum framleiddum af HENSON. Körfuknattleiksdeildin vill koma þökkum á framfæri til þeirra sem studdu við kaup þessara búninga en það voru Jökulsárlón ehf, Sparisjóðurinn, Jaspis og Sport-X.

Einnig hægt að hafa samband í síma 892-1527 aðra daga.

Myndir til fermingargjafa Verið velkomin

Eyrún Axelsdóttir


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 15. mars 2012

Hornfirskir fylgihlutir frá Arfleifð í fermingarpakkana og við fermingarfatnaðinn Herraslaufur, belti og armbönd frá 3500 kr. Dömutöskur, hárskraut og armbönd frá 3500 kr. Opið í Kartöfluhúsinu fram að páskum: Fimmtudaga kl. 11-18 Föstudaga kl. 11-15 Laugardaga kl. 14- 17

Eystrahorn

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands fer fram miðvikudaginn 21. mars kl. 11:30 - 14:00 Í Árnesi Skeiða- og Gnúpverjahreppi Opin dagskrá hefst kl 11:30 Friðrik Rafn Larsen, lektor í Háskólanum í Reykjavík fjallar um mikilvægi vörumerkja í ferðaþjónustu byggt á reynslu sinni af vörumerkinu „Ísland“ Í framhaldi mun Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands kynna verkefni Markaðsstofu Suðurlands í erindinu ,,Hvernig nálgust við markaðinn“. Venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 13:00 Súpa í boði

Nýjar vörur á www.facebook.com/arfleifd

Tilboð í Sporthöllinni

Þú kaupir 3 mánuði og færð þann fjórða frítt • Kenndir tímar alla morgna kl. 6:10 • Zumbafjör 1 x í viku kl. 17:10 • Lóð/brennsla 2 x í viku kl. 17:10 • Óvissutími 1 x í viku kl. 17:10

Kíkið á nýja stundaskrá á www.sporthollin.is

Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar og aðalfundur kirkjugarða í Hafnarsókn Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 18. mars nk. kl. 17:00 í safnaðarheimili Hafnarkirkju.

Atvinna

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir fólki til starfa á upplýsingamiðstöðinni á Höfn í sumar. Upplýsingar um störfin veitir Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í síma 842 4370 Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf má senda á netfangið: regina@vjp. eða í pósti: Skaftafellsstofa, v/starfs, 785 Öræfi. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 30. mars.

Páskafjör á Austurlandi

- fyrir alla fjölskylduna

Frábær skíðasvæði í Stafdal og Oddsskarði Skipulagðar gönguferðir og skemmtileg dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarbörn hvött til að mæta Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls ehf verður haldinn miðvikudaginn 28. mars kl. 13:00 - 16:00 á Hótel Skaftafelli í Öræfum. Fundurinn er opinn öllum hluthöfum í Ríki Vatnajökuls. Klukkan 16:00 hefst ársfundur Svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Fundurinn er öllum opinn. Dagskrá auglýst síðar.

Komdu og upplifðu ævintýrin með okkur!

Allt um viðburði yfir páskana á

www.east.is Mynd: Goðaleið í Oddsskarði, Sævar Guðjónsson


Eystrahorn

Fimmtudagur 15. mars 2012

www.eystrahorn.is

Sunnlendingar í Ráðhúsi Reykjavíkur Laugardaginn 17. mars nk. munu Sunnlendingar annað árið í röð fylkja liði í Ráðhús Reykjavíkur til að kynna það sem efst er á baugi í landshlutanum með sérstakri Suðlandssýningu. Sýningin ber yfirskriftina Suðurland í sókn. Það er Atvinnuþróunarfélag Suðurland og Markaðsstofa Suðurlands sem standa að þessu verkefni ásamt fjölda annarra þátttakenda s.s. ferðamálafulltrúum, klasaverkefnum, sveitarfélögum, handverkshópum, ferðaþjónustuaðilum af Suðurlandi o.fl. Suðurland er fjölsóttur staður en með sýningu sem þessari viljum við tefla fram nýjum sjónarhornum og spegla allan fjölbreytileikann

Hjónaball í Sindrabæ Karlakórinn Jökull heldur “hjónaball” föstudaginn 23. mars kl. 22 í Sindrabæ. Kórmenn munu syngja gömul þekkt dægurlög undir þéttu spili hljómsveitar kórsins, má þar nefna lög eins og Kostervals, Blíðasti blær, Hlín Rósalín og fleiri góð lög. Kórmenn hvetja alla til að dusta nú rykið af dansskónum og skella sér á gömlu dansana.

Rækjusala 7. bekkur er að selja rækjur og rennur ágóðinn í ferðasjóð.

2,5 kg á 4.000Pantanir hjá: Þuríði • 895-1973 Fjólu • 846-8586 Huld • 478-2262

Ég verð fjarverandi um óákveðinn tíma. Framteljendur eru allir á fresti og enn er ekki búið að opna við RSK svo við bíðum róleg.

Jón Gunnar 478-1106 867-4441

Til sölu

Sumarbústaður / sumarbústaðaland í Stafafelli í Lóni á góðum og skjólríkum stað. Nánari upplýsingar hjá Eyrúnu Axelsdóttur í síma 8921527

á svæðinu. Með hækkandi sól vaknar ferðaþráin og gerir tímabært að huga að ferðalögum sumarsins. Rómuð fegurð, úrval þjónustu og nálægð við höfuðborgarsvæðið og aðra landshluta gerir Suðurland að einstökum áfangastað til hvers kyns útivistar. Nýr Suðurstrandarvegur og uppbygging vega í Uppsveitum Árnessýslu eykur enn á alla þá möguleika sem fyrir eru, líka utan alfaraleiðar. Sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur er opin almenningi frá klukkan 12 til 17 á laugardaginn kemur.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 15. mars 2012

Skemmtileg helgi á Hótel Höfn 23. og 24. mars

Magnús Þór Sigmundsson

heldur tónleikar á föstudagskvöldið kl 21:00

Miðaverð kr. 1.500,-

Eystrahorn

Sumar-Humartónleikar Hinir árlegu hádegistónleikar Lúðrasveitar Hornafjarðar og Lúðrasveitar Tónskólans verða haldnir í Sindrabæ sunnudaginn 18. mars kl. 12:30 Boðið verður upp á humarsúpu ásamt rúmlega klukkustundar lúðraþyt þar sem fram koma hljóðfæraleikarar á öllum aldri Einnig munu söngkonur syngja með og sérstakir gestir er hljómsveitin Guggurnar. Aðgangseyrir kr. 1.500,-

Nýtt í starfsemi Ferðafélagins

HORNAFJARÐAR leikur á laugardagskvöld frá kl. 21:00 BigBand Hornafjarðar er 18 manna hljómsveit skipuð hornfirsku tónlistarfólki.

Mæðusveitinn Sigurbjörn

Í sumar mun ferðafélagið fara af stað með verkefnið KOMDU MEÐ. Verkefnið felst í því að boðið verður upp á léttar útivistarferðir fyrir byrjendur í tengslum við aðrar ferðir á vegum félagsins. Verkefninu er ætlað að ná til einstaklinga sem ekki treysta sér í almennar ferðir. Nánari kynning verður á aðalfundi félagsins í Golfskálanum mánudaginn 19. mars kl.19.30, þar mun einnig Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur fræða okkur um hollustu útivistar fyrir líkama og sál. Allir eru velkomnir á fundinn.

Íbúð til sölu • Höfðavegur 4 Björt og rúmgóð 4raherbergja íbúð á annarri hæð í velviðhöldnu fjölbýli. 4 íbúðir í stigagangi. Sameign í góðu ástandi. Íbúðinni er vel við haldið, nýtt flísalagt bað með nýjum sturtuklefa, lokaðar svalir með hita í gólfi. Parkett á gólfum. Íbúðin er 100,3 m2. Gengið er inn í geymslu frá stigagangi, og er þar þvottahús. Nánari upplýsingar í síma 8484085 eða 8956921

tekur við af BigBandinu og leikur blússlagara frameftir kvöldi.

Frítt inn Hótel Höfn • Sími 478-1240


Eystrahorn

Fimmtudagur 15. mars 2012

Til sjávar og sveita sýning á verkum Gunnlaugs Scheving

www.eystrahorn.is

Fiskirí og vinnsla Mikil ótíð og brælur hafa hamlað sjósókn undanfarið en afli góður þegar gefið hefur á sjó. Af þessum sökum hefur verið frekar rólegt hjá Fiskmarkaðnum að sögn Jóhanns Þórólfs og Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi segir að farið sé að sjást fyrir endann á loðnuvertíðinni. Búið er að veiða rúm 43.000 tonn af loðnukvótanum. Eftir eru um 4.000 tonn sem ættu að klárast um miðja næstu viku. Mikil ótíð hefur einkennt þessa loðnuvertíð en á heildina litið vel viðunandi. Ásgrímur og Jóna hafa þurft að landa töluverðu magni annarsstaðar sökum þess að innsiglingin hefur verið ófær. Mikil þorskgengd hefur verið í allan vetur og reiknar Ásgeir með að netavertíðin klárist í páskavikunni. Humarvertíðin byrjar síðan strax eftir páska og í kringum sjómannadag byrjar makríl- og síldarvertíð við hjá uppsjávarskipunum.

Aflabrögð 27. febrúar – 11. mars ( 2 vikur) Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Sýning á málverkum Gunnlaugs Scheving listmálara verður opnuð í Listasafni föstudaginn 16. mars kl. 16:00. Gunnlaugur Scheving skipar háan sess í íslenskri listasögu og nafn hans verður ávallt eitt það fyrsta sem menn nefna þegar rætt verður um myndlist tuttugustu aldar á Íslandi. Maðurinn er ávallt áberandi í málverkum hans en það hefur veitt honum sérstöðu í íslenskri myndlist. Sýningin ber heitið Til Sjávar og Sveita, en Gunnlaugur er einna þekktastur fyrir voldugar sjávarmyndir, þar sem maðurinn er upphafinn og í jafnvægi við náttúruöflin, en einnig eru málverk hans af sveitarlífinu áberandi. Gunnlaugur er fæddur í Reykjavík árið 1904, fyrstu ár ævi sinnar ólst hann upp hjá móðurömmu sinni og afa en var síðan sendur í fóstur til Guðlaugar Jónsdóttur og Jóns Stefánssonar Scheving að bænum Unaósi á Fljótsdalshéraði árið 1909. Hann tók upp eftirnafn fóstra síns og kallaði sjálfan sig upp frá því Gunnlaug Scheving. Haustið 1921 fór Gunnlaugur í Listaskóla í Reykjavík en hélt svo til Kaupmannahafnar árið 1923 til að leggja stund á frekara listnám. Tveimur árum seinna hóf hann nám við Akademíuna á Charlotteborg, hann kom þó heim í millitíðinni til að vinna sér inn fyrir náminu við fiskvinnu og skissaði fólk við vinnu og báta sem lágu við bryggju. Út frá þessum skissum og myndum málar hann svo málverk sem sýnd voru á sýningu Listvinafélagsins og marka áhuga hans á myndum af þessu tagi. Viðfangsefnið þar sem maðurinn er við vinnu sína, hvort sem það er bóndinn, járnsmiðurinn í smiðjunni eða sjómaðurinn varð honum alla tíð mjög hugleikið. Gunnlaugur flutti svo alfarið heim til Íslands árið 1930.Hann vann með olíuliti, vatnsliti og gerði myndskreytingar og eru mörg verka hans í opinberri eigu en Listasafn Íslands fékk að dánargjöf Gunnlaugs um 1800 verk og er það með stærstu listaverkasöfnum sem safninu hefur borist. Ekki er til heildarskráning á verkum hans og í mörgum tilvikum er ekki vitað hvenær verkin voru gerð því hann merkti myndir sínar sjaldan með ártali, né gaf þeim nafn. Gunnlaugur lést árið 1972.

Upplýsingabæklingur Ríkis Vatnajökuls Hafin er vinna við endurgerð upplýsingabæklings Ríkis Vatnajökuls. Þeir sem vilja auglýsa starfsemi sinna fyrirtækja í bæklingnum eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið nyheimar@rikivatnajokuls.is til að fá nánari upplýsingar. Lokafrestur til skráningar er 23. mars.

Hvanney SF 51..................... net..........4......... 96,1...þorskur 81,1 Sigurður Ólafsson SF 44..... net..........3......... 39,9...þorskur 39,7 Skinney SF 20...................... net..........5....... 113,2...þorskur 84,0 Þórir SF 77........................... net..........5......... 79,9...þorskur 76,4 Steinunn SF 10..................... botnv......3....... 194,0...ufsi 100,8 Benni SU 65......................... lína..........4......... 19,5...steinbítur 18,0 Beta VE 36........................... lína..........1........... 6,2...ýsa 3,8 Guðmundur Sig SU 650...... lína..........1........... 7,5...þorskur 6,5 Ragnar SF 550...................... lína..........1......... 12,7...þorskur 11,1 Dögg SU 118........................ lína..........3......... 18,4...steinbítur 17,3 Siggi Bessa SF 97................ lína..........1........... 2,1...þorskur 1,3 Ásgrímur Halldórsson SF 250............4...................4.975 tonn loðna Jóna Eðvalds SF 200...........................3...................3.711 tonn loðna Heimild: www.fiskistofa.is

Lionsklúbbur Hornafjarðar þakkar gestum og eftirfarandi fyrirtækjum veittan stuðning:

• Jökulsárlón • Húsasmiðjan • Flugfélagið Ernir • Norðlenska • Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum • Olís • Nettó • Hótel Vatnajökull

• Jöklaferðir • N1 • Bílaleigan Hertz • Kaffi-Hornið • Efnalaug Dóru • Hótel Höfn • Sveitarfélagið Hornafjörður

Kútmaganefnd

BEINT FRÁ BÝLI afurðamarkaður

Opið laugardaga kl. 13:00 til 16:00 Grísasteikur tilbúnar í ofninn, lundir, kótilettur, hamborgarhryggir, bayonskinka, beikon, álegg, lamba- og geitakjöt og margt fleira

Miðskersbúið Pálína og Sævar Kristinn


Föstudagur 30. mars 2012 14:45 15:00 15:15 15:30

Koma og kaffi Ársfundur settur – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Inngangur að umræðum – Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLS Velferðarkerfið og landsbyggðin – Hjalti Jóhannesson, landfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarþjónustu Háskólans á Akureyri

16:15 16:40 17:30 17:40 18:30 19:30

Kaffihlé Verkalýðshreyfingin og velferð – Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Kjör 5 fulltrúa í uppstillingarhóp Umræður í hópum Fundarhlé Kvöldverður í boði AFLs Starfsgreinafélags

Laugardagur 31. mars 08:00 09:00 10:00 11:00 12:30 13:45 14:00

Morgunverður Viðhorf félagsmanna AFLs – Sigríður Ólafsdóttir, ráðgjafi, Capacent Gallup Lífeyrissjóðaskýrslan - staða Stapa Umræður í hópum Hádegisverður Stefnumótunarumræða – inngangur Unnið í hópum

15:30 Kaffi 16:00 Hópar kynna niðurstöður – pallborð 17:00 Ársfundi slitið. Ársfundurinn verður haldinn að Hótel Hallormsstað. Skráning trúnaðarmanna er í síma 4700 303 eða gunnar@asa.is. Skipulagðar ferðir verða frá þéttbýliskjörnum félagssvæðis. Ath. þátttaka er trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.