Eystrahorn 11. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 15. mars 2012

11. tbl. 30. árgangur

Skaftfellsk náttúra séð í gegnum ljósmyndalinsu Runólfs Haukssonar

Föstudaginn 16. mars kl. 16:00 verður opnuð sýning á ljósmyndum Runólfs Haukssonar áhugaljósmyndara í fremra rými Listasafnsins. Sýningin ber heitið Skaftfellsk náttúra og eru myndirnar eins og nafnið gefur til kynna af náttúrunni í Austur – Skaftafellssýslu. Runólfur Hauksson hefur verið duglegur við að taka myndir síðustu ár. Áhugi fyrir myndatöku kviknaði fyrir alvöru árið 2008 þegar Runólfur hóf störf við siglingar á Jökulsárlóni, hann fylgdist með öllu þessu fólki sem sigldi um lónið með honum og veitti

því eftirtekt hversu góðar myndarvélar fólk hafði meðferðist til að mynda lónið. Þá um haustið uppfærði Runólfur myndavélakostinn og keypti fyrstu alvöru myndavélina sína með skiptanlegum linsum og eftir það var ekki aftur snúið. Í byrjun var áhuginn fyrir að mynda ís mestur og er enn í miklu uppáhaldi hjá Runólfi, en í dag eru það norðurljósin sem fanga hugann. Runólfur hefur notið góðrar aðstoðar frá Olgeiri Andréssyni ljósmyndara en hann hefur einbeitt sér að myndun norðurljósa í gegnum tíðina. Bakgrunnur

Runólfs í ljósmyndun er í raun enginn. Hann er áhugaljósmyndari af lífi og sál en hann sótti eitt námskeið í Photoshop myndvinnslu hjá Sigurði Mar Halldórssyni ljósmyndara og hefur fikrað sig áfram sjálfur eftir það. Draumurinn er svo að komast lengra í ljósmyndun og eignast öflugri myndavél. Á sýningunni eru 22 ljósmyndir af náttúrunni í sýslunni og sjón er sögu ríkari, einnig heldur Runólfur úti ljósmyndasíðu á Facebook undir nafninu The Aurora photo guide.

Sýningin verður opnuð föstudaginn 16. mars kl. 16:00

Konur

Takið frá föstudagskvöldið 13. apríl 2012


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 11. tbl. 2012 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu