Eystrahorn 11. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 11. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 21. mars 2013

Menningarverðlaun afhent Menningaverðlaunin voru afhent í Nýheimum sl. miðvikudag. Að þessu sinni voru tveir einstaklingar heiðraðir fyrir langt og farsælt starf að tónlistar- og menningarmálum. Sigjón Bjarnason á Brekkubæ hefur lagt ríkan skerf til tónlistarmála í sýslunni allri. Hann var fyrsti skólastjóri Tónskóla Hornafjarðar og starfaði einnig þar sem tónlistarkennari um árabil. Það hefur verið fátt Sigurjóni óviðkomandi sem tengist tónlist. Hann var lengi stjórnandi karlakórsins Jökuls, og einnig stjórnandi kvennakórsins. Einnig organisti í Bjarnaneskirkju til fjölda ára og spilaði undir á skemmtunum, dansleikjum og á viðburðum víða í sýslunni. Sigjón samdi fjölda tónverka og ekki ósjaldan þegar settar voru upp leiksýningar var leitað til hans með að semja tónlist og taldi hann það ekki eftir sér.

Sigjón Bjarnason og Sigurgeir Jónsson handhafar menningarverðlaunanna. Á milli þeirra er Anna Þorsteinsdóttir, en eigendur Humarhafnarinnar voru einnig tilnefndir.

Sigurgeir Jónsson á Fagurhólmsmýri hefur á sinni ævi verið ómetanlegur fyrir menningarog félagsstarf í Öræfum. Hann hefur haldið uppi tónlistarlífi við skemmtanahald í Öræfum í a.m.k. 60 ár og einnig verið organisti í Hofskirkju í um það bil tvo áratugi, og er enn í því starfi á 81. aldursári. Öræfingar muna ekki eftir öðrum með harmonikkuna á jólatrésskemmtunum en Sigurgeiri og hefur hann spilað fyrir dansi áratugum saman. Einnig hefur hann stutt við tónlistar- og skemmtanalíf Grunnskólans í Hofgarði í mörg ár og gerir enn.

Vala Garðarsdóttir ráðin forstöðumaður safna Vala Garðarsdóttir, 37 ára fornleifafræðingur, hefur störf sem yfirmaður safnamála á Hornafirði í júní næstkomandi. Hún hefur víðtæka menntun og reynslu. Lauk meistaragráðu í fornleifafræði frá Háskólanum í Lundi, í alþjóðasamskiptum og sögu frá háskólanum í Brussel og sagnfræði frá Háskóla Íslands. Í starfi sem fornleifafræðingur hefur Vala stýrt uppgreftri á Alþingisreitnum á vegum Alþingis og uppgreftri á lóð Landspítalans við Hringbraut ásamt því að hafa tekið þátt í fjölmörgum uppgröftum víða um heim. Vala hefur kennt forsögulega

fornleifafræði við Háskóla Íslands auk annarra námskeiða á vegum skólans undanfarin ár. Hún hefur skrifað fjölda ritgerða og greina tengt námi sínu og starfi. Vala er handritshöfundur og stjórnandi þáttanna Ferðalok sem fjalla um Íslendingasögurnar sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum. Í samtali við blaðið sagði Vala; Starfið leggst mjög vel í mig. Hornafjarðarsveitin er svo heillandi, sagan er ljóslifandi allt um kring og er því um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Samspil náttúru og mannlífs bæði í fortíð og nútíð hefur mótað farveg sem verður gjöfult verkefni

að vinna með. Að koma enn betur til skila þeim ríka menningararfi sem Hornfirðingar eiga til bæði heimamanna og ferðamanna eru forréttindi. Ég hef ætíð hugsað til Hafnar með hlýhug, og á ég kæra vini hér síðan ég átti hér heima sem ég hlakka til að hitta aftur og ekki sakar náttúrufegurðin hér allt um kring“ Vala er gift Auðunni Helgasyni lögfræðingi og fyrrverandi landsliðs- og atvinnumanni í knattspyrnu og eiga þau 3 börn. „Við munum öll koma austur og nú vantar okkur bara húsnæði fyrir fjölskylduna“ bætti hún við.

Næsta blað kemur út miðvikudaginn 27. mars. Efni og auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 25. mars.


2

Fimmtudagur 21. mars 2013

Freyjuhlaupið

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Laugardaginn 23. mars ætlar frjálsíþróttadeild Sindra í samstarfi við Sælgætisgerðina Freyju að standa fyrir nokkurskonar víðavangshlaupi. Hlaupnar verða 3 vegalengdir og allar hér innanbæjar. Lengsta vegalengdin sem boðið verður upp á er 10 km, næsta vegalengd er 5 km og sú stysta er 2,5 km. Keppt verður í karla og kvennaflokkum og til mikils er að vinna því Freyja ætlar að gefa sigurvegurunum gómsæt páskaegg, en allir keppendur fá að sjálfsögðu líka góðan þátttökuglaðning frá Freyju. Hlaupið verður frá íþróttahúsinu kl 13:00 og hefst skráning kl 12:30. 10 km hlaupið verður ræst kl 13:00, 5 km hlaupið verður ræst kl 13:15 og 2,5 km hlaupið verður ræst kl 13:30. Þátttökugjald í þetta hlaup eru 1.000.- pr einstakling en hver fjölskylda greiðir þó aldrei meira en 2.000.- Vonumst til að sjá sem flesta í páskaskapi!

Pálmasunnudag 24. mars Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00. Fermingar. Kyrrðarstund í Hafnarkirkju alla miðvikudaga kl. 18:15 Prestarnir

Bjarnaneskirkja

Frjálsíþróttadeild Sindra og Sælgætisgerðin Freyja.

Pálmasunnudag 24. mars Messa kl. 14:00. Fermingar.

Opinn fundur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

Prestarnir

Seljavallakjötvörur Opið á fjósloftinu miðvikudaginn 27. mars kl. 15:00 - 19:00

Fundurinn sem vera átti 8. mars sl. verður á Hótel Smyrlabjörgum mánudaginn 25. mars kl. 15:30. Sjá áður birta auglýsingu í 9. tlb. Eystrahorns eða eystrahorn.is

Gott úrval af steikum fyrir páskana

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Sjá nánar á www.seljavellir.is

Kútmagakvöld

Verið velkomin, Ella og Eiríkur, sími 860-7582

Hið árlega og vinsæla kútmagakvöld Lionsmanna verður 6. apríl n.k. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.

Hjólhýsi

Til sölu vel með farið hjólhýsi, Hobby prestige árg. 2007. Eitt með öllu! Upplýsingar í síma 894-4107. Minnum á aðalfund Björgunarfélags Hornafjarðar

Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

þriðjudaginn 26. mars kl. 20:00 í húsi félagsins.

Eystrahorn

Eystrahorn

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Snorri Snorrason, Hilmar Gunnlaugsson, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn, Sími 580 7915

Hilmar Gunnlaugsson, Sigríður hrl. og lögg. fasteignasali, Kristinsdóttir, lögmaður Egilsstöðum, Sími 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasali lögg. og lögg. leigumiðlari, leigumiðlari s.Egilsstöðum, 580 7908 Sími 580 7908

SnorriMagnússon, Snorrason, Sigurður lögg. lögg. fasteignasali, fasteignasali Egilsstöðum, s. 580 Sími 580 79077916

PéturSigurður Eggertsson, Magnússon, lögg. fasteignasali, lögg. Húsavík, fasteignasali s. 580 7907 Sími 580 7925

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Hlíðartún

nýtt á skrá

Vandað og vel skipulagt einbýlishús með sólstofu og bílskúr, samtals 188 m² 5 svefnherbergi, frábær staðsetning.

Kirkjubraut

Nýtt á skrá

Glæsilegt 2ja hæða 191,1 m² einbýlishús ásamt bílskúr 4- 5 svefnherb., tvennar svalir, vönduð eign.

lækkað ver

stafafellsfjöll í Lóni

ð!

Til sölu er 3.000m² lóðarréttindi ásamt eldra 25 m² sumarhúsi. Lóðin er innarlega í sumarhúsabyggðinni, afgirt með neysluvatnsborholu.


Eystrahorn

Aðalfundur UMF Mána

verður haldinn þriðjudaginn 26. mars kl. 20:00 í Mánagarði.

Fimmtudagur 21. mars 2013

3

Námskeið fyrir byggingamenn

Ábyrgð byggingastjóra

Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar í boði.

Skráning á idan.is Breyting á áður auglýstum aðalfundum Aðalfundur Knattspyrnudeildar verður haldinn í Nýheimum þriðjudaginn 26. mars kl. 17:30.

Gerir þú þér grein fyrir ábyrgðinni? Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir alla þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar og stýra byggingaframkvæmdum í samræmi við samþykktir, lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þá um ábyrgð sína og skyldur sem byggingarstjórar. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld. Farið yfir hlutverk byggingarstjóra við verkframkvæmdir og meðhöndlun uppdrátta, lög, reglugerðir, tryggingar og tryggingaslit. Kynnt gildi og framkvæmd úttekta, s.s. áfanga-, fokheldis, stöðu- og lokaúttektir.

Aðalfundur aðalstjórnar Sindra verður haldinn í Nýheimum þriðjudaginn 26. mars kl. 18:30.

Á námskeiðinu er kynnt og afhent Byggingarstjóramappa, en hún er vísir að gæðakerfi fyrir byggingarstjóra. Í nýjum mannvirkjalögum er gert ráð fyrir því að byggingarstjórar hafi gæðakerfi vegna starfa sinna. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Mannvirkjastofnun.

Venjulega aðalfundarstörf

Námsmat:

100% mæting.

Kennari:

Magnús Sædal byggingafulltrúi og Gunnar Pétursson lögfræðingur.

Tími/staðsetning:

Laugardagur 6. apríl, kl. 9.00 – 17.00. Höfn í Hornafirði.

Lengd:

12 kennslustundir.

Fullt verð:

45.000 kr.

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.

FELLIHÝSI TIL SÖLU

Palomino, 9 fet. Árgerð 2005. Upplýsingar gefur Vífill í síma 864 4214

Skráning á www.idan.is og í síma 590 6400.

Starfsmenntun í ferðaþjónustu Fimmtudaginn 21. mars 2013 verður haldinn í fundarsal Nýheima á Höfn kynningarfundur á niðurstöðum könnunar á ferðaþjónustufyrirtækjum í Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi. Könnunin er liður í verkefninu að greina þörf fyrir starfsmenntun í ferðaþjónustu á Suðausturlandi. Fundurinn hefst kl. 16:15. Fyrirspurnir og umræður að kynningu lokinni.

Allir velkomnir.

Í DAG

Skúlatún 2 - 105 Reykjavík Sími 590 6400 - Fax 590 6401 idan@idan.is - www.idan.is

Reiðskóli - Takið eftir!

Fullbókað er fyrir þá sem þurfa hesta en hægt er að skrá sig á biðlista. Enn er hægt að skrá ef viðkomandi er með hest. Minnum á opið hús í reiðhöllinni við Stekkhól 23.mars kl. 14:00 til 16:00

Allir velkomnir Upplýsingar í síma 865-3302 Hestamannafélagið Hornfirðingur Æskulýðsnefnd


4

Fimmtudagur 21. mars 2013

Styrkir sveitarfélagsins

Eystrahorn

Bætt heilsa

Nýtt námskeið hefst 8.apríl í Sporthöllinni fyrir þá sem vilja fá mikið aðhald og auka við sig styrk og þol. Námskeiðið er frábær leið til að hefja lífstílsbreytingu í átt að bættri heilsu. Allir tímar byrja á bandvefslosun og dýnamískum teygjum, notum lóð og tækjasalinn.

Fulltrúar nokkurra félagasamtaka sem fengu styrki.

Í síðustu viku fór fram afhending styrkja á vegum sveitarfélagsins. Hér er listi yfir styrkþega og þær nefndir sem veita styrkina. Atvinnu- og menningarmálanefnd

Leikfélag Hornafjarðar Kvennakór Hornafjarðar Karlakórinn Jökull Samkór Hornafjarðar Barnakór Hornafjarðar Lúðrasveit Hornafjarðar. Gleðigjafar Hornfirska skemmtifélagið Lúðrasveit Tónskóla Hlynur Pálmason Ljósalistaverk

til starfsemi félagsins til starfsemi kórsins til starfsemi kórsins til starfsemi kórsins til starfsemi kórsins til starfsemi sveitarinnar til starfsemi kórsins til kaupa á hljóðkerfi lúðrasveitarmót í Gautaborg sýningahald og kvikmyndagerð Ljósalistaverk á Vatnstanki

50.000 200.000 200.000 200.000 100.000 100.000 100.000 300.000 100.000 100.000 250.000

Bæjarráð Björgunarsveitin Kári til starfsemi félagsins 300.000 Félagsstarf aldraðra í Öræfum til starseminnar 100.000 Skógræktarfélag A-Skaft. til starfsemi félagsins 300.000 Landgræðsla ríkisins bændur græða landið 75.000 Félag eldri Hornfirðinga til starfsemi félagsins 600.000 Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarsveit Hornafjarðar 2.160.000 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Ungmennafélagið Sindri Ungmennafélagið Máni Golfklúbbur Hornafjarðar Golfklúbbur Hornafjarðar

samkvæmt samningi til starfsemi Umf. Mána til starfsemi félagsins til barna og unglingastarfs

Atvinnu- og rannsóknarsjóður Þorvarður Árnason Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson Ásbjörn Þórarinsson Óskar Arason Jón Sölvi Ólafsson Ragnheiður Hrafnkelsdóttir Guðrún Ingólfsdóttir Berglind Steinþórsdóttir Valorka Sveinn Rúnar Ragnarsson Hanný Heiler

Norðurljósin í Ríki Vatnajökuls Heppa Matarhöfn Huldusteinn IceGuide Útflutningur á humarkrafti Millibör Minjagripir og listiðnaður Töfratröll Sjávarorkurannsóknir Olíurepja Geitaafurðir frá Dynjanda

14.240.000 400.000 2.000.000 300.000

200.000 600.000 250.000 600.000 250.000 600.000 600.000 200.000 400.000 200.000 200.000

Frábærar fermingagjafir Tjöld, svefnpokar, bakpokar, sjónaukar, sængur, koddar, rúmföt, skartgripir, kortaveski, leiserklukkur o.fl. Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Húsgagnaval Sími 478-2535 / 898-3664

Innifalið: • Þjálfun 3x í víku • Mikið aðhald og persónleg ráðgjöf • Vikulegir tölvupóstar frá kennara með hvatningu og heilsuráðum • Vigtun reglulega • Ummáls- og fitumæling í byrjun og lok námskeiðs • Þol- og styrktapróf í upphafi og lok námskeiðs • Frítt í tækjasal og alla aðra tíma • Fyrirlestrarkvöld á miðju tímabili með óvæntum gesti • Endurnýjað fræðsluefni með uppskriftum og fróðleik • Lokaðir tímar Námskeiðið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl.6:30-07:20. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 manns. Verð 26.900 kr. í 6 vikur. Skráning hafin í síma 478-2221 eða á kolla@sporthollin.is Leiðbeinandi verður Kolbrún Þ. Björnsdóttir ÍAK einkaþjálfaranemi

Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát? Þá erum við reiðubúnir til þjónustu.

Bátar og búnaður

www.batarb.is • skip@batarb.is Sími 562-2551

Humarhöfnin opnar Vegna áframhaldandi ágangs ferðamanna til Íslands, nýafstaðins kórónugoss á sólinni og norðurljósa opnum við Humarhöfnina þremur dögum fyrr en í fyrra eða miðvikudaginn 27.mars. Opnunartími verður frá kl. 18:00.

Heimamenn velkomnir.

Gleðilega páska


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. mars 2013

Íbúafundur um heilsueflingu og forvarnir - vika tileinkuð heilsu og vellíðan Á undanförnum árum hafa stefnur sveitarfélagsins sem snerta fjölskylduna verið endurskoðaðar t.d. var ný fjölskyldustefna samþykkt 2011 og ný stefna í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum 2012. Við gerð þessara stefna voru gögn, sem íbúar komu að því að vinna, höfð til hliðsjónar. Þessi gögn eru m.a. hugmyndavinna sem unnin var á stóra íbúaþinginu í Ríki Vatnajökuls haldið í Mánagarði 26. febrúar 2011 og afrakstur heilsuþings sem haldið var í október sama ár. Skóla-,íþróttaog tómstundanefnd, í samvinnu við velferðarteymi sveitarfélagsins er þessa dagana að undirbúa íbúafund um stefnu sem varðar heilsueflingu og forvarnir í sveitarfélaginu. Ákveðið er að halda fundinn þann 16. Frá íbúafundi í febrúar 2011. Mynd: Þorvarður Árnason apríl n.k. kl. 17:15 – 21:00 en fjallað verður nánar um hann er nær dregur. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt eru hvattir til að taka þennan dagspart frá til að koma að þessari vinnu. Í tengslum við íbúafundinn ætlar grasrótarhópur um heilsueflingu og forvarnir að standa fyrir því að Vikan 16. – 23. apríl verði tileinkuð málefninu „Heilsa og vellíðan“. Markmiðið er að vekja áhuga og hvetja fólk til að stunda heilbrigðan lífstíl. Heilbrigður lífstíll nær til andlegra, félagslegra og líkamlegra þátta og er besta forvörnin á öllum sviðum. Vonast er til þess að fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu taki öflugan þátt í að gera sem mest úr þessari heilsuviku. Fyrirtæki eru hvött til að kynna þá starfsemi sem gæti fallið undir heilbrigðan lífstíl og verslunareigendur eru hvattir til að gera heilsusamlegum vörum sérstaklega hátt undir höfði þessa viku. Matvælaframleiðendur eru hvattir til að opna afurðasölur sínar og fyrirtæki geta staðið fyrir heilsueflandi viðburðum fyrir sína starfsmenn. Vonast er eftir þátttöku íþrótta- og félagasamtaka og heimilin hvött til að taka þátt. Hægt er að bjóða upp á kynningu á heilsusamlegu mataræði, eldamennsku, hreyfiviðburðum, félagslegum viðburðum eða öllu því sem viðkemur heilbrigðum lífstíl. Í tengslum við viku tileinkaða heilsu og vellíðan mun heilbrigðisstofnunin bjóða upp á tveggja helga námskeið í hugleiðslu og streitustjórnun á vegum www.hugleidsla.is. Fyrri námskeiðshelgin verður 19. - 20. apríl og hin síðari 3. - 5. maí. Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri og Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSSA

FRAMTÍÐARREIKNINGUR SPARISJÓÐSINS Framtíðarreikningur er góður kostur fyrir mömmur, pabba, afa, ömmur og alla þá sem vilja leggja góðan grunn að framtíð barns. Komdu heim í Sparisjóðinn og byrjaðu framtíðina með okkur.

5


6

Fimmtudagur 21. mars 2013

Fermingargjafir

Súpufundur

Fatnaður og fylgihlutir frá Millibör og Arfleifð

Minnum á kynningarfundinn um starfsemi SASS á Höfn og næstu styrkúthlutun á Hótel Höfn fimmtudaginn 21. mars milli kl. 12:00 og 13:00.

Í DAG

Eystrahorn

Opið fram að páskum: Fimmtudag og föstudag kl. 14:00 - 18:00 Laugardag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 13:00 - 15:00

Nýjar vörur Allir velkomnir

Allir velkomnir.

Konurnar í Kartöfluhúsinu SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Helgihald, gönguferðir og framúrskarandi matur

Icelandair hótel Klaustur býður upp á yndislega páskadagskrá í faðmi jökla. Sjá nánar á icelandairhotels.is

Sigur lífsins

Endurnærðu líkama og sál í kyrrðinni á Kirkjubæjarklaustri Við tökum vel á móti þér. Pantanir í síma 487 4900 eða á klaustur@icehotels.is REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að �árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


MINNUM Á PÁSKABÆKLINGINN!

Kræsingar & kostakjör

TILBOÐIN GILDA 21. MARS - 1. APRÍL

KO RT NÝ AT TT ÍM AB IL

!

a k s á p a g e Gleðil

35% AFSLÁTTUR

ÖND

FRAKKLAND VERÐ NÚ

1.098 ÁÐUR 1.689 KR/KG · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Salavegur · Hverafold · Akureyri www.netto.is | Mjódd

JÖR

KRÆSINGAR&KOSTAK

Tilboðin gilda 21. mars. - 1. apríl Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.