Eystrahorn 11. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 11. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 21. mars 2013

Menningarverðlaun afhent Menningaverðlaunin voru afhent í Nýheimum sl. miðvikudag. Að þessu sinni voru tveir einstaklingar heiðraðir fyrir langt og farsælt starf að tónlistar- og menningarmálum. Sigjón Bjarnason á Brekkubæ hefur lagt ríkan skerf til tónlistarmála í sýslunni allri. Hann var fyrsti skólastjóri Tónskóla Hornafjarðar og starfaði einnig þar sem tónlistarkennari um árabil. Það hefur verið fátt Sigurjóni óviðkomandi sem tengist tónlist. Hann var lengi stjórnandi karlakórsins Jökuls, og einnig stjórnandi kvennakórsins. Einnig organisti í Bjarnaneskirkju til fjölda ára og spilaði undir á skemmtunum, dansleikjum og á viðburðum víða í sýslunni. Sigjón samdi fjölda tónverka og ekki ósjaldan þegar settar voru upp leiksýningar var leitað til hans með að semja tónlist og taldi hann það ekki eftir sér.

Sigjón Bjarnason og Sigurgeir Jónsson handhafar menningarverðlaunanna. Á milli þeirra er Anna Þorsteinsdóttir, en eigendur Humarhafnarinnar voru einnig tilnefndir.

Sigurgeir Jónsson á Fagurhólmsmýri hefur á sinni ævi verið ómetanlegur fyrir menningarog félagsstarf í Öræfum. Hann hefur haldið uppi tónlistarlífi við skemmtanahald í Öræfum í a.m.k. 60 ár og einnig verið organisti í Hofskirkju í um það bil tvo áratugi, og er enn í því starfi á 81. aldursári. Öræfingar muna ekki eftir öðrum með harmonikkuna á jólatrésskemmtunum en Sigurgeiri og hefur hann spilað fyrir dansi áratugum saman. Einnig hefur hann stutt við tónlistar- og skemmtanalíf Grunnskólans í Hofgarði í mörg ár og gerir enn.

Vala Garðarsdóttir ráðin forstöðumaður safna Vala Garðarsdóttir, 37 ára fornleifafræðingur, hefur störf sem yfirmaður safnamála á Hornafirði í júní næstkomandi. Hún hefur víðtæka menntun og reynslu. Lauk meistaragráðu í fornleifafræði frá Háskólanum í Lundi, í alþjóðasamskiptum og sögu frá háskólanum í Brussel og sagnfræði frá Háskóla Íslands. Í starfi sem fornleifafræðingur hefur Vala stýrt uppgreftri á Alþingisreitnum á vegum Alþingis og uppgreftri á lóð Landspítalans við Hringbraut ásamt því að hafa tekið þátt í fjölmörgum uppgröftum víða um heim. Vala hefur kennt forsögulega

fornleifafræði við Háskóla Íslands auk annarra námskeiða á vegum skólans undanfarin ár. Hún hefur skrifað fjölda ritgerða og greina tengt námi sínu og starfi. Vala er handritshöfundur og stjórnandi þáttanna Ferðalok sem fjalla um Íslendingasögurnar sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum. Í samtali við blaðið sagði Vala; Starfið leggst mjög vel í mig. Hornafjarðarsveitin er svo heillandi, sagan er ljóslifandi allt um kring og er því um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Samspil náttúru og mannlífs bæði í fortíð og nútíð hefur mótað farveg sem verður gjöfult verkefni

að vinna með. Að koma enn betur til skila þeim ríka menningararfi sem Hornfirðingar eiga til bæði heimamanna og ferðamanna eru forréttindi. Ég hef ætíð hugsað til Hafnar með hlýhug, og á ég kæra vini hér síðan ég átti hér heima sem ég hlakka til að hitta aftur og ekki sakar náttúrufegurðin hér allt um kring“ Vala er gift Auðunni Helgasyni lögfræðingi og fyrrverandi landsliðs- og atvinnumanni í knattspyrnu og eiga þau 3 börn. „Við munum öll koma austur og nú vantar okkur bara húsnæði fyrir fjölskylduna“ bætti hún við.

Næsta blað kemur út miðvikudaginn 27. mars. Efni og auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 25. mars.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.