Eystrahorn Fimmtudagur 24. mars 2011
12. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Mynd: Þorvarður Árnason (Þorri)
Hvað er Rauða kross búð? Á mánudaginn var opnuð Rauða kross búð á Hornafirði. Búðin er staðsett í húsnæði deildarinnar að Víkurbraut 2, við hliðina á veitingahúsinu Víkinni. Opnunartími verður auglýstur á staðnum þar sem þetta er tilraun og unnið eftir aðstæðum hverju sinni. Í búðinni verða til sölu notuð föt og skór sem koma frá fataflokkunarstöð Rauða krossins í Reykjavík. Einnig prjónavörur sem hópur sjálfboðaliða í Dagvistinni í Ekru vinnur og gefur Rauða kross deildinni til fjáröflunnar. Allur ágóði sem hlýst af þessari sölu fer til hjálparstarfs. Maríanna Jónsdóttir, sem hefur veg og
vanda af verkefninu, var hress við opnunina og sagðist bara bjartsýn þó rennt væri blint í sjóinn með þetta framtak. Líkt og í öðrum Rauða kross búðum er vinnuframlag hennar sjálfboðið starf. „Ég vil hvetja Hornfirðinga til að líta við á Víkurbrautinni, skoða úrvalið og leggja góðu málefni lið. Einnig er tekið á móti fatnaði á opnunartíma hvort sem fólk óskar þess að fatnaður sé sendur í fataflokkunarstöð eða til sölu á staðnum.“ sagði Ásgerður K. Gylfadóttir stjórnarmaður í Hornafjarðardeid RKÍ. Maríanna innan um varning í búðinni
A fmælistilbo ð Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir .......1.290,- kr.
(ef þú sækir)
20 ára
Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri.....................1.490,- kr. 6-11 ára................................... 745,- kr. 5 ára og yngri...........................0,- kr.
1991-2011