Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 22. mars 2012
12. tbl. 30. árgangur
Grynnslin valda vandræðum Grynnslin fyrir utan Hornafjarðarós hafa reynst erfiðari í vetur en áður hefur þekkst. Á dögunum komu hingað fulltrúar Siglingastofnunnar til að skoða aðstæður og ræða við heimamenn, fulltrúa sveitarfélagsins og hagsmunaaðila, um hvort og þá hvernig væri hægt að bregðast við þessum aðstæðum. Fram kom í viðræðunum að loðnubátar hafa landað nokkrum sinnum í öðrum höfnum sökum þess að dýpi yfir Grynnslin hefur hamlað því að þeir komist til löndunar á Hornafirði. Þá hafa smærri fiskiskip einnig átt í erfiðleikum með að komast yfir Grynnslin og verið að taka niður þegar yfir þau er farið. Það sýnir betur en annað að Grynnslin eru takmarkandi þáttur í þróun útgerðar á Höfn og því mikilvægt að fá niðurstöðu um hvort og þá hvernig tryggja megi aukið dýpi á siglingaleiðinni til Hornafjarðar. Til þess að vita meira um það flókna samspil sjávarstrauma, sandflutninga, veðurfars og annarra þátta sem áhrif hafa á Grynnslin hafa
Ásgrímur Halldórsson á Grynnslunum. Ljósmynd: Kristján Jónsson
Siglingastofnun, verkfræðistofan Verkís og Hornafjarðarhöfn unnið að gerð sjávarfallalíkans undanfarin misseri. Gerðu fulltrúar Siglingastofnunar grein fyrir stöðu verkefnisins og kynntu drög að viðamikilli rannsókn á því hvort og hvernig mögulegt er að hafa áhrif á siglingaleiðina til Hornafjarðar. Jafnframt
kom fram á fundinum mikill vilji til þess að auka samstarf Siglingastofnunar og útgerðar á Höfn um upplýsingaöflun svo auðvelda megi siglingar yfir Grynnslin meðan þetta ástand varir. Sjávarfallalíkanið sem unnið hefur verið að á síðustu misserum er nú á lokametrunum en það er flóknara og stærra
en Verkís hefur áður tekið að sér. Næstu skref verkefnisins fela í sér að gera þarf stóra dýptarmælingu á Grynnslunum með fjölgeislamæli, ráðast í botnsýnatöku til að meta kornastærðir, fara nánar ofan í öldufar áranna 2009-2012, áætla sandflutninga meðfram ströndinni og á Grynnslunum eftir völdum sniðum og síðan að taka saman áfangaskýrslu um verkefnið. Þegar þessum þáttum verður lokið þarf að leita út fyrir landsteinana að sérfræðiþekkingu til að reikna og meta sandflutninga á Grynnslunum. Fram kom að rannsóknin er mikilvæg til að kanna hvaða leiðir séu á úrbótum og í framhaldi þarf að greina kostnað við þær úrbætur. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að ráðast í slíka rannsókn. Niðurstaða hennar mun skipta miklu máli um framtíð útgerðar á Höfn og ljóst að kosta má talsvert miklu til að fá niðurstöðu um það hvort og þá hvernig hægt er að ráðast í úrbætur á Grynnslunum.
Sigurður Pálsson rithöfundur í Þórbergssetri Næstkomandi sunnudag, þann 25. mars verður dagskrá í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Dagskráin hefst klukkan 14:00. Gestur dagsins er Sigurður Pálsson rithöfundur og ætlar hann að fjalla um Bernskubók, sem kom út fyrir síðustu jól. Sigurður er sonur séra Páls Þorleifssonar á Skinnastað, en hann var Hornfirðingur, sonur Þorleifs Jónssonar alþingismanns á Hólum í Hornafirði. Séra Páll og Þórbergur Þórðarson voru þremenningar, Benedikt afi Þórbergs og Þórunn amma Páls
voru systkini. Sigurður er því að heimsækja slóðir forfeðra sinna og frændfólks með heimsókn í Hornafjörð. Bernskubókin fjallar um æsku- og uppvaxtarár Sigurðar á prestsetrinu á Skinnastað í Öxarfirði. Í lok dagskrár verður opnuð sýning á frumútgáfum af öllum verkum Þórbergs, sem Skinney-Þinganes hefur nýlega fært Þórbergssetri að gjöf. Þar er meðal annars frumútgáfa af Bréfi til Láru frá árinu 1924, mjög fágæt og verðmæt bók, frumleg útgáfa sem aðeins kom út í
300 eintökum það ár og seldist strax upp. Önnur útgáfa kom út skömmu síðar eða árið 1925. Bréf til Láru var tímamótaverk og olli straumhvörfum í íslenskum bókmenntum. Vonandi sjá Hornfirðingar sér fært að skreppa í sveitina og heiðra þannig Sigurð Pálsson rithöfund með nærveru sinni og njóta dagskrár. Það er nú árlegur viðburður í Þórbergssetri að vera með söng- og bókmenntadagskrá í marsmánuði í tilefni af afmælisdegi Þórbergs sem er 12. mars. Allir eru velkomnir og
Konukvöld
ef fólk vill njóta sveitasælunnar í Suðursveit yfir helgina er hægt að fá gistingu á Hala og njóta náttúrunnar allt um kring. Dagskráin er í auglýsingu annarsstaðar í blaðinu.
Sjá nánar á www.hali.is
á Hótel Höfn föstudagskvöldið 13. apríl