Eystrahorn
Gleðilega páska
Miðvikudagur 27. mars 2013
12. tbl. 31. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Alltaf næg verkefni Eystrahorn hafði samband við Hjalta Þór bæjarstjóra og innti frétta; „Undanfarið hefur nokkuð mikill tími farið í safnaog menningarmál. Við höfum unnið talsvert í starfsmannamálum og fengið Völu Garðarsdóttir til okkar sem nýjan forstöðumann yfir söfnin. Með tilkomu hennar verður meiri áhersla lögð á miðlun menningararfsins okkar með margvíslegum hætti. Við stefnum að opnun sýningar í Skreiðarskemmunni á sjómannadaginn og eins að gera meira fyrir verbúðina í Miklagarði. Þá verður spennandi að skoða nýjar leiðir í miðlunarmálum með haustinu“, segir Hjalti. Á sýningunni í Skreiðarskemmunni verða sýndir gripir, uppsettir fuglar og sagt frá ýmsu sem tengist sjósókn eins og Birni Lóðs, lífsbjörg sem fólk sótti í fjörðinn og afurðum sem unnar eru í héraðinu. Unnið er að
aðalskipulagi á vegum sveitarfélagsins þar sem meðal annars verða lagðar línur um framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Umræður hafa verið um nýjar hótelbyggingar en Hjalti sagði að tekið yrði á ýmsum málum er það varðar í aðalskipulaginu. Jafnframt er lögð áhersla á sýn er varðar uppbyggingu áfangastaða í ljósi væntinga um fjölgun ferðamanna. Aðalskipulagið verður kynnt eftir páska. „Það vantar óneitanlega að byggja upp sterkari innviði fyrir ferðaþjónustuna. Tekin hafa verið skref hér á Höfn í þá veru og það var mikilvægt að fá fjármuni til að byggja göngubrú yfir Hólmsá nú í vetur. Ég sat síðan mjög góðan aðalfund Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga í síðustu viku þar sem við ræddum um að setja sameiginlega stefnu um eflingu byggðar í sveitum sem stefnt er að fullklára með vorinu.“
Lífsdans og Samstíga Miðvikudaginn 27. mars opna tvær sýningar í Listasafni Hornafjarðar. Í fremri sal safnsins opnar sýning Guðrúnar Ingólfsdóttur, Lífsdans. Í aðalsal safnsins opnar sýningin Samstíga, en á sýningunni er sjónum beint að abstraktlist og þeim nýju straumum sem Svavar Guðnason og samferðamenn hans einbeittu sér að uppúr miðri síðustu öld, þar sem myndbygging, litir og form eru allsráðandi. Svavar fæddist á Hornafirði og áhugavert fyrir heimamenn að sjá Svavar og verk hans í samhengi við það sem samferðamenn hans voru að fást við. Á þessari sýningu eru sýnd verk sjö listamanna; Eyborg Guðmundsdóttir (1924-
1977), Guðmunda Andrésdóttir (1922-202), Guðmundur Benediktsson (1920-2000), Hörður Ágústsson (1922-2005), Karl Kvaran (1924-1989), Nína Tryggvadóttir (1913-1968), Svavar Guðnason (1909-1988). Sýningin er unnin í samstarfi Listasafns Íslands, Listasafns Árnesinga og Listasafns Hornafjarðar. Verkin eru flest í eigu Listasafns Íslands en einnig eru verk úr safneign Listasafns Hornafjarðar á sýningunni. Sýningarnar verða opnar til 2. júní á opnunartíma Ráðhússins, alla virka daga klukkan 9:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00. Opið verður á skírdag, laugardag fyrir páska, páskadag og annan í páskum klukkan 13:00 17:00. Aðgangur er ókeypis.
Helga Árnadóttir ráðin hjá Vatnajökulsþjóðgarði Helga Árnadóttir, 33 ára líffræðingur, hefur verið ráðin í nýja stöðu sérfræðings hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Helga mun hafa aðsetur í Gömlubúð á Höfn og sjá um rekstur gestastofunnar ásamt því að sinna fleiri verkefnum á suðursvæði þjóðgarðsins. Helga hefur starfað hjá Vatnajökulsþjóðgarði frá stofnun hans árið 2008, fyrst sem landvörður í Jökulsárgljúfrum og síðar sem aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á norðursvæði. Hún hefur mikla reynslu af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í störfum sínum
fyrir þjóðgarðinn. Áður starfaði hún m.a. sem sérfræðingur á rannsóknarstofu Lyfjaþróunar og sem líffræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði
á Keldum. Helga er uppalin á Hellu á Rangárvöllum og útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hún lauk síðan Bs prófi í sameindalíffræði og meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og hefur hlotið viðurkenningar fyrir kynningar á verkefnum sínum. Hún hefur tekið landvarðanámskeið hjá Umhverfisstofnun og fyrir áramót lauk hún 20 daga námskeiði í þjóðgarðafræðum í Bandaríkjunum. Helga er gift Stefáni Viðari Sigtryggssyni og eiga þau son á öðru aldursári.
Útivist og líkamsrækt eru helstu áhugamál þeirra hjóna og hafa þau tekist á við ýmis áhugaverð verkefni, saman eða í sitthvoru lagi. Má þar nefna fjallgöngur, gönguskíðaferðir og bakpokaferðalög í náttúru Íslands, hjólaferð til Evrópu, ásamt keppni í maraþonum, almenningshlaupum og þríþrautum. Hjónin eru því afar spennt fyrir því að fá tækifæri til að kynnast einstakri náttúrufegurð svæðisins og stefna á að vera iðnir notendur íþróttamannvirkja á svæðinu!
2
Miðvikudagur 27. mars 2013
Helgihald í Bjarnanesprestakalli um páska Hafnarkirkja Kyrrðarstund á föstu miðvikudaginn 27. mars kl. 18:15 Messa á skírdagskvöld kl. 20:00 Nanna Halldóra Imsland syngur einsöng. Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl. 13:00 Messa á aðfangadegi páska 30. mars kl. 11:00 ferming Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 9:00 Nanna Halldóra Imsland syngur einsöng
Eystrahorn
Kvenfélagskonur athugið Mánudaginn 8. apríl ætla félagskonur í Kvenfélaginu Tíbrá að hittast í sal Ekrunnar kl. 20:00. Stjórnin
Aðalfundur Skógræktarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn fimmtudaginn 4.apríl nk. í Ráðhúsinu, Höfn kl 16:00 (gengið inn bakdyra megin)
Venjuleg aðalfundarstörf
Hofskirkja Messa á aðfangadegi páska 30. mars kl. 15:00 - ferming
Bjarnaneskirkja Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 13:00
Brunnhólskirkja Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 15:00
Kálfafellsstaðarkirkja
Stjórn Skógræktarfélags Austur - Skaftfellinga
Arnar Þór Guðjónsson háls-, nef- og eyrnalæknir
verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar 16. og 17. apríl næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.
Hátíðarguðsþjónusta á annan páskadag kl. 14:00
Páskar í kaþólsku kirkjunni á Hornafirði Laugardagur fyrir páska 30. mars Matarblessun (święconka) kl. 13:00 í kapellunni á Höfn í Hornafirði og á eftir ætlum við að skíra Natalíu litlu.
Félag eldri Hornfirðinga heldur sinn 30. aðalfund laugardaginn 6. apríl kl.15:00.
Páskadagur 31. mars
Hátíðarmessa kl. 12:00 í kapellunni. Eftir messu er öllum kirkjugestum boðið í kaffi. Allir velkomnir.
Gleðilega Páska!
Rauðakrossbúðin
verður opin 6., 13., 20. og 27. apríl frá kl. 12:30 til 15:30
Eystrahorn
Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Aðalfundur Venjuleg aðalfundarstörf, kaffi og meðlæti. Allir eldri Hornfirðingar velkomnir.
Stjórnin
Atvinna
Pósturinn auglýsir eftir bréfbera frá 1.júní. Um framtíðarstarf er að ræða. Einnig vantar okkur bréfbera og bílstjóra í sumarafleysingar.
Rækjur til sölu! Allur ágóði rennur í ferðasjóð 7. bekkjar. 2,5 kg. á 4000.Pantanir hjá Nínu í síma 866-5114
Umsóknum skal skilað inn fyrir 5.apríl. Nánari upplýsingar í síma 4781101 eða á Pósthúsinu Hafnarbraut 21
Eystrahorn
Miðvikudagur 27. mars 2013
Sóknaráætlun Suðurlands
3
Ert þú að kaupa eða selja skip eða bát?
Þá erum við reiðubúnir til þjónustu. Bátar og búnaður
Síðastlitinn föstudag var undirritaður samningur milli SASS (Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga) og ríkis um fjárframlag til landshlutans á grundvelli Sóknaráætlunar Suðurlands. Undirritun samningsins fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík að viðstöddum forsætisráðherra Íslands, innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem jafnframt skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins. Sóknaráætlun Suðurlands er stefnumarkandi skjal á sviði atvinnu-, menningar- og menntamála fyrir landshlutann Suðurland. Um er að ræða samantekt á ýmsum greiningum á þeim sviðum fyrir landshlutann, stefnumarkandi aðgerðaráætlun og niðurstöður um ráðstöfun tiltekinna fjármuna. Í einföldu máli er um að ræða útdeilingu á fjármagni til ýmissa verkefna en það skref sem stigið hefur verið með Sóknaráætlun Suðurlands snýr ekki síst að fyrirkomulaginu. Verkefnið Sóknaráætlun Suðurlands er afrakstur samvinnu um 200 þátttakenda sem komu að verkefninu með einum eða öðrum hætti, unnu merkilegt og óeigingjarnt starf í þágu Suðurlands. Vinna við fyrstu Sóknaráætlun Suðurlands hefur að miklu leyti miðast við þá uppbyggingu þekkingar, vinnulags og verkferla við að takast á við árlega vinnu sóknaráætlana fyrir landshlutann hér eftir. Á þeim grunni sem nú hefur verið reistur er unnt að byggja á og takast á við aukin verkefni og viðameiri, í gegnum sama farveg og með sama vinnulagi. Þau verkefni sem áætlað er að framkvæma, fyrir þá upphæð sem til ráðstöfunar er á árinu 2013, eru 8 talsins. Verkefnin eru fæst á einu afmörkuðu málefnasviði, heldur skarast flest á einn eða annan hátt á milli málefnasviða. Verkefnin eru að litlu leyti bundin ákveðnum sveitarfélögum en tvö verkefni miðast við ákveðið svæði innan landshlutans, miðsvæðið, svæðið sem nær frá Markarfljóti til Öræfa. Miðsvæðið hefur búið við lakari tækifæri en önnur til síog endurmenntunar og snýr verkefnið að uppbyggingu á því sviði. Önnur verkefni taka meira mið af styrkleikum landshlutans í heild og að nýta þá til hagsbóta fyrir heildina, enn önnur byggja á tækifærum sem landshlutinn hefur til sóknar á ýmsum sviðum.
www.batarb.is • skip@batarb.is Sími 562-2551
-Viðhaldsfríir
gluggar
Hentar mjög vel íslenskri veðráttu
1. Efling samstarfs um mennta- og fræðastarf á Suðurlandi..........................................................4 mkr. 2. .Uppbygging símenntunar á miðsvæðinu..............................8 mkr. 3. .Menntalestin á Suðurlandi. ....................................................2 mkr. 4. .Upplýsingagátt Suðurlands – sudurland.is...........................7 mkr. 5. L . istnám, nýsköpun og skapandi greinar á Suðurlandi greining og stefnumótun.........................................................4 mkr. 6. S . tyrkir og stuðningsaðgerðir til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi...........................15,9 mkr. 7. B . ændamarkaður Suðurlands og stuðningur við vöruþróun og markaðssókn smáframleiðenda...............7 mkr. 8. .Suðurland allt árið. ..................................................................5 mkr.
Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Samtals..............................................................52,9 mkr. Það er mat landshlutasamtakanna að Sóknaráætlun Suðurlands sé fyrst og fremst samvinna um uppbyggingu í landshlutanum, í þágu landshlutans og skref í átt að sjálfstæðri byggðastefnu fyrir Suðurland, unnin af Sunnlendingum, fyrir Sunnlendinga, sem byggð er á staðbundinni þekkingu heimamanna og unnin út frá styrkleikum, veikleikum og tækifærum Suðurlands til sóknar. Nánari upplýsinga veitir framkvæmdastjóri SASS, Þorvarður Hjaltason í síma 480-8200 eða í tölvupósti, thorvard@sudurland.is, sjá nánari upplýsingar um Sóknaráætlun Suðurlands og sóknaráætlanir annarra landshluta á heimasíðu SASS, sudurland.is.
Yfir 40 litir í boði!
3MI¦SBÞ¦ s 'AR¦AB R s 3ÓMI s &AX
4
Miðvikudagur 27. mars 2013
Kútmagakvöld
Hið árlega og vinsæla kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ 6. apríl n.k. Veislustjóri verður hinn stórskemmtilegi Fúsi frá Brekku í Mjóafirði. Húsið opnar kl. 19:30. Forsala aðgöngumiða á Kaffihoninu.
Hunda- og kattaeigendur á Hornafirði Þeir hunda- og kattaeigendur sem ekki hafa komið með dýr sín í skráningu er bent á að gera það. Samkvæmt samþykktum um hunda- og kattahald eiga allir hundar og kettir að vera skráðir í þéttbýli sveitarfélagsins. Sveitarfélaginu hafa borist kvartanir um að fólk hirði ekki upp eftir hunda sína. Sýnum gott fordæmi og hirðum þetta upp. Víða í sveitarfélaginu eru losunarkassar sem hægt er að nýta sér.
Eystrahorn
Hreyfing hressir og kætir
Eins og mörgum er kunnugt þá er FAS þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem Landlæknisembættið stendur fyrir. Áherslan þennan veturinn er á hreyfingu og hafa nemendur og starfsmenn FAS verið þátttakendur í ýmsum verkefnum og keppnum. Í febrúar tóku starfsmenn skólans þátt í átakinu Lífshlaupið sem snérist um að fá fullorðna einstaklinga til að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Tvö lið meðal starfsmanna FAS voru skráð og hlutu þau Agnes Heiða og Sigurður Þ. titlana íþróttaálfar FAS. Nú í mars hafa bæði nemendur og kennarar verið hvattir til að skilja bílana eftir heima á morgnana og ganga eða hjóla í skólann. Listar hanga uppi bæði fyrir nemendur og starfsmenn þar sem þeir geta skráð niður hvernig komið var til vinnu þann daginn. Ætlunin er að veita þeim nemanda og starfsmanni verðlaun sem oftast skilja bílinn eftir heima. Eftir páska verður farið af stað með síðasta hreyfingarátak annarinnar en það kallast Þú í útivist! Í apríl verður vonandi farið að hlýna í veðri og þess vegna verður lögð áhersla á útivist og útiveru. Þátttakendur eiga að skila inn skemmtilegum myndum af sér úti í náttúrunni ásamt smá frásögn um stað og stund. Myndirnar verða hengdar upp í Nýheimum þar sem gestir og gangandi geta skoðað þær og haft gaman af. Eins og máltækið segir: Heilbrigð sál í hraustum líkama, og það á svo sannarlega við í FAS.
Tilkynning Vakin er athygli á að níu af hverjum tíu gróðureldum eru af manna völdum. Einu náttúrulegu orsakir gróðurelda eru vegna eldinga sem slær niður. Flestir gróðureldar verða á vorin og snemma sumars og það þarf ekki langvarandi þurrka til þess að hætta á gróðureldum skapist. Hér á landi þarf að sækja um leyfi til sýslumanns til að kveikja bál og einungis ábúendur á jörðum geta fengið leyfi til að brenna sinu á jörðum sínum sbr. lög nr. 61/1992 og reglugerð nr. 157/1993.
Eru það tilmæli frá eldvarnaeftirliti að farið verði eftir þessu ákvæði í lögum og að náttúra og dýraríki beri ekki skaða af einhverskonar fikti með óvarinn eld
Eystrahorn
Miðvikudagur 27. mars 2013
Páskarnir á Víkinni Miðvikudaginn 27. mars kl. 11:30 - 03:00
Trúbador
Laugardaginn 30. mars kl. 11:00 - 03:00
Snillingarnir í Parket sjá um fjörið
5
Góðir siðir fyrir iðkendur Eins og fram kom í síðasta Eystrahorni ætlar blaðið að aðstoða okkur við að koma á framfæri skilaboðum til að stuðla að betri starfsemi yngri flokka Sindra. Síðast fjölluðum við um félagslega þáttinn og nú er komið að góðum siðum: 1. Ég er stundvís, ég mæti tímanlega fyrir æfingar og á réttum tíma í leiki. 2. Ég er jákvæður gagnvart samherjum og mótherjum og mæti með góða skapið á æfingar og leiki. 3. Ég mótmæli ekki því sem dómarinn/þjálfarinn segir. 4. Ég kem kurteislega fram við mótherja/samherja, og nota ekki ljótt orðbragð, því ég vil að hann/hún komi vel fram við mig. 5. Ég legg mig alltaf 100 % fram. 6. Ég þarf bæði að kunna að vinna og tapa. 7. Ég hjálpa samherjum eins og ég get á æfingum, í leikjum, utan vallar sem innan. 8. Ég baktala ekki aðra leikmenn eða þjálfara. 9. Ég geng vel um búningsklefa, íþróttasali og íþróttavelli, bæði á Höfn, sem og annars staðar. 10. Ég geng líka vel um bíla, rútu og þar sem ég gisti þegar ég er í keppnisferðalögum með Sindra. 11. Ég ber virðingu fyrir Sindra búningnum. 12. Ég fer vel með eignir Sindra t.d. vesti, bolta og keilur 13. Ég hjálpa til við að ganga frá eftir æfingar. 14. Ég er í íþróttum fyrir sjálfan mig, af því að það er hollt og skemmtilegt. 15. Ég reyni alltaf að vera félaginu og mínum nánustu til sóma, innan vallar sem utan. 16. Ég ber virðingu fyrir fararstjóra/þjálfara og hlýði fyrirmælum þeirra í keppnisferðum. 17. Ég er í liði, allir í liðinu eru jafn mikilvægir. Bestu kveðjur, Yngriflokkaráð Sindra
Kiwanis klúbburinn Ós
með styrk frá Sælgætis verksmiðjunni Freyju á Höfn
Laugardaginn fyrir páska kl. 17:00 14:00 í Nýheimum
Bifreiðaskoðun á Höfn 8., 9. og 10. apríl Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 5. apríl. Næsta skoðun 21., 22. og 23. maí.
Þegar vel er skoðað
GRILL SIRLOINSNEIÐAR KRYDDAÐ
Kræsingar & kostakjör
1.798 ÁÐUR 1.998 KR/KG
HAMBORGARHRYGGUR
1.539 ÁÐUR 2.138KR/KG
GRILL LAMBALÆRI KRYDDAÐ
1.358 ÁÐUR 1.698 KR/KG
30% AFSLÁTTUR NAUTA PIPARSTEIK
LAMBAHRYGGUR
2.697
LÉTTREYKTUR VERÐ NÚ
1.998
ÁÐUR 3.799 KR/KG
ÁÐUR 2.198 KR/KG
JARÐARBER 250G
RC Q APPELSÍN 2L
50% AFSLÁTTUR
2 FYRIR 1
197
RC COLA 2L
249 ÁÐUR 498 KR/KG
3 FYRIR 2
197
KANILSNÚÐAR - BAKE OFF
99
ÁÐUR 198 KR/STK
50% AFSLÁTTUR
OPNUNARTÍMAR NETTÓ UM PÁSKA
PÁLMASUNNUDAGUR SKÍRDAGUR FÖSTUDAGURINN LANGI PÁSKADAGUR ANNAR Í PÁSKUM
LOKAÐ 10.00-18.00 LOKAÐ LOKAÐ 12:00-18:00
Tilboðin gilda 21. mars - 1. apríl Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.