Eystrahorn 12. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn 12. tbl. 32. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 27. mars 2014

Ánægja með flugið

Afl Starfsgreinafélag hefur framlengt samkomulag við Flugfélagið Erni um ódýr flugfargjöld fyrir félagsmenn milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Samkomulagið gildir út árið. Miðarnir gilda fyrir þá sem eiga félagsskírteini með rauða 2014 límmiðanum. Verð fyrir flug aðra leið verður 9.800 krónur en félagið á ennþá nokkra miða á eldra verði sem er 8.000 krónur. Miðarnir gilda ekki í flug á háannatímabilinu 1. júní 2014 – 31. ágúst 2014 í eftirtalin flug: - 08:55 morgunflug REK-HFN mánudaga, miðvikudaga, og föstudaga - 18:55 síðdegisflug HFN-REK mánudaga, miðvikudaga, föstudaga Miðarnir eru seldir á skrifstofum AFLs á Hornafirði og Djúpavogi. Með samningi þessum vilja Flugfélagið Ernir og AFL Starfsgreinafélag vekja athygli almennings á flugsamgöngum til og frá Höfn í Hornafirði og hversu nauðsynlegar flugsamgöngur eru fyrir samfélagið í heild.

Styrkveitingar

10 daga hátíð að hefjast Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í. Átakið kallast „Leyndadómar Suðurlands“ og mun standa yfir frá föstudeginum 28. mars til sunnudagsins 6. apríl 2014 eða í 10 daga. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), sem standa fyrir verkefninu.

Ráðherrar og formaður SASS Ráðherrar Suðurkjördæmis, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson munu opna leyndardómana formlega, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni SASS, föstudaginn 28. mars kl. 14:00 við Litlu kaffistofuna. Frá þeim tíma verður öllum landsmönnum og erlendum ferðamönnum, sem staddir eru á landinu boðið að koma á Suðurland og taka þátt í fjölbreyttum viðburðum þessa 10 daga, sem átakið stendur yfir.

0 krónur í Strætó Rúsínan í pylsuendanum á Leyndardómum Suðurlands er frítt í Strætó frá Reykjavík á Suðurland og á öllum leiðum innan svæðisins í boði SASS. Strætó er með mjög öflugt leiðarkerfi á Suðurlandi þar sem hægt er að komast til allra átta án þess að borga krónu á meðan leyndardómarnir standa yfir. Lesefni, bækur og blöð verður í Strætó alla Leyndardómsdagana í boði „bókabæjarins fyrir austan fjall“. Sjá áætlunarferðir á www.straeto.is og upplýsingar um ferðir eru líka gefnar í þjónustuveri Strætó í síma 540-2700 frá 06:00 til 22:00. Adda Birna Hjálmarsdóttir lyfsali, Ester Þorvaldsdóttir og Elísabet Þorsteinsdóttir f.h. Dagvistar aldraðra, Sigurbjörn Gunnarsson framkvæmdastjóri Lyfju og Hanný Ösp Pétursdóttir.

Þann 13, mars sl. opnaði Lyfja nýja og glæsilega verslun í Miðbæ. Af því tilefni var ákveðið að veita tvo peningastyrki til málefna í sveitarfélaginu. Dagvist aldraðra fékk 150.000 kr. styrk sem nýtist þeim vonandi vel við endurbætur á húsnæði sínu. Barna- og unglingastarf Sindra fékk einnig 150.000 kr. styrk til nota í sitt góða og uppbyggilega starf.

Fyrirlestur um offitu og þyngdarvanda Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. matarfíknarráðgjafi frá MFM matarfíknarmiðstöðinni (www.matarfikn.is), verður á ferðinni hér á Höfn þriðjudaginn 1. apríl og mun halda opinn fyrirlestur um offitu og þyngdarvanda. Titill fyrirlestursins er: GETUR MATUR VERIÐ ÁVANABINDANDI; offita, matarfíkn, átraskanir; orsakir, afleiðingar og lausnir! Fyrirlesturinn er öllum opinn og enginn aðgangseyrir. Hann verður haldinn þriðjudaginn 1. apríl kl. 20:00 í Heppuskóla.

Sudurland.is Allir viðburðir á Leyndardómum Suðurlands eru kynntir á nýrri og glæsilegri heimasíðu SASS, www.sudurland.is. Þá hefur verið gefið út sérstakt viðburðadagatal, sem verður borðið inn á öll heimili á Suðurlandi. Auk þess verður átakið auglýst mikið í fjölmiðlum og það er með sérstaka Facebookarsíðu, „Leyndardómar Suðurlands“, sem allir eru hvattir til að fara inn á.

Á annað hundrað viðburðir Markmiðið með átakinu er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland. Megininntakið í átakinu er Matur – Saga – Menning. Hér er því kærkomið tækifæri til að lengja ferðamannatímabilið og koma öllum leyndardómum Suðurlands á framfæri. Á annað hundrað viðburðir verða leyndardómsdagana en dæmi um viðburði er tilboð á veitingastöðum, tveir fyrir einn í gistingu, ókeypis í sund, listsýningar, tónleikar, skemmtanir, tilboð á sunnlenskum vörum, tilboð í afþreyingu, opin hús víða á svæðinu og fleira og fleira. F.h. Leyndardóma Suðurlands, Magnús Hlynur Hreiðarsson, verkefnisstjóri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.