Eystrahorn Fimmtudagur 31. mars 2011
13. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Tökum nú öll vel til Dagana 4. – 10. apríl n.k verður haldin hreinsunarvika í Sveitarfélaginu Hornafirði. Íbúar, fyrirtæki, sveitabæir og starfsfólk sveitarfélagsins eru hvött til að taka til í sýnu nánasta umhverfi. Grunnskóli Hornafjarðar mun fara í sýna árlegu vorhreinsun föstudaginn 8. apríl, nemendur og kennarar munu gera opin svæði hrein með ruslatínslu og halda svo umhverfishátíð í lok dagsins. Grunnskólinn í Hofgarði mun sama dag gera hreint umhverfis Hofgarð í Öræfum ásamt því að leikskólarnir, Lönguhólar og Krakkakot taka til hendinni umhverfis leikskólana. Ýmis félagasamtök taka þátt í deginum, þar sem Ungmennafélagið Sindri og Ungmennafélagið Máni munu aðstoða við stærri verkefni. Þessa daga verður bændum og öðrum lögbýliseigendum boðið
Vinnuskólanemar að snyrta umhverfið.
upp á að fá sótt til sín stórt brotajárn og eru þeir hvattir til að gera umhverfi lögbýla sinna snyrtilegt. Stofnanir sveitarfélagsins munu einnig taka til í kringum sín húsnæði. Íbúar eru hvattir til að huga vel að görðum sýnum og nær
Heimamarkaðurinn verður á laugardaginn í Pakkhúsinu kl 13-16 með alls kyns góðgæti á boðstólnum. Samkór Hornafjarðar verður með kaffisölu og dýrindis bakkelsi með því.
umhverfi. Íbúum verður boðið upp á að setja lóðaúrgang út fyrir lóðir sínar á aðgengilegan stað svo hægt verði að sækja úrganginn mánudaginn 11. apríl. Trjágróður má setja saman í haug fyrir utan lóðarmörk en annar úrgangur svo sem laufblöð, arfi
og annað sambærilegt verður að vera í pokum á sama stað. Að þessu tilefni verður gámaportið opið lengur en venjan er 8. og 9. apríl, frá 13:00 – 20:00 sunnudaginn 10. apríl verður gámaportið opið frá 10:00 – 18:00 . Kjósi íbúar að koma með garðaúrgang sjálfir þá er þeim bent á að losa hann út við Fjárhúsavík en muna þarf að taka poka með sér til baka þegar úrgangi er skilað út við Fjárhúsavík. Markmið með hreinsunarvikunni er að gera Sveitarfélagið Hornafjörð snyrtilegra. Það verður ekki gert nema með sameiginlegu átaki allra íbúa og fyrirtækja sveitarfélagsins. Tökum nú höndum saman, verum vistvæn og hugsum vel um umhverfi okkar.
Prjónamaraþon til aðstoðar í Japan Menningarmiðstöðin boðar allt prjónafólk til prjónamaraþons fimmtudaginn 7. apríl vegna hamfaranna í Japan. Okkur er málið skylt og höfum við hugsað okkur að prjóna sokka, vettlinga, húfur og annað sem kemur að gagni í Japan. Garn yrði þegið með þökkum og heitt verður á könnunni allan daginn. Bókasafnið verður opið frá 9:00 til 17:00 og vonumst við til að sem flestir gefi sér tíma til að koma og taka þátt í Chiharu, Æsa litla og Rúna. þessu verkefni með okkur.
A fmælistilbo ð Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir .......1.290,- kr.
(ef þú sækir)
20 ára
Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri.....................1.490,- kr. 6-11 ára................................... 745,- kr. 5 ára og yngri...........................0,- kr.
1991-2011