Eystrahorn 13. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 4. apríl 2013

13. tbl. 31. árgangur

Kvenþjóðin á sviðið Föstudaginn 5. apríl stendur mikið til hjá parti af kvenþjóðinni hér á Hornafirði því þá ætlum við í stórhljómsveitinni Guggunum ásamt gestasöngkonum og spilurum að byrja daginn snemma og halda tónleika fyrir börn og unglinga í Grunnskóla Hornafjarðar. Sama kvöld spilum við frá kl. 22.00 til kl. 01.00 í Pakkhúsinu þar sem við ætlum að hafa notalegt kvöld og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá sem flesta. Krakkarnir í skólanum þekkja vel hljómsveitir hér í sveitarfélaginu sem skipaðar eru eingöngu karlmönnum eða blandaðar kvenfólki og körlum og kviknaði sú hugmynd hjá okkur að ýta undir stelpurnar, að allt er mögulegt í hljómsveitabransanum. Fyrir þá sem ekki vita þá erum við Guggurnar einungis skipaðar kvenfólki, á öllum aldri, héðan úr sveitarfélaginu. Við höfum allar gaman að tónlist og við hittumst einu sinni til tvisvar í viku, spilum allskonar lög, hlæjum að misgóðum árangri og má eiginlega segja að þetta sé okkar tertulausi saumaklúbbur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Við erum stórhuga og leggjumst ekki á garðann þar

sem hann er lægstur því við ætlum að leggja land undir fót og spila fyrir höfuðborgarbúa og nærsveitir og verðum við á Rosenberg við Klapparstíg, föstudaginn 19. apríl frá kl. 22.00 - 01.00. Stórhljómsveitina Guggurnar skipa: Helga Vilborg Sigjónsdóttir bassi, Erna Gísladóttir trommur, Jónína Einarsdóttir píanó og hljómborð, Þórgunnur Torfadóttir gítar, Guðrún Fema Ólafsdóttir söngur, saxofónn og klarinett og Ragnheiður Sigjónsdóttir er aðalsöngkona bandsins. Gestagítarspilari er Súsanna Torfadóttir. Gestasöngkonur eru: Snæfríður Svavarsdóttir, Guðbjörg Garðarsdóttir, Nína Sybil Birgisdóttir, Hafdís Hauksdóttir, Margrét Einarsdóttir og Hildur Þórsdóttir. Við grínumst oft með það hversu léttruglaðar við erum og hversu gaman við höfum af þessu brölti okkar, að við endum sjálfsagt undir sjötugt að túra um Evrópu, spilandi fyrir evróska eldri borgara með bros út að eyrum. Þessi stóri hópur kvenna ætlar að skemmta sér og öðrum og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá sem flesta skemmta sér með okkur.

„Mikilvægt að sækja viðskiptavini heim“ Fulltrúar VÍS heimsóttu nokkra viðskiptavini á Hornafirði í liðinni viku og kynntu sér starfsemi þeirra og rekstur. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS segir heimsóknina hafa heppnast einkar vel og gaman að koma til Hornafjarðar. „Það er mikilvægt að sækja viðskiptavini heim til að efla tengslin og kynna sér milliliðalaust starf þeirra. Við gerum það eftir föngum um allt land. Við skynjuðum bæði bjartsýni og baráttuhug hjá heimamönnum og fórum ríkari á braut.“ Sigrún Ragna, Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs, Smári Kristjánsson umdæmisstjóri á Suðurlandi og Árni Sverrisson sérfræðingur í sjótryggingum gerðu víðreist um Höfn undir handleiðslu Svövu Kristbjargar Guðmundsdóttur þjónustustjóra á staðnum

Auður Björk Guðmundsdóttir, Gunnar Ásgeirsson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir

en hún var heiðruð á árinu fyrir 25 ára farsælt starf fyrir tryggingafélagið. Gunnar Ásgeirsson einn eigenda Skinneyjar-

Þinganess tók á móti þeim og bauð meðal annars í skoðunarferð um borð í Ásgrím Halldórsson SF 250 sem var nýkominn að landi. Þá sýndi Guðmundur H. Gunnarsson fimmmenningunum fiskvinnslu fyrirtækisins. Sérstaka athygli gesta vakti hve allt hráefni er nýtt til hins ýtrasta og hvergi fer neitt til spillis. Forsvarsmenn Skinneyjar-Þinganess sýndu þróunina í þessa átt undanfarin ár og hvernig aflaverðmætið eykst stöðugt. Þá heimsóttu VÍSarar knatthúsið Báruna, Kartöfluhúsið þar sem Millibör og Arfleifð hafa aðsetur, Hótel Höfn, Hótel Jökul í Nesjum, Kaupfélagshúsið, Humarhöfnina og Sparisjóðinn auk þess að eiga gott spjall við Hjalta Þór Vignisson bæjarstjóra. Fréttatilkynning www.vis.is

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.