Eystrahorn 13. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn 13. tbl. 32. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. apríl 2014

Gagnleg menntaráðstefna

Síðasta laugardag var haldin menntaráðstefna í Nýheimum á vegum skólaskrifstofunnar. Flutt voru fimm erindi fyrir hádegi þar sem framsögumenn af menntavísindasviði HÍ fóru yfir ýmsa þætti menntunar og fræðslustjóri Reykjanesbæjar kynnti aðferðir sem snéru við slökum námsárangri grunnskólanemenda í bænum. Eftir hádegi lögðu rástefnugestir sitt af mörkum með öflugu hópastarfi og umræðum í lokin. Allt þetta skilaði fjölda góðra hugmynda sem nýttar verða í menntastefnu fyrir sveitarfélagið. Finna má alla fyrirlestrana á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is

Starfskynning í Ráðhúsi Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri sat í þjónustuveri Ráðhússins í morgun, svaraði símanum og leysti úr erindum viðskiptavina sem áttu þangað leið. Ásgerður var fyrst starfsmanna í stjórnsýslunni til að taka þátt í starfsemi þjónustuversins. Ætlunin er að allir starfsmenn í stjórnsýslunni taki þátt í starfi sem fer fram í þjónustuverinu. Tilgangurinn er að allir starfsmenn fái innsýn í fjölbreytt starf í þjónustuveri og fái kynningu á hvernig erindi berast og taki á móti þeim beint frá bæjarbúum. Reiknað er með að einn starfsmaður úr stjórnsýslunni verði með þjónustufulltrúa í hverri viku í hálfan dag í senn. Þeir sem koma við í ráðhúsinu geta því átt von á að hitta starfsmann í þjálfun þegar þeir eiga erindi í ráðhúsið.

H ver n i g s é r ð þ ú Sj áv ar þo r p i ð Höf n f y r i r þ é r ? Stefnumótun í Nýheimum miðvikudaginn 9. apríl kl.15:00

Stefnumótunarvinna um „Sjávarþorpið Höfn“ í Nýheimum miðvikudaginn 9. apríl kl.15. Hvetjum ykkur til að mæta og taka þátt í ímyndarsköpun og framtíðarsýn um „Sjávarþorpið Höfn“. Allir velkomnir! Skráning fer fram í gegnum fanney@sudurland.is. Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri SASS á Höfn

Húllumhæ á Höfn Dagana 20.-23. mars síðastliðinn var mikið um að vera á Höfn. Boðnir voru fimmfaldir punktar til N1 korthafa á alla þessa daga. Einnig fengu nýir N1 korthafar 500 króna punkta innspýtingu. Viðskiptastjórar frá N1 komu og heimsóttu fyrirtæki á svæðinu. Þá var tilboð á þjónustustöð N1 á Seljavallarborgurum, völdum vörum í verslun og þrautabraut í boði fyrir fullorðna og börn. Þetta tókst einstaklega vel og vill N1 koma á framfæri þakklæti til allra sem heimsóttu þá á þessum dögum.

Blúndur og blásýra Gamanleikurinn Blúndur og blásýra (Arsenic and Old Lace) eftir Joseph Kesselring var skrifaður árið 1939, og frumfluttur árið 1941. Broadway uppfærslan þótti sérlega vel heppnuð, og sagði meðal annars í New York Times að sýningin væri svo fyndin að enginn myndi nokkurn tíma geta gleymt því. Leikhópurinn þótti afar góður, en til dæmis má nefna að Boris Karloff fór með hlutverk hins illræmda Jónatans Brewster. Fræg kvikmyndaaðlögun Frank Capra, með Carey Grant í aðalhlutverki, leit svo dagsins ljós árið 1944, og er enn í hávegum höfð. Joseph Kesselring var leikskáld af þýskum og kanadískum ættum, sem fæddist árið 1902. Hann skrifaði alls 12 leikrit, en Blúndur og blásýra er það eina sem hefur náð að festa sig í sessi. Í verkinu skopast hann að yfirstéttinni í Bandaríkjunum á stríðsárunum, og sótti til þess innblástur í sitt nánasta umhverfi. Kesselring lést árið 1967. Leikstjórinn Eyvindur Karlsson hefur komið víða við, og meðal annars fengist við uppistand, tónlist, ritstörf og þýðingar, ásamt leikstjórn. Meðal annars liggur eftir hann skáldsagan Ósagt (2007), útvarpsþáttaröðin Tímaflakk (2006-2007), leikritaþýðingar og hljómplötur. Eyvindur útskrifaðist með MA próf í leikstjórn frá hinum virta East 15 leiklistarskóla í London árið 2011 og hefur fengist að mestu leyti við líkamlega leiklist síðan. Það er því nokkur kúvending að takast á við gamanleik á borð við Blúndur og blásýru, sem byggist að mestu leyti á texta. Eyvindur býr alla jafna ásamt konu og börnum í Hafnarfirði, en hefur dvalið í fjósi á meðan á æfingatímanum stóð. Leikfélag Hornfjarðar og FAS sýna leikritið

Blúndur og blásýra í Mánagarði. Leikstjóri er Eyvindur Karlsson.

- Frumsýning 3. apríl kl. 20:00. - Önnur sýning 6. apríl kl. 20:00. - Þriðja sýning 7. apríl kl. 20:00. - Fjórða sýning 8. apríl kl. 20:00. - Fimmta sýning 9. apríl kl. 20:00. Takmarkaður sýningarfjöldi.

Miðaverð 2.500 kr. (tökum ekki kort).

Miðpantanir í síma 478 1462 frá kl. 19:00 sýningardaga.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 13. tbl. 2014 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu