Eystrahorn Fimmtudagur 7. apríl 2011
14. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Björgunarsveitin í útköllum
Einar Sigurðsson tók þessa mynd á vettvangi þegar þyrlan sótti slasaðan einstakling á laugardaginn.
Félagar í Björgunarfélagi Hornafjarðar fóru með stuttu millibili í tvö útköll á Vatnajökul. Í fyrra skiptið, 31. mars, náðu þeir í fótbrotinn mann á Grímsfjalli. Að sögn Jónasar Friðriks formanns félagsins gekk sú ferð vonum framar þrátt fyrir lélegt skyggni og var
manninum komið undir læknishendur á Höfn. Síðastliðinn laugardag fékk sveitin tilkynningu og ósk um aðstoð vegna skíðagöngumanns sem datt og hafði farið illa úr axlarlið. Farið var á vélsleðum og jeppum og gekk ferðin vel. Vegna þess að sá slasaði var illa kvalinn var
ákveðið að kalla til þyrlu til að flytja hann niður af jöklinum og bjuggu björgunarsveitarmenn um hann til flutningsins. Jónas Friðrik sagði að báðir björgunarleiðangrarnir hafi gengið mjög vel og góð tæki enn einu sinni sannað ágæti sitt.
A fmælistilbo ð Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir .......1.290,- kr.
(ef þú sækir)
20 ára
Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri.....................1.490,- kr. 6-11 ára................................... 745,- kr. 5 ára og yngri...........................0,- kr.
1991-2011