Eystrahorn Fimmtudagur 7. apríl 2011
14. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Björgunarsveitin í útköllum
Einar Sigurðsson tók þessa mynd á vettvangi þegar þyrlan sótti slasaðan einstakling á laugardaginn.
Félagar í Björgunarfélagi Hornafjarðar fóru með stuttu millibili í tvö útköll á Vatnajökul. Í fyrra skiptið, 31. mars, náðu þeir í fótbrotinn mann á Grímsfjalli. Að sögn Jónasar Friðriks formanns félagsins gekk sú ferð vonum framar þrátt fyrir lélegt skyggni og var
manninum komið undir læknishendur á Höfn. Síðastliðinn laugardag fékk sveitin tilkynningu og ósk um aðstoð vegna skíðagöngumanns sem datt og hafði farið illa úr axlarlið. Farið var á vélsleðum og jeppum og gekk ferðin vel. Vegna þess að sá slasaði var illa kvalinn var
ákveðið að kalla til þyrlu til að flytja hann niður af jöklinum og bjuggu björgunarsveitarmenn um hann til flutningsins. Jónas Friðrik sagði að báðir björgunarleiðangrarnir hafi gengið mjög vel og góð tæki enn einu sinni sannað ágæti sitt.
A fmælistilbo ð Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir .......1.290,- kr.
(ef þú sækir)
20 ára
Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri.....................1.490,- kr. 6-11 ára................................... 745,- kr. 5 ára og yngri...........................0,- kr.
1991-2011
2
Fimmtudagur 7. apríl 2011
Eystrahorn
Mikilvægir samningar
Andlát Sigurbjörg Eiríksdóttir
Ásgrímur Ingólfsson, Ásgerður Gylfadóttir og Gísli Páll Björnsson.
Föstudaginn 1. apríl skrifaði Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, undir samninga við Gísla Pál Björnsson, formann Golfklúbbsins, og Ásgrím Ingólfsson, formann Sindra. Samningarnir gilda til ársloka 2014 og veitir félögunum tækifæri á að skipuleggja starf sitt til lengri tíma litið. Markmið samnings sveitarfélagsins og Sindra er að styrkja rekstur einstakra deilda Sindra, gera félaginu kleift að taka upp markvissara samstarf við önnur íþróttafélög á svæðinu, að auka möguleika félagsins að efla æskulýðsstarf og þróa íþróttaviðburði, að gera félaginu kleift að efla jaðaríþróttir, m.a. í samvinnu við félagasamtök á svæðinu og að Sindri móti sér forvarnar- og lýðheilsustefnu og verði leiðandi í þeim málaflokki í sveitarfélaginu. Ennfremur skal UMF Sindri taka mið af yngri flokka stefnu ÍSÍ og hvetja deildir sínar til að gerast fyrirmyndarfélag innan ÍSÍ sem ýtir undir foreldrastarf, menntun þjálfara, félagsstarf og samheldni. Þá segir í samningnum að mikilvægt sé að tryggja fjölbreytni í framboði íþróttagreina og einnig á iðkunarfyrirkomulagi. Keppnisformið þarf að vera til staðar en einnig þurfa þeir sem ekki sækjast eftir keppni að eiga möguleika á að mæta á æfingar og stunda íþróttir á öðrum forsendum. Rekstur íþrótta- og leikjanámskeiða á Hornafirði. Þar skal hafa að leiðarljósi að fá til starfa fagfólk og að námskeiðin séu unnin í náinni samvinnu við æskulýðs- og tómstundaráð Hornafjarðar. Samkvæmt samningum skal Sindri vinna árlega að átaki til varnar gegn vímu efnum og framfylgja samþykktri vímuvarnastefnu U.S.Ú. Markmið samnings Sveitarfélagsins við Golfklúbbinn felur í sér að Golfklúbbur Hornafjarðar geti rekið golfvöllinn á Silfurnesi, byggt upp barna- og unglingastarf, tryggt aðgengi að honum fyrir íbúa og gesti svæðisins og sinnt eðlilegri umhirðu og viðhaldi á eignum klúbbsins. Auk þess fær Golfklúbburinn afnot af sem svarar einum starfsmanni vinnuskóla sveitarfélagsins á starfstíma skólans í samráði við yfirmenn vinnuskólans. Jafnframt getur Golfklúbburinn leitað til vinnuskólans um aðstoð þegar mikið liggur við s.s. með undirbúning stærri móta og sömuleiðis fengið áhöld í eigu sveitarfélagsins til afnota ef sérstaklega stendur á en með samþykki og í fullu samráði við starfsmenn vinnuskóla og áhaldahúss.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126
Sigurbjörg Eiríksdóttir fæddist 16. september 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Hornafirði 29. mars 2011. Foreldrar Sigurbjargar voru Steinunn Sigurðardóttir f. 1884 og Eiríkur Sigurðsson f. 1879. Þau bjuggu á Miðskeri í Nesjum. Eiríkur lést 1937, þegar Sigurbjörg var 14 ára, en Steinunn lést 1975. Sigurbjörg átti fjóra bræður. Eldri voru Benedikt f. 1914 d. 2002, og Sigurður f. 1918 d. 2006. Yngri voru Rafn f. 1924 d. 2002 og Hreinn, f. 1931 og er hann einn á lífi af þeim systkinum sem öll áttu heima í Nesjum mestan hluta ævinnar. Eiginmaður Sigurbjargar var Sigfinnur Pálsson f. 1916, d.1989. Þau bjuggu í Stórulág í Nesjum, þar sem þau ráku mikið myndarbú sem varð með tímanum vel þekkt fyrir einstaka gæðinga sem náðu
til sín mörgum verðlaunum. Sigurbjörg var mikil búkona og naut þess að annast skepnurnar ekki síst hestana og Sigfinnur sagði að hún ætti mikinn þátt í velgengni þeirra, þótt hún kæmi ekki oft á bak. Sigurbjörg stók þátt í starfi Kvenfélagsins Vöku í mörg ár og söng lengi í Kirkjukór Bjarnaneskirkju. Hún hafði gaman af söng og var mikill ljóðaunnandi. Þau hjónin voru meðal þeirra sem komu á fót Þorrablótum í Nesjum og störfuðu í fyrstu nefndinni árið 1955. Sigurbjörg og Sigfinnur eignuðust fjóra syni. Þeir eru Eiríkur f. 1942, sambýliskona hans var Guðrún Ragna Sveinsdóttir, sem nú er látin, Valþór f. 1947 d. 2007, Sigurður f. 1953, eiginkona hans er Jóhanna Gísladóttir og búa þau í Stórulág, börn þeirra eru þrjú Árni Már, sambýliskona hans er Tinna Rut Sigurðardóttir. Yngri eru Smári Þór og Hulda Björg. Yngsti sonur Sigurbjargar og Sigfinns er Páll f. 1958. Eiginkona hans var Vigdís Ellertsdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Elsti sonur þeirra Sigfinnur lést á síðasta ári aðeins 15 ára gamall, yngri börn þeirra eru Vignir Páll og Elín. Starfsfólki Hjúkrunarheimilisins eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun hennar síðustu árin. Útför Sigurbjargar fer fram frá Hafnarkirkju kl. 12 laugardaginn 9. apríl 2011.
Heimamarkaðurinn verður í Pakkhúsinu á laugardaginn sem fyrr kl. 13-16. Samkór Hornafjarðar reiðir fram kaffiveitingar í fjáröflunarskyni. Hvetjum alla til að líta við.
Af mælistilb oð föstudag, laugardag og sunnudag frá kl 18:00 16“ Pizza með þremur áleggstegundum
Kr 1.990,-
20 ára
(ef sótt er)
Glaðningur fylgir með!
1991-2011
Eystrahorn
Fimmtudagur 7. apríl 2011
3
Fjaðrafok um alla velli Við félagar í Hornafjörður Badminton Group ( þessi nafngift kom upp er group nafnið var hvað vinsælast á tímum útrásarvíkingana í upphafi 21 aldarinnar) skammstafað HBG. Í nokkur ár hafa karlar á besta aldri ásamt of fáum yngismeyjum iðkað badminton af krafti og hafa höfuðstöðvarnar verið í Mánagaði en nú hefur íþróttin einnig numið land í íþróttahúsinu á Höfn. Nokkrir félagar úr HBG hafa nú síðustu ár tekið sér bólfestu í höfuðborginni og stofnað þar badmintonfélag sem þeir nefna eftir landnámsmanni vorum Hrollaugi (Rögnvaldssyni sem fór til Íslands með ráði Haralds konungs og hafði með sér konu sína og sonu. Hann kom austur að Horni og skaut þar fyrir borð öndvegissúlum sínum, og bar þær á land í Hornafirði, en hann rak undan og vestur fyrir land; fékk hann þá útivist harða og vatnfátt. Þeir tóku land vestur í Leiruvogi á Nesjum; var hann þar hinn fyrsta vetur. Þá frá hann til öndvegissúlna sinna og fór austur þann veg; var hann annan
Aftasta röð frá vinstri: Borgþór Freysteinsson, Tryggvi Þórhallsson, Baldur Thorstensen, Valdimar Einarsson, Haukur H. Þorvaldsson, Björn Þór Imsland, Elías Magnússon, Haukur B. Runólfsson, Rögnvaldur Guðmundsson. Miðröð frá vinstri: Björn G. Arnarson, Börkur Þorgeirsson, Magnús Jónasson, Sigurður Karlsson. Sitjandi fremst, frá vinstri: Gísli Sverrir Árnason, Ingvar Þórðarson, Jón Sölvi Ólafsson, Lars Jóhann Andrésson, Tryggvi Árnason.
vetur undir Ingólfsfelli. Síðan fór hann austur í Hornafjörð og nam land austan frá Horni til Kvíár og bjó fyrst undir Skarðsbrekku í Hornafirði, en síðan á Breiðabólstað í Fellshverfi. Þá hafði (hann) lógað þeim löndum, er norður voru frá Borgarhöfn, en hann átti
KJÖRFUNDUR Kjörfundir vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl 2011 verða sem hér segir: Kjördeild I • Öræfi Hofgarður • Frá kl. 12:00 Kjördeild II • Suðursveit Hrollaugsstaðir • Frá kl. 12:00
til dauðadags þau lönd, er suður voru frá Heggsgerðismúla). Þetta var nú smá fróðleiksmoli til þeirra sem ekki vissu þetta. Það er alltaf gott að vita eitthvað um upphafsreitinn. Þessi félög HBG og Hrollaugur hafa undangengin ár ekið til badmintonbardaga og mæst á miðri leið. Að þessu sinni
var Vík í Mýrdal fyrir valinu en þar er að finna gott bardagahús. Var strax gengið á völlinn og að hætti fornmanna hófu liðin bardaga nestaðir flugum og spöðum og voru flugurnar slegnar af miklum móð fram og aftur og reynt að koma þeim í gólf andstæðingana sem þykir gott mál í badminton enda fá menn vinning fyrir. Að loknum bardaga var gengið til laugar og rætt um leikinn, sigurvegarar rumdu ánægjulega en þeir sem minna máttu sín höfðu sig frekar til hlés. Eftir að hafa laugað sig voru garnirnar farnar að gaula. Var þá gengið í mathús og tekið vel á í mat og drykk. Að loknu knúsi og klemm stigu menn í bíla og að baki var skemmtilegur bardagi sem allir gengu ósárir frá. Ekki er alveg búið að negla næsta bardaga niður en menn leggjast fljótt undir feld og hugsa málið. Listamaðurinn Ragnar Imsland er að hanna og smíða farandgrip sem sigurlið hverju sinni varðveitir. Verður hann afhentur Hrollaugsmönnum við hátíðlegt tækifæri.
góðar fermingargjafiR Tjöld, svefnpokar, stjörnusjónaukar, sjónaukar, lampar, skartgripir, rúmföt o.fl.
Kjördeild III • Mýrar Holt • Frá kl. 12:00 Kjördeild IV • Nes Mánagarður • Frá kl. 12:00 til kl. 22:00 Kjördeild V • Höfn Sindrabær • Frá kl. 09:00 til kl. 22:00 Kjördeild VI • Lón Fundarhús • Frá kl. 12:00
Húsgagnaval
Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga
Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um persónuskilríki á kjörstað Höfn 30. mars 2011 Yfirkjörstjórn: Jón Stefán Friðriksson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Hermann Stefánsson
U mb o ð s a ð i l i
4
Fimmtudagur 7. apríl 2011
Aðalfundur Jöklaseturs á Höfn ses verður haldinn í fundarsal Nýheima föstudaginn 15. apríl 2011 klukkan 14:00
Eystrahorn
Söngvarakeppni
Dagskrá 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Ársreikningar 2009 og 2010 Fjárhags- og starfsáætlun Rekstur og fjárhagur Jöklasýningar í gegnum tíðina Framtíð Jöklasýningar Kosning stjórnar og varastjórnar Önnur mál
Aðalfundur Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga
Stjórnin
Söngvarakeppni Skíðadeildar Sindra tókst gríðarlega vel og þátttaka góð. Sigurvegari kvöldsins var Íris Björk Rabanes en hún vann einnig í fyrra. Sigríður Gísladóttir varð í öðru sæti og áhorfendur völdu hana besta keppandann. Guðlaug Jóna Karlsdóttir var í þriðja sæti. Hljómsveitarmeðlimir töldu Ljósbrá Dögg Ragnarsdóttur hafa sýnt mestu framfarir og viðurkenningu fyrir bestu sviðsframkomu fengu Einar Birkir Bjarnasson og Alexander Alvin Einarsson. Skíðadeildin vil koma á framfæri þökkum til allra sem styrktu og studdu keppnina, sérlega Guðrúnu á Víkinni og hljómsveitarmeðlimunum Hafþóri, Níelsi, Ottó og Rafni.
Rauða fjöðrin
Ásatrúarmenn blóta
verður haldinn að Smyrlabjörgum fimmtudaginn 14. apríl nk. kl. 11:00 Venjuleg aðalfundarstörf
Laugardaginn 9. apríl 2011 munu félagar úr Lionsklúbbi Hornafjarðar og Lionsklúbbnum Kolgrímu standa fyrir söfnun í samvinnu við Blindrafélagið. Um er að ræða landssöfnun undir merki Rauðu Fjaðrarinnar. Söfnunarfénu skal varið til kaupa á íslenskum talgervli, en talgervill er hugbúnaður sem breytir texta á tölvutæku formi í talað mál og getur þannig breytt til batnaðar lífsgæðum fjölmargra blindra og sjónskertra einstaklinga, e i n n i g lesblindum og öðrum þeim sem eiga erfitt með lestur eða vilja nýta tölvu til að lesa fyrir sig. Lestur er okkur öllum nauðsynlegur til að getað lifað virku og sjálfstæðu lífi. Því er það mikil skerðing á mannréttindum og lífsgæðum, að tapa eiginleikanum til að lesa. Á Íslandi eru tæplega 1600 einstaklingar sem eru greindir blindir eða sjónskertir. Rúmlega fjórðungur allra fullorðinna einstaklinga á í vandræðum með
lestur og ritun á einn eða annan hátt, samkvæmt tölum frá Félagi lesblindra. Um leið og þetta verkefni snýr að grundvallarmannréttindum fjölda fólks og bættum lífsgæðum þess þá snýst það einnig um íslenskuna sem talmál í tölvuheimi og þann metnað sem íslenska þjóðin hefur fyrir tungumáli sínu. Verndari söfnunarinnar er Vigdís Finnbogadóttir. Tekið verður við frjálsum framlögum í Miðbæ á laugardaginn kemur og eru bæjarbúar hvattir til að leggja málefninu lið. Einnig er hægt að leggja málefninu lið með því að leggja inn á Söfnunarreikning 0111 – 26 – 100230 Lionshreyfingin Kt. 640572-0869 Söfnunarsímanúmer: kr. 1.000.sími 904-1010 / kr. 3.000.- sími 904-1030 / kr. 5.000.- sími 9041050 Léttum þeim lífið, leggjum lið. Með von um góðar undirtektir Lionskúbbarnir á Hornafirði
Blót veður haldið á Hornafirði laugardaginn 9 apríl kl. 16.00 í Óslandi. Baldur Pálsson Freysgoði blótar. Á eftir verður fundur í kaffiteríu Nýheima þar sem m.a. verður spjallað um þá staðreynd að Hornafjörður er orðin fjölmennasta hverfi heiðinna manna í Austurlandsgoðorði. Þá gefst tækifæri á að ræða við Freysgoða um heiðinn sið á sem breiðustum grunni. Ásatrú eða heiðinn siður byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sínum. Ì Hávamálum er einkum að finna siðareglur Ásatrúarmanna. Heimsmynd ásatrúarmanna er að finna í Völuspá. Þar er sköpunarsögunni lýst, þróun
heimsins, endalokum hans og nýju upphafi. Ì trúarlegum efnum hafa ásatrúarmenn aðallega hliðsjón af hinum fornu Eddum. Margir ásatrúarmenn líta frekar á ásatrú sem sið eða lífsstíl heldur en bein trúarbrögð. Að kalla siðinn ásatrú er reyndar villandi þar sem átrúnaður er ekki einungis bundinn við æsi, heldur hvaða goð eða vættir sem er innan norrænnar goðafræði og þjóðtrúar, svo sem landvættir, álfa, dísir, vani, jötna, dverga og aðrar máttugar verur eða forfeður. Ásatrúarmenn iðka trú sína á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar svo framarlega sem iðkunin brýtur ekki í bága við landslög Allir eru velkomnir bæði á blót og fund og eru félagar í Ásatrúarfélaginu sérstaklega hvattir til að mæta til blóts.
Eystrahorn
Fimmtudagur 7. apríl 2011
5
Sumarið á næsta leiti Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur áherslu á að umhverfi sveitarfélagsins sé snyrtilegt. Af því tilefni er blásið til sóknar í fegrun umhverfis dagana 8. – 11. apríl. Nefndin hefur fengið skóla, starfsmenn sveitarfélagsins og félagasamtök í lið með sér þessa daga þar sem tekið verður til á ýmsum stöðum í sveitarfélaginu. Því verður gámaport Áhaldahússins á Höfn opið lengur dagana 8. og 9. apríl eða frá 13:00 – 20:00 og einnig verður opið sunnudaginn 10. apríl frá kl 10:00 – 18:00. Íbúum á Höfn og í Nesjahverfi er boðið upp á að koma garðaúrgangi út fyrir lóðamörk sín á sunnudaginn en Ungmennafélagið Sindri og Ungmennafélagið Máni sjá um að hirða hann og koma á réttan stað á mánudaginn. Önnur verkefni sem félagasamtök taka að sér þessa daga er að koma timburkurli fyrir í beðum sveitarfélagsins, bera í leiktæki á opnum svæðum ef veður leyfir, taka til í kringum Mánagarð o.fl í þeim dúr. Þeir íbúar sem vilja fara með garðaúrgang sjálf er bent á að losa hann við
Fjárhúsavík og muna eftir því að taka ruslapokana með sér heim aftur. Stofnanir sveitarfélagsins munu gera snyrtilegt umhverfis stofnanir sínar föstudaginn 8. apríl. Í undirbúningi er einnig hreinsun til sveita þar sem lögbýliseigendum er gefinn kostur á að losa sig við brotajárn dagana 4. – 8. apríl. Sá undirbúningur hefur gengið
Páll Róbert bestur í 2. deild
vel og eru yfir 15 bæir búnir að hafa samband við starfsmenn sveitarfélagsins um að hirða stórt og smátt brotajárn. Þar má nefna ónýta bíla, dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki. Í dag (fimmtudag) og á morgun (föstudag) verða verktakar á ferðinni í sveitunum að safna saman brotajárninu og koma því fyrir á viðurkenndum
söfnunarstað. Stöndum nú saman og tökum til hendinni þessa daga, gerum snyrtilegt í kringum okkur og verum samtaka í því að halda Sveitarfélaginu Hornafirði snyrtilegu. Haukur Ingi Einarsson Framkvæmdastjóri fjármála- og framkvæmdasviðs.
Þjónustufulltrúi fyrirtækja
- Landsbankinn á Hornafirði
Aftari röð f.v. Björn Þórarinn Birgisson, Valgeir Steinarsson, Brynjúlfur Brynjólfsson og Sævar Þór Gylfason. Fyrir framan eru Greg og Páll Róbert Matthíasson besti leikmaður 2. deildar.
Meistaraflokkur karla í blaki spilaði til úrslita á Íslandsmótinu í 2. deild um síðustu helgi í Reykjavík. Fjögur lið - Sindri, Þróttur Nes, HKb og Hrunamenn - spiluðu um eitt laust sæti í 1. deild. Sindramenn léku fyrst við HKb og töpuðu 3 -1. Næst léku þeir gegn Hrunamönum í leik um 3. sætið. Sindramenn töpuðu honum 3 – 0 og enduðu í 4.sæti.
Á laugardagskvöldið hélt Blaksambandið árshátíð og þar var Páll Róbert þjálfari Sindra kosinn blakmaður 2. deildar. Blakdeild Sindra óskar Robba til hamingju með titilinn. Næsta verkefni er öldungamótið sem verður haldið í Vestmannaeyjum að þessu sinni en þangað ætlar Sindri að senda tvö karlalið og eitt kvennalið.
Helstu verkefni: » Móttaka/viðtöl og þjónusta við viðskiptavini » Ráðgjöf og kynning á vörum bankans » Húsfélaga- og húsaleig þjónusta » Frágangur skjala
Hæfniskröfur: » Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla af bankastörfum » Frumkvæði, þjónustulund og metnaður » Markviss og sjálfstæð vinnubrögð » Færni í samskiptum og þægilegt viðmót
Nánari upplýsingar veita Jóna Ingólfsdóttir, útibússtjóri í síma 410 8620 og Berglind Ingvarsdóttir í Mannauði í síma 410 7914. Umsókn merkt „Þjónustufulltrúi á Hornafirði“ fyllist út á vef bankans. Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl nk.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
NBIHF.(LANDSBANKINN),KT.471008-0280
Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa fyrirtækja í Landsbankanum á Hornafirði.
6
Fimmtudagur 7. apríl 2011
Frá Ferðafélaginu
BÆJARSTJÓRN HORNAFJARÐAR
Kvöldferð að Efstafellsgili í Nesjum
167. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í Nýheimum, fimmtudaginn 7. apríl 2011 og hefst kl. 16:00.
Ferðin tekur um 3 tíma. Munið eftir nesti. 500 kr fyrir 16 ára og eldri. Allir velkomnir með Upplýsingar gefa: Magga í síma 686-7624 Ragna í síma 662-5074 Ferðanefndin
Farfuglarnir
FUNDARBOÐ
Fimmtudaginn 7. apríl
Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl.18.00
Eystrahorn
Dagskrá: 1. Fundargerðir bæjarráðs 2. Samþykkt um búfjárhald í sveitarfélaginu Hornafirði 3. Innkaupareglur fyrir sveitarfélagið 4. Reglur um úthlutun leiguíbúða 5. Endurskoðun fjárhagsáætlunar HSSA 2011 6. Ársreikningur 2010 7. Kosningar 8. Fyrirspurnir - bæjarstjórn
Heiðargæs• 31. mars
Helsingi • 4. apríl
Hornafirði, 5. apríl 2011 Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sandlóa • 4. apríl
Úthlutun orlofshúsa AFLs Starfsgreinfélags 2011 Úthlutað verður orlofstímabilum í orlofshúsum AFLs Starfsgreinfélags á opnum fundi félagsins sem haldinn verður að Búðareyri 1, Reyðarfirði, fimmtudaginn 14. apríl nk kl. 19:30. Orlofstímabilum verður úthlutað skv. reglum félagsins og verður dregið úr jafnréttháum umsóknum þar sem fleiri en ein berast í sama hús á sama tímabili. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið úthlutað sl. þrjú ár njóta forgangs. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum Orlofsstjórn AFLs Starfsgreinafélags
Aðalfundur Verkamannadeildar AFLs Starfsgreinafélags Verður haldinn 12. apríl nk. kl. 17:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði Dagskrá fundarins er i. Skýrsla formanns ii. Kjör stjórnar iii. Kjaramál iv. Önnur mál Verkamannadeild AFLs Starfsgreinafélags
Eystrahorn
Fimmtudagur 7. apríl 2011
7
Aflabrögð 21. mars - 3. apríl (2 vikur)
Auglýsing um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun Í samræmi við 24. grein reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun tilkynnist hér með að Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur unnið starfsleyfistillögur fyrir: Sæmund Jón Jónsson, kt. 020482-4869, vegna nýtingar á hökkuðum fiskúrgangi til áburðar á Árbæjarsandi. Starfsleyfisdrögin munu liggja frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 á Höfn í fjórar vikur, þ.e. til loka apríl 2011. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast skrifstofu HAUST fyrir 3. maí 2011.
HAUST Heilbrigðiseftirlit Austurlands Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður
Aðalfundur
Aðalfundur Björgunarfélags Hornafjarðar verður haldinn í húsi félagsins þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 20:00 Dagskrá: • Skýrsla formanns • Skýrsla gjaldkera • Kosningar • Sameining Bátasjóðs og Björgunarsveitar • Önnur mál
Neðangreindar upplýsingar eru um veiðarfæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51 ................... net ........... Sigurður Ólafsson SF 44..... net ........... Skinney SF 20...................... net ........... Þórir SF 77........................... net ...........
8........204.......þorskur 174 5..........99.......þorskur 98 9........184.......þorskur 152 5........107.......þorskur 105
Steinunn SF 10 ................... botnv.........5....... 351.......blandaður afli Benni SF 66.......................... lína.............8......... 29.......steinbítur 25 Dögg SU 118........................ lína.............8..........44.......steinbítur 40 Guðmundur Sig SU 650 . ... lína ...........8..........26.......steinbítur 18 Ragnar SF 550 .................... lína ...........8......... 26.......steinbítur 23 Siggi Bessa SF 97................ lína.............8..........15.......ýsa/þorskur Auðunn SF 48...................... handf.........2.........3,3.......ufsi/þorskur Húni SF 17........................... handf.........3.........3,6.......þorskur 3,5 Kalli SF 144.......................... handf.........4.........4,4.......þorskur 4,2 Silfurnes SF 99.................... handf.........3.........2,8.......ufsi/þorskur Stígandi SF 72...................... handf.........3.........1,9.......ufsi/þorskur Sævar SF 272....................... handf.........3.......10,4.......þorskur 9,5 Eiginlegri vetrarvertíð er lokið og vertíðarbátarnir farnir á humar sem lítur vel út eftir fyrstu togin.
Stjórn félagsins
Heimild: www.fiskistofa.is
Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821
@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&&
FÉLAG FASTEIGNASALA
lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h
Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður
Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908
NÝTT Á SKRÁ
krosseyjarvegur
„Pakkhús“ Sem er 344,8 m² atvinnuhúsnæði á 2 hæðum Einstakt tækifæri til eignast þetta einstaka hús.
FISKHÓLL
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916
NÝTT Á SKRÁ
Reisulegt 197,1 m² 3ja hæða einbýlishús á góðum stað í bænum. 5 svefnherbergi Frábært útsýni til allra átta.
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907
GARÐSBRÚN
LAUST STRAX
Glæsilegt einbýlishús ásamt bílskúr alls 229 fm, mikið útsýni, góð staðsetning, margskonar skipti koma til greina.
markhonnun.is
MELÓNUR GULAR Kræsingar og kostakjör
50 % afsláttur
135
kr/kg
áður 269 kr/kg
KRÆSINGAR OG KOSTAKJÖR GRÍSALUNDIR FERSKAR
30%
LAMBAKÓTELETTUR FERSKAR
GRÍSAHRYGGUR M/ PURU FERSKUR
31%
afsláttur
afsláttur
30%
1.679kr/kg
1.399kr/kg
898kr/kg
áður 2.398
áður 1.998 kr/kg
áður 1.298 kr/kg
KORNFLEX 500 G
59% afsláttur
SALTSTANGIR 250 G
APPELSÍNUMARMELAÐI
40%
400 G
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
afsláttur
BRUÐUR 300 G
29%
afsláttur
afsláttur
98kr/pk.
95kr/pk.
179kr/stk.
198kr/pk.
áður 239 kr/pk.
áður 159 kr/pk.
Frábært verð!
áður 279 kr/pk.
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
Tilboðin gilda 7. - 10. apríl eða meðan birgðir endast