Eystrahorn 14. tbl. 31. árgangur
Fimmtudagur 11. apríl 2013
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Ekki grís að Grease varð fyrir valinu Eins og Hornfirðingum er nú kunnugt um er unnið að uppsetningu Grease hér í bænum. Leikfélag Hornafjarðar og Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu standa að sýningunni í samstarfi við Tónskóla A-Skaft. Flestir landsmenn þekkja söngleikinn Grease en hann er löngu orðinn heimsfrægur. Svo skemmtilega vill til að auk þess að vera settur upp á Höfn þá er nú unnið að uppsetningu verksins í Vestmannaeyjum og á Norðfirði. Vinsældir Grease hafa því greinilega lítið dalað frá því að kvikmyndin var sýnd árið 1978. Hér á Höfn hafa æfingar staðið yfir í rúman mánuð og nú styttist í frumsýningu. Sýningar fara fram í Mánagarði en þar hafa endurbætur farið fram og aðstaða fyrir leikara er nú til fyrirmyndar. Hægt er að panta miða á Grease hjá Svövu Kristbjörgu í síma 844-1493 eftir kl. 17:00 á daginn. Miðaverð er 2.500 kr. Ekki eru tekin kort. Nú gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“ því eingöngu verða 6 sýningar í boði. Þess vegna er um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst.
Frumsýning laugardaginn 13. apríl kl. 20:00 Önnur sýning sunnudaginn 14. apríl kl. 20:00 Þriðja sýning þriðjudaginn 16. apríl kl. 20:00 Fjórða sýning fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:00 Fimmta sýning föstudaginn 19. apríl kl. 20:00 Síðasta sýning sunnudaginn 21. apríl kl. 20:00
Grease hópurinn er einstakur! Stefán Sturla Sigurjónsson var fenginn til að leikstýra verkinu. Hvernig skildi honum hafa fundist að vinna með ungum Hornfirðingum og hvað finnst honum um aðstöðuna sem boðið er uppá? „Oft þegar ég kem að leikstýra áhugaleikhópum er það þröngur hópur sem hefur ákveðið hvaða verkefni verður unnið. Bjartsýni og mikill áhugi drífur hópinn áfram. Þegar ég kom til Hafnar í lok febrúar, var þetta svona. Nokkrar stelpur og einn strákur ætluðu að setja upp GREASE. Bjartsýni? já mikil bjartsýni, en þannig gerast góðu hlutirnir. GREASE fjallar um samskipti stelpna og stráka, kærleika, vináttu og einlægni, allt sem margir flýja með yfirborðslegum stælum. Að mörgu leyti er GREASE erfitt verk. Það krefst góðra söngvara því mörg laganna eru erfið. Leikurinn krefst þess að leikararnir geti skapað heilstæðar persónur. Oft hefur maður séð þetta verk bara leikið með yfirborðslegum stælum, en þá vantar mótvægið, það sem skiptir mestu máli. Já þetta var því bjartsýni, að ætla að setja upp GREASE, krefst mikils. Og ekki gekk það átakalaust að fá fleiri stráka með í hópinn, en það gekk og æfingar hófust fyrir alvöru í byrjun mars. Langt páskafrí á æfingaferlinu er ekki uppáhaldsstaða leikstjóra. Ég lagði því hart að leikurunum og með samstilltri vinnu söng- og tónlistarstjórans Heiðars Sig. og leikhópsins vorum við komin ótrúleg langt í ferlinu þegar við fórum í páskafrí. Þá vissi ég að eitthvað virkilega spennandi var að gerast. Eitthvað sem ég hef ekki oft komið að með áhugaleikurum. Nú var bara að sjá hvernig hópurinn héldi utan um verkefnið í fríinu. Þegar við hittumst þriðjudaginn eftir páska, mætti ég hópi leikara og tæknifólks sem hafði unnið eins og atvinnumenn. Þau höfðu notað þessa daga til að vinna í hlutverkum sínum og öll umgjörð að verða klár. Framfarirnar ótrúlegar. Hornfirðingar eiga mikil efni, efni í góðar manneskjur, hörkuduglegt ungt fólk sem kann að vinna. En það
dugar skammt fyrir leiksviðið ef hæfileikana vantar. Ég get fullvissað ykkur sem þetta lesið að aldrei, og þá meina ég aldrei áður hef ég unnið með eins samstilltum og hæfileikaríkum hópi ungs fólks. Þetta skilar sér margfalt út í samfélagið. Það er svona fólk sem stendur uppúr í framtíðinni, ungt fólk sem þorir, vill og kann. En ekkert af þessu er hægt að gera nema vilji og aðstaða sé fyrir hendi. Ég er ekki viss um að það sé almennur skilningur um hversu mikils virði menningarlegt uppeldi barna og ungmenna er. Það er hins vegar frábært að koma hingað til Hornafjarðar og sjá hve vel er búið að þessum málum. Hvað varðar sviðslist þá er Mánagarður “menningarhús” sem býður uppá óendanlega möguleika. Öll aðstaða er þar til að vera með öflugt menningarstarf með sömu kröfur og áherslur og t.d. menningarhúsið Hof á Akureyri. Með því að sameina starfsemi íþróttahússins og gamla félagsheimilisins væri hægt að vera með gestasýningar frá atvinnuleikhúsunum, myndlistarsýningar í hliðarsölum, jöklasýningu í forsal, ljósmyndasýningar, tónlistaruppákomur, veislur og íþróttir... já bara allt það sem fram fer í vel skipulögðum menningarhúsum. Mánagarður er einmitt hin heppilega stærð til reksturs menningarhúss á landsbyggðinni. Öflugt menningarstarf er undirstaða öflugs atvinnulífs og frumsköpunar.“
2
Fimmtudagur 11. apríl 2013
Hafnarkirkja Sunnudaginn 14. apríl
Vaktsími presta: 894-8881
Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00
bjarnanesprestakall.is
Prestarnir
Aðalfundur
Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands
Frá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga
Fauskasel • Snjótindur • Svarthamar í Álftafirði Laugardaginn 13 apríl • Göngutími ca. 5-6 tímar
Hægt verður að velja um 2 leiðir, á Snjótind hækkun ca. 600 m og komið niður á Svarthamra, eða gengið léttari og styttri leið á Svarthamar, hækkun um 300 m. Athugið að vegna snjóa á tindinum verður hann í athugun. Og nauðsynlegt að hafa brodda. Brottför frá tjaldstæði kl 10:00. Munið nesti og hlýjan fatnað. Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda. Ól skal vera meðferðis. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar gefa Elsa í síma 849-6635 og Ragna í síma 662-5074 Ferðanefndin
Auglýsing um nýtt deiliskipulag. Deiliskipulag þjónustusvæðis við Jökulsárlón Breiðamerkursandi. Útskriftarhópur FAS 2013
Útskriftarhópur FAS auglýsir:
KÖKUBASAR
Föstudaginn 12. apríl í Nýheimum frá kl 12.30-14:00. Endilega kíkið við, kaupið góðgæti og styrkið okkur!
Verður haldinn í Nýheimum fimmtudaginn 18. apríl kl 16:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
Eystrahorn
Bíll til sölu
Til sölu Ford Escape limited 4x4 4DR sjálfskiptur bensínbíll. Árgerð 2006, akstur 154.120 km. Mjög góður bíll.Tilboðsverð 1380 þús. Upplýsingar í síma 8918642.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249
Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi við Jökulsárlón t 6YHLWDUIpODJLQX +RUQDÀUêL VNY PJU JU 6NLSXODJVO|J QU 0DUNPLê VNLSXODJVLQV IHOVW t PHJLQDWULêXP t HIWLUIDUDQGL $IP|UNXQ EtODVW êD RJ EtODXPIHUêDU $IP|UNXQ E\JJLQJDUUHLWD RJ VNLOJUHLQLQJ E\JJLQJDUKHLPLOGD I\ULU î U îMyQXVWXE\JJLQJDU VHP QDXêV\QOHJW YHUêXU WDOLê Dê E\JJMD +HOVWX J|QJXOHLêLU RJ ~WVìQLVVWDêLU îDU VHP VNLOHJW RJ HêD QDXêV\QOHJW Pi WHOMD Dê JULSLê YHUêL WLO PDUNYLVVUDU PDQQYLUNMDJHUêDU RJ \ÀUERUêVIUiJDQJV WLO Dê IRUêD VOLWL RJ VNHPPGXP 'HLOLVNLSXODJ iVDPW JUHLQDUJHUê RJ XPKYHUÀVVNìUVOX YHUêXU WLO VìQLV i E MDUVNULIVWRIX +RUQDIMDUêDU +DIQDUEUDXW i YHQMXOHJXP RSQXQDUWtPD IUi RJ PHê DSUtO WLO RJ PHê PDt %UH\WLQJDUWLOODJDQ iVDPW JUHLQDUJHUê HU HLQQLJ WLO VìQLV i KHLPDVtêX VYHLWDUIpODJVLQV KWWS ZZZ KRUQDIMRUGXU LV íHLP VHP WHOMD VLJ HLJD KDJVPXQD Dê J WD HU KpU PHê JHÀQQ NRVWXU i Dê JHUD DWKXJDVHPGLU YLê EUH\WLQJDUWLOO|JXQD )UHVWXU WLO Dê VNLOD LQQ DWKXJDVHPGXP HU WLO PDt $WKXJDVHPGXP VNDO VNLODê VNULÁHJD i E MDUVNULIVWRIXU +RUQDIMDUêDU +DIQDUEUDXW +|IQ HêD i QHWIDQJLê UXQDUV#KRUQDIMRUGXU LV +YHU Vi VHP HNNL JHULU DWKXJDVHPGLU YLê EUH\WLQJDUWLOO|JXQD LQQDQ WLOVNLOLQV IUHVWV WHOVW KHQQL VDPî\NNXU ) K 6YHLWDUIpODJVLQV +RUQDIMDUêDU DSUtO *XQQODXJXU 5~QDU 6LJXUêVVRQ \ÀUPDêXU XPKYHUÀV RJ VNLSXODJV UXQDUV#KRUQDIMRUGXU LV
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
Eystrahorn
Fimmtudagur 11. apríl 2013
Vika tileinkuð heilsu og vellíðan 15.-22. apríl Grasrótarhópur um heilsueflingu og forvarnir ákvað í kjölfar heilsuþings að blása til heilsuviku einu sinni til tvisvar á ári þar sem fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök taka höndum saman og skipuleggja heilsutengda dagskrá, viðburði, tilboð o.fl. Markmiðið er að vekja áhuga á og hvetja fólk til að stunda heilbrigðan lífsstíl ásamt því að hvetja til gæðastunda fjölskyldunnar og uppbyggjandi samverustunda. Sem dæmi er hægt að kynna þá starfsemi sem gæti fallið undir heilbrigðan lífstíl svo sem heilsusamlega eldamennsku, gönguferðir, einhverja hreyfingu, heilsutengdar vörur og ýmislegt fleira. Íþróttafélög geta verið með opnar æfingar eða aðra kynningu á starfsemi sinni. Við viljum hvetja sem flesta til að taka þátt í að gera heilsuvikuna sem líflegasta. Þar sem tíminn til stefnu er naumur viljum við hvetja ykkur til að bregðast við sem fyrst og taka þátt í þessu með okkur. Þetta er fyrsta skiptið sem slíkt er gert á Hornafirði en vonandi verður þetta árlegt. Sem hluti af þessari heilsu og vellíðunar viku er námskeið í hugleiðslu og streitustjórnun sem Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands stendur fyrir helgina 20.-21.apríl og 4.-5.maí. Lokapunktur á vikunni verður íbúaþing um heilsueflinguog forvarnir sem verður haldið í Nýheimum mánudaginn 22.apríl kl. 16:30. Við leggjum einnig til að miðvikudaginn 17.apríl verði bíllaus dagur á Hornafirði, hvetjum við fólk þá til að skilja bílinn eftir heima og ferðast gangandi eða á reiðhjólum. Fyrir hönd grasrótarhóps um heilsueflingu- og forvarnir Matthildur Ásmundardóttir og Kristján S. Guðnason
Námskeið í hugleiðslu og streitustjórnun Heilbrigðisstofnun Suðausturlands stendur fyrir tveggja helga námskeiði í hugleiðslu og streitustjórnun dagana 20.-21.apríl og svo aftur 4.-5.maí. Kennt verður frá 9:00 - 17:00 á laugardeginum og 9:00 - 14:00 sunnudag. Fyrra námskeiðið er grunnnámskeið og er undanfari þess seinna. Verð fyrir hvort námskeið er 10.000 kr. en þetta er frábær leið til að öðlast betri stjórn á heilsu og líðan í daglegu lífi. Námskeiðið er haldið á vegum www.hugleidsla.is og munum við fá til okkar 2 kennara þaðan. Bent er á þann möguleika að sækja um styrk hjá stéttarfélagi til niðurgreiðslu á námskeiðinu. Skráning á netfangið matthildur@hssa.is eða í síma 470-8616.
Sumar-Humar tónleikar 2013 Hinir árlegu hádegistónleikar Lúðrasveitar Hornafjarðar og Lúðrasveitar Tónskólans verða haldnir í Sindrabæ laugardaginn 13. apríl kl. 12:00. Boðið verður upp á Humarsúpu ásamt rúmlega klukkustundar lúðraþyt þar sem fram koma hljóðfæraleikarar á öllum aldri. Aðgangseyrir kr. 2.000,-
3
Tækifæri í matvælaframleiðslu
Hjörtur Hjartarson og Benedikt Gunnarsson með nýreyktan ál sem þeir hafa veitt og gert að gæðavöru.
Auðvelt er að koma auga á tækifærin sem eru fyrir hendi í matvælaframleiðslu í Austur-Skaftafellsýslu. Hráefni eins og kjöt, fiskur, ber o.fl. er hér allt í kringum okkur sem nýta má í margskonar virðisaukandi matvælaafurðir eins og dæmin sanna. Með fjölgun ferðafólks eru enn frekari tækifæri í matvælaframleiðslu. Sá stóri markhópur kemur heim á hlað hjá okkur og er fjöldinn í raun fleiri en allir Íslendingar. Auk þess er ferðamannatíminn farinn að lengjast sem dreifir neyslu þessa markaðar. Matvælaafurðir framleiddar í héraði geta verið samkeppnishæfar á þessum markaði því ekki þarf að flytja þær landshorna á milli með tilheyrandi kostnaði. Ferðamenn sækjast eftir sérstakri upplifun og þar eru matvælin ekki undanskilin og geta verið punkturinn yfir i-ið eftir upplifun á náttúru, sögu og menningu svæðisins. Sérstök matvælaframleiðsla sem höfða á til ferðamanna og nefnast matarminjagripir. Þá má framleiða úr margskonar hráefnum en þurfa að bera með sér nokkra eiginleika til þess að markhópurinn sýni þeim áhuga . Matarminjagripur er ekki eingöngu matvara sem hægt er að neyta á staðnum heldur er hægt að taka hann með sér út í heim án mikillar fyrirhafnar. Helstu eiginleikar vel heppnaðs matarminjagrips eru gott hráefni, frammúrskarandi umbúðarhönnun sem skírskotar í sögu, náttúru, menningu og nærumhverfi framleiðanda, gott geymsluþol og hentug stærðareining sem hægt er að koma fyrir í feðratöskum án þess að vera íþyngjandi. Að þessu samanteknu er hægt að selja gripina á tiltölulega háu verði. Fram hefur komið í könnunum að stór hluti ferðamanna hefur mikinn áhuga á að kaupa matarminjagripi og í þessu felast tækifæri.
Eitt stærsta stuðningsverkfæri við frumkvöðla Matarsmiðja Matís hér á Hornafirði er eitt besta stuðningstæki fyrir matvælaframleiðendur sem völ er á hérlendis. Þar geta allir komið með hugmyndir sínar og þróað þær í söluvænar framleiðsluvörur og með því aukið verðmæti hráefnisins og fjölgað störfum. Aðstaðan í matarsmiðjunni kemur fólki yfir margskonar þröskulda s.s. að þurfa ekki að fjárfesta í eigin framleiðsluaðstöðu, tækjum og búnaði fyrir milljónir króna á meðan óvissa er um sölu og tekjur. Þetta lágmarkar áhættu framleiðandans og gerir það að verkum að leiðin út er jafn greið og leiðin inn á markaðinn. Á meðan getur frumkvöðullinn rannsakað markaðinn og skapað þá veltu sem til að réttlæta fjárfestingu í eigin aðstöðu og þannig vaxið jafnt og þétt með lágmarksáhættu. Allur gangur er á því hvernig hægt er að nota matarsmiðjuna til virðissköpunar. Margir hafa kosið að líta á framleiðslu sína sem aukastarf sem síðan hefur oft þróast út í mun meira vegna velgengni meðan aðrir hafa náð að skapa sér viðurværi á skömmum tíma. Það er engin ein leið árangursríkust til að nýta matarsmiðjuna heldur er best að sníða framganginn að þörfum hvers og eins. Stoðkerfi nærumhverfisins er gott þar sem fjölbreytt val á ráðgjöf og styrkjum eru í boði fyrir nýsköpun í matvælaiðnaði og fumkvöðlar ættu að nýta sér til hins ýtrasta. Því hvet ég alla til þess að virkja þau tækifæri sem eru í kringum okkur og nota þau verkfæri sem samfélagið hefur uppá að bjóða og gefur okkur ákveðið forskot. Vigfús Ásbjörnsson Fag/Stöðvarstjóri Matís Höfn Hornafirði.
4
Fimmtudagur 11. apríl 2013
Sterk fjárhagsleg staða
Eystrahorn
Aðalfundur Landssamtaka raforkubænda 2013 Aðalfundar Landssamtaka raforkubænda 2013 verður haldinn í Hótel Geirlandi (3 km austan við Kirkjubæjarklaustur) þann 13. apríl n.k., og hefst hann kl. 13.00. Dagskrá fundarins verður þannig: 1. Setning fundarins og skipun starfsmanna. 2. Skýrsla stjórnar. 3. F ramsaga, Tinna Þórarinsdóttir frá Veðurstofu, “Afrennsliskort, möguleikar til raforkuvinnslu”.
Rekstrarhagnaður samstæðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2012 skv. rekstrarreikningi nam 176 m.kr. og handbært fé frá rekstri skv. sjóðsstreymisyfirlit nam 196,3 m.kr. Framlegð rekstrar er góð eða upp á 17,3% þegar viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga er 15%. Þróun skulda heldur áfram að vera jákvæð og í hlutfalli við heildartekjur skuldar sveitarfélagið nú um 64% en eins og kunnugt er viðmið nýrra sveitarstjórnarlaga 150%. Aðrar lykiltölur sem hér fara á eftir bera sterkri fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins glöggt vitni: Sveitasjóður (A-hluti)
Samstæða sveitarfélagsins (A og B hluti)
123 m.kr.
177 m.kr.
12,4%
17,3%
Handbært fé frá rekstri
271 m.kr
347 m.kr.
Handbært fé í árslok
194 m.kr.
196 m.kr.
Skuldir í hlutfalli við tekjur
57,1%
63,9%
Eigin fjárhlutfall
70,2%
66,9%
Veltufjárhlutfall
1,68
1,25
Rekstrarniðurstaða Framlegð
Seinni umræða um ársreikninginn fer fram á bæjarstjórnarfundi 2. maí n.k.
TAX FREE TAX FREE TAXFREE af öllum vörum
HJÁ LÓU Opið frá 13:00 - 17:00 Verið velkomin
4. F ramsaga, Pétur E. Þórðarson, frá Rarik, m.a. um raflínukort. 5. Framsaga, Kristinn Einarsson, frá Orkustofnun, m.a.um viðhorf stofnunarinnar til virkjana sem selja inn á netið. 6. Fyrirspurnir til framsögumanna og orðið frjálst. 7. Reikningar LR 2012 lesnir upp. 8. Reikningar bornir undir atkvæði, og árgjald ákveðið. 9. Kaffihlé, áætlað kl. 15.30 10. Kosinn einn maður í stjórn til þriggja ára, og einn í varastjórn sama tíma. 11. Kosnir 2 skoðunarmenn til eins árs. 12. Önnur mál. Fundarslit áætluð eigi síðar en 17:30. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um virkjanir innan við 10 MW. Að loknum fundi býðst fundargestum að skoða litla rafstöð á Kirkjubæ og rafstöð í stækkunarferli að Botnum í Meðallandi. Stjórnin
Eystrahorn
Fimmtudagur 11. apríl 2013
5
Nýr starfsmaður
Flýtum okkur hægt!
Ríki Vatnajökuls hefur fengið nýjan starfsmann en um er að ræða nýtt starf sem styrkt er af sveitarfélaginu og er ætlað að renna enn traustari stoðum undir ferðaþjónustuna á svæðinu. Starfið felst í vöruþróun, nýsköpun og rannsóknum í ferðaþjónustu, mat og menningu og er að hálfu leyti unnið innan RV og hálfu leyti innan Rannsóknaseturs Háskólans á Höfn. Guðrún Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfsins og byrjaði störf í aprílbyrjun. Guðrún hefur umtalsverða reynslu í ferðaþjónustu og hefur starfað í ýmsum greinum hennar. Hún hefur unnið við ýmiss konar landkynningu og markaðssetningu Íslands erlendis sem og sölu og samsetningu ferða í meira en 20 ár. Hún er eigandi Island Tours á Ítalíu sem er sérhæfðasti ferðaheildsalinn í Íslandsferðum á Ítalíu. Guðrún hefur tekið sér frí frá þeim störfum til að beina kröftum sínum innan ferðaþjónustunnar í Ríki Vatnajökuls. Guðrún er með framhaldsmenntun frá fremsta viðskiptaháskóla Ítalíu (Bocconi) í hagfræði ferðamála og bætti síðan við það mastersnámi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. Í því námi hefur Guðrún beint sjónum sínum sérstaklega að Austur-Skaftafellssýslu og möguleikum í náttúrutengdri ferðamennsku. Guðrún er lærður leiðsögumaður og hefur starfað í fjölda ára sem slíkur og hennar sérstaka áhugasvið eru gönguferðir, bæði á Íslandi, á Ítalíu og víðar. „Það er mjög langt síðan að ég heillaðist af náttúrufegurðinni hér. Eldri systkini mín voru svo heppin að vera í sveit á Kvískerjum og heimsókn mín þangað þegar ég var 5 ára hefur alltaf verið sem ævintýri í minningunni. Við komum siglandi til Hafnar, ókum að Jökulsárlóninu og þar beið Sigurður Björnsson okkar og ferjaði yfir lónið. Seinna meir var ég oft með gönguhópa í Skaftafelli og heillaðist þá enn meir af mikilfengleika svæðisins. Þegar ég ákvað að koma heim til Íslands eftir langa búsetu erlendis fann ég fyrir mikilli löngun til að starfa við uppbyggingu og þróun í ferðamálum hér heima og sýn mín beindist þá fjótt í suðaustur. Ég hlakka til að nýta krafta mína og reynslu til enn frekari eflingar ferðaþjónustu og matarmenningar á svæðinu.“
Með hækkandi sól og betri akstursskilyrðum mætti halda að slysum í umferðinni myndi fækka. Svo er þó því miður ekki og alltof oft um að kenna vanmati á aðstæðum eða ofmati á eigin getu. Stefna allra vegfarenda ætti að vera sú að tryggja öryggi í umferðinni og komast heil heim.
Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn að Búðareyri 1, Reyðarfirði fimmtudaginn 18. apríl kl. 17:00 Dagskrá: 1. Skýrsla formanns 2. Kjör stjórnar 3. Kjaramál 4. kjör fulltrúa á þing Samiðnar 5. Önnur mál
Tillitssemi skilar sér Viljum við minna á að tillitssemi og kurteisi kostar ekkert og skilar sér ávallt. Áhættusækni í umferðinni er ekki lögmál sem ekkert er unnt að gera við. Þetta snýst um hugarfar og virðingu fyrir öðrum.
Hvað getum við gert ? Lögreglan mun í sumar leggja sitt af mörkum, í góðri samvinnu við aðra vegfarendur, og halda uppi eftirliti á vegum, bæði í dreifbýli sem og þéttbýli. Helsta áhersla verður eins og áður lögð á öryggi; hraðakstur, vímuakstur og öryggisbelti, og geta brotlegir búist við sektum og öðrum viðurlögum. Þá hvetjum við hjólreiða- og bifhjólafólk til að nota hjálma og annan viðurkenndan hlífðarfatnað, eftir því sem við á, og um leið alla ökumenn um að huga að dekkjabúnaði og ástandi ökutækja fyrir sumarið.
Ræðum saman Einnig viljum við hvetja foreldra til að ræða um umferðina við börn sín, götuna, gangbrautir, göngustíga og leiksvæði, og sérstaklega núna varðandi akstur á rafskutlum, en sömu reglur gilda um þær og reiðhjól. Hefur orðið vart við að ökumenn séu að reiða farþega og allt uppundir þrír í einu á, og allir án hjálma. Slysin gera ekki boð á undan sér og skammt getur orðið á milli gleði og sorgar. Vinnum saman að umferðaröryggi. Lögreglan á Höfn
Hof 1 hótel, Hofi, Öræfum leitar að starfsmanni Um er að ræða starf í móttöku og undirbúnings morgunverðar og kvöldverðar og öðru sem við kemur rekstsri hótelsins. Hótelið er opið frá 1. maí til 30. september. Vinsamlega sendið umsókn þar sem fram koma persónuupplýsingar og einnig upplýsingar um fyrri störf í tölvupósti til hof@hof1.is eða í pósti til Hof 1 hótel ehf. Hof 1, Austurhús, 785 Öræfi • www.hof1.is
Félagar í akstursklúbbnum ASK biðja fólk sem er að klippa trjágróður í görðum sínum að setja hann á motorkross-svæðið þeirra austur við Drápskletta.
Frá Samkór Hornafjarðar Minnum á vortónleika kórsins sem verða í Hafnarkirkju fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:00. Aðgangseyrir kr. 1500. Kaffi og konfekt í hléi.
6
Fimmtudagur 11. apríl 2013
Eystrahorn
Heimsins konur á Íslandi Bók um framlag kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Verkefnið Heimsins konur á Íslandi miðar að því að gera framlag kvenna af erlendum uppruna til íslenskrar menningar og samfélags sýnilegt. Með framlagi til íslensks samfélags er átt við hvers konar jákvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er nánasta umhverfi (svo sem á vinnustað, í tilteknum hópi eða nærumhverfi), eða í stærra samhengi. Gefin verður út viðtalsbók um þátttöku fjölda erlendra kvenna í íslensku samfélagi og samhliða útgáfu hennar verður sett upp ljósmyndasýning og vefur. Að verkefninu standa fjórar konur af íslenskum og erlendum uppruna í samvinnu við Söguhring kvenna, sem er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Konurnar fjórar eru Ania Wozniczka, Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Kristín Viðarsdóttir og Letetia B. Jónsson. Framlag þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa af ýmsum ástæðum kosið að gera Ísland að heimili sínu er ómetanlegt. Búseta kvenna af erlendum uppruna á Íslandi auðgar íslenska menningu og samfélag, opnar augu fólks fyrir ólíkum hugsunarhætti og menningu og skapar nýja möguleika í annars nokkuð einsleitu samfélagi. Með því að gera framlag þessara kvenna sýnilegt og fagna því vilja aðstandendur verkefnisins styrkja fjölmenningu á Íslandi
sem og sjálfsmynd kvenna af erlendum uppruna, enda hefur framlag þeirra ekki alltaf verið metið sem skyldi. Að sama skapi getur verkefnið beint sjónum að því sem tengir fólk þvert á ólíka menningu. Þeir sem vilja leggja þessu verkefni lið geta tilnefnt konur af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi með því að senda inn ábendingar fram til 26. apríl næstkomandi í gegnum heimasíðu
Borgarbókasafns, www.borgarbokasafn.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið heimsinskonur@gmail.com. Einnig geta konur sem áhuga hafa á að koma í viðtal boðið sig fram á sama stað. Verkefnið hefur hlotið stuðning frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, Hlaðvarpanum og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO
SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi Til úthlutunar eru 30 milljónir króna (vor 2013) Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa eftir umsóknum um styrki frá þeim sem eru með verkefni sem stuðlað geta að eflingu atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Um er að ræða fyrri úthlutun þessa árs. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 6. maí n.k.. Umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sudurland.is. Einnig er þar að finna nánari upplýsingar, eyðublöð og leiðbeiningar um framsetningu umsókna. Opnað verður fyrir innsendar umsóknir mánudaginn 15. apríl. Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum: • Vöruþróun og nýsköpun einkum í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu • Markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar • Grænmetisframleiðsla; framleiðslu- og vöruþróun, markaðssetning og sala • Markaðssókn fyrir vörur og þjónustu á nýja markaði • Fjármögnun verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum á Suðurlandi • Klasa og uppbygging þeirra • Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtar Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta forgangs til 2/3 hlutar ofangreinds fjármagns. Umsækjendum er því bent á að leita eftir samstarfsaðilum. Ofangreindar áherslur eða samstarf fyrirtækja eru því ekki skilyrði fyrir styrkveitingu. Mótframlag verkefnis þarf að vera að lágmarki 50%. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Horft er til þess að verkefnið leiði til varanlegs ábata fyrir samfélagið. Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og þiggja aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið sass@sass.is. Styrkveitingar á vegum SASS eru fjármagnaðar úr sameiginlegum sjóðum SASS, Sóknaráætlun Suðurlands og Vaxtarsamningi Suðurlands. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.
SASS – Vestmannaeyjar
Austurvegur 56 480-8200
SASS - Selfoss Þekkingarsetur VE 480-8200
SASS - Höfn Nýheimar 480-8200
Eystrahorn
Fimmtudagur 11. aprรญl 2013
Ert รพรบ aรฐ kaupa eรฐa selja skip eรฐa bรกt?
7
Lรกg leikskรณlagjรถld
ร รก erum viรฐ reiรฐubรบnir til รพjรณnustu.
Bรกtar og bรบnaรฐur
www.batarb.is โ ข skip@batarb.is Sรญmi 562-2551
0SLVTBMBO #ร METIร GB 3FZLKBWร L ร TLBS FGUJS UJMCPยงVN ร WFSLJยง
Verรฐlagseftirlit ASร kannaรฐi breytingar รก gjaldskrรกm og fรฆรฐi hjรก 15 stรฆrstu sveitarfรฉlรถgum landsins, kรถnnunin var framkvรฆmd til aรฐ kanna hve mikiรฐ sveitarfรฉlรถgin hรฆkkuรฐu leikskรณlagjรถld sรญn รก milli รกra 2012 -2013. Mesta hรฆkkun รก almennri gjaldskrรก fyrir รกtta tรญma vistun รกsamt fรฆรฐi er hjรก Akraneskaupstaรฐ eรฐa um 14%. ร egar gjaldskrรก Sveitarfรฉlagsins Hornafjarรฐar er borin saman viรฐ รพessi 15 stรฆrstu sveitarfรฉlรถg รพรก kemur รญ ljรณs aรฐ gjaldskrรกin er nรฆst lรฆgst hjรก Hornafirรฐi en Reykjavรญk er meรฐ lรฆgstu gjaldskrรกna. Leikskรณlagjรถld รญ sveitarfรฉlaginu eru 27.177 kr. fyrir รกtta tรญma vistun meรฐ fรฆรฐi. ร รก er sveitarfรฉlagiรฐ einnig meรฐ nรฆst lรฆgsta gjald fyrir forgangshรณpa eรฐa 21.785 kr.. Gjaldskrรกin hefur hรฆkkaรฐ um 6%-7% รก milli รกra.
Smyrlabjargaรกrvirkjun - Fallpรญpa Einangrun og รกlklรฆรฐning
Outletmarkaรฐur
ร tboรฐ
7FSLJยง GFMVS ร Tร S Bยง FOEVSOรขKB FJOBOHSVO PH LMย ยงOJOHV ร GBMMQร QVN %/ PH %/ TFN FSV PGBOKBSยงBS (FSB WJยง TUFZQVTLFNNEJS ร VOEJSTUร ยงVN PH GFTUVN TNร ยงB OรขKB LBTTB VUBO VN NBOOPQ ร Qร QVOOJ ร TBNU Bยง HSBGB GZSJS PH MFHHKB ร ESร UUBSSร S GZSJS SBG PH TUรขSJTUSFOHJ )FMTUV NBHOUร MVS t (Sร GUVS GSร Oร WFSBOEJ Qร QV N t ยถESร UUBSSร S N t .ร MVO TUFZQUSB รธBUB Nยค t &JOBOHSVO %/ o %/ TUร MQร QB N t ยซMLMย ยงOJOH %/ o %/ TUร MQร QB N 7FSLJOV TLBM WFSB MPLJยง FJHJ Tร ยงBS FO TFQU FNCFS ยปTL VN ร UCPยงTHร HO TLBM TFOEB UJM PSLVTBMBO! PSLVTBMBO JT PH WFSยงB ยขBV BGIFOU SBGSย OU GSร PH NFยง Nร OVEFHJOVN BQSร M 5JMCPยงVN TLBM TLJMB UJM 0SLVTร MVOOBS #ร METIร GยงB GZSJS PQOVO UJMCPยงB ยขSJยงKVEBHJOO BQSร M LM
4ร NJ t XXX PSLVTBMBO JT
รญ Lรณninu
Fรถstudaginn 12. aprรญl kl. 13:00 - 18:00 Laugardaginn 13. aprรญl kl. 13:00 - 16:00 Sunnudaginn 14. aprรญl kl. 13:00 - 16:00
Komiรฐ og geriรฐ gรณรฐ kaup! Veriรฐ velkomin
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Reykjanesbæ
Unnur Brá Konráðsdóttir, Hvolsvelli
Ásmundur Friðriksson, Garði
Vilhjálmur Árnason, Grindavík
Geir Jón Þórisson, Vestmannaeyjum
Lovísa Rósa Bjarnadóttir, Höfn í Hornafirði
Arnar Ragnarsson, Höfn í Hornafirði
Tölum saman um það sem skiptir máli Við opnum kosningaskrifstofu Sunnudagur 14. apríl kl. 17.00 – 19.00 Kosningaskrifstofan verður í Sjálfstæðishúsinu við Kirkjubraut. Kaffi og kruðerí verður á boðstólum. Frambjóðendur verða á staðnum.
Konur koma saman Sunnudagur 14. apríl kl. 21.00 Kvennakvöld í Pakkhúsinu, gestgjafar kvöldsins verða frambjóðendurnir Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Lovísa Rósa Bjarnadóttir. Boðið verður upp á léttar veitingar og líflegt spjall.
Opinn stjórnmálafundur Mánudagur 15. apríl á Kaffi Horninu kl. 12.00 Frambjóðendur kynna áherslur Sjálfstæðisflokksins og eiga samtal við Hornfirðinga. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi
NÁNAR Á 2013.XD.IS