Eystrahorn 14. tbl. 32. árgangur
Fimmtudagur 10. apríl 2014
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Almenn ánægja með þjónustu á HSSA Hjúkrunar- og dvalarheimili Í október 2013 var framkvæmd þjónustukönnun á hjúkrunarog dvalarheimili HSSA. Sambærilegar kannanir voru lagðar fyrir íbúa árin 2007 og 2011 af Landlæknisembættinu. Könnuninni var svarað af íbúum sjálfum, aðstandendum þeirra eða þeim saman. Alls bárust 20 svör af þeim 27 íbúum sem könnunin var lögð fyrir. Veita verður því athygli að þegar um er að ræða svo lítið úrtak og svörun hefur hver könnun töluvert mikið vægi og telst ekki tölfræðilega marktæk. Niðurstöður könnunarinnar fyrir árið 2013 eru í heild sinni mjög áþekkar þeim niðurstöðum sem fengust á árunum 2007 og 2011. Almennt má segja að íbúar á hjúkrunarog dvalardeild HSSA séu ánægðir með umönnun á heimilinu eða 95%, íbúar telja að komið sé fram við sig af virðingu og kurteisi og telja að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Það kom einnig fram að bæta má upplýsingagjöf til íbúa og aðstandenda við komu á heimilið varðandi ýmsa þætti. Spurt var um matinn á heimilinu en 84% íbúa eru ánægðir með matinn og enginn óánægja kom fram. Þegar spurt var um húsnæðið þá finnst íbúum og aðstandendum umhverfið á heimilinu vera vistlegt. Á hjúkrunardeildinni eru 24 hjúkrunarrými og eru einungis tvö af þeim einbýli sem deila með sér salerni, öll önnur rými eru tvíbýli þar sem margir nota sama salerni. Á dvalardeildinni eru 6 rými. Þar eru öll herbergi einbýli og íbúar sem búa þar deila með sér 2 salernum. Af þessum ástæðum upplifir fólk sig ekki hafa mikla möguleika á að hafa eigin muni hjá sér en 21% töldu sig hafa mikla möguleika, 42% nokkra og 37% töldu sig hafa litla eða enga möguleika á að hafa eigin muni hjá sér. Í skriflegum athugasemdum sem fólki gafst kostur á að setja inn kom nánast alltaf fram athugasemd á aðstöðuna, þ.e. íbúum finnst mikill ókostur að geta ekki verið í einbýli ásamt því að herbergin eru lítil og þröng. Nokkrar spurningar voru eingöngu fyrir lagðar fyrir ættingja. Aðstandendur virðast almennt ánægðir með starfsemi heimilisins, þeir telja samráðið vera gott og að aðgengi að upplýsingum um líðan íbúa sé mjög eða frekar gott og 95% aðstandenda telja að
starfsfólk komi fram við sig af virðingu og tillitsemi.
Heilsugæslustöðin Þjónustukönnunin var látin liggja á heilsugæslustöðinni í þrjár vikur í október mánuði 2013 og voru allir þeir sem komu á heilsugæslustöðina á þeim tíma gefinn kostur á að svara. Alls bárust 68 svör. Þessi könnun hefur tvisvar verið lögð fyrir þjónustuþega áður árin 2007 og 2011. Íbúar sveitarfélagsins eru ánægðir með þjónustuna á heilsugæslustöð HSSA eða 83% og er það betri niðurstaða en fékkst árin 2007 og 2011, 10% svarenda voru óánægðir. Meirihluti þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslustöðinni eru konur eða 69% og flestir eru á aldrinum 41-60 ára eða 37%. Flestir koma á stöðina vegna veikinda eða heilsuvandamála og flestir eiga pantaðan tíma. Það er ljóst að aðgengi að þjónustu er mjög gott og auðvelt er að fá tíma hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi með stuttum fyrirvara en 60% aðspurðra pöntuðu tíma samdægurs eða daginn áður. Aðgengi að tímum á heilsugæslustöðinni var mjög svipað á árunum 2007 og 2011. Það kemur í ljós að svarendur eru mjög ánægðir með viðmót starfsfólks á heilsugæslustöðinni en 95% svarenda fannst viðmótið mjög eða frekar gott. Flestir svarendur fengu úrlausn erindis síns eða 75%, 22% fengu úrlausn að hluta en aðeins 3% fengu ekki úrlausn erindis. Ánægja var með aðbúnað á heilsugæslustöðinni. Þegar spurt var um ánægju með framboð á
þjónustu kemur í ljós að fólk er ánægðara með framboð á þjónustu nú en árin 2007 og 2011 en 65% svarenda eru ánægðir. Einnig er fólk nokkuð ánægt með upplýsingagjöf eða 66% svarenda sem er svipað og hefur komið fram í eldri könnunum. Nokkuð margar skriflegar athugasemdir bárust og snéru þar nánast allar að því að fólk vill hafa ljósmóður í fastri stöðu á heilsugæslustöðinni og fastan heimilislækni. Ekki hefur verið fastur heimilislæknir búsettur á Höfn frá því að Baldur Þorsteinsson hætti og illa hefur gengið að fá heimilislækna til starfið á landinu öllu. Nú í vetur hefur þó verið nokkur stöðugleiki í læknamönnun með samningi við Heilsuvernd, nú koma alltaf sömu fjórir læknarnir einu sinni í mánuði og stoppa eina viku í senn. Elín Freyja Hauksdóttir hefur verið fastur læknir nú í nokkurn tíma en hún hefur verið í fæðingarorlofi frá því síðasta sumar en hún er nú komin til starfa aftur eftir fæðingarorlof. Varðandi ljósmóður stöðina þá hefur ekki tekist að ráði ljósmóður til starfa eftir að Áslaug Valsdóttir ljósmóðir lét af störfum síðastliðið haust. Auglýst hefur verið eftir ljósmóður nokkrum sinnum en það hefur ekki borið árangur. Það hefur að sjálfsögðu áhrif að erfitt getur reynst að fá atvinnu fyrir maka og það hefur mikil áhrif á það hvort fólk fáist til starfa. Áslaug hefur haldið áfram að þjónusta Hornfirðinga með mæðravernd en hún kemur þrisvar í mánuði. Við vonumst til þess að geta fengið fljótlega ljósmóðir í fast starf á heilsugæslustöðina. Frekari niðurstöður úr þjónustukönnuninni má lesa á hornafjordur.is undir HSSA.
Næstu 3 tölublöð koma út á miðvikudögum
Næstu þrír útgáfudagar eru allir á miðvikudegi en ekki fimmtudegi því það koma þrír fimmtudagar í röð sem eru frídagar, skírdagur, sumardagurinn fyrsti og 1. maí. Af þessari ástæðu þarf að skila efni og auglýsingum á mánudegi því blaðið verður prentað á þriðjudegi.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 10. apríl 2014
Hafnarkirkja
Andlát
Pálmasunnudag 13. apríl
Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is
Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 (ferming) Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga kl. 18:15 fram að páskum
Prestarnir
Stafafellskirkja Pálmasunnudag 13. apríl Messa kl. 14:00 (ferming) Prestarnir
Kaþólska kirkjan Pálmasunnudagur 13. apríl
Börnin hittast kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00. Skriftir frá kl. 11:00 Komið í messu með pálma til blessunar. Eftir hl. messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir
Vortónleikar með söngleikjaívafi í Hafnarkirkju fimmtud. 10. apríl 2014 kl. 20:00 Samkór Hornafjarðar flytur fjölbreytta dagskrá.
Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu
Kvöldferð: Dynjandi-Bergárdalur-Lónsafleggjari Fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:00 Ferðin tekur um 3 tíma.
Létt og skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Mæting við Þjónustumiðstöð SKG. Munið hollt og gott nesti og góða skó eða stígvél. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins, börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda og ól skal vera meðferðis. Dagsferðir kosta 500- kr. Þeir sem ekki eru á bíl borga 1000- kr. til 1500 kr. til bílstjórans. Frekari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Benedikt Stefánsson Benedikt Stefánsson fæddist á Hlíð í Lóni 10. desember 1917, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Stefáns Jónssonar. Börn Kristínar af fyrra hjónabandi voru: Guðlaug, Páll, Egill, Guðrún og Skafti. Börn Kristínar og Stefáns auk Benedikts voru: Ragna, Jón og Kristín. Fósturbróðir og alltaf talinn með í systkinahópnum var Einar Bjarnason. Af þessu systkinum eru á lífi Ragna og Jón. Benedikt ólst upp á Hlíð við hefðbundin sveitastörf þeirra tíma. 8. desember 1950 giftist hann Valgerði Sigurðardóttur frá Höfn. Hún er dóttir hjónanna Agnesar Bentínu Móritzdóttur og Sigurðar Eymundssonar. Börn Valgerðar og Benedikts eru: Stefán, Agnes Sigrún, Sigurður Eyþór, Benedikt Óttar og Kristín. Afkomendur þeirra eru alls 25. Valgerður og Benedikt bjuggu á Hvalnesi frá 1951 til 1987 er þau fluttu á Höfn í júní það ár. Benedikt var mikill bókamaður, las þær og safnaði, einkum þó ljóðabókum á seinni árum. Hann hlaut í vöggugjöf einstaka tónlistarhæfileika, átti orgel sem hann lék á af snilld og hafði mikla og fallega söngrödd. Benedikt átti frumkvæði að stofnun Karlakórsins Jökuls og Gleðigjafa, kórs eldri borgara á Höfn. Með þessum kórum söng hann um árabil. Auk kórstarfa vann hann að ýmsum öðrum félagsmálum. Þá hafði hann alla tíð brennandi áhuga á þjóðmálum, gekk kornungur í Sjálfstæðisflokkinn og studdi hann staðfastlega allt til æviloka. Benedikt lézt 4. apríl sl. á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hann hafði dvalið í tæp þrjú ár. Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 11. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Hafnarkirkjugarði. Blóm og kranzar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heilbrigðisstofnun Suðausturlands njóta þess. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem á margvíslegan hátt heiðruðu minningu og sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu
Aðalheiðar Geirsdóttur Víkurbraut 28, Höfn
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarþjónustunnar Karitas og líknardeildar Landspítala fyrir frábæra umönnun og hlýju. Margrét Sigurðardóttir, Anna Sigurðardóttir, Halldóra Sigríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurjón Arason Gunnar Þór Árnason Jóhannes Kristjánsson
Leikfimi í Ekru
Félagsvist
Eftir þriggja mánaða hlé verður aftur leikfimi í Ekru Þriðjudaginn 15. apríl kl. 16:30
Þriggja kvölda félagsvist í Ekrusal. Fyrsta kvöld mánudaginn 14. apríl kl. 20:00. Næstu kvöld 28. apríl og 5. maí. Þátttökugjald kr. 700,Allir velkomnir - Nefndin
Sigurborg Jóna Björnsdóttir Félag eldri Hornfirðinga
Eystrahorn
Fimmtudagur 10. apríl 2014
www.eystrahorn.is
Fjölbreytileikinn
Listi 3. Framboðsins
Mánudaginn 31. mars lauk námskeiði í íslensku fyrir útlendinga hjá Fræðsluneti Suðurlands og luku 13 einstaklingar námi í Íslensku I og II. Líkt og undanfarin ár komu nemendur víða að og að þessu sinni var þar engin breyting á. Meirihluti hópsins hyggur á að búa hér til langframa meðan nokkrir eru til skemmri tíma til að sjá eitthvað nýtt og upplifa. Hópurinn var öflugur og sótti námskeiðið afar vel sem sýnir að fólk er tilbúið að leggja ýmislegtá sig að loknum löngum vinnudegi. Þann 10. maí er fyrirhuguð þjóðahátíð í Nýheimum þar sem fólk kemur víða að og kynnir menningu síns heimalands en í ár er fólk sem búið hefur erlendis hvatt til að koma og kynna menningu þess lands sem það bjó í hvort sem það er matarmenning eða einfaldlega kynning á landi og þjóð og hvernig hún kom þeim fyrir sjónir. Mestum vert er að gera daginn ánægjulegan og allir hvattir hvort sem þeir eru af innlendum eða erlendum uppruna að taka þátt.
Á fundi 3. Framboðsins sunnudaginn 6. apríl kynnti uppstillinganefnd lista frambjóðenda og var hann samþykktur einróma. Á næstunni mun 3. Framboðið kynna málefni með fundaröð og virku samtali við íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Áhugasömum er bent á síðu 3. Framboðsins á fésbókinni. 3. Framboðið verður með listabókstafinn E.
Sumarvinna Óskum að ráða bílstjóra með rútupróf. Einnig bílfreyjur á leiðinni Höfn-Klaustur-Höfn
verður haldinn á Hótel Höfn þriðjudaginn 15. maí kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir.
2. Sæmundur Helgason, grunnskólakennari 3. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, klæðskeri og frumkvöðull 4. Ottó Marwin Gunnarsson, sölumaður og ráðgjafi 5. Þórey Bjarnadóttir, bóndi og ráðunautur 6. Hjálmar Jens Sigurðsson, sjúkraþjálfari 7. Heiðrún Högnadóttir, gistihúsaeigandi 8. Aron Franklín Jónsson, fjallaleiðsögumaður 9. Joanna Marta Skrzypkowska, húsmóðir 10. Ragnar Logi Björnsson, vélfræðingur 11. Ingólfur Reynisson, símsmiður 12. Sigurður Einar Sigurðsson, vélstjóri
Upplýsingar veitir Guðbrandur í síma 894-1616.
Aðalfundur Hornfirska skemmtifélagsins
1. Þórhildur Ásta Magnúsdóttir, landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði
13. Hlíf Gylfadóttir, framhaldsskólakennari 14. Kristín Guðrún Gestsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi og grunnskólakennari
Hver nig sérð þú Sjávarþorpið Höfn fyrir þér? Stefnumótun í Nýheimum í dag fimmtudaginn 10. apríl kl.15:00 Skráning fer fram í gegnum fanney@sudurland.is.
Þökkum aftur góðar móttökur og bjóðum ókeypis áfyllingu á rúðupissið á morgun föstudag. Eða eins og kúnninn kvað: Mig vantaði brúsa af burðarslími, flórsköfuglussa, bolta og ró slöngupressun, túpu af lími, stígvéli, hníf og gúmmískó þjónusta ykkar er minn tími, nú áfram get ég unnið nóg
HEILSULEIKSKÓLINN KRAKKAKOT AUGLÝSIR LAUSAR STÖÐUR Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennurum/ leiðbeinendum til framtíðarstarfa. Um er að ræða eina stöðu deildarstjóra, leikskólakennarastöður og stöður leiðbeinenda. Leikskólinn er þriggja deilda með börn á aldrinum 1- 6 ára. Árið 2008 hlaut leikskólinn vígslu sem heilsuleikskóli og starfar sem slíkur auk þess sem nokkur áhersla er á umhverfismennt. Leitað er eftir öflugum starfskrafti sem hefur gaman af börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund. Einnig eru skipulagshæfni og jákvæðni mikilvægir kostir. Laun greidd samkvæmt kjarasamningum Sveitarfélagsins og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf 1. júní 2014 eða eftir að sumarleyfi líkur. Nánari upplýsingar hjá Snæfríði H. Svavarsdóttur, leikskólastjóra í síma 470-8480 eða snaefridur@hornafjordur.is www.leikskolinn.is/krakkakot Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. maí 2014.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 10. apríl 2014
Erum með góð rúm og dýnur frá Svefn og Heilsu
Úrval af gjafavöru fyrir fermingarbarnið Sjón eru sögu ríkari Verið velkomin
Húsgagnaval
Eystrahorn
Spennandi störf Auglýsum eftir áhugasömu fólki í almenn hótelstörf á nýju glæsilegu hóteli sem opnar sumarið 2014. Frekari upplýsingar veitir Stefán í síma 858-1755 eða stefan@fosshotel.is. Fosshótel Vatnajökull
Opið kl. 13:00 - 18:00 virka daga kl. 13:00 - 15:00 laugardaga
Opin vinnustofa í Miklagarði Þar sem ég er að flytja vinnustofuna mína í nýtt húsnæði verð ég með gömlu vinnustofuna í Miklagarði opna frá 10. apríl til 23. apríl milli kl. 16:00 og 18:00 alla dagana. Myndir og kort, skartgripir og fylgihlutir úr þæfðri ull ásamt fleiru. Hlakka til að sjá ykkur. Eyrún Axelsdóttir.
Velkomin til London í lok maí Ykkur býðst vikudvöl á heimili á tveimur hæðum, reyklaust, og garður í fallegu, rólegu en líflegu hverfi með skemmtilegum mörkuðum um helgar og fullt af nýjum veitingastöðum, kaffihúsum og pöbbum. Prívat garður til að slaka á í. Froskatjörn. Underground stöðin er Bethnal Green. Auðvelt að koma frá Gatwick sérstaklega, líka Heathrow. Húsið stendur nærri Grand Union síkinu og Victoria Park, stór lystigarður sem er frábært að ganga og hlaupa í. Hálftíma ganga að Ólympíuleikasvæðinu, 20 mínútur í lest á Oxford Street, miðbæinn og Westfield Stratford, stærsta og nýjasta mall í Evrópu. Við þurfum húsnæði á Höfn þar sem tvö pör og tvítug stúlka geta sofið í 2 - 3 nætur. Timasetningar eru 25. maí til 1. júní, sem við verðum á Íslandi. Hlakka til að heyra frá ykkur. Bestu kveðjur, Gyða Sími 0044 202 366 7034 (kvöld og helgar) gydajonsdottir@hotmail.co.uk
Póker
á Víkinni fimmtudagskvöldið 10. apríl. kl. 20:00 Þátttökugjald 2.500- kr. Hægt er að borga sig einu sinni aftur inn þegar leikmaður dettur út. Frítt kaffi fyrir spilara.
Páskafjör á Víkinni Vibrato Blues Band byrjar fjörið um páskana með tónleikaballi miðvikudagskvöldið 16. apríl frá 23:30 – 03:00. Aðgangeyrir 2000 kr. Tilboð á stórum eðalmjöð, aðeins 600 kr. frá 23:30 – 00:30. 18 ára aldurstakmark. Munið skilríkin.
Hljómsveitin KRAÐAK verður í Páskastuði á laugardagskvöldið 19. apríl og skemmtir gestum frá 23:30 – 03:00. Aðgangseyrir 2500 kr. 18 ára aldurstakmark. Munið skilríkin og góða skapið. Lokað verður á Víkinni á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.
Einnig getur Anna á Humarhöfninni gefið upplýsingar.
Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-listans
Munið súpufundinn á laugardögum kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu Stjórnir sjálfstæðisfélaganna
Leggðu grunn að framtíðinni og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Til hamingju! Fermingin markar fyrsta skrefið í heim hinna fullorðnu. Það getur reynst fermingarbarninu ómetanlegt að eiga öruggan sparnað þegar fram líða stundir. Stofnaðu til sparnaðar fyrir fermingarbarnið í næsta sparisjóði eða gefðu því Gjafakort þar sem þú velur upphæðina en þiggjandinn velur gjöfina.