Eystrahorn 15. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 14. apríl 2011
Mokveiði og Íslandsmet
Aflaskipið á Mikleyjarálnum og skipstjórinn í brúnni. Ljósmyndir: Sverrir Aðalsteinsson.
Eins og fram hefur komið í blaðinu var mokveiði hjá flestum bátum í mars þegar gaf á sjó. Eitt af aflaskipunum er Steinunn SF 10 í eigu Skinneyjar-Þinganess. Steinunn er gerð út á togveiðar og landar helst í Reykjavík og Þorlákshöfn. Hluti af aflanum, sem hagkvæmt er að vinna hjá fyrirtækinu, er keyrður austur en annar afli fer á markað. Steinunn SF 10 landaði samtals 680 tonnum úr 10 veiðiferðum í marsmánuði. Aflinn skiptist þannig í tonnum: þorskur 143, ufsi 300, ýsa 125, karfi 23 og annar afli 89 tonn. Hér er um Íslandsmet að ræða og aldrei hefur trollbátur áður fiskað
jafn mikið á einum mánuði. Auk þess var Steinunn aflahæst allra botnvörpunga, en í þeim flokki eru einnig ísfiskstogarar sem eru stærri skip. Þrátt fyrir rysjótta og erfiða tíð sótti áhöfnin stíft í mars og byrjun apríl eins og landanir sýna sem eru helmingi fleiri vegna mikils afla en í algengu árferði. Eystrahorn náði sambandi við Erling Erlingsson skipstjóra á Steinunni þegar þeir voru á landleið úr síðasta túr með mikinn afla eins og undanfarið. „Veiðin var frekar góð í janúar og febrúar en einstaklega góð í mars og það sem af er apríl.
Við sækjum mest á mið við Suðvesturland en um daginn vorum við út af Snæfellsnesinu þar sem var mikið líf í sjónum og mokafli. Aflinn er blandaður en við erum helst að leita að ýsu og forðumst þorskinn sem hefur verið aðeins um 20% að meðaltali hjá okkur. Þó hefur þorskurinn verið erfiður undanfarið en erfitt er að ná ýsunni án þorsks í meðafla núna. Við erum samt vel settir þar sem útgerðin á þorskkvóta til að bjarga okkur. Það eru 11 – 12 kallar í áhöfn sem standa 16 tíma vakt á sólahring og vinna örugglega fyrir kaupinu sínu. Við erum
á afbragðs sjóskipi og getum sótt í nánast hvaða veðri sem er. Veðráttan í vetur er til vitnis um að við byggjum ekki upp stöðuga og örugga hráefnisöflun nema með góðum og vel búnum skipum. Það ættu menn að hafa í huga við umræðu um breytingar á fiskstjórnunarkerfinu. Ég vil að fram komi að við í áhöfninni erum einstaklega ánægðir með útgerðina og forsvarsmenn hennar sem hafa mikinn metnað að búa vel að áhöfninni og vilja gera sem mest verðmæti úr aflanum.“ sagði Erling Erlingsson skipstjóri að lokum.
A fmælistilbo ð Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir .......1.290,- kr.
(ef þú sækir)
20 ára
Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri.....................1.490,- kr. 6-11 ára................................... 745,- kr. 5 ára og yngri...........................0,- kr.
1991-2011
2
Fimmtudagur 14. apríl 2011
Helgihald í Bjarnanesprestakalli í dymbilviku og á páskum
Eystrahorn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa
Þórðar Stefánssonar frá Hnappavöllum í Öræfum.
Hafnarkirkja
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hjúkrunarheimilinu á Höfn fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót.
• Pálmasunnudagur 17. apríl
Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00 – ferming
• Miðvikudagur 20.apríl Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 • Skírdagur
Sigrún Bergsdóttir Guðmundur Bergur Þórðarson Stefanía Ljótunn Þórðardóttir og barnabörn
Heiðar Björgvin Erlingsson
Helgihald um páska í Kálfafellsstaðarprestakalli
Messa kl. 20:00
• Föstudagurinn langi
Guðsþjónusta kl. 14:00
Kálfafellsstaðarkirkja
• Aðfangadagur páska Laugardaginn 23. apríl
• Skírdagur
Messa kl. 11:00 – ferming Messa kl. 14:00 – ferming
Hátíðarmessa og ferming kl. 14:00
Hofskirkja
• Páskadagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 9:00
• Páskadagur Hátíðarmessa kl. 14:00
Bjarnaneskirkja
Brunnhólskirkja
• Páskadagur
• Annar í páskum
Hátíðarmessa kl. 14:00 – ferming
Hátíðarmessa kl. 14:00
Stafafellskirkja • Annar í páskum
Hátíðarmessa kl. 14:00 – ferming
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126
Næsta Eystrahorn Næsti reglulegi útgáfudagur er frídagur (skírdagur og sumardagurinn fyrsti). Þess vegna kemur 16. tölublað út miðvikudaginn 20. apríl. Efni og auglýsingum þarf því að skila degi fyrr en venjulega eða mánudaginn 18. apríl. Útgefandi
Í tilefni sjötugs afmælis og starfsloka sr. Einars Jónssonar sem sóknarprestur á Kálafellsstað, bjóðum við til samsætis að Smyrlabjörgum laugardaginn 16. apríl klukkan 20:30 Allir velkomnir Sóknarnefnd Kálafellsstaðarsóknar
Eystrahorn
Fimmtudagur 14. apríl 2011
Áfram prjónað fyrir Japan Átakið prjónað til aðstoðar Japan heldur áfram á Bókasafninu í Nýheimum til 28. apríl. Hægt verður að prjóna á opnunartíma bókasafnsins, eða frá klukkan 9:00 til 17:00. Garn og prjónar eru á staðnum, ásamt uppskriftum en einnig tökum við við prjónafatnaði. Heitt verður á könnunni og við vonumst til að sem flestir gefi sér tíma til að koma. Einnig minnum við á prjónakaffið hennar Guðnýjar sem er á laugardaginn frá klukkan 14:00 til 16:00.
3
Farfuglar og flækingar
Steindepill • 9. apríl
Bridgemót og hrossakjötsveisla Dagana 2.- 3 apríl var haldin hin árlega bridgehátíð í Þórbergssetri. Hátíðin er helguð minningu Torfa Steinþórssonar á Hala en hann var fæddur 1. apríl árið 1915 á Hala. Torfi var mikill áhugamaður um bridge og hélt uppi spilamennsku í Suðursveit á sinni tíð. Það þótti enginn maður með mönnum í Suðursveit nema að geta spilað bridge hvort sem var í alvöru keppni eða í góðum félagsskap í heimahúsum. Uppáhaldsmatur Torfa var saltað hrossakjöt og því eru alltaf eldaðir fullir pottar af spikfeitu hrossakjöti og það síðan etið af hjartans lyst með öllu tilheyrandi á laugardagskvöldinu. Í hádeginu á sunnudag er síðan eldaður silungur svo segja má að vel sé fylgt eftir matarhefð á Hala frá fyrri tíð um þessa helgi. Að þessu sinni var spilað á tíu borðum, fjörutíu manns mættu víðsvegar af landinu. Spilað var nær linnulaust í sólarhring og þeir sem best stóðu sig komu á föstudagskvöldið og spiluðu þá fram undir morgun. Spilaður var tvímenningur og það voru Akureyringar sem sigruðu keppnina að þessu
Þar sem ekki voru tiltækar myndir af sigurvegaranum birtum við hér mynd af heiðursmanninum sjálfum, Torfa á Hala.
sinni. Þau Hlín Kjartansdóttir og Finnbogi Jónsson mörðu sigurinn í síðustu lotunni og fóru upp fyrir heimamennina
Þorstein í Bjarnanesi og Sigfinn Gunnarsson á Höfn, en þeir höfðu verið með forystu allt mótið. Hlín og Finnbogi hlutu 117 stig en Þorsteinn og Sigfinnur 116 stig. Í þriðja sæti voru Guðný Kjartansdóttir og Sigurður Stefánsson frá Egilsstöðum með 89 stig. Verðlaunahafar hljóta farandgripi í verðlaun, tákn tveggja hrútshorna, einnig eru bókarverðlaun og svo fá vinningshafarnir Jöklableikju í nesti. Geta má þess að fyrrum presthjón á Kálfafellsstað, séra Fjalarr Sigurjónsson og Beta Einarsdóttir mættu á mótið nú fjórða árið í röð, komu akandi frá Reykjavík og spiluðu af miklum krafti, en þau munu vera áttatíu og átta ára á þessu ári. Það er skemmtilegt að finna fyrir þeirri stemningu sem fylgir því að spila bridge í góðra vina hópi. Með bridgehátíðinni í Þórbergssetri hefur Suðursveit eignast fleiri vini og sendiherra, sem segja frá dvöl sinni þegar heim er komið. Þannig mynda viðburðir sem þessi vinatengsl til framtíðar og skerpa á ímynd og uppbyggingu menningarferðaþjónustu í héraðinu öllu.
Fyrir fermingarbarnið
Þúfutittlingur • 9. apríl
Maríuerla • 10. apríl
Lóuþræll • 11. apríl
Bæjarsvala • 10. apríl
Úrval af rúmum og húsgögnum Tjöld, svefnpokar, stjörnusjónaukar, sjónaukar, lampar, veski, skartgripir, rúmföt o.fl.
Húsgagnaval
Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga
Landsvala • 10. apríl www.fuglar.is
4
Fimmtudagur 14. apríl 2011
Meiri fagmennska
Frá áramótum hafa tæplega 20 starfsmenn HSSA og hjá Málefnum fatlaðra sótt starfstengt námskeið einu sinni í viku. Áherslurnar voru annars vegar tengdar öldrun, sjúkdómum og fötlunum og hins vegar siðfræði, samskiptum og áherslum í nútíma þjónustu við fólk hvernig sem það er statt í lífinu. Samkvæmt því sem lesa má úr mati þátttakendanna voru þeir almennt ánægðir með námið og töldu að það myndi stuðla að því að þeir gætu
sinnt störfum sínum af meiri fagmennsku. Þekkingarnetið sá um framkvæmd námskeiðsins, það var styrkt af Landsmennt sem er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og FAS metur það til eininga inn í nám á framhaldsskólastigi. Þessi hópur sem útskrifaðist úr náminu sl. miðvikudag er helmingur þess starfsmannahóps sem situr námskeiðið. Hinn helmingurinn mun sækja sama námskeið á hausti komanda.
Aðalfundur Verslunarmannadeildar verður haldinn 18. apríl kl. 18:00 í húsnæði félagsins í Sambúð á Djúpavogi. Dagskrá fundarins er: i. ii. iii. iv.
Skýrsla formanns Kjör stjórnar Kjaramál Önnur mál Verslunarmannadeild AFLs Starfsgreinafélags Stjórnarfundur deildarinnar er kl. 17:00 sama dag
Eystrahorn
Jákvæður ársreikningur
Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2010 var lagður fram á bæjarstjórnarfundi þann 7. apríl. Helstu niðurstöður hans er að afkoma samantekins A og B hluta er jákvæð um 144 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 97 milljóna króna afgangi. Veltufé frá rekstri nam 261 milljónum króna sem er 26 milljón króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Launakostnaður jókst frá fyrra ári sökum hækkunar á tryggingargjaldi og hækkunar á lífeyrisskuldbindingu. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 1.319 milljónum króna í árslok 2010 og lækkuðu um 127 milljónir króna á árinu. Eigið fé A og B hluta nam í árslok 2.163 milljónum króna í árslok og eiginfjárhlutfall 62,1%. Í skýrslu endurskoðenda kemur fram að samkvæmt samþykktum áætlunum getur sveitarfélagið staðið við áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármögnun fyrir árin 2011-2014 án þess að til lántöku komi á næstu árum. Það er til vitnis um fjárhagslegan styrk þess. www.hornafjordur.is
Páskamarkaður í Pakkhúsinu Ferskar Seljavallakjötvörur, Miðskerskjötvörur, fiskur frá Skinney Þinganesi og ís frá Árbæ eru meðal þess sem verður á boðstólnum á Heimamarkaðnum í Pakkhúsinu á laugardaginn kl 13-16. Lúðrasveit Tónskólans verður með kaffi og vöfflur og spilar nokkur lög.
Fermingargjafirnar færðu hjá okkur t.d. útivistarfatnað, töskur, merkt handklæði, GJAFABRÉF ... Við kaup á fermingargjöf að upphæð 10.000 eða meira fylgir gjafabréf til fermingarbarnsins frá SPORT-X með í kaupunum. Kaupir þú gjöf eða gjafabréf að upphæð: 10.000.- bætum við 2.000.- gjafabréfi við 15.000.- bætum við 3.000.- gjafabréfi við 20.000.- bætum við 4.000.- gjafabréfi við
Eystrahorn
Fimmtudagur 14. apríl 2011
Starfskraft vantar til sumarafleysinga hjá Eimskip / Flytjanda á Höfn
5
Efla handverk og hönnun
Hæfniskröfur: • Lyftararéttindi, meiraprófsréttindi • Sjálfstæð vinnubrögð BZg`^ :^bh`^eh $ I]Z :^bh`^e Ad\d • Íslenskukunnátta • Hreint sakavottorð Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107 eða hjá Eimskip Álaugarvegi 8 780 Höfn
Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls ehf. verður haldinn á Smyrlabjörgum í Suðursveit fimmtudaginn 14. apríl kl. 20:00 Að fundi loknum mun Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands vera með erindi um starfsleyfi
Kaffisala
Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar verður í slysavarnahúsinu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl nk. (skírdag) kl. 15:00 - 18:00 Verð : Fullorðnir........ 1500 kr. Börn................ 500kr.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Kaffinefndin
Í desember 2010 veitti bæjarstjórn Hornafjarðar tveimur miljónum króna til að efla handverk og hönnun á Hornafirði. Jafnframt ákvað bæjarstjórn að útfæra hugmyndina í samstarfi Framhaldsskólans, Grunnskóla Hornafjarðar og handverksog hönnunarfólks. Þann 4. janúar var fundur bæjarstjóra, framkvæmdastjóra fræðsluog félagssviðs, skólastjóra Grunnskóla Hornafjarðar, skólameistara FAS og fulltrúa frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar þar sem fram kom ánægja með fjárveitinguna. Fundarmenn voru sammála um að mikilvægt væri að taka ákveðin skref í uppbyggingu list- og verkgreina í nánustu framtíð. Vaxandi hluti af skólastarfi og atvinnulífi byggði á list- og verkgreinum. Brýnt væri að hefjast þegar handa við að móta framtíðarstefnu í þessum málum. Í kjölfarið á þessum fundi tók bæjarráð Hornafjarðar málið fyrir á 529. fundi sínum þann 17. janúar 2011 og fól bæjarstjóra að koma saman hópi til að kanna þörf og áhuga um uppbyggingu aðstöðu og húsnæðis fyrir list- og verkgreinar. Þeir aðilar sem völdust í hópinn eru Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari FAS, Ragnhildur Jónsdóttir frá Þekkingarneti Austurlands, Björg Erlingsdóttir og Guðlaug Pétursdóttur frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar,
Eva Eiríksdóttir og Eiríkur Hansson frá Grunnskóla Hornafjarðar og Guðrún Ingólfsdóttir frumkvöðull. Hópurinn hóf störf 3. febrúar 2011 og fundaði fimm sinnum í febrúar og marsmánuði. Auk þeirra fór Tinna Arnardóttir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Hornafirði með hópnum í hringferð um landið dagana 21. og 22. mars og tók þátt í gerð þessarar samantektar. Markmið greinargerðarinnar er að gera grein fyrir störfum hópsins, fara yfir stöðu listog verkgreina á Hornafirði og meta þörf á uppbyggingu náms og aðstöðu í framtíðinni, greina frá dæmum um velheppnaða uppbyggingu í list- og verkgreinum víða um land og leggja fram tillögur að markmiðum til 2ja ára, 5 ára og 10 ára í þessum málum. Hópurinn telur mikilvægt að á þessu stigi verði málið kynnt fyrir hlutaðeigandi aðilum og íbúum sveitarfélagsins. Til að raungera þau markmið sem sett eru fram í lok greinargerðarinnar telur hópurinn nauðsynlegt að ráðinn verði sérstakur verkefnisstjóri til að ýta verkefninu úr vör. Hópurinn telur jafnframt mikilvægt að áframhaldandi vinna byggi á góðri samvinnu þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu hingað til ásamt öðrum áhugasömum aðilum.
6
Fimmtudagur 14. apríl 2011
Eystrahorn
Tónleikar
Fundi frestað
Nú sláum við tvær flugur í einu höggi hvar sem Gleðigjafar og Stakir Jakar bjóða til söngveislu í Hafnarkirkju sunnudaginn 17. apríl kl. 17:00
Aðalfundi Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga er frestað til þriðjudagsins 19. apríl nk. kl. 11:00.
Aðgangseyrir kr. 1.500,-
Fundurinn verður haldinn að Smyrlabjörgum Venjuleg aðalfundarstörf
Allir hjartanlega velkomnir
Stjórnin
Auglýst er eftir hafnsögumanni í Hornafjarðarhöfn. À >v >Às>À v ÊiÀÊÃÌ ÀÊwà v ÊÍ>ÀÊÃi ÊÛi ÌÌÊiÀÊv ÍCÌÌÊÍ ÕÃÌ>ÊÛ sÊÖÌ}iÀs À]ÊwÃ Ê }Ê v>ÀÍi}>à «°Ê >v Ã>}>ÊiÀÊÕ Ê À >v >Às>À ÃÊÃi Ê ÀivÃÌÊ} sÀ>ÀÊÃÌ>s Õ ?ÌÌÕÊ>vÊÍi ÊÃi Êà } >ÊÍ>ÀÊ Õ °Ê-Ì>Àvà i Ê À >v >Às>À >v >ÀÊiÀÕÊÃÌ>Àvà i Ê0 ÕÃÌÕÃÌ sÛ>ÀÊ-Ûi Ì>Àvj >}à ÃÊ À >v > Às>ÕÀ°ÊÊ 1 ` ÀÊÍ ÕÃÌÕ sÃÌ sÊ iÞÀ ÀÊ À >v >Às>À v ]Ê À >v >Às>Ûi ÌÕÀÊ }Ê > `> ÖÃ°Ê >À sÊÊ ÃÌ>Àvà > >Ê0 ÕÃÌÕ sÃÌ sÛ>ÀÊiÀÊ>sÊÛi Ì>ÊÛ sà «Ì>Û Õ Ê À >v >Às>À >v >ÀÊÃi Ê }Ê sÀÕ ÊÃi Ê LiÃÌ>ÊÍ ÕÃÌÕÊ ÛiÀ ÕÊÃ Ê }Ê>sÊ}CÌ>Ê>s > `ÃÊ }Ê >} ÛC Ê ÊÀi ÃÌÀ °Ê i ÃÌÕÊÛiÀ iv ÊiÀÕ\ UÊ >} i}ÊÛiÀ iv ÊÛ sÊ À >v >Às>À v ]Ê À >v >Às>ÀÛi ÌÕÀÊ }Ê > `> ÖÃÊà ۰ÊvÞÀ À C Õ ÊÞwÀ > Ã°Ê UÊ >v Ã>}>° UÊ ÀÞ}} ÕÛ>Àà >° UÊ-Ì À Ê À ÃÊ sÃ]Êà «ÃÌ À ÉÛj ÃÌ À ÊivÌ ÀÊÍÛ ÊÃi ÊÛ sÊ? UÊ- >ÊÛ s > ` Ê À ÃÊ sÃÊivÌ ÀÊÍÛ ÊÃi Êis i}ÌÊiÀÊ>vÊÛ s > ` ÊÃÌ>Àvà > °ÊÛj ÃÌ À> UÊ i ÊÍ ÕÃÌ>ÊÛ sÊà «Ê }Êà i ° UÊ- >Ê> À Ê }L s ÊÛ }ÌÕ ° UÊ6 s > `Ê >v >À > Û À >ÊivÌ ÀÊÍÛ ÊÃi ÊÛ sÊ?Ê }Êis i}ÌÊÍÞ À° >v à }Õ >sÕÀÊÍ>ÀvÊ>sÊÕ««vÞ >Ê À vÕÀʣΰÊ}À°Ê >}>ÊÕ ÊÛ> ÌÃÌ sÊà } }>Ê À°Ê{£ÉÓääÎÊ }ÊÊ Ài} Õ}iÀs>ÀÊÕ Ê i sà }ÕÊà «>Ê À°ÊÎÓäÉ£ nÊ?Ã> ÌÊÍÛ Ê>sÊ >v>ÊÛj ÃÌ À >ÀÀjÌÌ ` Ê96ÊÉÊ669£° -Ì>Àvà ÀÊiÀÕÊÃ> ÛC ÌÊ >À>Ã> }ÊÛ s > ` ÊÃÌjÌÌ>Àvj >}ð Ài >À ÊÕ«« ßà }>ÀÊÛi Ì>Ê À} ÀÊ À >Ã Ê Êà >Ên x £{ÇxÊ }Ê- }vÖÃÊ >Às>ÀÃ Ê Ê{Çä näÓx°ÊÊÊ 1 à >ÀvÀiÃÌÕÀÊiÀÊÌ ÊÓä°Ê>«À Ê }Êà > ÊÃÌ >ÊÕ Ã ÀÊ?Ê À >v >Às>À v ]Ê >v >ÀLÀ>ÕÌÊÓÇ]ÊÇnäÊ v °
Eystrahorn
Fimmtudagur 14. apríl 2011
7
Aflabrögðin áfram góð Ásgeir útgerðarstjóri hjá Skinney-Þinganesi sagði þetta þegar Eystrahorn leitaði til hans í vikunni með upplýsingar: „Vertíðin var í heildina séð góð. En veðrið setti þó strik í reikninginn framan af. Frá áramótum hefur vinnslan tekið á móti eftirfarandi tegundum, Þorskur Hvanney 844 Skinney 817 Þórir 825
Ufsi Langa 157 8 96 8 30 9
Keila 0,8 0,6 0,4
Heildarafli 1.009,8 921,6 864,4
Tölur miðast við óslægt. Einnig hefur nokkru af öðrum tegundum verið landað á fiskmarkað.“
Humarinn lofar góðu Um humarveiðarnar sagði Ásgeir: „Humarveiði fer vel af stað og lönduðu Skinney og Þórir 9 tonnum af humri hvor eftir fyrstu veiðiferðina. Aflinn fékkst í Breiðamerkurdýpinu og var þetta meðalstór humar. Erfitt er þó að heimfæra þessa veiði yfir á allt sumarið þar sem töluverðar sveiflur geta verið í veiði og hefur veður og ástand hafsins á hverjum tíma mikið um það að segja hvernig veiði er. En við
erum fullir bjartsýni að vertíðin verði góð. Í sumar koma til með að vinna hjá okkur um 70 unglingar á aldrinum 16 - 20 ára. Ný humarlína frá Marel var tekin í notkun núna í byrjun vertíðar og lofar hún mjög góðu fyrstu daganna. Öll vinna við humarinn verður mun þægilegri og verður þetta gjörbylting fyrir starfsfólk því allur burður með humar og flokkun verður mun auðveldari.“
Stundum veiðast stórir fiskar. Af Facebook Steinunn SF10.
Aflabrögð 4. – 10. apríl Neðangreindar upplýsingar eru um veiðarfæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51 ................... net ........... 3.......63,6.......þorskur 44,2 Sigurður Ólafsson SF 44..... net ........... 2.......13,8.......humar 3,8 (hali) Skinney SF 20...................... net ........... 1.......14,4.......humar 9,0 Þórir SF 77........................... net ........... 1.......11,8.......humar 9,0 Steinunn SF 10 ................... botnv.........3....... 224.......blandaður afli Benni SF 66.......................... lína.............1........ 1,7.......þorskur 1,4 Dögg SU 118........................ lína.............2.........6,3.......steinbítur 5,7 Guðmundur Sig SU 650 . ... lína ...........2.........7,0.......steinbítur 4,1 Ragnar SF 550 .................... lína ...........2...... 11,1.......steinbítur 9,5 Birta Dís GK 135................. handf.........1.........0,2.......ufsi Húni SF 17........................... handf.........3.........3,6.......þorskur 3,5 Kalli SF 144.......................... handf.........1.........0,9.......þorskur 0,8 Siggi Bessa SF 97................ handf.........2.........3,7.......ufsi 3,0 Stígandi SF 72...................... handf.........2.........0,8.......þorskur 0,7 Uggi SF 47........................... handf.........2.........2,0.......þorskur 1,2 Heimild: www.fiskistofa.is
Við höfum trú á framtíðinni Fátt er mikilvægara en að tryggja æsku landsins örugga og bjarta framtíð. Við höfum trú á framtíðinni á Hornafirði og því unga fólki sem þar býr. Við óskum öllum sem fermast á árinu til hamingju með þennan merkilega áfanga.
Umboðsaðili
8
Fimmtudagur 14. aprĂl 2011
Eystrahorn
Eystrahorn
Fimmtudagur 14. apríl 2011
Auglýsing um útboð vegna endurbóta á skólahúsnæði
9
Suðurland
- hvorki meira né minna Atvinnu- og orkumálaráðstefna á Hótel Selfossi föstudaginn 29. apríl 2011 kl. 9.30 9.30 - 9.40 Opnun Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður SASS Fjölbreytt Suðurland 9.40 -11.00 Orkumál Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Framtíðarsýn Landsvirkjunar Jón Bernódusson, verkfræðingur Siglingastofnun Repja – orka úr akri bóndans Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar Rammaáætlunar Rammaáætlun - vernd og nýting Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs Varmadælur og orkusparnaður er málið
Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Helstu stærðir eru ca. brúttó Rif á núverandi klæðningu................................ 310 m
2
Rif á núverandi gluggum og hurðum..................18 stk Endur- og nýklæðning....................................... 520 m
2
Nýir gluggar........................................................18 stk Útboðið innfelur fullnaðarfrágang utanhúss en innanhúss er bráðabirgðafrágangur nýrra glugga/hurða við núverandi klæðningar. Í nýju anddyri er fullnaðarfrágangur utan- og innanhúss. Verkið hefst strax og skóla lýkur og skal að fullu lokið eigi síðar en 24. ágúst 2011. Útboðsgögn má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar eftir kl. 14 þann 18. apríl nk. á www.hornafjordur.is án endurgjalds eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar gegn ljósritunarkostnaði, kr. 5000. Senda skal tölvupóst á: To: haukuri@hornafjordur.is; bjorni@hornafjordur.is Cc: gunnarb@ask.is; ossur@ask.is og óska eftir því að fá sent aðgangsorð og upplýsingar um aðgang að útboðsgögnum á netinu. Tilboðum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 Höfn fyrir kl. 14:00 þann 16. maí 2011 er þau verða opnuð. Allar nánari upplýsingar um verkið gefur Björn Imsland, sími 470-8000 / 894-8413. Stefán Ólafsson framkvstj. fræðslu- og félagssviðs
11.00-11.10 Kaffihlé 11.10-11.50 Ferðaþjónusta Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarður – sóknarfæri fyrir Suðurland Friðrik Pálsson, Hótel Rangá Vetur, vetri fegri 11.50- 12.10 Skapandi greinar Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar Margt smátt gerir eitt stórt 12.10-13.00 Hádegisverður 13.00-15.10 Matvæli Ari Þorsteinsson, Humarhöfninni Gastronómísk ferðalög Ásgeir Guðnason, framkvæmdastjóri Sæbýlis ehf. Eldi á botnlægum sjávardýrum í SustainCycleTM Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís Tækifæri í matvælaframleiðslu og vinnslu á Suðurlandi Ólafur Unnarsson, matvælafræðingur MS Vöruþróun og tækifæri í mjólkuriðnaðinum 14.20– 14.30 Kaffihlé Stefanía Katrín Karlsdóttir, Íslensk matorka ehf. Hugsum eins og Danir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjörís viðskiptamaður ársins 2010 Markaðssetning matvæla á Íslandi 15.10-16.00 Tækifærin Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu Markaðssókn erlendis – samræmum skilaboðin Arnar Guðmundsson, Fjárfestingastofu Bein erlend fjárfesting – stefna, áætlun, samvinna 15.40 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri er Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands Ráðstefnugjald er krónur 3.000. Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 27. apríl á heimasíðu SASS www.sudurland.is, á heimasíðu AÞS www.sudur.is eða í síma 480-8200 Atvinnuþróunarfélag Suðurlands Markaðsstofa Suðurlands Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Prentmet Suðurlands
Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Heppuskóli-endurbætur-utanhúss, Víkurbraut 9, Höfn.
markhonnun.is
HAMBORGARHRYGGUR
Kræsingar og kostakjör
898
kr/kg
áður 1.298 kr/kg
VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU UM PÁSKANA 40%
LAMBARIB-EYE
afsláttur
50%
KJÚKLINGUR FERSKUR HEILL
afsláttur
2.129kr/kg
1.999kr/kg
698kr/kg
áður 3.549 kr/kg
áður3.998 kr/kg
Tilboðsverð!
UNGNAUTAHAKK 100% NAUTAKJÖT
33% afsláttur
FANTA ORANGE FANTA FRUIT TWIST 6 X 330 ML
34%
PAPRIKA
50%
RAUÐ
afsláttur
afsláttur
1.179kr/kg
395 kr/pk.
269kr/kg
áður 1.759 kr/kg
áður 598 kr/pk.
áður 538 kr/kg
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
NAUTAPIPARSTEIK
Tilboðin gilda 14. - 17. apríl eða meðan birgðir endast