Eystrahorn 15. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn 15. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. apríl 2011

Mokveiði og Íslandsmet

Aflaskipið á Mikleyjarálnum og skipstjórinn í brúnni. Ljósmyndir: Sverrir Aðalsteinsson.

Eins og fram hefur komið í blaðinu var mokveiði hjá flestum bátum í mars þegar gaf á sjó. Eitt af aflaskipunum er Steinunn SF 10 í eigu Skinneyjar-Þinganess. Steinunn er gerð út á togveiðar og landar helst í Reykjavík og Þorlákshöfn. Hluti af aflanum, sem hagkvæmt er að vinna hjá fyrirtækinu, er keyrður austur en annar afli fer á markað. Steinunn SF 10 landaði samtals 680 tonnum úr 10 veiðiferðum í marsmánuði. Aflinn skiptist þannig í tonnum: þorskur 143, ufsi 300, ýsa 125, karfi 23 og annar afli 89 tonn. Hér er um Íslandsmet að ræða og aldrei hefur trollbátur áður fiskað

jafn mikið á einum mánuði. Auk þess var Steinunn aflahæst allra botnvörpunga, en í þeim flokki eru einnig ísfiskstogarar sem eru stærri skip. Þrátt fyrir rysjótta og erfiða tíð sótti áhöfnin stíft í mars og byrjun apríl eins og landanir sýna sem eru helmingi fleiri vegna mikils afla en í algengu árferði. Eystrahorn náði sambandi við Erling Erlingsson skipstjóra á Steinunni þegar þeir voru á landleið úr síðasta túr með mikinn afla eins og undanfarið. „Veiðin var frekar góð í janúar og febrúar en einstaklega góð í mars og það sem af er apríl.

Við sækjum mest á mið við Suðvesturland en um daginn vorum við út af Snæfellsnesinu þar sem var mikið líf í sjónum og mokafli. Aflinn er blandaður en við erum helst að leita að ýsu og forðumst þorskinn sem hefur verið aðeins um 20% að meðaltali hjá okkur. Þó hefur þorskurinn verið erfiður undanfarið en erfitt er að ná ýsunni án þorsks í meðafla núna. Við erum samt vel settir þar sem útgerðin á þorskkvóta til að bjarga okkur. Það eru 11 – 12 kallar í áhöfn sem standa 16 tíma vakt á sólahring og vinna örugglega fyrir kaupinu sínu. Við erum

á afbragðs sjóskipi og getum sótt í nánast hvaða veðri sem er. Veðráttan í vetur er til vitnis um að við byggjum ekki upp stöðuga og örugga hráefnisöflun nema með góðum og vel búnum skipum. Það ættu menn að hafa í huga við umræðu um breytingar á fiskstjórnunarkerfinu. Ég vil að fram komi að við í áhöfninni erum einstaklega ánægðir með útgerðina og forsvarsmenn hennar sem hafa mikinn metnað að búa vel að áhöfninni og vilja gera sem mest verðmæti úr aflanum.“ sagði Erling Erlingsson skipstjóri að lokum.

A fmælistilbo ð Mánudagspizza 9“ Þrjár áleggstegundir .......1.290,- kr.

(ef þú sækir)

20 ára

Pizza og pasta á fimmtudögum 12 ára og eldri.....................1.490,- kr. 6-11 ára................................... 745,- kr. 5 ára og yngri...........................0,- kr.

1991-2011


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 15. tbl. 2011 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu