Eystrahorn 15. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 18. apríl 2013

15. tbl. 31. árgangur

Flott sýning - flottir krakkar

Í síðasta Eystrahorni var fjallað um söngleikinn Grease en frumsýningin var um helgina. Sýningin tókst með eindæmum vel og ástæða til að hrósa öllum sem koma að sýningunni. Ungu leikararnir standa sig allir vel, frjálslegir og koma textanum vel til skila bæði í tali og söng. Leikstjóranum Stefáni

Sturlu hefur tekist að skapa heilsteypta og vandaða sýningu og full ástæða er til að hvetja fólk að fara í leikhúsið í Mánagarði. Að sögn aðstandenda hefur miðasala farið fram úr björtustu vonum en uppselt var á fyrstu þrjár sýningarnar. Síðustu þrjár sýningarnar verða á fimmtudag (í dag), föstudag og á

sunnudag. Það er því um að gera að tryggja sér miða í tíma. Hægt er að panta miða milli kl. 17:00 og 19:00 alla daga í síma 844-1493. Miðaverðið er 2.500- kr. og eingöngu er tekið við peningum.

Hér eru nokkur ummæli áhorfenda sem birst hafa á Fésbókinni. „Fór á frumsýninguna á Grease í gær með Jenný Víborg og Sunneva Dröfn. Þvílík snilld! Ég var alveg búin að gera ráð fyrir góðri skemmtun - en ég verð að viðurkenna að gæðin komu mér skemmtilega á óvart. Ætti ekkert að gera það enda valinn maður í hverju rúmi. Stefán Sturla leikstjóri er greinilega fagmaður fram í fingurgóma og manni fannst allir vera með allt á tæru. Leikararnir algjörlega í karakter (og í réttum

karakter), leikmynd, ljós og hljóð mjög flott. Í ofnálag sungu svo krakkarnir eins og snillingar. Flottar raddanir og allt saman. Svo var aðeins búið að staðfæra og það kom sérlega skemmtilega út. Takk kærlega fyrir frábæra skemmtun. Þrefalt húrra fyrir aðstandendum þessarar frábæru sýningar!“

sem Leikhópur Fas og Leikfélag Hornafjarðar settu upp í samstarfi við Tónskólann og Stefán Sturla leikstýrði. Nonni boy alveg í skýjunum með sýninguna enda glæsileg í alla staði! :D“ Lovísa Ósk Jónsdóttir

„Skellti mér í góðum félagsskap á frumsýningu á Grease hjá Inga Rún Guðjónsdóttir Leikfélaginu/FAS. Frábær skemmtun og gaman að sjá metnaðinn sem „Við vorum að koma heim af krakkarnir og aðstandendur hafa frumsýningu Grease hérna á Höfn

Kaffisala

Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar fer fram í húsi félagsins á sumardaginn fyrsta frá kl. 15:00 – 18:00. Kaffið kostar kr. 1.500 fyrir 12.ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 6-12 ára. Hlökkum til að sjá ykkur

Gleðilegt sumar

fyrir sýningunni. Mæli með því að allir fari.“ Halldór Halldórsson „Frábær sýning - flottir krakkar - það má enginn missa af þessu ;-)“ Hjördís Skírnisdóttir „Var að koma af frábærri leiksýningu sem er Grease. Hver einn og einasti leikari var algerlega snillingur. Þakka mikið vel fyrir skemmtunina.“ Guðný Svavarsdóttir

Næsta blað kemur út miðvikudaginn 24. apríl Efni og auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 22. apríl


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.