Eystrahorn 16. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn 16. tbl. 29. árgangur

Gleðilega páska

Miðvikudagur 20. apríl 2011

www.eystrahorn.is

Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu

Börnin voru stillt en fjörug í safnaðarheimilinu sl. fimmtudag á “foreldramorgni”. Á síðasta ári fæddust 21 barn hér en í ár hafa fæðst 9 börn og vitað er um 13 á leiðinni svo útlitið er bara gott. Mynd: Trausti Sævarsson í starfskynningu.

Skemmtileg samtalsbók

Kiwanisklúbburinn Ós verður með árlegt páskaeggjabingó í Nýheimum á sumardaginn fyrsta kl. 14:00. Spjaldið kostar 1.000,- kr. Meðal vinninga er Freyjupáskaegg númer 40 sem piltarnir á myndinni voru að skoða og fengu að halda á í Nettó.

Nýútkomin bók, Á afskekktum stað, er byggð á samtölum Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings við sex Austur-Skaftfellinga. Bókinni er ætlað að gefa lesendum tilfinningu fyrir sögu og þróun mannlífs í Austur-Skaftafellssýslu frá því á árunum milli stríða fram til dagsins í dag. Viðmælendur höfundar eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörg Zophoníasdóttir á Hala í Suðursveit, Þorvaldur Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgarnir Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum. Á afskekktum stað er því eins konar ferðalag í

tíma og rúmi. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út. Klukkan 14:00 á skírdag munu Hólar og höfundur, í samstarfi við Menningarmiðstöð Hornafjarðar, fagna útgáfu bókarinnar í Pakkhúsinu. Allir eru velkomnir. Bókin verður til sölu í Nettó á Höfn og hjá bóksölum víða um land. Áhugasömum er bent á að Nettó á Höfn tekur við bókaávísuninni sem dreift hefur verið á öll heimili landsins og gildir sem 1.000 króna innborgun á bókina. Þá verður einnig hægt að kaupa bókina á útgáfuhófinu og nýta bókaávísunina þar. Fullt verð bókarinnar er kr. 3.500,- en lækkar í kr. 2.500,- ef bókaávísunin er notuð til kaupa á henni.


2

Miðvikudagur 20. apríl 2011

Vortónleikar Jökuls

Eystrahorn

Helgihald í Bjarnanesprestakalli í dymbilviku og á páskum Hafnarkirkja

Vortónleikar Karlakórsins Jökuls verða haldnir fimmtudaginn 28. apríl kl. 20 í Hafnarkirkju, á efnisskránni eru þekkt karlakóra lög ásamt þekktum dægurlaga perlum. Karlakórsmenn hafa staðið í ströngu í vetur við æfingar og hafa komið víða við í söng, má þar nefna Kötlumót, jólatónleika, gömludansaball

og söng í afmælum. Á vortónleikunum mun kórinn verða með einsöngvara sem heitir József Gabrieli Kiss, hann er tónlistarkennari á Djúpavogi en kemur frá Ungverjalandi. Sem fyrr er Jóhann Morávek stjórnandi og við píanóið er Guðlaug Hestnes.

Kaffisala

• Miðvikudagur 20.apríl Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 • Skírdagur Messa kl. 20:00 • Föstudagurinn langi Guðsþjónusta kl. 14:00 •

Aðfangadagur páska Laugardaginn 23. apríl Messa kl. 11:00 – ferming Messa kl. 14:00 – ferming

Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar verður í slysavarnahúsinu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl nk. (skírdag) kl. 15:00 - 18:00

• Páskadagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 9:00

Verð : Fullorðnir........... 1500 kr. Börn....................500kr.

Bjarnaneskirkja • Páskadagur Hátíðarmessa kl. 14:00 – ferming

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Kaffinefndin

Stafafellskirkja

Afmæli Í tilefni 90 ára afmælis míns í vor, hef ég ákveðið að bjóða sveitungum, vinum og vandamönnum að gleðjast með mér á þessum tímamótum í Fjósinu í Hólmi föstudaginn 22. apríl frá kl 13:00 og fram á kvöld.

Guðjón Arason, Hólmi

Frekari upplýsingar fást í síma 470-8004.

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir stuðningsfjölskyldu.

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&&

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. Ritstjóri og fasteignasali ábyrgðarmaður:. Eymundsson s.. Albert 580 7902

Stuðningsfjölskylda

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

• Annar í páskum Hátíðarmessa kl. 14:00 – ferming

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

NÝTT Á SKRÁ

svalbarð, neðri hæð

Rúmgóð 102,8 m² 4ra herbergja íbúð á neðri sérhæð í tvíbýlishúsi auk 50% eignarhluta í bílskúr, samtals 120,4 m². Sér inngangur, sér hiti og rafmagn. Þessa eign er vert að skoða.

HVANNABRAUT

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Vel skipulagt 147,6 m² einbýlishús, timbur. Húsið var mikið endurnýjað árið 2006 og endurskipulagt, m.a. eldhús og bað endurnýjað og margt fleira. Umhverfi snyrtilegt, ræktuð lóð, góð verönd, stígar hellulagðir og malbikaðir. Sjón er sögu ríkari.

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

HLÍÐARTÚN

Vandað og vel byggt 245,9 m² einbýlishús sem skiptist í 151,3 m² íbúð, 44,4 m² millibyggingu þar er nú 2ja herberja íbúð og tvöfaldur 50,2 m² bílskúr. Eignin hefur þónokkuð verið endurnýjuð m.a. bað, gólfefni o.fl. Frábær staðsetning, innst í botngötu.


Eystrahorn

Miðvikudagur 20. apríl 2011

Deiliskipulag Stækkun á núverandi kirkjugarði

3

Leikhópur FAS Krimminn eftir Michael Green

Boðað er til kynningarfundar um fyrirhugaða stækkun á núverandi kirkjugarðsstæði á Höfn. Kynnt verður lýsing á skipulagsverkefninu ásamt drögum að greinargerð og deiliskipulagsuppdrætti. Fundurinn verður haldinn í Hafnarkirkju fimmtudaginn 28. apríl n.k. kl 17:00 og reiknað er með að kynningin ásamt umræðum standi til 18:00. Framkvæmda- og fjármálasvið stendur að kynningunni sem er hluti af deiliskipulagsferlinu. Lýsinguna má sjá á vef sveitarfélagsins Hornafjarðar á vefslóðinni: http://www2. hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/ skipulag/ikynningu/

Vatnar þig fermingargjöf? Ný sending af vörum George jensen páskaegg ATH - lokað laugardaginn 23. apríl

Gleðilega páska

Húsgagnaval

Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga

Er komin með fullt af fallegum sumarfatnaði á börn Er einnig með fatnað á dömur í stærðum 48 - 54

Það er von mín að Leikhópur FAS sé kominn til að vera. Það er vegna þess að það afl sem býr í framhaldsskólaleikhópum er gífurlegt. Það sýndi sig þegar hann sýndi verkið Krimman í Mánagarði. Frumsýning var 8. apríl og síðan fylgdu fjórar sýningar sem fengu góða aðsókn. Undirritaður renndi inn í Mánagarð fimmtudaginn 14. apríl. Það er alltaf skemmtilegt að fara leiksýningu en alltaf sérstök eftirvænting þegar leikhópar sem tengdir eru framhaldsskólum sýna. Þeir eru þekktir fyrir að fara sínar eigin leiðir í uppsetningum og reyna eitthvað nýtt í hverju verki. Fram kemur í leikskrá að Krimminn er fáránleikur sem fjallar um misheppnaðan leikhóp sem er að setja upp „klassískt“ sakamálaleikrit í enskum stíl. Höfundurinn Michael Green hefur samið nokkur leikverk og eru flest þeirra einþáttungar. Það var vinaleg stemming í Mánagarði þegar þangað var komið. Setið var við borð á sýningunni og gátu áhorfendur keypt sér kaffi og fylgdu kleinur með. Þetta skapar öðruvísi stemmingu í leikhúsinu. Sýningin hefst á myndbandi sem er gert eins og heimildarmynd um æfingar leikhópsins á verkinu. Þetta kom alveg ótrúlega vel út og var skemmtilegur aðdragandi að sýningunni. Vinnsla myndbandsins var skemmtileg og saknaði ég þess í leikskrá að hafa ekki upplýsingar um þá vinnslu. Eins og fram hefur komið fjallar sýningin um misheppnaðan leikhóp sem er að setja upp „klassískt“ sakamálaleikrit í enskum stíl. Og það tókst alveg að koma því yfir til áhorfenda að um slíkan leikhóp væri að ræða. Túlkun Pálma Geirs og Þórhildar Ránar á hefðarhjónunum var afar skemmtileg. Þórhildur fór vel með túlkun sína á ofurleikkonunni og Pálmi steig ekki

feilspor í herramanninum. Samleikur góður og trúverðugur. Húbert í túlkun Sveinbjargar var magnaður. Ég hafði mikla samúð með Húbert og fann nánast til með honum í öllum hans átökum við eigin vanmátt í textafærni. Jóhannes Óðinsson var ótrúlega sannfærandi í hlutverki Mæjorins. Það þarf mikla einbeitingu til að sitja nánast hreyfingarlaus stóran hluta sýningarinnar en detta aldrei úr karakter. Sjálfum sér samkvæmur allan tímann. Sem lögregluforingi fór Róslín alveg á kostum. Það mæðir mikið á henni enda stýrir hún ferlinu frá upphafi til enda. Túlkun hennar á þessum yfirmáta breska lögregluforingja var kostuleg og allir taktar og klisjur komu fram. Flott Róslín! James í túlkun Vals var ótrúlegar kómískur persónuleiki. Hlutverkið reynir á margar stíltegundir leiks og var Valur ekki í neinum vandræðum með það. Aron í hlutverki prestsins, Gerður í hlutverki eldabuskunnar og Amna í hlutverki hvíslarans fóru afar vel með sín hlutverk og skiluðu þeim hlutum sem leikritið krafðist. Leikstjórn Sólveigar sigldi þessu verki rétta leið. Það er enginn vandi að ofleika í slíkum verkum en Sólveigu hefur tekist að fylgja hinni mjóu línu milli vandaðs leiks og ofleiks hjá leikurum sínum. Til hamingju Sólveig. Leikmynd, hljóðmynd og lýsing voru góð og í heild afar góð og skemmtileg sýning sem undirritaður sá þetta fimmtudagskvöld í Mánagarði. Það er alltaf gaman að sjá leikara, sem maður hefur unnið með í gegnum Lopa í mörgum verkum, stíga þarna fram með slíkum ágætum. Haldið áfram leikarar og aðstandendur Leikhóps FAS! Magnús J. Magnússon

Ágætu sýslubúar Ég mun hefja störf aftur þann 22. apríl nk. eftir fæðingarorlof. Athugið að fastir símatímar verða alla virka daga frá kl 9: 00 til 10:30 í síma 690-6159.

Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Dr. med vet Janine Arens héraðsdýralæknir A-Skaft Hólabraut 13


4

Miðvikudagur 20. apríl 2011

Frásagnir úr Austur-Skaftafellssýslu Bráðskemmtileg bók sem byggir á viðtölum Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings við sex Austur-Skaftfellinga: hjónin Álfheiði Magnúsdóttur og Gísla Arason, feðgana Sigurð Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson, Þorvald Þorgeirsson og Ingibjörgu Zophoníasdóttur. Sannkallað ferðalag í tíma og rúmi. Nýtið ykkur bókaávísunina í Nettó, hún gildir til 2. maí nk. og veitir 1.000 króna afslátt af bókinni.

Bókaútgáfan Hólar holabok.is • holar@holabok.is

Laus staða við leikskólann Lönguhóla Hornafirði Leikskólinn auglýsir eftir leikskólakennara, þroskaþjálfara eða öðrum með sambærilega menntun í starf eftir hádegi 13:00 - 17:00. Ef ekki fæst uppeldismenntaður starfsmaður í starfið verður ráðinn starfsmaður í stöðu ófaglærðs. Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæður, samviskusamur og hafa gaman og ánægju af að vinna með börnum. Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Þarf að geta hafið störf 1. til 15. maí 2011

Páskabíó

Páskadag kl.15:00. Heppinn gestur hreppir páskaegg í hléi. Fylgist með sjoppu- og götuauglýsingum um hvaða mynd verður fyrir valinu.

Eystrahorn

heimasíðu skólans má finna á www.leikskolinn.is/ longuholar Knattspyrnudeild

Jökulsárlón ehf. óskar eftir að ráða skipstjóra á hjólabát í sumarstarf Viðkomandi þarf að hafa skipstjórnarréttindi og auk þess að hafa lokið námskeiði hjá slysavarnaskóla sjómanna. Kostur er ef viðkomandi hefur lokið námskeiði í hóp– og neyðarstjórnun Upplýsingar gefur Ágúst Elvarsson í tölvupósti agust@jokulsarlon.is eða í síma 868-4797 eftir kl 19:00 Umsóknir og ferilskrár berist á sama Netfang

Íbúð til sölu Til sölu 80 fm íbúð að Víkurbraut 30 (Ekru) Tilboð óskast fyrir 4. maí Upplýsingar í síma 478 1329 eða 864 4794

Sundlaug Hafnar Opnunartími um páskana Skírdagur.................. opið kl. 10:00 – 17:00 Föstudagurinn langi...... LOKAÐ Laugardagur.............. opið kl. 10:00 – 17:00 Páskadagur................ LOKAÐ Annar í páskum .......... opið kl.10:00 – 17:00

Nánari upplýsingar hjá Margréti Ingólfsdóttur leikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið margreti@hornafjordur.is Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra fyrir 29.apríl 2011.


Eystrahorn

Miðvikudagur 20. apríl 2011

5

„Búum vel að starfsfólki til sjós og lands“ „Ég get í raun haft sama inngang á skýrslu stjórnar og ég hafði á síðasta aðalfundi þar sem óvissan í málefnum sjávarútvegsins hefur síst minnkað. Greinin sem slík er þó fullfær um að taka sjálf kúrsinn og stýra sínum málum í höfn.“ sagði Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess í upphafi skýrslu sinnar á aðalfundi félagsins 13. apríl sl. og um innri málefni félagsins sagði hann m.a.:

í erlendum myntum; gengisþróun næstu mánaða ræður þar mikil um. Vonandi verður hægt að greina frá niðurstöðum þessara athugana á næsta aðalfundi.“ Fiskistofnar og sölumál

Ný fyrirtæki „Á miðju síðasta ári yfirtók SkinneyÞinganes allan rekstur Ísfells á staðnum og keypti af þeim vélar og tæki ásamt lager. Í framhaldi af því var öll vinna við veiðarfæri færð á sama stað, þannig að nú rekur félagið öfluga veiðarfæragerð við Ófeigstanga 17. Í byrjun september í fyrra komu í heimsókn aðilar frá fyrirtækinu Ajtel í Póllandi og lýstu yfir áhuga á að koma hér upp, í samstarfi við SkinneyÞinganes, niðursuðuverksmiðju fyrir þorskalifur. Ákveðið var að slá til og var stofnað félagið Ajtel Iceland ehf. í sameign þessara aðila. Hófst starfsemin í verksmiðjunni í byrjun janúar. Það tók ótrúlega skamman tíma frá því að ákvörðun var tekin, þar til starfsemin var komin í gang og hefur hún gengið snurðulítið síðan. Þegar frammí sækir mun þessi starfsemi styrkja atvinnustigið á Hornafirði og auka fjölbreytni á vinnumarkaði.“ Áhrif af gjaldþroti bankanna „Við gengisfellinguna, sem varð í kjölfar gjaldþrots bankanna, varð félagið fyrir miklu höggi eins og allir aðrir í landinu. Umreikningur á langtímaskuldum félagsins, sem flestar eru í erlendri mynt, yfir í íslenskar krónur hafði mikil áhrif á bæði efnahags- og rekstrarreikning félagsins, þótt dagleg starfsemi þess hefði ekki mikið breyst. Móðurfélagið stóð hins vegar mjög vel fyrir og var ekki með

Mynd: Hlynur Pálmason framvirka gjaldeyrissamninga nema í litlum mæli og þá einungis til að verja daglegan rekstur félagsins. Dótturfélagið Nóna ehf., sem er nýleg fjárfesting, lenti hins vegar í meiri hremmingum. Gengið var skipulega í að semja við bankana um

vegna gengisfellingarinnar hafi jafnvel fengið hagstæðari samninga síðar þannig að Nóna hafi í raun verið látin gjalda þess að vera fyrst og að vilja gera hreint fyrir sínum dyrum. Eins og alkunna er af fréttum eru nú nokkur dómsmál í gangi sem

Upplýsingar úr ársskýrslu Hluthafar eru 148. Meðalfjöldi starfa var 232 og 466 einstaklingar voru á launaskrá. Fyrirtækið gerir út tvö uppsjávarskip og fimm báta auk tveggja línubáta (Nóna) og hefur yfir um 13.000 tonna þorsígildiskvóta að ráða.

Lykiltölur úr ársreikningi 2010 Rekstrartekjur samstæðunnar..........................................8,2 milljarður kr. Hagnaður............................................................................1,6 milljarður kr. Eignir.................................................................................21,1 milljarður kr. Eigið fé................................................................................4,1 milljarður kr. Eignarfjárhlutfall...................................................................................19,3% málefni Nónu ehf. og er því verki nú að fullu lokið. Það var að frumkvæði okkar en ekki bankanna að ganga til samninga um endurreikning á skuldum Nónu og var Nóna fyrsta félagið til að ganga frá slíkum samningum við bankana. Fyrir vikið varð Nóna fyrir mjög svo ómaklegri opinberri gagnrýni; ómaklegri segi ég þar sem ekki verður betur séð en að þeir sem voru í svipaðri stöðu

varða lögmæti lána í erlendum gjaldeyri. Þegar nægilega margir stefnumarkandi dómar hafa gengið um þessi mál verður lánasafn félagsins endurskoðað með tilliti til þess hvort félagið eigi rétt á leiðréttingum á einhverjum lánum, en því fer fjarri að öll erlend lán hafi verið ólögmæt samkvæmt vaxtalögum. Það getur líka hugsast að það sé félaginu hagkvæmara að láta lánin halda sér

„Hvað varðar ástand fiskistofna, þá hafa verið frekar góðar fréttir af þeim vettvangi, nema hvað varðar ýsuna. Líkur eru á að úthlutað verði upphafskvóta í loðnu innan tíðar, sem er breyting frá fyrri árum. Þorskvísitalan hefur hækkað skv. nýjustu mælingum; árgangar 2008 og 2009 lofa góðu en 2010 árgangurinn þó talinn slakur. Sölumál félagsins hafa verið í góðu horfi og birgðastaða um áramót var lítil. Lítið hefur verið um stærri fjárfestingar hjá félaginu og ekki hægt að gera neinar áætlanir um þær fyrr en þokunni léttir og þá því aðeins að það sjái til sólar.“ Kjarasamningar „Kjarasamningar sjómanna eru lausir og hafa samningar ekkert farið af stað, enda lífsnauðsyn að útgerðin viti í hvaða umhverfi hún á að starfa áður en gengið verður til samninga. Samningar við landverkafólk voru á góðu skriði, en áhrif þess að “Icesafe” samningar voru felldir nú um helgina eiga eftir að koma fram. Líkur eru á að gerðir verði skammtímasamningar en ekki þriggja ára samningur, eins og var á teikniborðinu. Er það mjög miður fyrir báða aðila ef ekki verður hægt að gera langtíma kjarasamning eins og til stóð.“ Frábært starfsfólk „Ég tel að við rekum hér gott fyrirtæki, búum vel að starfsfólki okkar til sjós og lands og að við sinnum samfélagsþáttum vel. Það er ekki síst að þakka frábæru starfsfólki og góðum stjórnendum sem ég vil færa öllum kveðjur og þakkir stjórnarinnar fyrir vel unnin störf.“ sagði Aðalsteinn að lokum.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja Hornafjarðar Auglýst er eftir forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar. Íþróttamiðstöð Hornafjarðar samanstendur af sundlaug Hafnar, íþróttahúsum á Höfn og í Nesjum og íþróttavöllum í sveitarfélaginu. Viðamikil og fjölbreytt starfsemi fer fram í íþróttamiðstöðinni. Helstu verkefni eru: • Veitir íþróttamiðstöð Hornafjarðar forstöðu • Heldur utan um rekstur og mannahald • Gengur vaktir í sundlaug Hafnar • Umsjón með gerð stefnu í æskulýðs- og íþróttamálum • Situr fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar sé þess óskað • Samskipti við íþróttafélög • Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.

Forstöðumaður skal sýna lipurð í mannlegum samskiptum og vera þjónustulundaður. Hann þarf að búa yfir ákveðinni festu og hafa góða skipulagshæfileika. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða yfirsýn yfir starfsemi Sveitarfélagsins Hornafjarðar og geti sýnt frumkvæði um þróun og eflingu æskulýðs- og tómstundamála. Megináhersla er lögð á vandvirkni og nákvæmni í öllum störfum. Gerð er krafa um tölvukunnáttu. Æskilegt er að viðkomandi afli sér sundlaugarvarðarréttinda. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar veitir Stefán Ólafsson í síma 470-8002 og á netfangið stefan@hornafjordur.is. Umsóknarfrestur er til 2. maí og skal stíla umsóknir á Stefán Ólafsson framkvæmdastjóra fræðslu- og félagssviðs, Hafnarbraut 27, 780 Höfn.


markhonnun.is

Gleðilega páskahátíð!

FERSKUR LAMBAHRYGGUR KRYDDAÐUR

1.698

1.199

áður 1.998 kr/kg

áður 1.501 kr/kg

kr/kg

kr/kg

FERSKT LAMBALÆRI ÞURRKRYDDAÐ

GLEÐILEGA PÁSKAHÁTÍÐ! LAMBAINNRALÆRI FERSKT

36%

LAMBALÆRI FROSIÐ

KALKÚNABRINGUR GRILLPOKI

45%

afsláttur

2.188

999

kr/kg áður 3.398 kr/kg

NAUTARIB-EYE FERSKT

998

kr/kg áður 1.098 kr/kg

45%

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

afsláttur

kr/kg áður 1.798 kr/kg

ÍS – ÓDÝRT FYRIR HEIMILIÐ JARÐAB./VANILLU/SÚKKULAÐI

30%

afsláttur

24%

afsláttur

2.419

kr/kg áður 4.398 kr/kg

298

kr/stk. áður 389 kr/stk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

BE RJ AD AG AR Í

NE T

afsláttur

189kr/pk.

50%

afsláttur

JARAÐARBER 250 G

áður 377 kr/pk.

Tilboðin gilda 19. - 25. apríl eða meðan birgðir endast


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.