Eystrahorn 16. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn 16. tbl. 29. árgangur

Gleðilega páska

Miðvikudagur 20. apríl 2011

www.eystrahorn.is

Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu

Börnin voru stillt en fjörug í safnaðarheimilinu sl. fimmtudag á “foreldramorgni”. Á síðasta ári fæddust 21 barn hér en í ár hafa fæðst 9 börn og vitað er um 13 á leiðinni svo útlitið er bara gott. Mynd: Trausti Sævarsson í starfskynningu.

Skemmtileg samtalsbók

Kiwanisklúbburinn Ós verður með árlegt páskaeggjabingó í Nýheimum á sumardaginn fyrsta kl. 14:00. Spjaldið kostar 1.000,- kr. Meðal vinninga er Freyjupáskaegg númer 40 sem piltarnir á myndinni voru að skoða og fengu að halda á í Nettó.

Nýútkomin bók, Á afskekktum stað, er byggð á samtölum Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings við sex Austur-Skaftfellinga. Bókinni er ætlað að gefa lesendum tilfinningu fyrir sögu og þróun mannlífs í Austur-Skaftafellssýslu frá því á árunum milli stríða fram til dagsins í dag. Viðmælendur höfundar eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörg Zophoníasdóttir á Hala í Suðursveit, Þorvaldur Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgarnir Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum. Á afskekktum stað er því eins konar ferðalag í

tíma og rúmi. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út. Klukkan 14:00 á skírdag munu Hólar og höfundur, í samstarfi við Menningarmiðstöð Hornafjarðar, fagna útgáfu bókarinnar í Pakkhúsinu. Allir eru velkomnir. Bókin verður til sölu í Nettó á Höfn og hjá bóksölum víða um land. Áhugasömum er bent á að Nettó á Höfn tekur við bókaávísuninni sem dreift hefur verið á öll heimili landsins og gildir sem 1.000 króna innborgun á bókina. Þá verður einnig hægt að kaupa bókina á útgáfuhófinu og nýta bókaávísunina þar. Fullt verð bókarinnar er kr. 3.500,- en lækkar í kr. 2.500,- ef bókaávísunin er notuð til kaupa á henni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 16. tbl. 2011 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu