Eystrahorn 16. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 18. apríl 2012

16. tbl. 30. árgangur

Hreindýr, girðingar og beitarþol Á ný eru fréttir sagðar af meintu bágu ástandi girðinga á Mýrum í Hornafirði og afleiðingum þess fyrir velferð hreindýra. Síðastliðið haust gaf bæjarráð Hornafjarðar út almenna áskorun til jarðareiganda í Hornafirði um að gæta að girðingum þannig að velferð hreindýra stafaði ekki ógn af. Þá tilkynningu er hægt að sjá á RíkiVatnajökuls.is (http:// www.rikivatnajokuls.is/frettir/ nr/8911). Girðingar eru almennt í góðu lagi og þar á meðal á Flatey á Mýrum. Sveitarfélaginu barst nýverið áskorun frá bændum á Mýrum að framkvæma rannsókn á beitarþoli svæða þar sem hreindýr halda sig. Niðurstöður slíkrar rannsóknar geta í framhaldinu myndað grunn að veiðistjórnun á svæðinu. Bændur hafa komið að máli við bæjarstjóra á undanförnum vikum og mánuðum og lýst yfir áhyggjum af vaxandi ágangi hreindýra á afgirt lönd sín og

Ljósmynd: Þorri

auknum fjölda þeirra. Þá hafa fundist nokkur dýr sem fallið hafa úr hor sem rennir stoðum undir að beitarþolsrannsókn sé mikilvæg. Um efnisatriði ákæru sem sveitarfélaginu barst frá fréttamanni Stöðvar 2 er ekkert hægt að segja á þessu stigi annað

en hún fer nú til skoðunar hjá lögfræðingi sveitarfélagsins og í framhaldi fundinn réttur farvegur. Á það skal hins vegar bent að fréttir eru sagðar af málinu áður en sveitarfélaginu barst ákæran eftir réttum leiðum. Þá vakna upp spurningar hvort reka eigi málið í gegnum fjölmiðla eða

dómstóla. Samhliða því að finna efni kærunni eðlilegan farveg mun sveitarfélagið beita sér af fullum krafti að ofangreindi beitarþolsrannsókn þannig að bændur í Hornafirði verði ekki hlunnfarnir meira en orðið er af völdum hreindýra.

Nýliðarnir verða fyrstir gjaldþrota „Ég trúi því einfaldlega ekki að frumvörpin verði samþykkt óbreytt, þá er alveg klárt að margar smærri útgerðir fara rakleitt á hausinn. Það gengur ekki að mjólka greinina alveg, það verður að vera hægt að endurnýja tæki og tól með eðlilegum hætti. Þessar hugmyndir um að stórhækka veiðigjaldið upp úr öllu valdi gera það að verkum að dæmið gengur ekki upp hjá flestum,“ segir Unnsteinn Þráinsson á Hornafirði um frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. „Sanngjarnt gjald er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt, um það er ekki deilt.“

Unnsteinn gerir út línu- og handfærabátinn Sigga Bessa SF 97. Veiðiréttur útgerðarinnar er um 110 þorskígildistonn. „Þeir sem hafa fjárfest í kvóta og skipum eru flestir mjög skuldugir. Sérfræðingar sem hafa tjáð sig um þessi mál virðast sammála um að minni útgerðirnar verði fyrir mestum skaða. Sumir sem

ég hef talað við um þetta segja lítið annað að gera en að taka negluna úr og hoppa í land.“

það stoðar lítt að færa heimildir frá einu svæði til annars eins og manni sýnist vera lagt til.“

Óhagræði

Mál málanna

„Í fyrra leigði ég frá mér ýsukvóta og fékk í staðinn kvóta í þorski. Þetta var gert vegna þess að ýsa veiddist ekki á nálægum miðum, aftur á móti var ágætis þorskveiði. Slík viðskipti skapa mikið hagræði, en í frumvarpinu verður erfitt að skiptast á veiðirétti, nema með verulegum kostnaði og óhagræði. Ég er lítt hrifinn af pólitískum úthlutunum, þær eru og verða alltaf umdeildar. Flotinn ræður auðveldlega við að nýta auðlindina af skynsemi,

„Já já, þetta er aðalmálið þessa dagana hjá okkur smábátaeigendum. Flestir tala um rothögg, verði þessi frumvörp að lögum. Mér finnst skrýtið að stjórnálamenn tali um að gera eigi nýliðun í greininni auðveldari. Nýliðarnir eru almennt skuldugir eftir að hafa fjárfest í skipum og kvóta. Þessi frumvörp gera það að verkum að núverandi nýliðar verða fyrstir gjaldþrota,“ segir Unnsteinn Þráinsson.

19. - 22. apríl 2012


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.