Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 18. apríl 2012
16. tbl. 30. árgangur
Hreindýr, girðingar og beitarþol Á ný eru fréttir sagðar af meintu bágu ástandi girðinga á Mýrum í Hornafirði og afleiðingum þess fyrir velferð hreindýra. Síðastliðið haust gaf bæjarráð Hornafjarðar út almenna áskorun til jarðareiganda í Hornafirði um að gæta að girðingum þannig að velferð hreindýra stafaði ekki ógn af. Þá tilkynningu er hægt að sjá á RíkiVatnajökuls.is (http:// www.rikivatnajokuls.is/frettir/ nr/8911). Girðingar eru almennt í góðu lagi og þar á meðal á Flatey á Mýrum. Sveitarfélaginu barst nýverið áskorun frá bændum á Mýrum að framkvæma rannsókn á beitarþoli svæða þar sem hreindýr halda sig. Niðurstöður slíkrar rannsóknar geta í framhaldinu myndað grunn að veiðistjórnun á svæðinu. Bændur hafa komið að máli við bæjarstjóra á undanförnum vikum og mánuðum og lýst yfir áhyggjum af vaxandi ágangi hreindýra á afgirt lönd sín og
Ljósmynd: Þorri
auknum fjölda þeirra. Þá hafa fundist nokkur dýr sem fallið hafa úr hor sem rennir stoðum undir að beitarþolsrannsókn sé mikilvæg. Um efnisatriði ákæru sem sveitarfélaginu barst frá fréttamanni Stöðvar 2 er ekkert hægt að segja á þessu stigi annað
en hún fer nú til skoðunar hjá lögfræðingi sveitarfélagsins og í framhaldi fundinn réttur farvegur. Á það skal hins vegar bent að fréttir eru sagðar af málinu áður en sveitarfélaginu barst ákæran eftir réttum leiðum. Þá vakna upp spurningar hvort reka eigi málið í gegnum fjölmiðla eða
dómstóla. Samhliða því að finna efni kærunni eðlilegan farveg mun sveitarfélagið beita sér af fullum krafti að ofangreindi beitarþolsrannsókn þannig að bændur í Hornafirði verði ekki hlunnfarnir meira en orðið er af völdum hreindýra.
Nýliðarnir verða fyrstir gjaldþrota „Ég trúi því einfaldlega ekki að frumvörpin verði samþykkt óbreytt, þá er alveg klárt að margar smærri útgerðir fara rakleitt á hausinn. Það gengur ekki að mjólka greinina alveg, það verður að vera hægt að endurnýja tæki og tól með eðlilegum hætti. Þessar hugmyndir um að stórhækka veiðigjaldið upp úr öllu valdi gera það að verkum að dæmið gengur ekki upp hjá flestum,“ segir Unnsteinn Þráinsson á Hornafirði um frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. „Sanngjarnt gjald er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt, um það er ekki deilt.“
Unnsteinn gerir út línu- og handfærabátinn Sigga Bessa SF 97. Veiðiréttur útgerðarinnar er um 110 þorskígildistonn. „Þeir sem hafa fjárfest í kvóta og skipum eru flestir mjög skuldugir. Sérfræðingar sem hafa tjáð sig um þessi mál virðast sammála um að minni útgerðirnar verði fyrir mestum skaða. Sumir sem
ég hef talað við um þetta segja lítið annað að gera en að taka negluna úr og hoppa í land.“
það stoðar lítt að færa heimildir frá einu svæði til annars eins og manni sýnist vera lagt til.“
Óhagræði
Mál málanna
„Í fyrra leigði ég frá mér ýsukvóta og fékk í staðinn kvóta í þorski. Þetta var gert vegna þess að ýsa veiddist ekki á nálægum miðum, aftur á móti var ágætis þorskveiði. Slík viðskipti skapa mikið hagræði, en í frumvarpinu verður erfitt að skiptast á veiðirétti, nema með verulegum kostnaði og óhagræði. Ég er lítt hrifinn af pólitískum úthlutunum, þær eru og verða alltaf umdeildar. Flotinn ræður auðveldlega við að nýta auðlindina af skynsemi,
„Já já, þetta er aðalmálið þessa dagana hjá okkur smábátaeigendum. Flestir tala um rothögg, verði þessi frumvörp að lögum. Mér finnst skrýtið að stjórnálamenn tali um að gera eigi nýliðun í greininni auðveldari. Nýliðarnir eru almennt skuldugir eftir að hafa fjárfest í skipum og kvóta. Þessi frumvörp gera það að verkum að núverandi nýliðar verða fyrstir gjaldþrota,“ segir Unnsteinn Þráinsson.
19. - 22. apríl 2012
www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 18. apríl 2012
Fimleikar
Eystrahorn
Knatthús
Laugardaginn 17. mars fór hópur krakka frá fimleikadeild Sindra að keppa í fimleikum á Egilsstöðum. Þetta var æfingamót í hópfimleikum, en þá er keppt í liðum. Alls tóku 13 lið þátt í mótinu, 5 frá Sindra og 8 frá Hetti. Margir voru að stíga sín fyrstu skref í keppni á þessu móti. Yngstu keppendurnir voru krakkar í 2. bekk, en þeir voru svokallaðir gestakeppendur. Á Íslandsmótum mátt þú ekki keppa fyrr en þú ert á níunda ári. Það stóðu sig allir alveg frábærlega. Ekki voru veitt verðlaun fyrir þau lið sem kepptu sem gestir og í 5. flokki (9-12 ára) en það fengu allir medalíu sem viðurkenningu fyrir þátttöku. Einungis þrjú lið tóku þátt í 4. flokki (12-14 ára). Stelpurnar okkar lentu í 2. sæti á dýnu og í 3. á trampólíni. Eftir keppnina voru æfingabúðir sem stóðu yfir í um tvo tíma, þar fengu krakkarnir að æfa sig og prufa áhöld sem ekki eru til hér hjá okkur, en það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Að lokum var haldin pizzaveisla í íþróttahúsinu, vel heppnuð ferð í alla staði.
Hafnarkirkja
sunnudaginn 22. apríl Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00 Síðasti sunnudagaskóli vetrarins Sóknarprestur
Það hefur verið ánægjulegt að sjá aðstöðu fyrir íþróttafólk stórbatna á síðustu árum og þarf ekki að tíunda hér þær framkvæmdir. Það er sömuleiðis fagnaðarefni að sjá hvað umhverfi íþróttasvæðisins er orðið fallegra, frágengin bílastæði og gangstéttir og í framtíðinni mun sá gróður sem plantaður hefur verið nærri íþróttasvæðinu vonandi vaxa og veita meira skjól. Undanfarin ár hefur þrengst mjög um í íþróttahúsinu vegna fjölbreyttara íþróttastarfs. Knatthúsið verður því mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið og þá sérstaklega knattspyrnuna. Knattspyrnan fær núna aftur þak yfir höfuðið en önnur iðkun getur vel átt heima í nýja knatthúsinu. Ég veit að framkvæmdastjóri Sindra hefur verið að skoða ýmsa möguleika varðandi færanlegt gólf í húsið sem mætti setja upp tímabundið fyrir aðrar íþróttagreinar. Hvet ég til þess að þau mál verði skoðuð vandlega. Hornafjörður státar nú af íþróttaaðstöðu eins og hún gerist best. Ungmennaráð Hornafjarðar hefur fundað reglulega og ég er sammála áherslum þeirra um betri aðstöðu fyrir jaðaríþróttir og hvet til að taka ábendingar þeirra alvarlega. Þeir sem finna sig ekki í hefðbundnu tómstundastarfi þurfa líka aðstöðu þrátt fyrir að þeir hópar kunni að vera fámennari. Við vitum að aðstaðan
ein og sér leiðir ekki til öflugrar starfsemi, til þess þarf líka áhugasamt fólk og félagasamtök en áríðandi er að við séum sífellt vakandi gagnvart því að bæta aðstöðuna. Allar kannanir sýna að öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einhver virkasta forvörn sem völ er á. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að foreldrar hvetji börn sín og sýni þeim stuðning og áhuga í íþrótta- og tómstundastarfi.
Skotvöllur Skotfélag Hornafjarðar hefur í allmörg ár leitað að æfingasvæði í samvinnu við sveitarfélagið. Ekki er komin niðurstaða í málið en ég legg áherslu á að sveitarfélagið leiti allra leiða til að koma þessari aðstöðu upp. Það er m.a. orðið mikilvægara eftir að þeir sem fá úthlutað veiðileyfum á hreindýr verða að hafa hæfnispróf sem eingöngu er hægt að taka á viðurkenndum skotvöllum. Kristján Guðnason, bæjarfulltrúi
Í dag, miðvikudag, kl. 12:00
munu nemendur FAS halda kynningar á klúbbastarfi nemendafélagsins í Kaffiteríu Nýheima • Allir velkomnir
Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Munið kaffisölu Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Slysavarnafélagsins Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821 www.inni.is á sumardaginn fyrsta@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&&
FÉLAG FASTEIGNASALA
lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h
Eystrahorn Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908
LAUST STRAX ÖLL TILBOÐ SK OÐUÐ
hæðagarður
Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Vel skipulagt 134,7 m² íbúðarhús og 49 m² bílskúr, samtals 183,7 m² Mikið endurnýjað hús.
eINHOLTSLAND
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916
NÝTT Á SKRÁ
48 hektarar landspilda úr landi Einholts á Mýrum í Hornafirði í um 25 km fjarlægð frá Höfn.
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907
KIRKJUBRAUT
Rúmgott einbýlishús ásamt bílskúr og sólstofu alls 199,1 m². Aðkoma og innkeyrsla hússins er hellulögð og rúmgóð, mikið ræktuð lóð.
Eystrahorn
Miðvikudagur 18. apríl 2012
Vortónleikar Karlakórsins Jökuls
www.eystrahorn.is
Umsóknir um leikskólapláss Foreldrar þeirra barna, sem hefja munu leikskólagöngu frá og með næsta skólaári, eru hvattir til að sækja um leikskólavist fyrir sín börn eigi síðar en 4. maí næstkomandi. Einnig eru foreldrar, sem sótt hafa um leikskólavist fyrir sín börn, hvattir til að svara bréfi sem þeim mun berast á næstu dögum. Allar upplýsingar veitir undirritaður, sími 470-8002, netfang stefan@hornafjordur.is. Stefán Ólafsson framkvstj. fræðslu- og félagssviðs Hornafjarðar
Karlakórsmenn hjá styttu Jóns Sigurðssonar við þinghúsið í Manitóba.
Eins og undanfarin ár heldur Karlakórinn Jökull vortónleika sína í Hafnarkirkju á Sumardaginn fyrsta. Síðan mun kórinn halda í vorferð og að þessu sinni verður haldið til Vopnafjarðar 4. til 6. maí með viðkomu á Egilsstöðum. Kórinn mun syngja í Egilsstaðakirkju föstudaginn 4. maí kl. 20:00 og á Vopnafirði laugardaginn 5. maí kl. 20.30 í Miklagarði. Eftir tónleikana á Vopnafirði mun kórinn leika og syngja fyrir dansi. Á síðasta sumri, hélt kórinn í velheppnaða utanlandsferð og ferðaðist um og söng á Íslendingaslóðum í Kanada. Á næsta ári fagnar kórinn 40 ára afmæli sínu, en hann var stofnaður árið 1973. Það verður ýmislegt gert til að halda upp á þessi tímamót og nú þegar er hafinn undirbúningur.
Tónleikarnir í Hafnarkirkju eru Sumardaginn fyrsta kl. 20:00.
Skaftfellingar syngja
Leikfélag Hornafjarðar 50 ára í samstarfi við Leikhóp FAS sýnir sakamálaleikritið
Átta konur eftir Robert Thomas Leikstjóri Guðjón Sigvaldason Í þýðingu Sævars Sigurgeirssonar
Þegar sjö villtar konur eru samankomnar og sú áttunda bætist í hópinn getur allt gerst! Glæpsamlegur gamanleikur. Sýnt í Nýheimum • Húsið opnar kl. 20:00 Miðar seldir við innganginn • Miðaverð 2500.Miðapantanir í síma 898-6701 (Kristín) og 844-1493 (Svava) eftir kl 17:00 alla daga
Takmarkaður sætafjöldi
Söngfélag Skaftfellinga heimsækir Austur-Skaftafellssýslu um næstu helgi. Kórinn ætlar að syngja fyrir heimamenn auk þess að skoða sig um í sýslunni. Föstudaginn 20. apríl heldur kórinn tónleika í Hofgarði kl. 17.00. Laugardaginn 21. apríl syngur kórinn ásamt Samkór Hornafjarðar í Hafnarkirkju kl. 15.00. Kórfélagar telja á fjórða tug vaskra kvenna og karla og eiga flestir einhver tengsl við Skaftafellssýslur. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson sem hefur stýrt kórnum síðustu ár. Undirleikari er Helgi Már Hannesson. Á efnisskránni er fjölbreytt úrval innlendra og erlendra laga. Aðgangseyrir er kr. 1500.
Aðalfundur Hornfirska Skemmtifélagsins fer fram á Hótel Höfn mánudaginn 23. apríl kl. 20:00
Allir velkomnir
Frumsýning....................................... 20. 2. sýning.......................................... 22. 3. sýning.......................................... 24. 4. sýning.......................................... 26. 5. sýning.......................................... 27. 6. sýning.......................................... 28. 7. sýning.......................................... 29.
apríl apríl apríl apríl apríl apríl apríl
Atvinna Óskum eftir að ráða starfsmenn á vélaverkstæðið okkar. Um heilsársstörf er að ræða. Upplýsingar gefa: Sigurður Sigfinnsson verkstjóri vélaverkstæðis í síma 899-9947 eða á siggis@sth.is og Róbert Hafsteinsson tæknistjóri í síma 898-6090 eða á robert@sth.is
kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.
20:30 20:30 20:30 20:30 20:30 20:30 20:30
Átta konur! Leikfélag Hornafjarðar á um þessar mundir 50 ára afmæli. Leikfélagið í samvinnu við Leikhóp FAS ætlaði að setja upp meistarastykki Vilhjálms Shakespírs, Rómeó og Júlíu. Því miður þurfti frá því að hverfa vegna skorts á karlmönnum. Leikhópurinn tók þá ákvörðun að skipta um leikrit og vinna að annarri uppfærslu sem hentaði leikaravalinu. Glæpsamlegi franski sakamálafarsinn 8 konur (Huit femmes) varð fyrir valinu. Leikritið er samið í kring um 1960 af Robert Thomas. Verkið vakti strax gífurlegar vinsældir í heimalandi sínu og er sýnt þar reglulega. Hér á landi rataði það fyrst á fjalirnar leikárið 2005 til 2006 í Þjóðleikhúsinu en kvikmyndaútgáfa af því vann til verðlauna í Cannes árið 2002. Leikritið var eitt af vinsælustu gamanleikritum á sviði í Bretlandi síðastliðin ár. Innihald verksins er alþjóðlegt og tímalaust þó leikhópurinn hér kjósi að velja því tímabilið rétt fyrir hrun. Eystrahorn (EH)leit við á æfingu fyrr í vikunni og náði tali af Kristínu Gestsdóttur (KG) formanni félagsins og Guðjóni Sigvaldasyni (GS) leikstjóra og spurði þau spjörunum úr.
EH: Hvernig hefur starf leikfélagsins verið síðustu ár? KG: Við höfum verið að ganga í gengum tímabil þar sem lítil endurnýjun hefur verið í félaginu og vantar tilfinnanlega mannskap til að vinna með okkur.
Guðrún Ingólfsdóttir, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, Þorsteinn Sigurbergsson og Ingólfur Baldvinsson o.fl. ásamt ungu og efnilegu fólki úr framhaldsskólanum og störtuðum þessari sýningu.
GS: Eru þetta ekki alltaf sömu mennirnir sem halda þessu úti? KG: Vissulega eru þetta að hluta til sömu einstaklingarnir sem eru að starfa við þetta, en það bætast alltaf nýir í hópinn og kúnstin er að kenna þeim að halda úti félagsskap. EH: Hvernig er að setja upp í Nýheimum? GS: Frábært! KG: Ég kýs nú frekar að sýna í húsnæði þar sem við getum haft allt okkar uppi allan tímann. Hins vegar er gaman að glíma við nýjar aðstæður á leiksviði það gefur manni mun meira. EH: en hvað felur framtíðin í sér?
GS: Það á við um flest leikfélögin hér á Austfjörðum, sem og á landinu, endurnýjun hefur ekki verið sem skyldi. KG: Leikfélagið hér er búið að vera í ákveðnum dvala síðastliðin ár, við risum hátt á árunum í kring um 1990 til 2000. Kenningar um af hverju eru margar en ég tel að með allan félagsskap sem er unnin af áhugamönnum sé orðið erfiðara að manna. Við eigum það til að vera afskaplega sérhlífin og ekki tilbúin til að vinna sjálfboðavinnu eins og fram fer í félögum. Við tókum okkur til gömul brýni, Ingvar Þórðarson,
Bjarney sigraði í skeiðkeppni
Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum var haldið þann 31. mars s.l. í reiðhöllinni hjá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Að þessu sinni komu þátttakendur frá 16 framhaldsskólum og voru skráningar rúmlega 100. Keppt var í tölti, fjórgangi og fimmgangi auk þess sem frjáls skráning var í skeið. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Brynja Rut Borgarsdóttir tóku þátt fyrir hönd FAS að þessu sinni. Þær voru skráðar í alla flokka. Brynju Rut gekk ágætlega í tölti á hestinum Neista frá Leiðólfsstöðum, en hún endaði einu sæti frá úrslitum eða í 11.sæti. En það var Bjarney Jóna sem stal senunni í skeiði því hún gerði sér lítið fyrir og sigraði á hestinum Grun frá Hafsteinsstöðum en hann er í eigu Pálma Guðmundssonar. Þetta er stórglæsilegur árangur og besti árangur FAS á mótinu hingað til. Fyrir sigurinn fær Bjarney farandbikar sem mun verða geymdur í FAS í eitt ár. Að auki fékk Bjarney bikar til eignar og gjafabréf fyrir fóðurbæti.
GS: Það þarf að halda unga fólkinu við til þess að það skili sér inn í félagsskapinn, því ef endurnýjunin er ekki til staðar er alltaf hætta á að félögin leggist af. KG: Samt hefur starfsemin hér aldrei lognast út af. FAS hefur verið í samstarfi við leikfélagið og sýningar gengið vel og þá hefur Skemmtifélagið líka haldið uppi merkjum leiklistarinnar hér og hefur það verið reglulega með haustsýningar síðastliðin tíu ár. EH: Þetta hafa þá verið samstarfsverkefni mismunandi félaga undanfarin ár?
KG: Leikfélagið er komið til að vera og ætlum við að starta aftur næsta haust og vinna leiksýningu sem frumsýnd verður í byrjun mars 2013 þegar leikfélagið á 50 ára sýningarafmæli. Næsta vetur verða settar upp a.m.k. 3 sýningar hér líkt og í vetur. En Hornfirska skemmtifélagið setti upp 10 ára afmælissýningu í október s.l. Grunnskólinn setti upp leikritið ,,Viltu vera vinur minn á facebók“ og nú erum við að fara á frumsýna ,,Átta konur“. Góða skemmtun við hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu Nýheimum.
Ráðning fræðslustjóra Hornafjarðar
Í marsmánuði var auglýst eftir umsóknum í starf fræðslustjóra hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Eftir hefðbundið ráðningarferli var niðurstaða bæjarstjóra að gera tillögu um að Ragnhildur Jónsdóttir yrði ráðin í starfið. Rökin fyrir tillögunni voru að hún hefur víðtæka reynslu úr skólakerfinu, í leik- og grunnskóla, sem verkefnisstjóri framhaldsfræðslu og starfsmaður skólaskrifstofu. Verkefnin sem hún hefur sinnt eru fjölbreytt og spanna víðtækt svið, t.d. handleiðslu fyrir stjórnendur
og fagmenn í menntakerfinu, þróunarverkefni í skólastarfi, starf sem þroskaþjálfi í leikog grunnskóla, sérkennsla í grunn- og leikskóla, náms- og starfsráðgjöf, sérkennsluráðgjöf í grunnskóla og jafnframt unnið að þróunarverkefnum í skólamálum. Þá hefur Ragnhildur fjölbreytta menntun sem nýtist í starfi: meistarapróf í uppeldis- og menntunarfræði, diplómapróf í náms- og starfsráðgjöf, BA próf í sérkennslufræðum og þroskaþjálfapróf. Þá kemur fram í máli umsagnaraðila að hún eigi auðvelt með samstarf, eigi auðvelt með að leiða verkefni og hrinda þeim í framkvæmd, sé áhugasöm um það sem hún tekur sér fyrir hendur og sinni verkefnum af alúð. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti tillögu bæjarstjóra á fundi sínum þann 12. apríl sl. Ragnhildi er óskað velfarnaðar í störfum sínum.