Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 24. apríl 2013
16. tbl. 31. árgangur
Karlakórinn Jökull 40 ára Afmælistónleikar í Hafnarkirkju á sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 20:00
„Það var um mitt ár 1972, að verulegur skriður komst á það áhugamál margra hér í sýslu, að stofnaður skyldi karlakór, með þátttöku manna úr sem flestum hreppum. Á bændafundi, sem haldinn var seinni part sumars það ár, var meðal annarra mála rætt um hvernig standa bæri að slíku, og var að lokum tilnefnd eða kosin nefnd manna, sem í var einn maður úr hverjum hreppi, til að athuga hvort nægur grundvöllur væri fyrir stofnun karlakórs, og þá sjá um undirbúning, ef svo reyndist vera. Í nefnd þessari áttu sæti Benedikt Stefánsson, bóndi Hvalnesi, sem var formaður nefndarinnar, Sigjón Bjarnason, Brekkubæ, Þórhallur Dan Kristjánsson Höfn, Sævar Kristinn Jónsson, Rauðabergi, Sr. Fjalarr Sigurjónsson, Kálfafellsstað og Sigurður Björnsson Kvískerjum. Það sem eftir var af árinu fór fram liðssöfnuður um alla sýslu og mátti um þær mundir heyra menn kyrja hátt og í hljóði, ýmist einn og einn, eða fleiri saman, því ekki var að vita nema í þeim sömu mönnum leyndist góð söngrödd, sem nota mætti í kórinn. Fór loks svo, að hinn 4. Janúar 1973 kl. 20 komu saman í safnaðarheimilinu á Höfn, 28 menn, og var tilgangurinn að stofna karlakór. Það gerðist að vísu ekki formlega í þetta skiptið, en kosnir voru þrír menn, þeir Benedikt Stefánsson, Kristján Gústafsson og Hermann Hansson, sem mynda ættu bráðabirgða stjórn og skyldu þeir semja drög að lögum fyrir kórinn og undirbúa formlegan stofnfund. Á þessum fundi kom fram að Sigjón Bjarnason var til í að taka að sér söngstjórn kórsins, sem hann og gerði. Laugardaginn 9, júní 1973 var svo haldinn stofnfundur kórsins og fór m.a. fram atkvæðagreiðsla um nafn á hann. Eftir all flóknar kosningar varð ofaná að hann skyldi heita „Jökull“. Síðan var kosin
stjórn, og hana skipuðu: formaður Benedikt Stefánsson, ritari Kristján Gústafsson og gjaldkeri Hermann Hansson. Fyrstu tónleikar kórsins voru svo haldnir í Sindrabæ 1. maí 1973. Á söngskrá voru 16 lög, sem sungin voru við mikinn fögnuð áheyrenda. Á öðru ári kórsins (1973 – 1974) var mikið um að vera. Kórinn hélt sína vortónleika, og auk þess var sungið á 1100 ára afmælishátíðinni á Höfn og við vígslu brúa á Skeiðarársandi. Voru 14 ný lög æfð það árið. Þegar á þriðja starfsári kórsins var ákveðið að auk hefðbundinna vortónleika skyldi farið í söngför og herjað á vestursýsluna. Voru tónleikar haldnir bæði í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Síðan þá hefur það nánast verið undantekning ef ekki hefur verið farið í ferðalag á vorin“. Kórinn hefur farið í margar ferðir og haldið tónleika víða um land, t.d. á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Reyðarfirði, Norðfirði, Egilsstöðum, Vopnafirði, Akureyri, Húsavík, Dalvík, Siglufirði, Skagafirði, allt Snæfellsnesið, Borgarfjörður, Reykjavík, Selfoss, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli, Vík, Klaustri og Hornafirði, þ.e. Höfn, Suðursveit og Öræfi. Sjö sinnum hefur kórinn tekið þátt í kóramótum : Í Reykjavík vegna 50 ára afmælis Sambands Íslenskra karlakóra 1978, á vegum Kötlu á Selfossi 1980, Keflavík 1985, Mosfellsbæ 1990, þá hélt Karlakórinn Jökull mótið með miklum myndarbrag á Höfn í Hornafirði 1995, í Reykjavík 2000, Landsmót karlakóra í Hafnarfirði 2005 og Kötlumót á Flúðum 2010. Kórinn fór í söngferð til Norðurlanda vorið 1980 og til Færeyja vorið 1982 og aftur 2003, til Ítalíu 1999 og síðan til Kanada 2011.
Karlakórinn Jökull hefur komið sex sinnum fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og var fyrsti áhugamannakórinn sem kom fram með henni. Kórinn hefur gefið út þrjá diska: Í jöklanna skjóli, Það kom söngfugl að sunnan og Hvít er borg og bær, einnig söng kórinn 2 lög inn á hljómplötu sem gefin var út á vegum Kötlu árið 1982. Eins og áður segir þá stjórnaði Sigjón Bjarnason kórnum með miklum myndarbrag til vorsins 1992 eða í 19 ár, Jóhann Morávek tók við af Sigjóni og hefur hann stjórnað kórnum, einnig með myndarbrag, eða í 20 ár. Guðlaug Hestnes hefur leikið undir hjá kórnum samfellt frá árinu 1975 eða í 38 ár. Þessu fólki verður seint full þakkað það fórnfúsa starf sem það hefur innt af hendi í þágu kórsins. Formenn Jökuls frá upphafi: 1973 – 1974, Benedikt Stefánsson 1975 – 1976, Fjalarr Sigurjónsson 1977 – 1980, Árni Stefánsson 1981 – 1982, Sævar Kristinn Jónsson 1982 – 1983, Sigfinnur Gunnarsson 1983 – 1984, Garðar Sigvaldason 1984 – 1985, Árni Stefánsson 1985 – 1986, Friðrik Snorrason 1986 – 1991, Örn Arnarson 1991 – 1992, Sigurður Örn Hannesson 1992 – 1995, Björn Kristjánsson 1995 – 1996, Snorri Snorrason 1996 – 1997, Magnús Friðfinnsson 1997 – 2002, Örn Arnarson 2002 – 2003, Sigurður Mar Halldórsson 2003 – 2013, Heimir Örn Heiðarsson Heiðursfélagar Karlakórsins Jökuls eru fimm, Bjarni Bjarnason, Eyjólfur Stefánsson, Fjalar Sigurjónsson, Benedikt Stefánsson og Árni Stefánsson.
2
Miðvikudagur 24. apríl 2013
Kæru bræður og systur, takk fyrir síðast.
Hofskirkja
Fermingar í sókninni okkar voru mjög fallegar. Þórunn Amanda Þráinsdóttir og Chrishle Derecho Magno fermdust. Biskup okkar, msgr. Pétur Burcher hefur veitt fermingarsakramentið.
Sumardaginn fyrsta 25. apríl Messa kl. 14:00 - ferming Prestarnir
Hafnarkirkja
Biðjum fyrir fermingarbörnum okkar og komum saman í messu á sunnudaginn 28. apríl 2013 kl. 12:00, eins og venjulega.
Sunnudaginn 28. apríl
Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is
Allir velkomnir.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Síðasti sunnudagaskóli vetrarins.
Aðalfundur
Kálfafellsstaðarsóknar verður á Kálfafellsstað þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:30.
Prestarnir
Þjóðkirkjan safnar fyrir krabbameinslækningatæki Í nýársprédikun sinni boðaði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands að Þjóðkirkjan myndi standa fyrir söfnun til handa Landspítalanum á þessu ári. Við slit nýafstaðinnar prestastefnu greindi hún frá því að ákveðið hefði verið að safna fyrir línuhraðli á Landspítalanum og væri söfnunin þar með hafin. Ákveðið var í samráði við forstjóra Landspítalans, Björn Zoega, að safna fyrir línuhraðli sem er geislatæki sem notað er við meðferð á öllum tegundum af krabbameini, en daglega nota um 50 krabbameinssjúklingar á Íslandi slíkt tæki. Fyrir eru í notkun tvö slík tæki á landinu en þau eru bæði orðin gömul og annað nær úrelt. Brýnt er að endurnýja þennan tækjabúnað núna og mun nýr línuhraðall gefa kost á auknum möguleikum í meðferð krabbameins sem kemur fjölda sjúklinga til góða. Úreltur og bilanagjarn tækjabúnaður er ekki einunis ógn við heilbrigði sjúklinga heldur líka uppspretta sorgar og margs konar sársauka. Söfnuninni lýkur í nóvember. Þegar vetrarstarf safnaðanna í Bjarnanesprestakalli hefst í september verður lögð áhersla á söfnunina í kirkjustarfinu. Söfnunarreikningur hefur verið opnaður og allt söfnunarfé sem lagt verður inn á eftirfarandi reikning mun nýtast til kaupa á línuhraðlinum fyrir Landspítalann og mun Agnes biskup afhenda söfnunarféð í nóvember.
Söfnunarreikningurinn er: 0301-26-050082, kt. 460169-6909
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Venjuleg aðalfundarstörf og kynning á stækkun lóðarinnar. Sóknarnefnd
Bíll til sölu
Opel Vectra árg. 2001. Ekinn 180 þús. km. Verð 300 þús. kr. Upplýsingar í síma 866-6256.
Næsta blað kemur út föstudaginn 3. maí Efni og auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 30. apríl
Frá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga
Morgunferð með jóga
Sumardagurinn fyrsti • 25. apríl 2013 kl. 9:00
Létt ganga fyrir alla með léttum jógaæfingum. Mæting við Þjónustumiðstöð SKG (tjaldstæði). Munið eftir nestinu. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda. Ól skal vera meðferðis. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Nánari upplýsingar gefur Hulda í síma 864-4952 Ferðanefndin
HEIÐARLEG STJÓRNMÁL
ARNDÍS SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR 1. SÆTI SUÐURKJÖRDÆMI
FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU
Eini frambjóðandinn í Suðurkjördæmi úr sjávarþorpunum. Ég skil stöðu og þarfir þessara byggða og mikilvægi þess að þau komist í forgang. Þess vegna er mikilvægt að þú kjósandi góður veitir okkur í Framsókn brautargengi til góðra verka. NÝTTU RÉTT ÞINN OG KJÓSTU! Minnum á kosningavöku Framsóknar á kjördag á Hótel Höfn sem hefst kl. 21:00 ALLIR VELKOMNIR!
4
Miðvikudagur 24. apríl 2013
Firmakeppni Hornfirðings 25. apríl
Sumardaginn fyrsta
Eystrahorn
Framtíðarsvæði leikvalla á Höfn
Keppni hefst kl. 14:00 á keppnisvelli Hornfirðings að Fornustekkum. Keppt verður í tvígangi, í flokki fullorðinna og 17 ára og yngri og þrígangi í Opnum flokki. Að keppni lokinni munu félagsmenn teyma undir börnum og unglingum sem vilja komast á hestbak og síðan verður glæsilegt kaffihlaðborð í Stekkhól til styrktar barna- og unglingastarfi Hornfirðings. Hornfirðingar, fjölmennum á hestavöllinn og styrkjum gott málefni.
Knapar athugið!
Skráning og úrdráttur á firmum verður kl. 13:00 í Stekkhól. Hestamannafélagið Hornfirðingur, Mótanefnd - Firmanefnd
Karlakórinn Jökull 40 ára Karlakórinn jökull heldur upp á 40 ára afmæli sitt á þessu ári og ætlar syngja eftirfarandi afmælis og vortónleika.
Í Hafnarkirkju
Sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 20:00
Í Hofgarði, Öræfum
laugardaginn 4. maí kl. 15:00 Miðaverð kr. 2000
Umhverfis og skipulagsnefnd hefur samþykkt að fækka leikvöllum á Höfn. Vistbyggðarstefna er höfð að leiðarljósi og horft til þess að börn þurfi ekki að fara lengra en 500 m. frá heimili sínu til að fara á næsta leikvöll. Um leið og farið verður í endurbætur á níu leikvöllum á Höfn er lagt til að að leggja niður sex leikvelli. Þeir leikvellir sem eftir standa munu verða bættir og umhirða þeirra verður aukin. Fyrirhugað er að stækka leikvelli við Kirkjubraut, Hólabraut/ Norðurbraut og Hafnarskóla.Þeir leikvellir sem verða lagðir niður eru við Austurbraut, Essóhólinn, Miðtún, Sandbakka, Hafnarbraut og Fákaleiru. Aðrir leikvellir verða bættir með öryggisjónarmiði að leiðarljósi.
Í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri
laugardaginn 4. maí kl. 20:00 tónleikar og ball á eftir. Miðaverð tónleikar og ball kr. 2500 Miðaverð bara á ball kr. 2000 Stjórnandi: Jóhann Morávek Undirleikari: Guðlaug Hestnes Einsöngvari: Signý Sæmundsdóttir (bara á Höfn)
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirmaður umhverfis- og skipulagsmála
Kökubasar Karlakórsins í Nýheimum laugardag 27. apríl kl 14:00
Kökur að hætti karlakórsmanna á kjördag!
Öruggt og gott samfélag
Árborg
Höfn í Hornafirði
Miðvikudagur 24. apríl
miðvikudaginn 24. apríl
Fimmtudagur 25. apríl
Laugardagur 27. apríl
Eyravegi 15 Sími 562 1900 og 659 7111 Opið daglega frá kl. 13:00 kvennakvöld kl. 20:00
fjölskylduskemmtun kl. 13:00
Laugardagur 27. apríl
Víkurbraut 4 Sími 864 4974 Opið daglega frá kl. 14:00 - 18:00 súpa og brauð kl. 18:00
allir velkomnir í kosningakaffi
kosningakaffi og kosningagleði
Grindavík
Reykjanesbær
Miðvikudagur 24. apríl kl. 20:00
Hafnargötu 90 Sími 571 6164 og 691 0301 Opið daglega frá kl. 13:00
Fimmtudagur 25. apríl vöfflukaffi
Laugardagur 27. apríl
kosningakaffi og kosningagleði
Víkurbraut 25 fundur um sjávarútvegs- og atvinnumál Björgvin G. Sigurðsson og Ólafur Þór Ólafsson frambjóðendur verða á staðnum
Fimmtudagur 25. apríl kl. 12:00 kvennaspjall í hádeginu með Oddnýju G. Harðardóttur og Dagmar Lóu Hilmarsdóttur ásamt heimakonunni Mörtu Sigurðardóttur
Samfylkingin í Suðurkjördæmi www.xs.is
Hveragerði
Reykjamörk 1 Sími: 896 9838
Fimmtudagur kl. 15:00
opnun kosningaskrifstofu
Föstudagur 26. apríl kl. 15-19 Laugardagur 27. apríl kl. 9-19
Vestmannaeyjar
Pop up kosningaskrifstofa Café Varmó
Laugardagur 27. apríl kosningakaffi
6
Miรฐvikudagur 24. aprรญl 2013
Eystrahorn
ร jรณnustufulltrรบi
ร tboรฐ 3"3*, ร TLBS FGUJS UJMCPยงVN ร
RARIK 13001 Aรฐveitustรถรฐ รก Hรถfn Hornafirรฐi Stรฆkkun og breyting hรบsnรฆรฐis 6N FS Bยง Sย ยงB TUย LLVO PH CSFZUJOHV Hร NMV SBGTUร ยงWBSJOOBS ร )ร GO TFN GFMTU ร VQQTUFZQV TUย LLVOBS PH ZรถSCZHHJOHV ร S UJNCSJ PH TUร MJ BVL FOEVSCร UB ร FMESJ IMVUB BVL FOEVS LMย ยงOJOHBS CZHHJOHBS Bยง JOOBO PH VUBO 7FSLJOV TLBM MPLJยง FJHJ Tร ยงBS FO Oร WFNCFS
Sveitarfรฉlagiรฐ Hornafjรถrรฐur auglรฝsir eftir รพjรณnustufulltrรบa รญ afgreiรฐslu Rรกรฐhรบss Leitaรฐ er aรฐ einstaklingi sem getur sinnt almennri afgreiรฐslu, skrรกningu reikninga og erinda sem berast til sveitarfรฉlagsins รกsamt tilfallandi verkefnum. Hรฆfniskrรถfur ร skilegt er aรฐ starfsmaรฐur hafi stรบdentsprรณf eรฐa sambรฆrilega menntun og/eรฐa starfsreynslu รญ skrifstofustรถrfum. Gerรฐ er krafa um gรณรฐa รพekkingu รก tรถlvuvinnslu. Meginรกhersla er lรถgรฐ รก vandvirkni og nรกkvรฆmni รญ รถllum stรถrfum. Laun skv. kjarasamningi fรฉlags opinberra starfsmanna รก Suรฐurlandi. ร skilegt er aรฐ viรฐkomandi geti hafiรฐ stรถrf sem fyrst. Upplรฝsingar um starfiรฐ veitir: ร sta H. Guรฐmundsdรณttir fjรกrmรกlastjรณri Sรญmi 4708000 โ ข asta@hornafjordur.is Umsรณknarfrestur er til og meรฐ 5. maรญ Umsรณknir รกsamt ferilskrรก sendist รก asta@hornafjordur.is
Helstu magntรถlur: 4UFJOTUFZQB
Nยฉ
.ร U
600 mยฒ
#FOEJTUร M
LH
4Uร MWJSLJ
LH
"MVTJOLLMย ยงOJOH 760 mยฒ ร UCPยงTHร HO FS Iย HU Bยง Tย LKB ร O HSFJยงTMV ร WFGTร ยงV 3"3*, XXX SBSJL JT ร UCPยง ร UCPยง ร HBOHJ GSร PH NFยง Nร OVEFHJOVN BQSร M
Stรณrfengleg g g borg g
Beint flug frรก Akureyri 26.-29. oktรณber
Riga
4LJMB ยขBSG UJMCPยงVN ร TLSJGTUPGV 3"3*, #ร METIร GยงB 3FZLKBWร L GZSJS LM ยขSJยงKVEBH NBร 5JMCPยงJO WFSยงB ยขร PQOVยง ร WJยงVSWJTU ยขFJSSB CKร ยงFOEB TFN ร TLB Bยง WFSB WJยงTUBEEJS
Lettlandi
ร rval veitingahรบsa, verslana (m.a. H&M) og kaffihรบsa. Nรฆturlรญf eins og รพaรฐ gerist best.
4ร NJ t XXX SBSJL JT Bรญll til sรถlu Til sรถlu Ford Escape limited 4x4 4DR sjรกlfskiptur bensรญnbรญll. ร rgerรฐ 2006, akstur 154.120 km. Mjรถg gรณรฐur bรญll. Tilboรฐsverรฐ 1380 รพรบs. Upplรฝsingar รญ sรญma 8918642.
Gamli bรฆrinn er frรก รกrinu 1201 og er verndaรฐur af Unesco. ร ar ber hรฆst kastalinn รญ Riga, kirkja Sankti Pรฉturs og Dรณmkirkjan. Gamli bรฆrinn รญ Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litiรฐ er og setur borgina รก stall meรฐ fallegri borgum Evrรณpu.
Verรฐ รญ tveggja manna herbergi kr. 94.900,Innifaliรฐ: Flug, skattar, hรณtel meรฐ morgunmat, รญslensk fararstjรณrn og rรบta til og frรก flugvelli. Trans Atlantic sรฉrhรฆfir sig รญ ferรฐum til Eystrasaltslanda.
Upplรฝsingar รญ sรญma 588 8900
Eystrahorn
Miðvikudagur 24. apríl 2013
7
Hornfirðingar í Ítalska Vogue Til að bæta enn um var Hrönn Jónsdóttir skáldkona fengin til að semja ljóð við hverja mynd/hugmynd. Sigurður Mar nær svo að fanga allar þessar hugmyndir og andrúmsloft á ótrúlegann hátt í mögnuðum myndum og þess má til gamans geta að nú þegar hafa 2 af myndum sýningarinnar verið valdar inn á myndabloggsíðu Ítalska Vogue, en myndir sem valdar eru þangað inn fara í gegnum gríðarlega stranga síu og alls ekki öllum gefið. Sýningin „Arfleifð fortíðar freyju“ opnar formlega kl 16:00 sumardaginn fyrsta og verður opin til kl. 18 þann dag, eftir það er sýningin opin á opnunartíma Löngubúðar fram á sumar. Á meðfylgjandi mynd er Heiða Heiler í fatnaði úr hreindýraleðri og fiskiroði, skreytt með þæfðri ull og hrosshárum á stóðhestinum Strák frá Vatnsleysu:
Undanfarna mánuði hafa þau Ágústa Margrét Arnardóttir eigandi Arfleifðar og Sigurður Mar ljósmyndari unnið saman að ljósmynda- tísku sýningu sem opnuð verður á Sumardaginn fyrsta í Löngubúð á Djúpavogi en þá fagnar Arfleifð líka 3 ára afmæli sínu. Sýningin kallast „Arfleifð fortíðar freyju“ sem er skýrskotun í innblásturinn en Ágústa
hannaði fatnaðinn og setti saman út frá hugmyndunum sem kvikna í huga hennar þegar hugsað er til fortíðar kvenna. Saman unnu svo Ágústa og Sigurður að því að finna fullkomna tökustaði og andrúmsloft, fengu til liðs við sig Heiðu Heiler sem er mikil hestakona og dýravinur, þannig að unnt var að nota íslenska hestinn og geitur í tökurnar.
Í þúsund ár þraukuðum við umvafin ullinni hvítu sem landið gaf. Með hrosshár í strengjum stigum við lífsdansinn á kúskinnsskónum undir bláhimni við ystu höf. Höf. Hrönn í Sæbakka
Kótelettukarlarnir skemmta sér og öðrum Eins og áður hefur komið fram í Eystrahorni er starfandi klúbbur, Átvagl, þar sem nokkrir karlar koma saman einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og snæða saman kótelettur og gera að gamni sínu. Það er að skapast sú hefð að ljúka vetrinum með skemmtikvöldi daginn fyrir 1. maí með gestum og sérstökum uppákomum. Flestir meðlimir klúbbsins eru þekktir fyrir tónlistarhæfileika og í lok kvöldsins verða hljóðfæri tekin fram, spilað, sungið og dansað. Skemmtikvöldið, sem er opið öllum, verður á Víkinni og stendur frá kl. 22:00 og eins lengi og úthaldið endist. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1000- kr. og rennur óskiptur til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Allir velkomnir Víkin verður opin eftir að kótelettukarlarnir hafa lokið sínum uppákomum.
ATVINNA
Vélsmiðja Hornafjarðar óskar eftir starfsmanni á véladeild. Æskilegt að viðkomadi hafi reynslu í málmsmíðum og viðgerðum. Nánari upplýsingar gefa Páll í síma 899-1141 eða 478-1340 og Kristinn í síma 894-1927 eða 478-1341
Fögnum sumri með konukvöldi Miðvikudaginn 24. apríl kl. 20 - 23
Ýmis tilboð í gangi Léttar veitingar í boði Starfsmaður á plani á sínum stað Verið velkomin
Tilkynning um framboð í Suðurkjördæmi A – listi Bjartrar framtíðar:
G – listi Hægri grænna, flokks fólksins:
1. Páll Valur Björnsson, kennari, Grindavík 2. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir, kennari, Reykjavík. 3. Heimir Eyvindsson, tónlistarmaður, Hveragerði. 4. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Svfél. Árborg. 5. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, sagnfræðingur, Vestmannaeyjum. 6. Lovísa Hafsteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Reykjanesbæ. 7. Sigurbjörg Tracey, hótelrekandi, Mýrdalshreppi. 8. Halldór Zoëga, fjármálastjóri, Garðabæ. 9. Sunna Stefánsdóttir, háskólanemi, Reykjavík. 10. Þórunn Einarsdóttir, fasteignasali, Reykjanesbæ. 11. Kristín Sigfúsdóttir, grunnskólakennari, Rangárþingi ytra. 12. Magnús Magnússon, garðyrkjubóndi, Bláskógabyggð. 13. Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri, Svfél. Skagafirði. 14. Jóna Júlíusdóttir, háskólanemi, Sandgerði. 15. Jónas Bergmann Magnússon, grunnskólakennari, Rangárþingi eystra. 16. Halldór Hlöðversson, forstöðumaður, Reykjavík. 17. Anna Sigríður Jónsdóttir, sjúkraliði, Grindavík. 18. Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona, Reykjavík. 19. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, leikkona, Reykjavík. 20. Pétur Z. Skarphéðinsson, læknir, Bláskógabyggð.
1. Sigursveinn Þórðarson, markaðsstjóri, Vestmannaeyjum. 2. Agla Þyri Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, Bláskógabyggð. 3. Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri, Svfél. Árborg. 4. Þórarinn Björn Steinsson, nemi, Reykjanesbæ. 5. Jón Birgir Indriðason, mælingamaður , Reykjavík. 6. Björn Virgill Hartmannsson, nemi, Vestmannaeyjum. 7. Eiríkur Friðriksson, matráður, Reykjavík. 8. Guðlaugur Ingi Steinarsson, lagerstjóri, Reykjavík. 9. Sigurður G. Þórarinsson, verkstjóri, Vestmannaeyjum. 10. Níels Hafsteinsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi. 11. Viggó Júlíusson, kerfisfræðingur, Reykjavík. 12. Mikael Marinó Rivera, framkvæmdastjóri, Reykjavík. 13. Jón Þór Júlíusson, framkvæmdastjóri, Reykjavík. 14. Lárus Hermannsson, matreiðslumaður, Borgarbyggð. 15. Fríða Björk Einarsdóttir, húsmóðir, Reykjavík. 16. Steingrímur Óli Kristjánsson, öryrki, Reykjavík. 17. Ólafur Þór Jónsson, húsasmiður, Svfél. Árborg. 18. Sigrún Pálsdóttir, húsmóðir, Reykjanesbæ. 19. Örn Ólafsson, þjónn, Reykjanesbæ. 20. Þóra G. Ingimarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík.
B – listi Framsóknarflokks:
I – listi Flokks heimilanna:
1. Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður, Hrunamannahreppi. 2. Silja Dögg Gunnarsdóttir, skjalastjóri, Reykjanesbæ. 3. Páll Jóhann Pálsson, útvegsbóndi, Grindavík. 4. Haraldur Einarsson, nemi í Háskóla Íslands, Flóahreppi. 5. Fjóla Hrund Björnsdóttir, nemi í Háskóla Íslands, Rangárþingi ytra. 6. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, nemi í Háskóla Íslands, Svfél. Hornafirði. 7. Sigrún Gísladóttir, nemi í Háskóla Íslands, Hveragerði. 8. Jónatan Guðni Jónsson, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum. 9. Ingveldur Guðjónsdóttir, fulltrúi, Svfél. Árborg. 10. Sigurjón Fannar Ragnarsson, kokkur, Skaftárhreppi. 11. Anna Björg Níelsdóttir, bæjarfulltrúi, Svfél. Ölfusi. 12. Lúðvík Bergmann, framkvæmdastjóri, Rangárþingi ytra. 13. Þórhildur Inga Ólafsdóttir, bókari, Svfél. Garði. 14. Sæbjörg María Erlingsdóttir, námsmaður, Grindavík. 15. Guðmundur Ómar Helgason, bóndi, Rangárþingi ytra. 16. Ragnar Magnússon, oddviti og bóndi, Hrunamannahreppi. 17. Ásthildur Ýr Gísladóttir, vaktstjóri, Svfél. Vogum. 18. Reynir Arnarson, bæjarfulltrúi, Svfél. Hornafirði 19. Þorvaldur Guðmundsson, framhaldsskólakennari, Svfél. Árborg. 20. Guðmundur Elíasson, stöðvarstjóri, Mýrdalshreppi.
1. Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir, Hafnarfirði. 2. Magnús I. Jónsson, atvinnurekandi, Svfél. Árborg. 3. Pálmi Þór Erlingsson, flugmaður, Reykjanesbæ. 4. Guðrún H. Bjarnadóttir, leikskólakennari, Vestmannaeyjum. 5. Helgi Kristjánsson, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ. 6. Friðgeir Torfi Ásgeirsson, tölvunarfræðingur, Reykjavík. 7. Daníel Magnússon, bóndi, Rangárþingi ytra. 8. Gréta Sólveig Gunnlaugsdóttir, húsmóðir, Reykjanesbæ. 9. Eva Agata Alexdóttir, ráðgjafi, Reykjavík. 10. Sigrún Gunnarsdóttir, námsmaður, Reykjanesbæ. 11. Hallgrímur Hjálmarsson, fiskiðnaðarmaður, Grindavík. 12. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, háskólanemi, Reykjanesbæ. 13. Ragnar B. Bjarnarson, bílstjóri, Svfél. Árborg. 14. Baldvin Örn Arnarson, flugvallarstarfsmaður, Reykjanesbæ. 15. Sólveig Jóna Jónasdóttir, stuðningsfulltrúi, Svfél. Ölfusi. 16. Örn Viðar Einarsson, vörubifreiðarstjóri, Vestmannaeyjum. 17. Guðbjörg A. Finnbogadóttir, nemandi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 18. Eiríkur A. Nilssen, sjómaður, Reykjanesbæ. 19. Jón Örn Ingileifsson, verktaki, Grímsnes- og Grafningshreppi. 20. Anna Valdís Jónsdóttir, starfsmaður Fjölskylduhjálpar Íslands, Svfél. Vogum.
D – listi Sjálfstæðisflokks:
J – listi Regnbogans, fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun:
1. Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ. 2. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, Rangárþingi eystra. 3. Ásmundur Friðriksson, fyrrv. bæjarstjóri, Svfél. Garði. 4. Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður, Grindavík. 5. Geir Jón Þórisson, fyrrv. yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum. 6. Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur, Hveragerði. 7. Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri, Svfél. Árborg. 8. Trausti Hjaltason, stjórnmálafræðingur, Vestmannaeyjum. 9. Sigurbjartur Pálsson, bóndi, Rangárþingi ytra. 10. Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður, Skaftárhreppi. 11. Björg Hafsteinsdóttir,sjúkraþjálfari, Reykjanesbæ. 12. Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri, Svfél. Ölfusi. 13. Lovísa Rósa Bjarnadóttir, sjálfstæður atvinnurekandi, Svfél. Hornafirði. 14. Margrét Runólfsdóttir, hótelstjóri, Hrunamannahreppi. 15. Markús Árni Vernharðsson, nemi, Svfél. Árborg. 16. Sigurhanna Friðþórsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum. 17. Jóna S. Sigurbjartsdóttir, hárgreiðslumeistari, Svfél. Árborg. 18. Arnar Þór Ragnarsson, skipstjóri, Svfél. Hornafirði. 19. Elínborg María Ólafsdóttir, varabæjarfulltrúi, , Hveragerði. 20. Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum.
1. Bjarni Harðarson, bóksali, Svfél. Árborg. 2. Guðmundur S. Brynjófsson, rithöfundur og djákni, Svfél. Árborg. 3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir, viðurkenndur bókari, Reykjavík. 4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, meðferðarfulltrúi, Reykjavík. 5. Jónas Pétur Hreinsson, iðnrekstrarfræðingur, Grindavík. 6. Elín Birna Vigfúsdóttir, háskólanemi, Akureyri. 7. Irma Þöll Þorsteinsdóttir, hljóðmaður, Svfél. Vogum. 8. Helga Garðarsdóttir, framhaldsskólakennari, Svfél. Hornafirði. 9. Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri, Svfél. Árborg. 10. Magnús Halldórsson, smiðjukarl, Rangárþingi eystra. 11. E. Tryggvi Ástþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Suðurl., Mýrdalshreppi. 12. Eva Aasted, sjúkraliði, Svfél. Árborg. 13. Sigurlaug Gröndal, verkefnisstjóri, Svfél. Ölfusi. 14. Guðmundur Sæmundsson, háskólakennari, Bláskógabyggð. 15. Hlíf Gylfadóttir, framhaldsskólakennari, Svfél. Hornafirði. 16. Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðinemi, Rangárþingi ytra. 17. Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, bóndi, Bláskógabyggð. 18. Helga Ágústsdóttir, hugflæðiráðunautur, Reykjavík. 19. Óðinn Kalevi Andersen, starfsmaður Árborgar, Svfél. Árborg. 20. A. Hildur Hákonardóttir, listakona, Svfél. Ölfusi.
við alþingiskosningarnar 27. apríl 2013 L – listi Lýðræðisvaktarinnar: 1. Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður, Hveragerði. 2. Kristín Ósk Wium, húsmóðir og nemi, Reykjanesbæ. 3. Jón Gunnar Björgvinsson, flugmaður, Reykjavík. 4. S. Sjöfn Rafnsdóttir, hrossabóndi, Rangárþingi ytra. 5. Þórir Baldursson, tónskáld, Reykjavík. 6. Hanna Guðrún Kristinsdóttir, sjúkraliði og kaupakona, Hveragerði. 7. Sigurður Hreinn Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík. 8. Borghildur Guðmundsdóttir, nemi og rithöfundur, Reykjanesbæ. 9. Kári Jónsson, bílstjóri, Sandgerði. 10. Björk Hjaltalín Stefánsdóttir, sálfræðingur, Reykjanesbæ. 11. Auður Björg Kristinsdóttir, fiskverkakona, Sandgerði. 12. Jón Elíasson, húsasmiður, Svfél. Vogum. 13. Erlingur Björnsson, tónlistarmaður, Sandgerði. 14. Magnús Erlendsson, kúabóndi, Flóahreppi. 15. Hjörtur Howser, tónlistarmaður, Hafnarfirði. 16. Gunnar Þór Jónsson, vélvirki, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 17. Valgerður Reynaldsdóttir, húsmóðir, Reykjanesbæ. 18. Ágúst Þór Skarphéðinsson, öryggisvörður, Hafnarfirði. 19. Stefán Már Guðmundsson, verkstjóri, Reykjanesbæ. 20. Páll Guðmundsson, fyrrv. skólastjóri, Seltjarnarnesi.
S – listi Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands: 1. Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, Svfél. Garði. 2. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, Svfél. Árborg. 3. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Svfél. Árborg. 4. Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi, Svfél. Hornafirði. 5. Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður og bæjarfulltrúi, Sandgerði. 6. Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, Hveragerði. 7. Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðinemi, Reykjavík. 8. Borghildur Kristinsdóttir, bóndi, Skarði, Rangárþingi ytra. 9. Hannes Friðriksson, innanhússarkitekt, Reykjanesbæ. 10. Gunnar Hörður Garðarsson, stjórnmálafræðinemi, Reykjanesbæ. 11. Marta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Grindavík. 12. Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Svfél. Ölfusi. 13. Dagmar Lóa Hilmarsdóttir, viðskiptafr. af alþjóðamarkaðssviði, Reykjanesbæ. 14. Muhammad Azfar Karim, kennari, Rangárþingi ytra. 15. Guðrún Ingimundardóttir, stuðningsfulltrúi, Svfél. Hornafirði. 16. Ingimundur B. Garðarsson, formaður Félags kjúklingabænda, Flóahreppi. 17. Soffía Sigurðardóttir, húsfreyja, Svfél. Árborg. 18. Gísli Hermannsson, fyrrv. línuverkstjóri, Svfél. Árborg. 19. Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurn., Reykjanesbæ. 20. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns og Sogns, Kópavogi.
V – listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs: 1. Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfr. og varaþingmaður, Rangárþingi eystra. 2. Inga Sigrún Atladóttir, guðfræðingur og bæjarfulltrúi, Svfél. Vogum. 3. Þórbergur Torfason, fiskeldisfræðingur, Lundi, Svfél. Hornafirði. 4. Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tækniþróunarstjóri, Svfél. Ölfusi. 5. Jórunn Einarsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum. 6. Margrét Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur, Svfél. Árborg. 7. Guðmundur Auðunsson, hagfræðingur, Bretlandi. 8. Steinarr B. Guðmundsson, verkamaður, Svfél. Hornafirði. 9. Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 10. Þormóður Logi Björnsson, grunnskólakennari, Reykjanesbæ. 11. Kristín Guðrún Gestsdóttir, grunnskólakennari, Svfél. Hornafirði. 12. Kjartan Halldór Ágústsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 13. Jóhanna Njálsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum. 14. Samúel Jóhannsson, leiðbeinandi, Svfél. Hornafirði. 15. Anna Sigríður Valdimarsdóttir, náttúrufræðingur, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 16. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, prófessor, Bláskógabyggð. 17. Gunnar Marel Eggertsson, skipasmiður, Reykjanesbæ. 18. Þórey Bjarnadóttir, bóndi og ráðunautur, Svfél. Hornafirði. 19. Jón Hjartarson, eftirlaunamaður, Svfél. Árborg. 20. Guðrún Sigríður Jónsdóttir, félagsráðgjafi og eftirlaunakona, Svfél. Árborg.
Þ – listi Pírata: 1. Smári Páll McCarthy, framkvæmdastjóri IMMI, Reykjavík. 2. Halldór Berg Harðarson, námsmaður, Reykjanesbæ. 3. Björn Þór Jóhannesson, kerfisstjóri, Hveragerði. 4. Svafar Helgason, kynningarstjóri, Reykjavík. 5. Ágústa Erlingsdóttir, námsbrautarstjóri, Hveragerði. 6. Arndís Einarsdóttir, starfsmaður í búsetuþjónustu, Reykjavík. 7. Sigurður Guðmundsson, atvinnuleitandi, Reykjanesbæ. 8. Hjalti Parelius Finnsson, myndlistarmaður, Reykjanesbæ. 9. Örn Gunnþórsson, þjóðfræðinemi, Svfél. Árborg. 10. Gunnar Sturla Ágústuson, háskólanemi og kaffibarþjónn, Garðabæ. 11. Eyjólfur Kristinn Jónsson, öryggisvörður, Reykjavík. 12. Kári Guðnason, húsasmiður, Reykjavík. 13. Ingibjörg R. Helgadóttir, stuðningsfulltrúi, Hafnarfirði. 14. Erla Rut Káradóttir, háskólanemi, Reykjavík. 15. Jack Hrafnkell Daníelsson, öryrki, Svfél. Árborg. 16. Theódór Árni Hansson, frístundaráðgjafi, , Reykjavík. 17. Hugrún Hanna Stefánsdóttir, háskólanemi, Kópavogi. 18. Helgi Hólm Tryggvason, starfandi stjórnarformaður, Seltjarnarnesi. 19. Sigurrós Svava Ólafsdóttir, myndlistarmaður, Hafnarfirði. 20. Lena Sólborg Valgarðsdóttir, leikskólakennari, Kópavogi.
T – listi Dögunar -stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði: 1. Andrea J. Ólafsdóttir, verkefnastjóri, Reykjavík. 2. Þorvaldur Geirsson, kerfisfræðingur, Garðabæ. 3. Þráinn Guðbjörnsson, verkfræðingur og bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 4. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, ráðgjafi og nemi, Kópavogi. 5. Þór Saari, hagfræðingur og þingmaður, Garðabæ. 6. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, kennari, Reykjanesbæ. 7. Karólína Gunnarsdóttir, garðyrkjubóndi Bláskógabyggð. 8. Eiríkur Harðarson, öryrki, Svfél. Árborg. 9. Sigrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur, Svfél. Árborg. 10. Stefán Hjálmarsson, tæknimaður, Reykjanesbæ. 11. Gréta M. Jósepsdóttir, stjórnmálafræðingur og flugfreyja, Reykjanesbæ. 12. Ólöf Björnsdóttir, sjálfstæður atvinnurekandi, Reykjanesbæ. 13. Hlynur Arnórsson, háskólakennari, Svfél. Árborg. 14. Högni Sigurjónsson, fiskeldisfræðingur, Hveragerði. 15. Svanhildur Inga Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, Svfél. Árborg. 16. Steinar Immanúel Sörensson, gullsmíðameistari, Kópavogi. 17. Anna Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ. 18. Þorsteinn Árnason, vélfræðingur, Svfél. Árborg. 19. Guðríður Traustadóttir, verslunarkona, Reykjanesbæ. 20. Guðmundur Óskar Hermannsson, veitingamaður, Bláskógabyggð.
Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis, 18. apríl 2013. Karl Gauti Hjaltason Grímur Hergeirsson Þórir Haraldsson Sigurður Ingi Andrésson Unnar Þór Böðvarsson
Við ætlum að forgangsraða rétt og leggja áherslu á þau brýnu verkefni sem ekki þola bið. Tryggjum grunnþjónustu og velferð íbúa með því að byggja upp atvinnulífið og skapa verðmæt störf. Ragnheiður Elín Árnadóttir - 1. sæti
Við byggjum sterkt samfélag á sterku atvinnulífi. Þess vegna stöndum við með atvinnulífinu.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að tryggja öryggi og velferð Sunnlendinga. Öflug löggæsla, góð menntun og traust heilbrigðisþjónusta eiga að vera forgangsmál. Unnur Brá Konráðsdóttir
Ásmundur Friðriksson
2. sæti
3. sæti
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem mun auka ráðstöfunartekjur ungs fólks.
Eldri borgarar í landinu þekkja það af eigin raun að hag þess er best borgið með Sjálfstæðisflokkinn við völd.
Vilhjálmur Árnason 4. sæti
Geir Jón Þórisson - 5. sæti
Sendum okkar besta fólk Á komandi kjörtímabili er mikið verk að vinna. Í þeirri baráttu ríður á að fulltrúar okkar á Alþingi hafi reynslu og kraft til að standa með fólki og fyrirtækjum í Suðurkjördæmi.
Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi
Á framboðslista Sjálfstæðisflokksins er kraftmikið fólk með víðtæka reynslu og þekkingu á málefnum kjördæmisins. Þau munu standa með þér – við biðjum þig um að standa með þeim í kosningunum á laugardaginn.
NÁNAR Á 2013.XD.IS