Eystrahorn 16. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 23. apríl 2014

16. tbl. 32. árgangur

Stöngin inn Stjórn knattspyrnudeildar Sindra hefur náð góðum tökum á rekstri deildarinnar til marks um það var árið 2013 rekið með ágætis hagnaði, en reksturinn hefur verið að vaxa jafnt og þétt undanfarin ár. Innra starf hefur einnig verið eflt til muna, yngri flokkaráð var stofnað fyrir 2 árum og er að skila góðu starfi. Yngra flokkastarfið er að mínu mati ein af grunnstoðunum og mikilvægt að þar sé unnið af natni og fagmennsku. Ráðning Óla Stefáns Flóventssonar sem yfirþjálfara í fullt starf er stórt og metnaðarfullt skref fyrir félag af okkar stærðargráðu og erum við mjög stolt af því. Góð þátttaka var í Knattspyrnuskóla Sindra sem haldinn var hér í mars, skólinn tókst í alla staði vel og er markmið okkar að festa hann í sessi. Fjöldi þjálfara kom að þessu verkefni. Má þar nefna landsliðsþjálfara karla Heimir Hallgrímsson ásamt fjölda sjálfboðaliða sem gerði okkur kleift að klára þetta verkefni með miklum sóma. Aðstaða til

Við undirritun afrekssamnings.

íþróttaiðkunar er góð en lengi má gott bæta. Forvarnarstarf á að skipa stóran sess innan deilda Sindra og hjá knattspyrnudeildinni höfum við stigið stór skref meðal annars

með undirskrift afrekssamninga við iðkendur í 3. flokki karla og kvenna. Afrekssamningurinn er samvinnuverkefni iðkenda, foreldra og knattspyrnudeildar sem byggir á góðri ástundun og að iðkendur neyti hvorki áfengis,tóbaks né annarra vímuefna. Fyrirhugað er að samningurinn verði framlengdur upp í 2. flokk, einnig er í undirbúningi íþróttaakademía sem innan tíðar verður kynnt fyrir samfélaginu með von um góðar undirtektir, forvarnarmál eru eilífðarmál sem skipta alla máli. Þeim tíma og peningum sem varið er í forvarnir er vel varið. Að lokum verð ég að minnast á og fagna með þeim stúlkum sem nú eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu, glæsilegur árangur og með öflugu starfi og góðri aðstöðu, á þeim iðkendum klárlega eftir að fjölga sem ná þessum eftirsóknarverða árangri. Gleðilegt fótboltasumar. Kristján Guðnason formaður KND Sindra

Verkefnastjóri Nýheima Davíð Arnar Stefánsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri Þekkingarsetursins Nýheima. Davíð er landfræðingur með MS í landfræði frá Háskóla Íslands. Davíð hefur m.a. starfað við verkefnastjórnun fyrir Vegagerðina, Háskóla Íslands, Vinnumálastofnun og Hafnarfjarðarbæ. Meðal verkefna hans hafa verið greiningar og rannsóknir, skipulagning og áætlanagerð af margvíslegu tagi. Verkefnastjóri Nýheima er nýtt

Kaffisala Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar Hin árlega kaffisala Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar verður í slysavarnahúsinu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl nk., kl. 14:00 - 17:00.

Glæsilegt kökuhlaðborð að vanda. Fullorðnir.......... kr. 1.500,Börn................... kr. 500,Athugið – tökum ekki kort.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kaffinefndin

starf sem felur í sér að auka samstarf einstaklinga og atvinnulífs í samfélaginu á meðal stofnanna og opinberra aðila með sérstaka áherslu á samþættingu menningar, menntunar, nýsköpunar og rannsókna. Davíð mun vera talsmaður Nýheima, vinna að stefnumótun, þróun og útfærslu á starfseminni. Þá verður lögð áhersla á að þróa samstarfsverkefni í samvinnu við íbúa svæðisins auk annarra innlendra og erlendra aðila. Davíð mun hefja störf í júní.

Skemmtikvöld

Kótilettukallar í stuði! Skemmtilkvöld Kótilettuklúbbsins Átvagls verður haldið á VÍKINNI 30.apríl kvöldið fyrir 1.maí. Skemmtikvöldið hefst kl. 22:00. Félagar klúbbsins og gestir þeirra sjá um að halda uppi fjörinu. Þarna koma fram hljómsveitir bæði þekktar, óþekktar og upprennandi og leika fjölbreytta dansmúsikk. Einnig Höfnlíners með írska stemningu. ÓSKADANSLÖGIN LEIKIN FRÁ KL. 23:00 – 23:30. Allir bæði konur og karlar sem náð hafa 20 ára aldri eru velkomnir á skemmtikvöldið. Miðaverð 1300 kr. Allur ágóði af skemmtikvöldinu rennur til UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Skil á efni og auglýsingum í næsta blað eru í síðasta lagi kl. 12:00 mánudaginn 28. apríl.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.