Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 23. apríl 2014
16. tbl. 32. árgangur
Stöngin inn Stjórn knattspyrnudeildar Sindra hefur náð góðum tökum á rekstri deildarinnar til marks um það var árið 2013 rekið með ágætis hagnaði, en reksturinn hefur verið að vaxa jafnt og þétt undanfarin ár. Innra starf hefur einnig verið eflt til muna, yngri flokkaráð var stofnað fyrir 2 árum og er að skila góðu starfi. Yngra flokkastarfið er að mínu mati ein af grunnstoðunum og mikilvægt að þar sé unnið af natni og fagmennsku. Ráðning Óla Stefáns Flóventssonar sem yfirþjálfara í fullt starf er stórt og metnaðarfullt skref fyrir félag af okkar stærðargráðu og erum við mjög stolt af því. Góð þátttaka var í Knattspyrnuskóla Sindra sem haldinn var hér í mars, skólinn tókst í alla staði vel og er markmið okkar að festa hann í sessi. Fjöldi þjálfara kom að þessu verkefni. Má þar nefna landsliðsþjálfara karla Heimir Hallgrímsson ásamt fjölda sjálfboðaliða sem gerði okkur kleift að klára þetta verkefni með miklum sóma. Aðstaða til
Við undirritun afrekssamnings.
íþróttaiðkunar er góð en lengi má gott bæta. Forvarnarstarf á að skipa stóran sess innan deilda Sindra og hjá knattspyrnudeildinni höfum við stigið stór skref meðal annars
með undirskrift afrekssamninga við iðkendur í 3. flokki karla og kvenna. Afrekssamningurinn er samvinnuverkefni iðkenda, foreldra og knattspyrnudeildar sem byggir á góðri ástundun og að iðkendur neyti hvorki áfengis,tóbaks né annarra vímuefna. Fyrirhugað er að samningurinn verði framlengdur upp í 2. flokk, einnig er í undirbúningi íþróttaakademía sem innan tíðar verður kynnt fyrir samfélaginu með von um góðar undirtektir, forvarnarmál eru eilífðarmál sem skipta alla máli. Þeim tíma og peningum sem varið er í forvarnir er vel varið. Að lokum verð ég að minnast á og fagna með þeim stúlkum sem nú eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu, glæsilegur árangur og með öflugu starfi og góðri aðstöðu, á þeim iðkendum klárlega eftir að fjölga sem ná þessum eftirsóknarverða árangri. Gleðilegt fótboltasumar. Kristján Guðnason formaður KND Sindra
Verkefnastjóri Nýheima Davíð Arnar Stefánsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri Þekkingarsetursins Nýheima. Davíð er landfræðingur með MS í landfræði frá Háskóla Íslands. Davíð hefur m.a. starfað við verkefnastjórnun fyrir Vegagerðina, Háskóla Íslands, Vinnumálastofnun og Hafnarfjarðarbæ. Meðal verkefna hans hafa verið greiningar og rannsóknir, skipulagning og áætlanagerð af margvíslegu tagi. Verkefnastjóri Nýheima er nýtt
Kaffisala Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar Hin árlega kaffisala Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar verður í slysavarnahúsinu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl nk., kl. 14:00 - 17:00.
Glæsilegt kökuhlaðborð að vanda. Fullorðnir.......... kr. 1.500,Börn................... kr. 500,Athugið – tökum ekki kort.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kaffinefndin
starf sem felur í sér að auka samstarf einstaklinga og atvinnulífs í samfélaginu á meðal stofnanna og opinberra aðila með sérstaka áherslu á samþættingu menningar, menntunar, nýsköpunar og rannsókna. Davíð mun vera talsmaður Nýheima, vinna að stefnumótun, þróun og útfærslu á starfseminni. Þá verður lögð áhersla á að þróa samstarfsverkefni í samvinnu við íbúa svæðisins auk annarra innlendra og erlendra aðila. Davíð mun hefja störf í júní.
Skemmtikvöld
Kótilettukallar í stuði! Skemmtilkvöld Kótilettuklúbbsins Átvagls verður haldið á VÍKINNI 30.apríl kvöldið fyrir 1.maí. Skemmtikvöldið hefst kl. 22:00. Félagar klúbbsins og gestir þeirra sjá um að halda uppi fjörinu. Þarna koma fram hljómsveitir bæði þekktar, óþekktar og upprennandi og leika fjölbreytta dansmúsikk. Einnig Höfnlíners með írska stemningu. ÓSKADANSLÖGIN LEIKIN FRÁ KL. 23:00 – 23:30. Allir bæði konur og karlar sem náð hafa 20 ára aldri eru velkomnir á skemmtikvöldið. Miðaverð 1300 kr. Allur ágóði af skemmtikvöldinu rennur til UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Skil á efni og auglýsingum í næsta blað eru í síðasta lagi kl. 12:00 mánudaginn 28. apríl.
2
Miðvikudagur 23. apríl 2014
Gönguleiðir í Lóni
Eystrahorn
Heiðingjar á Hornafirði og áhugafólk um heiðinn sið
Boðað er til fundar um gönguleiðir í Lóni, í Fundarhúsinu í Lóni, mánudaginn 28. apríl 2014, klukkan 18:00.
Sigurblót verður haldið sumardaginn fyrsta við Sílavík og hefst blótið kl. 17:00. Verið öll hjartanlega velkomin.
Helga Davids kynnir drög að gönguleiðakorti ásamt leiðarlýsingum.
Ásatrúarfélagið
Landeigendur og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta og kynna sér vinnuna.
Atvinna
F.h. göngleiðaverkefnis Sigurlaug Gissurardóttir
Starfskraft vantar til sumarafleysinga hjá Eimskip / Flytjanda á Höfn í sumar (15. maí – 31. ágúst, gæti orðið lengri tími). Meirapróf og lyftararéttindi æskilegt. Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107.
Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-listans Munið súpufundinn á laugardögum kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu Stjórnir sjálfstæðisfélaganna
Til sölu - Hagatún 14
Karlakórinn Jökull Vortónleikar í Hafnarkirkju 1. maí kl, 17:00
196 fm einbýlishús á 2 hæðum. Húsið er mjög mikið endurnýjað, bæði að innan og utan. Allar raf-, hita- og neysluvatnslagnir endurnýjaðar. Hiti í gólfum. 4-5 svefnherbergi, rúmgott hol, stofa og sólstofa með tvöfaldri hurð út á verönd. Þrjú flísalögð baðherbergi, gott þvottahús og stór hjólageymsla með rafdrifinni "bílskúrshurð"., Stór verönd með nuddpotti. Bjálkahús og gróðurhús í fallegum og vel grónum garði fylgja. Sjá nánar á mbl.is. Frekari upplýsingar gefa eigendur og Helgi Jónsson (780 2700). Verð 36,9 m
Stjórnandi, Jóhann Morávek Undirleikari, Guðlaug Hestnes
TIL LEIGU EINBÝLI
180 fm einbýlishús til leigu á Höfn, með 5 svefnherbergjum, bílskúr og rúmgóðum garði. Frekari upplýsingar gefur Jóhann Hilmar í síma 863-6440.
Aðgangseyrir 2500 kr
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915
Nýtt á skrá
Vesturbraut
Gott 4ra herb., 156,7 m² raðhús m/innbyggðum bílskúr, mikið og frábært útsýni, steypt innkeyrsla, hellulagðar stéttar og 2 verandir.
Nýtt á skrá
Hlíðartún
Vel skipulagt 138,6 m² einbýlishús ásamt 34,4 m² bílskúr, samtals 173m². 4 svefnherbergi, gott viðhald.
Nýtt á skrá
Hafnarbraut
Stór og rúmgóð fasteign á 2 hæðum ásamt bílskúr samtals 287,9 m². 4 svefnherbergi og stór stofa í íbúð, rúmgott verslunarrými. Mikið endurnýjað hús sem hentar fyrir ýmsa starfsemi.
Miðvikudagur 23. apríl 2014
Umhverfismál Umhverfismál koma ótrúlega víða upp í málefnum sveitarfélaga. Þau koma fyrir í skipulagsvinnu, þau eru atvinnutengd, skólarnir sinna þeim og íbúarnir almennt hafa metnað fyrir því að þau séu í lagi. En í grein sem þessari verður maður að fókusa á framtíðina en ekki velta sér um of upp úr fortíðinni þó það sé oft hollt að líta til baka og rifja upp vel unnin verk og hvað hefði mátt betur fara. Venjan er að skipuleggja vinnu við umhverfismál fram í tímann en oft koma upp aðkallandi mál sem breyta skipulaginu.
3
MYNDLISTAR-
NÁMSKEId -
Eystrahorn
Námskeið í olíumálun verður haldið 25.-27. apríl. Kennari er Steinunn Einarsdóttir frá Vestmannaeyjum. Steinunn hefur haldið nokkur námskeið hér áður með góðum árangri. Námskeiðið verður haldið í Vöruhúsinu. Áhugasamir hafi samband við Lísu Þorsteinsdóttur í síma 781-4481 eða vilhjalmurm@hornafjordur.is
Við gerðum hitt og þetta Auðvitað ræður fjármagn því hversu mikið er hægt að framkvæma. Ef við hefðum haft úr meiru að moða hefði fleira verið gert en sveitarfélagið verður að sníða sér stakk eftir vexti og vonandi eru flestir ánægðir með útkomuna. Á síðasta kjörtímabili var farið skipulega í viðgerðir á gangstéttum, þótt vissulega hefði mátt gera meira. Við tókum opin svæði, t.d. Shelllóðina svokölluðu, svæðin bak við Báruna og Kaffi Hornið að ógleymdri Heppunni. Við settum af stað tveggja tunnu kerfið og unnum aðalskipulagið með það að leiðarljósi að vernda ræktað land og þétta byggð til að nota land betur og stytta leiðir. Þétting byggðar er vandmeðfarin, við viljum hafa græn svæði, hafa allt í göngufæri en samt ekki of mikið nábýli.
Hvað á að framkvæma á þessu vori Búið er að ákveða að fara í aðgerðir í frárennslismálum, malbika götur og endurbæta gangstéttir og halda áfram með græn svæði sem hafa verið í hálfgerðri órækt. Þessa dagana er verið að ákveða hvaða áherslur verða hjá vinnuskólanum í sumar. Leiktæki á opnum svæðum sem mörg voru orðin léleg og jafnvel hættuleg hafa verið endurnýjuð og verða sett á leikvelli. Haft verður brotajárns átak í dreifbýlinu í vor eins og verið hefur undanfarin vor og síðast en ekki síst verður haldið áfram með vinnu við strandstíginn.
Hvað viljum við gera 2014 til 2018 Við ætlum að nota umhverfisstefnuna og framkvæmdaráætlunina sem unnin var samhliða henni sem leiðarljós næstu árin. Öll mannanna verk verður þó að uppfæra eftir því sem tíminn líður, því þó að moltugerð sé t.d. ekki hagkvæmur kostur í dag getur hún orðið kostur á morgun þar sem tækniframfarir eru örar. Við viljum halda áfram með strandstíginn, tengja hann við Óslandið og hefjast handa við stíginn austanmegin í þorpinu til þess að aðgengi að Ægisíðu verði betra. Gróðursetningu á opnum svæðum hvort sem er á Höfn eða inn í Hæðargarði eða annarsstaðar þar sem sveitafélagið hefur umráðarétt verður að auka en huga verður að því við alla gróðursetningu að umhirða sé þægileg og að sem flest svæði séu sjálfbær. Við viljum að sveitarfélagið sé í fararbroddi á landsvísu í umhverfismálum. Sinni öllum íbúum í okkar víðfema héraði og aðstoði þá við að hugsa um umhverfið komandi kynslóðum til hagsbóta, en fyrst og fremst viljum við að okkur íbúunum líði vel í sveitafélaginu okkar, þeim finnist gott að búa hér og séu stoltir af sveitarfélaginu sínu. Ásgrímur Ingólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar og fjórði maður á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra..
MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI
Auglýsing um umsóknir um skólavist í leikskólum Hornafjarðar Þeir foreldrar sem hyggjast sækja um leikskóladvöl fyrir börn sín skólaárið 2014 – 2015 eru vinsamlegast beðnir um að gera það fyrir þriðjudaginn 6. maí. Þetta á jafnframt við um börn sem fædd eru á seinni hluta árs 2013. Foreldrar, sem nú þegar hafa sótt um leikskólavist fyrir börn sín, eru hvattir til að svara bréfi sem þeim mun berast á næstu dögum. Eyðublöð er hægt að nálgast í Ráðhúsi Hornafjarðar eða á vef sveitarfélagsins: www.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/ Umsoknir/ Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
www.n1.is
facebook.com/enneinn
Michelin gæði allan hringinn
2014
Michelin Primacy 3 • Frábært undir fjölskyldubílinn og stærri fólksbíla • Endingargott og sparar eldsneyti • Besta dekkið – hæsta heildarskor í könnun Autobild 2014
Bíllinn nýtur sín best á hjólbörðum af bestu gerð.
Michelin Energy Saver + • Undir smærri bíla, meðalstóra og fjölskyldubíla • Umhverfisvænt, endingargott og stutt hemlunarvegalengd • Sumardekk ársins 2013 samkvæmt gæða- og öryggisprófum ADAC
ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 68784 04/14
Michelin Pilot Sport 3 • Algjör lúxus undir kraftmikla sportbíla • Gefur gott grip og bætir aksturseiginleika • Dekk fyrir kröfuharða eigendur sportlegra lúxusbíla
Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn
Opið mánudaga–föstudaga
478-1490
www.n1.is
kl. 08–18
www.dekk.is
Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag. Höfn, stærsti þéttbýlisstaðurinn er öflugur útgerðarbær. Í sveitarfélaginu eru tveir leikog grunnskólar ásamt tónskóla og framhaldsskóla. Á Höfn er jafnframt almenningsbókasafn, starfsstöðvar SASS, Matíss og Nýsköpunarmiðstöðvar sem og Fræðslunet Suðurlands og Háskólafélag Suðurlands. Fjölbreytt félagsstarf er í sveitarfélaginu, ný almenningssundlaug, íþróttahús, líkamsræktarstöð og knatthús. Samgöngur eru greiðar, beint flug er til Hafnar og Strætó gengur til Hafnar frá Reykjavík.
Framkvæmda- og umhverfisstjóri Framkvæmda- og umhverfisstjóri hefur yfirumsjón með framkvæmdum, umhverfis-, tækni- og skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Viðkomandi hefur umsjón og yfirsýn yfir Gagnaveitu Hornafjarðar, rekstur tölvukerfa, vatnsog fráveitu, sorpmál, almannavarnir, umhverfismál s.s. götur og opin svæði. Önnur verkefni
Hæfniskröfur
• Áætlanagerð og undirbúningur framkvæmda • Innkaup í samstarfi við fjármálastjóra • Kostnaðarútreikningar og kostnaðarmöt • Fjárhagslegar úttektir • Önnur störf sem bæjarstjóri felur viðkomandi
• Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræða • Góð þekking á áætlanagerð og undirbúningi framkvæmda • Reynsla og þekking á málaflokknum er æskileg • Farsæl stjórnunarreynsla • Skipulagshæfileikar og samskiptafærni • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Upplýsingar veitir: Inga Steinunn Arnardóttir inga@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt kynningarbréfi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is