Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Föstudagur 3. maí 2013
17. tbl. 31. árgangur
Vel heppnaður íbúafundur
Mánudaginn 22. apríl stóð skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd í samvinnu við grasrótarhóp um heilsueflingu og forvarnir fyrir íbúafundi vegna endurskoðunar á stefnu sveitarfélagsins í þessum málaflokki. Mikil áhersla var lögð á að íbúar tækju þátt og kæmu skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri sem framlag inn í stefnuna. Skemmst er frá að segja að fólk brást einstaklega vel við. Á fundinn mættu 54 fyrir utan hópstjóra og aðra starfsmenn sem voru 10 talsins. Afar
ánægjulegt var að sjá mikla þátttöku ungs fólks. Íbúaþingið hófst með setningu síðan flutti Sabína Steinunn Halldórsdóttir erindi um forvarnarverkefni UMFÍ. Í kjölfarið hófst hópavinna sem stóð sleitulaust frá kl. 17:00 til kl. 20:00 með 20 mínútna matarhléi. Þarna var aflað dýrmætra hugmynda sem settar verða inn í nýja stefnu. Í framhaldinu verður unnið úr hugmyndunum og samin stefnudrög sem sett verða á vef sveitarfélagsins til að íbúar geti áfram komið með ábendingar og
hugmyndir. Stefnudrögin verða einnig send félagasamtökum til umsagnar. Við viljum þakka íbúum sveitarfélagsins fyrir þátttökuna og hlökkum til að eiga áframhaldandi samvinnu við þá um þetta verkefni. F.h. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, Arna Ósk Harðardóttir, Ragnhildur Jónsdóttir f.h. Grasrótarhóps um heilsueflingu og forvarnir, Matthildur Ásmundardóttir, Kristján S.Guðnason
Lagði upp frá Óslandsbryggju Guðni Páll Viktorsson, ungur kajakræðari, sem ætlar að róa umhverfis landið á kajak ýtti úr vör við gömlu Óslandsbryggjuna á þriðjudagsmorgun. Guðni Páll flýtti brottför um einn dag vegna veðurútlits. Það er ekki laust við að svolítill hrollur færi um blaðamann við tilhugsunina að fólk rói á svona bátsskel á hafi úti og í þeim kulda sem nú er. Svo ætlar hann að sofa í tjaldi við landtökur. Guðni Páll gerir ráð fyrir að ferðin taki sex til átta vikur en það er háð veðri og vindum. Aðspurður hvers vegna að byrja og enda á Hornafirði sagði hann að illu væri best aflokið. Hann rær réttsælis kringum landið og erfiðasti kaflinn er suðurströndin. Hann vonast til að loka hringnum á humarhátíðinni. Meðan á ferðinni stendur er áheitum safnað til styrktar Samhjálp. Hægt er að finna upplýsingar bæði um ferðina og söfnunina á www.aroundiceland2013.com og www.styrktarfelagid.is.
Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús
www.eystrahorn.is
Föstudagur 3. maí 2013
Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881
Gömlu bræðslurnar
Uppstigningardag 9. maí Messa kl. 11:00 - ferming
bjarnanesprestakall.is
Prestarnir
Rauðakrossbúðin
verður opin 4. og 8. maí frá kl. 12:30 til 15:30.
4. maí verður allt á 250 kr. nema handprjónavörur.
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 8. maí Efni og auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 6. maí
Herbergi óskast
Óska eftir herbergi til leigu á Höfn, með aðgangi að eldhúsi, frá ca. miðjum maí til loka júlí. Helga, sími 842 4374
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Í tilefni af sýningu um bræðslur á Íslandi í 100 ár er ætlunin að gera bræðslum á Hornafirði sérstök skil. Við leit í gögnum og að myndum m.a. á skjalasafninu hafa fundist takmarkaðar upplýsingar og fáar myndir. Sérstaklega er skortur á myndum sem hugsanlega hafa verið teknar innandyra af tækjum og fólki við vinnu. Hér með er leitað til lesenda Eystrahorns hvort þeir búi yfir upplýsingum sem að gagni gætu komið eða bent á hvar efni eða myndefni gæti verið að finna. Ef svo er þá vinsamlega hafið samband við ritstjóra Eystrahorns í síma 862-0249 eða á netfanginu albert@eystrahorn.is.
Eystrahorn
Menningarmiðstöð Hornafjarðar Viðburðir í maí 2013
Stefnumót matvælaframleiðenda við hótel- og veitingaaðila
1. maí
Í Tilefni af verkalýðsdeginum býður Afl starfsgreinafélag upp á kaffiveitingar á Hótel Höfn klukkan 14:00. Lúðrasveit Hornafjarðar spilar nokkur lög fyrir og eftir kaffi. Ræðumaður er Herdís Waage.
MAÍ
2. 16. og 23. maí
Sögustund Bryndísar fyrir yngstu kynslóðina er á Bókasafninu á fimmtudögum klukkan 14: 15. Síðasta sögustund fyrir sumarfrí er fimmtudaginn 23. maí, óvæntur glaðningur verður fyrir börnin.
2. 16. 23. og 30. maí
útsala!
Vorútsalan hafin 30% afsláttur af völdum vörum Gerið góð kaup
Verslun Dóru
Opið kl. 10:00 -12:00 og 13:00 - 18:00 virka daga
MAÍ
3. 10. 17. 24. og 31. maí
Föstudagshádegi Nýheima er á sínum stað milli kl 12:00 og 13:00 alla föstudaga þar sem stofnanir Nýheima skiptast á að vera með kynningar og ýmsar uppákomur fyrir almenning. Allir velkomnir.
4. og 18. maí MAÍ
Miðvikudaginn 24. apríl var Stefnumót matvælaframleiðenda við hótel- og veitingaaðila haldið í Nýheimum. Þarna mættu matvælaframleiðendur af svæðinu með vöruúrval sitt og kynntu fyrir hótel- og veitingaaðilum úr Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu. Þar kenndi ýmissa grasa og fengu hótel- og veitingaaðilar að gæða sér á vöruúrvali matvælaframleiðenda hér á svæðinu. Í boði var m.a. reyktur áll frá Flateyjarafurðum, reyktur makríll frá Sólskeri, svínakjötsafurðir og paté frá Miðskeri, grænkálssnakk og kartöflukonfekt frá Hólabrekkuafurðum, humarsúpa og humarsoð frá Kokkinum, Vatnajökulsbjórinn, hrossakjötsafurðir frá Hauki Sveinbjörns, Jöklaís frá Árbæ, úrval brauða frá Jóni bakara, birkisalt frá Náttúrulega og blóm úr Dilksnesi. Einnig var kynningarefni á þurrkuðum kjötvörum frá Sjónarskeri og fersku sjávarfangi frá Heppu Matarhöfn. Hugmyndin var að leiða saman matvælaframleiðendur og hótel- og veitingaaðila og gefa þeim tækifæri á að kynnast þeim matvælaafurðum sem eru framleiddar á svæðinu. Hótel og veitingahús geta aukið sérstöðu sína verulega með svæðisbundnu hráefni og þannig boðið upp á sterka svæðistengda upplifun. Fyrir marga smámatvælaframleiðendur getur einnig verið gott hafa fasta viðskiptavini og minnka þannig sveiflur í framleiðslu ásamt því spara flutningskostnað og fækka sótsporum. Það var virkilega góð mæting og komu hótel- og veitingaaðilar alla leið frá Vík og Klaustri. Við viljum þakka þeim öllum kærlega fyrir komuna og sérstaklega þökkum við þeim matvælaframleiðendum sem mættu fyrir virkilega vel heppnað stefnumót. Þeir Ármann Örn Friðriksson, Birkir Þór Hauksson og Þorkell Ragnar Grétarsson léku ljúfa tóna og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.
Hirðingjarnir, nytjamarkaður í verslun Steingríms, er opinn alla fimmtudaga frá kl 16:30 til 18:30. Þeir sem hafa áhuga á að gefa hluti á markaðinn geta komið með þá á opnunartíma.
Rauðakrossbúðin við Hafnarbraut er opin á laugardögum frá klukkan 12:30 til 15:30. Allur ágóði sem hlýst af sölu fer til hjálparstarfs Rauða Krossins.
4. og 18. maí
Prjónakaffi Guðnýjar er fyrsta og þriðja hvern laugardag á Bókasafninu. Síðasta prjónakaffið fyrir sumarfrí verður á Bókasafninu laugardaginn 18. maí klukkan 13:00. Allir velkomnir og heitt á könnunni.
6. 13. 20. og 27. maí
Opið prjónakvöld hjá Handraðanum er á mánudagskvöldum klukkan 20:00. Allir velkomnir í hús félagsins í N1 að Vesturbraut.
Geymið auglýsinguna
Menningarmiðstöð Hornafjarðar Viðburðir í maí 2013
Eystrahorn
Duglegir krakkar
1. maí maíaf verkalýðsdeginum býður Afl Í9. Tilefni
Kór eldri Hornfirðinga Gleðigjafar halda starfsgreinafélag upp á–kaffiveitingar á sína árlegu vortónleika í Hafnarkirkju Hótel Höfn klukkan 14:00. Lúðrasveit þann 9. maí klspilar 14:00. Miðaverð er 1500 Hornafjarðar nokkur lög fyrir og krónur . eftir kaffi. Ræðumaður er Herdís Waage. Sögustund Bryndísar fyrir yngstu Hjóladagur Slysavarnarfélagsins kynslóðina er á Bókasafninu á Framtíðar verður þann 11. maí klukkan fimmtudögum klukkan 14: 15. Síðasta 11:00 við hús félagsins. sögustund fyrir sumarfrí er fimmtudaginn 23. maí, óvæntur glaðningur verður fyrir Dagur rauðu peysunnar er einnig þennan börnin. dag þar sem sjálfboðaliðar Rauða Krossins verða áberandi.
MAÍ
Hirðingjarnir, nytjamarkaður í verslun Steingríms, er opinn alla fimmtudaga 11. maí frá kl 16:30 til 18:30. Þeir sem hafa Ferðafélag – Skaftfellinga býður áhuga á aðAustur gefa hluti á markaðinn upp lambaferð Suðursveit. getaákomið með íþá á opnunartíma. Borgarhafnarfjall – Smyrlabjörg. Brottför frá 10:00. 3.Höfn 10. kl17. 24. og 31. maí
Föstudagshádegi Nýheima er á sínum staðog milli25. kl 12:00 16. maí og 13:00 alla föstudaga þar sem stofnanir Kvennakórinn heldur vorgleðiNýheima í Sindrabæ skiptast á að vera með kynningar og þann 16. maí klukkan 20:00 og syngur ýmsarinn uppákomur fyrir almenning. Allir vorið fyrir Hornfirðinga. velkomnir. Á tónleikunum verður kórinn á ítölskum nótum 4. ogenda 18. stutt maí í Ítalíuferð. Það verður slegið á létta strengi og verður þetta Rauðakrossbúðin við Hafnarbraut er opin léttari útgáfa af vortónleikum kórsins og á laugardögum frá klukkan 12:30 til ýmislegt óvænt mun gerast. Aðgangseyrir 15:30. Allur ágóði sem hlýst af sölu fer til er 1500 krónur. Léttar veitingar seldar. hjálparstarfs Rauða Krossins.
MAÍ
Þessir blakspilarar urðu Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki. F.v. Júlíus, Sindri, Björgvin, Benjamín, Íris og þjálfarinn Kolbrún.
2. 16. 23. og 30. maí
MAÍ
MAÍ
MAÍ
MAÍ
2. 16. 11. maíog 23. maí
Þan 25. maí mun kórinn halda sína árlegu 4. og 18. maí vortónleika í Hafnarkirkju. Á efnisskránni fyrsta og Þeir þriðja erPrjónakaffi fjölbreytt Guðnýjar tónlist viðer allra hæfi. hvern laugardag á Bókasafninu. Síðasta Júlíus og Bragi spila undir hjá kórnum auk prjónakaffið fyrir sumarfrí verðurer á 2000 Jónínu Einarsdóttur. Aðgangseyrir Bókasafninu laugardaginn 18. maí krónur. klukkan 13:00. Allir velkomnir og heitt á könnunni. 25. maí Laugardaginn 25. maí verður útskrift frá 6. 13. 20. og 27.í Austur maí – Framhaldsskólanum Opið prjónakvöld hjá Handraðanum Skaftafellssýslu klukkan 14:00. Ávarp er á mánudagskvöldum klukkan 20:00. Allir skólameistara, skemmtiatriði og útskrift. velkomnir í hús félagsins í N1 að Vesturbraut.
Geymið auglýsinguna
Sigurvegarar í sínum aldursflokki á seinnihluta Íslandsmótsins í blaki. F.v. Dominik, Bjarmi Þeyr, Halldór og Birkir.
KVENNAKÓRINN LÉTTSVEIT REYKJAVÍKUR
Douze points TÓNLEIKAR Í NÝHEIMUM HÖFN HORNAFIRÐI
LAUGARDAGINN 11. MAÍ 2013 KLUKKAN 15:00 STJÓRNANDI: GÍSLI MAGNA
Á dagskrá eru Eurovisionlög frá ýmsum löndum og aðrar perlur úr dægurlagaheiminum
HLJÓÐFÆRALEIKARAR:
AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR OG TÓMAS R. EINARSSON
Miðaverð: 1.000 Miðasala við innganginn, í síma: 897-1885 og hjá kórfélögum
Malbikun á Höfn og í nágrenni Í kjölfar samninga við sveitarfélagið og fyrirtæki í bænum munum við taka að okkur malbikun fyrir einstaklinga og fyrirtæki í bænum. Gerum föst verðtilboð í malbik miðað við að búið verði að vinna undirlagið. Áhugasamir eru beðnir um að vera í sambandi fyrir 15. maí.
Hafið samband við Gunnar Erlingsson 660-1909 (gunnarer@colas.is) eða við Eyþór Guðmundsson staðarstjóra í síma 892-5187. Reiknað er með að malbikun hefjist 21. maí
VIÐ ÞÖKKUM FYRIR STUÐNINGINN sem þú kjósandi góður hefur ákveðið að sýna Framsókn. Við munum nýta þetta traust til góðra verka. Frambjóðendur Framsóknar í Suðurkjördæmi
H F
LAMBAHRYGGUR
Kræsingar & kostakjör
LANGSKORINN
VERÐSPRENGJA! 30% AFSLÁTTUR
1.392 ÁÐUR 1.989 KR/KG
GOÐI GRILLBORGARAR
GOÐI GRÍSARIF
GOÐI GRÍSAKÓTILETTUR
698
1.499
1.769
4STK M/BRAUÐI
ÁÐUR 895 KR/PK
BBQ
LÉTTREYKTAR/HUNANGS
ÁÐUR 1.998 KR/KG
GOÐI LAMBASÚPUKJÖT BLANDAÐ
766
ÁÐUR 2.359 KR/KG
ÁÐUR 957 KR/KG
GOÐI GRILLPYLSUR BRATWURST 330 G
25% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
499 ÁÐUR 587 KR/PK
ÖMMUBOLLUR
ORLYFISKUR
800G
800G
599
ALIFUGLAHAKK FROSIÐ/600G
1.188 349
ÁÐUR 798 KR/PK
ÁÐUR 1.398 KR/PK
25% AFSLÁTTUR
ÁÐUR 585 KR/PK
40% AFSLÁTTUR
BERLÍNARBOLLA
G&B LÍFRÆNT SÚKKULAÐI 100G
SUNPRIDE ÁVAXTADRYKKIR 1L
BAKE OFF
DÖKKT/HVÍTT/MJÓLKUR/MÖNDLU
EPLA/TRÖNUBERJA/APPELSÍNU/BLANDAÐ
99
285
149
ÁÐUR 198 KR/STK
ÁÐUR 379 KR/STK
ÁÐUR 199 KR/STK
SÆTAR KARTÖFLUR
164 ÁÐUR 327 KR/KG
50% AFSLÁTTUR OKKAR HJÓNABANDSÆLA
539 ÁÐUR 899 KR/STK
25% AFSLÁTTUR
50% A
FSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
LÁTTUR
FS 40% A
Tilboðin gilda 2.maí - 5.maí Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.