Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 30. apríl 2014
17. tbl. 32. árgangur
Hótel Jökull stækkar
Það hefur ekki farið framhjá fólki að miklar framkvæmdir á vegum ferðaþjónustuaðila eru í héraðinu. Ásta H. Guðmundsdóttir, Guðjón Pétur Jónsson og dætur þeirra eru eigendur Hótels Jökuls (áður Nesjaskóli). Þau hafa staðið í stórframkvæmdum og ætla að hafa opið hús nk. laugardag. Í viðtali við ritstjóra sögðu þau m.a.; “Við keyptum Nesjaskólann árið 2008 en þá voru einungis 31 herbergi án baðs til útleigu á sumrin á vegum Hótel Eddu Nesjum. Við byrjum strax
á ýmsum lagfæringum og framkvæmdum þar sem við breyttum fjórum kennaraíbúðum í 13 herbergi án baðs. Síðan þá höfum við verið í breytingum og lagfæringum á hverju ári og nú í dag er hótelið með 41 herbergi með baði og 23 án baðs. Fyrstu árin vorum við í samstarfi við Flugleiðahótel – Hótel Edda Nesjum - en sumarið 2013 rákum við hótelið undir eigin nafni Hotel Glacier. Stærsta framkvæmdin var nú í vetur þegar við breyttum kennslustofunum í 18
herbergi með baði og einnig tókum við í gegn móttöku hótelsins. Nýbyggingin er hönnuð með það fyrir augum að hún ein og sér geti sinnt eftirspurn á jaðartímum. Síðasta sumar var mjög gott, fyrst og fremst vegna þess að framboð herbergja með baði jókst um 14 herbergi. Útlitið fyrir sumarið er gott, vel bókað og aukning vor og haust. Við bjóðum alla sem hafa áhuga að skoða hótelið velkomna laugardaginn 3. maí n.k. frá kl. 14:00 -16:00.”
Ingibjörg Lúcía í landsliðið
Krían kom á sumardaginn fyrsta
Það hefur verið eftir því tekið í knattspyrnuhreyfingunni hér á landi hvað Umf. Sindri hefur átt margar stúlkur í landsliðum og hvað margar þeirra hafa náð langt með liðum í efstu deild kvenna. Ingibjörg Lucía Ragnarsdóttir ein efnilegasta fótboltastúlkan í Sindra lék sinn fyrsta landsleik í 17 ára liðinu á dögunum á æfingamóti á NorðurÍrlandi. Í stuttu spjalli við ritstjóra sagði hún þetta: „Ég byrjaði að æfa fótbolta 6 ára gömul í Sindra og mér hefur alltaf gengið mjög vel enda er staðið vel að fótboltanum fyrir stelpur hjá Sindra. Ég fór á fyrstu landsliðsæfinguna í fyrra, en þær eru mjög svipaðar og æfingarnar hérna heima, og landsliðið er búið að æfa saman síðan í september aðra hverja helgi. Knattspyrnusambandið sér um að greiða ferðakostnaðinn fyrir okkur stúlkurnar utan af landi. Fyrsti landsleikur minn var gegn Wales 13. apríl og síðan var leikið gegn Norður-Írlandi og Færeyjum. Þetta var mjög skemmtileg ferð og upplifunin var æðisleg . Ég er ákveðin í að halda áfram að æfa og gera mitt besta og segi að lokum Áfram Sindri!“ Það er full ástæða að hvetja fólk til að mæta á leiki hjá stelpunum í sumar og sýna þeim stuðning.
Krían er komin til landsins hún sást við Ósland að morgni sumardagsins fyrsta og boðar vonandi gott sumar. Brynjúlfur Brynjólfsson sagði að krían komi alltaf fyrst í Óslandið þar sem mikið er um kríu yfir sumarið. Brynjúlfur stýrir vefnum fuglar.is þar sem hægt er að nálgast fróðleik um fugla. Líf er að færast í Óslandið.
www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar
www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 30. apríl 2014
SÓLNING
Eystrahorn
Eygló ráðin skólastjóri Grunnskólans
Hjólbarðar • • • •
Hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og jeppa Hágæða dekk á góðu verði Persónuleg þjónusta Tjöruþvottur AFGREIÐSLUTÍMI
Virka daga 8–17 Helgaropnun eftir samkomulagi
Bugðuleiru 2, Höfn. Sími1616/894 894 1616 Bugðuleiru 3, Höfn. Sími 894 7962
Sumarvinna Óskum að ráða bílstjóra með rútupróf. Einnig bílfreyjur á leiðinni Höfn-Klaustur-Höfn
Karlakórinn Jökull Vortónleikar í Hafnarkirkju 1. maí kl, 17:00 Stjórnandi, Jóhann Morávek
Undirleikari, Guðlaug Hestnes
Upplýsingar veitir Guðbrandur í síma 894-1616.
Eystrahorn
Eygló Illugadóttir deildarstjóri hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar til tveggja ára vegna námsleyfis Þórgunnar Torfadóttur. Eygló er M. ed. í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á leiðtoga, nýsköpun og stjórnun frá Háskóla Íslands og b.ed. kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Íslands. Eygló hefur einnig tekið hin ýmsu námskeið við HÍ. Í starfinu felst fagleg forysta í samstarfi við Huldu Laxdal skólastjóra. Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi eldrastigs og vinna að framsækinni skólaþróun. Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild. Eygló mun hefja störf á næsta skólaári hún hefur verið búsett á Hornafirði s.l. 25 ár og starfað við Grunnskóla Hornafjarðar og forvera hans á þeim tíma
PALOMINO COLT 2005 FELLIHÝSI
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Til sölu er Palomino fellihýsi, 9 fet, árgerð 2005, sólarsella, markisa, tveir gaskútar, ferðaklósett, heitt og kalt vatn og ísskápur. Lítið notað. Sigfús Harðarson s: 8662957.
Aðgangseyrir 2500 kr
Eystrahorn
Miðvikudagur 30. apríl 2014
Undirbúningur malbiksframkvæmda
Nú er að fara í hönd undirbúningur malbiksframkvæmda, þeim undirbúningi fylgir einhver röskun og óþægindi. Áætlað er að malbiksflokkur hefji vinnu uppúr miðjum maí. Þessar vikur sem eru fram að malbikun kann að verða allskonar röskun og viljum við biðja fólk um að sýna biðlund og lipurð vegna aðstæðna. Undirbúningur framkvæmdanna er talsverður og tekur tíma. Malbikað verður frá Kirkjubraut 43 niður úr að gatnamótum Sandbakkavegar og Sandbakka þ.e. að blokkinni. Einnig verður lagt á Silfurbraut frá Heiðarbraut að neðsta botnlanga og efri part Hrísbrautar. Þessu til viðbótar eru bútar hér og þar en valda væntanlega litlu raski. Einnig verða gangstéttir við Kirkjubraut, frá Víkurbraut og að N1 endurnýjaðar, við Kirkjubraut 43 þarf einnig að grafa í götuna vegna viðhalds fráveitu og verður gatan frá Kirkjubraut 43 og niður fyrir kirkju lokuð meðan á þessari fráveituviðgerð stendur. Reikna má með að aðgengi að innkeyrslum verði erfitt meðan á framkvæmd stendur við gangstéttir. Gert er ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á Kirkjubraut næsta mánudag þ.e. 28. apríl. Gangstéttir báðum megin við Smárabraut verða líka endurnýjaðar, sú framkvæmd kemur til með að valda raski meðan á henni stendur og einnig þann tíma sem líður frá undirbúningi þar til malbikað verður. Ef einhverjir einstaklingar eða fyrirtæki hafa hug á að malbika núna í vor, vinsamlega hafið samband við Björgvin í síma 663 9023.
Gleðilegt umferðarsumar Búast má við aukinni umferð í sumar og vert að huga að öryggi í umferðinni. Munum að spenna öryggisbeltin og gæta að ökuhraða. Ökumaður ökutækis er ábyrgur fyrir öryggisbúnaði og notkun þeirra hjá yngri en 15 ára. Lögreglan mun auka umferðareftirlit sitt í þéttbýli sem og úti á Hringvegi í sumar. Eftir sem áður verður áheyrsla lögð á þætti er varða öryggi í umferðinni, s.s. hraðakstur, vímuakstur og notkun öryggisbúnaða. Hjólreiðar eru holl og góð hreyfing. Notum hjálma við hjólreiðar og munum einnig að gatan er ekki leiksvæði. Gott fyrir forráðamenn að fara yfir umferðarreglurnar með börnum sínum svona í upphafi sumars. Einnig er gott að vera sýnilegur, sérstaklega ef maður er stuttur í annan endann og unnt að fá margvíslegan búnað eða fatnað í ýmsum litum til að auka sýnileika. Rafskutlur verða æ vinsælli og er litið á þær af flestum eins og reiðhjól, en er þó mjög algengt að lögreglu berist kvartanir vegna barna á slíkum tækjum. Því er mikilvægt er að muna : • • • •
Börn – 14 ára og yngri – eru skyldug til að nota hjálm. Ekki má nota rafmagnsreiðhjól á akbrautum. Ekki má reiða farþega á rafmagnshjólum. Rafmagnsreiðhjól má ekki komast hraðar en 25 km/klst enda er það þá skráningarskylt og flokkast sem létt bifhjól. Umferðarkveðja, Lögreglan á Höfn
www.eystrahorn.is
Kosningaloforð
Af hverju ætti starfið þitt að geta orðið kosningaloforðið mitt? Þessi hugleiðing kom mér í hug eftir að hafa setið ráðstefnu um undirbúning að gerð nýrrar menntastefnu fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð einn fagran laugardag í apríl í Nýheimum. Þar hlustaði ég á mjög svo áhugavert erindi frá Gylfa Jóni Gylfasyni fræðslustjóra í Reykjanesbæ, þar sem hann talaði um aðgerðaráætlun sem sett var í gang í Reykjanesbæ. Þar lágu fyrir niðurstöður um mjög svo lakan námsárangur í skólum Reykjanesbæjar, þetta var þeirra raunveruleiki nokkur ár í röð. Þeir settu af stað átak og stefnan tekin á ákveðin markmið. Allir þurftu að vera í sama liði til að ná settu markmiði hvort sem það voru nemendur, foreldrar, ömmur, afar, kennarar, skólastjórnendur eða aðrir starfsmenn. Allir unnu sem ein heild. Auðvitað voru neikvæðar raddir í byrjun sem sögðu að þetta væri ekki hægt, hver kannast ekki við að hafa hreinlega bara ekki tíma eða aðra afsökun til að skorast undan. Þrátt fyrir neikvæðar raddir var hafist handa. En þetta tókst og er að skila góðum árangri í dag. Þetta er langhlaup eins og Gylfi Jón sagði og því engan veginn lokið. Eftir að hafa hlustað á þetta erindi er ég sannfærð um að við þurfum að ná sátt í okkar skólamálum og sérstaklega hvað varðar leikskólamálin. Við þurfum að gefa starfsfólki leikskólanna svigrúm til sinna starfa og frið í sinni vinnu, það eru jú þau sem eru fagfólkið þegar kemur að innra skipulagi. Við höfum verið að gera breytingar með skólana okkar og nú síðast leikskólana til að koma til móts við raddir foreldra. Það nýjasta var viðbygging við Krakkakot, og núna rekum við tvo þriggja deilda leikskóla. Biðlistum var svo til útrýmt, einnig gerði skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þá breytingu að barnið haldi sínum stað á biðlista taki það tímabundið laust pláss á öðrum leikskólanum. Ennþá eru ekki allir sáttir, en ég segi, gefum þeim breytingum sem hafa verið gerðar smá tíma og fáum reynslu á þær. Þetta er annar af tveimur valkostum sem rýnihópur lagði fram sem lausn í skýrslu sem hann skilaði 2011 og má nálgast á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/stjornsysla. Byggingin er ennþá að þorna gefum breytingunum smá svigrúm og starfsfólkinu líka. Nýtum orku okkar, kraft og raddir í að leggja nýrri menntastefnu lið. Þannig tel ég að við náum sáttum til langtíma litið. Látum orð Gylfa Jóns vera okkur innsýn í sáttara skólakerfi. „NÚNA ERU SKÓLAMÁL Í REYKJANESBÆ EKKI LENGUR KOSNINGARMÁL“. Gunnhildur Imsland, varaformaður skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar og þriðji maður á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra.
Ný stjórn FUF Síðastliðinn miðvikudag boðaði Félag ungra framsóknarmanna í Austur-Skaftafellssýslu til aðalfundar. Kosið var í nýja stjórn félagsins en hana mynda Ármann Örn Friðriksson formaður, Tómas Ásgeirsson varaformaður, Siggerður Aðalsteinsdóttir gjaldkeri, Sædís Harpa Stefánsdóttir ritari og Dóra Björg Björnsdóttir Ármann Örn og Tómas. meðstjórnandi. Varamenn í stjórn eru Ingólfur Jónsson og Inga Kristín Aðalsteinsdóttir. Félag ungra framsóknarmanna í Austur-Skaftafellssýslu
www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 30. apríl 2014
Hreinsunardagar
Hreint umhverfi - gott mannlíf!
Hreinsunardagar verða 1. - 5. maí Íbúar eru hvattir til að taka vel til í kringum hús sín og nærumhverfi á Höfn og Nesjahverfi. Fyrirtæki eru hvött til að taka vel til við fyrirtæki sín og á lóðum, á ekki síður við um geymslulóðir 2. og 5. maí verða strákarnir í Áhaldahúsinu að hirða upp rusl sem fólk gengur frá á aðgengilegum stað við lóðarmörk. Ef magnið er mikið, hafið samband við Birgi í síma 895-1473.
Fegrum umhverfið fyrir sumarkomu
Eystrahorn
Ágætu íbúar Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur tekið þá ákvörðun að stíga eitt skref enn í flokkun á úrgangi. Á næstu vikum verður bætt við flokkunar tunnu við hvert heimili í dreifbýli sem tæmdar verða einu sinni í mánuði. Samhliða þessu verða grenndarstöðvarnar fyrir endurvinnanlegan úrgang fjarlægðar. Rekstraraðilum í dreifbýli býðst að koma sér upp flokkunartunnum eða körum sem sveitarfélagið losar á tveggja vikna fresti. Varðandi val á ílátum fyrir rekstraraðila þarf að hafa samband við forsvarsmenn Funa ehf (sími: 845-0955 ) þannig að ílátin passi fyrir bílinn sem kemur og sækir endurvinnsluefni. Gámaportið verður áfram opið og reynt að bregðast við öllum ábendingum um bætta þjónustu. Er það von okkar að íbúar bregðist við þessari bættu þjónustu með aukinni flokkun því hlutverk okkar allra er að huga að því hvernig við skilum jörðinni frá okkur til næstu kynslóða og við skilum henni klárlega betri með því að flokka. Nýlega var opnuð undirsíða um umhverfismál á heimasíðu sveitarfélagsins sem við hvetjum íbúana til að skoða, það er flipi fyrir inngang inn á hana efst á síðunni, á vefsíðunni eru fullt af gagnlegum upplýsingum um flokkun og umgengni um umhverfið almennt. Nálgast má vefsvæðið á www. hornafjordur.is/umhverfismal. Með von um góðar undirtektir Ásgrímur Ingólfsson formaður umhverfis- og skipulagsnefndar.
Aðalfundur Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga verður haldinn laugardaginn 10. maí 2014 kl. 15:00 í Ekrusalnum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
Hreinsun
Við viljum minna á að um miðjan maí förum við af stað í hinn árlega hring í kringum landið með öfluga vél sem nær undraverðum árangri í þrifum á steinteppum, teppum, fúgum og flísum ásamt ýmsum öðrum gerðum af gólefnum. Einnig lokum við flísum svo þrif á þeim auðveldist. Látum myndirnar tala sínu máli. Við munum bæta við okkur verkefnum eins og þarf og má panta hjá okkur tíma í símum 660-1944 og 544-5588 eða í gegnum netfangið mar@hagaeda.is. Ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar.
Eystrahorn
Miðvikudagur 30. apríl 2014
Vormót Hornfirðings
www.eystrahorn.is
Óslandsvegurinn „Óslandsveginn í vagninum ek ég inn í vaxandi Hornbúans klið. Jeppabílstjórans beljandi söngur hefur blandast við úthafsins nið. Þessi vegur er sýslunnar sómi aðeins svipur af Hornfirðingsins þrá. Hér mun æska hins ókomna tíma renna örugg í gleymskunnar dá.“
Vormót Hestamannafélagsins Hornfirðings verður haldið við Stekkhól fimmtudaginn 1. maí. Skráning hefst kl. 13:30 í Stekkhól og hefst keppni stundvíslega kl. 14:00. Keppt verður úti ef veður leyfir, annars í reiðhöllinni. Keppt verður í tví- og þrígangi, fullorðinna og unglinga. Eftir keppni verður kaffi- og kökuhlaðborð í Stekkhól gegn vægu gjaldi. Teymt undir börnum að keppni lokinni.
Hestamannafélagið Hornfirðingur
Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-listans Munið súpufundinn á laugardögum kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu Stjórnir sjálfstæðisfélaganna
Skemmtikvöld í kvöld!
Kótilettukallar í stuði!
Í þessu fallega kvæði eftir Aðalstein Aðalsteinsson um Óslandsveginn, syngur jeppabílstjórinn með undirleik úthafsbárunnar og keyrir inn í samfélag sem tekur undir sönginn, með sómatilfinningu og þrá um veginn til bjartrar framtíðar fyrir sig og sína afkomendur. Einhvern veginn þessu líkt hefur samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði tekið okkur fjölskyldunni þetta tæpa ár sem við höfum búið hér. Hér finnst okkur gott að vera og okkur hefur verið tekið opnum örmum, bæði í leik og starfi. Samheldni, samhjálp og framkvæmdagleði virðist vera partur af veitukerfi sveitarfélagsins. Í aðdraganda kosninga til sveitarstjórnar 2014 hefur nýtt afl, 3. Framboðið, orðið til. 3. Framboðið er hópur fólks sem deilir svipaðri framtíðarsýn og „Hornbúarnir“ sem búa til vaxandi klið í kvæðinu. Fyrst og fremst er 3. Framboðið hópur fólks sem hefur brennandi áhuga á málefnum sem snerta íbúa sveitarfélagsins. Og framtíðin er björt. Hér er gott að ala upp börn, reknir eru metnaðarfullir skólar, atvinnutækifæri eru mörg og við búum í sveitarfélagi sem stendur vel fjárhagslega. Skýr framtíðarsýn er án efa lykillinn að því að gera gott samfélag betra. Það er hlutverk sveitarstjórnar að leiða samfélagið áfram veginn. Í stefnuskrá 3. Framboðsins eru mörg málefni sem við viljum koma að til þess að styrkja þessa sýn. Sem dæmi má nefna; skipulagsmál með umtalsverða fjölgun íbúa að leiðarljósi og skýra stefnu varðandi uppbyggingu í ferðaþjónustu,virkan leigumarkað og gjaldfrjálsa leikskóla sem og grunnskóla svo fátt eitt sé nefnt. Við blasir að fólkið sem býr í þessu fallega sveitarfélagi er sjálfstætt, framsækið, harðduglegt og samheldið um að lokalínur kvæðisins um Óslandsveginn eigi alltaf við. Og við fjölskyldan, nýbúar í samfélaginu, skynjum að við tilheyrum draumsýn og þrá allra um að hér í Sveitarfélaginu Hornafirði er og verður gott að búa. Sæmundur Helgason kennari Situr í 2. sæti á lista 3. Framboðsins.
Skemmtilkvöld Kótilettuklúbbsins Átvagls verður haldið á VÍKINNI 30.apríl kvöldið fyrir 1.maí. Skemmtikvöldið hefst kl. 22:00.
Félagar klúbbsins og gestir þeirra sjá um að halda uppi fjörinu. Þarna koma fram hljómsveitir bæði þekktar, óþekktar og upprennandi og leika fjölbreytta dansmúsikk. Einnig Höfnlíners með írska stemningu. ÓSKADANSLÖGIN LEIKIN FRÁ KL. 23:00 – 23:30. Allir bæði konur og karlar sem náð hafa 20 ára aldri eru velkomnir á skemmtikvöldið. Miðaverð 1300 kr. Allur ágóði af skemmtikvöldinu rennur til UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Umboðsaðili
6
Miðvikudagur 30. apríl 2014
AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur á 1.maí
Eystrahorn
Húðlína þróuð af frönskum vísindamönnum sem gengur djúpt inn í húðina og byggir hana upp innanfrá
Hátíðardagskrá á Hótel Höfn frá kl. 14:00
Mikil virkni – sjáanlegur árangur
Kaffiveitingar, Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði
Fjórir vísindamenn standa að baki Novexpert sem hafa rannsakað og þróað innihaldsefni í snyrtivörum í fjölmörg ár og unnið til fjölda verðlauna. Þeir hafa meðal annars unnið fyrir snyrtivörurisa á borð við Kanebo, Dior og Shiseido Kynning á Novexpert verður haldin í Lyfju föstudaginn 2. maí frá kl: 14:00 - 18:00
Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Án parabena, rotvarnarefna, ilmefna og annarra skaðlegra aukaefna.
CMYK
STANS
Sérfræðingur frá Novexpert verður á staðnum
SVART
P 109
P 7461
P 485
Yellow
Helgi Agnars
20% afsláttur verður á kynningardaginn
Netfang: helgi@vorumerking.is
Sent:
Aðalfundur Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2014 laugardaginn 3. maí klukkan 15:00 á Hótel Framtíð Djúpavogi Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2. Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar 3. Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs 4. Kjör félagslegra skoðunarmanna 5. Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess 6. Ákvörðun félagsgjalds 7. Kosning fulltrúa á ársfund Stapa. 8. Önnur mál Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu. Ársreikningar félagsins liggja fyrir á skrifstofum félagsins.
Innskráning nýnema í Grunnskóla Hornafjarðar Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri. Innritun barna sem fædd eru árið 2008 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2014 fer fram í Grunnskóla Hornafjarðar frá 28. apríl – 16. maí 2014. Skráning fer fram í síma 470 8430 og á netfanginu daddar@hornafjordur.is Verðandi nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra fá bréf í sumar með upplýsingum um skólastarfið en skóli verður settur 25. og 26. ágúst 2014. Skólastjórar
www.n1.is
facebook.com/enneinn
Cooper Discoverer ST MAXX • Gott torfærudekk • Milligróft og gripsterkt við erfiðustu aðstæður • Sjálfhreinsandi munstur hindrar grjót í að gata dekkið • Einn sterkasti hjólbarðinn á markaðnum í dag
ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 68784 04/14
Cooper undir jeppann
Cooper Discoverer AT3 • Nýtt alhliða jeppadekk frá Cooper • Ný gúmmíblanda sem eykur grip í bleytu • Nýstárlegt munstur sem bætir aksturseiginleika bílsins • Frábært heilsársdekk með framúrskarandi endingu og virkar við nánast allar aðstæður
Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður veltur mikið á að hjólbarðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga fram það besta í jeppanum þínum. Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn
478-1490
Opið mánudaga-föstudaga www.n1.is
kl. 08-18
www.dekk.is
Húsasmiðjan leitar
að öflUgUm liðsmanni Húsasmiðjan vill ráða metnaðarfullan og þjónustulundaðan starfsmann í timburafgreiðslu verslunarinnar á Höfn Um er að ræða framtíðarstarf og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst Ábyrgðarsvið • Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur • Lyftararéttindi kostur en ekki skilyrði • Samskiptahæfni • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi:
metnaður Þjónustulund sérþekking Áreiðanleiki liðsheild
Viljum einnig ráða starfsmann til sumarafleysinga • Skilyrði að viðkomandi sé orðinn 17 ára. Þarf að geta hafið störf 1.júní n.k. Umsóknir berist fyrir 8. mai n.k. til Kristjáns Björgvinssonar, rekstrarstjóra kristv@husa.is, sími: 525 3398 öllum umsóknum verður svarað
hluti af Bygma
Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956
Óskum starfsfólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn, 1. maí
Skinney Þinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / sth@sth.is