Eystrahorn 17. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 30. apríl 2014

17. tbl. 32. árgangur

Hótel Jökull stækkar

Það hefur ekki farið framhjá fólki að miklar framkvæmdir á vegum ferðaþjónustuaðila eru í héraðinu. Ásta H. Guðmundsdóttir, Guðjón Pétur Jónsson og dætur þeirra eru eigendur Hótels Jökuls (áður Nesjaskóli). Þau hafa staðið í stórframkvæmdum og ætla að hafa opið hús nk. laugardag. Í viðtali við ritstjóra sögðu þau m.a.; “Við keyptum Nesjaskólann árið 2008 en þá voru einungis 31 herbergi án baðs til útleigu á sumrin á vegum Hótel Eddu Nesjum. Við byrjum strax

á ýmsum lagfæringum og framkvæmdum þar sem við breyttum fjórum kennaraíbúðum í 13 herbergi án baðs. Síðan þá höfum við verið í breytingum og lagfæringum á hverju ári og nú í dag er hótelið með 41 herbergi með baði og 23 án baðs. Fyrstu árin vorum við í samstarfi við Flugleiðahótel – Hótel Edda Nesjum - en sumarið 2013 rákum við hótelið undir eigin nafni Hotel Glacier. Stærsta framkvæmdin var nú í vetur þegar við breyttum kennslustofunum í 18

herbergi með baði og einnig tókum við í gegn móttöku hótelsins. Nýbyggingin er hönnuð með það fyrir augum að hún ein og sér geti sinnt eftirspurn á jaðartímum. Síðasta sumar var mjög gott, fyrst og fremst vegna þess að framboð herbergja með baði jókst um 14 herbergi. Útlitið fyrir sumarið er gott, vel bókað og aukning vor og haust. Við bjóðum alla sem hafa áhuga að skoða hótelið velkomna laugardaginn 3. maí n.k. frá kl. 14:00 -16:00.”

Ingibjörg Lúcía í landsliðið

Krían kom á sumardaginn fyrsta

Það hefur verið eftir því tekið í knattspyrnuhreyfingunni hér á landi hvað Umf. Sindri hefur átt margar stúlkur í landsliðum og hvað margar þeirra hafa náð langt með liðum í efstu deild kvenna. Ingibjörg Lucía Ragnarsdóttir ein efnilegasta fótboltastúlkan í Sindra lék sinn fyrsta landsleik í 17 ára liðinu á dögunum á æfingamóti á NorðurÍrlandi. Í stuttu spjalli við ritstjóra sagði hún þetta: „Ég byrjaði að æfa fótbolta 6 ára gömul í Sindra og mér hefur alltaf gengið mjög vel enda er staðið vel að fótboltanum fyrir stelpur hjá Sindra. Ég fór á fyrstu landsliðsæfinguna í fyrra, en þær eru mjög svipaðar og æfingarnar hérna heima, og landsliðið er búið að æfa saman síðan í september aðra hverja helgi. Knattspyrnusambandið sér um að greiða ferðakostnaðinn fyrir okkur stúlkurnar utan af landi. Fyrsti landsleikur minn var gegn Wales 13. apríl og síðan var leikið gegn Norður-Írlandi og Færeyjum. Þetta var mjög skemmtileg ferð og upplifunin var æðisleg . Ég er ákveðin í að halda áfram að æfa og gera mitt besta og segi að lokum Áfram Sindri!“ Það er full ástæða að hvetja fólk til að mæta á leiki hjá stelpunum í sumar og sýna þeim stuðning.

Krían er komin til landsins hún sást við Ósland að morgni sumardagsins fyrsta og boðar vonandi gott sumar. Brynjúlfur Brynjólfsson sagði að krían komi alltaf fyrst í Óslandið þar sem mikið er um kríu yfir sumarið. Brynjúlfur stýrir vefnum fuglar.is þar sem hægt er að nálgast fróðleik um fugla. Líf er að færast í Óslandið.

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.