Eystrahorn 18. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn 18. tbl. 29. árgangur

Fimmtudagur 5. maí 2011

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Bleiki pardusinn er alltaf stríðinn

Mynd: Sigurður Mar

Það er alltaf mikil eftirvænting og spenna að sjá hvernig klæðaburður væntanlegra útskriftarnema í FAS lítur út og hverju þeir taka uppá til að hrekkja kennara og starfsfólk skólans. Að þessu sinni var Bleiki paradusinn í aðalhlutverki, fararskjótar starfsfólks voru umvafðir plasti, sumir komust ekki út úr hýbýlum sínum og skrifstofur skreyttar öðruvísi en starfsfólk á að venjast. Allt fór þetta samt vel fram, nemendur skemmtu sér konunglega og aðrir höfðu gaman af uppátækjum þeirra.

Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun


2

Fimmtudagur 5. maí 2011

Húfur við hæfi

Eystrahorn

Viltu taka þátt í stefnumótun í heilbrigðis- og öldrunarmálum? Heilbrigðisstofnun Suðausturlands (HSSA) hefur nú hafið vinnu við mótun stefnu í heilbrigðisog öldrunarmálum í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir næsta áratuginn. Gísli Sverrir Árnason hjá R3-Ráðgjöf stýrir verkefninu ásamt stjórn stofnunarinnar. Leitast verður við að móta áherslur fyrir HSSA sem nýtast við framtíðaruppbyggingu og alla starfsemi.

Í tilefni af 80 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands kom fram sú hugmynd að kvenfélagskonur minntust upphafs Kvenfélagasambandsins með því að prjóna húfur handa öllum börnum sem fæddust á Íslandi á afmælisárinu. Þessu verkefni var mjög vel tekið. Ljósmæður tóku að sér að afhenda öllum nýfæddum börnum á

afmælisárinu húfurnar en án þeirra hjálpar hefði ekki verið hægt að framkvæma verkefnið. Þann 28. apríl s.l. kom stjórn Sambands Austur-Skaftfellskra kvenna saman á HSSA og afhenti Áslaugu Valsdóttur ljósmóður innrammað þakkarbréf og í rammanum var auðvitað líka húfa.

Trjáplöntur, fjölær blóm, áburður o.fl. Opið eftir samkomulagi • Verið velkomin

Eitt af markmiðum verkefnisins er að leita eftir viðhorfum og áherslum íbúa sveitarfélagsins í þessum málaflokki. Í þessu skyni verður myndaður sérstakur rýnihópur íbúanna og er hér með óskað eftir áhugasömum einstaklingum til þess að taka þátt í vinnufundi rýnihópsins sem verður miðvikudaginn 18. maí kl. 16:00 – 19:00. Leitað er eftir einstaklingum af báðum kynjum, á ólíkum aldri og með búsetu bæði í dreifbýli og þéttbýli sveitarfélagsins. Áhugasamir gefi sig fram við HSSA fyrir 13. maí í síma 470 8600 eða með tölvupósti á netfanginu: hssa@hssa.is

Gróðrarstöðin

Dilksnesi

Sími 8491920

Kælipressa Til sölu kælipressa úr blómakæli Blóm & Bróderí. Upplýsingar í síma 894-8413.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Námskeið í súrsun, sultun og niðursuðu ið ð á grænmeti ti og ávöxtum, á ö t verður haldið í matarsmiðju Matís á Höfn föstudaginn 13. 13 maí frá kl 10-16. 10 16 Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um súrsun, sultun og niðursuðu matvæla. Farið verður yfir öll aðalatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Verkleg kennsla fer einnig fram.Tilvalið námskeið bæði fyrir áhugamenn og þá sem hugmynd hafa að afurðum til framleiðslu og vilja auka þekkingu sína á þessu sviði. Ört vaxandi ferðamannastraumur til héraðsins hefur skapað einstaklingum og fyrirtækjum í héraðinu einstakt tækifæri í matvælaframleiðslu. Þarfir markaðarins fyrir staðbundnum matvælaafurðum eru gríðarlegar og eru allir hvattir til þess að koma augu á tækifærin á þessu sviði og nýta sér þau. Leiðbeinendur: Irek Adam Klonowski og Vigfús Ásbjörnsson hjá Matís Verð 15.000 krónur, skráning og frekari upplýsingar fást í síma 858-5136 og gegnum netfangið: vigfus@matis.is Starfsmenntasjóðir endurgreiða kostnað vegna námskeiðahalds til einstaklinga og fyrirtækja, fyrirtækja allt að 75%. Sjá nánari upplýsingar um starfsmenntasjóði og úthlutunarreglur á www.starfsafl.is , www.landsmennt.is og www.starfsmennt.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. maí 2011

Háskólalestin á ferð um landið Háskóli Íslands er skóli allrar þjóðarinnar og því verður aldarafmælinu fagnað víða um land. Þar verður Háskólalestin í fararbroddi á ferð um landið með vísindi og viðburði fyrir alla aldurshópa. Háskólalestin heimsækir níu áfangastaði á tímabilinu 29. apríl til 27. ágúst. Lestin nemur staðar í heimabyggð allra Rannsóknasetra Háskóla Íslands sem slást í för með lestinni með fjölbreyttan farangur úr náttúru og sögu landsins. Viðkomustaðir lestarinnar verða Stykkishólmur, Hvolsvöllur, Höfn í Hornafirði, Skagaströnd, Húsavík, Bolungarvík, Egilsstaðir, Sandgerði og Seltjarnarnes. Dagskrá á hverjum áfangastað stendur yfirleitt í tvo daga, þ.e.

einn dag fyrir grunnskólanema (HUF) og einn dag fyrir alla aldurshópa. Rík áhersla hefur verið lögð á víðtækt samstarf við heimamenn og hafa grunnskólar, sveitarfélög, samtök og fyrirtæki greitt götu lestarinnar af einstökum velvilja og áhuga. Háskólalestin er skipulögð í nánu samstarfi við Vísindavef Háskóla Íslands en á vefnum verður sérstakur „brautarpallur“ lestarinnar. Á Vísindavefnum verður m.a. fróðleikur um hvern áfangastað lestarinnar, tekinn saman með virkri þátttöku grunnskólanemenda og í samstarfi við Rannsóknasetur HÍ. Nemendur vinna jafnt spurningar og svör sem fara á vefinn ásamt öðru efni, svo sem myndbönd og hlaðvarp.

3

Sumar-Humartónleikar og opið hús

Frá Sumar-Humartónleikum 2002.

Árlegir vortónleikar lúðrasveitanna verða mánudaginn 9. maí kl. 19:00 í Sindrabæ. Þar koma fram Lúðrasveit Tónskólans og Lúðrasveit Hornafjarðar. Dagskráin er fjölbreytt og auk þess fá áhorfendur humarsúpu meðan á tónleikunum stendur. Athugið að á viðburðarblaðinu sem sent hefur verið út eru tónleikarnir auglýstir 10. maí en þar sem Ísland keppir í Eurovision það kvöld voru tónleikarnir yfir á mánudaginn 9. maí. Laugardaginn 14. maí frá kl. 11:00 – 15:00 verður Sindrabær opinn almenningi til skoðunar og starfsemi Tónskólans kynnt. Kennarar ganga um og segja frá starfseminni og þeim breytingum sem hafa orðið og eru framundan á húsnæðinu. Allan þann tíma verða tónleikar á sviðinu sem nemendur sjá um, einleikarar og hljómsveitir. Einnig verða uppákomur í stofum.

Bannað að brenna sinu Háskólalestin á Höfn 13. – 14. maí 2011 Á Höfn býðst nemendum í 7. – 10. bekk grunnskólans að sækja valin námskeið úr hinum vinsæla Háskóla unga fólksins föstudaginn 13. maí. Þar kynnast nemendur m.a. japönsku, stjörnufræði, latínu / fornaldarsögu, kynjafræði og táknmálsfræði. Laugardaginn 14. maí býðst gestum og gangandi á öllum aldri að taka þátt í dagskrá Háskólalestarinnar í Nýheimum. Þar má meðal annars finna sýningu félaga úr Sprengjugenginu landsfræga, eldorgel, stjörnutjald, leiki, japanska menningu og kynningu á táknmálsfræði, latínu og kynjafræði. Allar nánari upplýsingar um Háskólalestina og Háskóla unga fólksins eru á Vísindavefnum www.visindi.hi.is og á www.ung.hi.is.

Sumarbústaður óskast Norræna ferðaskrifstofan – Smyril Line Ísland óskar eftir að leigja sumarbústað á tímabilinu 23. júní til 13. ágúst í sumar fyrir erlenda ferðamenn

Eldvarnareftirlitið ítrekar að óheimilt er að brenna sinu nema með leyfi sýslumanns.

Bifreiðaskoðun á Höfn 16., 17. og 18. maí Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. maí. Næsta skoðun 20., 21. og 22. júní.

Góð umgengni og góðar greiðslur

Upplýsingar í síma 69-96717

Þegar vel er skoðað


4

Fimmtudagur 5. maí 2011

Fjölskylduvæn íþrótt - betri heilsa -

Eystrahorn

Sumar-Humartónleikar 2011 verða haldnir í Sindrabæ mánudaginn 9. maí kl. 19:00.

Boðið verður upp á humarsúpu ásamt rúmlega klukkustundar lúðraþyt. Aðgangseyrir kr. 1500BÆJARSTJÓRN HORNAFJARÐAR FUNDARBOÐ Á þessu ári verður Golfklúbbur Hornafjarðar 40 ára. Af því tilefni verður ýmislegt á döfinni hjá klúbbnum, fjölskyldudagurinn verður á sínum stað í júní og veglegt afmælismót verður í ágúst. Atburðir verða auglýstir nánar þegar nær dregur. Golfíþróttin er ein allra vinsælasta íþróttagreinin á landinu enda auðvelt fyrir nánast alla að stunda hana og ekkert kynslóðabil þar. Það er vart hægt að hugsa sér betri íþrótt til að

stunda sem heilsurækt fyrir alla fjölskylduna í einstöku umhverfi. Silfurnesvöllurinn kemur vel undan vetri og er tilbúinn. Það væri góð afmælisgjöf fyrir klúbbinn ef fleiri færu að stunda völlinn og gerast félagar. Hér með er skorað á gamla félaga að nota þetta tilefni til að taka fram kylfurnar aftur og þá sem ekki hafa kynnst íþróttinni að reyna sig. Eystrahorn mun fjalla frekar um afmælisárið síðar.

Stóðhestar á Dynjanda sumarið 2011

168. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í Nýheimum, fimmtudaginn 5. maí 2011 og hefst kl. 16:00. Dagskrá: 1. Fundargerðir bæjarráðs 2. Ársreikningur 2010 - síðari umræða 3. Ársreikningur HSSA 4. Tillaga að matslýsingu á endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins 5. Fyrirspurnir - bæjarstjórn Höfn 3. maí 2011 Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri

Strákur frá Vatnsleysu IS2007158508 Rauðhjálm-,sléttuskjóttur. F. Glampi frá Vatnsleysu, 8,68 hæfileikar (9 brokk, vilji og geðslag, fegurð í reið) M. Sónata frá Vatnsleysu, 8,25 hæfileikar (9 brokk) Folatollur kr. 40.000,- með sónar og girðingargjald, plús vask

Akkur frá Vatnsleysu IS2007158503 Rauðstjörnóttur. F. Glampi frá Vatnsleysu M.Alísa frá Vatnsleysu, 8,60 hæfileikar ( 9 stökk og vilji, 9,5 tölt,brokk og fegurð í reið) Akkur er skyldleikaræktaður út af hornfirskri hryssu og Lýsingi frá Voðmúlastöðum. Um ræktunartilraun er að ræða og ganga því hornfirskar hryssur fyrir. Folatollur kr. 50.000,- með sónar og girðingargjald, plús vask. Báðir hestarnir verða bæði gangmálin, takmarkaður hryssufjöldi. Nánari upplýsingar og pantanir hjá Hanný í síma 478 1903 og 845 3832

Innritun Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Hornafjarðar fer fram í skólanum 9. – 13. maí nk. Foreldrar barna sem fædd eru 2005 eru beðnir um að hringja í skólann í síma 470-8400, eða koma í Hafnarskóla og innrita börn sín fyrir næsta skólár. 26. og 27. maí verður síðan vorskóli fyrir tilvonandi nemendur 1. bekkjar. Nánari upplýsingar um vorskólann verða sendar að innritun lokinni.

Skólastjórnendur


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. maí 2011

5

Landsmót og vortónleikar

Rúmlega 600 konur sungu ásamt Stórsveit Suðurlands á hátíðartónleikum í Iðu á Selfossi sl. sunnudag.

Helgina 29. apríl til 1. maí tók Kvennakór Hornafjarðar þátt í 8. Landsmóti íslenskra kvennakóra sem haldið var á Selfossi. Þar komu saman 620 konur frá öllum landshlutum fullar af orku og gleði. Mótið var frábærlega skipulagt af Jórukórnum frá Selfossi og tókst í alla staði mjög vel. Kvennakór Hornafjarðar söng tvö lög á fyrri tónleikum mótsins, Vor um Hornafjörð, lag og útsetning Heiðars Sigurðssonar við nýtt ljóð eftir Kristínu Jónsdóttur, og Ást, lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar við ljóð Sigurðar Nordals, einnig í útsetningu Heiðars. Mjög góður rómur var gerður að raddsetningum Heiðars og var hann hvattur til að koma þeim á framfæri við fleiri kóra. Kvennakórinn tók þátt í vinnuhópi undir stjórn Eyrúnar Jónsdóttur, stjórnanda kvennakórsins Ljósbrár úr Rangárvallasýslu. Þar voru æfðar þrjár „Flóaperlur“: lögin Draumalandið eftir Sigfús Einarsson við

ljóð Jóns Trausta og Í dag skein sól eftir Pál Ísólfsson við ljóð Davíðs Stefánssonar í nýjum raddsetningum Hildigunnar Rúnarsdóttur. Flutningur þessara laga á hátíðartónleikum mótsins var svo góður að karlmenn táruðust um allan sal. Þriðja lagið var svo smellurinn Bahama, lag og ljóð eftir Ingólf Þórarinsson. Eyrún Jónasdóttir var frábær stjórnandi og samþykkti að koma og taka þátt í vinnubúðum með Kvennakór Hornafjarðar í haust. Hápunktur landsmótsins var þegar allir kórarnir sameinuðust og meira en 600 konur stóðu saman á palli og sungu. Stórkórinn flutti Time to say goodbye eftir Francesco Sartori Lucio Quarantotti og Frank Peterson; Sumar konur eftir Bubba Morteins og landsmótlagið, Haustkvöld, sem samið var sérstaklega fyrir landsmótið af Örlygi Benediktssyni tónskáldi við ljóð Brynju Bjarnadóttur. Í landsmótslaginu naut kórinn liðsinnis Stórsveitar Suðurlands sem

lék undir stjórn Vignis Þórs Stefánssonar – og sveiflan var kynngimögnuð. Þá var ekki síðri sveifla í lokalagi tónleikanna, Vegir liggja til allra átta eftir Sigfús Halldórsson við ljóð Indriða G. Þorsteinssonar. Eins og þeir vita sem reynt hafa er það engu líkt að upplifa samsöng mörg hundruð kórkvenna og voru tónleikagestir allir í skýjunum eftir tónleikana, eins og flytjendurnir sjálfir. Eins og Hornfirðingar muna vafalaust hélt Kvennakór Hornafjarðar 7. Landsmót íslenskra kvennakóra vorið 2008 af miklum glæsibrag og var þess oft minnst á gestum landsmótsins á Selfossi. Höfðu ýmsir á orði að aldrei yrði hægt að toppa óvissuferðina inn að Geitafelli þar sem meðal annars var boðið upp á freyðivín og jarðarber í skjóli jöklanna, að ógleymdum söng karlakórsins Jökuls sem kom syngjandi af fjöllum.

Hornfirðingum gefst tækifæri til að hlýða á Kvennakór Hornafjarðar syngja flest þeirra laga sem kórinn tók þátt í að flytja á landsmótinu á vortónleikum kórsins sem verða haldnir á fimmtudaginn 12. maí, kl. 20:00 í Hafnarkirkju. Aðgangseyrir er 1500 kr. Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&&

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hafnarkirkja Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali8.maí Sunnudaginn s. 580 7902

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Messa kl. 11:00 Sóknarprestur

smárabraut

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

NÝTT Á SKRÁ

Gott 115,6 m² einbýlishús ásamt 55,8 m² bílskúr, alls 171,4 m². mikið endurnýjað að innan hluti af bílskúr innréttaður sem íbúðarými og þvottahús.

Vesturbraut

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

NÝTT Á SKRÁ

Gott 142,8 fm atvinnuhúsnæði á góðum stað. Hentar undir hverskonar atvinnurekstur. Laust strax

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

austurbraut

LAUST STRAX!

Fallegt og vel við haldið 137,3 m² einbýlishús ásamt 44,9 m² bílskúr, samtals 182,2 m² 3 -4 svefnherbergi, garðhús, verönd með skjólveggjum og heitum potti.


6

Fimmtudagur 5. maí 2011

Síðasta útkall

Eystrahorn

Aflabrögð 25. apríl - 1. maí

Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Ennþá vantar sjálfboðaliða vegna flugslysaæfingarinnar á laugardag. Hlutverk sjálfboðaliða verður að leika slasaða á æfingunni, aðstandendur slasaðra og til að aðstoða við förðun þeirra sem leika slasaða. Lögreglan á Höfn tekur að sér að skrá sjálfboðaliða og er áhugasömum bent á að hafa samband í síma 470 6145 eða með tölvupósti á logreglan.hofn@tmd.is.

Gleðilegt sumar • Sveitakaffi Sunnudaginn 8. maí klukkan 14:00 - 17:00 verður kaffihlaðborð á Smyrlabjörgum Húsdýrin á bænum munu einnig taka vel á móti þér. • Börn 0-6 ára frítt • Börn 7 – 12 ára 500 kr • Fullorðnir 1100 kr

Allir velkomnir

Hótel Smyrlabjörg

Hvanney SF 51..................... dragnót.....2.......53,2.......þorskur 28 Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv.....1.........5,8.......humar 2,4 (halar) Skinney SF 20...................... humarv.....2.......12,2.......humar 7,7 Þórir SF 77........................... humarv.....2.......23,3.......humar 12,9 Steinunn SF 10..................... botnv.........2........144.......blandaður afli Benni SU 65......................... lína.............4.......14,6.......þorskur 10,8 Dögg SU 118........................ lína.............5.......22,5.......steinbítur 21,0 Guðmundur Sig SU 650...... lína.............3.......12,7.......þorskur 10,7 Ragnar SF 550...................... lína.............3.......11,4.......þorskur 8,6 Auðunn SF 48...................... handf.........1.........0,7.......ufsi 0,5 Húni SF 17........................... handf.........1.........2,2.......þorskur 2,1 Kalli SF 144.......................... handf.........2.........2,4.......þorskur 2,2 Siggi Bessa SF 97................ handf.........3.......14,3.......þorskur 9,1 Silfurnes SF 99.................... handf.........1.........3,2.......þorskur 3,2 Stígandi SF 72...................... handf.........1.........2,0.......þorskur 1,9 Sæunn SF 155...................... handf.........1.........0,5.......ufsi/þorskur Uggi SF 47........................... handf.........2.........5,0.......þorskur 4,5 Jóna Eðvalds fór á síldveiðar í Breiðafjörðinn eftir að gefið hafði verið út kvóti en þá hafði síldin látið sig hverfa. Heimild: www.fiskistofa.is

Sumarvinna

SUNDLAUG HAFNAR Vantar starfsmann (kvenmann) í 80% afleysingastarf við afgreiðslu- og baðvörslu frá 1. júní – 15. ágúst. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára. Helst að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði. Laun samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu þess. Einnig má skila inn rafrænt á netfangið haukur@hornafjordur.is. Skila ber umsóknum fyrir 14. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Haukur Helgi Þorvaldsson forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 470 8000

Mat- og kryddjurtanámskeið Námskeið um ræktun, umhirðu og notkun matjurta, kryddjurta og notkun þeirra í matseld Fjallað verður um sáningu, ræktun og umönnun í ræktun matjurta. Greint er frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum, jarðvegi og áburðargjöf, sýndar mismunandi gerðir ræktunarbeða, karma og skjólgjafa. Gefinn gaumur að helstu meindýrum og sjúkdómum sem herja á jurtirnar og hvernig best er að verjast þeim. Nýheimar 14. maí kl. 10-15 Leiðbeinandi: Auður Ottesen garðyrkjufræðingur Verð: 15.500.Skráning fyrir 9. maí í síma 866-5114, nina@tna.is eða www.tna.is.


Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2011 Laugardaginn 7. maí 2011 klukkan 15:00 í Félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2) Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar 3) Lagabreytingar a) breytingar á reglugerð orlofssjóðs b) lagabreytingar 4) Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs 5) Kjör félagslegra skoðunarmanna 6) Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess 7) Ákvörðun félagsgjalds 8) Kosning fulltrúa á ársfund Stapa. 9) Önnur mál Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu. Ársreikningar félagsins svo og lagabreytingatillögur munu liggja fyrir á skrifstofum félagsins frá 2. maí Eftir fundinn verður boðið upp á kvöldverð.


Hammondhátíð Djúpavogs 12. - 15. maí 2011 á Hótel Framtíð Miðasala er hafin - sjá djupivogur.is/hammond

Fimmtudagur 12. maí, kl. 20:30 ASA Tríó Tónleikafélag Djúpavogs 18 ára aldurstakmark, nema í fylgd með fullorðnum - miðaverð kr. 2.500

Föstudagur 13. maí, kl. 20:30 Landsliðið ásamt Páli Rósinkranz 18 ára aldurstakmark - miðaverð kr. 2.500.-

Laugardagur 14. maí, kl. 20:30 Baggalútur 18 ára aldurstakmark - miðaverð kr. 3.000.-

Sunnudagur 15. maí, kl. 14:00 (í djúpavogskirkju) Ellen og Eyþór József Kiss og Andrea Réfvalvi ásamt Guðlaugu Hestnes Miðaverð kr. 1.500 - Kaffiveitingar í boði eftir tónleika

Miði á alla hátíðina kr. 8.000.Allar nánari upplýsingar á djupivogur.is/hammond - Eyfreyjunes - Við Voginn - Ósnes ehf. - Kvenfélagið Vaka - Fiskmarkaður Djúpavogs


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.