Eystrahorn 18. tbl. 29. árgangur
Fimmtudagur 5. maí 2011
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Bleiki pardusinn er alltaf stríðinn
Mynd: Sigurður Mar
Það er alltaf mikil eftirvænting og spenna að sjá hvernig klæðaburður væntanlegra útskriftarnema í FAS lítur út og hverju þeir taka uppá til að hrekkja kennara og starfsfólk skólans. Að þessu sinni var Bleiki paradusinn í aðalhlutverki, fararskjótar starfsfólks voru umvafðir plasti, sumir komust ekki út úr hýbýlum sínum og skrifstofur skreyttar öðruvísi en starfsfólk á að venjast. Allt fór þetta samt vel fram, nemendur skemmtu sér konunglega og aðrir höfðu gaman af uppátækjum þeirra.
Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun