Eystrahorn 18. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 18. tbl. 30. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. maí 2012

Sterk fjárhagsleg staða Sveitarfélagsins Hornafjarðar Bæjarstjórn Hornafjarðar tók ársreikning fyrir árið 2011 til fyrri umræðu á fundi sínum þann 26. apríl. Rekstrarhagnaður samstæðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2011 skv. rekstrarreikningi nam 137 m.kr. og handbært fé frá rekstri skv. sjóðsstreymisyfirliti nam 277 m.kr. Framlegð rekstrar er góð eða upp á 17% þegar viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga er 15%. Þróun skulda heldur áfram að vera jákvæð og í hlutfalli við heildartekjur skuldar sveitarfélagið nú um 74% en eins og kunnugt er viðmið nýrra sveitarstjórnarlaga 150%. Aðrar lykiltölur sem hér fara á eftir bera sterkri fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins glöggt vitni:

Sveitasjóður (A-hluti)

Samstæða sveitarfélagsins (A og B hluti)

98 m.kr.

137 m.kr.

12,1%

17,2%

Handbært fé frá rekstri

167 m.kr.

277 m.kr.

Handbært fé í árslok

208 m.kr.

208 m.kr.

Rekstrarniðurstaða Framlegð

Úr myndasafni

Vor um Hornafjörð Vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir í Nýheimum fimmtudaginn 3. maí kl 20:00. Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson og undirleikari er Jónína Einarsdóttir. Á tónleikunum fáum við fleiri hljóðfæraleikara til liðs við okkur, Bragi Karlsson og Júlíus Sigfússon leika á trommur og bassa. Ásdís Pálsdóttir og Anna Soffía Ingólfsdóttir á trompet og þverflautu. Á tónleikunum verður kórinn á ljúfsárum og rómantískum nótum en slær líka á létta strengi. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1500,-. Kvennakórinn lagði land undir fót í apríl. Farið var að Minniborgum í Grímsnesi þar sem kórinn hafði aðsetur yfir helgi. Á laugardeginum skelltum við okkur vestur yfir Hellisheiði og héldum tónleika í Árbæjarkirkju, tónleikarnir tókust í alla staði vel og voru vel sóttir. Þar skiptum við að hluta til hljóðfæraleikurum þau Sólveig Moràvek og Elvar Kristjónsson léku á þverflautu og trompet í stað Ásdísar og Önnu Soffíu. Kvennakór Hornafjarðar var stofnaður 9. september 1997 en áður söng kórinn í eitt ár undir nafni Leikfélags Hornafjarðar. Kórinn hefur starfað af fullum krafti öll þessi ár. Fjöldi kórfélaga í gegnum árin hefur verið á bilinu 20 - 45. Lagaval hefur verið mjög fjölbreytt og einkennst af léttleika og áskorunum. Stærsta verkefni kórsins er vafalítið sjöunda landsmót íslenskra kvennakóra sem haldið var á Höfn í apríl 2008. Undirbúningur mótsins krafist mikillar vinnu og skipulagningar. Á það mót komu um 350 konur. Kóramótið var mikil viðburður hér á Höfn í Hornafirði. Kórkonur stóðu þétt saman, ásamt mökum sínum, í að gera mótið sem eftirminnilegast.

Tónleikar Kvennakórsins eru í kvöld kl. 20:00 í Nýheimum.

Skuldir í hlutfalli við tekjur

64%

74%

Eigin fjárhlutfall

68%

64%

Veltufjárhlutfall

1,86

1,35


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 18. tbl. 2012 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu