Eystrahorn 18. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 18. tbl. 31. árgangur

Miðvikudagur 8. maí 2013

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Kærkomið verkefni hjá Vélsmiðjunni Foss Þessa dagana eru starfsmenn Vélsmiðjunnar Foss að setja nýja andveltitanka í uppsjávarskipin Lundey NS og Faxa RE sem HB Grandi gerir út. Smíði tankanna er lokið og hafa þeir beðið í nokkurn tíma við Óslandsbryggjuna. Ari Jónsson, framkvæmdastjóri Foss, segir smíði tankanna vera kærkomið verkefni. Hann segir verkefnið vera þróað og unnið í samstarfi við Stefán Guðsteinsson skipatæknifræðing og verkfræðistofuna Verkís en þessir aðilar stofnuðu félag um framleiðsluna og sölu. Félagið hefur nú þegar selt veltitank til Ástralíu og í uppsjávarskipið Venus HF 519. „Andveltibúnaður skiptir miklu máli í fiskiskipum, bæði fyrir mannskapinn og ekki síður alla vinnslu og aflameðferð. Þetta á ekki hvað síst við um uppsjávarskipin sem veiða í æ ríkara mæli fyrir landfrystingu og þá skiptir mjög miklu máli að tryggja gæði með sem minnstri hreyfingu á farminum í lestum en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið framleiðir andveltitanka fyrir uppsjávarskip.

Uppsjávarskipin Lundey og Faxi við bryggju á Hornafirði. Andveltitankarnir sjást í forgrunni.

Tönkunum verður komið fyrir aftasta á bakka skipanna en í þeim er lokabúnaður og stjórnbúnaður, svokölluð Stöðugleikavakt, sem Verkís hannar, og stýrir sá búnaður virkninni í tönkunum. Við erum mjög ánægðir með þetta verkefni og verður fróðlegt að sjá hvernig tankarnir koma til með að hafa áhrif á skipin,“ segði Ari. Varðandi frekari verkefni sagði Ari „Ég reikna með verkefnum

fyrir bátaflotann, ekki síst minni bátana. Vindubúnaðurinn frá okkur hefur komið vel út í grásleppubátunum en síðan erum við með nýlega hönnun í línuskífum þar sem hugmyndin var að bæta meðferðina á krókunum þegar línan er dregin og minnka jafnframt hættuna fyrir þá sem vinna við línukerfin. Við fórum í þessa hönnun í samstarfi við útgerð Ragnars

SF. Það hefur viljað brenna við í eldri búnaði að krókarnir réttist upp og línan komi ekki rétt inn. Þetta skapar hættu á að krókar sláist í þann sem er við línuhjólið. Reynslan hefur sýnt að með nýja hjólinu er líka minni þörf á að endurnýja króka á línunni og drátturinn á línunni er betri. Þennan línubúnað eigum við alltaf til á lager fyrir smábátana,“ bætti Ari við.

Betur fór en á horfðist Vegna frétta um óhapp í Gömlubúð hafði Eystrahorn samband við Hjalta Þór bæjarstjóra og innti frétta af framkvæmdum við húsið. „Framkvæmdir við Gömlubúð hafa gengið vel í vetur. Verkefnið er viðamikið því húsið var í verra ástandi en við töldum og ýmislegt sem við þurftum að laga til að húsið gæti orðið heilsársvinnustaður. Fyrir mitt leyti verður þetta okkur til mikils sóma og styrkir Höfn og nærsveitir sem áfangastað í ferðaþjónustu. Tjónið sem varð núna í síðustu viku setur auðvitað strik í reikninginn en það má líka þakka að ekki fór verr en raunin varð. Rétt viðbrögð iðnaðarmanna og hversu skjótt slökkviliðið kom á staðinn skiptu þar öllu máli. Nú er verið að vinna í að lagfæra það sem skemmdist, reykræsta húsið og þrífa. Ráðgert var að opna nýja sýningu í Gömlubúð þann 7. júní og við tökum ákvörðun þegar líða tekur á mánuðinn hvort og þá um hversu marga daga við frestum opnun hennar. Upplýsingamiðstöðin verður opnuð aftur á morgun eða allra næstu daga þannig að sú starfsemi raskast lítið sem ekkert.“ Sagði bæjarstjóri.

Mynd: Sverrir Aðalsteinsson

Hjóladagur slysavarnadeildarinnar verður haldinn 11.maí Hjálmaskoðun og hjólaþrautir verða við hús félagsins hefst kl 11:00 Allir velkomnir • Slysavarnadeildin Framtíðin


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.