Eystrahorn 18. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 8. maí 2014

18. tbl. 32. árgangur

Kóngakrabbinn ekki aufúsugestur Eins og komið hefur fram í fréttum fengu skipverjar á Sigurði Ólafssyni kóngakrabba í humartrollið í síðustu viku. Krabbinn veiddist í Breiðmerkurdýpinu á „Rúntinum“ eins og sjómenn segja. Þetta væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess að þetta er fyrsti kóngakrabbinn sem veiðist við Íslandsstrendur og er hann er talinn skaðvaldur í lífríkinu. Þessi krabbi vó aðeins rúmlega eitt og hálft kíló en getur orðið 10 kg. Hallur Sigurðsson kokkur á Sigurði sagðist ekki hafa fengið að elda krabbann, hann verður þurrkaður og hafður til sýnis í Pakkhúsinu. Lesa má um kóngakrabbann á Vísindavef Háskóla Íslands, visindavefur.is.

Allir með reiðhjólahjálma Börnin í 1. bekk Grunnskóla Hornafjarðar fengu óvænta heimsókn í skólann miðvikudag 30. apríl. Þar voru á ferðinni Sigurjón, Róbert, Olgeir og Sigurður Einar allir félagar úr Kiwanisklúbbnum Ós. Erindið sem þeir áttu við börnin var að færa þeim vandaða reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip sem er styrktaraðili verkefnisins, en Heimir stöðvarstjóri Eimskips kom með hjálmana og aðstoðaði við að afhenda þá. Þegar krakkarnir voru búnir að opna kassann með hjálmunum var ítrekað mikilvægi þess að vera með hjálm þegar farið væri út að hjóla. Krakkarnir samþykktu það samstundis og lofuðu að gleyma því aldrei. Krakkarnir voru mjög ánægð með heimsóknina og þökkuðu vel fyrir sig.Kiwanisklúbburinn Ós var einn af fyrstu Kiwanisklúbbum landsins

að byrja á þessu verkefni en síðustu tíu ár hefur það verið í samstarfi við Eimskip og hefur Flytjandi flutt þá frítt út á land. Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma.

Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins, en þetta er í áttunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. Í ár hefur verkefnið hlotið nafnið „Óskabörn þjóðarinnar“, en samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í þetta skipti. Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum ellefu árum hefur verið um 4.200 börn hvert ár, sem þýðir að yfir 30.000 börn eða 11% af þjóðinni hafa notið góðs af verkefninu. Mikilvægt er að stilla reiðhjólahjálminn rétt: Setja þarf hjálminn beint niður á höfuðið þegar hann er stilltur. Bandið undir hökunni á að falla það þétt að einungis sé hægt að koma einum fingri á milli. Hjálmurinn má ekki færast til nema um nokkra millimetra þegar prófað er hvort hann sitji rétt.

Margbreytileikinn í myndum Föstudaginn 9. maí opnar ljósmyndasýning í Ráðhúsinu kl. 16. Ljósmyndasýningin ber yfirskriftina Margbreytileikinn í myndum en sýningin er samvinnuverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og ljósmyndarans Jolönta ŚWiercz (facebook. com/jolanta.swiercz). Ljósmyndirnar sýna einstaklinga af ýmsum þjóðernum í margbreytilegum störfum og verkefnum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Jolanta hefur

verið búsett á Hornafirði um nokkurt skeið en kemur frá Póllandi og heillaðist af landi og þjóð og ákvað að setjast hér að ásamt eiginmanni og syni. Hún hefur stundað ljósmyndun um langt skeið ásamt því að vera virk í Scrapbooking sem er listrænt skreytingarform á myndum. Sýningin verður opin til 1. ágúst og fólk hvatt til að mæta.

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


2

Miðvikudagur 8. maí 2014

Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Humarhátíðarfrímerki

Íþróttamessa í Hafnarkirkju Sunnudaginn 11. maí kl. 14:00 Beðið verður fyrir komandi íþróttasumri. Óli Stefán Flóventsson yfirþjálfari flytur hugleiðingu. Allir hvattir til að mæta í Sindrabúningi.

Prestarnir

Kaþólska kirkjan, Hafnarbraut 40 Sunnudagur Góða Hirðis 11. maí Börnin hittast kl. 11:00 Hl. messa kl. 12:00 Skriftir frá kl. 11:00 Biðjum fyrir Frans páfa okkar og öllum hinum sem þjóna í kirkjunni. Eftir hl. messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýjar kveðjur vegna fráfalls og útfarar

Benedikts Stefánssonar Sérstakar þakkir til Guðlaugar Hestnes og Karlakórsins Jökuls fyrir þeirra óeigingjarna starf. Einnig fær starfsfólk HSSA þakkir fyrir frábæra ummönnun. Valgerður Sigurðardóttir, börn og fjölskyldur þeirra.

Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir

verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 19. - 22. maí næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

Þann 8. maí nk. mun Pósturinn gefa út frímerki tileinkað Humarhátíðinni á Höfn. Frímerkið er hluti af seríu sem nú er gefin út í annað sinn undir heitinu Bæjarhátíðir II. Frímerkið er einstaklega fallegt og gleðin sem fylgir hátíðinni skín augljóslega í gegn á myndefninu þar sem meira að segja skýin eru í laginu eins og humar. Frímerkið er handteiknað af myndlistakonunni Lindu Ólafsdóttir (lindaolafsdottir.com). Það má með sanni segja að Lindu hafi tekist afar vel að skapa myndefni sem nær að fanga þá stemningu sem ríkir á Humarhátíðinni og koma því á eitt minnsta form hönnunar sem frímerkið er. Bæjarhátíðum sem haldnar eru hérlendis á sumrin hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og eru víða orðnar ríkur þáttur í menningarlífi margra bæja og byggðarlaga á Íslandi. Það er með gleði í hjarta sem Pósturinn ákvað að fara í samstarf með Lindu til að koma þessum menningartengdu viðburðum á listrænt form. Svo segir í lýsingu Póstsins á Humarhátíðinni á Höfn við þessa frímerkjaútgáfu: Upphaf Humarhátíðar á Höfn í Hornafirði má rekja til frumkvæðis einstaklinga og fyrirtækja sem vildu beita sér fyrir árlegri útihátíð á Hornafirði fyrir Hornfirðinga, brottflutta Hornfirðinga og gesti. Humarhátíðin var fyrst haldin árið 1993 og annaðist sveitarfélagið framkvæmd hátíðarinnar fyrstu árin. Síðan tóku félagasamtök í bænum við hátíðinni og hafa staðið að henni síðan með virkri þátttöku fyrirtækja á Hornafirði. Nafn hátíðarinnar helgast því að Höfn á Hornafirði er þekkt fyrir veiðar og vinnslu á humri. Á aldarafmæli byggðar á Höfn árið 1997 var haldin stærsta humarhátíð frá upphafi en þá heimsóttu Hornafjörð um fjögur þúsund gestir. Hátíðin er orðin höfuðviðburður sumarsins á Hornafirði. Síðustu ár hefur humarhátíðin yfirleitt verið haldin fyrstu helgina í júlí. Það kemst ekki hvað sem er á frímerki og er þetta skemmtileg kynning bæði fyrir hátíðina sem og Hornafjörð. Þessi frímerkjasería vekur mikla athygli víða um land en hin frímerkin eru tileinkuð Síldarævintýrinu á Siglufirði, Ljósanótt í Reykjanesbæ, Dönskum dögum á Stykkishólmi og Menningarnótt í Reykjavík. Nú er um að gera að senda vinum og vandamönnum bréf með Humarhátíðarfrímerkinu og auglýsa um leið bæði hátíðina og bæinn. Og auðvitað bæta frímerkinu í safnið. Hægt verður að kaupa frímerkið frá og með 8. maí n.k í Pósthúsinu á Höfn og á vef Frímerkjasölu Póstsins, www.stamps.is en þar má einnig finna upplýsingar fyrir krakka sem vilja safna frímerkjum í Merkilega Klúbbnum.

ATH að ekki er tekið við kortum.

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Kveðja til kótilettukarlanna frá eldabuskunni á Víkinni með þökk fyrir samfylgdina í vetur. Aldrei skal ég kátum köllum, Kótilettuvinum gleyma, En sultur getur sótt að öllum, -sjáumst þá við dyrnar heima. G.Ö.

Bifreiðaskoðun á Höfn 19., 20. og 21. maí. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. maí. Næsta skoðun er 23., 24. og 25. júní. Þegar vel er skoðað


Eystrahorn

Miðvikudagur 8. maí 2014

KÆRU HORNFIRÐINGAR

3

Bikarmeistarar í Stökkfimi

Hornafjarðarsöfn ásamt atvinnu- og menningarmálanefnd langar að boða ykkur á íbúafund 13. maí n.k. klukkan 20:00. Á þessum fundi munum við kynna stefnu og markmið Hornafjarðarsafna í menningarmálum og uppbyggingu safna og rannsókna í héraði næstu ár og misseri. Vonumst til að sjá sem flesta, heitt á könnunni! Með kærri kveðju, Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Hornafjarðarsafna

Heimsreisa á Hornafirði flyst á Humarhátíð Ákveðið hefur verið að fyrihuguð Heimsreisa á Hornafirði sem átti að halda þann 10. maí mun falla niður en í staðinn verður fjölþjóðleikinn ríkjandi á Humarhátíð. Því eru bæjarbúar hvattir til að finna uppskriftir héðan og þaðan úr heiminum svo ekki sé minnst á klæðnað frá ýmsum heimshlutum.

Póker fimmtudaginn 8. maí Aðgangseyrir kr. 2.500,Hægt er að borga sig einu sinni aftur inn þegar leikmaður dettur út. Frítt kaffi fyrir spilara

Víkin

Atvinna Vegna forfalla vantar mig eina manneskju til starfa í sumar.

Í janúar skiptu þrjár stelpur úr fimleikadeild Sindra yfir í Gerplu. Þær Arney Bragadóttir, Tinna Marín Sigurðardóttir og Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir. Ástæðan fyrir þeim félagsskiptum var að ekki náðist í hópfimleikalið í þeirra flokki hjá Sindra (sex að lágmarki) og aðstöðuleysi. Núverandi aðstaða veldur því að efnilegir fimleikaiðkendur leita í önnur félög þar sem aðstaðan er mun betri. Þegar iðkendur fimleikadeildar Sindra eru komnir á 12-13 ára aldur þá lenda þau á vegg vegna þess að fimleikaaðstaðan á Höfn gerir þeim ekki kleift að bæta ofan á erfiðleika í stökkum. Til þess að missa iðkendur ekki út var brugðið á það ráð að reyna að hefja einhvers konar samstarf við félag sem hefur góða aðstöðu. Gerpla varð fyrir valinu en þar í forsvari er Kristinn Þór Guðlaugsson þjálfari og hafa okkar stúlkur keppt með Gerplu á tveimur hópfimleikamótum í vetur. Það er stefna fimleikadeildarinnar að halda í okkar góðu þjálfara sem eru starfandi við deildina og vinna af metnaði að uppbyggingu starfsins en þá er nauðsynlegt að bæta aðstöðu deildarinnar þar sem núverandi aðstaða er ekki ásættanleg. Von er á nýjum áhöldum í haust sem nýtist deildinni vel en þó er langt í land sökum fjárskorts. Þær Guðrún Ása, Tinna Marín og Arney fóru á einstaklingsmót, bikarmót í Stökkfimi sem haldið var á Akranesi 3. maí sl. Mótið er þannig sett upp að þú gerir stökkin þín ein og sér en ekki í runu eins og hópfimleikum. Það þurfa að lágmarki þrjár að vera saman í liði því að þrjár hæstu einkunnirnar gilda. Fimm lið kepptu í 15-16 ára flokki A og stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og urðu bikarmeistarar í 15-16 ára flokki A. Glæsilegur árangur hjá þessum ungu og efnilegu fimleikastúlkum. Í mars var haldinn árlegur foreldradagur fimleikadeildarinnar með frábærri þátttöku og þökkum við öllum þeim sem tóku þátt með okkur fyrir skemmtilegan dag. Á döfinni hjá fimleikadeild Sindra er innanfélagsmót miðvikudaginn 14. maí nk. klukkan 17:30. Síðan fer 4. flokkur (4.-5. bekkur) á vormót í hópfimleikum á Akureyri helgina 16.-18. maí. Við ætlum síðan að enda fimleikaárið með vorsýningu 21. maí klukkan 17:30 og eru allir velkomnir. Stjórn og þjálfarar þakka iðkendum og aðstandendum þeirra fyrir veturinn og hlökkum til að sjá ykkur í haust.

Starfið snýst um umbúnað og þrif, störf í eldhúsi og þjónusta í sal. Upplýsingar gefur Ásmundur Gíslason

í síma 478-1550 eða 858-5950

Hulda Björk Svansdóttir - formaður Ingibjörg Guðmundsdóttir - gjaldkeri Einar Smári Þorsteinsson - yfirþjálfari

Sumarhús til sölu

Til sölu 24m2 sumarhús til flutnings. Fullbúið að innan sem utan. Svefnh, baðh, stofa, eldhúskrókur. Staðsett í Berufirði. Uppl í síma 8491995 og á svavar@skakkapopp.is

Óska eftir íbúð til leigu

Skoða allt. Upplýsingar í síma 896-2584, Halla

Bíll til sölu

Toyota Corolla árg. 2007, dísel, ekinn 76.000 km. Verð 1.650.000. Uppl í síma 863-3730


4

Miðvikudagur 8. maí 2014

Eystrahorn

Er tilbúinn að leggja mitt af mörkum Eins og margir íbúar sveitarfélagsins hef ég upplifað miklar breytingar síðan ég var að alast upp á Höfðaveginum. Þá var leiksvæði okkar krakkana í hverfinu fjaran, Leiðarhöfði, bryggjan og allur útbærinn. Í mastrinu sem er nýbúið að fjarlægja, var vinsælt að príla og fóru þeir huguðustu alla leið á toppinn. Á þessum tíma voru skýr mörk á milli útbæjar og innbæjar. Það samfélag sem börnin okkar eru hluti af er töluvert frábrugðið því sem hér hefur verið lýst en með árunum hef ég sem íbúi og fjölskyldumaður upplifað þróun samfélags okkar og fengið innsýn í fjölbreytt verkefni og þjónustu sveitarfélagsins þar á meðal sem þátttakandi í ferðaþjónustunni sem vaxandi atvinnugrein í tæpa þrjá áratugi. Sá málaflokkur er meðal þeirra sem ég tel mig hafa góða þekkingu á og vil leggja áherslu á í komandi kosningum.

Ferðaþjónustan Það hefur verið dýrmæt reynsla að hafa lifað tímana tvenna sem atvinnurekandi í ferðaþjónustunni. Ferðaþjónustan er gott dæmi um hversu mikilvægt er að fylgjast með breyttu umhverfi og reyna að bregðast við á skynsamlegan hátt. Öll teikn og staðreyndir sýna viðvarandi fjölgun ferðamanna til landsins. Við íbúar héraðsins getum án efa áfram notið góðs af því með okkar fjölbreyttu náttúruperlur og vinsælu viðkomustaði. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur farið fram úr bjartsýnustu vonum manna og skiptir orðið sköpum fyrir efnahagslífið enda mikilvægi greinarinnar óumdeilt. Þrátt fyrir að margt gott hafi

unnist í ferðaþjónustunni á síðustu árum tel ég ástæðu til að staldra við og huga betur að ýmsum skipulags- og framfaramálum sem snerta greinina í héraðinu og samfélagið í heild. Ég er þeirrar skoðunar að gæði geti verið meira virði en magn í þessum efnum. Hagsmunir sveitarfélagsins og greinarinnar, eins og annarra atvinnugreina, fara almennt saman og skarast á ýmsum sviðum s.s. í skipulagsmálum, markaðssetningu, afþreyingu, aðstöðu o.fl. Sú ákvörðun var tekin á þessu kjörtímabili að hætta rekstri Jöklasýningar. Í mínum huga var setrið mikilvægur hlekkur í afþreyingarkeðjunni sem er aldrei of fjölbreytt. Ég tel að það hafi ekki verið fullreynt að markaðssetja sýninguna betur og með ákvörðun um að leggja setrið niður höfum við jafnvel misst af góðu tækifæri og fjölbreyttari verkefnum á þessu sviði. Áhersla okkar á að vera á jökulinn og auðvitað humarinn líka.

Umhverfið Trjárækt og hverskyns gróðurrækt er mér hugleikin og tel ég mig geta lagt þar ýmislegt gott til málanna. Ég vil sjá að verulegt átak verði gert í bættu umhverfi og fegrun víða í sveitarfélaginu með fagmennsku í fyrirrúmi því lengi býr að fyrstu gerð í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum. Auðvitað er ég spurður hvers vegna ég hafi gefið kost á mér á framboðslista núna. Svarið er einfalt. Ég tel mig hafa fjölbreytta og góða reynslu sem og þekkingu til að móta mér skoðanir og taka afstöðu til margra málaflokka sem skipta okkur máli. Hér er ég fæddur og uppalinn, hef lengi verið viðloðandi atvinnulífið og mér þykir vænt um samfélagið og umhverfið. Hvert og eitt okkar hefur mikilvægu hlutverki að gegna í komandi kosningum og ég er reiðubúinn að taka beinan og virkan þátt í mótun og ákvörðunartöku á vettvangi sveitarfélagsins. Óðinn Eymundsson, frambjóðandi í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Menningarmál í Hornafirði -Uppbygging í menningar- og safnamálum í Hornafirði til næstu fjögurra áraLjóst er að menningar- og safnastarf er hverju samfélagi mikilvægt. Menning og menningarstarf eykur lífsgæði og skapar fjölbreytt umhverfi í samfélaginu til sjávar og sveita. Allt bendir til þess að fjöldi ferðamanna hingað í hérað muni aukast mjög á næstu árum, því þarf að huga að fjölmörgum þáttum í innviðum samfélagsins sem geta stutt við þá þróun. Hlúa þarf vel að þeim svæðum sem eru viðkvæm ágangi. En hingað í hérað er ekki einungis heim að sækja fagra náttúru heldur einnig menningu og mannlíf. Verkefni okkar er að gera fjölbreytileika sögu okkar sýnilegri og virkja samfélagið í nútíð og fortíð. Hafnarsvæðið er það svæði á Höfn sem byggir á gömlum merg, þar fór hjarta bæjarins að slá í upphafi og gerir enn. Við höfnina blómstraði atvinnulífið sem byggðist upp á sjósókn, enda stutt á miðin. Á hafnarsvæðinu var margt fleira t.d. verslun og kaupmannshús, pakkhús, íshús, verkstæði ýmiss konar og verðbúðir er á leið. Mikligarður var ein þeirra. Strax í upphafi fór Mikligarður að hýsa mun meira en bara skipsáhafnir og farandverkamenn, sem honum var þó ætlað í upphafi. Innan veggja Miklagarðs fór bæjarlífið að taka á sig skýrari mynd, og menningin skaut þar rótum. Félagasamtök, íþróttafélög, skemmtifélög, stúkur, skóli og kirkja höfðu þar aðstöðu svo eitthvað sé nefnt og fór mannlífið að dafna við höfnina. Mikligarður geymir stóran hluta sögu Hafnar og hefur einstakt atvinnu- og menningarsögulegt gildi fyrir Hornfirðinga ef ekki alla Austfirðinga. Mikligarður er því vel að því kominn að verða grunnsafn Hornfirðinga þegar fram líða stundir og er undirbúningur þeirrar vinnu hafinn. Í mínum augum er Sveitarfélagið Hornafjörður eitt fegursta svæði landsins sem ég veit að við íbúar erum stolt af en við megum einnig vera stolt af því að við næstum hvern stein, hóla og hæðir eru sögur og sagnir frá fyrri tíð sem við þurfum að segja frá, miðla til íbúa, gesta og gangandi. Þegar við horfum

á uppbyggingu í menningarmálum til framtíðar horfum við á héraðið í heild til miðlunar á menningararfinum, sögum okkar og sögnum. Saga héraðsins er jafn gömul landnámi Íslands. Hér hefur maðurinn lifað í sambúð við jökul og hverflyndi náttúrunnar frá örófi alda, samspil manns og náttúru undir jökli í 1200 ár. Samgöngur hafa ætíð verið erfiðar og búsetuþróun háð harðræði náttúrunnar. Hið einstaka mannlíf sem hér hefur mótast er sú saga sem við viljum segja. Helstu áhersluatriði í framtíðarsýn menningarmála í Hornafirði: • Uppbygging á Miklagarði og næsta umhverfi þar sem grunnsýning Hornafjarðarsafna verður í framtíðinni. Hornafjarðarsöfn í Miklagarði samanstanda af byggðasafni- náttúrugripasafni og jöklasetri. • Aukin áhersla á samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands, Háskólasetrið sem og Nýheima þekkingarsetur. • Aukin áhersla á rannsóknir og skráningu menningarminja • Byggja upp grunn fyrir sýningar í sveitum sem miðla m.a. sögu stranda, samgangna, verstöðva og horfna búskaparhátta í héraði. • Styrkja frekar sögu sjósóknar og sjávarútvegs með rannsóknum og skráningu. • Auka fjölbreytileika í listasafni Svavars Guðnasonar samhliða þeirri grunnsýninu sem þar er. • Opna geymslur byggðasafnsins fyrir gesti. • Styrkja félag áhugamanna á fornbílum og vélum í Hornafirði. • Leggja frekari áherslu á tímabundnar og fjölbreyttar sýningar úr sögu Hornafjarðar sem hægt er að setja upp víða í héraði. • Styrkja samskipti við menningarferðaþjónustuaðila. • Að auka fræðslu og miðlun menningararfsins til skólabarna og auka samstarf við menntastofnanir í héraðinu. • Að auka lífsgæði Hornfirðinga og skapa fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti og heimamenn. Kristján Sigurður Guðnason, formaður atvinnu- og menningarmálanefndar og í 2. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra.


Eystrahorn

Miðvikudagur 8. maí 2014

5

Koma ferðamannsins á að vera tilhlökkunarefni Þórhildur Ásta Magnúsdóttir heiti ég og er búsett á Höfn ásamt dætrum mínum tveimur, Petru Augustu og Ester Lý. Ég starfa sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði og sit í 1. sæti 3. Framboðsins sem er listi óháðra til sveitarstjórnakosninga í Hornafirði þann 31. maí n.k. Okkur fjölskyldunni finnst gott að búa í Hornafirði,hér líður okkur vel og er ég því tilbúin til að leggja mitt af mörkum til að gera sveitarfélagið enn betra og meira aðlaðandi fyrir okkur, okkar unga fólk og nýja Hornfirðinga sem hafa hug á að koma hingað og setjast að. Við höfum upp á margt að bjóða og verðum að nýta alla þá möguleika sem við höfum til að þróa samfélagið þangað sem sem við viljum hafa það. Þegar maður býr í sveitarfélagi eins og Hornafirði og starfar við ferðaþjónustu er ekki annað hægt en að tala aðeins um þá stóru atvinnugrein sem ferðaþjónustan er orðin, en þar spilar sveitarfélagið veigamikið hlutverk. Sveitarfélagið sér okkur fyrir grunnþjónustunni og er þar af leiðandi stærsti ferðaþjónustuaðilinn. Það er sveitarfélagið með

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014 er hafi hjá embætti sýslumannsins á Höfn. Kosning fer fram á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 til 12:00 og 12:30 til 15:30 alla virka daga. Á uppstigningardag og kjördag verður opið frá kl. 13:00 til kl. 16:00. Ósk um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal berast embættinu ásamt læknisvottorði ekki síðar en kl. 16:00 þann 27. maí. Kosning fer einnig fram hjá Pálínu Þorsteinsdóttur í Svínafelli I í Öræfum eftir samkomulagi við hana. Sími hennar er 478-1760 og 894-1765. Atkvæðagreiðsla í Heilbrigðisstofnun Suðausturlands mun fara fram þann 26. maí kl. 13:00 að Víkurbraut 29 og verður einnig sérstaklega auglýst á stofnuninni. Einnig er kjósendum bent á auglýsingar á slóðinni www.kosning.is. Sýslumaðurinn á Höfn 5. maí 2014. Páll Björnsson

skipulagsvaldi sínu sem getur stjórnað uppbyggingu í ferðaþjónustu og spyrnt við þeirri þróun að greinin skapi neikvæð samfélagsleg áhrif fyrir íbúa þess. Því vill 3. Framboðið vanda vel til verka í uppbyggingu greinarinnar og leggur áherslu á að mótuð verði heildræn stefna í ferðamálum í samvinnu við atvinnugreinina og íbúa. Við viljum ekki að íbúar vakni upp við það einn daginn að eiga ekki lengur neina nágranna því að æ fleiri íbúðarhús fara undir ferðamenn. Við viljum skapa góðan jarðveg til að greinin geti vaxið og dafnað án þess að samfélagið og umhverfi hnigni á sama tíma. Ferðamaðurinn á ekki að vera okkur byrði og alls ekki til ama, hann getur verið besti íbúinn okkar! Með þessu á ég við að ferðamaðurinn stuðlar að hækkuðu þjónustustigi við okkur heimamenn og skilar miklum tekjum til okkar án þess að nýta sér mikið af þeirri grunnþjónustu sem aðrir íbúar þurfa á að halda. Má þar t.d. nefna leikskóla, elliheimili og heilsugæslu. Koma ferðamannsins á því að vera tilhlökkunarefni þar sem við leggjum metnað í vingjarnleika og gæði. Öflugt atvinnulíf er ein megin forsenda jákvæðrar byggðaþróunar og Sveitarfélagið getur lagt sitt af mörkum til þess að efla samfélagið með því að hlúa vel að þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hér eru og skapa aðlaðandi umhverfi fyrir önnur fyrirtæki að setjast hér að. Þórhildur Ásta Magnúsdóttir (Þóra) fyrsti maður á lista 3.Framboðsins

Kosningaréttur við sveitarstjórnarkosningarnar Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 31. maí n.k. eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014. Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á hinum Norðurlöndunum og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess. Einnig eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014, http://www.kosning.is/ sveitarstjornarkosningar-2014/leidbeiningar/kjosendur/kjorskra/. Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 10. maí n.k. mun ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn og þurfa því tilkynningar um lögheimilisbreytingar að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 9. maí eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014 rennur út 10. maí 2014 kl. 12:00. Framboð fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð skilist til oddvita yfirkjörstjórnar, Vignis Júlíussonar Sandbakka 21, Höfn fyrir kl 12:00 laugardaginn 10. maí 2014 Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Anna Halldórsdóttir


6

Miðvikudagur 8. maí 2014

Starfsfólk vantar í FAS Næsta skólaár vantar stuðningsfulltrúa, kennara og námsráðgjafa við skólann. Sjá nánar á starfatorg.is

Eystrahorn

Vinnustofa um ímynd Hafnar sem áfangastaðar

Skólameistari

Atvinnutækifæri til sölu Humarsoðsframleiðsla og möguleikar á framleiðslu á humarbollum. Öllu tæki og tól eru til staðar á Höfn. Starfsemin fer fram í eldhúsi MATÍ á Höfn. Upplýsingar í síma 772-4205 eða á jon@kokkur.is Jón Sölvi Ólafsson

Útboð Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „SINDRABÆR - ENDURBÆTUR 2014“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Um er að ræða upphaf endurinnréttingar við suðausturhlið efri hæðar í Sindrabæ. Endurbyggja á stiga og koma fyrir lyftu, ásamt óhjákvæmilegum frágangsliðum í stigarými, einnig nauðsynlega glugga- og hurðasmíð og fl.. Frágangur nær í aðalatriðum til eftirtalinna verkþátta: • • • • • • • • • •

Rif og steypusögun. Steypt ofan á stiga og gengið frá stigahandriði. Smíði léttra innveggja og veggþykkinga, sandspörtlun og málun. Nýmálun viðgerðra múrflata og endurmálun annarra. Nýmálun nýrra glugga og endurmálun eldri glugga í stigarými. Dúkalögn gólfs á neðri hæð. Bráðabirgðafrágangur yfirborðs stiga og gólfs í stigarými á 2.h. Smíði og uppsetning innihurða á geymslu á 2.h.. Smíði og uppsetning bráðabirgðalokana. Smíði nýrrar útihurðar, glugga og gluggafaga og endurglerjun (7. kafli) • Sprunguviðgerðir og endurmálun útveggja.

Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með miðvikudeginum 30. maí 2014 gegn 5.000 kr. greiðslu eða á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/utbod án endurgjalds. Nánari upplýsingar veitir Björn Imsland, umsjónamaður fasteigna Netfang: bjorni@hornarfjordur.is - Sími: 894-8413

Þann 11.apríl síðastliðinn stóð SASS fyrir stefnumótunarvinnu í tengslum við ímynd Hafnar sem áfangastaðar, undir vinnuheitinu „Sjávarþorpið Höfn“. Góð þátttaka var í vinnustofunni en yfir 30 manns mættu og var góð breidd í hópnum. Niðurstaða hópsins um framtíðarsýn var skilgreind í þessari setningu: Eftirsóttur heilsárs áfangastaður og búsetukostur - sjávarþorp með fjölbreyttu atvinnulífi. Megin niðurstaða stefnumótunarvinnunar á þessum fundi var að skilgreina þéttbýlið Höfn sem heildstæða vöru í markaðs- og kynningarstarfi. Vinna þarf sérstaklega að ímyndarsköpun Hafnar með því að skilgreina vöruna og hennar sérstöðu. Sameinast þarf um sérstöðuna og sátt þarf að ríkja milli ferðaþjónustuaðila og ekki síst íbúa um framsetningu og kynningu á þéttbýlinu Höfn gagnvart ferðamönnum og öðrum er bæinn heimsækja eða hyggja á búsetu á Höfn. Til þess að vinna að þessu marki voru skilgreind þrjú megin svið sem vinna þarf með og voru dregin fram í stefnumótunarvinnunni; ímyndarsköpun, markaðs- og kynningarmál og innviðir. Næstu skref í þessari mikilvægu vinnu er að vinnuskjalið frá fundinum verður inn á www.hornafjordur.is þar sem við óskum eftir athugasemdum frá ykkur kæru íbúar og ferðaþjónustuaðilar. Athugasemdir má senda á netfangið thordur@sudurland.is. Næsti fundur í þessari vinnu verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 14.maí kl.12, til að ljúka þessari vinnu og hvetjum við ykkur til að mæta. Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS á Hornafirði

Þjónusta SASS við Hornafjörð Ráðgjafar SASS munu vera með reglubundna viðveru á Hornafirði í fjarveru Fanneyjar Bjargar Sveinsdóttir sem er farin í barnsburðarleyfi. Þórður F. Sigurðsson verður með viðveru í Nýheimum 13.og 14.maí næstkomandi. Hægt er að bóka tíma í gegnum thordur@sudurland.is. Næstu ráðgjafatímar verða nánar auglýstir síðar.


Eystrahorn

Miðvikudagur 8. maí 2014

7

Fjárhúsavík lokað vegna slæmrar umgengni

Súpufundur með stuðningsmönnum Sindra

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur skorað á Sveitarfélagið Hornafjörð að loka svæðinu í Fjárhúsavík fyrir umferð almennings. Svæðið hefur verið nýtt til losunar óvirks úrgangs svo sem garðaúrgangs. Þar sem mikið af plasti, málmi og öðrum úrgangi sem ekki er heimilt að losa þar er á staðnum hefur HAUST gert þá kröfu að hreinsað sé til á svæðinu og það lokað meðan á úrbótum stendur. Komið verður upp gámum fyrir garðaúrgang við gámaport Áhaldahússins meðan á þessu stendur. Athygli skal vakin á því að gras eða annar garðaúrgangur má ekki vera í plasti. Og alls ekki almennt rusl.

Laugardaginn 10. maí byrjar keppnistímabilið hjá Sindra. Meistaraflokkur karla spilar við Njarðvík í fyrsta leik sumarsins hér á Sindravöllum kl 14:00. Það hefur skapast hefð hjá okkur að starta tímabilinu á súpufundi með stuðningmönnum Sindra. Formaður meistaraflokksráðs Sindra kynnir starsemi meistaraflokksráðs. Þjálfari fer yfir tímabilið sem framundan er og kynnir nýja leikmenn. Núna ætlar þjálfari einnig að tilkynna byrjunarlið og fara yfir áherslur fyrir leikinn á móti Njarðvík. Sindrafréttir.is verða með menn á staðnum og ætla að setja í loftið myndband sem kveikir í mönnum. Við hvetjum alla Sindramenn nær og fjær til þess að láta sjá sig á Víkinni laugardaginn 10. maí kl. 12:00.

ATH að gámurinn verður vaktaður með myndavél.

Ríki Vatnajökuls Félagsfundur vor 2014

Skemmtikvöld hjá Sjálfstæðisfélagi Austur-Skaftafellssýslus Laugardaginn 17. maí ætla sjálfstæðismenn ungir sem aldnir að hittast og eiga skemmtilega kvöldstund á Hótel Höfn. Húsið opnar kl. 20:00. Frambjóðendur og þingmenn verða á staðnum, skemmtiatriði og óvæntar uppákomur. Allir velkomnir. Skemmtinefndin

Meistaraflokksráð Sindra

Deiglan í ferðamálum – markaður, menning, gæði, öryggi Mánudaginn 12. maí kl. 13:00-15.00 í Nýheimum

Dagskrá:

13:00-13:10 Ásmundur Gíslason opnar fund. 13.10-13:30 Árdís og Guðrún starfsmenn Ríkis Vatnajökuls. „Hvernig kynnum við okkur?“ 13:30-13:50 Vala Garðarsdóttir „Menning og menningararfur.“ 13:50-14:00 Kaffipása 14:00-14:20 Ingibjörg Guðjónsdóttir. „Nýr tími í ferðaþjónustu.“ 14:20-14:40 Matthildur Þorsteinsdóttir. „Hvernig er búið að öryggi ferðaþjónustunnar?“ 14:40-15:00 Umræður og lokaorð

Allir sem hafa áhuga á ferðamálum velkomnir!

Minnum á súpufundina á laugardögum kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu.

STEFNUMÓTUN Þriðjudaginn 13. maí kl. 16:15 – 18:15 er efnt til íbúafundar um stefnumótun fyrir starfsemi Vöruhússins og tengingu við menntun í sveitarfélaginu. Fundað verður í Vöruhúsinu og Þórður Freyr Sigurðsson stefnumótunarráðgjafi hjá SASS stýrir fundinum. Mikilvægt er að sem flest sjónarmið komi fram um uppbyggingu list- og verkgreinahússins.

vERKEFNASÝNING Sýning á vinnu nemenda í FAS í hönnun, fatasaumi og ljósmyndun verður í Vöruhúsinu á föstudag 9. maí kl. 16-18. Öll hjartanlega velkomin. Nemendur og kennarar.

Sjáumst kát og hress MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.