Eystrahorn 18. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 8. maí 2014

18. tbl. 32. árgangur

Kóngakrabbinn ekki aufúsugestur Eins og komið hefur fram í fréttum fengu skipverjar á Sigurði Ólafssyni kóngakrabba í humartrollið í síðustu viku. Krabbinn veiddist í Breiðmerkurdýpinu á „Rúntinum“ eins og sjómenn segja. Þetta væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess að þetta er fyrsti kóngakrabbinn sem veiðist við Íslandsstrendur og er hann er talinn skaðvaldur í lífríkinu. Þessi krabbi vó aðeins rúmlega eitt og hálft kíló en getur orðið 10 kg. Hallur Sigurðsson kokkur á Sigurði sagðist ekki hafa fengið að elda krabbann, hann verður þurrkaður og hafður til sýnis í Pakkhúsinu. Lesa má um kóngakrabbann á Vísindavef Háskóla Íslands, visindavefur.is.

Allir með reiðhjólahjálma Börnin í 1. bekk Grunnskóla Hornafjarðar fengu óvænta heimsókn í skólann miðvikudag 30. apríl. Þar voru á ferðinni Sigurjón, Róbert, Olgeir og Sigurður Einar allir félagar úr Kiwanisklúbbnum Ós. Erindið sem þeir áttu við börnin var að færa þeim vandaða reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip sem er styrktaraðili verkefnisins, en Heimir stöðvarstjóri Eimskips kom með hjálmana og aðstoðaði við að afhenda þá. Þegar krakkarnir voru búnir að opna kassann með hjálmunum var ítrekað mikilvægi þess að vera með hjálm þegar farið væri út að hjóla. Krakkarnir samþykktu það samstundis og lofuðu að gleyma því aldrei. Krakkarnir voru mjög ánægð með heimsóknina og þökkuðu vel fyrir sig.Kiwanisklúbburinn Ós var einn af fyrstu Kiwanisklúbbum landsins

að byrja á þessu verkefni en síðustu tíu ár hefur það verið í samstarfi við Eimskip og hefur Flytjandi flutt þá frítt út á land. Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma.

Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins, en þetta er í áttunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. Í ár hefur verkefnið hlotið nafnið „Óskabörn þjóðarinnar“, en samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í þetta skipti. Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum ellefu árum hefur verið um 4.200 börn hvert ár, sem þýðir að yfir 30.000 börn eða 11% af þjóðinni hafa notið góðs af verkefninu. Mikilvægt er að stilla reiðhjólahjálminn rétt: Setja þarf hjálminn beint niður á höfuðið þegar hann er stilltur. Bandið undir hökunni á að falla það þétt að einungis sé hægt að koma einum fingri á milli. Hjálmurinn má ekki færast til nema um nokkra millimetra þegar prófað er hvort hann sitji rétt.

Margbreytileikinn í myndum Föstudaginn 9. maí opnar ljósmyndasýning í Ráðhúsinu kl. 16. Ljósmyndasýningin ber yfirskriftina Margbreytileikinn í myndum en sýningin er samvinnuverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og ljósmyndarans Jolönta ŚWiercz (facebook. com/jolanta.swiercz). Ljósmyndirnar sýna einstaklinga af ýmsum þjóðernum í margbreytilegum störfum og verkefnum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Jolanta hefur

verið búsett á Hornafirði um nokkurt skeið en kemur frá Póllandi og heillaðist af landi og þjóð og ákvað að setjast hér að ásamt eiginmanni og syni. Hún hefur stundað ljósmyndun um langt skeið ásamt því að vera virk í Scrapbooking sem er listrænt skreytingarform á myndum. Sýningin verður opin til 1. ágúst og fólk hvatt til að mæta.

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.