Eystrahorn Fimmtudagur 12. maí 2011
19. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Vorboðar
Það hefur löngum verið frjósamt sauðfé í Suðursveit en sennilega á þessi ær ekki öll nýbornu lömbin á myndinni sem Þorri tók um daginn á ferð sinni um sveitina. Mynd: Þorvarður Árnason.
Gaman saman um helgina Umf. Sindri verður með fjölskyldudag á laugardaginn undir heitinu Gaman saman og þar ættu allir að finna eitthvað til hæfis enda mikið í boði. Ganga og gróðursetning. Lagt verður af stað kl. 11:00 frá tjaldstæði, labbað út á Ægissíðu, þaðan að skógræktarsvæðinu við Drápskletta þar sem nokkrar plöntur verða gróðursettar. Þaðan verður rölt meðal annars í Einarslund og kíkt eftir fuglum svo eitthvað sé nefnt. Hjólaþrautir fyrir alla hefjast það kl. 10:00 með skoðun hjóla. 1. og 5. bekkingar fá afhenta reiðhjólahjálma. Þetta verður á planinu við íþróttahúsið. Boccia í íþróttahúsinu er ætlað 55 ára og eldri og hefst kl. 10:00. Körfubolti 3 á 3. Þar verður keppt í þremur aldurshópum eða 8-13 ára, 14-18 ára og svo 18 ára og eldri. Þessi keppni
fer að sjálfsögðu fram á nýja úti körfuboltavellinum og hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 13:00. Strandblak verður undir Fiskhólnum reyndar á grasi og verður keppt í tveimur flokkum 10 – 14 ára og eru þar 4 í liði en hinn flokkurinn er 15 ára+ og þar eru 2 í liði. Strandblakið hefst kl. 10:00.
Frjálsar íþróttir. Þar verða kynntar Kids Athletics eða krakkafrjálsar, en þetta er fyrir 6-9 ára og 10-12 ára og er ansi spennandi grein sem vert er að taka þátt í. Frjálsar verða á nýja gervigrasinu og hefjast kl. 13:00 Brennibolti.
Sú grein náði
gríðarlegum vinsældum í fyrra og verður bæði kvenna- og karlakeppni og eru 5 í liði. Gaman verður að sjá hvort það verði jafn góð mæting í karla Brennó eins var hjá konunum í fyrra þegar 50 konur kepptu samtímis á Sindravöllum í september! Brenniboltinn fer fram á svæðinu vestan Víkurbrautar og byrjar kl. 14:00.
Badminton verður í íþróttahúsinu og verður bæði boðið uppá 10 -15 ára og 16 ára +, þetta mót verður sett upp þannig að það verða vanir og óvanir saman í liði. Babmintonið byrjar kl. 11:30
Sund. Þar verður keppt í boðsundi og verða 4 í liði og er keppt með sérhönnuðu forgjafar kerfi en þeir sem hafa náð 67 ára aldri nú eða eru yngri en 10 ára fá 4 sek. í frádrátt á 25 metrunum en 11 og 12 ára fá 2 sek. í frádrátt á sömu leið. Með þessu er verið að leggja til að liðin verði skipuð fjölskyldum og er upplagt að fá afann eða ömmuna til að styrkja liðið. Það verður hægt að skipta á miðri leið þannig að sumir synda bara 12,5 m meðan aðrir gætu synt 1½ ferð, sundið hefst kl. 17:00 Þátttökugjald er 1000 kr. en þó aldrei meira en 3000 kr. á fjölskyldu. Mótsstjórn og miðasala verður í sundlauginni, en þar verður einnig hægt að kaupa sér kaffi og með því allan daginn. Það verður frítt í sund fyrir alla í tilefni dagsins. Nákvæmari tímaseðli verður dreif í hús og birtur á hornafjordur.is.
Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun