Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 10. maí 2012
19. tbl. 30. árgangur
Spennandi tímar framundan Góð þátttaka hefur verið í ferðum Ferðafélagsins undanfarið og margt spennandi að gerast á næstunni. Má þar nefna hjólaferð fimmtudaginn 23. maí, þá ætlum við að keyra með hjólin okkar suður á Mýrar og hjóla frá Þjóðvegi 1 inn að Haukafelli og aftur til baka. Þeir sem ætla með í þessa ferð verða að skrá sig því við þurfum að vita hvað við þurfum að flytja mörg hjól. Í júlí verður jeppaferð um Lakagíga svæðið, dagskrá þeirrar ferðar verður birt á heimasíðunni og facebook mjög fljótlega. Ekki má svo gleyma gönguvikunni “Ekki lúra of lengi” sem að þessu sinni mun umlykja humarhátíðina. Undirbúningur fyrir sumarið inni í Kollumúla er í fullum gangi, búið er að ráða nokkra skálaverði, en við þurfum ennþá að manna nokkur tímabil. Við hvetjum alla til að drífa sig í út í skemmtilegan og gefandi félagsskap, þeir sem ekki komast með ættu að fylgjast með og skoða myndir á facebook og www.gonguferdir.is
Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin fer á flakk Sýningar í Sindrabæ 12. maí næstkomandi Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og hátíðin hefur aldrei verið jafn stór með 75 stuttog heimildamyndir. Hátíðin fer á flakk 12. maí og verða sýningar í Sindrabæ með úrval stutt- og heimildamynda af hátíðinni. Sýningarflokkar hátíðarinnar eru íslenskar myndir, pólskar myndir, konur í kvikmyndum og nýliðar. Þar á meðal er stutta heimildamyndin Invisible Border eftir Hornfirðinginn Hauk Margeir Hrafnsson. Haukur Margeir býr í Lodz í Póllandi þar sem hann stundar nám í kvikmyndagerð. Myndin hans hefur vakið mikla athygli en hún fjallar um stéttarskiptingu og nágranna við sígaunagötu í borg
einni í Póllandi. Aðstandendum Reykjavík Shorts & Docs er það sérstök ánægja að koma til Hafnar í Hornafirði með hátíðina. Það hefði ekki verið mögulegt án veglegs styrks frá Sveitarfélaginu Hornafirði
og með stuðningi Hótels Hafnar, Humarhafnarinnar, Kaffi Hornsins og Ice Lagoon siglinga á Jökulsárlóni. Þá erum við sérstaklega þakklát Jóhanni Morávek sem lánar Sindrabæ fyrir kvikmyndasýningarnar.
Sýningar verða kl. 14, 16, 18, 20 og 22. Fyrstu tvær sýningarnar verða fríar en aðgangseyrir er kr. 500 á sýningarnar kl. 18, 20 og 22. Allar íslensku myndirnar eru á íslensku og með enskum texta og erlendu myndirnar eru allar með enskum texta. Við vonumst til að sjá sem flesta og að þessi litla kvikmyndahátíð verði góð viðbót við annars öflugt menningarlíf á Hornafirði. Sjáumst í Sindrabíó laugardaginn 12.maí! Heather Millard, stjórnandi Reykjavík Shorts & Docs Brynja Dögg Friðriksdóttir, Hornfirðingur og kynningarfulltrúi Reykjavík Shorts & Docs
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí