Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 16. maí 2013
19. tbl. 31. árgangur
Íbúar taki höndum saman á Unglingalandsmóti Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í annað sinn um Verslunarmannahelgina nú í sumar. Fyrst var það haldið árið 2007 og tókst vel. Undirbúningur á vegum USÚ var viðamikill og framkvæmdir á vegum Sveitarfélagsins voru umfangsmiklar. Síðan þá hefur ný sundlaug risið og skammt er að minnast byggingar Bárunnar. Auk þess hafa félagasamtök haldið áfram að bæta aðstöðu á svæðum sínum, eins og golfvöllinn, mótocrossbrautina og svæði hestamanna við Stekkhól. Öll aðstaða býður því upp á að Unglingalandsmótið geti orðið okkur til sóma. Lykilatriði við framkvæmd fyrra landsmóts var umfangsmikið sjálfboðaliðastarf. Fjölmargir lögðu hönd á plóginn við ýmiss verk sem þarf að sinna á þessum fjölmenna viðburði, við umhirðu á keppnissvæðum og tjaldsvæðum, við ýmiss störf er tengjast öllum þeim
keppnisgreinum sem fara fram, ýmislegt er varðar afþreyingu fyrir þátttakendur og gesti og fleira. Þess vegna er óskað eftir því að íbúar fylki aftur liði líkt
og árið 2007 og stuðli að því að Unglingalandsmótið nú í sumar verði ekki síður eftirminnilegt en hið fyrra. Við þurfum um 500 sjálfboðaliða en von er á um 1500
keppendum. Áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá Þórhöllu á netfangið tjarnarbru1@simnet. is eða í síma 893-0475 sem fyrst til að hægt verði að undirbúa sjálfboðaliðastarfið tímanlega fyrir mótið. Viðkomandi eru beðnir að senda inn nafn, netfang og símanúmer. Í byrjun sumars verður haldin opinn fundur um Unglingalandsmótið 2013. Þá verður skipulag mótsins og helstu atriði við framkvæmd þess kynnt auk þess sem íbúar geta lagt fram sjónarmið og ábendingar um það sem huga þurfi að. Ekki þarf að fjölyrða um gildi þess fyrir okkur íbúa að halda Unglingalandsmót. Það er hvatning fyrir íþróttaiðkun barna og unglinga og staðurinn okkar fær góða kynningu. Framlag okkar allra skiptir máli til að mótið heppnist sem best. Fyrir hönd landsmótsnefndar, Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ
Fótboltinn byrjaður að rúlla 2. deild karla
Bikarkeppni karla
Fyrsti alvöru leikurinn á nýju keppnistímabili fór fram sl. laugardag þegar Hamar úr Hveragerði kom í heimsókn. Það var svolítill vorbragur á leiknum eins og knattspyrnufólk segir gjarnan og fóru bæði lið varlega í aðgerðum sínum. Ágætis fótbolti sást á köflum þrátt fyrir að veðrið væri ekki ákjósanlegt en völlurinn lítur vel út. Sindramenn virkuðu sterkari aðilinn og voru meira með boltann en bæði lið fengu fá marktækifæri í fyrri hálfleik. Hilmar Þór Kárason skoraði gott mark fyrir Sindra á 55. mínútu en Hamarsmenn jöfnuðu fimm mínútum síðar úr vítaspyrnu sem var strangur dómur séður úr stúkunni. Sindramenn sóttu nokkuð stíft síðasta kafla leiksins og fengu nokkur markfæri til að gera út um leikinn en Hamarsmenn vörðust vel og markmaður þeirra stóð vaktina vel.
Sindramenn fengu lið Fjarðabyggðar í heimsókn á þriðjudaginn í fyrstu umferð bikarkeppninnar. Aðstæður til að leika knattspyrnu voru ekki auðveldar vegna norðvestan roks sem stóð á annað markið og gerði liðunum erfitt fyrir að spila boltanum. Sindramenn léku gegn vindinum í fyrri hálfleik og áttu í vök að verjast þar sem erfitt var að koma boltanum fram völlinn og gestirnir voru grimmari í öllum sínum aðgerðum. Með ákveðni uppskáru þeir fljótlega tvö mörk sem komu bæði eftir hornspyrnur. Sindramenn hresstust eftir því sem leið á hálfleikinn og skoruðu mark rétt fyrir lok hálfleiksins. Fljótlega í seinnihálfleik jöfnuðu okkar menn og komust yfir þrem mínútum fyrir leikslok. Fjarðamenn jöfnuðu á síðustu mínútu, þá orðnir tveimur leikmönnum færri. Í framlengingu var ekkert mark skorað og þurfti vítakeppni og bráðabana til að útkljá úrslitin þar sem okkar menn fara áfram í 32-liða úrslitin.
Hilmar Þór Kárason jafnar leikinn í 2-2.
Næsti heimaleikur meistaraflokks karla er gegn Reyni Sandgerði laugardaginn 18. maí kl. 15:00.
2
Fimmtudagur 16. maí 2013
Eystrahorn
Blús- og rokkfélag stofnað
Hafnarkirkja Hvítasunnudag 19. maí
Vaktsími presta: 894-8881
Messa kl. 11:00 - ferming
bjarnanesprestakall.is
Prestarnir
Bjarnaneskirkja Hvítasunnudag 19. maí Messa kl. 14:00 - ferming Prestarnir Sumarferð Félags eldri Hornfirðinga Stofnfundur Blús- og rokkfélags Hornafjarðar verður haldinn í Pakkhúsinu fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 20:30. Eins og mörgum er í fersku minni var blúshátíðin endurvakin í mars sl. Greinilegt er að eftirspurn er eftir viðburði af þessu tagi því Pakkhúsið var smekkfullt bæði föstudags- og laugardagskvöld. Það er einnig eftirspurn meðal tónlistarmanna því margir hafa spurst fyrir um að fá að spila á næstu hátíð. Í síðustu viku fengu svo aðstandendur hátíðarinnar styrk frá Menningarráði Suðurlands og því er ekki um annað að ræða en að halda áfram og stefna að glæsilegri blúshátíð að ári. Allt áhugafólk um lifandi tónlistarflutning er velkomið í Pakkhúsið að taka þátt í að stofna félag um að gera Blús- og rokkhátíð að árlegum viðburði á Hornafirði.
Sumarferð um Norðausturland verður farin 29. júní til 2. júlí Gist verður á Hótel Norðurljósi á Raufarhöfn.
Verð 47.000,- kr. á mann í tveggja manna herbergjum.
Innifalið er:
Akstur í fjóra daga og þrjár gistinætur með morgunmat og kvöldmat.
Nokkur nöfn varðandi ferðaáætlun:
Ólöf K. Ólafsdóttir
Lagt af stað frá Ekru laugardaginn 29. júní kl. 9:00.
verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 27. - 30. maí næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.
augnlæknir
Farið niður með Jökulsá að vestanverðu, Ásbyrgi, farið fyrir Melrakkasléttu, Hófaskarðsleið, Skálar á Langanesi o.fl.
ATH að ekki er tekið við kortum.
Skráning er hafin í Ekru - pantið fyrir 23. maí. Upplýsingar í síma 478-1836 eða 847-6632 (Örn) og 840-6071 (Jón)
Bíll til sölu
Toyota Yaris Terra árg. 2002. Ekin 56þ km. 5 gíra. 3 dyra. Ný skoðaður. Upplýsingar gefur Friðrik í síma 844-2841.
Eystrahorn
Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821
FÉLAG FASTEIGNASALA
lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h
Snorri Snorrason, Hilmar Gunnlaugsson, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn, Sími 580 7915
Hilmar Gunnlaugsson, Sigríður hrl. og lögg. fasteignasali, Kristinsdóttir, lögmaður Egilsstöðum, Sími 580 7902
Hjördís Hilmarsdóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasali lögg. og lögg. leigumiðlari, leigumiðlari s.Egilsstöðum, 580 7908 Sími 580 7908
SnorriMagnússon, Snorrason, Sigurður lögg. lögg. fasteignasali, fasteignasali Egilsstöðum, s. 580 Sími 580 79077916
Húsnæði vantar í sláturtíð næsta haust
Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
PéturSigurður Eggertsson, Magnússon, lögg. fasteignasali, lögg. Húsavík, fasteignasali s. 580 7907 Sími 580 7925
Gistingu vantar fyrir 25 - 30 manns í 2-3 manna herbergjum, með aðgengi að eldunar- og þvottaaðstöðu frá 16. september til 31. október.
Austurbraut
nýtt á skrá
Vel skipulagt einbýlishús 141,1 m² ásamt 41 m² bílskúr, samtals 182,1 m², 5 svefnherbergi, 2 verandir og nýtt eldhús.
Nýtt á skrá
Atvinnuhús við Stekkaklett Hafnarnesi Til sölu er 155,9 m² atvinnuhúsnæði byggt sem aðstöðuhús vegna endurvarps “Jarðstöð” Húsið er 3 matshlutar ásamt stórri lóð.
Æskileg staðsetning er á Höfn eða í næsta nágrenni. Tilboð óskast send á skrifstofu Fasteignasölunnar INNI.
Eystrahorn
Fimmtudagur 16. maí 2013
Til næturinnar
3
Vorgleði Kvennakórs Hornafjarðar
í Sindrabæ í kvöld 16. maí Hægt verður að horfa á Eurovision frá kl. 19:00 á risaskjá. Léttar veitingar seldar á staðnum. Kvennakórinn mun svo hefja upp raust sína kl. 21:00 eða þegar Eurovision keppninni er lokið.
Söngur, gleði og óvæntar uppákomur ;)
Ferminga- og útskriftatilboð á skartgripum frá Sign. Úrval af fallegum gjöfum fyrir fermingarbarnið og útskriftina. Stúdentamenið og prjónninn kominn. Ragnheiður Gröndal söngkona og Óskar Guðnason.
Óskar Guðnason heldur áfram að semja lög við ljóð Kristínar á Hlíð. Hann er farinn að kynna lögin og hafði þetta að segja við Eystrahorn; „Þar sem að ég var ekki alveg sáttur við útsetningar á diskinum Til næturinnar - fór ég að skoða þær með það í huga að gera þær fjölbreyttari en samt einfaldari. Nú, eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég búinn að semja fimm nýja söngva við ljóðin hjá Kristínu. Ég geri mér vonir um að nýr diskur komi út eftir 2-3 vikur og mun hann heita: Fögur er jörðin, en mér finnst það ljóð sérstaklega fallegt. Leikkonan Arnbjörg H. Valsdóttir syngur lagið, sömuleiðis Í huldulandi og Haustkvöld en hún kemur ný inn, ásamt Ragnheiði H. Pálmadóttur, dóttur þess þekkta tónlistarmanns Pálma Gunnars. Hún syngur ; Undir laufþaki, Í vændum vor og Ég veit ekki hvenær, í nýrri útsetningu. Síðan syngur Ragnheiður Gröndal lagið - Vöggugjöf - sem að ég setti í spilun í útvarpið nýlega og okkur til mikillar ánægju er það komið inn á Vinsældarlista Rásar 2 og því hægt að kjósa það áfram og koma því í fyrsta sæti. Ef að menn vilja kjósa - Vöggugjöf - þá er það www.ruv.is/topp30.”
Verið velkomin • kaffi á könnunni Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 13:00 - 15:00
Húsgagnaval Sími 478-2535 / 898-3664
Dómaranámskeið í frjálsum íþróttum Haldið verður dómaranámskeið í frjálsum íþróttum á Höfn sem tekur tvö kvöld, mið. 29. og fim. 30. maí nk. og miðað við kl. 18-22 hvort kvöld. Námskeiðið verður í fjórum hlutum og í þessari röð: 1. 2. 3. 4.
Bifreiðaskoðun á Höfn 21., 22. og 23. maí Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17. maí. Næsta skoðun 18., 19. og 20. júní.
Almenn atriði Hlaup Stökk Köst
Fyrra kvöldið verður farið yfir almennu atriðin og hlaupin en seinna kvöldið verður farið yfir stökk og köst. Námskeiðið er öllum opið og nýtt fólk hvatt til þess að skrá sig. Einnig gott fyrir þá sem hafa starfað við frjálsíþróttamót að koma og rifja upp. Námskeiðið er mikilvægur undirbúningur í að halda Unglingalandsmótið hér á Höfn í byrjun ágúst í sumar. Hægt er að taka þátt í takmörkuðum þáttum námskeiðsins eftir áhugasviði. Einstaklingur sem lýkur öllum þáttum þess (bæði kvöldin) fær réttindi héraðsdómara í frjálsum íþróttum. Nánari upplýsingar um staðsetningu auglýstar síðar. Engin þátttökugjöld eru á námskeiðið.
Þegar vel er skoðað
Skráningar og nánari upplýsingar hjá Zophoníasi Torfasyni í síma 8936205 og netfangið: soffi@fas.is
SURF & TURF
NAUTALUNDIR ERLENDAR
Kræsingar & kostakjör
3.499 ÁÐUR 4.729 KR/KG
HUMARVEISLA Í NETTÓ ! 26% AFSLÁTTUR GRÍMS HUMARSÚPA
HUMAR 2KG.
420ML- FROSIN
ASKJA
2.999 5.998 KR/ASKJAN
KR KG
ORA FISKISÚPA
499
400ML - FROSIN
399
ÁÐUR 665 KR/STK
25% AFSLÁTTUR
HUMAR 1KG.
ÁÐUR 499 KR/STK
SKELBROT
20% AFSLÁTTUR
1.877 ÁÐUR 2.980 KR/KG
37% AFSLÁTTUR ÞORSKHNAKKAR
BAGUETTE
SÞ
280G
1.499 ÁÐUR 1.998 KR/KG
BAGUETTE 440G
199
FAGFISK LAXAFLÖK SNYRT
115 1.297
ÁÐUR 229KR/STK
ÁÐUR 1.879 KR/KG
50% AFSLÁTTUR
ÁÐUR 398KR/STK
25% AFSLÁTTUR
31% AFSLÁTTUR
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
GRÍSAKÓTILETTUR
RAUÐVÍNSKRYDDAÐAR
1.494
COCA COLA 1.25L
199
ÁÐUR 2.298 KR/KG
ÁÐUR 229 KR/STK
35% AFSLÁTTUR
REGNBOGASILUNGUR
MEÐ ROÐI - FROSINN
1.598 ÁÐUR 1.998 KR/KG
NAUTAFILLE FERSKT
31% AFSLÁTTUR
3.499 ÁÐUR 4.429 KR/KG
LAMBAPRIME FERSKT
2.870 ÁÐUR 4.159 KR/KG
SVEPPIR
199
ÁÐUR 398 KR/ASKJAN
50% AFSLÁTTUR
NÝTT KORTATÍMABIL
NATROL ACAI BRENNSLUTÖFLUR 60 HYLKI
2.990
KR PK
LOKAÐ HVÍTASUNNUDAG SUNNUDAGINN 19.MAÍ
HYDROXYCUT WILDBERRY 21 BRÉF
5.990
KR PK
Tilboðin gilda 16.maí - 20.maí Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6
Fimmtudagur 16. maí 2013
Eystrahorn
Fréttir af Nemendafélagi FAS vorið 2013 Þann 4. janúar hófst þriðja önnin með nýju fyrirkomulag á félagslífi FAS en alls voru nú stofnaðir átta klúbbar með tæplega 80 meðlimum. Klúbbastarfið var með sama sniði og síðustu tvær annir en allir klúbbar kusu sér formann á skólasetningunni en þeir funduðu svo einu sinni í viku með fulltrúaráði NemFAS. Fulltrúaráðið gegnir skyldum stjórnar félagsins og á fundum þess eru m.a. teknar allar ákvarðanir um fjármál félagsins. Í ráðinu sitja formenn klúbba ásamt forseta nemendafélagsins, varaforseta og félagsmálafulltrúa. Á fundunum eru dagskrár klúbbanna samræmdar og hugmyndir um viðburði ræddar. Á önninni var tekin upp sú nýjung að auk þess að sýna fram á 80% raunmætingu áttu allir nemendur að skila inn dagbók í lok annar þar sem þeir tilgreindu hlutverk sitt innan klúbbsins og hvert vinnuframlag þeirra var við undirbúning og skipulagningu viðburða. Þessi nýjung reyndist vel því með henni var hægt að meta nemendur út frá fleiri þáttum en mætingunni einni saman.
Viðburðir Strax í fyrstu viku annarinnar keppti lið FAS við lið FSN í Gettu Betur en lið FAS skipuðu þeir Jón Guðni, Jónatan Magni og Júlían Bent. Þrátt fyrir miklar og góðar æfingar báru strákarnir í FAS lægri hlut í keppninni. Engu að síður stóðu þeir sig mjög vel og fengu fleiri stig en lið FAS hefur fengið um árabil. Í janúar var einnig farið í gönguferð í Laxárdal og fyrsta bíókvöld annarinnar var haldið. Febrúar hófst á Fancy
Friday enda bar fyrsta dag mánaðarins upp á föstudegi. Þá voru líka haldin bíókvöld og ljósmyndasýning. Opna vikan var þó án efa stærsta vikan hvað varðar félagslíf nemenda en hún var haldin í febrúar. Allir klúbbarnir fengu þá heila viku til að vinna með sín áhugamál. Eins og undanfarin ár sá einn klúbbur um útvarpsútsendingar, gefið var út skólablað, haldin ljósmyndasýning og búnar til stuttmyndir. Þá voru skipulögð íþróttamót í Bárunni og farið í fjallgöngur. Síðast en ekki
síst var haldin glæsileg árshátíð í Sindrabæ þar sem nemendur gæddu sér á kvöldverði frá Hótel Höfn og skemmtu sér á eftir með hljómsveitinni Stuðlabandinu. Auk þessara viðburða var tvisvar boðið upp á sameiginlega dagskrá í Opnu vikunni. Annars vegar kom Albert Eymundsson og stýrði glæsilegu framhaldsskólamóti í Hornafjarðarmanna en þar bar Alexander Alvin sigur úr bítum. Þá voru haldnir miklir leikar þar sem skólanum var skipt niður í stöðvar og tóku nemendur þátt í hinum ýmsu leikjum. Þar má meðal annars nefna Actionary, Gettu betur, Zumba og fleira. Eftir annasaman mánuð í febrúar tók við fremur rólegur marsmánuður. Engu að síður voru haldin bíókvöld og FIFA-mót, ásamt skemmtilegum stráka- og stelpukvöldum. Strákarnir hreiðruðu um sig í Vöruhúsinu og skemmtu sér fram eftir kvöldi en stelpurnar skipulögðu glæsilegt konukvöld á Hótel Höfn. Eftir páska tók við viðburðaríkur mánuður sem jafnframt var sá síðasti í klúbbastarfinu þessa önnina. Auk bíókvölda var haldið Kaffihúsakvöld í Nýheimum þar sem að gestir gátu skoðað ljósmyndasýningu og tekið þátt í Pub Quiz. Þá var einnig haldið sundstuð í Sundlaug Hafnar og annað FIFA-mót. Fulltrúar Nemendafélags FAS í Söngkeppni framhaldsskólanna fóru til Akureyrar og tóku þátt í keppninni fyrir hönd NemFAS en keppendurnir okkar voru þær Kolbrún Birna og Þórdís Imsland. Stelpurnar stóðu sig með stakri prýði eins og þeim einum er lagið. Aðalfundur félagsins var haldinn um miðjan mánuðinn og var þar farið yfir viðburði annarinnar, bókhald félagsins og ýmsar hugmyndir um næstu önn voru ræddar. Í marsmánuði setti leikhópur FAS upp söngleikinn Grease í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar og Tónskólann. Sýningin var sett upp í Mánagarði og tókst uppfærslan með eindæmum vel. Leikstjóri var Stefán Sturla en hann var mjög hrifinn af hornfirsku leikendunum og sagði það einstakt að fá að vinna með svo hæfileikaríkum hópi. Síðast en ekki síst voru haldnar veglegar forsetakosningar hjá Nemendafélagi FAS. Frambjóðendur voru að þessu sinni fjórir talsins og var hver öðrum flottari. Sigur úr bítum báru þau Dóra Björg sem verður næsti
forseti NemFAS og Ragnar Magnús sem verður varaforseti félagsins. Taka þau við af þeim Sólveigu Valgerði og Róslín Ölmu en þær útskrifast báðar nú í vor. Í aðdraganda kosninganna var haldinn framboðsfundur og gefið var út kosningablað. Frambjóðendurnir höfðu því gott tækifæri til þess að koma skoðunum sínum og áformum á framfæri. Það er því ljóst að margt var um að vera í FAS á önninni og viðburðir á vegum félagsins haldnir í nánast hverri viku.
Önnur mál Eftir áramótin opnaði ný heimasíða nemendafélagsins en hún var unnin af Hype markaðsstofu. Síðan er hin glæsilegasta og þar má nálgast allar upplýsingar um félagið, myndir frá viðburðum, viðburðadagatal, fréttir og fleira. Heimasíðuna má finna á http://nem.fas.is og er vefstjórn í höndum félagsmálafulltrúa. Í framtíðinni mun vefstjórnin færast yfir til fjölmiðlaklúbbs NemFAS. Um miðja önnina var spurningalisti lagður fyrir fulltrúaráð NemFAS. Var hann hugsaður sem ákveðið sjálfsmat ásamt því kanna átti hver upplifun fulltrúanna var af fundum ráðsins en eins og áður sagði þá fer fulltrúaráð með stjórn nemendafélagsins og ber ábyrgð á fjármálum þess. Niðurstöðurnar voru að mestu leiti jákvæðar og áttuðu allir fulltrúar sig á mikilvægi ráðsins. Önnur könnun var lögð fyrir nemendur á önninni og að þessu sinni sáu nemendur í Verkefnaáfanga í Félagsvísindum (VFÉ 173) um rannsóknina en henni var ætlað að kanna viðhorf nemenda til félagslífsins í FAS. Annars vegar var framkvæmd eigindleg rannsókn af þeim Sævari Knúti og Finni Inga, og hins vegar megindleg rannsókn sem unnin var af Fannari Blæ og Jóni Páli. Skemmst er frá því að segja að nemendur í FAS eru ánægðir með hið nýja fyrirkomulag á félagslífinu og klúbbastarfinu. Flestir nemendur töldu að þeir lærðu mikið af reynslunni við að skipuleggja viðburðina og myndi sú reynsla nýtast þeim í framtíðinni. Þá voru nemendur sammála um að lýðræði væri mikilvægur þáttur í félagsstarfinu. Síðast en ekki síst ber að nefna að FAS er virkur þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem Embætti landlæknis heldur utan um. Þetta
Eystrahorn
Fimmtudagur 16. maí 2013
ár er annað ár FAS í verkefninu og nú er áhersla lögð á hreyfingu. Starfsfólk FAS og nemendur tóku þátt í mörgum átaksverkefnum á önninni, sem dæmi má nefna Lífshlaupið sem starfsfólk tók þátt í í febrúar. Þá var haldin keppni í mars sem kallaðist Skildu bílinn eftir heima! Hún snérist um að verðlauna þá sem oftast komu gangandi eða hjólandi í skólann. Í apríl tóku nemendur og starfsmenn myndir af sér í útivist og hengdu upp á vegg í Nýheimum. Það mætti því með sanni segja að mikil hreyfing hafi verið stunduð í FAS á önninni.
Framtíðin Eins og fram hefur komið benda kannanir til þess að ánægja með félagslíf FAS sé mikil meðal nemenda. Munurinn frá síðustu rannsókn, sem framkvæmd var vorið 2012 er lítill en þó mætti segja að ánægjan sé heldur að aukast. Bæði nemendur og starfsfólk skólans þekkja nú kerfið og vita til hvers er ætlast af þeim. Það mætti því líta á það sem svo að tilraunastigi sé lokið og grunnhugmyndin að hinu nýja fyrirkomulagi sé fullmótuð. Engu að síður munu þróun og smávægilegar breytingar sennilega alltaf eiga sér stað enda nauðsynlegar í öllu námi. Um leið og ég þakka fyrir skemmtilega önn vil ég þakka nemendum og starfsfólki FAS fyrir samstarfið síðustu tvö árin. Ég hef skemmt mér konunglega í vinnunni á hverjum degi og finnst sérstaklega skemmtilegt að sjá hvernig nemendur blómstra og þroskast milli ára. Í kjölfar breytinganna á félagslífinu hafa orðið miklar og góðar hugarfarsbreytingar hjá mörgum nemendum. Í stað þess að vera eingöngu þiggjendur hafa þeir áttað sig á því að þeir geta sjálfir gengt lykilhlutverkum í undirbúningi og skipulagningu viðburða. Ég leyfi mér því að fullyrða að ef fram fer sem horfir þá eiga þessir nemendur eftir að verða virkir og öflugir þátttakendur í samfélaginu okkar í framtíðinni. Enn og aftur þakka ég fyrir samstarfið á síðustu tveimur árum og óska nemendum FAS góðs gengis á komandi misserum. Sandra Björg Stefánsdóttir, verkefnastjóri félagslífs nemenda í FAS
A TVINN A N1 verslun á Höfn auglýsir eftir sumarstarfsmanni til að sinna almennum afgreiðslustörfum á bílaog útgerðavörum. Nánari upplýsingar veittar í N1 verslun Höfn eða í síma 478-1490 / 861-1955.
Malbikun Næstu tvær vikur verður unnið við malbikunarframkvæmdr í bænum. Undirbúningur er að hefjast og eru vegfarendur beðnir að sýna vinnuflokkum tillitssemi. Einnig er vegfarendum bent á að vara sig á hvössum brúnum, lausum niðurföllum og brunnum Birgir Árnason
7
Firmakeppni Hornfirðings Hin árlega firmakeppni Hornfirðings fór fram sumardaginn fyrsta í blíðskaparveðri við Stekkhól. Keppt var í þremur greinum, tvígangi barna, tvígangi og þrígangi fullorðinna. Í tvígangi er keppt í brokki og fegurðartölti, í þrígangi er keppt í brokki, fegurðartölti og skeiði. Dómarar voru Torfi Sigurðsson og Guðbjörg Anna Bergsdóttir, bændur í Haga. Úrslit voru þessi: Tvígangur barnaflokkur: Ragnheiður Inga Björnsdóttir á Ör frá Hlíðabergi, keppti fyrir Félagsbúið Ártúni.
Ragnheiður Inga Björnsdóttir
Tvígangur 18 ára og eldri: 1. Ómar Ingi Ómarsson á Örvari frá Sauðanesi, keppti fyrir Kraftvélar. 2. Hanni Heiler á Strák frá Dynjanda, keppti fyrir Húsasmiðjuna. 3. Pálmi Guðmundsson á Gleði frá Lækjabrekku, keppti fyrir Mikael ehf. Þrígangur: 1. Ómar Ingi Ómarsson á Fljóð frá Horni, keppti fyrir Landsbankann Reyðarfirði. 2. P álmi Guðmundsson á Grun frá Hafsteinsstöðum, keppti fyrir KASK flutninga. 3. F riðrik Reynisson á Skugga frá Dynjanda, keppti fyrir Sveitarfélagið. Hestamannafélagið Hornfirðingur þakkar eftirtöldum fyrirtækum og einstaklingum kærlega fyrir stuðninginn: Akurnes, Félagsbúið Ártúni, Sveitarfélagið Hornafjörður, Mikael ehf., Nettó, Hvammurinn, Félagsbúið Bjarnanesi, Ferðaþjónustan Brunnhól, Erpur ehf., Ósdalur ehf., Funi ehf., Þrastarhóll ehf., Guðni Karlsson, Jötunn Vélar Hornabrauð ehf., Samskip ehf., Hótel Höfn, Fiskmarkaður Suðurnesja, Miðós ehf., KASK flutningar, Brettasmiðjan, Fallastakkar ehf., Litlahorn.ehf., Þingvað ehf., Lækjarbrekka hrossarækt, VÍS, Vélsmiðja Hornafjarðar ehf., Ragnar í Gamla Garði, Gunnar á Neðri Bænum, Steinsmíði ehf., Gistiheimilið Hali, Ferðaþjónustan Jökulsárlóni ehf., Sigurgeir og Guðmunda Fagurhólsmýri, Sigrún Sigurgeirsdóttir Fagurhólsmýri, Olíuverslun Íslands, Ferðaþjónustan Litla Hofi, Gunnar og fjölskylda Litlahofi, Skinney Þinganes hf., Lækjarhús Hofi Öræfum, MS Selfossi, Sigurjón Arnar í Hofsholti, Ármann og Hólmfríður Svínafelli, Landsbankinn Reyðarfirði, Trostan ehf., Kraftvélar, Jóhann Þorsteinsson Svínafelli, Gámaþjónustan ehf., Lífland, 101 Fasteignasala, Fastus ehf., Húsasmiðjan, Eystrahorn, Sparisjóður Hornafjarðar, Sigurður Ólafsson ehf,. Þjónustumiðstöð SKG, Martölvan, Humarhöfnin, Árnanes, Hjalti Egilsson Seljavöllum, Riddararnir 3 Tjörn2. Hótel Skaftafell söluskáli, Þorlákur Magnússon Breiðutorfu Svínafelli Öræfum, Benni og Ragnheiður Bölta Svínafelli 3 Öræfum.
Afreks- og styrktarsjóður USÚ auglýsir eftir umsóknum. Umsóknum skal skilað inn í Sindrahúsið, Hafnarbraut 25, merkt Afreks- og styrktarsjóði í síðasta lagi 14. júní.
Grenndarkynning
ADHD samtökin verða á Höfn í Hornafirði fimmtudaginn 23. maí Kynningarfundur fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðra Kynningafundur ADHD samtakanna verður haldinn á Höfn í Hornafirði fimmtudaginn 23. maí kl. 14:30 í fyrirlestrasalnum í Nýheimum á Höfn í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skóla- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD. Efni fundar: Hvað er ADHD og hvað gera ADHD samtökin? Björk Þórarinsdóttir formaður og Elín Hoe Hinriksdóttir varaformaður stjórnar ADHD samtakanna kynna samtökin. Dagskrá: 1. Hvað er ADHD? Birtingarmyndir, orsakir og afleiðingar 2. A DHD á mismunandi aldursskeiðum. Börn, unglingar, fullorðnir. 3. Greining og meðferðarleiðir. 4. Skóli, nám og teymisvinna. 5. Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð. 6. Framtíðarhorfur. 7. Hvað gera ADHD samtökin og fyrir hvern eru þau? 8. H elstu verkefni samtakanna. Hlutverk, starfsemi, baráttumál, námskeið og fræðsla 9. Fyrirspurnir
Spjallfundur fyrir foreldra Klukkan 20:00 í fyrirlestrasalnum í Nýheimum á Höfn verður spjallfundur sem Björk og Elín stýra fyrir foreldra barna og ungmenna með ADHD. Hvetjum foreldra barna í leik-, grunnog framhaldsskóla til að mæta.
Fundirnir eru öllum opnir og kosta ekkert Nánari upplýsingar hjá Ellen Calmon framkvæmdastjóra ADHD samtakanna í síma 6947864.
Víðines ehf. sótti um breytingu á Ránarslóð 3 og var umsóknin tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 8. mars sl. Málinu var vísaði í grenndarkynningu. Þeir sem hafa athugasemdir við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir skulu senda skriflega athugasemd til yfirmanns umhverfis og skipulagsmála Hornafjarðar. Athugasemdir þurfa að hafa borist eigi síðar en 30. maí nk. Að þeim fresti liðnum tekur umhverfisog skipulagsnefnd málið til afgreiðslu. Fyrirhugaðar breytingar eru sýndar á meðfylgjandi teikningu.