Eystrahorn 20. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn 20. tbl. 29. árgangur

Fimmtudagur 19. maí 2011

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Ljósmyndara langar á sjó

Sigurður Ólafsson skipstjóri á Sigurði Ólafssyni hafði samband við blaðið vegna áhugaljósmyndara frá Frakklandi sem hefur sérstakan áhuga á að ljósmynda sjómenn við störf. Sýnishorn af myndum hans má sjá hér á forsíðunni. Siggi Óla hafði þetta um málið að segja; „Stutta útgáfan er sú að Fred Beveziers var á ferðalagi um Ísland í fyrra og hitti okkur á bryggjunni þegar við vorum að landa eftir humartúr. Eftir spjall var svo ákveðið að hann kæmi með okkur í næsta túr og varð hann gríðarlega ánægður með þann túr og er búinn að vera í sambandi við mig síðan. Svo ánægður var hann með

Íslandsdvölina og þá sérstaklega Hornafjörð og sjóferðina að hann ætlar að koma aftur í heimsókn núna um miðjan maí og vera fram yfir sjómannadag. Aðal markmiðið með heimsókninni núna er að taka myndir og þá sérstaklega af sjómönnum. Í framhaldi af því langar hann að halda ljósmyndasýningu á afrakstrinum eða gera eitthvað meira með myndirnar. Fred er í franska sjóhernum en í fríum hefur hann ferðast mikið um heiminn til að taka myndir og mikið til af fólki við ýmsar aðstæður og ætlar nú að einbeita sér að sjómönnum hér. Ég er að reyna að koma þessum upplýsingum á framfæri fyrir

hann og athuga hvort einhverjir eru ekki til í að taka þátt í þessu verkefni með honum með því að leyfa honum að taka eina mynd af sem flestum þegar hann kemur. Það sem hann vill náttúrulega helst er að taka mynd af hverjum og einum eins og hann kemur fyrir og er útbúinn í vinnunni. Einnig vill hann taka myndir af sem flestum sjómönnum á Hornafirði og auðvitað á öllum aldri til að fá heildstæða mynd af heilli atvinnugrein í sjávarþorpi. Það skýrist svo á næstu vikum hvernig hann ætlar að gera þetta, heimsækja bátinn í löndun eða annað en það skýrist síðar. Helgin 20.-22. maí er hentug og svo hvenær sem er og bátar eru í

landi eða að landa. Fred ætlar að koma með okkur á Sigurði einn eða fleiri túra á humrinum og hef ég líka áhuga á að koma honum í túr á fleiri bátum. Þetta er fínn náungi sem hefur prufað ýmislegt svo það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hafa hann með, það er bara gaman. Endilega hafið samband við mig ef þið eruð til í að segja sís í einni myndtöku eða svo. Netfangið er sigol@simnet.is og síminn: 895 8644.“ Hægt er að skoða síðurnar hans og myndir á www.beveziers. net/fr/accueil.html, www.flickr. com/photos/beveziers , www. facebook.com/beveziers

Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.