Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 16. maí 2012
20. tbl. 30. árgangur
Góð auglýsing og mikil áskorun
Mikilvægt að heimamenn taki þátt í verkefninu
Hugmyndir og tillögur að framtíðarskipulagi Heppu- og Hafnarvíkursvæðisins. Gamlabúðin er á leiðinni á fornar slóðir en sjálfsagt þarf að bíða einhver ár þar til allt svæðið verður endurbyggt. Það er þakkarvert ef svæðið fær smá andlitslyftingu núna með verkefninu sem lýst er hér á síðunni.
Eins og fram kom í auglýsingu í síðasta tölublaði Eystrahorns stendur til að gera mikið átak í umhverfi hafnarsvæðisins og reyndar sem víðast í bænum. Um er að ræða samvinnuverkefni heimamanna (Matís, Ríki Vatnajökuls og Sveitarfélagið) og Ríkissjónvarpsins. Þórhallur Gunnarsson hjá sjónvarpinu hefur umsjón með og stjórnar verkefninu. Í samtali við blaðið sagði hann m.a.: „Við komum með hönnuði en yfirhönnuður er Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuður hjá Design Group Italia og með honum starfa Dagný Bjarnadóttir, Örn Smári Gíslason og Egill Egilsson. Á aðeins tveimur dögum 15. og 16. júní munu Hornfirðingar og fremstu hönnuðir landsins ráðast í umfangsmiklar breytingar á hafnarsvæðinu og vonandi víðar í sveitarfélaginu. Á þessum tveimur dögum verða hús máluð, götur, gangstéttir og garðar endurhannaðir og skemmdir lagfærðar. Auð hús fá nýtt hlutverk fyrir menningarog listastarfssemi. Áhersla verður lögð á sérstöðu bæjarfélagsins, samstöðu bæjarbúa og þau gæði sem sveitarfélagið og samfélagið hafa upp á að bjóða. Settur verður upp markaður sem býður upp á matvæli úr
byggðarlaginu, listmuni og hönnun. Vonandi verður þetta skemmtilega samstarfsverkefni til þess að allir íbúar sveitarfélagsins taki sig saman um að fegra, mála, snyrta og lagfæra auk þess sem þeir skemmta sjálfum sér og öðrum. Í lokin er gert ráð fyrir að bæjarbúar fagni árangrinum með vinum og velunnurum og haldi veglega veislu við undirleik tónlistarmanna af svæðinu. Allt verður þetta tekið upp af sjónvarpsfólki og afraksturinn sýndur á RÚV í sumar í nýjum 50 mínútna hönnunarþætti. Framkvæmdir hefjast föstudaginn 15. júní og lýkur kl. 16.00 á laugardegi með matarveislu fyrir bæjarbúa. Hönnuðir þáttarins í samvinnu við íbúa munu leggja mesta áherslu á hafnarsvæðið og umhverfi þess. Vonast er til að fjöldi fólks taki þátt í þessum framkvæmdum auk þess sem listamenn bæjarins skemmti báða dagana. Stór matarmarkaður með afurðum úr héraðinu verður settur upp á laugardeginum. Umsjónarmenn þáttarins munu fylgjast með þessum miklu breytingum, ræða við bæjarbúa, kynnast menningar- og listastarfsemi bæjarfélagsins og bragða á þeim sælkeramat sem verður á boðstólunum.“ Að lokum lagði
Þórhallur áherslu á að árangur og gæði sjónvarpsþáttarins byggðist á að íbúarnir væru tilbúnir að taka þátt í verkefninu og fjölmenntu á svæðið. Vigfús Ásbjörnsson hjá MATÍS hafði þetta segja um fundinn sem haldinn var sl. föstudag; „Fundurinn heppnaðist virkilega vel. Klárlega kom í ljós mikill áhugi hjá framleiðendum handverks og matvæla á svæðinu á að nýta sér varanlega bása í framtíðinni og einnig þegar heimildarmyndin um Hornafjörð verður tekin upp í sumar. Fjölmargir aðilar hafa skráð sig á lista yfir þá sem mikinn áhuga hafa á að nýta sér þetta. Fram kom á fundinum að margir eru búnir að vera bíða eftir þessu tækifæri. Fólk skiptist á hugmyndum þarna á fundinum og kom þá í ljós að hér er til staðar fólk sem hefur reynslu og þekkingu til að vinna að verkefninu. Ákveðið var að mynda starfshóp til að fylgja málinu eftir með m.a. fulltrúum matvælaframleiðenda og handverksfólks.“ Nú er bara að sjá hvernig Hornfirðingar bregðast við og taka þessari áhugaverðu og skemmtilegu áskorun sem gæti orðið ómetanleg auglýsing fyrir samfélagið ef vel tekst til.
38 dagar til Humarhátíðar
www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 16. maí 2012
Eystrahorn
Íslendingar mega og eiga að vera ferðamenn á Íslandi Sameiginlegu markaðsátaki sem hvetja á landsmenn til ferðalaga innanlands hleypt af stokkunum Föstudaginn 11. maí var undirritað samkomulag um sameiginlegt markaðsátak sem hvetja á Íslendinga til ferðalaga innanlands. Aðilar að samkomulaginu eru Ferðamálastofa, markaðsstofur allra landshluta og Ferðaþjónusta bænda. Verkefninu er ætlað að skila mun betri nýtingu fjármuna og markvissari markaðssetningu öllum aðilum í ferðaþjónustu til heilla. „Íslendingar ættu hiklaust að leyfa sér að vera ferðamenn á Íslandi og greiða fyrir þjónustu og afþreyingu, fá leiðsögn um okkar einstæðu náttúru- og menningarminjar, panta gistingu og kaupa góðan mat,“ sagði Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, í kjölfar undirritunarinnar. Ólöf bætti því við að Ísland sé kraumandi af spennandi ævintýrum fyrir alla fjölskylduna. „Hér heima er hægt að upplifa svo margt sem er alveg einstakt á heimsvísu.“ Átakið mun standa næstu þrjú árin og í sumar verður nýtt vefsvæði undir formerkjum herferðarinnar opnað.
Hafnarkirkja
Tónleikar
uppstigningardag 17. maí Messa kl. 11:00
Fermingar Sóknarprestur Minningarkort Hafnarkirkju er hægt að nálgast hjá: Hafdísi í Sport-X í Miðbæ í síma 478-1966 Ástríði Sveinbjörnsdóttur í síma 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í síma 864-4246
Gleðigjafar verða með tónleika í Hafnarkirkju fimmtudaginn 17. maí uppstigningardag kl. 17:00
Hvolpar óska eftir góðum heimilum Blandaðir border collie og íslenskir hvolpar óska eftir framtíðarheimilum. Upplýsingar gefur Björg í síma 699 144
Aðgangseyrir kr. 1.500 Allir hjartanlega velkomnir
Eystrahorn
Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821
@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is
FÉLAG FASTEIGNASALA
Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður
Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908
LÆKKAÐ VER
Höfðavegur
Ð
Fallegt 107,6 m² einbýlishús ásamt 49,7 m² bílskúr samtals 157,3 m², mikið endurnýjað að utan og endurnýjaðar lagnir.
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum
LAUST TIL AF
HENDINGAR 1.
AUSTURBRAUT
SEPT
Fallegt og vel við haldið 137,3 m² einbýlishús ásamt 44,9 m² bílskúr, samtals 182,2 m² 3 -4 svefnherbergi, garðhús, verönd með skjólveggjum og heitum potti.
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907
TJARNARBRÚ
LÆKKAÐ VER
Ð
Skemmtileg og rúmgóð 74,4 m² 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í þríbýli. Sérinngangur og 28 m² bílskúr.
Eystrahorn
Miðvikudagur 16. maí 2012
Þórbergssetur á vordögum
www.eystrahorn.is
ATVINNA Starfsmann vantar í fullt starf hjá Olís Höfn • Vaktavinna Þarf að vera 18 ára eða eldri Uplýsingar gefur Haukur í síma 840-1718
Fjölskyldan á Fjallið Verðlaunahafarnir í þremur fyrstu sætunum. Ljósmynd: Jóhanna Guðmundsdóttir.
Bridsíþróttin hefur átt mjög undir högg að sækja hin síðari ár. Helst fréttist af einstaklingum sitjandi fyrir framan tölvuskjá að spila við hina ýmsu andstæðinga eða meðspilara eftir atvikum héðan og þaðan úr heiminum. Þetta er að sjálfsögðu hið besta mál og sjálfsagt læra margir að bölva meðspilara sínum á hinum ýmsu tungumálum því auðvitað er talast við yfir spilunum. Okkur í Suðursveit þykir þó skemmtilegra að láta skamma okkur á því ástkæra ylhýra og kjósum þann kost frekar og kunnum ekkert að spila á eða við tölvur. Eitt af því sem boðið er uppá í Þórbergssetri utan aðalferðamannatímans er bridsmót sem hlotið hefur nafnbótina “hrossakjötsmótið” og haldið hefur verið árlega síðustu ár. Þetta er nokkurskonar endurvakning skemmtikvölds sem Torfi Steinþórsson stóð fyrir á seinni hluta síðustu aldar þar sem allir helstu bridsspilarar héraðsins mættu til leiks og matreitt var saltað hrossakjöt til að neyta í hléi en Torfi var ákaflega mikill aðdáandi þess háttar veislufanga. Nema hvað, helgina 21.-22. apríl síðastliðinn var blásið til þessa móts í 6. sinn í Þórbergssetri. Margskonar mótsmet voru slegin í þetta sinn, sem dæmi, aldrei hafa fleiri konur verið þátttakendur eða 9 og þátttökumet var slegið, samtals 48 spilarar og svo er þetta fyrsta sumarmótið sem haldið hefur verið af þessu tagi en við höfum reynt að halda mótið sem næst 1. apríl sem er fæðingardagur Torfa. Þetta mót tókst sérlega vel í alla staði og keppendur spiluðu af mikilli prúðmennsku. Mörg snilldartilþrif voru höfð í frammi og höfðu keppendur mikla skemmtun af. Spilaður var tvímenningur og fóru leikar svo í þetta sinn að par mannað heimamönnum þeim Gunnari Páli Halldórssyni og Unnsteini Torfi Steinþórsson Guðmundssyni (sem var að mæta í fyrsta sinn) báru nauman en sanngjarnan sigur úr býtum með 58,9% skor. Í öðru sæti urðu feðgarnir Sveinn Símonarson og Bergvin Sveinsson með 58,4% skor og í þriðja sæti urðu hjónin Þuríður og Pálmi af Héraði með 57,2% skor. Segja má að þeir feðgar Sveinn og Bergvin séu fulltrúar Suðursveitar eða jafnvel Sunnsendinga því Oddný Sveinsdóttir á Gerði var langamma Sveins. Til gamans má geta þess að ef Sigfús frá Leiti er talinn með heimamönnum, en það ætlum við að leyfa okkur núna, tókst okkur að manna helming sætanna eða 24 spilara sem er vel af sér vikið. Öllum þátttakendum eru færðar alúðarþakkir fyrir komuna, þátttökuna og afar skemmtilega viðkynningu. Við stefnum auðvitað að nýju móti að ári og viljum láta þess getið hér að þann 1. apríl 2015 er 100 ára ártíð Torfa Steinþórssonar. Ef til vill dálítið snemmt en ekki annað þorandi ef settur yrði “kvóti” á bridsmót að boða sannkallað stórmót í Þórbergssetri þá.
Fjölskylduganga á Haukafell 17.maí kl. 14:00 Mæting hjá Þjónustuhúsi í Haukafelli. Gangan hentar öllum aldurshópum. Auglýsum eftir fundargerðabók USÚ frá árunum 1978-1994. Ef einhver lumar á bókinni heima hjá sér þá er óskað eftir að henni sé skilað í Sindrahúsið á Hafnarbraut. Einnig er auglýst eftir hvers kyns gögnum s.s. sendibréfum, tölvupóstum, ljósmyndum o.fl. á Héraðsskjalasafnið en verkefnið er samvinnuverkefni ÍSÍ og Félags héraðsskjalavarða á Íslandi.
Afreks- og styrktarsjóður USÚ Auglýsum eftir umsóknum í Afreks- og styrktarsjóð USÚ. Umsóknum skal skilað inn í Sindra húsið í síðasta lagi 27. maí.
Aðalfundur
Félags sumarhúsaeigenda í Stafafellsfjöllum verður haldinn á Hótel Höfn mánudagskvöldið 21. maí n.k. kl. 20:00 (Fundurinn átti upphaflega að vera 10. maí en var frestað af óviðráðanlegum orsökum)
Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins Stjórnin
www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 16. maí 2012
MARKAÐUR Á HUMARHÁTÍÐ
Eystrahorn
Mótun umhverfisstefnu í kvikum heimi
Kæru íbúar Hafnar og aðrir landsmenn. Dagana 22. - 24. júní verður Humarhátíðin á Höfn og ætlum við að hafa rosa flottan markað bæði með matvörum og öðrum munum. Ef ef þið hafið áhuga á bás yfir hátíðina hafið samband í síma 470-8082 (Kristín) eða á netfang info@humar.is. Skráningu lýkur 15. júní. Stjórn Humarhátíðar
Humarhátíð á Höfn dagana 22. - 24. júní Kæru listamenn og aðrir Hornfirðingar. Þeir sem vilja vera með dagskráratriði á Humarhátíð geta haft samband á netfangið info@humar.is fyrir 31. maí. Stjórn Humarhátíðar
Útskriftargjafirnar og útskriftarfatnaðurinn fæst í heimabyggð. Nýjar töskur og Bragar frá Arfleifð. Nýir kjólar frá Millibör. Roðskreyttar reiðbuxur frá Arfleifð / Millibör.
Opið í Kartöfluhúsinu á Höfn föstudaginn 18. maí kl. 11-18.
Í tilefni þess að nú í ár er liðinn áratugur frá stofnun Rannsóknasetursins á Hornafirði verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Höfn sem nefnist Mótun umhverfisstefnu í kvikum heimi. Um er að ræða þverfræðilega ráðstefnu í samvinnu við fleiri aðila með um 40 innlenda (m.a. heimamanna) og erlenda fyrirlesara. Ráðstefnan verður tvískipt, fyrri hluti hennar fer fram dagana 16.-18. maí n.k. í Nýheimum en síðari hlutinn í Reykjavík þann 19. maí. Á ráðstefnunni verður rætt um mótun stefnu í umhverfis- og náttúruverndarmálum frá margvíslegum hliðum - t.a.m. hvernig staðið er að slíkri stefnumótun, á hvaða forsendum hún byggir, hverjir hafa aðkomu að henni og hvort eða hvernig hægt er að móta heildstæða langtímastefnu innan margþætts málaflokks sem tekur sífelldum og oft örum breytingum á mörgum ólíkum sviðum - s.s. náttúrlegum, samfélagslegum og pólitískum. Sérstök áhersla verður lögð á þrjú undirþemu: 1. Hlutverk og mikilvægi akademískra sérfræðinga í opinberri stefnumótun í umhverfismálum, 2. Möguleika og takmarkanir þverfræðilegra vinnubragða í umhverfismálum, þ.m.t. við stefnumótun í málaflokknum, 3. Samskipti umhverfis- og náttúruverndarsamtaka við stjórnvöld annars vegar og hið akademíska samfélag hins vegar. Ráðstefnan fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill með húsrúm leyfir. Formleg dagskrá hefst miðvikudaginn 16. maí kl. 19:30 í Nýheimum. Fimmtudaginn 17. maí verða svo áframhaldandi fyrirlestrar frá kl. 09-15 og föstudaginn 18. maí frá kl. 09-17. Í samstarfi við Menningarmiðstöð Hornafjarðar verður jafnframt sett upp sýning á heimildarmyndinni Developing the Environmental Humanities í Listasafni Svavars Guðnasonar. Þar má m.a. sjá ýmsar myndir frá Hornafirði eftir Þorvarð Árnason, forstöðumann Rannsóknasetursins. Myndin verður sýnd á klukkustundarfresti á fimmtudag og föstudag, á venjulegum opnunartíma Listasafnsins. Ráðstefnan er styrkt af Nordforsk, Umhverfisráðuneytinu, Sveitarfélaginu Hornafirði, Háskóla Íslands, Skinney-Þinganess ehf, Flugfélaginu Erni og Vatnajökull Travel. Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara afmælisráðstefnunnar má sjá á slóðinni: http://stofnanir.hi.is/hornafjordur/
60% afsláttur af dömufatnaði 30% afsláttur á barnafatnaði Verið velkomin
Fyrirtรฆki, stofnanir og fรฉlรถg รก Austurlandi sem hafa รกhuga รก aรฐ: Rรกรฐa fรณlk รญ vinnu Gera starfsรพjรกlfunarsamning Hrinda af staรฐ รกtaksverkefni Fรก fรณlk รญ vinnustaรฐaรพjรกlfun
Hafiรฐ samband: WJOOB!BTB JT t T
Frรก og meรฐ 1. jรบnรญ n.k. mun AFL Starfsgreinafรฉlag taka yfir รพjรณnustu viรฐ รพรก atvinnuleitendur รก Austurlandi sem eru fรฉlagsmenn รญ aรฐildarfรฉlรถgum ASร . Viรฐ hรถfum รกhuga รก aรฐ nรฝta alla mรถguleika sem รญ boรฐi eru til aรฐ auka รพjรณnustu viรฐ atvinnuleitendur og sporna รพannig gegn atvinnuleysi. Nรกnari upplรฝsinar รก www.asa.is/atvinna
Stรถndum vรถrรฐ um velferรฐ ร TBNGร MBHJ PLLBS Stuรฐlum aรฐ รพvรญ, aรฐ allir hafi atvinnu viรฐ sitt hรฆfi. Kaffi รก kรถnnunni spjรถllum saman
AFL 4UBSGTHSFJOBGร MBH t T t XXX BTB JT